Dagur - 19.11.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 19.11.1966, Blaðsíða 8
8 My.nd af mér, myndaðu mig sögðu bömin, er þau biðu kennslustundar. (Ljósm.: E. D.) Kirkjukórasöngmðl á Breiðumýri SMÁTT OG STÓRT SJÓÐSTOFNUN Laugum 13. nóv. í dag hélt Kirkjukórasamband Suður- Þingeyjarprófastsdæmis söng- mót að Breiðumýri. Hófst það kl. 14 með guðsþjónustu og predikaði þar séra Bolli Gústafs son í Laufási, en þátttakendur í mótinu sungu. Að lokinni guðs þjónustu sungu þrír kórar hver í sínu lagi 2—4 lög. Kirkjukór Grenjaðarstaðarsóknar, söng- stjóri Sigurður Sigurjónsson, undirleikari Friðrik Jónsson, Kirkjukór Húsavíkur, söng- stjóri Reynir Jónasson, undir- leikari frú Björg Friðriksdóttir, og sameinaður kór úr Reykja- hlíðar- og Skútustaðasóknum í Mývatnssveit, söngstjóri Jónas Helgason og séra Orn Friðriks- son og undirleikari séra Orn Friðriksson. Að því loknu sungu þessir kórar sameiginlega ásamt með öðrum kórum úr prófastsdæm inu 7 lög auk þjóðsöngsins. Auk áðurnefndra söngstjóra stjórnuðu einstökum sameigin- legum lögum séra Friðrik A. Friðriksson Hálsi, Þóroddur Jónasson Breiðumýri og Þráinn Þórisson Skútustöðum. Að söngnum loknum héldu þátttakendur að Laugum og SAMBANDSFUNDUR norð- lenzkra kvenna, sem haldinn var í ár á Löngumýri í Sgaga- firði, skoraði m. a. á mennta- málaráðuneytið að láta semja og gefa út kennslubók í háttvísi og umgengnisvenjum, og taka upp kennslu í þessum greinum í barna- og unglingaskólum. IIÍTASVEIFLUR VEÐRÁTTA liefur verið óstöð ug að undanförnu og mismunur hita og kulda mikill.frá degi til dags. Nam sá munur 26 gráðum á rúmum sólarhring á Akur- eyri í þessari viku. ' □ settust þar að ríkulegu kaffi- borði, sem konur úr Kvenfélagi Reykdæla höfðu útbúið. Skemmtu menn sér þar góða stund við veitingar, söng og ræðuhöld,. áður en heim var haldið. Færi á vegum var allgott en veðurútlit ótryggilegt og mun það hafa dregið úr aðsókn. Veðrátta hefur verið um- / hleypingasöm síðustu vikur hér sem annárs staðar. Varð raf- magnsbilun af völdum veðurs einn morgun fyrir nokkru. Um hleypingunum fylgir hins vegar það, að vegir lialdast opnir og menn geta snúið liuga að félags störfum eftir því sem haust- Á ÞRIÐJUDAGINN hurfu 5 þús. krónur í peningum úr her- bergi hér í bæ. Mál þetta er í rannsókn. Aðkomumaður, sem hér var þá, hefur verið tekinn til yfirheyrslu á öðru lands- horni, en niðurstaða ekki feng- in enn þá. Þá hafa smáárekstr- ar orðið á Akureyri undanfarna daga, en ekki meira en vant er. Hins vegar hefur ölvun verið með meira móti síðustu daga. Þarna hafa konur enn einu sinni hreyft þörfu máli. Geta má þess, að til eru á íslenzku a. m. k. tvær bækur um þetta efni, þótt ekki hafi verið not- aðar í skólum svo að kun.nugt sé: Mannasiðir eftir Jón Jalcobs son þáverandi landsbókavörð, sem mun hafa komið út fyrir hálfri öld eða svo, og Kurteisi eftir Rannveigu Schmith, sem mun hafa komið út fyrir 25—30 árum. Þessar bækur fjölluðu einkum um' timgengnisvenj ur í samkvæmum eða í sambandi við