Dagur - 08.06.1966, Blaðsíða 8
8
SMÁTT OG STÓRT
Gisli- og kvikmyndahúsið Varðborg á Akureyri, eins og það er íyrirhugað.
Fyrsta skóflustungan að nýbygg-
ingu við Varðborg
Gisti- og veitingarúm aukið, síðan byggður
nýr salur til kvikmyndasýninga
A S13NNUDAGINN átlu fréita
xnenn kost á að kynna sér fyrir
, hugaðar framkvæmdir hjá
I.O.G.T. hér á Akureyri, en þá
haíði framkvæmdaráð stúkn-
anna fund með blaðamönnum í
veitingastofu sinni í Varðborg.
* Arnfinnur Arnfinnsson stjórn
©rforma'ður fulltrúa- eða fram-
kvæmdaráðs I.O.G.T. bauð
gesti velkomna en Stefán Ág.
Kristjánsson flutti síðan ræðu
óg skýrði fyrirhugaðar fram-
kvæmdir reglunnar, sem nú
eru að hefjast við Varðborg.
Byggð verður viðbót sunnan við
aðaibygginguna, á tveim hæð-
um. Verða þar 8 gistiherbergi
Og veitingarúm niðri. Bindindis
mannahótelið Varðborg rúmar
þá 60 næturgesti og veitinga-
stofan allt að 100 manns. Þessi
framkvæmd er nú að hefjast og
er verktakinn Hagi h.f. Næsti
áfangi verður svo að byggja
forsal einn mikinn og síðast 400
sæta bíósal.
Ræðumaður lýsti þessu svo
nánar, kvað gistihúsarekstur
ekki arðvænlegan að vetrinum,
en Varðborg yrði næsta vetur
bústaður nemenda MA eins og
si. vetur og væri það báðum
stofnunum hagkvæmt, einnig
sagði hann frá því, að skrifstofu
húsnæði, er Sjúkrasamlagið
áður hafði til afnota, yrði nú í
vetur leigt reglunni og ætlað til
æskulýðsstarfa.
Stefán Ág. Kristjánsson tal-
aði djarfiega og af skilningi um
áfengisvandamálin og starf
SVAVAR GUÐNASON SÝNÍR
HINN kunni listamaður, Svav-
ar Guðnason, opnaði í gær sýn
ingu í húsakynnum Bólstraðra
húsgagna h.f. í Amarohúsinu
2. hæð. Þar eru 14 vatnslita-
myndir frá ýmsum tímum, er
að nokkru skýra listþróun höf-
undar.
„Við tvímennum þama með
húsgögn og málverk“, sagði
Svavar í gær, er blaðið hitti
hann sem snöggvast að máli og
bætti því við, að frá sinni hendi
væri sýning þessi þakklætis-
vottur til fjölda kunningja hans
hér í bæ.
Akureyringar munu fagna
því, að eiga kost á þessari sýn-
ingu listaverka, enda í „lista-
verkahungri“ ef svo má segja.
Svavar Guðnason hefur ekki
sýnt verk sín hér áður. □
■■•ýX
Stefán Ág. Kristjánsson mælti
nokkur orð á grunni nýbygg-
ingar templara og tók fyrstu
skóflustunguna. (Ljósm: E. D.)
bindindismanna hins vegar,
sagði ástandið versnandi í
áfengismálum og þörf nýrra
átaka almennings til varnar,
hér hefði vagga reglunnar stað-
ið og margar hugsjónir fæðzt,
hugsjónir þessar væru enn afl-
gjafi þeirra, sem að heilindum
vildu vinna fyrir aðra á vett-
vangi bindindismála.
Að lokinni ræðu Stefáns Ág.
Kristjánssonar og að lokinni
(Framhald á blaðsíðu 5).
OTTASLEGNIR MENN
Alþýðuflokksmenn vöknuðu
við þann vonda draum, eftir
kosningar, að bæjarstjóri kaup
staðarins væri í bráðum háska,
eða flokkur þeirra ef þeir töp-
uðu honum úr bæjarstjórasæt-
inu. Um þetta vitnar síðasti Al-
þýðumaður og upphefur vitna-
leiðslur honum til stuðnings. Að
öðru leyti eru skrif blaðsins um
þetta efni fremur brosleg og
bera ekki þess vott, að ritstjór-
inn eða viðmælendur hans hafi
íylgzt með þróun mála eftir
kosningar — sýnist jafnvel
vatnið farið að renna móti
brekkunni.
ALLUR VINDUR HORFINN
Sjálfstæðismönnum er nú þorr
inn allur sá vindur, sem flokki
þeirra fylgir jafnan um kosn-
ingar, enda töpuðu þeir fylgi
misstu t. d. bæði sökku og beitu
hér á Akureyri. Þeir skipuðu
lista sinn ekki sigurstranglega
hér í bæ og treystu ólieppnum
utanbæjarmönnum fyrir blaði
sínu og áróðursvinnu, enda
brást þeim fylgið og eru miður
sín. f blaði þeirra virðist engin
vonarglæta.
