Dagur - 02.11.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 02.11.1966, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarniaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar li.f. Röng stefna FLESTIR sæmilega greindir menn, sem ekki eru haldnir pólitískri blindu og íylgzt hafa með þróun efnahagsmála hér á landi síðustu ár- in, eru sammála um eftirfarandi: Fylgt hefur verið rangri og löngu úr- eltri efnahagsstefnu, sem núverandi ríkisstjóm nefndi viðreisn og boðaði sem sitt fagnaðarerindi í upphafi stjómartímabils síns. Fyrsta boðorðið var stöðvun verð- bólgunnar, enda forsenda þess að einhver „stefna“ eða áætlunargerð fengi staðizt, að verðbólgan væri föstum tökum tekin. En verðbólgan hefur leikið lausum liala allan tím- ann, vaxið og sýkt allt efnahagskerf- ið meira en nokkuð annað. Verð- bólguþróunin er svo ör, að sumir þættir fjárlagafmmvarpsins urðu úr- eltir á meðan það var prentað. Við- reisnarstefnan var dæmd til fullkom-, ins ófarnaðar eftir að verðbólgu- draugurinn settist við stýrið. Landinu virðist nú stjórnað með hag vissra einkaaðila fyrir augum, ef um stjórn væri að ræða, þeirra, sem hafa rúman aðgang að peningastofn- unum til fjárfestingar og margskonar brasks, en á sama tíma býr almenn- ingur við lánsfjárkreppu, vaxtaokur og vinnuþrælkun. Verst af öllu er þó óvissan um framtíðina og sú siðferði- lega upplausn í viðskipta- og pen- ingamálum, er hún hefur skapað. Það er til marks um hin stórkost- legu mistök stjómarvalda í þessu landi, að iðnaður landsmanna dregst saman og sumra iðngreina virðist ekkert bíða nema uppgjöf, en ýmsar hafa þegar gefizt upp. Bátaútvegur- inn er í raun og veru á ríkisfram- færi, togaraútgerðin að leggjast nið- ur, bændastéttin í málaferlum við Iandbúnaðarráðherra á þessu tíma- bili vegna megnrar óánægju, frysti- húsin að stöðvast, vöruskiptajöfnuð- urinn við útlönd óhagstæður um 937 milljónir króna, það sem af er árinu, skuldaaukning við útlönd méiri en sem vexti gjaldeyrisvarasjóðsins nem- ur og síðast en ekki sízt: Hækkun fjárlaganna á einu ári meiri en öll fjárlagaupphæðin var fyrir valda- töku þessarar ríkisstjómar. Allt þetta gerist á sama tíma og hvert aflagóðærið öðru betra hefur fært þjóðarbúinu meiri tekjur en dæmi eru um áður, enda hækkandi verðlag á afurðum erlendis fram til síðustu mánaða. Hið mikla og sam- fellda góðæri hefur í raun og vem bmnnið upp í eldi verðbólgunnar að veralegu leyti. Til skóla, sjúkrahúsa, hafna og vega fer nú minna magn af opinberu fé hlutfallslega en áður, (Framhald á blaðsíðu 2.) Fjöldi trillubáta bíður þess að fiskur gangi á miðin. Sauðárkrókur (Framhald af blaðsíðu 8). það hvað unnizt getur með at- orku og góðri samvinnu. Ræður þeirra frú Sigríðar Thorlacius og Olafs Jóhannes- sonar alþingismanns voru báð- ar mjög athyglisverðar og í þeim þungir áfellisdómar á nú- verandi stjórnarstefnu. Samferðafólk mitt hafði orð á því, hve margt vaeri af mynd- arlegu og mannvænlegu, ungu fólki saman komið í Bifröst þetta kvöld og mun það rétt vera. Hitt er alkunna, að Skag- firðingar skemmta sér hjartan- lega, og ganga frjálslegir til gleðimóta og dansa manna mest. Þeir eru söngmenn