Dagur - 29.01.1966, Side 4
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Súnar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgSarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiSsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Vltnin i
Morgunblaðinu
TALSMENN ríkisstjórnarinnar
bregða andstæðingum hennar um,
að þeir haíi, þegar stjómin hóf
göngu sína, verið með hrakspar an
tilefnis. Þeir hafi sagt, að stjórnar-
stefnan mundi leiða til vandræða í
efnahagsmálum, jafnvel atvinnuleys-
is og skorts. Fráleitt er að þetta liafi
rætzt, segja stríðsmenn stjórnarinnar.
Og stundum bæta þeir við: Andstæð-
ingarnir þóttust vera að vara við
stjórnarstefnunni, en þeir hafa orðið
sér til skammar, því hér er ekkert at-
vinnuleysi og enginn skortur.
En vom spárnar skakkar, þegar á
allt er litið? Nei, reynslan heíur sýr.t,
að rétt var lesið úr spilunum, eins og
þau lágu fyrir á borðinu. Hins vegar
gripu öfl inn í, sem enginn gat vit-
að fyrir, að það mundu gera, og eng-
in ríkisstjórn má reikna með. Sam-
fellt aflagóðæri hefur verið ár frá ári
og erlendir markaðir fyrir sjávarafl-
ann opnari og hagíelldari með
hverju ári, sem liðið hefur. Þess
vegna hefur atvinna verið og enginn
liðiö skort í venjulegri merkingu
þeirra orða. En er það bónda að
þakka, sem setur gálauslega á, þótt
veðráttan verði, þegar til kemur svo
góð, að bústofninn bjargist?
Hugsum okkur hvernig ástandið
væri í landinu, ef góðæris-gæfan
hefði ekki gefizt. Og hvernig er
ástatt þrátt fyrir góðærið? Lesið í
Morgunblaðinu 14. janúar sl. grein
Gunnars Friðrikssonar form. Félags
íslenzkra iðnrekenda um stöðu iðn-
aðarins við áramót. Staðan er ekki
góðærisleg, enda játar sjálft blaðið
það daginn eftir í leiðara og- ségir:
„Það er vissulega áhyggjuefiíi“l Lés-
ið líka það, sem Sjálfstæðismaðtiriiin
Haraldur Böðvarsson, hinn mikli út'-
gerðarhöldur á Akranesi, segir í
Morgunblaðinu 22. jan. uití ástand-
ið í fiskvinnslustöðvunum vegna láns
fjárskorts, eftir hin miklu góðæri.
Lesið ltvað sjómenn segja í blöðun-
um um grundvöllinn fyrir rekstri
báta af stærðinni 45—120 lestir. Lés-
ið Alþýðublaðið 18. janúar og sjáið
hvað Hanncs á Horninu hefur í því
stjórnmálablaði að segja, um alkomu
verkalýðsins „að ekki sé annað fram-
undan fyrir lægst launaða fólkið en
skera upp herör ... Kaup þeirra næg-
ir ekki fyrir brýnustu lífsnauðsynj-
um“.
Matsreglur og hundraðshluti lána af matsverði
ÞEGAR bændur taka lán í
Stofnlánadeild landbúnaðarins,
er hámai'k lánsupphæðar, sam-
Fjós og fjárhús
Hlöður (þurrhey og vothey)
Áburðarhús
Geymsluhús
Dráttarvélar með sláttutækjum
Nýrækt og girðingar
Vélgrafnir skurðir
Til áburðai'húsa teljast fjár-
húskjallai-ar, venjulega ca. 1 m
á dýpt, ásamt grindum. Til
geymsluhúsa teljast hér áburð-
argeymslur, kjarnfóðurgeymsl-
ur, vélahús, mjólkurhús o. fl.
þ. h.
Búnaðarbankinn eða þeir, sem
hann hefir til ráðuneytis (teikni
stofa, landnámsskrifstofa) meta
búr.aðarmannvirkin ár hvert og
síðan ákveða bankastjórar láns-
upphæð. Umsóknum svai'ar
bankinn bréflega, hvort lán
vex’ði veitt eða eigi á árinu. Ef
menn vilja vera öruggir um að
lán fáist, þurfa þeir af hafa slíkt
svar eða leyfi í höndum.
