Dagur - 23.04.1966, Page 5

Dagur - 23.04.1966, Page 5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. SUMARKOMÁ ÍSLENDINGAR fagna fyrsta sumar- degi með hátíðahöldum, einir jjjóða í veröldinni. Stundum hefur þó Iseinna hrugðið til. sumarbliöunnai, jafnvel of seint fyrir soltið fólk og fénað. En vonandi er það af viti mælt, sem margir taka sér í munn, að slíkt heyri fortíðinni til að fullu og öllu. Með tækjum og tækni, sem með hverju ári verða fullkömnari, með hálfnumið og lítt í-æktað, frjó- samt land undir fótum og góð fiski- mið við strendurnar, geta íslending- ar horft björtum augum til framtíð- arinnar í eigin landi — þurfa ekki að óttast endurtekningu skorts og hörm unga þótt raunverulegri sumarkomu seinki öðru liverjú, svo margir eru möguleikarnir. Um mið- og austanvert Norður- land og Austurland er jörð enn að mestu undir snjó, eftir mjög snjó- þungan vetur og kaldan. Hafísinn minnti okkur á hnattstöðu lands okk ar og þá staðreynd, að hann getur enn sem fyrr gripið inn í lífsbaráttu fólksins með því að loka siglinga- leiðum, útiloka fiskveiðar og valdið þeim heljarkulda, að enginn gróður nái eðlilegum vexti. Nú hefur ísinn ,' aftur fjarlægst, snjóa leysir þótt hægt miði, fiskimenn sækja björg í bú, Vjændur búa sig undir að vinna með vorinu og gróandaniun, farfuglarnir syngja ástarljóð og sumarsöngva og hinar fjölmörgu vonir manna og áætlanir um líf og starf á þessu ný- byrjaða sumri, verða til og vaxa með- an sól er enn að hækka og dagur lengist. Þjóðinni hefur í mörgu vel farn- ast í vetur og stóráfallalaust, þótt samgönguleysið hafi skapað hina gömlu einangrun í sumum landshlut um og vissa erfiðleika í sambandi við hana. En þar liefur fólkið lifað í enn nánari tengslum við náttúruna, um- hverfi sitt, búpeninginn og sjálft sig, gefið sér tíma til bóklesturs, méiri kynna við næstu nágranna og verið víðsfjarri því andrúmslofti þéttbýlis og fólksfjiilda, þar sem „trúðurinn skemmtir og múgurinn æpir“. Á stjórnmálasviðinu ber hæst fyr- irætlanir stjórnarinnar um erlenda stóriðju hér á landi. En erlend stór- iðja, erlendt sjónvarp, afsal réttinda til einhliða ritfærslu fiskveiðimark- anna, stórframkvæmdir í hernaðar- þágu í Hvalfirði og óðaverðljólga innanlands, eru tímanna tákn um mistæka stjórn. Ríkisstjórnin minn- ir á skipstjóra, sem feginshendi gríp- ur dráttartaug frá stærra skipi og gengur síðan frá stýri, ræður svo hvorki ferð eða er fær um að halda uppi nauðsynlegum aga um borð. En í von um, að allt fari betur en nú horfir, óskar Dagur lesendum sínum og landsmönnum ÖLLUM GLEÐI- LEGS SUMARS. Ólína Jónsdóttir frá Hlíðarenda Fædd 20. nóv. 1880 - Dáin 28. marz 1966 Á BJÖRTUM júnímorgni lá leið mín inn Bárðardal í fyrsta sinn. Sjö ára snáði á glófextum klár, með stutta fætur í ístaðs- ólum. Litla hrífu, sem afi minn gaf mér, reiddi ég fyrir framan mig. Það hafði komið kökkur í hálsinn, þegar ég kvaddi for- eldra mína kvöldið áður og hann sat þar, unz ég gleymdi honum í