Dagur - 17.12.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 17.12.1965, Blaðsíða 1
XLVIII. árg. — Akureyri, fösludagmn 17. des. 1965 — 94. tbl. Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar kr. 25,00 á mán. í lausasölu kr. 4,00 BJÓRFRUMVARP KOMIÐ FRAM W*' LOKS er fram komið á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á áfengislögunum, sem felur í sér þá Sreytingu, að leyfilegt sé að selja bjór með 4,5% ’styrk- leika, en sölu hans verði hagað á sama hátt og áfengissölu. Flutningsmenn eru: Pétur Sig- urðsson, Björn Pálsson og Matt hías Bjarnason og rökstyðja mál sitt á svipaðan hátt, og gert var 1960, er bjórfrumvarp var til um ræðu á Alþingi, en sofnaði þá. Samkvæmt sorglegri reynslu annarra þjóða af sterkum bjór, ættu alþingismenn ekki að rasa að samþykkt þessa frumvarps að lítt hugsuðu máli. Væri Al- þingi raunar nær, að breyta áfengislögum á þann veg, að þau yrðu framkvæmanlegri og raunhæfari, en að auka enn þann vanda í áfengismálum, sem nógur er fyrir. □ Fulbright-rannsóknðrsfyrkur Iðnskólabyggingin nýja á Akureyri. (Ljósm.: E. D.) EINS OG nokkur undanfarin ár mun Menntastofnun Bandaríkj anna á íslandi (Fulbright-stofn- unin) á næstunni veita einn styrk til handa íslenzkum há- skólamanni, sem hefði hug á því að stunda sjálfstæð rann- Mikil elvun ÞESSA viku hefur verið all- mikil ölvun á Akureyri, að því er lögreglan tjáði blaðinu í gær. Árekstrar og umferðarbrot eru því miður of algengir atburðir, og skemmdir urðu eina nóttina á tveirn bílum af völdum ölv- aðra manna. □ Dagur kemur út aftur á morgun DAGUR, — næsta tölublað, — kemur ut á morgun og verður þar m. a. minnzt sexíugsafmæl- is Þórarins Björnssonar skóla- meistara á Akureyri. □ sóknarstörf á vegum banda- rískrar vísinda- og menntastofn unar á skólaárinu 1986—67. Einnig má veita styrk þennan íslenzkum háskólamanni, sem hefði í hyggju að stunda sjálf- stætt fyrirlestrarhald við ein- hvern háskóla eða æðri mennta stofnun vestan hafs. Styrkur þessi á að nægja fyr- ir ferðakostnaði og uppihaldi, meðan styrkþegi dvelur í Banda ríkjunum, og verður hann að- eins veittur íslenzkum ríkis- borgara. Umsóknir um styrk þennan skulu hafa borizt til Fulbright- stofnunarinnar, Kirkjutorg 6, III hæð, Pósthólf 1059, Reykja- vík, fyrir 27. desember n. k. í umsóknarbréfi sínu skulu um- sækjendur gefa upplýsingar um ' námsferil sinn, aldur og störf þau, sem þeir hafa stundað. Þá skulu umsækjendur einnig gefa allítarlega lýsingu á rannsókn- arstörfum, er þeir hafa í hyggju að stunda vestan hafs. (F réttatilkynning ) FISKLMJÖL TIL MANNELDIS Framleitt í Marokko og hefur lílotið viður- kenningu kunnra sérfræðinga í AGADÍR í Marokkó hefur verið byggð verksmiðja til fram leiðslu á gæðamjöli úr fiski, sem nota á til manneldis. Fram- leitt verður lyktarlaust mjöl, þar ' sem næringargildi fisksins og hin mikilvægu eggjahvítuefni haldast óbreytt. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur látið prófa þetta mjöl og telur það gæðavöru. Þessi verksmiðja í Agadír á að geta framleitt 1200 lestir á ári af þessari nýju matvælateg- und. Læknar og næringarsér- fræðingar hafa reiknað. út, að 20 grömm af mjölinu sé full- kominn dagskammtur fyrir einn mann bætt í brauð eða súpu. Og næringargildi þessara 20 grafnma er ineira en í öllum Nýtf íslenzkf veifingahús í Lundúnum Þar verða kynntar íslenzkar matvörur og réttir úr þeim verða á boðstólum í FYRRADAG varjiyrsta ís- lenzka veitingahúsið opnað er- lendis. Það er á góðum stað í Lundúnaborg og var opnað með viðhöfn, að viðstöddum Ingólfi Jónssyni landbúnaðarráðherra, Guðmundi í. Guðmundssyni ambassador og frúm þeirra og ýmsum öðrum þekktum mönn- um, innlendum og erlendum. Þennan veitingastað á ríkis- sjóður