Dagur - 22.12.1965, Page 1

Dagur - 22.12.1965, Page 1
 X V,.- é I t Gleðileg jól! ! ? t & 4- vfc -{• % <5 fc'í" £?>•'<■' viC'-y v;<S^í3> I &■ 'íSl' '<'í? "*'>;' 'íSl' '''vw '^*ií f Farsœlt f ! I i /? i'// «r/ | «>>- í N'z-®'7' vicS' v.Sj' v'iW' ©'V' v;S-> í5> Eö met © œoi meira en sarur segir Þórarinn Bjömsson skóiameislari í viðtaii við >ÓRARINN BJÖRNSSON skólameistari á Ak- ureyri varð sextugur 19. desember sl. Mitt í önn ■dagsins, þegar hátt á fimmta hundrað nemendur hans í Menntaskólanum á Akureyri voru að fara í jólaleyfið og sextugsafmælið í sama mund bað ■ég um viðtal, mætti hinni sömu ljúfmennsku og ætíð áður — og var bænheyrður —. Ertu ekki ennþá Þingeyingur, Þórarinn, og ef svo «r, hvers virði er það, að eiga rætur í heimabyggð sinni? Jú, ég tel mig alltaf Norður-Þingeying og þá fyrst og fremst frá Víkingavatni. Ég segi „heim“, þegar ég •tala um þann stað og mun eflaust alltaf gera það. Hins vegar hefi ég alltaf kunnað vel við mig á Akureyri, •og mér finnst hér fegurra, eftir því sem ég dvelst hér lengur, þótt það breyti í engu viðhorfi mínu til Vík- ingavatns. Þar liggja rætur mínar mjög djúpt, því þar bjuggu forfeður mínir í margar aldir, og ég hefi haft hálfgert samvizkubit af því að hafa farið þaðan. Ef ég hefði ekki valið þann kostinn að hefja langskólanám, væri ég eflaust bóndi. Ég hafði sérstaklega gaman af sauðfé. Ög stundum finnst mér hjörðin í skólanum minna mig á fjárgæzlu og smalamennskuna heima. Ég þekkti hverja kind og hafði gaman af því, eins og ég hefi gaman af því að þekkja nemendurna. Var þér kemiarastarfið ofarlega í huga, á meðan þú ■enn sazt á skólabekk? Ur því að ég fór að heiman, kom varla annað til greina en kennarastarfið. Það ætlaði ég mér alltaf, •eftir að ég byrjaði í skóla. Helzt hefði ég kosið að læi;a islenzku. En þá hefði ég ekki komizt utan, en til þess langaði mig, og það varð ofan á, og sé ég ekki eftir því. Þó er sá galli á námi í svo fjarlægum málum sem irönsku og latínu, að þess gefst lítill kostur, eftir að heim kemur, að iðka þau áfram, svo að vel sé. Þess vegna finnst mér stundum, að ég sé þar of grunn- syndur. Hefir þú alltaf jafn gaman af að kenna? Ég hefi alltaf haft gaman af kennslunni.. Már finnst næstum, að kennslan sé hvíld frá öðru starfi í skólan- nm. Ég segi stundum í gamni, að ég haldi, að það sé álíka fyrir mig að fara í kennslustund og fyrir suma aðra að fara í lax. í kennslunni gleymi ég áhyggium af öllu öðru, en það er oft erfitt utan kennslustunda. Kennslan er á þann veg hvíld frá áhyggjum, þótt hún krefjist auðvitað sinnar orku. Lærdómur og siðgæðisþroski virðast ekki alltaf samferða? Nei, síður en svo, því miður. Menn geta lært og kunnað sín fræði, án þess að siðgæðið hafi þroskazt. Þó tel ég það auðvitað spor í rétta átt, ef hægt er að venja menn á að vinna verk sitt af skyldurækni, þann- ig að þeir svíkjist ekki um að skila því, sem þeim er ætlað að skila. Hér reynir einkum á þá, sem þurfa að hafa mikið fyrir því að læra. Annars er það ekki það versta. Ég hefi oft meiri áhyggjur af hinum, sem eru gáfaðir og þurfa lítið fyrir náminu að hafa. Hvað gera þeir við tímann, sem aflögu er? Hvort metur þú nieira, gáfur eða siðgæði? Eftir því sem ég eldist og reyni meira, met ég meira siðgæðisþroskann, og námshæfileikarnir skipa ekki æðsta sessinn. Nemendum, sem taldir eru greindir, en mér hafa fundizt siðlega gallaðir, bendi ég stundum á, að það sé ekki greindarlegt að haga sér illa. Þeir eigi einmitt að nota greindina til þess að forða því, að lestir þeirra spilli lífi þeirra. Þannig sanni þeir bezt greind sína. Og þá er ekki nóg, að greindin snúist i klókindi. Menn komast aldrei alla leið á klókindum. Klókindi vekja tortryggni og vantraust, og þannig eiga menn á hættu að fyrirgera því bezta, sem hægt er að eiga, traustinu. Það er hreinleikinn, sem er bezta vörnin, en klókir.din eru löngum óhrein. Ég var að hugsa um það nýlega, að líklega væri ekki hægt að segja um neinn mann, að hann væri viturt illmenni. Þessi tvö orð eiga ekki samleið. M. ö. o. það er einn þáttur vitsmunanna að vera góður. Annars mun það löngum reynast erfitt að tryggja það, að lærðir menn séu ja!nframt siðlega þroskaðir. Reyna má þó að benda þeim á, að sá þátturinn hljóti alltaf að verða mikils- Þórariiui Björnsson skólameistari. (Ljósm.: E. D.) verður í gengi þeirra og gæfu, að þeir hegði sér drengi- lega. Það virðist íslenzkur veikleiki að fyrirgefa lesti, ef gáfur eru négar. Gáfurnar hafa alltaf verið svo mikils metnar hjá okkur, að þær hafa verið látnar afsaka