Dagur - 24.09.1966, Qupperneq 7
7
- Viðfðl við búnððarmálasfjóra
(Framhald af blaðsíðu 1).
auð í fyrravetur og frost gekk
dýpst í jörðu. Svo var vorið
kalt svo jarðargróður var seinn
til vaxtar og þrif búfjár miður
en skyldi. Á túnræktuðum mýr
um kom áburður víða að litlu
gagni. Enn er klaki í lágsveit-
um á Suðvesturlandi. Háar-
spretta varð óvíða meiri en til
kúabeitar og naumlega það.
Kartöfluuppskeran er víðast
hvar á landinu mjög lítil.
Heyfengurinn er svo rýr um
land allt, að mjög lítið er falt
og verðið mun.hærra en í fyrra.
Það skyldi enginn treysta því,
að geta keypt hey á næstu út-
mánuðum að þessu sinni. Þetta
skyldu allir búfjáreigendur
hafa í huga nú, og haga ásetn-
ingi samkvæmt því, hvaða bú-
grein sem um ræðir.
Sýnilegt er, að bændur verða
að fækka á fóðrunum í haust.
Ég vil leggja áherzlu á, hvar
sem er á landinu, að menn setji
vel á. Hver og einn verður að
sjá sér farborða. Fóðurforðinn
einn verður að ráða því, hvað
sett er á vetur nú í haust.
Ástæðulaust er fyrir bændur
að fækka kúm sínum vegna
„smjörfjallsins" í stórum stil.
En þegar þarf að fækka á ann-
að borð, er sjálfsagt að ganga
heldur á kúastofninn en fjár-
stofninn, með því að lóga göll—
uðum kúm og lélegum. Gæta
þarf hófs í að gera of stórar
byltingar í búskapnum.
Síðasta vetur var fleira fé á
fóðrum hér á landi en nokkru
sinni áður, eða nokkuð yfir 800
þús. fjár. Margt vár tvílembt í
vor og um 17—1800 þús. fjár á
fjalli í sumar. Sláturfé á Suður-
og Vesturlandi er mun rýrara
en í fyrra og ber mikið á mjög
lélegum lömbum. Austanlands
munu dilkar sæmilega vænir,
fremur rýrir á austanverðu
Norðurlandi, en sæmilegir á
Norður- og Norðvesturlandi.
Jarðklaki og kuldi kom harð-
ar niður á erlendum grasteg-
undum túnanna, en innlendu
tegundunum.
Að síðustu, og það vil ég und
irstrika: Látið fóðurmagnið
ráða ásetningi, segir búnaðar-
málastjórinn að lokum og þakk
ar blaðið upplýsingar hans og
heiiræði. □
- Kartöfluuppskeran
brást
(Framhald af blaðsíðu 1)
um stöðum en algengast var og
iengdist þar sprettutíminn
nokkuð.
Margir bændur við Eyjafjörð
tapa nú tilfinngnlega á kartöflu
ræktinni. En í heild mun kart-
öfluuppskeran á landinu öllu
naumast helmingur af því, sem
hún var á sl. ári. Margt ber til,
en þó einkum þetta: Það voraði
seint og klaki var lengi í jörð
svo að óvíða var unnt að setja
niður kartöflur nægilega
snemma, sumarið var kalt og
næturfrost komu snemma. □
BókmenntaviðburSur
í gær kom út ný ljóða-
bók eftir þjóðskáldið
Davíð Stefónsson frá
Fagraskógi, sem heitir
SÍÐUSTU LJÓÐ.
En handrit að bók-
inni fannst að skáldinu
látnu og hafa Ijóð þessi,
alls f45 að tölu, ekki
birzt fyrr á prenti.
Þetta er stór bók, 308
blaðsíður og prentuð á
góðan pappír. Hún er
bundin í fallegt band.
KOMIÐ SEM FYRST OG TRYGGIÐ YÐUR
EINTAK.
