Dagur - 19.03.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 19.03.1966, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. SVIÐSEINING ÞVÍ ER LÍKT FARIÐ um sjónleiki og pólitíkina, að þegar enginn nenn- ir að horfa á lengur, verður að setja eitthvað nýtt á svið. Ýmsum finnst torskilið hvers vegna stjórnarvöld landsins sækja það svo ákaflega, að semja við er- lendan auðhring um að hyggja hér á landi aluminiumbræðslu og leyfa honum að hefja hér mikinn atvinnu- rekstur. Ástæðan fyrir þessum ákafa stafar ekki af því að bæta þurfi úr atvinnuleysi, það sýnir staðsetning verksmiðjunnar og þær staðreyndir, að þar vantar vinnuafl og hefur svo verið um langan tíma. Rafmagns- skorturinn innanlands ge.tur heldur ekki ltafa leitt stjórnina inn á þessa braut til að bæta úr raforkuþörf landsmanna, því upplýst er fyrir löngu, að stórfelld orktisala til er- lendra manna er alls ekki nein nauð- syn til að bæta úr raforkuþörfinni innanlands, nema síður væri. Þá var því um skeið ákaft haldið fram, að nú væru síðustu forvöð fyrir íslend- inga að selja útlendingum rafmagn, annars myndi kjarnorkan grípa inn í, verðfella raforkuna og gera hana ó- seljanlega. Að sjálfsögðu ultu þessi rök fljótlega um lirygg og liggja þar sem þau eru komin. Þá var það talið erlendri stóriðju til ágætis, að hún væri ein leið framfara á íslandi og I að erlent fjármagn, notað á þennan hátt, yrði atvinnulífi og uppbygg- ingu hin ágætasta blóðgjöf. Ef litið fi er á söguna, standast þessi rök ekki. | Eða hvenær sultu íslendingar meira en þá, er útlendir menn stjórnuðu ' hér útgerð og verzlun, í skjóli er- i lends valds og f jármagns? Ekki er þó | þar með sagt, að stórvirkjanir, stór- iðja og erlent fjármagn sé um aldur og ævi fordæmanlegt á íslandi. En þjóðin á heimtingu á að ráða þeim þáttaskilum sjálf, bæði hvenær þau verða og á hvern hátt. Og það gerir hún aðeins við kjörborðið. Hin sorglegu mistök ríkisstjórnar- innar á síðustu árum, svo sem í bar- áttunni við verðbólguna, stríði henn ar við atvinnuvegina, sem naumlega rísa undir fargi stjórnarstefnunnar og skattapíningin, dáðleysi hennar í landhelgis -og sjónvarpsmáli o. s. frv. er sjónleikur, sein búinn er að ganga sér til húðarinnar, en fólk er neytt til að liorfa á og taka þátt í. Almenn- ingur í þessu landi er búinn að fá nóg, bæði af leikstjóra og leikurum. Það er e. t. v. þess vegna, sem nú þyk ir nauðsyn, að setja eitthvað nýtt á svið. Aluminíum-sjónleikurinn á að fá menn til að horfa í aðra átt en lof- orð og efndir stjómarinnar á síðustu tímum. Páll Magnússon, lögfræðingur: ÞJÓÐARATKVÆÐI UM ALÚMÍNMÁLIÐ ÞAÐ ER fyrir löngu viðurkennt Þetta er löglegt og í fyllsta í flestum menningarlöndum, að yfirráð ríkis eiga að vera í hönd um alþýðu þess, en ekki fárra manna, og svo er þetta hér á landi. Þetta er lögfest með stjórnskipunarlögum okkar og þá fyrst og fremst með ákvæð- um þeirra um almennan kosn- ingarétt. Til grundvallar eru þau sannindi, að landið sé og eigi ávallt að vera eign alþýðu landsins, sem með harðri lífs- baráttu og látlausu striti frá fyrstu tíð hefur