ýmiskonar misgsrðir. Ég met siðgæði meira en gáfur. Gáfurnar eru ekkert nema möguleikar, sem eftir er að vinna úr. En til þess þarf heiðarieika og siðgæði, og það ræður jafnan úrslitum. Viltu segja nokkuð um hluíverk norðlenzks mennta- skóia? Hann á auðvitað, eins og aðrir menntaskólar, að efla þekkinguna í landinu, og á því er nú mikil þörf með síaukinni tækni og stöðugt Sóknara þjóðfélagi. En svo á norðlenzkur menntaskólí einnig að efla jafn- vægi í byggð landsins, svo að notað sé það mjög þvælda crðalag. Framtíð þióðarinnar er meðal annars undir' því komin, að landið sé byggt sem allra mest. •Hver sveit og hver byggð þarf að finna til ábyrgðar sinnar og eiga sinn, metnað að vera eitthvað af sjálf- um sér. Það er frumskilyrði alls manndóms. í fámenn- inu reynir á hvern einstakiing. Það er þess meginkost- ur. í fjölmenninu verða of margir að engu eða verra en það. . Finnst þér ekki, að nú sé túui hinna miklu tæki- færa? Jú, vissulega er það svo, enda er stundum um það talað, hvað unga fólkið eigi nú gott með allt þetta val, sem lífið býðui því. Rétt er það að vissu leyti, en menn gæta þess ekki alltaf, að hin mörgu tækifæri auka einnig á hætturnar. Það er ekki nóg að hafa möguleikana. Vandinn er að skapa eitthvað úr þeim. Áður var það á vissan hátt styrkur, hvað tækifærin voru fá. Brautin var mörkuð af aðstæðum og ekki um annað að gera en berjast til þrautar á þeim vettvangi, sem fyrir lá. Nú eru menn togaðir í allar áttir og vita oft ógerla, hvert stefna skal. Og peningarnir veita ungu fólki oft hættulega mörg tækifæri, löngu áður en það hefir þroska til að velja og hafna. Tæknin hefir gert okkur svo frjálsa gagnvart hlut- unum. Áður var erfiðið verst að fást við náttúruöflin og hlutina. Nú er því ok; óðum að lótta af okkur. Mað- urinn öðlast nýtt og áður óþekkt frelsi. En frelsið er ekki einhlítt. Maðurinn þarf jafnframt að vera í ein- hverjum skorðum. Þegar aðhald hlutanna hverfur, þurfa að taka við aðrar hömlur, ef við eigum ekki að svífa í lausu lofti. Hin siðgæðislegu bönd þurfa að vera sterkari nú en áður vegna þessara breytinga á lífsbaráttunni. Innri bönd þurfa að skapast í staðinn fyrir ytri hömlur. Áður lagði náttúran okkur til verk- efnin og skapaði okkur vissa fótfestu, og glíman við hlutina létti okkur glímuna við manninn. En sú glíma verður erfiðasta verkefni framtíðarinnar. Hið siðferðis- lega los, sem orðið er of áberandi í þjóðlífinu, er meginhætta þjóðarinnar. í sambandi við glímuna við náttúruna og hlutina skipti mestu að vera hygginn. Náttúran hefndi sín, ef á hlut hennar var gengið. Menn sviku sj.álfa sig, ef menn sviku náttúruna. Nú eru viðskipti þorra manna orðin næsta lítil beint við náttúruna. Það eru við- skipti manna á milli, sem komin eru í staðinn. Þá vofir sú hætta yfir, að það, sem voru hyggindi í við- skiptum við náttúruna, verði að refjum í viðskiptum við manninn, og þá er siðferðileg vá fyrir dyrum og öll sönn menning í voða. Vera má, að ekki sé unnt að efla og varðveita mannlegt siðgæði nema á trúarleg- um grundvelli. Ég ætla, segir skólameistari með áherzlu, að við munum öll að síðustu uppskera eins og við sáum, hvort sem það verður í þessu lífi eða öðru. Hvernig finnst þér að verða sextugur, skólameistari? Mér er þakklætið til lífsins efst í huga á þessum tímamótum. Það hefur oftast verið mjög gaman að iifa. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt góða foreldra og fagra heimabyggð, hafa kynnzt góðu fólki, eignast góða konu og böm. Ég get tekið undir það, sem Sig- urður heitinn skólameistari sagði, en hann var mér eins og apnar faðir, að það bezta við að vera skóla- meistari væri, hve maður kynntist mörgu góðu fólki í skólanum. Og nú líður að jólum? Já, og þau eru guðsblessun. Ég veit ekki, hvernig íslenzki veturinn yrði, ef ekki væru jólin. Á haustin og framan af vetri hugsa ég alltaf fram að jólum. Mér finnst þau stytta veturinn um helming. Þau eru enn friðarins hátíð, þótt ýmislegt sé fundið að undirbún- ingi þeirra. Jólin hreinsa hugann og gera mann betri, þrátt fyrir .allt. Jafnvel hin stórfelldu jólakaup eru í sjálfu sér fögur, því að mikið er ætlað til gjafa, af góðum hug og kærleika. Ég vil svo að lokum, segir Þórai inn Björnsson skóla- meistari, þakka öll skeytin og vinarkveðjurnar, sem mér bárust á afmælinu mínu og allan hlýhug bæði fyrr og síðar. Blaðið þakkar viðtalið og óskar skólameistara og ást- vinum hans gleðilegra jóla, og stofnun þeirri, sem hann veitir forstöðu, góðs gengis. E. D.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.