Dagur - 27.10.1965, Síða 7

Dagur - 27.10.1965, Síða 7
7 — Farmiðaskatturinn (Framhald af blaðsíðu 1). fargjöld okkar og bætt þjón- ustu okkar á ýmsan hátt á und- anförnum árum. Má í því sam- bandi nefna fjölskyldufargjöld- in, enda er mikil og æskileg aukning ferðafólks til annarra landa, m. a. vegna þessa. En utanferðir hafa löngum þótt okkar einangruðu þjóð hið mesta keppikefli til fi’óðleiks og hverskonar menningarauka, frá sjónarmiði hins almenna borg- ara. En að setja 1500 króna auka- gjald á hvern ‘einasta farmiða auk 7,5% soluskattsins, finnst víst flestum einum of mikið og þekkist enda hvergi í nágranna- löndunum. Aðspurður um afleiðingar þessa nýja skatts kvað Krist- inn hættu á, að fækka yrði ferð- um og væri það algerlega nýtt viðhorf. Ef F. í. neyddist til að fækka flugferðum, myndi þeim erlendu mönnum samtímis fækka, sem ’íslánd gistu. Með hinum nýja skatti hækka far- gjöld á hinum stuttu flugleið- um okkar um 22—48% (sölu- skattur meðtalinn), því skattur inn er jafn hvort flogið er til næstu landa eða um hálfan hnöttinn. Að fengnum þessum upplýs- ingum er rétt að setja dæmið Ijóst upp. Hjón sem skreppa til Skotlands og heim aftur, þurfa að greiða í flugfargjald 9140 krónur. En söluskatturinn og nýi farmiðaskatturinn yrðu til viðbótar 3686 krónur. Hér er vissulega um grófa skattheimtu að ræða. Margir munu þó ef- iaust hugsa sem svo, að flestir þeir, er utan fara, séu ekkert of góðir til að greiða þennan skatt í blessaðan ríkissjóðinn. Flestir séu þeir peningamenn af Faxaflóasvæðinu og þeir um það.. En, við þetta má bæta, að allur fjöldinn af t. d. Reykvík- ingum, sem stunda mest utan- farir láta samfélagið borga fyr- ir sig. Hér mætti, auk þess sem áð- ur getur, taka dæmi af íslend- ing, sem skreppur til Færeyja. Flugfargjald aðra leiðina er 2050 krónur. Ofan á það bætist söluskattur og nýi farmiða- skatturinn, samanlagt 1654 krónur. Ef þessi sami maður tæki konu sína og (tvö börn sín, innan 12 ára, með sér, liti dæm- ið svona út: Flugfargjald fyrir fjölskylduna 6150 krónur. Sölu- skattur og farmiðaskattur til viðbótar 6462 krónur! Við þetta má svo Norðlendingurinn bæta flugfari t. d. >fra Akureyri til Reykjavíkur, nálega 730 kr. Allt miðað við aðra leiðina. □ KONA ÓSKAST til starfá á fámennu heim- ili í nágrenni ÍAkureyrar. Má hafa með sér barn. Uppl. gefur Vinnumiðl- unarskrifstofa Akureyrar Símar 1-11-69 og 1-12-14. IIR3S99 | TIL SÖLU: BARNAKÖJUR. Uppl'. í síma 1-28-82. TIL SÖLU. Rafmagnsþvottapottur, 75 1., og Passap prjónavél, tvöföld. Einar Thorlacius, Skarðshlíð 18. HESTFOLALD til sölu Upplýsingar eftir kl. 20 i Þingvallastræti 14. Geir Guðmundsson, sími 1-13-15. SVEFNHERBERGIS- HÚSGÖGN til sölu. Sími 1-29-45. TIL SÖLU: Nokkur þúsund fet af einu sinni notuðu MÓTATIMBRI. Uppl. í síma 1-25-61. HÚSBYGGJENDUR ATHUGIÐ! Nokkur þúsund fet af notuðu mótatimbri til sölu. Hagstætt verð. Uppl. í síma 1-24-36 eftir kl. 20. TIL SÖLU vegna brottflutnings: Necchi saumavél í skáp, svefnsófi, stofuskápur o. fl. Uppl. í síma 1-17-35. TIL SÖLU: Bamarúm, lítið sófasett og sófaborð, 2 armstólar og Necchi saumavél í vönduðum skáp. Uppl. í síma 1-26-77. Pedegree BARNAVAGN til sölu í Strandgötu 35, uppi. TIL SÖLU: Góður sjónauki, 8x40 og Siera segulband. Hagstætt verð. Uppl. í síma 1-21-77 eftir kl. 20. TIL SÖLU: Hjónarúm, náttborð, þvoltaborð m. marmara- plötu, tveir armstólar, sem nýir. Selt ódýrt. Uppl. í Aðalstræti 54, sími 1-18-05. TIL SÖLU: Notað MÓTATIMBUR. Uppl. í síma 1-24-30 í kvöld og næstu kvöld milli kl. 7 og 8. SILVER-CROSS BARNAVAGN í mjög góðu ásigkomlagi til sölu. Verð kr. 3.500.00. Uppl. í Lönguhlíð 41, niðri, Glerárhveffi. TIL GILBAKKAFÓLKSINS hafa borizt undirrituðum eft- irtaldar upphæðir, auk mik- illa og margvíslegra fatasend- inga og áhalda víða að (25. okt.): Guðrún Kristjánsdótt- ir og Margrét Guðmundsdótt- ir Akureyri kr. 400, Fanney Benónýs (Sængurfatagerðin Hverfisg. 