mikl- ir, enda Skagafjörður ríki hinna miklu tenóra. En ég fór að hitta menn að máli þegar aðrir stigu dansinn, leita frétta á sviðum atvinnu- lífs, menningar- og félagsmála, og næsta morgun tók ég nokkr- ar meðfylgjandi myndir af einu og öðru, sem fyrir auga bar. Sauðárkrókur, höfuðstaður hins víða og fagra héraðs, Skagafjarðar, varð sérstakur kaupstaður árið 1947 og telur nú nær 1400 íbúa. En fyrsta íbúðarhúsið byggði Árni Eiríks son smiður árið 1871 og settist þar að. Það hús stendur undir snarbrattri brekku, skammt frá sjó, þar sem síðar varð sú byggð, er nú blasir við. En land kaupstaðarins liggur á milli Héraðsvatna og Gönguskarðsár og að löndum Sjávarborgar og Áshildarholts. Vegir liggja til ýmissa átta á landi til Sauðárkróks og frá, og rétt við kaupstaðinn er flug- völlur, og við sjóinn er mikill hafnargarður svo að samgöng- ur við staðinn eru greiðar og miklar. Þegar ekið er um götur Sauð árkróks blasa einkennisstafim- ir K. S. víða við. Kaupfélag Skagfirðinga er umsvifamesta fyrirtæki staðarins og traust- asta félag fólksins í bæ og sveit um, sem þar hefur enn upp ris- ið, á sviði viðskipta- og atvinnu lífsins. Lítum nú nánar á það. Kaupfélag Skagfirðinga var stofnað árið 1889, fyrst sem pöntunarfélag og átti það lengi erfitt uppdráttar. En árið 1918 varð breyting þar á með nýju skipulagi og séra Sigfúsi Jóns- syni á Mælifelli, sem þá tók við framkvæmdastjórnarstörf- um. En aðrir kaupfélagsstjórar síðan eru þessir: Sigurður Þórð arson, sem tók við af séra Sig- fúsi 1937 og var kaupfélags- stjóri til 1946. En þá tók við Sveinn Guðmundsson, sem þar ræður enn ríkjum. Kaupfélagið hefur margskonar starfsemi, þótt verzlunin skipi öndvegið. Fulltrúi kaupfélagsstjóra er Helgi Rafn en gjaldkeri Gutt- ormur Óskarsson. Nýlenduvöru deild stjórnar Jón Björnsson, vefnaðarvörudeild Tómas Hall- grímsson, byggingavörudeild stjórnar Magnús Sigurjónsson og kjörbúð Sveinn Guðmunds- son. Brynjar Pálsson stjórnar véladeild og Magnús Sigurjóns son trésmíðaverkstæði. Friðvin G. Þorsteinsson stjórnar slátur- og frystihúsi og Sólberg Þor- steinsson er mjólkursamlags- stjóri. Fiskiðju Sauðárkróks h.f. stjórnar Marteinn Friðriksson. Fastráðið starfsfólk kaupfélags ins er um 100 manns en auk þess er fjöldi fólks lausráðið t. d. 126 manns í sláturtíð. Fé- lagsmenn í K. S. eru um 1300 talsins í 10 félagsdeildum. Mikil og nýleg kjörbúðarbygging vek ur sérstaka eftirtekt. Þar stend ur í hlaði hestasteinn með kop- arhring, frá Utanverðunesi, nyrst í Hegranesi. Sunnarlega í kaupstaðnum, í nýju hverfi, stendur nýbyggð kjörbúð K. S., sem einhvem næsta dag verð- ur opnuð. Kaupfélagið hefur í byggingu útibú í Varmahlíð, mikið hús, sem væntanlega verður tekið í notkun á næsta vori. En á Sauðárkróki eru einnig margar verzlanir kaupmanna, flestar eða allar fremur litlar, en sýna þó, að margir verzla þar við kaupmenn. Fer jafnan bezt á því, að hin ólíku við- skiptaform keppi um viðskiptin á hverjum stað. Bæði er það verzlun samvinnumanna og kaupmanna holt og með því móti hefur fólkið hið frjálsa og eftirsótta val og verzlunarfrelsi. Á síðari árum hefur mikið borið á Verzlunarfélagi Skag- firðinga, sem ýmis