áköfum leik við heimalninginn á Öxará. Bílferðir voru þá fátíðar og strjálar inn dalinn og varð ég því að. gista hjá Þóri bónda ■ Ingjaldssyni og konu hans. Tóku þau Öxarárhjón þessum lágvaxna og huglitla ferða- manni tveim höndum. í bíti morguninn eftir kom Jón á Hlíð arenda, setti mig á bak Glóa sínum og teymdi undir mér inn þann dal, sem jafnan hefur orð- ið svið atburðanna í hugarheimi mínum við lestur íslenzkra sveitalífssagna. f júnísól stóð hún í hlaðinu á Hlíðarenda, grönn og beinvaxin, konan, sem var fóstra mín og kennari í sjö sumur. Skarpir og einbeittir andlitsdrættir báru vott um það viljaþrek, sem ekki varð auð- bugað, en ég hef sjálfsagt ekki véitt þeim athygli þá, því að veikfelldur barnshugur reynir fyrst að lesa í augum. Þau eyddu allri sút, þessi greindar- legu móðuraugu, sem fögnuðu mér. Þegar ég minnist Ólínu fóstru minnar hrannast að mér atvik frá bernskudögum í Bárðardal og ég er þess fullviss, að engin skólaganga hefur mótað mig til betri vegar en handleiðsla henn ar. í eldhúsinu hjá henni las ég Njálu í fyrsta sinn og þar segir um Bergþóru konu Njáls, að hún hafi verið „drengr góðr“. Ég finn að þau orð koma heim við hugmynd mína um Ólínu og enda þótt mér sé Ijóst, að sú lýsing er samgróin þeim hug, er ég ber til gamallar og kærr- ar húsmóður minnar, þá hygg ég að engum þeim, sem til Ólínu þekktu blandist hugur um að hún sé sönn. Ólína Jónsdóttir fæddist. 20. nóvember 1880 á Hvarfi í Bárð- ardal. Foi’eldrar hennar voru hjónin Helga Jónsdóttir Ingj- aldssonar bónda að Eyjardalsá og Jón hreppstjóri Sigurgeirs- son Jónssonar prests í Reykja- hlíð. Jón Ingjaldsson- faðir Helgu var ættaður frá Gaut- löndum, svo að báðar ættir Ólínu verða raktar til Mývatns- sveitar. Var Jón faðir hennar lengi hreppstjóri í Ljósavatns- hreppi hinum forna, sem náði utan frá sjó og inn allan Bárð- ardal. Gegndi hann því umfangs mikla embætti þar til hann lézt haustið 1896. Hefur heimilið á Hvarfi verið traust menningar- heimili og sést það bezt á því, að börnunum var öllum komið til mennta. Voru þau þrjú, Ólína elzt, þá Hannes dýralækn ir og yngstur Geir Jón. Eru þeir bræður báðir látnir fyrir all- mörgum árum. Veturinn 1895— 1896 var Ólína við nám í Kvennaskólanum á Laugalandi í Eyjafirði og þrem árum síðar settist hún aftur á skólabekk í Kvennaskóla Reykjavíkur og þar nam hún einn vetur Eftir lát föður síns fór Ólína í ársvist að Ljósavatni og réðst síðan í vistir á ýmsum stöðum, m. a. í Köldukinn, að Bjarnastöðum í Bárðardal, í Gróðrarstöðina á Akureyri og tvo vetur var hún starfsstúlka við Gagnfræðaskól ann á Akureyri (hinn eldri). Þess á milli dvaldi hún heima á Hvarfi hjá móður sinni. Þá fór Ólína sem heimiliskennari að Draflastöðum í Fnjóskadal og þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Sigurði-Þor- steinssyni. Voru þau gefin sam- an í hjónaband í Draflastaða- kirkju 13. september 1913. Bjuggu þau að Draflastöðum í tvíbýli til vorsins 1915, er þau fluttu að Hlíðarenda. Munu