Bændur, sem óska eftir láni á
árinu 1966, áttu að vera búnir
Fjós í I. fl.
Fjós í II. fl.
Fjárhús, vönduð með einangrun á þaki .... kr.
Fjái'hús án einangrunar..................... kr.
Grindakjallai’i með steyptu gólfi............kr.
Grindakjallari með ósteyptu gólfi............kr.
Hlöður í I. fl. allt að 450 m3.............. kr.
Stærri hlöður í I. fl., viðbót við 450 m3..kr.
Stálbogahús með járnklæðn-
ingu eru metin 15% lægra en
um hús hér að framan segir.
Um fjósamatið tók Þ. B. þetta
fram: í I. flokki teljast þau fjós,
sem eru í alla staði vönduð að
efni, einangrun og vinnubrögð-
um. Skal einangrun örugglega
varin gegn röku fjóslofti, og má
t. d. ekki nota óvarið frauðplast.
Um fjárhúsin segir hann, að
gert væri ráð fyrir 37 cm rými
á garða fyrir kind og matið við
það miðað.
Um þuri’heyshlöður tók Þ. B.
fx’am, að rúm í risi væri ekki
reiknað heldur aðeins rúmmál í
vegghæð, en sé risið lægra en 2
m, eru 5% dregin frá virðingai’-
upphæðinni.
Aðspurður sagði Þ. B., að
skipting á fjósum og hlöðum í
I. og II. flokk færi eftir því, hve
vönduð byggingin væri, og ef
frágangur fullnægði ekki skil-
yrðum þessax-a flokka, mætti bú
ast við lægra mati en hér er til-
greint.
Þórir sagði, að byggingar-
kdstnaður væri að sjálfsögðu
nokkuð misjafn eftir staðháttum
og öðrum skilyrðum, sem fyrir
hendi væru hvex-ju sinni, og
mætti búast við, að hinn raun-
verulegi byggingarkostnaður
væri sumstaðar meiri og sum-
staðar minni en matsreglurnar
segðu til um. Áður hafa trún-
aðarmenn bankans í hverjum
hreppi metið útihúsin, en nú
væri matið framkvæmt af bygg-
ingafulltrúum í umdæmum, sem
kvæmt starfsreglum deildarinn-
ar, sem hér segir:
60% af matsverði
50% af matsverði
40% af matsverði
50% af matsverði
30% af matsverði
30% af matsverði
20% af matsverði
að sækja um það til bankans
fyrir 15. jan. sl. Dagur taldi því
tímabært, og til hagræðis fyrir
bændur, að afla sér upplýsinga
um það, hverjar matsreglurnar
væru á þessu ári. Spurðist blað-
ið fyrir um útihúsamatið lijá
Þóri Baldvinssyni forstöðu-
manni Teiknistofu landbúnaðar-
ins í Reykjavík.
í viðtali við blaðið sagði Þór-
ir að matsreglur fyrir ái’ið 1966
væru enn ekki ákveðnar, en
reglur þær, sem farið hefði ver-
ið eftir á árinu 1965 hefðu verið
þessar, að því er varðar algeng-
ustu útihúsaframkvæmdirnar,
þ. e. fjós, fjáx’hús og þurrheys-
hlöður:
kr. 13.500.00 á bás
kr. 12.000.00 á bás
970.00 á kind
873.00 á kind
350.00 á kind
225.00 á kind
400.00 rúmm.
330.00 rúmm.
LÖGREGLA bæjarins vill sér-
staklega vekja athygli á 20.
grein lögreglusamþykktar bæj-
ai'ins. En þar segir svo:
20. gr.