öfl, andstæð samvinnustefnunni, stofnuðu *fyrir 1930. En þetta félag vesl- aðist upp eftir nokkur ár. Síðar var það endurvakið og var til húsa á sama stað. En það dó líka og með miklum harmkvæl um og skuldatöpurrt. Angi af því lifir þó ennþá og heitir Sláturfélag Skagfirðinga. Iðnaður er töluverður á Sauð árkróki, einkum í margskonar trésmíði og húsagerð. Af tré- smíðaverkstæðum eru tvö lang stærst, Borg h.f., framkvæmda stjóri Stefán Guðmundsson og Trésmiðjan Hlynur h.f., fram- kvæmdastjóri Bragi Jósafats- son. Þá er plastiðnaðurinn eftir tektarverður, en eigandi plast- verksmiðjunnar er Stefán Guð mundsson. Saumastofa Helga Shevings er starfrækt á Sauðár króki og verkstæði Jónasar Guðlaugssonar framleiðir ýms- ar vörur til raflagna o. fl. Þá má nefna vélaverkstæði Áka og Lykil. Sauðkræklingar eru töluverð ir búmenn og eiga fjölda fjár og margt hrossa en enga kú. Fjárhúsin eru í hverfum og hesthús rísa í hvömmum og giljum upp af kaupstaðnum. Kartöflugarðar eru í skjólgóð- um og sólríkum brekkum og gefa oft góða uppskeru. Sauðárkrókur liggur fyrir opnum flóanum og er þar brimasamt og hafnlaust frá nátt úrunnar hendi. Þar eru nú orð in mikil hafnarmannvirki. En náttúruöflin hafa aldrei viljað Elzta hús kaupstaðarins. sætta sig fullkomlega við þau. Möl og sandur berst að hafnar- garðinum og brim brýtur land framan við flugvöllin. Þrír bátar með dragnót hafa stundað veiðar að undanförnu en eru sennilega að hætta, nema framlenging fáist. Þeirra afli hefur löngum verið fremur lítill. Sex bátar byrjuðu þessar veiðar og hafa hætt smám sam- an. Segja má að bolfiskveiðin hafi nær engin verið en dálítið veiðzt af skarkola. Tveir bátar hafa róið með línu. Margir eiga trillubáta, sem ekki eru notað- ir nema þegar fiskur gengur. En afli hefur farið minnkandi síðustu árin. Fiskiðja Sauðárkróks h.f. er stöðugt starfrækt og hefur gengið sæmilega, miðað við að- stæður. Þar að styður land- búnaðurinn með sína frysti- þörf. Annað frystihús á staðn- um er lokað. Það á Guðmund- ur Þórðarson. Það hefur á ýmsu gengið með rekstur hins lokaða frystihúss, svipað og hjá fésýslumönnum við verzlunina. Sú starfsemi er kennd við íhaldið og þá menn, sem lifa í gamalli trú á kenningar þess. En kollsteypurnar endurtaka sig harkalega, þótt margir séu of seinir að draga af þeim rétt- ar ályktanir. Á Sauðárkróki er útibú Bún- aðarbankans og stórt útibú þess banka í smíðum, ennfremur er þar útibú Samvinnúbankans. Kirkja stendur í miðjum kaup- staðnum og er séra Þórir Step- hensen sóknarpresturinn. Sýslu maður og bæjarfógeti er Jó- hann Salberg Guðmundsson, bæjarstjóri Hákon Torfason og forseti bæjarstjórnar Guðjón Ingimundarson. En í bæjar- stjórn Sauðárkrókskaupstaðar eru 7 bæjarfulltrúar, 3 Fram- sóknarmenn, 2 Sjálfstæðis- menn, 1 Alþýðuflokksmaður og 1 Alþýðubandalagsmaður. Barna-, gagnfræðá- og iðn- skóli starfa, og í vetur starfar fjórði bekkur gagnfræðaskóla í fyrsta skipti. Skólastjórar í sömu röð eru: Björn Daníels- son, Friðrik Margeirsson og Jó hann Guðjónsson. Byrjað er á grunni nýs gagnfræðaskóla. Héraðssjúkrahúsið stendur hátt og er tilkomumikil bygg- ing. Sjúkrahúslæknir er Ólafur Sveinsson og héraðslæknir