þau umskipti ekki hafa verið fýsi- leg, jörðin illa hýst og lítt erjuð. En með stakri eljusemi og bjart sýni hófust þau handa og nú er Hlíðarendi glæsileg jörð vel bú- in að húsum og ræktuð frá hlíð arrótum að fljótsbökkum. Þeim Ólínu og Sigurði varð fjögurra barna auðið og eru þau öll á lífi. Elztur er Jón Ólafur bóndi á Hlíðarenda, þá Aðal- björg, er ýmist hefur starfað að búinu heima eða sem sauma- kona á Akureyri, næstur henni er Arnór, sem undanfarin ár hefur verið starfsmaður við brú arbyggingar og yngstur er Hannes bóndi á Hlíðarenda. Eiga þau drjúgan hlut að þeim umbótum, sem orðið hafa á jörð inni hin síðari ár, enda voru þau öll uppkomin, er vélvæðingin hélt innreið sína í sveitirnar og umbylti íslenzkum búnaðarhátt um. Ólína og Sigurður hafa því notið þeirrar náðar að geta feng ið ávexti erfiðra frumbýlings- ára í hendur afkomendum, sem ekki hafa brugðizt vonum þeirra. Hannes hefur einn syst- kinanna gengið í hjónaband. Er hann kvæntur Kristínu Hjartar dóttur frá Hólseli á Fjöllum og eiga þau þrjár mannvænlegar dætur, er verið hafa samvistum við afa og ömmu og notið þar þess skóla, sem ég þekki af eig- in raun og veit, að þær munu ávallt vera þakklátar fyrir. Ég minnist gleðinnar, sem ljómaði í augum fóstru minnar, er hún sagði mér frá dugnaði sonardætranna við bústörfin, þegar ég sótti hana síðast heim á liðnu sumri. Ég stóð hjá gömlu kvörninni í búi-inu og hún var að sýsla við kvöldverð- inn. Þar hafði ég svo oft staðið, þegar hún var að skilja mjólk- ina, og hlustað á hana syngja sálmalög, sem hún unni. f hug- anum heyri ég ennþá skæra rödd, er syngur: „Ó, blessuð stund, er burtu þokan líður, sem blindar þessi dauðleg augu vor, en æðri dagur, dýrðarskær og blíður, með Drottins Ijósi, skín á öll vor spor“. Hún sagði mér frá kirkjuferð um, frá lofsöngnum, sem fyllti hvelfinguna í litla helgidómin- um að Ljósavatni, þegar beztu raddmenn sóknarinnar sungu. Þá varð allt með fagnaðarblæ í búrinu, því Ólína hreif huga minn með sér og þá fann ég að messudagar voru æðri öðrum dögum og þess verðir, að til þeirra væri hlakkað. Til kirkj- unnar fór hún með þakklátum huga fyrir allt það góða, sem lífið hafði fært henni, því að hún var gleymin á andstreymi og erfiði. (Framhald á blaðsíðu 7.) i?®- Karlakórinn Vísir í söngferð til Danmerkur Á söngskrá eru 21 sönglag, KARLAKÓRINN VÍSIR frá Siglufirði ætlar í söngferð til Danmerkur síðast í þessum mánuði. Er ætlunin að fljúga frá Akureyrarflugvelli miðviku daginn 27. apríl n.k. Vísir mun syngja í Sjálfstæðishúsinu á Ak ureyri þriðjudaginn 26. apríl, kl. 8.30 e.h., og verður þetta eina tækifærið til að hlusta á söng kórsins að þessu sinni. AÐALFUNDUR Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar var haldinn að Hótel KEA 12. og 13. apríl. Mættir voru fulltrúar frá 13 búnaðarfélögum auk stjórnar og ráðunauta og nokkurra gesta. Fyrst voru lesnir og skýrðir reikningar og síðan skýrslur stjórnar og ráðunauta. Að umræðum loknum var