Dagur - 27.10.1965, Qupperneq 2
2
Guðmundur góði og Gvendarbrunnur að Hólum
í MORGUNBLAÐINU 14. júlí '
1965 las ég grein er hefir að
fyrirsögn: Guðmundur góði.
Stytta hans verði reist yfir
Gvendarbrunni að Hólum. Er
ég las þessa fyrirsögn hélt ég
fyrst að þetta væri aðeins mis-
heppnað orðalag, að tala um að
reisa styttuna yfir Gvendar-
brunni, — og að missögnin væri
frá einhverjum ókunnugum
blaðamanni komin. Við að lesa
greinina sá ég að svo er ekki.
Það virðist vera bláköld alvara
greinarhöfundar að leggja til
að líkneski eða stytta af Guð-
mundi góða verði þannig stað-
sett. — „Hann ætti að standa
yfir Gvendarbrunni á Hólum“,
segir sá mæti maður séra
Benjamín Kristjánsson.
Væri ég einhvers megnugur,
vildi ég styðja hugmyndina um
að reisa Guðmundi góða styttu,
en hinu vil ég mótmæla eins
kröftuglega og ég get, að stytt-
an verði sett yfir Gvendar-
brunninn, hið gamla og helga
vatnsból biskupsstaðarins á
Hólum. Slík staðsetning væri
möguleg með tvennu móti:
Með því að steypa yfirbygg-
ingu eða skúta yfir brunninn,
þannig að það yrði fótstallur
styttunnar, en þó gengt að
brunninum undir styttunni.
Slikur umbúnaður við helgar
lindir mun svo sem fyrirfinnast
hér og þar út um löndin, en þó
helzt þar, sem lindir streyma
fram í bratta, klettum eða úr
bergi. Hinn kosturinn er að
grjótfylla Gvendarbrunninn og ,
láta styttuna koma þar á ofan.
Þennan síðarnefnda kost þarf
varla að ræða, en báðir eru
þeir fráleitir að mínum dómi,
enda óþarfir.
Stytta Guðmundar góða get-
ur auðveldlega staðið við
Gvendarbrunninn, bak við hann
vil ég kalla það, án þess að
hann sé spjallaður eða honum
breytt til hins verra. Brunnur-
inn yrði þá rétt framan við fót-
stall Guðmundar.
En hér þarf lengri frásögn og
skýringar þeim til handa, sem
ókunnugir eru á Hólum.
Gvendarbrunnur á Hólum er
ekki „brunnur“ í þess orðs
venjulegu merkingu. Brunnur-
inn er uppsprettulind og frá
henni rann áður fyrr lindarlæk-
ur nokkurn spöl, unz lækur sá
féll í læk þann er fellur úr
„Gilinu“ sem kallað er í Hóla-
túni. Myndaðist dálítil tún-
tunga á milli lækjanna. Lækur-
inn úr gilinu rann nær Biskupa-
bænum forna, sem enn stóð á
fornum grunni hin fyrstu ár
Bændaskólans á Hólum. Hér
var, að fornu fari bókstaflega
farið yfir lækinn eftir vatni.
Neyzluvatn var ekki sótt í læk-
inn úr gilinu. Það var farið yfir
lækinn og vatn sótt í upp-
sprettulindina — Gvendar-
brunninn. Ekki man ég þá tíð,
enda ekki í heiminn borinn, er
gamli bærinn var rifinn og
sléttað yfir rústirnar. En ég
man leifar af gangstétt sem
mótaði fyrir beina leið af stétt-
arhorni Biskupsbæjarins, yfir
lækinn úr Gilinu og út að
Gvendarbrunni, það var hin
forna vatnsbólsgata Hóla-
manna.
Hér var ekki um neina
ómerkilega hluti að ræða. Menn
höfðu helgi á .Gvendarbrunnin-
um og vatni úr honum. Sú
helgi var ekki úr lausu lofti
gripin. í Brunninum var „lif-
andi vatn“ hið bezta sem völ
var á nærlendis á Hólastað.