„Lögreglustjóra er heimilt að
banna öllum óviðkomandi, sem
eiga ekki brýnt erindi, umfei’ð
út í skip, sem liggja í höfninni,
frá kl. 20—8 á tímabilinu 1.
október til 1. maí, en frá kl. 22
—8 á tímabilinu 1. maí til 1.
október. Ennfremur getur lög-
reglan jafnan bannað börnum
innan 16 ára aldurs umferð um
bryggjur og ferð út í skip og
báta í höfninni, telji hún ástæðu
ttl.
Unglingum innan 16 ára er
óheimill aðgangur að almennum
knattboi’ðsstofum, dansstöðum
og ölstofum. Þeim er og óheim-
ill aðgangur að almennum kaffi
stofum eftir kl. 20 nema í fylgd
með fullorðnum, sem bera
ábyrgð á þeim. Eigendum og
umsjónarmönnum þessara stofn
ana ber að sjá um, að ungling-
ar fái ekki þar aðgang né hafist
þar við.
Börn yngri en 12 ára mega
ekki vera á almannafæri seinna
en kl. 20 á tímabilinu frá 1. októ
ber til 1. maí og ekki seinna en
kl. 22 frá 1. maí til 1. október
nema í fylgd með fullorðnum
vandamönnum.
tækju yfir 2—3 sýslur. Mötin
hefðu svo verið og væru endui’-
skoðuð og samræmd syðra.
Um áburðarhús, votheyshlöð-
ur og geymsluhús sagði Þ. B.,
að gerð þeirra væri enn ekki
komin í eins fast horf (stöðluð)
og þeirra húsa, sem nefnd eru
hér að framan, og því ekki um
eins ákveðnar matsi’eglur að
ræða. Súgþurrkunarkerfi í
hlöðu væri metið eftir fermeti-a
tölu þess sjálfs, en ekki lánað út
á mótor eða blásai’a. En sam-
kvæmt jai’ðræktarlögum fæst á
árunum 1965—69 óafturkræft
framlag % af stofnkostnaði alls
kerfisins að meðtöldum mótor
og blásai’a.
Samkvæmt upplýsingum, sem
blaðið hefir aflað sér hjá Búnað-
arbankanum og lántakendum,
voru ræktunarmannvirki þann-
ig metin til lántöku á ái’inu 1965:
Nýrækt 10 þús. kr. hektari.
Gii’ðingar 14 kr. pi\ lengdarm.
Vélgrafnir skurðii- 5 kr. pr.
lengdarmetra.
Lánin voru, eins og fyrr var
sagt, 30% af matsverði nýi-ækt-
ar og girðinga en 20% af mats-
verði vélgrafinna skurða.
Hámarkslán út á íbúðarhús í
sveit, sem byi’jað var að byggja
1965 og síðar, er 260 þús. ki\, en
til þeirra er einnig greitt óaftur-
kræft framlag, sem getur orðið
allt að 60 þús. kr. Q
nafíiskirteinl
Börn frá 12—14 ára mega
ekki vera á almannafæri seinna
en kl. 22 á tímabilinu frá 1. októ
ber til 1. maí og ekki seinna en
kl. 23 frá 1. maí til 1. október,
nema í fylgd með fullorðnum
vandamönnum.
Þegar sérstaklega stendur á
getur bæjarstjórn sett til bráða-
birgða strangari reglur um úti-
vist bama allt að 16 ára aldri.
Foreldrar og húsbændur barn
anna skulu að viðlögðum sekt-
um sjá um, að ákvæðum þess-
um sé framfylgt“.
Ennfremur vill lögreglan
vekja athygli á, að því aðeins
eru nafnskírteini tekin gild,
sem sönnun um aldur, að mynd
viðkomandi sé fest á það, með
stimpli lögreglustjóra. Ber dyra
vörðum og umsjónarmönnum
samkomuhúsa, að krefjast slíkra
skilríkja ef vafi leikur á um
aldur. r-i
- Aðalfundur . . *
(Framhald af blaðsíðu 8).
þar sem með hann er verzlað“.