að háifu, Framleiðsluráð landbúnaðarins og S. í. S. 20% hvort fyrirtækið og Loftleiðir 10 %. Veitingamaður er Halldór Gröndal, og hefur hann íslenzkt VERZLANIR bæjarins verða opnar til kl. 10 laugardags- starfsfólk. En veitingastaðurinn heitir Iceland Food Centre og er við Regent Street. Þar eru dag hvern á boðstólum 30—40 íslenzkir réttir, bæði frá sjávar útvegi og landbúnaði. Talið er, að ýmis gamall súrmatur hafi vakið sérstaka efíirtekt gesta. þeim mat, sem helmingur Mar- okkóbúa lifir á daglega. Hlutafélag var stofnað til byggingar verksmiðjunnar og á Iðnaðarmálastofnun Marokkó 95% í því. Margir telja, að erfiðlega muni ganga að fá fólkið til að neyta þessarar fæðu í stórum stíl, en ef mjölið væri gefið börn um í skólunum, mætti smám saman venja menn við það. Tak izt tilraunin vel, gæti fram- leiðsla á fiskmjöli til manneldis orðið góð atvinnugrein í mörg- um þróunarlöndum. Og frá Perú berast þær frétt- ir, að tvær verksmiðjur þar (í Sullana og Páita) hafi byrjað framleiðslu á eggjahvítumjöli úr ansjóvetu til manneldis. ^Etla báðar verksmiðjurnar að fram- leiða rúmar 1000 lestir á ári af þessu bragð- og lyktargóða mjöli, sem prófað var af smá- börnum, hermönnum og erfiðis- mönnum, áður en almenn neyzla á því var leyfð. 1 kg. af mjölinu hefur sama næringargildi og 6 kg. af fiski, og þær rúmlega þúsund lestir, sem framleiddar verða árlega til að byrja með, eru að næringar- gildi eins og 5500 lestir af nauta kjöti. Vandamálið með að nota ansjóvetumjöl til manneldis hef ur þannig verið leyst, og opnuð leiðin til enn frekari rann- sókna á þessu sviði matvæla- iðnaðar. (Allgemeine Fischwirtschafts zeitung). SÆTTIR TÓKUST Á HÚSAVÍK Á ÞRIÐJUDAGINN, hinn 14. desember tókust sættir milli sjómanna á Húsavík og stjórn- - ar Fiskiðjusamlagsins þar. Lauk þar með róðrarstöðvun bátanna og öfluðu þeir vel í gær og fyrra dag. Greiðfærar eru nú allar aðal- leiðir í Suður-Þingeyjarsýslu, en á sumum stöðum nolckur hálka síðustu dagana. □ 134 SKATTAHÆKKANIR Á EINU ÞINGSKJALI SAMÞYKKT voru í fyrradag ný Iög um liækkun á svcköll- uðum aukatekjum ríkissjóðs .Hér er um að ræða greíðslur fyrir ýmiskonar þjónustu, sem embættismenn og rikisstofn- anir veita almenningi í formi allskonar skjala. Má þar nefna réttar- og dómsskjöl, fógetagerðir, uppboðsskjöl, notarial- vottorð, þinglýsingarskjöl, leyfisbréf, hjónavígslur, atvinnu- skirteini, veitingabréf embætta, skrásetningar, löggíldingar- skjöl, embættisvotíorð, skjalaritun, útnefnáig matsmanna o. s. frv. AIIs er hér um að ræða meiri og minni hælikun á 134 gjöldum af þessu tagi. Mun hér vera lun allraikið £é að ræða samanlagt, en hækkanirnar á þessum einstöku smá- sköttum nema allt að 120%. kvöldið 18. desembei'. □ Dalv.k 17. des. Síldarbátarnir eru nú allir komnir til heima- hafnar, nema Hannes Hafstein, eftir hina ágætustu síldarver- tíð, sem varð áfallalaus. Minni bátarnir hættu fju'r en hinir stærri eru nýkomnir. Þessir bátar okkar eru aðalburðarás- inn í afkomu fólksins og fram- kvæmdanna. Afli þeirra, er ssm næst þessi: Björgvin 40 þús. mál og tunr.ur, Björgúlfur 31 þús., Loftur Bald- vinsson 39 þús., Hannes Haf- stein 68 þús., Bjamii II 67 þús., Baldur 16 þús. og Bjarmi I 11 þús. mál og tunnur. rvertið lokinni Björgvin mun hefja togveið- ar upp úr áramótum og afla fyrir hraðfrystihúsið, en hinir bátarnir fara á Suðurlandsver- tíð. Saltsíldin er að mestu farin héðan og aðeins 600 tunnur eft- ir, sem teknar verða upp úr áramótunum. Við erum illa sett hvað snert- ir hlustunarskilyrði, einkum á kvöldin. Þá truflar einhver stöð Skjaldarvíkurstöðina. Einkum er þetta gremjulegt hvað söng og tónlist snértir og veldur mörgum gremju. J. H.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.