57a) Reykjavík kr. 1000, Kaupfélag Eyfirðinga Akureyri kr. 5000, Friðrik Sigurbjörnsson stórkaupm. Reykjavík kr. 2000, Halldór Olafsson oddviti Arnarnes- hrepps kr. 1000, Þ. Þ. Reykja- vik kr. 200, síra Oddur Thor- arensen á Hofsósi kr. 500, Einar Erlendsson í Vík kr. 500, ónafngr. Reykjavík kr. 1000, hjón á ísafirði kr. 1000, ónafngr. kona í Hafnarfirði kr. 500, Soffía Lárusdóttir á Skagaströnd kr. 300, Bjarni Guðmundsson Tunguv. 78 Reykjavík kr. 1000, ónefnd kona í Keflavík kr. 3000, Sig- ríður og Olöf Jónsdætur Egils stöðum á Völlum kr. 2000, Sigríður Jónsdóttir og Snorri Stefánsson Hlíðarhúsi í Siglu- firði kr. 1200, ónefnd kona á Akranesi kr. 1000. Með þökkum móttekið. Ágúst Sigurðsson sóknarpr. Möðruvöllum. X, HULD 596510277 = VI — 2 I.O.O.F. — 14710298y2 — I I.O.O.F. - Rb 2 - 11510278V2 - I KIRKJAN. — Messað í Akur- eyrarkirkju kl. 2 e. h. á sunnu daginn kemur. Stofndagur lútersku kirkjunnar. Sálmar no. 5, 25, 137, 21, 58. P. S. MESSAÐ verður í Lögmanns- hlíðarkirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 518 — 364 — 137 — 318 — 264. Bílferð . verður úr Glerárhverfi kl. 1.30 e. h. B. S. Mcðruvallaklausíursprestakall. Barnasamkoma og myndasýn- ing í Hjalteyrarskóla 31. okt. kl. 10.30 árdegis. — Messa í Skjaldarvík sama dag kl. 4. Settur sóknarpr. GUDSÞJÓNUSTUR í Grundar- prestakalli. Hólum, sunnu- daginn 31. okt. kl. 1.30. Saur- bæ, sama dag kl. 3 e. h. — Grund, sunnudáginn 7. nóv. kl. 1.30 e. h. Kaupangi, sunnu- daginn 14. nóv. kl. 2 e. h. — BRÚÐHJÓN. Laugardaginn 23. október voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Birna Hólmdís Jónas- dóttir og Hersteinn Valtýr Tryggvason skrifstofumaður. Heimili þeirra verður fyrst um sinn að Norðurgötu 54 Akureyri. LIONSKLÚBBUR AKUREYRAR Fundur í Sjálfstæðis- húsinu fimmtudaginn 28. okt. kl. 19.30. ÍSLENZK- AMERÍSKA F É L A G I Ð. Lesstofan er opin sem hér segir: Mánu- daga og föstudaga kl. 6—7.30 e. h. Þriðjudaga og’fimmtu- daga kl. 7.30—-10 e. h. Laugar- daga kl. 4—7 e. h. Mikið kom- ið af nýjum hljómplötum. Talkennsla í cnsku: Mánu- daga og miðvikudaga kl. 7.30 —10.15 e. h. Föstudaga kl. 7.30—9.15 e. h. BAZ/\R verður að Túngötu 2 laugardaginn 30. okt. og hefst kl. 3 e. h. Kvenfélagið Hjálpin. GJAFIR OG ÁHEIT: Til fólks- ins að Gilsbakka: Frá Starfs- fólki á Niðursuðuverksmiðju Kristjáns Jónssonar kr. 3100. Til fólksins að Eyvík á Tjör- nesi: Frá Eyfirðingi kr. 100, frá Maríu Daníelsdóttur kr. 50. Til Æ. S. K. í Hólastifti: Frá Sig. Guðmundssyni Foss- um kr. 100, frá Sigurbjörgu Jónsdóttur Æsustöðum kr. 100, frá Líknarsjóði íslands kr. 10.000, frá ónefndum Ak- ureyringi kr. 1000, frá Leó Sigurðssyni kr. 1000. Til Ak- ureyrarkirkju: Frá Á. R. kr. 100, frá ónefndri konu kr. 100. Beztu þakkir. P. S. ÞÚSUND MILLJÓNIR JARÐARBÚA ERU ÓLÆSAR UM 40 ríki áttu fulltrúa á al- þjóðaráðstefnu menntamálaráð- herra, sem UNESCO gekkst fyrir í Teheran dagana 8.