gert landið byggilegt fyrir sig og afkom- endur sína. Ættjörðin er eina athvarf hins almenna borgara, og hann á allt sitt undir vel- gengni hennar og sjálfstæði. Hann er á þennan hátt bundinn ættlandinu traustari böndum, en þeir tiltölulega fáu þegnar þess, sem á einn eða annan hátt hafa komizt til auðs og valda. Ríkidæmið losar þá að vissu leyti úr tengslum við landið, gerir þá óháða því og fleyga og færa utan átthaganna. Þessar ójöfnu ástæður og ólíku viðhorf til ættjarðarinnar opnuðu augu manna fyrir því, að alþýðan ætti að ráða lögum og lofum í landi sínu. Hinn almenni kosn- ingaréttur átti að tryggja þetta. En þegar í ljós kom, að sú trygg ing reyndist meiri í orði en á borði, hófu samtök alþýðunnar baráttuna fyrir raunhæfari þátt töku í stjórn ríkisins, en réttin- um til að fá að greiða atkvæði við Alþingiskosningar á fjög- urra ára fresti. Það var réttur- inn til að beita verkföllum og vinnustöðvunum, er nauðsyn krefði til þess að verja hags- muni og réttindi almennings í máta lýðræðislegt bjargrað og á ekkert skylt við uppreisn eða stjórnarbyltingu. Þesar hugleiðingar eru birtar í tilefni af því, að ríkisstjórnin virðist vera einráðin í, að ætla sér að misbeita þingræðinu á yfirstandandi Alþingi, með því að lögfesta, í skjóli lítils meiri- hluta þar erlenda stóriðju í land inu, án þess að bera það stór- mál undir vilja þjóðarinar. En ég tel engan vafa á því, að í slíku tilfeili sé það hrein og bein skylda alþýðusamtaka landsins að skerast í leikinn og beita öllu valdi sínu til að ■hindra svo þjóðhættulegt ger- ræði stjórnarvaldanna. Ég álít og, að samtökin eigi að tilkynna ríkisstjórninni ófrávíkjanlega á- kvörðun sína í þessu efni, áður en málið kemur fyrir Alþingi, svo að stjórnin og hinn erlendi auðhringur, sem hún er að semja við, viti hvað í vændum er, ef ráða á þessu örlagaríka máli til lykta að þjóðinni for- spurði. í 11. grein stjórnarskrárinnar er gert ráð fyrir því, að þjóðar- atkvæðagreiðsla taki tvo mán- uði. Það getur ekki verið nein frágangssök að fresta afgreiðslu málsins svo stuttan tíma, til þess að fá úr því skorið, hvort okkar fámenna þjóð vill fara í sambýli við erlendan auðhring. Þjóðin á að fá að ráða þessu sjálf, því það er hún, sem á allt á hættu ef illa fer, en ekki þeir hvatvísu menn á Alþingi, sem vilja ráða málinu til lykta á eigin ábyrgð, sem engin er. 27. 2. 1966. ÞAKKA vil ég þér vinsamleg ummæli vegna sjötugs afmælis míns nú fyrir skemmstu, þau komu mér á óvart eins og fleira í því sambandi. Það lá við að ég ofmetnaðist, en lagðist það til að Moggi karlinn Stórisann- leikur gat mín lítillega og þar kvað nokkuð við annan tón. Ég held mér sé því við engu hætt. Óvild misendismana hefur jafn an verið mér kærari en velvild þeirra, og vænti ég að svo muni lengst verða, og hafi þeim Moggamönnum þótt kenna harðyrða af minni hálfu, mega þeir það vita, að ekki treð ég illsakir við þá vegna mín sjálfs, heldur veldur því þýlyndi rík- isstjómarinnar, rangsleitni og hlutdrægni gagnvart útlenzk- um mönnum og málefnum, auð mýkt og ósjálfstæði þegar við útlendinga er