í lok fundarins var kosin ný
stjórn og skipa hana þessir
menn: Sveinn Jónsson, bóndi,
Egilsstöðum, Björn Kristjáns-
son, bóndi, Grófarseli og Sævar
Sigbjarnarson, bóndi, Rauð-
hoití. n
5
„lOerkar í klípu”
í Freyvangi í Eyjafirði
ENGINN þarf að láta sér leið-
«t, sem horfir á leiksýningu hjá
Leikfélagi Ongulsstaðahrepps á
leikritinu: Klerkar í klípu, eftir
Philip King, sem frumsýnt var
í Freyvangi síðastliðinn þriðju-
dag. Þetta er gamanleikur af
léttustu tegund, svo að ekki
þarf að búast við djúpsærri lífs
speki til að geispa yfir. Svona
leikir eru ekki saman settir til
annars en að gera að gamni
sínu, og vissulega er það holit að
velta af sér reiðingnum stöku
sinnum og gera sér glaðan dag.
Þetta sýndust mér leikhúsgest-
irnir gera á frumsýningunni.
Húsið lék á reiðiskjálfi af kát-
ínu áhorfendanna.
Þegar um skopleik er að ræða
af þessari tegund (farsa), er
meiri áherzla lögð á það að gera
Fanney og Vignir í hlutverk-
um sínum.
Úlfar og Sigurður. Báðar mynd-
irnar úr II. þætti. (Ljm.: N. H.)
persónurnar spaugilegar en
sennilegar, og þá heldur ekki
ætíð hirt um, þó að talsverðir
bláþræðir séu í sjálfri uppistöðu
leiksins. En einmitt þess vegna
geta viðvaningar í listinni oft
gert leikjum af þessu tagi furðu
lega góð skil með leiðbeiningu
góðs þjálfara, og svo var í þetta
sinn. Leiðbeinandinn var Jó
hann Ögmundsson, en leikend-
urvoru: Úlfar Hreiðarsson, sem
lék séra Lionel Topp, Fanney
Theodórsdóttir, sem lék Pene-
lópu konu hans, Hólmfríður
Guðmundsdóttir lék Idu, þjón-
ustustúlku, Vignir Gunnarsson
lék Clive Winton liðþjálfa,
Gunnlaug Björnsdóttir ungfrú
Skillon, Birgir Þórðarson lék
biskupinn af Lax, Baldur Krist-
insson lék lögreglumann og Sig
urður Snæbjarnarson lék ókunn
an mann.
Enda þótt margt af þessu fólki
sé nýliðar og hafi naumast kom
ið á leiksvið fyrr, gerði það hlut
verkum sínum svo góð skil með
hröðum og fjörlegum leik, að
áhorfendur skemmtu sér hið
bezta, og er tilganginum þar
með náð. Að lokum var leik-
endum þakkað með dynjandi
lófataki og leikstjóranum færð-
ur fagur blómvöndur.
Ekki er vert að segja of mik-
ið af efni leiksins, því að það
kynni að slæva forvitni þeirra,
sem eftir eiga að sjá hann. Þess
má þó geta, að klerkarnir eru
hið kostulegasta samsafn fáráðl
inga og biskupinn aumastur
allra. Ekki er lögreglan heldur
látin stíga í vitið. Kemur það í
hlut prestfrúarinnar og vinnu-
konu hennar að spila með þessa
fugla og láta þær ekki allt fyrir
brjósti brenna. Madaman er að
vísu frænka biskupsins, en hún
hefur það á móti sér að vera
afdönkuð leikkona og er þess
vegna litin mjög tortryggum
augum í sókninni, enda er hún
laus við að vera grandvör í orð
um og þykir helzt til glanna-
fengin. Inn í þetta kemur svo
gamall kunningi hennar úr leik
stússinu, hálfgalin en bráð-
skemrhtileg piparmey, og
nazisti af grimmustu tegund, ný
sloppinn úr fangelsi, sem slær
menn niður, hvern á fætur öðr-
um. Allt stuðlar þetta að því að
gera atburðarásina sem skop-
legasta og rekur hvert hneyksl-
ið annað á prestssetrinu. — En
menn hafa líka gott af því að
hneykslast og skopið er heilsu-
samlegt mótvægi hræsninnar.
