Dagur - 27.10.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 27.10.1965, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT Líí kindarinnar er hærra metið en áður vegna hagstæðara afurðaverðs. lömb á vetur sett. nú verða mörg (Ljósm: E. D.) Grágæsamóðir ljáðu mér vængi Fuglafriðunarlögin til umræðu á Alþingi FYRIR ALÞINGI liggur nú frumvarp til laga um fuglaveið- ar og fuglafriðun, undirbúið af fuglafriðunarnefnd og samstarfs mönnum hennar. Þar er m. a. ákvæði um bann við að brenna sinu eftir 1. maí á vorin. Með því á að koma í veg fyrir, að hreiðrum fugla verði eytt. En um þetta hefur stundum verið rætt hér í blaðinu og sinu- brennslan harðlega átalin um varptíma farfuglanna. Einnig er gert ráð fyrir, að dregið verði úr friðun grágæsa, sem víða valda tjóni í grónu landi og ökr- um. Tjónið af völdum grágæsanna hefur oftar en einu sinni verið til umræðu á Búnaðarfélags- þingum og hefur þar komið fram, að víða gera grágæsir töluvert mikinn skaða á gróðri. Árið 1963 kom hingað til lands hópur enskra fuglafræðinga til að telja grágæsirnar á íslandi og ensk kona, sem er doktor í fuglafræðum, dvaldi hér haust- ið 1963 og vorið 1964 til að at- huga tjón af völdum gæsa. Tal- ið er, að í júlí 1963 hafi verið hér á landi 19 þúsund grágæsir og um haustið 40 þúsund. Er sagt, að þriðjungur þessara gæsa hafi verið við Lagarfljót og í nágrenni þess, en þar fyrir utan eru þær algengastar taldar í Ausíur-Húnavatnssýslu, Skaga firði, Austur-Skaftaíellssýslu, Árnessýslu og Rangárvalla- sýslu. í 11 gr. frumvarpsins segir svo: „Nú valda fuglar verulegu tjóni á ræktuðu landi, veiði- vötnum og ám, fiskiræktarstöðv um eða á öðrum hliðstæðum nytjum, og eru þá friðunar- ELDEY SOKK ELDEY frá Keflavík sökk sl. laugardagsnótt 50 mílur suð- austur frá Dalatanga. Var þá verið að háfa gott kast, en skip- ið fékk þá á sig brotsjó og fór á hliðina. Áhöfninni, sem fór í björgunarbáta þegar sýnt var að hverju fór, var síðan bjarg- að. Skipstjóri á Eldey var Pétur Sæmundsson. □ ákvæði laga þessara ekki því til fyrirstöðu, að ráðuneytið geti, að fengnum tillögum fuglafrið- unarnefndar, veitt ejnstökum handhöfum fuglaveiði-réttar tímabundið leyfi til að veiða slíka fugla á hvaða tíma árs sem er. Undanþáguheimild þessi tekur. þó ekki til siald- gæfra tegunda, svo sem arnar, fálka og snæug2u“. Um grágæsir segir í sömu grein: „Þar sem grágæsir valda miklum almennum spjöllum á nytjagróðri getur ráðuneytið, að fengnum tillögum fuglafriðun- arnefndar, veitt hreppstjórum fyrir hönd veiðiréttarhafa í um- dæmum sínum undanþágu frá friðunarákvæðum laga þessara að því er veiði grágæsa varðar. Þá slral taka grágæsareggja heimií, þrátt fyrir ákvæði 8. gr„ án þess að sækja þurfi um leyfi til eggjatökunnar“. í sömu grein segir, að fuglar, sem veiddir eru og egg, sem tekin eru samkvæmt undanþáguheimildum greinar- innar, megi hvorki bjcða til sölu, selja né kaupa, og verður að telja, að það ákvæði orki tví- mælis. Ýmsum