að eiga, sem hver maður þekkir. Að þessu hefur þó verið lotið ríkisstjórnum Breta og Bandaríkjamanna öðr- um fremur, og þær geta skipazt á ýmsa vegu, bæði til hins betra og verra. Kropiö fyrir ófreskju. Nú er, í aluminmálinu kropið fyrir þjóðernislausri ófreskju, sem þekkir ekkert siðalögmál gullinu æðra; henni eigum við að fórna með samningi um ald- arfjórðungs skeið dýrmætustu vatnsréttindum landsins, fá henni börn okkar til að mala meira gull og enn meira, en þola innstreymi erlends úrkasts lýðs ella, og fá henni með þessu aðstöðu til að segja fyrir hvern- ig við skulum sitja og standa. Milljarðafyrirtæki getur ekki látið það afskiptalaust hverjir fara með völd í landinu. Þjál- ustu og þægustu mennirnir hljóta velþóknun þeirra, sem hjartað og pyngjan eru eitt. Gegn þessu eigum við að fá milljónatölu ísl. króna allháa, en verðlitla nú, verðminni að Alþjóðadagur fatlaðra á morgun landinu. Það var fyrst eftir að sigur hafði unnizt í þessari bar- áttu, að alþýðan gat verið hús- bóndi á heimili sínu og tekið í taumana um stjórn þess, er henni sýndist. Þetta húsbónda- vald alþýðunnar er í fullu sam- ræmi við hið stjórnskipulega lýðræði þjóðarinnar. En beiting þessa valds getur farið í bága við meirihlutavald Alþingis, hið svonefnda þingræði. Má þá segja að árekstur verði milli þjóðræðis og þingræðis. Þegar slíkt kemur fyrir verður þing- ræðið, sem vel getur verið í andstöðu við vilja þjóðarinnar, að láta í minni pokann. Sú tak- mörkun á valdi þingsins er við- urkennd og kemur fram í verki, þegar stórmál, sem varðar þjóð- arheildina, og ekki hefur verið kosið um, kemur fyrir þingið. Er Alþingi þá óheimilt að af- greiða slíkt mál, án þess að það sé borið undir þjóðaratkvæði. Komi það fyrir, að valdhafarn- ir ætli að bregðast þessari skyldu sinni, þá er samtökum alþýðu landsins bæði rétt og skylt að beita utanþingsvaldi sínu, verkfalls- og vinnustöðv- unaréttinum, til að fyrirbyggja þá misbeitingu þingvaldsins. (Framhald af blaðsíðu 8.) ar, landssambands fatlaðra, er hlutverk sambandsins meðal annars: Að færa lífsskilyrði fatlaðra í eðlilegt horf. Að hafa áhrif á ríkis- og bæj- arstjórnir og einstaklingsfram- takið til gagns fyrir öryrkja. Að nýta starfskrafta öryrkja sem bezt. Að auka heilsuvernd öry-rkja. Að auka vísindalegar rann- sóknir og alþjóðasamvinnu. Að sjá um hressingar- og end urhæfingarstöðvar fyrir börn og fullorðna. Að koma á fót og reka vinnu- heimili, sem verði jöfnum hönd um vinnustöð og félagsheimili fyrir samtökin. Að vekja og auka menntunar- áhuga félagsmanna með nám- skeiðum og leshringum. Að styðja allar framkvæmdir, sem miða að almennri menntun og sérmenntun öryrkja. Að stuðla að lagasetningu, sem miði að því að leysa eins og mögulegt er þá erfiðleika, sem fatlaðir eiga við að stríða. Að þeir öryrkjar, sem vegna veikinda sinna geta ekki unnið fyrir sér sjálfir, eigi rétt á næg- um lífeyri. Að öryrkjar hafi nægan að- gang að íbúðum við sitt hæfi. Að öll sú læknishjálp og þjálf un, sem mögulegt er, sé veitt fötluðum, ásamt þeim hjálpar- tækjum, sem þeir þurfa á að halda. Að