Svona leikir eru góð til-
breytni í skammdeginu og vel
til þess fallnir að hrista af sér
drungann.
Benjamín Kristjánsson.
- Bændahöllin
(Framhald af blaðsíðu 8).
og launagreiðslur eru 11—12
millj. kr. á ári. Hið svipmikla og
fríða hús bændanna í höfuðborg
landsins, auðveldar hina ýmsu
félagsstarfsemi stéttarinnar og
gefur henni nokkra reisn. Q
GISTING í HÓLNUM
ÍSLENZKI fjallarefurinn er
duglegur að bjarga sér, svo
mörgum hefur verið það lítt
skiljanlegt, hvernig hann hafi
lifað af hin mörgu harðinda-
tímabil, þegar mennirnir gátu
ekki hjálpað sínum dýrum til
að lifa, naumast sjálfum sér, en
lögðust á eitt með fimbulvetr-
um til að útrýma hinu villta
dýri fjallanna.
Og fjallarefurinn er slægur,
hefur mörg líf og er undarleg-
um náttúrum gæddur, segja
fornar sagnir. Eitur, skotvopn,
bogar og grimmir hundar eru
vopn manna gegn refum. En
refurinn heldur velli. Stundum
leggst hann á sauðfé.
Margar sögur eru sagðar af
viðureign manna og refa. Af
þeim er auðséð, að þótt refur-
inn sé illur og hataður, nýtur
hann nokkurrar virðingar. Og
víst er um það, að þar sem ref-
urinn er, er ævintýra von.
Ekki er langt síðan það bar
við á Norðurlandi, er nú skal
greina. Tvær vel vopnaðar
grenjaskyttur héldu úr byggð
og leituðu grenja. Gengu þeir
á gömul gren, sem vitað var um,
en urðu einskis varir. Að lok-
inni langri göngu um fjöll og
heiðar, voru þeir orðnir svo
þreyttir, að þeir hugsuðu með
gleði til gangnakofa eins þar á
heiðinni, til að gista í um nótt-
ina. Héldu þeir nú þangað.
f kofanum, sem grafinn var
inn í svolítinn hól, var þreytt-
um gott að vera. Þar var nesti
snætt og þreytan látin líða úr
kroppnum. En sem þeir nú eru
að hreiðra um sig undir nótt-
ina, heyra þeir torkennileg
hljóð, margbreytileg og dular-
full. Hlusta þeir. á þetta um
stund og hugsar hvor sitt, án
þess að ræðast við. Ekki voru
þeir smeykir, enda ekki hjátrú-
arfullir og björt vornóttin ekki
neinn uppáhaldstími drauga
eða slæðinga. Samt datt þeim
sitt hvað í hug, mönnunum
tveim, og er þeir báru saman
bækur sínar, fannst þeim hljóð-
in líkjast masi tófuhvolpa í
greni, en trúðu þó ekki sínum
eigin eyrum.
Önnur skyitan brá sér nú út,
gekk að lind þar nærri og sótti
vatn. Fannst honum þá hljóðin
fjarlægjast. Hvort sem þeir töl-
uðu um þetta lengur eða skem-
ur, fannst þeim þetta allt með
hinum mestu ólíkindum og sofn
uðu áður en þeir leystu gátuna.
Næsta morgun vöknuðu skytt-
urnar snemma og litu út. Veð-
ur var hið fegursta. Nú var
ríslað með potta og könnur,
kaffi hitað og áætlun lögð fyrir
grenjaleit þann daginn. Það,
sem fyrir hafði borið kvöldið
áður, var eins og draumur.
Samt bar það nú við, að þeir
greindu sömu hljóðin, ,ef :-þiéir
höfðu hljótt um sig. Tók riu sú
hugsun að sækja á huga þéiri-a,
í alvöru, að tófugreni myndi á
næstu grösum, þótt ótrúlegt
væri. Gengu þeir nú stóra hringi
og síðan smærri, allt umhverf-
is, en heyrðu ekki neitt eða sáu,
er til þess benti.
