Dagur - 04.01.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 04.01.1967, Blaðsíða 2
Pl'l'l I ¦ '¦.¦. .'.'. .. ¦ .¦riMHMMMM"! I* 1' l*ffí ** »f f ^w * llIlllBiIIIÍli SKRÚFAN SNYST Handknattleiksmót Islands, 2. deild: Fyrsti leikur á Akureyri 21 e jan. Akureyringar leika sína fyrstu leiki 14. og 15. janúar í Laugardalshöllinni í Reykjavík BÚIÐ er nú að raða niður leikj um í Handknattleiksmóti ís- lands, 2. deild. Fyrstu leikir Akureyringa verða 14. og 15. janúar í Laugardalshöllinni við K.R. og Þrótt. Fyrsti leikurinn á Akureyri verður 21. janúar og eru það Keflvíkingar sem mœta ÍBA-liðinu. Leikur Akur eyringa og Keflvíkinga er fyrsti leikurinn í Handknattleiksmóii fslands, innanhúss, sem iÉam fer utan Reykjavíkur, og er ánægjulegt að það skuli gerast hér í bæ. Fimm lið í 2. deild. Þátttakendur í 2. deildar- keppni íslandsmótsins eru: KR, ÍR, Þróttur, Keflavík og ÍBA. Þess má geta að hvert aðkomu- liS leikur hér 1 aukaleik og verða því 8 leikir í sambandi við Handknattleiksmót íslands háðir hér í bæ í vetur. Stuttur tími til æfinga. Ekki er hægt að búast við, að ÍBA-liðið nái langt í 2. deildar- keppninni í ár, þar sem liðið hóf æfingar tveim mánuðum síðar en Reykjavíkurliðin. Vel hefur verið æft að undanförnu, en þjálfarar liðsins eru Frí- mann Gunnlaugsson og Gísli Bjarnason. Vonandi eiga leikir liðsins eftir að færa íþróttaunn- endum í bænum margar gleði- stundir í vetur. 1. deildarlið heimsækja Akur- eyri. Þá er ákveðið að einhver af 1. deildarliðunum munu heim- sækja okkur í vetur og standa vonir til að Valur leiki hér 28. og 29. janúar n. k. Skemman leysir vandann í bili. Með tilkomu vöru- og áhalda húss bæjarins á Oddeyri, leys- ast í bili þau vandræði sem ríkt hafa hér í bæ í sambandi við æfingar og keppni í hópíþrótt- um innanhúss. En allir verða að gera sér grein fyrir því, að þetta húsnæði er ekki nein framtíðar lausn fyrir bæinn. Byggja verð Laprfoss og $ . í GREIN með ofanskráðri fyrir sögn, sem birtist í Alþýðublað- inu 9. desember sl., segir höf- undurinn, Jónas Jónsson frá Hriflu m. a.: Fyrir nokkrum árum studdu Vestmenn íslendinga til að virkja þrjá fossa handa fólki fyrir sunnan, vestan og norðan.. Síðan hefur raforka náð til meg inhluta þeirra manna, sem búa í þessum byggðum og bæjum. Þegar þetta var gert höfðu verk fræSingar, þingmenn og ráS- herrar bundið fastmælum að virkja líka handa Austurlandi sjálfan Lagarfoss. En það kemur margt fyrir á langri leið. Svo fór með þessa miklu og glæsilegu fram- kvæmd. Hún var aldrei gerð. En til þess að muna eftir ein- hverju góðu til hagsbóta Aust- urlandi var með ærnum til- kostnaði virkjuð lítil á nærri Vallanesi. Það vatnsfall á tvo hættulega óvini, sumarhita og vetrarkulda. Síðan síldin byrjaði heimsókn ir til Austfjarða, að sið fyrri tíma þegar haustar að, hefur raforkuþörfin gert meir og meir vart við sig í þessum f jórS ungi. Mörg hundruS milljónir af síldargróSa berast í land haust eftir haust, frá austfirzku miðunum. Þessi gróði verður ef til vill ekki varanlegur, en iiann er mikill. Þessa óvenjulegu happdrætt- isbylgju má nota til að tryggja á varanlegan hátt atvinnulíf á