vekja áhuga almennings á málefnum fatlaðra með útgáfu- starfsemi. í Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra, eru nú 10 félög, sem telja hátt á áttunda hundrað félagsmanna. Á nokkrum stöð- um á landinu hafa félögin þegar komið sér upp vinnustöðvum og vísi að félagsheimilum, en ann- ars staðar er unnið að undirbún ingi, m. a. í Reykjavík, en þar er langt komið, á vegum lands- sambandsins, undirbúningi að byggingu aðalmiðstöðvar sam- bandsinS, þar sem m. a. er gert ráð fyrir vinnustofum, félags- heimili og endurhæfingarstöð. Hér á Akureyri hefur verið kom ið upp vistlegum fundarsal og lokið byggingu fyrir vinnustof- ur, sem væntanlega taka til starfa síðar á þessu ári. Forseti Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, er Theódór A. Jónsson. Sambandið rekur skrifstofu að Bræðraborgarstíg 9 í Reykjavík. (Frá Sjálfsbjörg, Akureyri.) ári. Ef til vill verðlausa áður lýkur leigutímanum. Hraksmánarlegir samningar. Sannanimar fyrir því hvað samningarnir eru hraksmánar- legir eru lagðar okkur upp í hendur. Samanburður þess hvað Norðmönnum er boðið í sömu andrá af sömu aðilum og fslendingum sýnir sig. Andskot anum er ekki réttur litlifingur- manna nægði sennilega til að koma vitinu fyrir íslenzka alum infélagsskapinn, hvað þá ef sú hlutdeild næði lengra. Segjum að 600 stúdentar og einhverjir kennarar Háskóla íslands legðu niður nám og kennslu, röðuðu sér við dyr Alþingishúss og stjórnarráðs og almenningur veitti brautargengi. Ég veit ekki hver maður Sigurður Líndal er, aldrei heyrt hans getið fyrr en Ketill Indriðason, Fjalli: SENDIBRÉF TIL DAGS inn heldur höndin við fyrstu kveðjur. Hver efast um að hann þrífi hina? Hér þarf að spyrna fótum við, en hvað er til ráða? Ovenjulegir atburðir krefjast rökréttra og drengilegra við- bragða. Hér er við rík- isstjórn að eiga sem skeytir hvorki um skömm né heiður, brugðizt hefur heitum sínum í ýmsum stærstu þjóðmálum, mistekizt flest og bætir nú gráu ofan á svart með því að hætta sjálfstæði þjóðarinnar í samn- ingagerð við erlent og alþjóð- legt stórgróðafyrirtæki, án þess að leggja málið undir þjóðar- dóm, þó ekki sé nema rúmt ár til kosninga. Stjórnin leggur þjóðinni á herðar alla fjárhags- lega áhættu af tvísýnni stór- framkvæmd, ábyrgð á skilum mikils hluta rafmagnsins til út- lendinganna gegn lágmarks- gjaldi, ekkert líklegra en fslend ingar megi gefa með hverju kv sem Svissar fá, auk ótal ann- arra fríðinda, sem þessum mönnum er heitið. Ekkert til afsökunar. Þetta allt eru tortryggileg- ustu viðskipti sem hafa átt sér stað á íslandi, og ekkert það til afsökunar, sem verið hefur þó í sumum nauðasamningum er gerðir hafa verið síðari árin við erlenda aðila. Öðru megin gull- græðgin og þorstinn óslökkv- andi. Hins vegar lítilþægnin, ósjálfstæðið, auðmýktin, nokkr- ir silfurpeningar. Hvaða mál skilja svo þessir af- sláttar-, undanhalds- og upp- gjafarmenn okkar? Ekki rök, ekki ráð né aðvar- anir eigin flokksmanna hvað þá annarra, ekki dóm sögunnar eða eigin samvizku. Allt er þetta stjórninni lokuð bók. Hún treystir auðsveipni meirihluta