Dagur - 08.06.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 08.06.1966, Blaðsíða 1
HOTEL Herfccigxs- pontanir. Ferða- skrifstoíon Akureyri, Túngölu 1. Sími 11475 FERÐASKRIFSTOFAN Túngötu 1. Sími 11475 Skipuleggjum ferðir skauta ó milli. Forseðlar með Flugfél. ísl. og Loítleiðum. Við fundarstjóraborðið í Samkomuhúsinu á Akureyri á aðalfundi KEA, þar sem m. a. var minnzt 80 ára afmælis félagsins. Frá vinstri: Kristinn Sigmundsson, Björn Jóhannsson, Sigurður O. Björnsson, Jón Jónsson, allt stjórnarnefndarmenn KEA, þá Jakob Frímannsson framkvæmdastjóri, Brynjólfur Sveinsson stjórnarformaður, sendimaður með blómakörfu, Gísli Konráðsson fundar stjóri, Stefán Halldórsson fundarstjóri, Angantýr Jóhannsson og Árni Kristjánsson fundarritarar og Baldur Hall- dórsson aðalritari. (Ljósmynd: E. D.) Vörusala KEA yfir 800 milljónir króna Eigin fjármunamyndun og stofn- sjóðsaukning standa undir fjárfest- ingu félagsins síðastliðið ár AÐALFUNDUR Kaupfélags Eyfirðinga hófst árdegis á mánudag- inn í Samkomuhúsinu á Akureyri. Tala fulltrúa frá 24 íélags- deildum var 195 og fundarsókn mjög góð. Auk þess var mætt stjóm og framkvæmdastjóri og allmargir gestir. Fundarsalurinn var skreyttur í tilefni af 80 ára afmæli félagsins sem er um þess- i'r mundir. Brynjólfur Sveinsson, for- maður stjórnarnefndar KE-A, setti fundinn og bauð gesti vel- komna. Síðar minntist hann 80 ára afmælis Kaupfélags Eyfirð inga, og er ræða hans birt á öðrum stað í blaðinu. Einnig minntist hann látinna staifs- manna, sérstaklega þeirra Tryggva Jónssonar og Jóhanns O. Haraldssonar. Kjörbréf fulltrúa voru at- huguð og fögur blómakarfa frá útibúi Landsbankans á Akur- eyri var þökkuð með lófataki. Fundarstjórar voru kjörnir Gísli Konráðsson og Stefán Halldórsson en fundarritarar Angantýr Jóhannsson og Árni Kristjánsson. Formaður flutti skýrslu stjórn ar og framkvæmdastjóra. Jakob Frímannsson, fram- kvæmdastjóri, flutti síðan sína starfsskýrslu og skýi'ði reikn- Fyrsti fundur nýju bæjarstjórnarinnar: FRAMSÓKNARMENN KJÖRNIR FORSETAR BÆJARSTJÓRNAR Magnús E. Guðjónsson bæjarstjóri áfram FYRSTI fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar á Akureyri hófst síðdegis í gær. Jakob Frímannsson var kos- inn forseti bæjarstjórnar með 6 atkv., fyrsti varaforseti Stefán Sýning á Laugalandi SÝNING á handavinnu nem- enda í Húsmæðraskólanum á Laugalandi, verður sunnudag- inn 12. júní kl. 13—22. Skólan- um vcrður slitið miðvikudaginn 15. júní kl. 13.30. □ Reykjalín með 6 atkv. og annar varaforseti Arnþór Þorsteins- son með 5 atkv. Magnús E. Guðjónsson var kosinn bæjarstjóri með 9 atkv. í bæjarráð voru kjörnir þess- ir menn: Jakob Frímannsson, Sigurður ÓIi Brynjólfsson, Jón G. Sólnes, Bragi Sigurjónsson og Ingólfur Árnason. Frá þessum fyrsta fundi bæj- arstjórnar munu ýmsir hafa átt von stórra tíðinda og sögulegra, svo sem um nýjan bæjarstjóm- armeirihluta, jafnvel nýjan bæj arstjóra, auk þeirra breytinga, sem urðu í sætum forsetanna. En á þessum fundi kom fram merk tillaga um gerð fram- kvæmdaáætlunar fyrir Akur- eyri, sem síðar markar e. t. v. tímamót, ef vel verður að unnið. Um þá áætlun kynni að skapast sá „ábyrgur meirihluti“ í bæjar stjórn, sem ýmsir munu nú sakna. En það, sem nú hefur skeð í bæjarstjórn, bendir til þess, að Framsóknarmönnum sé bezt treyst til forgöngu og munu þeir ekki bregðast því trausti. Á öðrum stað í blaðinu er birt tillaga sú, sem hér um geíur. □ inga félagsins fyrir síðasta ár. Heildarvörusala KEA hafði á árinu 1965 aukizt um 13,1% og nam alls rúmlega 800 milljónum •króna. Er þá meðtalin öll vöru- sala félagsins á Akureyri og í útibúum við fjörðinn, ásamt sölu ýmissa eigin fyrirtækja, umboðssala ýmissa vara, sala afurða svo sem mjólkursamlags og sláturhúss, sömuleiðis hrað- frystihúsanna og annarra sjáv- arafurða. Fjárfesting var mikil á árinu, sagði framkvæmdastjórinn. Hraðfrystihúsið í Hrísey var að nokkru endurbyggt og endur- nýjaður vélakostur þess. Haldið var áfram framkvæmdum við kjötvinnslustöðina nýju á Odd- eyri og mun kjötvinnsla hefjast þar á þessu vori. Hafnar voru byggingaframkvæmdir við nýja mjólkurvinnslustöð nálægt Lundi og á þessu ári verður kjallari gerður fokheldur en frekari framkvæmdum frestað fyrst um sinn. Endurbætur voru gerðar á riokkrum sölu- búðum félagsins og skrifstofu- húsnæði í Hafnarstræti 91 og 93 stækkað. 'Afskriftir af fasteignum, inn- réttingum og vélum námu alls 12 millj. kr. Heildar rekstursafgangur varð 6,5 millj. kr. auk afskrift- anna. Reynt var, sagði Jakob Frímannsson ennfremur, að draga úr vörubirgðum erlendra vara. Þó var, vegna harðinda og ísa vorið 1965 legið með miklar fóðurbirgðir til tryggingar bú- stofni bænda. Dregið verður nú úr öllum (Framhald á blaðsíðu 5). Jakob Frímannsson flytur ársskýrslu sína. (Ljósmynd: E. D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.