Frið rik J. Friðriksson. Gistihúsin Mælifell og Villa Nova taka á móti gestum. En félagsheimilið Bifröst er sameign margra fé- laga, sem nú hafa í hyggju að byggja nýtt samkomuhús og fé- lagsmálaheimili. Sauðárkrókur er hitaður með laugarvatni, sem fyrst fannst fyrir áeggjan Ólafs heitins Sig- urðssonar bónda á Hellulandi. Oftar en einu sinni hefur verið borað eftir viðbótarvatni með svo góðum ái'angri, að heita vatnið er ekki enn fullnýtt. Það verða því engin vandræði að hita upp þær 30 íbúðir, sem nú eru í smíðum. Hér hefur verið stiklað á stói-u og aðeins það nefnt, sem liggur fyrir allra augum. Aust- firðingar í sínum þröngu döl- um, myndu eflaust margir öfunda þá, sem á Sauðárkróki búa vegna víðáttunnar, ef þeir bæru saman, en þeir hugga sig við síldina um sinn. En hver staður verður að verulegu leyti eins og fólkið, sem þar býr. Þar er Sauðárkrókur engin und antekning og margt er vel um þann stað, sem vitnar um dug- legt og frjálshuga fólk. E. D. VATNSSKORTUR Blönduósi 1. nóv. Nú er að verða hörgull á vatni, enda úr- komulítið í sumar. Vatnsveitan á Blönduósi er tæp með vatn. Laxá á Ásum er mjög vatnslítil og framleiðir því rafmagn með minna móti. Ef svo heldur sem horfir þarf að grípa til díesel- varastöðvar, sem byggð var í fyrra. Ó. S. Kjörbúðir K. S. á Sauðárkróki. Sundlaug kaupstaðarins. Til vinstri eru reglulega byggð fjárhús. KRISTIAN SCHELDERUP: LEIÐIN MÍN Ásmundur Guðmundsson ís- lenzkaði. — Bókaútgáfan Fróði, Reykjavík. MAÐUR kom til mín í sumar, settist hátíðlega í stólinn hin- um megin við skrifborðið og fór að segja mér, að Biblían væri guðsorð. Ég sagði honum, að ég hefði einhvern tíma heyrt þetta fyrr, en spurði hann, hvernig hann vissi það. Það stendur í Biblíunni, sagði hann og nefndi kapitula og vers. Kvaðst hann trúa hverju orði, sem þar stæði. Þetta er gott og blessað, mað ur minn, sagði ég. En ertu þá öldungis viss um að skilja skap arann rétt, því að vafizt hefur það fyrir mörgum? Ekki kvaðst hann vera í neinum vandræð- um með það. Allt stæði þetta svart á hvítu í hinni helgu bók. En ef eitthvað væri óljóst, spyrði hann bara heilagan anda, og af honum skildist mér, að hann hefði nóg. Ég óskaði þessum ginnhelga manni til hamingju með guðs- orðið sitt, og bað hann því næst að víkja frá mér, því að ég væri syndugur maður. Hefði ég aldrei fyrr hitt mann, sem svo handgenginn væri Guði, að hann þekkti innstu hugrenning ar hans, og það án þess að kynna sér málið nema laus- lega. Því að ekki voru nema fá ár síðan maður þessi frelsaðist, en þar áður hafði hann verið syndaselur eins og við hinir. Nú hafði hann tekið þetta mikla heljarstökk með því að líta einstöku sinnum í Biblíuna sína og vissi síðan allt, sem Guð vissi, og kannske meira. Fremur er það sjaldgæft að hitta svona mikla spámenn á ís landi, en aftur á móti úir og grúir af þeim í Noregi, síðan lítt menntaður bóndi að nafni Hans Nielsen Hauge óð um landið þvert og endilangt til að vara menn við súrdegi prest- anna. Frá þeim tíma hefur þekking í guðfræði verið talin hættuleg vantrú í því landi og gekk svo langt, að „trúaðir" menn gátu ekki unað fræðslu þeirri, sem Oslóarháskóli lét í té, og