alþingismanna; sinna sauða. Eitt óttast þeir þó bersýnilega. Eitt óttast þeir þó: Samtök stjórnarandstæðinga á Alþingi og utan þess. Yfirlýsta andstöðu gegn Svissum nú og síðar, og að Svissar vantreysti þingfylgi þeirra og meirihlutastjóm eftir næstu kosningar. Og þar má litlu muna. Stjórnin stendur tæpt eins og er, þjóðarfylgið enn tæpara. Eitt mál skilur Bjarni Bene- diktsson og stjórnin. Það sem síldveiðimenn töluðu við hann í fyrra sumar. Vitneskja um ráð ið verkfall sjómanna og verka- 1. des. sl. Ekki um ætt hans né uppruna, ekki hæfileika né mannkosti umfram það sem kom þá fram í ræðu hans, ekki um flokksstöðu, en hún skiptir mig engu máli. Hann vann sér þá aðdáun mína og mun hafa orðið um allt land. Öðru sinni jókst sú tilfinning þegar hans var getið í fylkingarbrjósti stúd- enta er lögð voru fram mótmæli gegn sjónvarpi Bandaríkja- manna, og kæmi hann enn fram þriðja sinni sem fyrirliði nokk- urs hluta þeirra stúdenta er hafa fylgt honum, og berðist gegn afgreiðslu aluminmálsins, heimtaði kosningar um það, yrði hann þjóðhetja meðal þús- unda íslendinga (eða a. m. k. von og draumur um þjóðhetju), því betur hefur okkur eins og öllum þjóðum lagzt það stöku sinnum til að upp hafa risið menn, oftar ungir en gamlir, sem orkað hafa að mola einn og einn höggormshaus, brjóta þjóðinni braut út úr háskanum, oftast í trássi við valdhafana, ríkisbokka, þjóna hinna er- lendu yf irgangssegg j a. Fylgið ekki ætíð sem skyldi, sigurinn ævinlega tvísýnn, eigin gifta og þjóðarinnar eða giftuleysi ráð- ið, en slíkum er gott að fylgja. í æsku átti ég mér átrúnaðar- goð, Skúla Thoroddsen, Bjarna frá Vogi og Benedikt Sveinsson. Hugsa ser að hann skuli hafa átt slíkan ættlera sem Bjarni er. Síðan var Jónas frá Hriflu sá er ég mat öðrum fremur. Yfir Há- skóla fslands fannst mér bjarmi í fyrsta sinni 1. des. sl., eftir margra ára mistur og drunga. HELGI VALTYSSON: SAGÁN UM HÚSNESS-ÁTÖKIN - Alúmmíumverksmiðjan á Húsnesi - Tvær nýjar bækur Irá AB ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ hefur sent frá sér tvær nýjar bækur. Eru það smásögur eftir Stefán Jónsson rithöfund og kennara, og nefnist hún Við morgunsól. Hin bókin er Könnun geims- ins, þriðja bókin í Alfræðasafni AB, sem hafin var útgáfa á á sl. hausti. f þessari nýju bók Stefáns Jónssonar, Við morgunsól, eru 8 nýjar smásögur, sem fjalla um hin ýmsu efni. Bera þær nöfn- in: Rím, Blátt tjald, Halla á Krossi, Status quo, Björn eldri, Björn yngri, Hinn rétti tónn, Á sólmánuði. Fyrsta bók Stefáns var smá- sagnasafnið Konan á klettinum, og kom sú bók út árið 1936. Hef ur hann síðan ritað fjölda sagna, jafnt smásögur sem lengri skáld sögur, og aflað sér mikilla vin- sælda fyrir ritstörf sín, einkum þó fyrir bækur um börn og handa börnum og unglingum, þ. á. m. bækurnar um Hjalta litla. En þótt hann sé ef til vill kunnastur fyrir þau verk sín, er hann ritar fyrir yngri kyn- slóðina, þá hefur hann einnig beint penna sínum að þeim eldri, og í þeim hópi teljast þær smásögur, sem hann sendir nú frá sér. Við morgunsól er janúarbók Almenna bókafélagsins