Eftir að öll íbúðarbyggð á Hól-
um fjarlægðist Gvendarbrunn-
irinýog hann vár af þeim ástæð-
um aflagður og afræktur sem
vatnsból, - eimdi enn eftir af
hinni gömlu trú á vatnið úr
Brunnlnum • og heilbrigðismátt
þess. Vel man ég, að ég dreng-
hnökki vái 'sendur eftir vatni
niður í Gvendarbrunn, til
drykkjar- handa sjúkum mönn-
um, þótt eigi væri sótt þangað
vatn til annarra hluta.
En svo voru unnin skemmd-
arverk möi-g á Hólum. Eitt hið
ferlegasta var er forráðamaður
þar lét, í s'ambandi við „jarða-
bætur“ grjótfylla Gvendar-
brunninn og leggja lækinn, sem
frá honum rann í lokræsi. Mun
þetta hafa verið gert frekar af
einskonar heimsku og fljót-
færni heldur en illum vilja. En
glöggt var vanmatið á söguhelgi
Brunnsins og alls hins liðna á
Hólastað.
Svo kom annar valdamaður
og vildi úr bæta. Hann lét grafa
Gvendarbrunninn upp aftur,
taka úr honum grjótfyllinguna,
efl ékki ef það nema hálf bót,
. enn er lækurinn lokaður. Við
það vinnst að sönnu að hey-
skapur er eitthvað lítilsháttar
hagkvæmari þar á bletti á tún-
inu, en hitt er raunalegt að
Gvendarbrunnurinn er ekki
Minningarathöfn
SJÖTÍU ÁR eru liðin síðan séra
Matthías Eggertsson kom fyrst
til Grímseyjar og 15 júní sl. var
aldarafmæli hans. Þess var
minnzt við prófastsvísitazíu í
Miðgarðakirkju í Grímsey sl.
sunnudag.
Prófasturinn, séra Benjamín
Kristjánssoin á Laugalandi, pre-
dikaði og rakti æviferil prests-
hjónanna séra Matthíasar Egg-
ertssonar óg frú Guðnýjar Guð-
mundsdóttur. Séra Matthías var
prestur þar í 42 ár, 1895—1937,
— eða lengur en nokkur annar,
sem þjónað hefur í Grímsey. —
Prófastur minntist þess, hve
þau hjónin hefðu unnið merki-
legt starf fyrir Grímseyinga og
haft forústu í mörgum framfara-
málum þeirra.
Böm séra Matthíasar og frú
Guðnýjar hafa stofnað sjóð til
mihningar úm þau, sem ávaxta
skal í Grímsey. Er sjóðnum ætl-
að þáð hlútverk að efla safnað-
ar- og æskulýðsstarfsemi við
Miðgarðakirkju. Þegar hafa
sjóðnum borizt nokkrar gjafir.
Við. .^uðsþjónustuna þjónuðu
aúk prófasts séra Pétur Sigur-
nema svipur hjá sjón. Hann er
ekki það sem áður var, upp-
spretta lifandi vatns, sem lind-
arlækur liðast frá á eðlilegan
hátt. Mér er engin gleði að
heimsækja Gvendarbrunninn
eins og hann er nú. Ekki get ég
setzt á lækjarbakkann þar sem
ég lék mér sem barn og skynj-
aði meira en ég skildi helgisögn
staðarins, umhverfisins alls.
Litlu skipta hugsanir mínar
um þessa hluti, en mættu ekki
þeir Norðlendingar og aðrir, er
vel hyggja til Hóla, og ræða m.
a. um að reisa Guðmundi góða
minnismerki, athuga það, að
Gvendarbrunnurinn á sína
helgi og sögulegan rétt. Brunn-
inn á að varðveita og sýna hon-
um fullan sóma. Það á að grafa
upp lindarlækinn frá Brunnin-
um á ný og koma þar öllu sem
næst í sama horf og áður var,
áður en skemmdarverkið var
unnið.
Prentsmiðjuhóllinn á Hólum
er horfinn, svo er um fleiri fom-
ar minjar. Ur því verður ekki
bætt, en Gvendarbrunninum er
hægt að bjarga. Vill ekki hið
nýja Hólafélag taka hér til hönd
um? Hvað segja hinir góðu for-
ráðamenn þess til um það?
