Dagur - 22.12.1965, Síða 8

Dagur - 22.12.1965, Síða 8
Nokkur ungniennj sem bera út Dag, bíða hér eftir blaðinu. Til hægri Jón Samúelsson og Runólfur Jónsson, sem telja blöðin í töskur krakkanna. (Ljósm.: E. D.) Úfsvörin á Akureyri um 50 millj. króna SMÁTT OG STÓRT ORUGGUR AKSTUR Umferðarmálin eru alltaf á dag skrá. Gífurleg umferðarslys öðru hverju mmna á, að einsk- is má láta ófreistað til þess að auka öryggi umferðarinnar. Samvinnutryggingar hafa á nokkrum stöðum á landinu stofnað klúbba eða félög til að vinna að aukinni umferðar- menningu og er það vel. Fræðsla í umferðarmálum er þar mál málanna. ENDURSKINSMERKI Víða um lönd eru endurskins- merkin talin alveg sjálfsögð í umferðinni. Gangandi fólk ber þau, og þau eru einnig sett á farartæki. Hingað til lands hafa slík merki ekki fengizt flutt nema í hæstu tollaflokkum. Blaðinu er tjáð, að aðeins ein fataverksmiðja hér á landi saumi merki í vinnuföt, og er það verksmiðjunni til mikils sóma. Endurskinsmerki hafa mörgum mannslífum bjargað. Allir gangandi menn ættu að bera þau í myrkri, þar sem um ferð vélknúmna farartækja er fyrir liendi. FJÁRHAGSÁÆTLUN BÆJARINS Á öðrum stað er getið nokk- urra talna í þeirri fjárhagsáætl- un kaupstaðarins, sem var til umræðu á bæjarstjórnarfundi í % gær. Hófleg útsvör og viðun- andi framkvæmdir og þjónusta við ahnenning hefur verið kjör- orð bæjaryfirvaldanna. En út- svör þykja jafnan of há og óska listi um framkvæmdir lengri en svo að fullnægt verði kröfum og óskum. Ilvort bæjaryfirvöld um tekst að þræða hinn gullna meðalveg í fjármálum að þessu sinni skal ósagt látið. Þó má fullyrða, að enginn óskar eftir því að kippt sé fótum undan traustum fjárhag, sem hefur verið stolt bæjarstjóma. Fjárhagsáætlun bæjarins til fyrri umræðu í gær FR.UMVARP að fjárhagsáætl- un Akureyrarbæjar fyrir árið 1966 var tekin til fyrri umræðu í gær á bæjarstjómarfundi. Þrátt fyrir það, að frumvarpið ber einkenni dýrtíðar og verð- þenslu, hefir tekizt að ná sam- an endum, án þess að útsvörin hækkuðu úr hófi fram og án þess að framkvæmdafé væri sljorið niður. Áætluð útsvarsupphæð er rétt um 50 millj. kr. á móti rúm um 45 millj. kr. á síðustu áætl- un. Er sá liður eins og áður langstærsti tekjuliðurinn, en niðurstöðutölur eru nær 85 millj. kr. á móti 74,5 millj. kr. í ár. Bankanum skylt að gefa upplýsingar KINN 17. des. var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í máli Landsbanka Islands gegn Ríkisskattstjóra. Stað- festur var úrskurðurinn, sem var kveðinn upp í sakadómi föstudaginn 19. nóvember sl. og Landshankinn áfrýjaði til Hæstaréttar. Tildrög málsins eru þau, að ríkisskattstjóri skrifaði Landsbankanum bréf hinn 16. júlí sl. og óskaði tiltek- inna upplýsinga um viðskipti tiltekinna aðila við bankann. Landsbankinn veitti ekki umbeðnar upplýsingar og óskaði ríkisskattstjóri þess þá, að sakadómur tæki mál- ið til meðferðar. Niðurstaða sakadóms var þessi: Vamar aðila, Landsbanka íslands, er skylt að láta sóknaraðila, xíkisskattstjóra, í té framan- greindar upplýsingar. Málaferli þessi hafa vakið mikla athygli, enda er hér um að ræða prófmál, sem getur haft mikla þýðingu í framtíðinni. Gjaldaliðirnir eru margir og sumir stærstu liðirnir bundnir með lögum. Fyrstu 5 aðalliðirn- ir í áætluninni eru um kostnað við félagsmál, menntamál, lög- gæzlu, eldvamir og stjóm og skrifstofur bæjarins. Eru þess- ir liðir samtals 35,7 millj. kr. og hafa hækkað um 6,5 millj. eða 22% og gera því meira en eta upp hækkun útsvaranna. Til gatnagerðar og skipulags- mála