og er 180 bls. að stærð, prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnar- fjarðar h.f. Kápu og titilsíðu hefur Kristín Þorkelsdóttir teiknað. Könnun geimsins er þriðja bókin á Alfræðasafni AB. Áður eru komnar bækurnar Fruman og Mannslíkaminn. í bókinni eru raktir draumórar mannsins um að komast út í geiminn, einmitt þeir draumórar sem nú eru sem óðast að verða að veru leika í nýjum áföngum í geim- siglingum og könnun nýrra heima. Greint er ýtarlega frá eld- flaugasmíði og tilraunum með þær á styrjaldarárunum, þ. á. m. V-2 eldflaugunum og kapp< hlaupinu um að koma fyrstu gervihnöttunum á loft. Nyt- semi þeirra til veðurathugana, fjarskipta þ. á. m. til sjónvarps- sendinga, og á ótal fleiri svið- um eru gerð fróðleg skil. Er meðal annars að finna í bókinni ýtarlegar skýringarmyndir af eldflaugunum og hvernig afl- vélar þeirra vinna. í bókinni er margur nytsam- ur fróðleikur fyrir þá, sem eiga (Framhald á blaðsíðu 7.) Forspjall. Laugardaginn 19. þ. m. birtist í DEGI all-löng ritgerð og fróð- leg: „Alúminíumverksmiðjan á Húsnesi“, undirrituð G. G. sem eflaust er Gísli Guðmundsson, alþingismaður. Kveðst höfund- ur hafa tekið saman meginatriði þessa máls, eins og honum virð- ist þau liggja fyrir, samkvæmt ýmsum opinberum heimildum norskum, er hann nefnir í upp- hafi máls síns. Birtist hér all- mikill fróðleikur þeim, sem ókunnugir eru þessu nýja stór- virkjunarmáli í Noregi. Reynd- ist það allsögulegt frá upphafi sökum átaka þeirra, er þar fóru fram um hríð með brögðum þeim og bolmagni, sem þar var beitt í sókn þeirri, er þar réð að lokum úrslitum. En það er „önn ur saga“, sem eigi mun birt í norskum stjórnarskjölum né stórþingstíðindum. Er ég hafði lesið grein G. G. rækilega, stóðst ég eigi freist- inguna og leitaði fram aftur all- fjölbreytta sögu mína um átökin á Húsnesi! En þar hafði ég fylgzt með frá upphafi af mikl- um áhuga, geymt vel og vand- lega fjölda ummæla og ýmissa gagna, — en gleymt síðan um hríð, þareð þetta var upphaf- lega ætlað til afnota á einka- vettvangi, en.síðar stungið und- ir stól, aðallega sökum fávísi þeirra og þekkingarskorts, er sagan var upphaflega ætluð til aðvörunar og leiðbeiningar. I. Upphafsorð. Sumarið 1962 skrifaði ég langa grein og allrækilega, að mér sjálfum virtist, um Virkjun og rafvæðingu Austurlands. Var greinin í 9 eða 10 sjálfstæðum þáttum og birtist í TÍMANUM 24. og 28. ágúst 1962. Annars var aðalefni þessara þátta minna einkaspjall mitt við „landa mína og frændur" á Fljótsdalshéraði, um virkjun Lagarfoss og Fljóts- ins yfirleitt, um iðnað og „stór- iðnað“ o. m. fl. Taldi ég vafalaust, og vonaði það einnig innilega, að hvatvís- Ieg ummæli mín og ádrepur myndu ýta svo við a. m. k. ein- hverjum „frænda minna“ eystra, að nú tækju þeir til að hugsa sjálfir, þ. e. a. s. sjálfstætt og uppá eigin spýtur, líta sér nær, og læra nú loks að sann- meta og nytja hin sjaldgæfu og nær ómetanlegu framfara- og framtíðar-skilyrði, sem forsjón- in hafði mildilega lagt þeim í opna arma eftir endilöngu einu glæsilegasta héraði landsins! Þá myndu þeir hætta