Dagur - 19.11.1966, Blaðsíða 7

Dagur - 19.11.1966, Blaðsíða 7
7 Um starfsemi H.S,Þ. SUNNUDAGINN 23. okt. sl. boðaði stjóm HSÞ til fundar að Laugum með formönnum sam- bandsfélaganna og fleiri gest- um. Fonnaður HSÞ Óskar Ágústsson setti fundinn og tal- aði meðal annars um starfsemi sambandsins, fjármál og fleira. Verður nú rakið það helzta sem kom fram á fundinum. Haldin voru 4 íþróttamót að Laugum og 1 íþróttamót í Kinn, þar sem vígður var nýr íþrótta völlur, ennfremur tók HSÞ þátt í mörgum mótum utan héraðs. Á fundinum var lögð fram 10 manna afrekaskrá í frjálsum íþróttum, kom þar fram að sett höfðu verið 27 héraðsmet, þar af 2 íslandsmet og 117 persónu- leg met. íslandsmetin voru þessi: Sigríður Baldursdóttir setti met í langstökki án atrennu, stökk 2,52 og Lilja Sig urðardóttir setti met í 80 m. grindahlaupi, hljóp á 12,7 sek. Knattspyrna var mikið stunduð á félagssvæðinu, voru send 3 lið á Norðurlandsmótið í II. deild og varð lið umf. Mývetn- ings í fyrsta sæti. Handknatt- leikur er lítið stundaður nema á Húsavík, sent var lið frá Völsungi á íslandsmeistaramót í II. flokki kvenna. Sundáhugi er mikill meðal unglinga í sýsl- unni og eigum við þar margt efnilegt sundfólk. Haldið var héraðsmót í sundi á Húsavík auk þess sem sundfólk okkar fór til keppni út úr héraði. Um 600 manns syntu á sundstöðum sýslunnar í norrænu sundkeppn inni. Haldið var bindindismót í Vaglaskógi um verzlunarmanna helgina, ásamt öðrum aðilum úr Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýsl- um og Akureyri, tókst þetta mót mjög vel. Fjárhagur HSÞ er ekki sem beztur eins og er. Skuld er nú um kr. 17.600.00. Var mikið rætt um fjáröflunar- leiðir og meðal annars útbýtti stjóm HSÞ á fundinum reglu- gerð fyrir ævifélaga HSÞ. Hún er í aðalatriðum á þá leið, að allir þeir sem orðnir eru 65 ára geti gerzt ævifélagar HSÞ gegn 1000 kr. gjaldi. Margt fleira var rætt á fundinum, m. a. um út- gáfu ársrits og fl. Dvöldu menn í góðu yfirlæti við rausnarlegar veitingar á heimili formanns til kl. 1, er fundi var slitið. Fréttaritari HSÞ. Akademía í Færeyjum (Framhald af blaðsíðu 5) ástæðu til að vona, að hér verði brátt breyting á, og ekki ein- asta færeysk fræði, heldur og færeysk náttúruvísindi muni innan tíðar flytjast heim, og fá aðstöðu í Setrinu. Nokkur skuggi hvílir þó enn yfir þeim „setursmönnum" en það eru húsnæðismálin. Hefur Setrið til bráðabirgða fengið inni uppi á háalofti í svokall- aðri Bátahöll í Þórshöfn. Eru þar að vonum þrengsli mikil og lítið næði. Setursmenn eru þó bjartsýn- ir á, að úr þessu muni rætast, enda hefur þegar verið lögð fram teikning að nýrri bygg- ingu fyrir Setrið. En þótt þeir megi enn um sinn vinna sín störf undir bjálkum Bátahallar loftsins, eru þeir öfundsverðh-, af því að eiga eldinn í æðum, þann hugsjónaeld, sem við frændur þeirra þekkjum nú tæpast nema af bókmenntum. NÝ SENDING: Síðdegiskjólar úr crimplene og ull Svissneskar blússur ítölsk herðasjöl TÍZKUVERZLUNIN Sími 1-10-95 f B Ú Ð 2, 3 eða 4 herbergja íbúð óskast sem fyrst tii leigu. Má þarfnast