Líkneski Guðmundar góða reist
við Gvendarbrunninn á Hólum
en ekki yfir honum, getur verið
góð hugmynd, en gerið fyrst það
sem ódýrara er og auðveldara,
að gera Gvendarbrunninn að
því sem hann áður var. Verði
það ekki gert, sem hið fyrsta
skref, gef ég ekki mikið fyrir
styttuna. Hún bætir ekki fyrir
unnin skemmdarverk, sem ekki
eru leiðrétt — þótt auðvelt sé
að framkvæma leiðréttinguna.
Á Imbrudag 1965
Ámi G. Eylands.
í Miðgarðakirkju
geirsson og Einar Einarsson
djákni. Kirkjukór Miðgarða-
kirkju söng, undir stjórn frú
Ragnhildar Einarsdóttur organ-
ista. í lok guðsþjónustunnar
flutti séra Pétur ávarp, þar sem
hann þakkaði prófasti komuna
út í eyju. Þá gat hann þess að í
sambandi við minningarathöfn-
ina hefðu sjóðnum borizt tvær
gjafir, 10 þúsund krónur frá
Miðgarðakirkju og 10 þúsund
krónur frá Grímseyjarhrepp.
Fluttj hann gefendum innileg-
ar þakkir. Kirkjugestir risu úr
sætum í virðingar og þakklætis-
skyni við minningu hinna ást-
sælu hjóna.
Stækkaðri mynd af prests-
hjónunum með áletruðum silfur
skildi var komið fyrir í kirkj-
unni rétt hjá predikunarstól, en
myndin var gjöf frá börnum
þeirra. Guðsþjónustan var há-
tíðleg og bar vott um mikinn
vinarhug til hinna látnu merk-
ishjóna. Gjöfum í þennan sjóð
veita viðtöku séra Pétur Sigur-
geirsson, Einar Einarsson djákni
og Alferð Jónsson oddviti í
Grímsey. ' '□
jon S. Austmar
skipstjóri
MINNINGARORÐ
MIG LANGAR til að minnast
hér með nokkrum orðum þessa
merka, góða íslendings, sem
hér er fallinn í valinn, eftir
langt og merkilegt ævistarf.
Okkar kynni eru nú orðin
nokkuð löng, eða vel 50 ár, því
Nonni minn var i barnaskóla
hjá mér öll ár á Akureyri, og
var enn fremur nágranni minn
í næstu íbúð, þar sem hann ólst
upp hjá föður sínum, Sigurði
Austmar, afgreiðslumanni Eim-
skip, og stjúpu sinni, Svanfríði,
í stórum systkinahóp, sem hef-
ur mannazt vel, og orðið góðir
og gegnir íslendingar.
Jóni gekk námið vel og dugn-
aðurinn sýndi sig snemma, því
strax og hann gat nokkuð, fór
hann að vinna með föður sínum
í Eimskip.
En það byrjaði með sumar-
vist í Samkomugerði í Eyjafirði,
þar sem ég kom honum fyrir. —
Ég fann nýlega bréf frá Jóni,
sem hann skrifar mér þaðan, 9
ára gamall, sagðist passa barn
og reka kýr. — Þetta merka
bréf sendi ég Jóni nýlega til
gamans. Við höfum skrifazt á
um áratugi og ekki hefur brugð
izt bogalistin hjá Jóni með mál-
ið og fallega rithönd, hvort
heldur var í Ástralíu, Sues-
skurði eða Panama.
Jón var óþreytandi að skrifa
og segja fréttir af ferðum sín-
um. Mörg hin síðustu ár var
hann skipstjóri á einu hinu
stærsta olíuskipi heims og
hafði, að hann sagði, sjö þjóðir
innanborðs, allt ágætt fólk, sem
gerði skyldu sína með prýði.
Jón var giftur Ingibjörgu,
ágætri konu úr Snæfellsnes-
sýslu. Þau kynntust á Eimskip,
hún var þerna, hann stýrimað-
ur. Þau sögðust hafa verið á
Goðafossi 1938, þegar ég kom
frá Ameríku, og höfðu faðmað
mig að sér, eins og fleiri skip-
verjar, þóttust mig víst úr helju
heimt hafa, eftir ársdvöl vestra.