kosið í nefndir og lögð fram þau mál sem fyrir lágu. Fyrri dag fundarins skoðuðu fulltrúar hið nýbyggða verk- stæðis- og skrifstofuhús B.S.E. að Óseyri 2. Hér fara á eftir nokkrar ályktanir fundarins: „Aðalfundur B.S.E. 1966 bein ir þeim tilmælum til stjórnar Búnaðarfélags íslands að hún vinni að því við vegamálastjóra að flutt verði til landsins tæki - SÉRFRÆÐINGUR (Framhald af blaðsíðu 1) stór landsvæði til skógræktar með þá staðreynd í huga, að fjórðung gjaldeyristekna þeirra gefa norsku skógarnir og það markmið að auka enn verulega þátt skógræktar í þjóðartekjun- um. Ennfremur vilja þeir með hinum miklu og skipulegu átök- um forða tugþúsundum bænda- býla frá auðn. En Norðmenn hafa sýnt það í verki, að þeir meta byggðajafnvægið mikils og vilja, að sem flestir norskir þegnar alist upp í „hinum dreifðu byggðum“'. Q Söngstjóri kórsins er Gerhard Schmidt, sem auk þess leikur einleik á trompet í tveimur lög- um, með aðstoð kórs og hljóm- sveitar. .Einsöngvarar eru Guðmund- ur Þorláksson, Sigurjón Sæ- mundsson og Þórður Kristins- son. Auk þess syngur sóló- kvartett í tveimur lögum, með aðstoð kórs og hljómsveitar. er henti betur til þess að hreinsa snjó af vegum en nú eru notuð. Einnig felur fundur- inn stjórn B.S.E. að ræða þetta mál við fulltrúa vegamálastjóra á Akureyri og reyna til þess að fá hann til að vinna að málinu.“ Aðalfundur B.S.E. 1966 telur tímabært að athugað sé hvort eigi skuli nú þegar hefjast handa um söfnun að búnaðar- sögu Eyjafjarðarsýslu með út- gáfu fyrir augum. Felur fund- urfnn stjórninni að taka þetta mál til athugunar. Aðalfundur B.S.E. 1966 skor- ar á sýslunefnd Eyjafjarðar- sýslu að taka nú þegar að sér frumkvæði og forystu um bygg ingu héraðsskóla í Eyjafirði. Fundurinn óskar eftir að næsti sýslufundur athugi gaumgæfi- lega hvort ekki sé rétt að taka ákvörðun um eftirtaldar ráð- stafanir: 1. Að fela Fræðsluráði sýslunn- ar að gera nú þegar tillögu um skipan fræðslumála á gagnfræðastiginu og staðsetn ingu héraðsskóla. 2. Að lýsa yfir að sýslufélagið muni gera sitt ýtrasta til þess að útvega á næstu árum það fjármagn sem krafizt kann að verða að héraðið leggi fram á móti framlögum ríkisins til skólabyggingar. 3. Að fá gerðar á þessu ári frum teikningar og framkvæmda- áætlun um byggingu héraðs- skóla í Eyjafirði. og hefst söngskráin með íslenzk um þjóðlögum frá elztu tímum og miðöldum, en endar á nýj- ustu lögunum, sem nú eru efst á lista í útvarpi og á hljómlista- hátíðum. Söngstjórinn, G e r h a r d Schmidt, hefur sett út mörg a£ lögum kórsins. 