Fóru þeir enn inn í kofann og
enn heyrðu þeir hið sama og
áður. Gat verið, að tófa hefði
lagzt fast við gangnamannakof-
ann? Ómögulegt — það reynd-
ist nú samt svo. Grenið var í
sama hólnum og kofi gangna-
manna. Menn og dýr höfðu val-
ið sér sama staðinn, grafið sig
saman svo vel heyrðist á milli.
Þetta var nýtt grenj og það
reyndist rebba og tófu vondur
staður, því áður en sól gekk til
viðar, var fjölskyldan fallin
nema refurinn, sem náðist
aldrei.
Barátta við ólæsi
(Framhald af blaðsíðu 2).
lögð mest áherzla kennslumála
millistigs og æðsta stigs, og í
Arabalöndunum var veittur
styrkur til miðstöðvar æðri
menntunar í Beirut og til
fræðslumiðstöðvar nálægt
Kaíró. Þá má enn nefna, að
Palestínu-flóttamönnunum veitt
ust víðtækari möguleikar til
menntunar fyrir samstarf
UNESCO við Hjálparstofnun
Palestínu-flóttamanna (UNR-
WA).
Á árinu 1965 komst meðlima-
tala UNESCO upp í 120 ríki.
| Mill j ónamærin gur |
Saga eftir
ARNOLD BENNETT
að Minnie og Marmion höfðu boðið honum byrginn og
þverskallazt. . . .
— Bíddu! þrumaði hann og þrammaði inn í svefnherberg-
ið. Hann reif lyklakippuna úr vasa sínum á leiðinni. Pen-
ingaskápur hans var í svefnherberginu. Þegar hann kom aft-
ur inn í stofuna, hélt hann á erfðaskránni. Hún var ekkert
stórkostlegri öðrum skjölum að sjá. Hann fletti henni sund-
ur og barði á blaðið með flötum lófa.
— Sérðu Jaetta? sagði hann. Þetta blað gildir fimmtíu Jdús-
und pund á ári fyrir jiig. En að mínútu liðinni er Jraö einsk-
is virði, Jdví að ég brenni Jiað. Ég ætla að gefa mestan hluta
eigna minna meðan ég er ofan moldar, en það, sem eftir
verður, fer til góðgerðastarfsemi samkvæmt nýrri erfðaskrá.
Ilann hélt áfram að berja blaðið með flötum lófa og æpti
hástöfum.
— Líttu á það! Lestu Jaetta! Líttu bara sem snöggvast. . . .
Einmitt á Jiessu augnabliki gekk Samuels í stofuna með
bréf, sem komið hafði með sex-póstinum. Mr. Hollins, sem
kannaðist við umslagið, hrifsaði Jsað til sín, en fleygði frá
sér erfðaskránni.
Bréfið var, eins og hann hafði getið sér til, frá mr. Shelton
Shelton. Hann sýndi Minnie Jsað sem frekari sönnun um
ætlun hans og ráðagerðir. Bréfið hljóðaði á þessa leið:
„Kæri mr. Hollins.
Með tilvísun til hins ánægjulega samtals okkar, leyfi ég
mér að taka fram, að ég met mjög mikils ósk yðar um að
láta mér í té svo mikla fjárhæð sem hálfa milljón punda,
sem nota á til eflingar góðgerðastarfsemi minnar. Þetta er
vottur um meira traust en mér hefur oftast áður verið sýnt
og er mér mikil hvatning ti! Jsess að einbeita mér enn ötul-
legar að æviafreki mínu. Ef þér vilduð vera svo góður að
hitta mig um fjögurleytið á morgun, þá skal ég leggja fram
greinargerð varðandi það, hvernig fé þessu yrði varið. Einn-
ig væri gott, ef þér þá gætuð tjáð mér, hverjar ráðstafanir
þér hafið í hyggju varðandi afhendingu hlutabréfa þeirra,
eða annarra eigna, sem hér væri um að ræða.
Ég kveð yður, kæri mr. Hollins,
með vinsemd og virðingu.