BÓKAVERZLUNIN EDDA
SKIPAGATA 2 . SÍMI 1-13-34 . AKUREYRI
VERZLUNAR- 0G SKRIFSTOFUFÓLK . AKUREYRI
Félagsfundur
verður í Alþýðuliúsinu mánudaginn 20. sept. íkl. 20,30.
Fundarelni:
Kosnir 3 aðalfulltrúar og 3 varaíulltrúar á
30. þing ASÍ.
Stjómin.
Vogmeyjar rekur við
Eyjafjörð
NÁTTÚRUGRIPASAFNINU
hafa í sumar borizt nokkrar fyr
irspurnir vegna einkennilegra
fiska, sem rekið hefur, í ná-
grenni Akureyrar og víðar í
firðinum.
Eftir lýsingum að dæma, hef
ur hér oftast verið um að ræða
fisk, sem gengur undir nafninu
vogmeri eða vogmær en á fræði
máli kallast Trachypterus
arcticus.
Fiskurinn er auðþekktur á
löguninni, sem er h'k hnífsblaði,
og htunum; silfurgljáandi búk-
ur og rauðir uggar. Auk þess
eru augun mjög stór.
Heimkynni vogmeyjarinnar
eru hin dimmu djúp í hafinu
milli Noregs og íslands, eri
straumar virðast geta borið
hana upp á grunnin, og jafnvel
inn í firði, eins og hér eru dæmi
um. Verður hún þá ósjálfbjarga,
og endar venjulega líf sitt með
því að hana rekur uþp á ein-
hverja fjöruna.
Vogmærin getur ekki talizt
vera mjög sjaldgæfur fiskur
hér við land, enda mörg dæmi
um að hana hafi rekið, jafnvel
í stórum stíl. Árið 1912 rak t. d.
10—20 fiska á Dalvík og ná-
grenni.
Heldur þótti vogmeyjareki
fyrir illum tíðindum, hér fyrr
á árum. □
TVÖ HERBERGI
helzt -samliggjandi,
ÓSKAST TIL LEIGU.
Uppl. í síma 1-24-52
Menntaskólanemi óskar
eftir herbergi til leigu.
Ujiplýs. í sírna 4-12-32
Kópavogi.
SVEFNSÓFI til sölu í
Brekkugötu 19,
neðstti hæð.
Til sölu: Hoover þvotta-
vél, með handvindu.
Uppl. í síma 1-28-84.
Til sölu úr Opel ’55:
Mótor, gírkassi, drif o. fl.
Einnig Pedegree barna-
vagn.
Uppl. í síma 2-11-62.
Til sölu: Barnavagn,
barnakerra og páfagauk-
ur í búri.
Uppl. í síma 1-28-58.
Notað uppsláttartimbur
til sölu. Selst mjög ódýrt.
Steindór Kr. Jónsson
Sími 1-15-05
HULD ga 59669287 — IV-V
Fjárhst.
HJÓNAEFNI. Nú nýlega hafa
kunngjört heitbindirigu sína
ungfrú Dýrleif Bjarnadóttir
píanóleikari, og Örn Ingi
Gíslason bankastarfsmaður.
HARPA heldur bazar sunnu-
daginn 2. okt. kl. 4 í Geisla-
götu 5. Félagskonur vinsam-
legast skilið munum sem
fyrst. Nefndin.
GOLFKLÚBBUR Akureyrar.
Keppni um Stigabikarinn á
laugardaginrt 24. Vept. k-lj 1.30
eftir hád. Kappleikjanefnd.
GUÐSÞJÓNUSTUR í Grundar
þingaprestakalli. Kaupangi,
sunnudaginn 2. okt. n. k. kl.
2 e. h. Munkaþverá, sunnu-
daginn 9. okt. kl.’ 1.30 e. h.
PRESTKOSNING í Hríseyjar-
prestakalli. Prestkosning fer
fram í Hríséyjarprestakalli
sunnudaginn 2 okt. n. k. Um-
sækjandi er einn, séra Kári
Valsson. Kjörfundir Jiefjast
kl. 1 eftir hádegi og verðúr
kosið í sóknarkirkjunum.