4. :Að sveitarstjómum verði til- kynnt áður en þær ganga frá fjárhagsáætlun fyrir árið 1967 um óhjákvæmilega hækkun sýslusjóðsgjalds vegna framlags sýslunnar til skólabyggingar. Aðalfundur B.S.E. 1966 sam- þykkir að koma á héraðssýn- ingu á sauðfé á komandi hausti. Aðalfundur B.S.E. 1966, minn ir á að Búnaðarfélag íslands er ekki atvinnurekandi og í lögum þess er ekki gert ráð fyrir að félagið hafi neinskonar atvinnu rekstur með höndum. Því telur fundurinn það hreina óhæfu að fara nú og þrátt fyrir gefin lof- orð fram á framlengingu % % búnaðarmálasjóðsgjalds til að standa straum af hallarekstri af hóteli í Reykjavík sem er alveg óviðkomandi starfsvettvangi Búnaðarfélags íslands sem leið beininga og fagfélags í land- búnaði. Því skorar fundurinn á Al- þingi að lögfesta ekki nema til tveggja ára framlengingu nefnds skatts á bændastéttina nema fyrir liggi skýlaus vilji meirihluta bænda landsins. Kosningar. Stjórn Búnaðarsambands Eyja fjarðar skipa: Ármann Dal- mannsson, Eggert Davíðsson og Jón Hjálmarsson. Búnaðarþingsfulltrúar eru: Ketill Guðjónsson og Helgi Símonarson. Til vara: Kristinn Sigmundsson og Sveinn Jóns- son. Q HORFT UT UM GLUGGA Á HÓTEL SÖGU SVEITAMAÐUR að norðan skrifar: Ég dró feginsamlega andann, eða blés eins og sá, sem loftið hefur, kominn upp á sjöttu hæð hallar þeirrar í Reykjavík, sem bændur byggðu-fyrir félagasam tök sín og til að geta um leið hýst gesti og gangandi, eins og þeir hafa með gleði gert um all- ar aldir íslandsbyggðar. Lyftan var biluð og viðgerðarmennirn- ir niðri sögðu. mér, að þetta væri nú eiginlega komið í lag en ég kærði mig ekkert um að fara reynsluferðina, minnugur þess, sem skeði í Kaupmanna- höfn fyrir mörgum árum, líka á ágætu hóteli, en það er saga taugaáfalls og allt önnur saga. Hér uppi í „ódýru“ og góðu herbergi var hlýtt og bjart, og sýn yfir hálfá veröldina út um stóran glugga. Teppi var á gólfi, klæðaskápur í horni, sturtubað í skoti, útvarp undir borði, sími uppi á borði, legubekkur með svampi, mjúkur stóll, símaskrá, bréfsefni, plastseðill með prent uðum reglum hótelsins o. s. frv. Grillið tveim hæðum ofan við mig, bar bæði undir og ofaná, ball í Súlnasalnum um kvöldið, samkoma í Átthagasal, Búnað- arþing í Bændahöllinni á enn öðrum stað þeirrar miklu bygg ingar, sem nú var skjól mitt og einhverjir aðrir fundir, og mið- stjórnarfundur Framsóknar við nálæga götu. En þangað taldist ég eiga erindi. Á Hótel Sögu gengur allt eins og í sögu. Þar var mér vel tekið af manni með bros á vör og það bros var þar þegar ég fór, og ekki reiknað sérstaklega. Það var meira en ég gat sagt um annað gistihús, sem ekki einu sinni kannaðist við að hafa lof- að mér húsaskjóli, hvað þá að það bætti úr svikum og úthýs- ingu, sem talin var í gamla daga glæpi næst. Þar slufsuðu af- greiðslukvensur tyggjóið sitt og ég fann að ég gerði þeim ónæði, sem ég mun forðast í framtíð- inni. Nú stóð ég stoltum fótum og stöðugum í mínu eigin herbergi, raðaði í huga mér erindunum og fór svo að virða fyrir mér mannlífið út um hinn stóra glugga. Óvíða er skemmtilegri „heim- reið“ en að Bændahöllinni, enda gekk umferð greitt og snurðu- laust. Straumur bifreiða að koma og fara, líka gangandi menn og konur, sem ekki létu útsynninginn á sig fá. Það er gott útsýni á sjöttu hæðinni. Maður sér skáhallt niður á fólk ið, hatta og frakka karlmann- anna og þandar regnhlífar kvenna, tvær tifandi