ÞORSKUR Á STÖNG
Fyrr í sumar veiddu 3 menn
um 1000 pund af vænum þorski
á stöng á 5 klst. hér skammt úti
á firðinum. Þorskurinn þykir
nú vera orðinn dálítið „snobb-
aður“ á stundum. En þetta var
óneitanlega góð veiði.
MISHEPPNAÐUR
BÚSKAPUR
Það þykir hrakleg útkoma hjá
bændum þegar viðkoma búpen
ingsins misferst á vori, hvað þá
ef eitthvað ferst af stofninum
líka. 1 framhaldi af þessu segir
Þjóðólfur:
„Nú hefur þannig farið hjá
Sjálfstæðisflokknum í Reykja-
vik við síðustu bæjarstjómar-
kosningar, að hann hefur ekki
aðeins misst alla viðkomuna (þ.
e. fjölgun kjóscndanna), held-
ur og einnig nokkuð af stofn-
inum.
Hvernig geta svo forystu-
menn flokksins, húsbændurnir
á heimilinu, státað af því að
„það hafi náðst, sem að var
stefnt“? Samanber ummæli
borgarstjórans í Reykjavík. Ef
þetta er stefnan, er stutt í ver-
ganginn.
i B-LISTA !
" SKEMMTUN ’
I
&
I
Svavar Guðnason,
listmálari.
verður að HÓTEL KEA laugardaginn 11. júní kl.
9 e. h. — Allt starfsfólk og stuðningsfólk B-listans
í bæjarstjórnarkosningunum velkomið meðan hús-
rúm leyfir. — Aðgöngumiðar afhentir á skrifstofu
ý Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 95, n.k. fimmtu-
T dag, 9. júní, kl. 8—10 e. h. — Skemmtiatriði aug-
| lýst síðar.
I
t
1
I
t
í
t
t
í
|
LOGREGLAN OG
RIGNINGIN
Það er að verða föst venja í ná-
grannasveitum höfuðborgarinn
ar, að ungt fólk þaðan fari hóp-
um saman í nágrannasveitir
borgarinnar um hvítasunnuhelg
ina til að ærslast. Mörg hundr-
uð ungmenni söfnuðust að
þessu sinni að Laugarvatni.
Rigningin og lögreglan hjálp-
uðust við að hrekja fólkið
burtu. Mikil ölvun var þarna og
áttu margir vesalingar ömur-
legustu vist á hinum fagra stað.
Á sumum öðrum stöðum, svo
sem í Borgarfirði, var viðbún-
aður hafður til varnar þessari
liöfuðborgarplágu.
SUÐURGÖNGUR
Nýlega fóru tveir hópar manna
og kvenna frá Akureyri til
Reykjavíkur. í öðrum hópnum
voru knattspyrnumenn, sem
háðu sinn fyrsta kappleik í I.
deildarkeppninni og léku við
Reykjavíkurmeistarana Þrótt.
Jafntefli varð, en öllum kemur
saman um yfirburði okkar
manna í þessum fyrsta leik.
í hinum hópnum fóru karlar
og konur á vegum Leikfélags
ins og sýndu Bæinn okkar, sjón
leik, er hér var sýndur áður
við góðan orðstír. Aðsókn var
góð og leiknum vel tekið syðra.
SKIPIN OG HAFNAR-
MANNVIRKIN
Fyrir nokkrum dögum sigldi
Fjallfoss hér inn á Pollinn, fær
andi hendi og velkominn. En er
hann lagðist að Torfunefs-
hryggju gerði hann það svo
gróflega, að bryggjukanturinn
skemmdist verulega. Logn var
á. Of oft verða bæjarbúar vitni
að því, að skipum er svo klaufa
lega lagt að hafnarmannvirkj-
um, að skemmdir hljótast af.
Sumir furða sig á slíkri sjó-
mennsku.
HART EÐA MJÚKT?
Tunglið er eins og malbik,
segja vísindamenn, sem skoðað
hafa myndir frá Surveyor —
eldflaug Bandaríkjamanna, er
þar lenti. Þegar Luna hin
rússneska lenti þar fyrr á ár-
inu var það mjúkt eins og’
hveitibingur!
HENGDU FJÓRA RÁÐ-
HERRA
Það var mikil hátíð í höfuðborg
Kongó, þegar hengdir voru á
stóru torgi Iiöfuðborgarinnar
fjórir fyrrverandi ráðherrar
landsins. Enda fyrirskipaður
frídagur og til þess mælzt, að
borgarbúar væru sem flestir
viðstaddir. Er athöfnin íór fram
trylltist lýðurinn og konur og
böm tróðust undir.
NÝJAR LANDBÚNAÐAR-
VERKSMIÐJUR
Ein er sú búgrein á íslandi, sem
sjaldan er nefnd á nafn, en
kann að eiga mikla vaxtarmögu
leika, en það er heymjöls- eða
(Framhald á blaðsíðu 7.)