gestakoinur og mannamót ýmis konar. En fleira kemur til greina, þegar fjallað er um þessi mál. □ annir dvína. Söngfólk bjó sig undir áðurnefnt kirkjukóramót og karlakór hefur haft æfingar síðustu vikur. Karlakór Akur- eyrar sótti okkur heim eitt laug ardagskvöld síðla í október og söng á Breiðumýri við ágæta aðsókn og undirtektir. Ung- mennafélagið Efling gekkst fyr ir dansnámskeiði, er lauk fyrir hálfum mánuði með því, að yngstu nemendurnir — börn innan fermingar sýndu kunn- áttu sína. Kennari var ungfrú Jóninna Karlsdóttir danskenn- ari frá dansskóla Heiðars Ást- valdssonar. Kvenfélagskonur skutu á fundi að lokinni áður- (Framhald á blaðsíðu 4.) krónum sfoliÓ Mannlaus bíll rann af stað í gær í Ásabyggð og stöðvaðist á girðingu. Brotnaði girðingin og bíllinn skemmdist lítilsháttai'. NYTHÆSTU KÝRNAR I NÝÚTKOMNUM FREY segir frá nythæstu kúm landsins. Af 17690 kúm á skýrslum naut- griparæktarfélaganna skiluðu 445 kýr yfir 20 þús. fitueining- um árið 1964. Fer þeim kúm mjög fljölgandi, sem því ná. Afurðahæsta kýrin. 1964 var Hjálma 1, Tungu neðri í Skut- ulsfirði og mjólkaði hún 6573 kg. af 5,16% feitri mjólk. Hjálma er eyfirzk í aðra ætt. Faðir Eyfirðingur frá Melum við Akureyri. En nythæsta kýr in var Langbrók II, Þórisstöð- um á Svalbarðsströnd, mjólkaði 6738 kg. af 3,29% feitri mjólk. AKUREYRINGAR hafa haft fisk af skornum skammti að undanförnu. Stafar það bæði af ógæftum og tregum afla í nær- liggjandi verstöðvum. Talið er, að bæjarbúar þurfi, ásamt næstu sveitum, um tvö tonn af nýjum fiski á dag eða jafnvel meira. Eysteini Jónssyni alþingis- manni var margskonar sómi sýndur á sextugsafmæli hans, svo sem vert var. Meðal annars söfnuðu vinir hans peningum til þess að láta gera af honum höggmynd, sem Ríkarður Jóns son hefur tekið að sér að gera. En mun meira fé safnaðist en til þessa þarf, og ákvað Ey- steinn þá að mynda sjóð fyrir afganginn, sem nota skal til að styrkja unga menn til að kynna sér ákveðna þætti þjóðfélags- málanna og skila um þá rit- gerðum. Var hugmynd þessari og ákvörðun vel fagnað í af- mælishófi því, sem hinum sex- tuga stjórnmálaforingja var haldið að Hótel Sögu. GISTISTAÐURINN FORNI- HVAMMUR Fram hefur komið í sunnan- blöðum (Tímanum 16. nóv.) að liætta sé á, að Fomahvammi verði Iokað, sem greiðasölu- og gististað. Bóndinn þar, Gunnar Guðmundsson, hefur skýrt frá því að mikill halli væri á rekstr inum, eftir að hinir ýmsu skól- ar hafa verið gerðir að sumar- gistihúsum. Það er mikil nauð- syn og umferðaröryggi á vetrar ferðum fólks, að gestamóttöku í Fornahvammi verði haldið áfram. Það er Vegagerð ríkis- ins, sem á Fornahvamm. SURTS-AFMÆLI Hinn 14. nóvember voru þrjú ár liðin síðan Surtur byrjaði að gjósa. Og hann er enn lifandi og spýr hrauni, er rennur stöð- ugt niður hlíðar hinnar nýju eyju. Hér er um að ræða næst lengsta eldgos, sem sögur fara af á Islandi. Surtseyjargosið hef ur verið jarðfræðingum og líf- eðlisfræðingum hin mesta opin bemn. GEMINI 12 Bandaríska geimfarið Gemini 12. með tveim mönnum