Austurlandi um ókomna ára- tugi. Austfirðingar og þjóðholl- ir menn í öðrum fjórðungum geta nú hafið nýja og sigursæla sókn til að virkja Lagarfoss og dreifa orku hans eftir þörfum um allt Austurland. Má nota hinn óvæntá síldargróða yfir- standandi missera, sem megin fjármagnslind við lausn þessa stórmáls. • Austurland hefur hvað eftir annað verið sniðgengið í raf- orkuframkvæmdum. Samt eru þar ágæt skilyrði til stórvirkj- unar, einhver hin beztu hér á landi. Bak við virkjun fallvatns ins á FljótsdalshéraSi er 40 km. langur öryggisvatnsgeymir, en vatnshalli á allri þeirri leiS aS- eins 1 metri. Hraunbotn er und ir þeim staS þar sem reisa verð ur við fljótið væntanlega stíflu og virkjun. Austurland hefur búið viS harSæri í mörg ár. Þar hafa veriS harðir vetur, kal í tún- um, slæm spretta og síldarleysi um undangengna áratugi. Austurland er hin gjöfula móðir, sem tekur á móti og af- hendir fjárstraum hafsins. Mikið af skyndigróða augna- bliksins á að festa í öruggum at vinnufyrirtækjum. ÞaS væri full ástæSa til að verðtryggja almenningshlutaféð, sem bund- ið væri í Lagarfossvirkjun. Þá gæti gróSi síldaráranna á varanlegan hátt geymzt sem varasjóður fyrir varanlega gróða og um leið markað þátta- skil í sögu atvinnumálanna með því að leysa með karlmannlegu átaki mesta vandamál allra AustfjarSa. Q ur fullkomiS íþróttahús sem fyrst til aS bæta úr því ástandi sem rikir hjá skólum bæiarins í sambandi viS fimleikakennsl- una, sem er eins og allir vita skyldunámsgrein. Ekki er þaS ástand óeSlilegt, þar eS íþrótta- húsiS á Brekkunni er yfir 20 ára, en nemendum í skólum bæjarins hefur fjölgaS gífurlega á þeim tíma. íþróttafólkiS fagnar þessari bráSabirgðalausn, því e£ ekki hefðu fengizt afnot af þessu húsi nú, hefðu hópíþróttir inn- anhúss hreinlega lagzt niður. S. O. HINN 11. desember var haldiS innanhússmót í frjálsum íþrótt- um í Árskógi á Árskógsströnd á veguni Ungmennasambands EyjafjarSar. Rúmleysi í blaSinu nú fyrir jólin veldur því aS árangrar eru ekki birtir í heild. En nokk urra skal getiS, er bezt dugSu. í hástökki með atrennu sigr- aði Sigurður Viðar, skökk 1.70 m. Án atrennu stökk hann 1.48 m. í langstökki án atrennu 2.99 m. Og þrístökki án atrennu 9.09 m. Næstu menn í nefndum grein um í sömu röð voru: Jóhann Jónsson 1.70 m. Birgir Marinós son 1.43 m. Þóroddur Jóhanns- son 2.93 m., og sami 8.56 m. í kvennagreinum varS Emelía Gústafsdóttir sigursælust. I há- stökki 1.35 m. með atrennu., I langstökki án atrennu 2.26 m. Næst varð Sigurlína Hreiðars- dóttir með 1.30 m. í hástökki með atrennu. Og Bjargey Bjarnadóttir stökk 2.24 m. án atrennu í langstökki. Ungmennafélag Svarfdæla varð stigahæst, hlaut 25 stig, Ársól og Árroðinn 22 stig, Reyn ir 21 stig, Þorsteinn SvörfuSur 20 stig, Dalbúinn 19 stig, Umf. MöSruvallasóknar 11 stig og Æskan 3 stig. Keppendur voru 24. Q - Róleg jól og áramót (Framhald af blaðsíðu 1) fáum af þeim 15 brennum, er tilbúnar stóðu. Fáförult var í miðbænum þetta kvöld og ólæti engin fyrr en líða tók á nóttina og gestir dansstaða gerðust ölvaðir. Maður einn hlaut áverka á dansleik, var sleginn af útlendum sjómanni í andlitið. Að