fætur þar neðan við og horn á kjól eða kápu ef vindurinn vill svo vera láta. Þarna kom sjötugur bóndi úr Svarfaðardal og hljóp við fót eins og strákur á stefnumót, annar að norðan, hann var 40—50 árum yngri, orðinn spik- feitur í höfuðborginni, og miklu innskeifari en hann var, bún- aðarþingsfulltrúi úr Skagafirði, sem smaug vindinn, síðan sjálf- ur form. Búnaðarfélags íslands, ýmsum ýeðrum vanur, hinn kempulegasti í bak og fyrir og heima hjá sér. Enn kom þyrk- ingslegur maður með barðastór ann hatt og fór sína kærustu leið yfir polla, flög og malbik, sem jafnframt var stytzta leið- in. Hann hélt báðum höndum um hattinn sinn og ég beið þess án árangurs að sjá hattskömm- ina fjúka. Nú, og hér kom svo sjálfur búnaðarmálastjcrinn og einhver maður með honum, sjálfsagt úr sauðfjárræktinni og einhverjir útlendir herramenn í smáhóp, líklega sendinefnd með svarta skeggrótina. Hópur skóla barna þaut yfir götur og stræti og sveifluðust blessuð börnin til og frá í storminum eins og fugl ar á flugi. Leigubílar renndu í hlað, að sækja og fara með fólk, oftast með einn farþega í einu. Ósköp voru sumir bílstjórarnir þeirra fegnir að þurfa'ekki út. Sumir gerðu það þó og grettu sig í veðrið um leið. Skelfing verður sumt fólk annars ljótt þegar það gapir beint í storminn Stór svartur bíll renndi nú í hlað með samantvinnað kær- ustupar aftur í. Strákur borgaði og á gangstéttinni vöfðu þau sig aftur saman, pilturinn og stúlk- an, eins og til að tryggja það, að hvorki stormurinn eða hregg viðri lífsins gæti nokkru sinni slitið þau í sundur — og svo hurfu þau inn í húsið —. Karl og kerling komu arkandi, vel í holdum, stöðug á fótum og hin virðulegustu þótt vindur gnauð ÉG FÓR í leikhúsið síðasta vetr ardag og sá leikritið „Bærinn okkar“, sem Leikfélag Akureyr- ar sýnir nú í Samkomuhúsinu. Mörg sæti voru auð í salnum, svo að ég innti eftir því, hvernig aðsókn hefði verið. Mér var sagt, að hún hefði verið dræm. Þetta eru slæm tíðindi. Bæði vegna Leikfélagsins og Akur- eyringa. Leikfélagið hefur hér lagt í mikinn kostnað og mikið erfiði, en uppsker lítil laun, hvort heldur er í beinhörðum peningum eða því, sem er enn meira um vert, þakklæti og virð ingu samborgaranna fyrir þann menningarskerf, sem það skap- ar litla bænum okkar. En þetta er ekki síður slæm tíðindi vegna boi-garanna sjálfra, sem sjaldn- ast eru þrúgaðir af menning- unni, þó að mörg dægrastytting sé sífellt á boðstólum. Þeir, sem missa af „Bænum okkar“, missa af ljúfri reynslu. Leiksýningin hlýtur að vera hverjum áhorf- anda fögnuður, lítil, fögur stjarna, sem blikar í heiði minn- inganna um langan aldur. Leikritið „Bærinn okkar“ get - FÓLKSFÆKKUN (Framhald af blaðsíðu 1) um 894 samtals á landinu öllu utan Stór-Reykjavíkur. í Norðurlandskjördæmi eystra var fólksfjöldinn 1. des. sl. 21.102 og er fjölgunin 138 á ár- inu. En eðlileg fólksfjölgun á árinu (1,6%) hefði verið 335. Þetta þýðir, að nálega 6 af hverjum 10, sem við bættust á árinu, hafa