Ég heimsótti þau hjón í Dan-
mörku 1961. Þau áttu ljómandi
fallegt heimili, utan við Kaup-
mannahöfn, með prýðilegum
garði, sem þau höfðu safnað í
ágætum gróðri víðsvegar að. —
Ingibjörg fór oft með manni
sínum í langferðir, jafnvel kring
um hnöttinn, oftar en einu sinni.
Þau áttu ekki böm.
Honum var trúað fyrir miklu,
honum Nonna mínum, enda
áreiðanlegur og reglusamur, svo
sem bezt varð á kosið.
Eigandi skipsins, einn af
stærstu skipaeigendum í heimi,
hefur kunnað að meta áreiðan-
leik og háttvísi Jóns Austmars.
Þessi gamli maður, Möller,
stjórnaði fyrirtæki sínu fram á
níræðisaldur, féll frá á þessu
ári. Hann átti skip á öllum höf-
um, og öll hétu þau í höfúðið á
föður hans: Mærsk.
Jón skipstjóri elskaði land
sitt o'g-"þjóð af heilum hug og
naut þess í ríkum mæli að heim
sækja landið sitt tvívegis, hin
seinni ár, og síðast á sl. vori.
Hann dáði mjög viðtökurnar,
sem þau hjón nutu, hjá vinum
og ættingjum. Hann hafði orð
á því, að gaman hefði verið að
hitta gömlu húsmóður sína frá
Samkomugerði.
Seinasta bréf Jóns til mín var
skrifað 2. sept. 1965, fylgdi því
kort yfir ferðir.þeirra hjóna um
hverfis hnöttinn. Jón var þá ný-
kominn heim -úr • langferð og
bjóst við að eiga langa fríið fyr-
ir hendi vegna lasleika (hjart-
veiki). Og fríið varð langt. Hann
andaðist 28. september. Hann
var jarðsettur í Reykjavík, hef-
ur eflaust ráðgert að fá að
hvíla í íslenzkri mold.
Jón Austmar reyndist ættingj
um og vinum trúr og tryggur
vinur. Oðrum fremúr trúr og
tryggur stjúpu sinni, Svanfríði.
Hún vildi líka fyrir hvern mun
fylgja honum til grafar, þó kom
in sé á háan aldur og lasburða.
Nonni átti það skilið af henni.
Svo að síðustu þetta: Vertu
í Guðsfriði, Jón minn, þakka
tryggð þína og trúfestu.
Blönduósi í október 1965.
Halldóra Bjarnadóttir.
GÓÐ SfLDVEIÐI Á
NORÐURLÖNDUM
SÍÐASTLIÐIÐ ÁR
f MÖRGUM Evrópulöndum, m.
a. Danmörku, fslandi, Noregi,
Svíþjóð, Bretlandi, írlandi og
Niðurlöndum, jókst fiskaflinn á
árinu 1964. Aukningin átti að
verulegu leyti rætur að rekja
til óvenjugóðs síldarafla, segir í
síðasta afurðayfirliti Matvæla-
og landbúnaðarstofnunarinnar
(FAO Commodity Review
1965).
í Noregi hafði þó lélegur
þorskafli áhrif á útflutning
djúpfrysts fisks, saltfisks og
skreiðar. .
íslendingar slógu öll fyrri met
í aflabrögðum. Aflinn jókst um
23 af hundraði að magni og 24
af hundraði að verðgildi.
Árið 1964 var gott fiskiár um
heim allan. Afli Sovétríkjanna
fór yfir 5 milljónir tonna, og
nemur það einorn tíúnda af
heimsaflanum. Indverjar kom-
ust upp fyrir 1 milljón tonna og
eru þannig komnir ofarlega á
lista meðal fiskveiðiþjóða
heims. Japanir og Kínverjar
veiða þó enn sem fyrr meir en
helming þess afla sem fiskast í
Asíu.
í Bandaríkjunum minnkaði
fiskaflinn um 10 af hundraði að
magni. Hins vegar olli hærra
verð og aukin veiði sérstakra
dýrra fisktegunda því, að verð-
gildi aflans jókst.