DÝRALÆKNAVAKT næstu
helgi, kvöld og næturvakt
næstu viku hefur Ágúst Þor-
leifsson, sími 11563.
TAPAÐ
GULLRHINGUR
merktur „Eirílkur" tapað-
ist s.l. miðvikudag. Skilist
á afgreiðslu Dags.
NÝSKOÐAÐUR
FORD JUNIOR
árgerð 1941, til sölu.
Sími 1-15-12.
QPEL REKORD, A 505,
TIL SÖLU.
Rambler-umboðið.
Sími 2-13-44.
OPEL REKORD.
Til sölu er Oper Rekord,
árg. 1955, með nýjum
mótor.
Uppl. í síma 1-20-24.
TIL SÖLU
OPEL KADET, árgerð
1963. Ekinn aðeins 13
þús. km.
Upplýsingar í Timbur-
afgreiðslu KEA.
RANDVER JÓHANNESSSON
fyrrum bóndi í Hleiðargarði
í Eyjafirði, nú á Dvergsstöð-
um, varð sjötugur 22. sept. sl.
MINNINGARSPJÖLD kvenfé-
lagsins Hlífar. Öllum ágóða
varið til fegrunar við bama-
heimilið Pálmholt. Spjöldin
fást í bókabúð Jóhanns Valde
marssonar og hjá Laufeyju
Sigurðardóttur Hliðargötu 3.
MINNINGARSJÓÐUR Jakobs
Jakobssonar. — Minningar-
spjöld fást í Verzluninni Ás-
byrgi h.f., og Bókaverzlun
Jóhanns Valdimarssonar.
MINNINGARSPJÖLD Hjarta-
og æðasjúkdómsvarnarfélags-
ins fást í öllum bókabúðum
bæjarins.
MINNINGARSPJÖLD Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akur-
eyri fást í Bókaverzlun Jó-
hanns Valdimarssonar og á
skrifstofu sjúkrahússins.
MINNINGARSPJÖLD Minn-
ingarsjóðs Guðmundar Dags-
sonar fást í Kristneshæli og
á Akureyri í Bókaverzlun
Jóhanns Valdimarssonar og
hjá Jórunni Ólafsdóttur
Brekkugötu 19.
MINNINGARSPJÖLD Styrkt-
arfélags vangefinna fást í
Bókabúð Jóhanns Valdemars
sonar og í Verzluninni Fögru
hlíð í Glerárhverfi.
HKEPPTI SÝNING-
ARLAMPA
HÉR í blaðinu var áður sagt frá
konu frá Akureyri, sem hlaut
hálsmen í verðlaunagetraun á
iðnsýningunni í Reykjavík, sem
■ lauk sl. sunnudag. Á sýningunni
hlaut önnur kona frá Akureyri
happdrættisvinning næstsíðasta
sýningardag, sýningarlampa frá
Stálumboðinu. Sú heppna var
frú Sigriður Ingimarsdót’tir
Víðimýri 9, og lampinn hinn
ágætasti gripur. □
REGLULEGT
„TRYLLITÆKI“
HÉR á Akureyri var nýlega
sýnd kvikmynd af loftpúðabíl
, — þ. e. farartæki, sem fer jafnt
á landi og sjó. En slík tæki eru
í notkun á vötnum og fljótum á
nokkrum stöðum úti í heimi.
Allt upp í 500 farþega trylli-
tæki af þessari gerð, er nú verið
að undirbúa smíði á.
Vélsmiðja Njarðvíkur kynnti
hið nýja farartæki og hefur
fengið söluumboð fyrir þau frá
British Hovercraft Co. Ltd. Q
ÓVENJU MIKIÐ ÚRVAL AF
HAUST- OG VETRARKÁPUM
DRÖGTUM OG JÖKKUM
ÚR ULL OG GERVI-RÚSKINNI
NÝ FJÖLBREYTT SENDING AF
KJÓLUM
Á MÁNUDAG
VERZLUN BERNHARÐS LAXDAL