stofnuðu sérstakan safn- aðarskóla, til áð uppfræða hina trúuðu í sönnum kristindómi. Dæmi um þess konar upplýs- ingu er t. d. Hallesby, sem kom ið hefur hingað til lands og naumast fundið hér frelsa? prest nema hálfan annan kot^ ungsson. Hin guðfræðilega aðfei'ð frels aðra manna er yfirleitt áþekk: F-yrst er guðfræðikerfið sett fram eins og þeir vilja hafa það samkvæmt sínum skilningi. Síð an eru úrklippur úr Ritning- unni notaðar til að fylla út í rammann ,þar sem þær eiga við. Hinu er sleppt, sem ekki passar. Stórsynd og móðgun við Guð er að gagnrýna nokkuð af því, sem postular hans halda fram. Kristindómurinn er sér- stök opinberun, sem engum nema ;„trúuðum“ er fædt að skilja. Ef farið er að efast um eitt, hrynur þá ekki annað, er þá nokkru unnt að treysta framar? Svona hugsuðu hinir trúuðu menn og þótti það höfuðnauð- syn að byrgja augun og eyrun fyrir allri þekkingu, því að hún var freisting frá hinum vonda og tók af mönnum trúna. Til eru menn, sm hafa annars konar hugmyndir og vilja fara aðrar leiðir í trúmálum. Þeir vita, að allri hugmyndafræði er áfátt og hvaða skoðun sem er stendur til bóta. Þeir telja, að aukin þekking á hvaða sviði sem er hljóti að öðru jöfnu að leiða til meira skilnings á guði, því að hann ér ekki aðeins yfir öllu heldur og í öllu. Varði því mestu að vita sannleikann í hverju máli. Allir forystumenn mannsandans hafa farið þessa leið og fyrir viðleitni þeirra hef ur miðað áfram, þó að sjálfir hafi þeir oftast verið brenni- merktir sem villutrúarmenn, Séra BENJAMIN skrifar um bækur krossfestir, brenndir eða sagað-’ ir sundur. En meistarinn sagði: Sælir eruð þér, þá er menn atyrða yður og ofsækja og tala ljúgandi allt illt um yður mín vegna. Verið glaðir og fagnið, því að laun yðar er.u mikil á himnum. Því að þannig ofsóttu þeir spámennina, sem voru á undan yður. Sá sem talinn var mestur villutrúarmaður í norsku kirkj- unni upp úr síðustu aldamótum var Johannes Ording. Þegar hann var gerður prófessor í samstæðilegri guðfræði við Há skólann í Osló, ætlaði allt af göflum að ganga, og stofnuðu þá hinir trúuðu safnaðarháskól ann, þar sem Hallesby réð ríkj- um. Johannes Ording var læri- meistari Kristian Schjelderups. Segist hann mjög hafa verið varaður við,honum, því að tal- inn hafi hann verið ímynd alls hins illa, sem frjálslynd guð- fræði mundi leiða inn í kirkj- una. En mjög reyndist hann á aðra lund, er nemandinn kynnt ist honum persónulega: „Sjálfur var hann gerólíkur þeirri mynd, sem mótazt hafði af honum í huga mér. Hann var sannarlega énginn bardagamað ur. Hann var hægur, yfirlætis- laus vísindamaður, alveg blátt áfram. Ég hygg að enginn, sem átt hefur því láni að fagna að verða vinur Jóhannesar Ording, muni geta gleymt áhrifunum frá honum. Hann var óvenju- miklum gáfum búinn, vinsæll, hámenntaður, andlega vakandi, Idur næmri kímnigáfu, ein- falclri, nærri því barnslegri guð rækni og að vissu léyti inn- fjálgri dultrú. Hann var göfug- ur og mildur andans maðui', sem aldrei, jafnvel ,í mestu raunum, sleppti trúnni á það, að hið góða sé sterkasta afl lífs- ins“. :. Þannig var maðurinn, sem Nox'ðmenn óttuðust eins og fjandann sjálfan og lokuðu