viðgerðar. — Tilboð sendist biaðina fyrir mánaðamót, merkt „íbúð“. ATHUGIÐ! Vantar HERBERGI eða LITLA ÍBÚÐ. - Tilboð sendist í pósthólf 107, Akureyri. St.: Sk.: 596611196 Vn. — 8 HJALPRÆÐISHEBINN: Bri- . gader Ingibjörg Jónsdóttir talar á samkomu Hjálpræð- ishersins n. k. sunnudag kl. 20.30. Allir velkomnir. AKUREYRINGAR! Munið kaffisöluna í kirkjukapell- unni að lokinni messu á morgun, sunnudag, kl. 3 — Kvenfélag Akureyrarkirkju. FRÁ Ferðafélagi Akureyrar: Athygli skal vakin á augl. í blaðinu í dag um kvöldvöku n. k. þriðjudagskvöld. STYRKTARFÉLAG vangef- inna: Kr. 1000.00 gjöf frá B. B. Með þökkum móttekið. Jó hannes Óli Sæmundsson. SÉRA Jón Kr. fsfeld prédikar i skólahúsinu í Glerárhverfi kl. 5 á sunnudaginn. LEIÐRÉTTING. í frásögn af gjöf til Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri í síðasta tbl. misritaðist nafn Júníönu Helgadóttur — þar ranglega nefnd Júlíana. SÖFNUN til hjálpar flóttamönn um: Við messu í Vallakirkju og úr Vallasókn kr. 2440.00. Við messu í Tjamarkirkju og úr Tjarnarsókn kr. 1400.00. ið messu í Urðakirkju kr. 550.00. Alls kr. 4390.00. Fjár- hæð þessa hef ég sent bisk- upsskrifstofunni. Frá barna- og unglingaskólanum á Húsa bakka hafa mér borizt þessar gjafir: Frá Hæringsstöðum kr. 300.00, frá Hóli kr. 100.00, frá Hofsá kr. 100.00, frá Ellý á Steindyrum kr. 10.00. — Samtals kr. 510.00. Ég þakka þessar gjafir og þann hug samúðar og vináttu í garð þeirra, sem bágt eiga, sem að baki liggur. Stefán Snævarr. VINNINGASKRÁ Happdrætti Iláskófa íslands í 11. flokki 1966. 10.000 kr. vinningar: — 5222, 14029, 28679, 29320, 31111, 43915, 45307, 49086, 54059, 59775. 5.000 kr. vinningar: 5016, 7393, 7506, 8238,13793, 14798, 15996, 21949, 23576, 30527, 36499, 46816, 51718, 52599, 57917. 1.500 kr. vinningar: 1164, 1533, 2135, 3353, 3845, 4667, 4672, 5007, 5015, 7013, 7110, 7147, 8515, 8522, 8998, 9767, 10208, 10635, 11314, 12089, 12180, 12222, 12434, 12448, 13153, 13263, 13266, 13395,13903, 14263,15235, 16052, 16071, 16923, 16925,17060,17064, 17305,17867, 18041, 18469,19005, 19581, 20510, 20714, 21928, 22133, 22141, 22248, 23022, 23587, 24766, 24908, 25598, 25696, 25973, 28584, 29034, 31128, 33194, 33505, 36453, 36455, 37035, 40585, 40587, 42824, 42836, 42847, 43078, 43307, 43309, 43912, 44593, 45308, 46809, 46983, 48281, 49164, 49277, 51741, 53932, 53936, 93944, 54740, 58032, 59599. Birt án ábyrgðar. TAPAÐ Sá sem fann ÖKUSKÍRTEINI með nafni Sturlu Meldal, er beðinn að hringja í síma 2-16-32 eða í-18-00. NÝLEGA opinberuðu trúlof- un sína ungfrú Erna Sólveig Sigvaldadóttir, Stafni, Svart- árdal, Húnavatnssýslu, og Hreinn Gunnarsson, Tjöm- um, Saurbæjarhr., Efjs. Einn ig ungfrú Brynhildur Garð- arsdóttir, Skarðshlíð 9, Ak. og Ármann Gunnarsson Tjörnum, Saurbæjarhr. Efjs. BRÚÐHJÓN. Hinn 2. nóvem- ber voru géfin saman í hjóna band í Akureyrarkirkju ung frú Guðrún Elísabet Aradótt - ir og Sigurður Sigmannsson vélvirkjanemi. Heimili þeirra verður að Lækjargötu 14 Ak ureyri. FR AMSÓKN ARFÓLK Akur- eyri! Munið aðalfund Fram- sóknarfélagsins n. k. mánu- dagskvöld