mun þykja það und- arlegt, að bannað er í 25. grein frumvarpsins að greiða verð- laun fyrir eyðingu fugla. Leyfa má þó að greiða fé fyrir eyðingu svartbaks, kjóa, hrafns með „eitri eða svæfandi lyfjum“. Enn eru í gildi lög um eyðingu svartbaks, og er ætlast til, að þau lög séu afnumin. í ritgerð eftir Agnar Ingólfsson, sem fylg ir greinargerðinni, er látin í Ijósi vantrú á, að gagnlegt sé að eyða svartbak með skotum. Agnar gerir ráð fyrir, að hér á landi séu 250 þúsund svaríbak- ar að hausti og að drepa þurfi 125 þús. á ári til þess að fækka þeim verulega. Q Iðnskóianentendur á ferðinni SL. MÁNUDAG fór 4. bekkur Iðnskóla Akureyrar í kynnis- ferð til nokkurra stórra fyrir- tækja í bænum. Komu þeir meðal annars í Prentverk Odds Björnssonar, verksmiðjur SÍS á Gleráreyrum, Gefjun, Iðunn og Heklu, súkkulaðiverksmiðj- una Lindu og að síðustu í Slipp- stöðina. Á öllum stöðunum var þeim vel tekið og fyrirmenn á hverjum vinnustað fylgdu hópn um. Vakti aðbúnaður og vél- tækni yfirleitt undrun nemenda, en, þó ef til vill mest er þeir komu í Slippstöðina. Vakti það einnig undrun manna er framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar, Skapti Ás- kelsson, lét þau orð falla í veizlu er hann hélt nemendum í lok ferðarinnar, að þennan hóp eða álíká fjölmennan, um 60 manns, þyrfti hann að ráða á stundinni, því að óleyst verkefni hlæðust upp. Jón Sigurgeirsson skólastjóri þakkaði fyrir hönd Iðr.skólans þá gestrisni sem sýnd hafði ver- ið og bað þess að þetta fyrirtæki efldist og styrktist bæjarbúum og þjóðinni allri til góðs. Tóku nemendur undir þessa ósk með ferföldu húrrahrópi. Þess má að lokum geta sem dæmi um það, sem er að ger- ast á þessum stað, að járnsmíða- verkstæðið hefur risið upp á sl. hálfu öðru ári og er nú eitt hið fulkomnasía sinnar tegundar á öllu landinu. Þar vinna um 40 útlærðir járnsmiðir, svo til allir útskrifaðir frá Iðnskóla Akur- evrar. □ UaiFERÐARRADARINN Lögregía Reykjavíkurborgar er nú að taka í noíkun tæki eiíí, sem mælir og segir til um hraða þeirra bíla, sem því er beint að. Þetta er einskonar radar, hand- hægur við athuganir í umferð- irini, og mun verða lögreglu- þjónum hið nýtasta tæki við rahnsóknir ökuhraðabroía. fÞRÓTTAMENN RÚNIR H EIÐURSMERK JUM Það þykir tíðindum sæta, að austur í Russlandi hafa margir frægir knattspvrnukappar ver- ið'dæmdir úr leik ævilangt, þ. e. fá 'aldrei að taka þátt í knatt- spyrnukeppni framar. Örsökin er i sú, að þessir menn urðu drtíkknir á almannafæri. Þá vorú af þeim teknir verðlauna- gripir fyrir unnin afrek og þeir máðir út af afrekaskrá í sinni grein. Þetta er liður í herferð gegn áfengisböli þar í landi. DRAUMAVÍSAN Fyrir nokkru birtist hér í blað- inu draumavísa. Margir hafa kannazt við hana, en ekki kunna hana allir á einn veg. Og eng- inn hefur getað sagt um upp- runa hennar eða höfund fyrr en Sigurður Gíslason á Akureyri. Hann segir vísuna eftir Hákon Hákonarson og hana sé að finna í Mansöng