innan- borðs, þeim Edvvin A. Aldrin og James A. Lovell, lenti á Atlants hafi kl. hálf sjö að kveldi 15. nóvember. Geimfarið hafði þá farið 59 ferðir umhverfis hnött inn og annar geimfarinn verið utan geimfarsins í meira en tvær klukkustundir. Tilkynnt hefur verið, að Bandaríkja- menn ætli ekki að gera fleiri slíkar tilraunir fyrr en 1968. LEYFISGJÖLD AF BIFREIÐUM I framhaldi af því, sem um ræð ir í leiðara blaðsins í dag má Kjötbúð KEA hefur nú gert ráðstafanir til að fá hingað heil frysta ýsu frá Olafsvík á Snæ- fellsnesi og mun fyrsti fiskflutn ingabíllinn væntanlegur um eða eftir helgina. Er vonandi að sá fiskur verði til nokkurra úr- bóta ef framhald verður á flutn ingunum. □ benda á eftirfarandi: Á næsta ári eru leyfisgjöld af innfluttum bifreiðum áætluð ná lega 170 millj. kr. og tollar af bifreiðum og varahlutum nema miklu hærri upphæð. En allt nýbyggingafé til vega og brúa úr vegasjóði er ca. 110 millj. kr. Þessa fjárliæð mætti sennilega fjórfalda eða jafnvel fimmfalda, ef ökutækin, þ. e. vegakerfið, sem þau nota, fengju að njóta aðflutningsgjalda sinna á sama hátt og sjónvarpið. Fyrir það fé væri hægt að vinna mikið verk. Tillögur í þessa ótt hafa þegar verið Iagðar fram á Alþingi. Ráðstöfun sjónvarpstollanna og umræðumar um hana ætti að geta sannfært menn um, að þær tillögur séu eðlilegar. MAÐUR, LÍTTU ÞÉR NÆR í fyrradag gefur AlþýðUmaður inn í skyn, að það sé sök Fram sóknarmanna að bæjarstjórinn á Akureyri liefur lagt fram lausnarbeiðni. Og „bítur hér sök sekan“, segir blaðið. í þessu efni fer Alþýðumaðurinn eins og oftar með fleypur eitt. Bæj- arstjórinn M. E. G. fékk at- kvæði allra Framsóknarmanna í bæjarstjórn í vor, eins og áð- ur, og þeir eiga engan þátt í brottför bæjarstjórans nú. Al- þýðumanninum er sæmra að minnast orða bæjarstjóra sjálfs, þar sem hann lýsti yfir því, að samstarf sitt við bæjarstjórn og bæjarráð hefði ávallt verið gott og væri enn. Orsakanna að lausnarbeiðninni er því annars staðar að leita og ætti ritstjóri Alþýðumannsins að líta sér nær. Þrem umferðum lokið á Skákmóti U.M.S.E. ÞREMUR umferðum er nú lök ið á skákmóti Ungmennasam- bands Eyjafjarðar. Staðan í mótinu er nú þannig: Umf. Skriðuhrepps 8V2 v. Umf. Svarfdæla 7% v. Umf. Öxndæla og Dagsbr. 6 v. Umf. Möðruvallas. 5 v. Umf. Ársólar og Árroðans 5 v. Umf. Saurbæjarhr. og Dalb. 4 v. Fjórða umferð verður tefld í Freyvangi n. k. þriðjudag. Q Hver vill lána barn- inu gullúrið sitt? NÍU ÁRA dreng var komið fyrir hjá presti einum og hiéraðs höfðingja á Vesturlandi til sum er hann var þangað kominn, öll um ókunnugur. Prestur kallaði hann fyrir sig og fól honum að gæta kvíánna, sem voru á ann- að hundrað talsins. Það var mikið starf fyrir lítinn dreng. Prestur dró gullúr upp úr vasa sínum, og fékk drengnum til þess að hann gæti fylgzt með tímanum. (Framhald á blaðsíðu 2.) Kennsla 1 háttvísi Fimm þúsund Fiskur frá Ólafsvík fil Akureyrar ardvalar. Kvíði settist að í brjósti hins unga kaupamanns,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.