kirkjum sínum fyrir. Og ég hygg að læi-isveinninn sé hon- um á mai-gan hátt líkur. Kristian Schjelderup var einn af þeim mönnum, sem ekki trúðu á heilagleik fávizkunnar og þröngsýninnar, og elskaði meii-a sannleikann en vegleg kirkjuleg embætti. Svo baneitr- aður var hann talinn á yngri árum, þegar hann var dósent við Oslóai'háskóla, að honum var neitað um útkjálkabrauð í Noregi, þó að hann væri eini umsækjandinn. Tilkynnti xxorska kii'kjumálaráðuneytið honum, að umsóknir frá hans hendi um önnur prestaköll yrðu heldur ekki teknar til greina, þar sem hann stæði ekki á sama játningagrundvelli og norska kii'kjan. Ekki lét Schjelderup þetta á sig fá, heldur varð það honum hvatning til að leita sannleikans af ennþá meiri bi'ennandi ástríður. Hann settist við fætur Mahatma Gandhi og ýmissa annarra indverska meistara og sótti heim Albert Schweitzei', sem meii'i var af sjálfum sér flestum öðrum kristnum mönn- um um sína daga, þó að lítt þætti hann rétt-trúaður. Oll hans ævi hefur verið pilagríms ins ganga og leit að sannleik- anum, og er þessi bók: Leiðin mín, andleg saga hans, rituð af frábærri einlægni. Schjelderup er fjarri því að vei-a nokkur einstefnumaður í guðfræði. Hann er ákaflega hógvær og víðsýnn og telur, að hver trú- málastefna kunni að hafa til síns ágætis nokkuð og geyma eitthvert brot af sannleikanum. Merkilegt er, að slíkur maður skuli þó að lokum hafa vei'ið gerður að biskupi. Þessi bók Schjelderups er ein hver bezta bók um kristindóm, sem ég hef lengi lesið. Hún er skemmtileg og vekur margar hugsanir, t. d. er kaflinn um Albert Schweitzer fi-ábær. Húil er skrifuð af hógværum og göfugum manni, sem ótrauður leitar að steini vizkunnax'. Þetta er bók, sem óhætt er að mæla með, bók fyrir hugsandi menn, bók sem ekki er aðeins tilvalin til að lesa á jólunum, heldur og hvenær sem er. Ásmundur Guðmundsson biskup hefur íslenzkað bókina af mikilli virkt. Q - MINJASAFNIÐ (Fi'amhald af blaðsíðu 1) Aðalsti-æti 58 eða Kirkjuhvoll. Til þessa hefur staðið á leyfi bæjai-yfirvalda, sem ýmist hafa leyft eða synjað beiðni safn- stjórnar. Þá hefur safnstjóm í huga að vai'ðveita hið gamla smíðahús Þorsteins á Skipalóni og gamla bæinn Hóla í Eyja- firði. Enn hafa á þessu ári borizt safnmunir, margir hinir mei'ki- legustu. Ski'áðm munir safns- ins eru 3 þúsund talsins. Samkvæmt gestabók voru gestir safnsins 2205 talsins síð- asta ái'. Konur í héraðinu hafa tekið að sér forgöngu um mannamyndasöfnun. Eigendur Minjasafns Akur- eyi-ar eru Akureyrax'bær, KEA og Eyjafjarðarsýsla. Á þeim fjórum árum, sem safnið hefur stai'fað, hefur fjárhagur þess komizt á traustan grundvöll, en. fé vantar til framkvæmda og breytinga vegna þess að safn- munir, sumir stórir og mai'gir ómetanlegir dýrgripir, berast, og fá naumast eða ekki inni, svo að þeir megi vei’ða sýning- ai'gripir í viðunandi húsnæði. Fram kom einróma áhugi á því, að safnið sinni því verk- efni sínu ótrautt, að safna mun um og varðveita þá. En jafn- framt að leita þeirra leiða til fjáröflunai', sem gerðu því fært að fást við ýrnis stærri verk- efni, en á sum var drepið hér að framan. □ *<

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.