Dagur - 03.12.1966, Síða 1

Dagur - 03.12.1966, Síða 1
HOTEL H«rbergis- pantanir. Ferða- skriístofan Túngötu 1. Akureyri, 8ími 11475 XLIX. árg. — Akureyri, laugardaginn 3. desember 1966 — 86. tbl. Ferðaskrifstofan Túngötu 1. Siml 11475 Skipuleggjum ierðir skauta á millL Farseðlar með FlugféL ísL og Loitleiðum. FRÁ BÆJARSTJÖRN Á FUNDI bæjarstjórnar Akur- eyrar í fyrradag voru mörg mál tekin til afgreiðslu og er hér minnzt á nokkur: Lánveitmgar úr Byggingalána- sjóði. Teknar voru fyrir umsóknir um lán úr A-deild Bygginga- lánasjóðs bæjarins, sem aug- lýst hafði verið eftir. Alls bár- ust 126 umsóknir um lán. Samþykkt var að úthluta 83 lánum, sem skiptist þannig: 73 lán á kr. 30.000 = 2.190.000 4 lán á kr. 20.000 = 80.000 6 lán á kr. 15.000 = 60.000 Samtals úthlutað 2.360.000 Fram kom í ræðu á fundin- um að vænta megi, að útlán úr sjóðnum hefjist um miðjan þennan mánuð. Krossanesverksmiðja. Borizt hafði bréf frá formanni Alþýðubandalagsins á Akur- eyri dags. 15. nóv. sl. þar sem bæjarstjórn er tilkynnt sam- þykkt sem gerð var á fundi í félaginu 13. þ. m. í fundarsamþykktinni er mót mælt hai'ðlega þeirri ákvörðun stjórnar Síldarverksmiðjunnar í Krossanesi að loka verksmiðj- unni og skorar fundurinn jafn- framt á bæjarstjórn að hlutast til um, að þessari ákvörðun verði breytt og verksmiðjan starfi áfram svo lengi sem hrá- efni býðst. Nokkrar umræður urðu í bæjarstjórn um þetta mál. Vegna mikilla óseldra birgða er fjárhagur verksmiðjunnar erfið ur og lokun hennar ekkert fljót ræði. Bæjarstjórn vísaði mál- inu frá. íþróttaskemman. Tekin var fyrir fundargerð bygginganefndar íþrótta- Lokuii búða á laugar- dögurn í desember VERZLANIR á Akureyri eru opnar eins og hér segir í desem bermánuði: Laugardaginn 3. des. til kl. 16. Laugardaginn 10. des. til kl. 18. Laugardaginn 17. des. til kl. 22. Þorláksdagur 23. des. til kl. 24. Athygli skal vakin á því, að Kjötbúð KEA og kjörbúðir í úthverfunum ásamt Raflagna- deild, Byggingavörudeild og Véladeild eru opnar eins og hér segir: Laugardaginn 3. des. til kl. 12. Laugardaginn 10. des. til kl. 16. Laugardaginn 17. des. til kl. 18. ÞorJáksdagur 23. des. til kl. 24. Með þessu er komið lengra til móts við óskir margra í jóla- kauptíðinni en t. d. í kjöt- og nýlenduvöruverzlunum í höfuð borginni. □ Hér er á annað hundrað tonn öls á ýmsu stigi. (Ljósm.: E. D.) á morgun, sunnudag í DAG koma hingað til bæj- arins stjórnarmenn Sam- bands ungra Framsóknar- manna. Formaður Sambands ins, Baldur Óskarsson, enn- fremur Ólafur Ragnar Gríms son og Björn Teitsson, munu flytja erindi og ávörp á al- mennum fundi á Hótel KEA á morgun, sxmnudag, kl. 2 eftir hádegi. Allir velkomn- ir. Sunnanmenn munu nota tíma sinn hér á Akureyri til að kynna sér atvinnu- og menningarlíf í bænum og ræða við ungt fólk eftir því sem tími vinnst til. Félag ungra Framsóknarmanna á Akureyri mun greiða götu sunnanmanna, á meðan þeir dvelja hér. □ Dansað af kappi á Þórshöfn Gunnarsstöðum, Þórshöfn, 2. desember. Stórhríðarveður er hér í dag og einn versti dagur- inn. Nú eru að koma skaflar og færi innan sveitar er óðum að þyngjast. Dansnámskeiði í Þórs höfn lauk í gær og voru þátt- takendur ánægðir með það. Fyrst og fremst voru það skóla börn úr þremur hreppum, sem nutu danskennslunnar, en þar að auki um 50 fullorðnir og ekki síður sveitafólkið. Elzti nemandinn mun hafa verið Sig urður Jónsson oddviti á Efra- lóni. Það verður áreiðanlega mikið dansað hér á næstunni. Kennarar voru tvær ungar kon ur frá Dansskóla Heiðars Ást- valdssonar, Svanhildur og Sig- rún að nafni. Hingað var ekki flogið í 8 daga, kom þó flugvél hingað í gær og var það áætl- unarvél til Kópaskers, sem tók hér farþega. Fyrir rúmri viku var farið