við rímu af Reimari inum sterka, 7. erindi og ort 1832. Hljóðar hún svona: Þó að bíási stundum sfrangt stormur rauna-frekur, ekki þarf að þykja langt það, sem enda tekur. SKATTANEFNDIR OG SPARNAÐUR f upphafi „viðreisnarinnar" var nijög gumað af því, að niður yrði lagður mikill fjöldi skatta- nefnda og öll skaííálagning fal- in skattstofum. Var íalið, að af þessu mjmdi niikill spamaður fyrir ríkissjóð. Nú kemur í Ijós, að kostnaður við hið nýja fyrirkomulag reyndist árið 1964 nálega 8 millj. kr. meiri en hann hafði verið áætlaður af fyrrver- anái fjármálaráðherra. Um Fyrr í haust mætti blaðamaður Dags þessum „hestamönnum“ ofan við Náttúrugripasafnið. Voru drengirnir að færa safn- inu þennan uppstoppaða gæðing að gjöf. Drengimir heita Haraldur og Jakob Haraldssynir. (Ljósm: E. Ð.) I > þeíía sagði M. J. „Það heíur hins vegar komið í ljós, að upp- hafíegar áætlanir um mjög veru legan, beman útgjalda'sparnað af þessum sökum hafa ekki reynzt raunhæfar“. Það hefur hér kom ið fram, sem Frarnsóknarmenn sögðu, að sparnaðurinn við breytinguna myndi verða minni en engínn. RÆNDABLÚBBSFUNDIR Bændaklúbbsfundirnir eyfirzku eru nú orðnir landskunnir, cg það sem meira er þó um vert, þeir eru einskonar búnaðarhá- skóíi bændanna við Eyjafjörð. Þar flyíja kunnir búvísinda- menn erindi og síðan hefjast umræður. Flestar nýjungar í landbúnaði eru þarna kynníar og margþætt reynsla bændanna sjálfra er jafnan til umræðu. Eyfirzku bændaklúbbsfundirnir þjóna bæði þörfu og þýðingar- miklu hlutverki. BLÁMAÐUR SEM BÍTUR OG SLÆR Að sunnan berast þær fregnir, að blámaður einn frá Banda- ríkjunum, sem hér á landi hef- ur dvalið um tíma, hafi biíið hótelstjóra, sem sýndi honum reikning fyrir mat og gistingu. Á öðru hófeli fór á sömu Ieið. Og nú er maðurinn kominn í steininn og slítur hann þar af sér handjárn og lumbrar á fangavörðum. Vegatollurinn 40 kr. fyrir minnstu bíla Á REYKJANESBRAUT verða vegfarendur að greiða nýjan toll, 49 kr. af litlum bílum cg 300 kr. fyrir stærstu farartæki. Gjaldið er innheimt af bílunum á suðurleið og er þá greitt fyr- ir báðar leiðir — eftir nánari reglugerð. Vegagerð sú, sem hér um ræðir er 270 millj. kr. mann- virki, steyptur vegur, sem byrj- að var að leggja 1960. Mikið hefur verið rætt um réttmæti hins nýja vegatolls, enda nýmæli hér á landi. Þá er bruni tollskýlis við hinn mikla veg, settur í samband við heitar umræður cg æsingar um málið. Afmælishóf á Efsta- landi í Öxnadal Á SUNNUDAGINN . lét hinn aldni bónai frá Skjaldastöð- um flytja sig af Fjórðungssjúkra húsinu á Akureyri út í Öxna- dal, til þess að taka þar á móti gesíum þeim, er hann vildu heiðra áttræðan. Gestur bóndi Sæmundsson á Efstalandi og kona hans stóðu fyrir móttökum af mikilli rausn og þangað kom fjöldi manns. Jón hefur dvalið all-lengi á sjúkrahúsi og var þar tekinn af honum annar fóturinn. Þangað fór hann aftur að veizlu lokinni og var vel hress. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.