flutzt burtu úr kjör- dæminu. Á Akureyri var fólksfjöldinn 1. des. sl. 9.628 og hafði fjölgað um 96 á árinu. En eðlileg fólks- fjölgun (1,6%) liefði verið rúm- lega 150 manns. Þetta þýðir, að 3—4 af hverjum 10, sem við bættust, hafa flutt burt og þar að auki sem svarar öllum þeim, sem flutt hafa til bæjarins á árinu, en þeir munu vera all- margir. Q aði. En það er með því vandg; samasta að missa ekki virðu- leika í roki. Þau leiddust og þeim gekk vel. En við Bænda- höllina eins og önnur mannvirki er misviðrasamt því stormurinn hleypur stundum í baklás þeg- ar hann rekur sig á. Þarna fauk hatturinn af manninum, góður hattur, enda var honum veitt skjót eftirför af þeim hjónum báðum. Hatturinn flaug stutta spotta í einu, eins og þegar hrafn stríðir hundum, og skopp aði eftir jörðinni en tók við- bragð áður en hönd á festi. Nú freistaði hann frúarinnar með því að fleygja sér fyrir fætur hennar. Ég var faririn að fylgj-, ast með þessum leik ’af spenn- ingi. En sem frúin bfeýgði sig niður til að grípa hinn- góða hatt, færðist vindurinn -í auk- ana og gerði nú tvepnt í senrt. Tók hattinn og þeytti honum hátt í loft og lék svo rrieð klæði frúarinnar, að ég leit í aðra átt. Kemur þá ekki gulbröndótt- ur köttur skáhallt undan vindi og lítur hvorki til hægri eða vinstri, hefur meðbyr, fer sér að engu óðslega þótt vindhvið- urnar ýfi hárin. Öðru hverju ur varla talizl til merkustu spekirita veraldar. Það á hvorki þá reisn mikilla örlaga, né það innsæi, það djúpsæi, þá demants hörku, sem einkennir hina æðstu list. Höfundur hefur áreið anlega aldrei ætlað sér vígstöðu á þeim vettvangi. Fullkomnun hans liggur ef til vill einmitt í því, að hann reynir ekkert það, sem hann ræður ekki við: „Bær inn okkar“ er hins vegar eitt- hvert fallegasta og hugljúfasta leikhúsverk, sem 20. öldin hefur skapað. Blaðaumsagnir hafa gert mikið úr því, hvað verkið sé nýstárlegt. Það kann að vera rétt, ef miðað er við form þeirra leikrita, sem við Akureyringar eigum að venjast. En almenn- ingur þarf ekkert að óttast. Þessi „módernismi“ er þrjátíu ára gamall og í rauninni miklu eldri. Pirandello, sem beitti svipaðri tækni, vár í tízku um 1920. Wilder er því í rauninni harla gamaldags og heilu ljósári handan við þá Ionesco og Beckett. Það, sem einkennir Wilder, er einmitt gamaldags mannúðarstefna, „húihanismi“, ' sem ungum listamönnúm í dag þykir helzt til sljó í eggina. Þá hafa blöðin gert nokkuð úr „leiktjaldaleysi“ sýningarinnaf. En það er mikill misskilningur. Leiktjöldin í „Bænum okkar“ eru ekki smíðuð með hamri né máluð með pensli. Þau eru gerð með ljóstækni. Ljósameistarinn hefur hér tekið að sér hlutverk smiðsins og málarans og leyst þann vanda á áhrifameiri* og ágætari hátt en okkur hefði órað fyrir. Ég skal svo ekki fjölyrða um sýninguna sjálfa. Ég fullyrði bara, að hún er einhver sú ágæt asta, sem ég hef séð á leiksviði Akureyrar, síðan ég. tók að sækja leikhús fyrir fullum 40 árum. Hlutur Jónasar Jónasson ar í