að glápa glámeygir norður yfir fjöll og firnindi og hrópa á há- værum bændafundum: stór- virkjun Jökulsár á Fjalli til andófs og andmæla gegn Þjórs- árvirkjuninni syðra í sama til- gangi, og heimta hástöfum þá einu stóriðju er þeir vissu nafn á, en voru ella harla fáfróðir og þekkingarsnauðir á þeim vett- vangi um kosti og ókosti mikill ar alúmbræðslu í nágrenni sínu! Með þessu hugðust þeir myndu bjarga Fljótsdalshérað- inu sínu fagra frá tortímingu — og Austurlandi yfirleitt — stöðva „suðurfallið“ háskalega, sem jykist hraðfari og ógnaði með gertæmingu sveitanna af æskulýð og velvinnandi fólki. En frændum mínum á Fljóts- dalshéraði gleymdist að hugsa svo langt, að „norðurfallið11 að stórvirkjun Jökulsár á Fjalli myndi eðlilega verða a. m. k. jafnhættulegt og suðurfaHið fyr ir Héraðið allt og Jökuldal, og sennilega enn hættulegra sök- um nálægðar sinnar! — Um þetta atriði ræddi ég með rölc- um í þáttum mínum. — Þar benti ég þeim á hinn mikla og háskalega misskilning þeirra og sorglegan skort á nauðsynlegri þekkingu á þessum vettvangi £ mikilvægu máli, en mjög við- sjárverðu. Skýrði ég þeim frá áhuga mínum og hugleiðingum um mál þessi á austfirzkum vett vangi um áratugi, — því „aldrei gleymist Austurland / útlagau- um sínum.“. Út frá þessum hugleiðingum mínum taldi ég mér skylt að segja löndum mínum og frænd- um eystra allrækilega frá því, er um þær mundir var að ger- ast austur í Noregi á samskon- ar stóriðju- og virkjunarvett- vangi, svo að þeir er á mál mitt vildu hlýða, yrðu um það nokkru fróðari, en áður voru. En frændur mínir eystra vort* nú ekki á því að leggja eyru við smalahói mínu, enda hrópuðu þeir þá svo hátt Sjálfir, að Þing- eyingar hrukku upp og tóku undir, — enda var þeim málið skylt! Barst síðan bergmálið af hávaða þeirra alla leið norður- til Akureyrar, sællar minning- ar, og var þar haldinn síðan mikill fulltrúa- og sérfræðinga- fundur, en árangurslaus, sem vænta mátti. Síðan endurómaði bergmál fundar þessa allvíða um Norður- og Austurland, en. hjaðnaði þó brátt og hljóðnaði eins og bergmál okkar smalanna forðum. Enda tóku hér engir Hljóðaklettar undir. Til þess voru hrópin of hjáróma. ■ En uppúr þessum hugleiðing- um mínum spruttu svo smásam an Húsnesspistlar mínir. — Þeim hafði ég gleymt um langa hríð, en gref þá nú upp á ný! Rauðhausafélagið Saga eftir SIR ARTHUR CONAN DOYLE 9 ■<$^$>$^<$^<$><$>^$^<$>^> Ljúft bros lék um varir hans, og dreymandi augu hans minntu lítið á hvassar sjónir sporhundsins, þessa kunna, skarpgreinda leynilögreglumanns, sem var bæði snarhentur og miskunnarlaus. í einstæðri skaphöfn vinar míns birtist gjarna liið tvíþætta eðli hans til skiptis. Skilyrðislaus ná- kvæmni hans, leikni hans og slægvizka virtust oft sem eins konar andóf gegn þessu ljóðræna og huglæga lyndi, sem stundum gagntók liann. Eðlissveiflurnar hrifu hann oft alveg rnilli skauta, frá dýpsta draumlyndi til ofurmann- legrar atorku hins kalda raunsæis. Ég vissi líka vel, að hann var aldrei þyngri á bárunni en þegar hann hafði látið sig dreyma dögum saman í stólnum sínum við alls kyns