í eftirleit og fundust 8 kindur Grunur er um fleira fé og bíða menn þess að meira snjói því að þá er hægt að leita á snjó- bíl. Ó. H. FÆRI ÞYNGIST ALLIR bílar munu hafa komizt leiðar sinnar í gær milli Akur- eyrar og Reykjavíkur með hjálp Vegagerðarinnar í Langa dal. Til Húsavíkur var stórum bílum fært í gær, Dalsmynnis- leið, en Vaðlaheiði er ófær, Á Dalvíkurvegi er trukkum ein- um fært. □ MIKIL AÐSÓKN LEIKFÉLAG AKUREYRAR er búið að sýna „Koss í kaupbæti“ fjórtán sinnum við mjög mikla aðsókn og er ekkert lát þar á. Er því sýnilegt, að sýningar verða óvenju margar á þessum létta gamanleik. Næstu sýning- ar eru nú um helgina. □ skemmu dags. 13. okt. sl., þar sem óskað er heimildar bæjar- ráðs til óframhaldandi fram- kvæmda við innréttingu skemm unnar, en talið er að kostnaður við að ljúka verkinu muni nema ca. kr. 1.500.000.00, en útlagður kostnaður er nú kr. 3.300.000.00. Bæjarráð leggur til að fram- kvæmdum við skemmubygging una verði frestað að sinni, vegna greiðsluerfiðleika bæjar- sjóðs. Framangreindu beindi bæjar stjórn aftur til bæjarráðs vegna nýrra upplýsinga í málinU. Von ir standa til, vegna rýmri mögu leika á fé til framkvæmdanna, að ekki þurfi að stöðva verkið. Frá vinstri: Magnús Þórisson, Henning Nielsen, Börkur Eiríksson, Eysteinn Ámason, Eyþór Tómas- son og Jón M. Jónsson. Framleiðsluvörur Sana á borðinu. (Ljósm.: E. D.) Hafnarvörður og varaslökkvi- liðsstjóri. Bæjarstjórn kaus Bjöm Bald Nýja ölið er aS koma á markaSinn Og sterkt öl verður framleitt til útflutnings vinsson sem hafnarvörð í stað Þorsteins Stefánssonar og Tóm- as Búa Böðvarsson fyrir vara- slökkviliðsstjóra í stað Jóns H. Þorvaldssonar. Bæjarstjórastarfið auglýst. Bæjarstjórn samþykkti, að starf bæjarstjóra á Akureyri verði auglýst laust til umsókn- ar frá 1. febrúar 1967. Umsókn- arfrestur verði til 31. desem- ber næstkomandi. (Framhald á blaðsíðu 7.) í GÆR var fréttamönnum á Akureyri boðið að bragða hið nýja öl, sem byrjað er að fram- leiða í Sana. Hér er um tvær tegundir öls að ræða, Thule- lageröl og Maltöl. Þetta er góð framleiðsla og aldrei þessu vant geta Akureyringar og nágrann- ar drukkið ódýrara öl en aðrir landsmenn um þessi jól, sem munar einni krónu á flösku, vegna staðsetningar verksmiðj- unnar. Sana-verksmiðjan var stofn- uð 1936 á Siglufirði en var flutt til Akureyrar sjö árum síðar. Hér hefur hún framleitt gos- drykki og efnagerðarvörur. En í apríl sl. voru hafnar fram- kvæmdir í verksmiðjuhúsinu á Gleráreyrum og undirbúin bruggun nýrra tegunda drykkj arfanga með tæknilegri aðstoð þekktra sérfræðinga frá Kaup- mannahöfn. Nú eru vélar allar tilbúnar og eru þær miklar og vandaðar, og geta skilað 40 þús. flöskum gosdrykkja eða öls á dag. Stjórnarformaður Sana, Ey- þór Tómasson, bauð fréttamenn velkomna, en Henning Nielsen ölbruggmeistari skýrði fram- leiðsluaðferðir öls, og Eysteinn Árnason framkvæmdastjóri Sana sagði frá framleiðslu, rekstri og dreifingu. En á með- an sötruðu fréttamenn ölið og þótti gott. Sana framleiðir 7 tegundir gosdrykkja eins og áður og auk þess tvær áðurnefndar ölteg- undir og einnig sterkan bjór til útflutnings. Ö1 það, sem selt verður á innlendum markaði kemur í verzlanir eftir nokkra daga og sterki bjórinn verður framleiddur áður en langt um líður. Geymar öls í verksmiðj- unni taka hátt á annað hundr- að tonn og eru þar nú yfir 100 tonn á ýmsum stigum fram- leiðslunnar. Sjálfvirkni er þarna á háu stigi og hreinlæti ætti því að vera tryggt. Brugg- meistari verður Magnús Þóris- son. Sölustjóri er Börkur Eiríks son. Umbúðakassar eru úr plasti Dagur óskar hinu nýja fyrir- taeki til hamingju með starfsemi sína og framleiðslu. □

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.