—19. september, að frumkvæði írans- keisara. Samkvæmt síðustu skýrslum UNESCO eru nú 700 milljónir jarðarbúa ólæsar, en séu hinir hálfólæsu teknir með verður talan 1000 milljónir. Ráð stefnan fjallaði um vandamál ólæsis í heiminum. AÐALDEILD Fundur verður hald- inn fimmtudaginn 28. þ. m. kl. 8.30 s. d. — Fjölbreytt fundarstörf. Veit- ingar. Stjórnin. ZION. Kristniboðs- cg æsku- lýðsvikan stendur yfir. Sam- komur á hverju kvöldi kl. 8.30. Frásöguþættir og hug- leiðing á hverri samkomu. Tekið á móti gjöfum til kristni boðsins. Á laugardag verða sýndar nýjar litmyndir frá Konsó (aðrar en þær, er sýnd- ar voru fyrr í vikunni). Gylfi Svavarsson og Björgvin Jörg- ensson tala. Á' sunnuáag: Frá- söguþáttur frá Konsó. Reynir Hörgdal talar.i Allir hjartan- lega velkomnir á samkomurn- ar. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Oll börn velkomin. STÚLKUR! Munið fundinn kl. 6 í dag. — Skuggamyndir. Sjónarbæð. HJALPRÆÐISHERINN. , Of- ursti Kristiansen frá Noregi og Brigader Driveklepp stjórna samkomu í sal Hiálp- ræðishersins n. k. laugardags- og sunnudagskvöld kl. 8:30. Einnig kl. 11 f. h. á sunnudag. Allir hjartanlega velkomnir. KARLAKÓR AKUREYRAR biður félaga sína að mæta til skrafs og ákvörðunar næst- komandi fimmtudags kvöld á venjulegum stað og tíma (kl. 8.30). Mætið stundvíslega og margir, góðir félagar. Stjórnin. BARNASTÚKAN Sakleysið nr. 3 heldur fyrsta fund vetrar- ins n. k. sunnudag 31. okt. kl. 10 f. h. í söngsal Barnaskól- ans. — Vetrarstarfið rætt. — Skemmtiatriði. — Félagar fjölmennið á fundinn. Gæzlumenn. HAPPDRÆTTI Framsóknar- flokksins er í fullum gangi og aðeins rúmar þrjár vikur þar til dregið verður um hina þrjá glæsilegu Wauxhall-bíla. Útsölustaðir happdrættisins eru: Benzínafgr. Þórshamri, Bókabúð Jóhanns Valdimars- sonar, Bókabúð Jónasar Jó- hannssonar, Söluturninum við Norðurgötu, Afgreiðslu Dags og Tímans, og á skrifstofu flokksins Hafnarstræti 95, sem tekur á móti uppgjörum, alla virka daga, frá kl. 2—5 s. d. á laugard. kl. 10—12 f. h. K. A. — Barnaskemmtun verð- ur í Sjálfstaeðishúsinu kl. 3 e. h. n. k. sunnudag 31. okt. Bingó — dans — og fleira. Bravó leikur fyi*h' dansinum. S. K. T. klúbburinn heldur þriggja kvölda spilakeppni í Alþýðuhúsinu. Fyrst kvöld verður föstud. 29. þ. m. kl. 8.30 e. h. — Mjög góð kvöld- og heildarverðlaun. S. K. T. DANSLEIKUR að Mclum í Hörgárdal mgardaginn 30. október kl. 9 e. h. Hljómsveit Hauks Þor- steinssonar leikur. U ngmennafélagið. I.O.G.T. st. Ísafold-Fjallkonan no. 1. Fundur að Bjargi fimmtudaginn 28. þ. m. kl. 8.30 e. h. Fundarefni: Vígsla nýliða — Framhaldssaga. Éft- ir fund: Kaffi og litkvikmynd- ir „þrettándakvöld“. FÉLAGSVIST. Annað spila- kvöld Sjálfsbjargar, hefst að Bjargi laugardaginn 30. þ. m. kl. 8(4 e. h. — Spennandi kvikmynd. Félagar takið með ykkur gesti. Nefndin. Innileg þökk fyrir auðsýnda samúð og aðstoð yégna’ veikinda og andláts litlu dóttur okkar, ’ : GUÐRÚNAR ARNDÍSAR. Marsilína Hermannsdóttir, Karl J. Krisíjánsson. ■l'Ll " »■>6 1 . iiiBimmiiniiii'iimin. SÖFN - HÚS BÆJARSKRIFSTOFAN verð- ur opin til áramóta kl. 5—7 e. h. á föstudögum, til mót- töku á bæjargjöldum. ^Amtsliókasafmö er opið alla virka daga frá kl. 2—7 e. h. MATTHÍASARSAFN. — Opið sunnudaga kl. 2—-4 e. h. — Sími safnvarðar 11747. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ er framvegis opið almenningi á laugardögum og sunnudögum DAVÍÐSHÚS er opið á sunnu- dögum kl. 4—6. MINNINGARSPJÖLD Hjarta- og æðasjúkdómsvarnarfélags- ins fást í öllum bókabúðum bæjarins.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.