I. Shelton Shelton."
Viðtakandi bréfsins stóð á öndinni, reyndi að segja eitt-
hvað, en gat Jrað ekki, stappaði bara fætinum æðislega í
gólfið, kramdi bréfið í kúlu í hnefa sínum og fleygði Jdví í
eldinn. Umslagið fór sömu leið. Það var hræðilegt að horfa
á þetta mállausa æði, svo hræðilegt, að Minnie gat ekki á
sér setið, en reis á fætur og hrópaði:
— Pabbi!
Hún hafði aldrei á ævi sinni séð neitt líkt þessu. Kippir
fóru um andlit gamla mannsins, og það virtist allt þrútna.
Hálsæðarnar tútnuðu út..Hann andaði í rykkjóttum sogum,
og augun ranghvolfdust í höfðinu. Ofsalegar tilraunir hans
til þess að mæla einhver orð af vörum enduðu í skjálfta, er
fór um allan líkama hans og gerði hann svo lémagna, að
loks hneig hann niður í hægind^stólinn. Minnie kraup
niður við kné hans og uppgötvaði, að hann hefði drukkið
viskí. Hún hringdi, og þegar ekki var svarað samstundis,
stökk hún fram á loftskörina.
— Samuels! Samuels! Pabbi er mikið veikur. Ég held
hann hafi fengið krampa. Símið strax eftir lækni.
Rödd hennar bergmálaði í húsinu. Hún heyrði fótatak
og skark á neðstu hæðinni.
Þegar hún kom aftur inn til föður síns, var enni hans
náfölt og hendurnar bláar. Hún reyndi að hagræða hægra
fæti hans, sem snúizt hafði undir honum. En fóturinn var
jDiingur sem blý. Faðir hennar var meðvitundarlaus og
lamaður.
Hálftíma síðar, fáeinum mínútum eftir komu læknisins,
dó mr. Hollins. Óskammfeilni og hégómaskapur.mannvin-
arins mikla hafði orðið hans bani.
Marmion kom ekki fyrr en fullri klukkustund síðar. Mr.
Hollins hvíldi í sæng sinni. Öllu hafði verið vel fyrir komið.
Allt í bezta lagi. ;
— Kvaggí! hvíslaði Minnie og brast í grát. En grátur
hennar var ekkalaus og tár. hennar Joornuðu eins og rekjan
eftir skyndiskúr á sólheiðum sumardegi. Marmion hafði
bara aldrei séð hana gráta fyrr, og enginn í húsinu. Hann
vafði hana ntjúklega örmum. Hún var sorgmædd vegna
gamla mannsins, sem örlögin höfðu fellt svo hranalega.
Ef visst bréf hefði ekki komið á vissu augnabliki, hefði
hann getað eyðilagt iífc hennar. Hún var að velta því fyrir
sér, hvað mundi hafa- staðið í Jressu bréfi.
— Það er alltof áhættusamt fyrir þig að standa í Jsessu,
elskan mín, sagði maður hennar. Komdu með mér.
Hún endurheimti rósemi sína og stillingu. |
— Hvaða blað ertu mfð? spurði hún.
— Það er erfðaskráin.
Hún sneri sér frá rúnainu. Hún viðurkenndi hyggindin
í ráðunt eiginmannsins. Hugsunin um hina miklu ábyrgð,
sem fylgir miklum. au,ðæfum og hugsunin um hlutverk
hennar sem verðandi móðir vöktu hátíðlegar kenndir í sál
hennar. Hún hallaði sér ástúðlega að breiðum barmi Mar-
mions Coggleshall. Hann lokaði lutrðinni á herbergi Jrví,
sem geymdi jarðneskar leifar þessa hálftrölls, sem nú var
magnþrota.
— Aumingja karlinn, tautaði Marmion fyrir munni sér,
Jrví að hálft í hvoru dáði hann Jrá víkingslund, sem stund-
um birtist í villimennskunni. Og hann var ein af Jjessum
einföldu sálum, sem minnast Jress og viðurkenna, að við
erum öll Skaparans börn, hvert með sínum hætti.
Endir. j