sýningunni er aðdáunar- verður. Þegar ég gekk inn í Samkömuhúsið í gærkvöldi, datt méi’ satt að segja ekki í hug, að hann væri sá töframað- ur, sem hann virðist vera. Þeg- ar ég reis úr sæti, að sýningu lokinni, var ég bæði undrandi og fagnandi yfir því, sem hon- 5 lyftir hann stýrinu sem snöggv- ast, eins og honum hafi skyndi- lega dottið eitthvað í hug. Hann bíður á gangstéttarbrúninni þar til hlé verður á umferðinni en brokkar þá yfir götuna. Hann var að fara eitthvað sérstakt held ég. Skjótt og skítugt hross kem- ur nú framundan húsi, ekki langt frá, og töltir. Það ber mann á baki og ferðinni er heit ið í gagnstæða átt við köttinn. Ég fer að hugsa um aumingja Skjóna, sem ekki var kembdur og ekki fékk heldur nógu gott fóður, en tölti samt liðlega þó taumar væru slakir og knapinn dauflegur, vafinn innaní úlpu. Áður en hestur og knapi hverfa úr augsýn rennir svartur bíll að Bændahöllinni. Ur honum stígur kona ein framandleg og fögur, sem lítur í kring um sig og bíður. Hvort hún var sunnan frá Spáni eða norðan af ein- hverju langanesinu má hamingj" an vita. En maðurinn kom ekki strax og hann var vitlaus. Svo kom hann og rétti konunni - hönd sína. Það lá eitthvað í loftinu. En ekki kom mér það við, hvort þau áttu stolnar stund ir í vændum eða leyfilegar, enda hurfu þau mér von bráðar úr augsýn inn í hið mikla and- dyri, langt undir fótum mér, og drottinn blessi þeirra samveru. um hefur tekizt að skapa við svo frumstæð skilyrði, sem hér eru fyrir hendi. Þetta er enginn leikdómur, og þess vegna sleppi ég öllum vangaveltum um frammistöðu einstakra leikara. Mér fannst allir gera hlutverkum sínum góð skil og sumir ágæt, næstum framúrskarandi. Þetta verður mér ógleyman- legt kvöld. Ég held, að flestir þeirra, sem fara í leikhúsið, hljóti að verða mér samdóma. Akureyri 21. apríl 1966. Árni Jónsson bókavörður. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). í bæjarstjórn með einum flokki öðrum. Sá flokkur er Alþýðu- flokkurinn. Hann hefur nú birt stefnuskrá, ef svo mætti nefna og er þar fyrst nefnt, að hann; ætli að mynda meirililuta í bæj- arstjórn! EINS OG DÁLEIDDIR MENN Fulltrúar stjórnarflokkanna voru eins og dáleiddir menn á síðasta bæjarstjómarfundi og gleymdu því, m. a. að þeir em Norðlendingar. Og allir héldu þeir dauðahaldi í túlkun reyk- vískra flokksbræðra sinna er rædd var tillaga, sem fól í sét mótmæli gegn álverksmiðju syðra! KUNNI EKKI FUNDARSKÖP! Einn Sjálfstæðismaðurinn í bæji arstjóminni dró fjórar vélritað- ar arkir úr vasa sínum, greinar- gerð fyrir ágæti álverksmiðjui syðra (uppskrift úr Mbl.) og krafðist þess að bókfest væri í fundargerð! Hentu aðrir gaman að þessari fáfræði bæjarfulltrúa í fundarsköpum bæjarstjómar. Svo ráðvilltir voru stjórnarliðaK í rökræðum um málið, að þeií gleymdu sínum fyrri yfirlýsing- um. . (Fréttatilkynning) Ýmsar ályktanir frá Búnaðar- samb. Eyjaf jarðar ÓGLEYMANLEGT KYÖLD í SAMKOMUHÚSINU

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.