er áætlað 17,4 millj. kr., (Framhald á blaðsíðu 5.) FRÁ BÆJAR5TJÖRN ur og grapresur í GORÐUNUM á Akureyri er dálítið af gráþröstum um þess- ar mundir. Einnig dálítill hóp- ur af silkitoppu, og framan úr Eyjafirði hefur frétzt af henni. Gráþrösturinn er stærri en hinn algengi skógarþröstur, sem hér hefur vetursetu, og á flugi líkist hann smyrli. Silkitoppan er mjög fallegur fugl með fjaðraskúf á höfði. Hún virðist þola kuldann vel, en er þó aðeins flækingsfugl, ' sem verþir hér ekki svo vitað sé. Oðru hverju koma snjótittl- ingar þúsundum saman í bæ- inn, ennfremur hinir síkátu auðnutittlingar. Vill rannsaka dular- hæfileika Láru BÁNÐARÍSKUR sálfræðingur, próféssor Roll, sem kom hingað til lands 'fyrir fáum misserum, á leið siríni til Englands og ann- árra Evrópulanda, héfur nú boðið frú Lárú Ágústsdóttur vestur um haf. Hyggst hann og stofhun hans kanna dularhæfi- leika frúarinnar á vísindalegum grundvelli. En í fyrrnefndri ferð sinni kynntist hann henni lítils- háttar og furðaði þá mjög á því, Sem hann sjálfur varð vitni að í sambandi við fágæta hæfi- leikfa. □ LÚÐRASVEIT AKUREYRAR heldur sína árlegu jóla- og ný- árstónleika í kirkjunni þriðju- daginn 4. janúar n. k. kl. 9 e. h. Stjómandi er Sigurður Jóhann- esson. Aðgangur er ókeypis. Þessir kærkomnu gestir okk- ar ættu að mæta sömu gestrisni bæjarbúa og jaínan áður. □ Lögreglan. í fundargerð bæjarráðs frá 14. og 16. des. sl. er þetta skráð meðal annars: Lagt var fram erindi dags. 14. des. 1965 frá bæjarfógetan- um á Akureyri, þar sem lagt er til að fjölgað verði í lögregluliði bæjarins um 2 til 3 menn vegna vaxandi starfa við löggæzlu og nauðsyn á breyttum vakta- skiptum lögreglumanna. Landgræðslusjóður keypti um 50 smálestir af jólatriám hjá danska heiðafélaginu. Var með naumindum hægt að koina þeim úr skógunum vegna snjóa. Nú gleðja þessi fallegu tré fjölda íslenzkra heimila um jólin. En þau mættu líka minna á, að slíkur gróður getur vaxið úr íslenzkri mold. Hér er næsti nágranni Ðags, Anna Stefánsdóttir, búin að kaupa sitt jólatré. (Ljósm.: E. D.) Bæjarráð leggur til að fjölg- að verði um einn mann í lög- reglunni. Lagt var fram erindi dags. 14. des. 1965 frá bæjarfógetanum á Akureyri, þar sem hann bendir á nauðsyn þess að keypt verði ný lögreglubifreið, en núver- andi bifreið er 6 ára gömul. Bæjarráð leggur til að keypt verði ný lögreglubifreið og fjár- veiting til kaupanna tekin á fjár hagsáætlun næsta árs. Erindi íþróttafélagsins Þórs. Lagt var fram erindi dags. 15. des. sl. frá íþróttafélaginu Þór, þar sem óskað er eftir að félag- inu verði veittur byggingar- styrkur til jafns við Knatt- spyrnufélag Akureyrar, en fé- lagið hefir hug á að byggja íþróttahús við fyrirhugað íþróttasvæði sitt í Glerárhverfi. Bæjarráð leggur til við bæj- arstjórn að tekinn verði upp byggingarstyrkur til félagsins við samningu fjárhagsáætlunar fyrir ár.ið 1967. Frá Rafveitu Akureyrar. Á fundi stjórnar Rafveitu Ak- ureyrar 15. des. sl. var eftirfar- andi samþykkt: Fundurinn lítur svo á að fjár- (Framhald á blaðsíðu 5). MARGAR BRENNUR STRAX í haust sáust þess víða merki í úthverfum bæjarins, að þegar væri farið að hugsa um áramótabrennurnar. Lögreglan hefur, eins og undanfarin ár, veitt fjölmörg brennuleyfi og eru margir bálkcstir stórir orðn ir. En ennþá vinna böm og ungl ingar að aðdráttum í brennur sínar. Ef veður yerður hagstætt síðasta kvöld ársms, má því bá- ast við góðri skennntun lihis gamla siðar, að „hrenna út árið“. □

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.