hugar- flug og gömul kver með gotnesku letri. Þá var eins og veiði- hugurinn altæki hann allt í einu, og hin töfrandi rökvísi hans nálgaðist hugljómun, svo að þeim, sem lítið þekktu til vinnubragða hans, virtist stundum sem þekkiug hans og skilningur væri ofar getu dauðlegra manna. Þegar ég sá hann nú þessa síðdegisstund svo algerlega á valdi tónlistar- innar, fann ég, að taldir rnundu vera gæfudagar þeirra, sem hann hefði í hyggju að ná í net sitt. — Nú vilt þú kannske halda heimleiðis, doktor, sagði hiann, þegar við komum út. — Já, ég hygg það væri réttast. — Ég á svolítið starf fyrir höndum. Þetta brölt við Kóburg-torgið er alvörumál. — Hvernig alvörumál? — Meiri háttar glæpamál er þar í uppsiglingu. En ég hef þó ástæðu til að halda, að við séum samt nógu snernma á ferð til að stöðva það. Mér þætti vænt um, ef ég fengi að njóta hjálpar þinnar í kvöld. — Hvenær? — Um tíu ætti að vera nógu snemmt. — Ég kem þá heirn til þín klukkan tíu. — Ágætt. En heyrðu, doktor. Það gæti verið, að þetta yrði ekki með öllu hættulaust. Þú ættir að stinga skammbyssunni í vasann. Svo veifaði hann til mín í kveðjuskyni, sneri sér snai’lega við og hvarf í mannþröngina. Ég held nú 'alltaf, að ég sé rétt eins og fólk er flest að al- mennum vitsmunum. Samt sem áður losna ég víst aldrei við þá kennd, að ég sé hálfgerður einfeldningur, þegar Sher- lock Holmes er annars vegar. Nú hafði ég lieyrt allt, sem hann hafði heyrt, og séð það, sem hann hafði séð. Þó var það greinilegt af orðum hans, að honunr Var ekki aðeins ljóst, hvað gerzt hafði, heldur vissi hann einnig, lrvað mundi gerast, þó að mér væri málið allt ein afkáraleg flækja, sem ég botnaði hvorki upp né niður í. Ég velti þessu fyrir mér í vagninum á leiðinni heim til Kensington, allt frá furðu- legri sögu rauðhærða mannsins, sem afritaði Encyclopædia Britannica til þessara ógnþrunginna orða, sem Holmes mælti til mín, þegar við kvöddumst. Hvaða næturför var þetta? Hvers vegna áttum við að vera vopnaðir? Hvert yrði förinni heitið? Hvert yrði erindi okkar? Holmes hafði gefið í skyn, að aöstoðarmaður veðlánarans væri voðamaður, mað- ur, sem væri trúandi til alls. Ég reyndi að leysa þessa kross- gátu, en gafst upp með öllu. Ég ákvað að láta þetta liggja milli hluta. Kvöldið eða nóttin mundi leiða í ljós einhverjar skýringar. Ég fór að heiman stundarfjórðungi yfir níu. Ég kaus leiðina gegnum Garðinn og síðan Oxfordstræti yfir í Bak- arastræti. Þar stóðu tveir léttivagnar fyrir dyrum, og þegar ég gekk inn í ganginn, heyrði ég raddir að ofan. Er ég kom inn í stofuna, var Holmes í áköfum samræðum við tvo rnenn. Ég kannaðist vel við annan þeirra, Peter Jones, lög- reglufulltrúa frá Scotland Yard. Hinn var langur rnaður og magur, ósköp mæðulegur á svip, með snjáðan hatt og í allt að því óhuggulega virðulegum lafafrakka. , — Halló! Þá eru allir mættir, kallaði Holmes, hneppti stuttjakkanum í snatri og greip þunga veiðisvipu sína. a£ grindinni. |. — Watson, þú þekkir herra Jones frá Scotland Yard, ekki (Framhald). ,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.