kl. 8.30 í skrifstofu flokksins, Hafnarstræti 95. DÝRALÆKNAVAKT næstu helgi, kvöld og næturvakt næstu viku hefur Ágúst Þor- leifsson, sími 11563. - SJÓMENN Á FUNDI (Framhald af blaðsíðu 1) kjaraskerðingu sem sjómenn hafa orðið fyrir með lækkun síldarverðs úr kr. 1.71 í 1.120. Teljum við óréttlátt að laun okk ar lækki um þriðjung á sama tíma og allt verðlag í landinu og laun annarra stétta hækka. Þótt lækkun yrði á síldarafurð- um átti hún ekki eingöngu að lenda á sjómönnum og útgerð skipanna. Teljum við æskilegt að lækkað yrði útflutningsgjald ag síldarlýsi og síldarmjöli en af þeim er tekið hærra gjald en öðrum afurðum og var gjaldið áætlað hátt á annað hundrað milljónir króna fyrir þetta ár. Sjómenn eru mjög óánægðir með rekstur á Síldarverksmiðj - um ríkisins og telja Verðlags- ráð sjávarafurða óstarfhæft þar sem það hefur ekki aðgang að öðrum rekstrarreikningum en frá ríkisverksmiðjunum einum og teljum við að fulltrúar okk- ar geti ekki tekið þátt í störf- um Verðlagsráðs eins og að því er búið. Þar sem síldarsjómenn eiga kjör sín að mestu komin undir rekstri og afkomu Síldar verksmiðju ríkisins gerum vér kröfu til þess að eiga fulltrúa í stjórn þeirra en nú er stjóm Síldarverksmiðja ríkisins skip- uð fulltrúum stjórnmálaflokk- anna kosnum af Alþingi“. Fundi var enn fram haldið daginn eftir og voru þá mættir formenn sjómannafélaga á Ak- ureyri og Reykjavík og tóku þeir þátt í umræðunum. Aftur var álíka fjölmenni á frrndi enda 70—80 skip inni. Tillaga um stöðvun síldveiði- flotans var þá dreginn til baka, svo til stöðvunar kom ekki. Fundarstjórar voru Kristján Jónsson og Hrólfur Guðnason en fundarritari Axel Schiöth. Fundirnir fóru vel fram og ein kenndust þeir af alvöru þeirra viðfangsefna, sem fyrir þeim lágu. Aldrei fyrr munu jafn margir menn hafa setið fund á Reyðarfirði. V. G. COLLO lykteyðir í ísskápa. Nytt, sem gefur góða raun. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA J88(L<^|^>1060 Nýlenduvörudeild Eiginmaðurinn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN SIGURGEIRSSON, bóndi, Öngulsstöðum, verður jarðsettur frá Munkaþverárkirkju mánudag- inn 21. þ. m. kl. 2 e. h. Guðný Teitsdóttir, böm, tengdasynir og barnabörn. Jarðarför eiginkonu minnar, ÞÓRU INGIBJARGAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Aðalstræti 13, fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 22. þ. m. kl. 1.30 e. h. Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna, barnabarna og annarra ættingja. Sigurgeir Guðmundsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, PÉTURS BJÖRGVINS JÓNSSONAR, skósmíðameistara, Gleráreyrum 2, Akureyri. Sigurbjörg Pétursdóttir, börn, tengdaböm, barnabörn og barnabarnaböm. Innilegustu þakkir færum við öllum þeim, er sýnt hafa okkur vinarliug vegna fráfalls VILHELMlNU SIGURÐARDÓTTUR ÞÓR, Brekkugötu 34, Akureyri. Fyrir hönd systrabarna og stjúpbarna. Stefanía Jónsdóttir, Jóna Sigurðardóttir, Ásgeir H. Magnússon, Vilhelmína Sigurðardóttir, Páll Sigurðsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.