venju var mikið um flug- elda er árið var að kveðja. Ekki urðu slys af þeim, svo teljandi væri. í fyrrinótt var öklabrotinn maður fluttur á sjúkrahús. Hlaut hann beinbrot sitt á götu. Ekki var upplýst hvort slys þetta varð af völdum annarra manna. Q í NEFNDARÁLITI minnihluta fjárveitinganefndar Alþingis er yfirlit um hækkun á kostnaði við nokkrar greinar ríkisrekstr arins á árunum 1959 til 1967. — Er hækkunin reiknuð í hundr- aðshlutföllum, sem hér segir: Kostnaður við stjórnarráð og utanríkisþjónustu hefur aukizt um 360%. Kostnaður við dómgæzlu og lögreglumál hefur aukizt um 440%. Kostnaður við álagningu og innheimtu skatta hefur aukizt um 370%. Kostnaður við niðurgreiðslur hefur aukizt um 535%. Tekjur pósts og síma hafa aukizt um 400%. Tekjur Ríkisútvarpsins hafa aukizt um 300%. Daggjöld á Landsspítala munu munu hafa aukizt um 300%. Orkuverð ríkisrafveitnanna hefur hækkað um nálega 200%. Farmgjöld hjá Skipaútgerð ríkisins hafa hækkað um 118%. Minnihluti nefndarinnar seg- ir, að á fjárlögum 1958 hafi 26,2% af heildarupphæð þeirra verið ætluð til „verklegra, fram kvæmda", uppbyggingar at- vinnuveganna og framkvæmda ríkisins — en nú aðeins 13%, miðað við fjárlagafrumvarpið, sem Alþingi hefur nú til með- ferðar. í sama nefndaráliti er getið um helztu skatta, sem hækkað- ir hafa verið eða teknir í lög á ¦ þessu tímabili. Upptalningin er sem hér segir: Söluskattur margfaldaSur. Aukatekjur (stimpilgjöld og þess háttar) hækkaðar. Eignaskattur hækkaður með sexföldu fasteignamati. Leyfisgjald af bifreiðum gert víðtækara en fyrr. ' Benzínskattur stórhækkaður. Þungaskattur bifreiða og gúm gjald stórhækkað. Bændaskattur (nýr). Iðnlánasjóðsgjald (nýtt). ¦Gjaldeyrisskattur (nýr). Veitingahúsaskattur (nýr). Ríkisábyrgðarsj óðsgj ald (nýtt). Lítil ÞVOTTAVÉL og FERDARITVÉL til sölu. Selst ódýrt. Uppl. í síma 1-25-22. SAUMAVÉL til sölu. Saumar zig-zag og útsaum "t Tækifærisverð. Sími 1-21-85. Umferðaskattur (nýr). Rafmagnsskattur (nýr). Launaskattur (nýr). Skattur á byggingarefni (nýr). Þjónustugjöld ríkisstofnana margfölduð. Við þetta má svo að sjálf- sögðu bæta því, að einkasölu- vörur ríkisins hafa hækkað mjög í verSi á þessum tíma. Q iSjÍliÍ^^NÉIÍÉ ELDRI-DANSA KLÚBBURINN Dansað verður í Alþýðu- húsinu laus;arda2:inn 7. janúar. Hefst kl. 9 e. h. Húsið opnað fyrir miða- sölu kl. 8 sama kvöld. — Fastir miðar seldir á föstudagskvöld 6. janúar milli kl. 8 og 10. Áríð- andi að mæta og tryggja sér miða og borð. NEMÓ leikur. Stjórnin. TAPAÐ PENINGAVESKI — aramalt — með miklum peningum, tapaðist í mið- bænum í vikunni fyrir jól. Finnandi vinsamleg- ast geri aðvart á afgreiðslu Dags. Sú, sém; tók í misgripum, á Þoríákskvöld SKÓ- KASSA í kjörbúðinni Brekkugötu 1, gei~i svo vel að skila honurn í rak- arastofuna Brekkus;. 13. ?ÉÍ*i»ÍÍÍÖ;ii MYNDATOKUR! Tek að:mér myndatökur í heimahúsum, svo sem: Barnamyndir Fjölskyldumyndir Brúðkaupsmyndir Passamyndir Fljót og góð afgreiðsla. Uppl. í síma 1-16-33. PÁLL A. PÁLSSON, ljósmyndari. Wm^mí: AFGREIDSLUSTULKA, helzt vön, óskast í bóka- búð, hálfan eða allan daginn. Sími 1-27-34. Bændur atliugið! Nokkur föt af ÞORSKALÝSI verða til sölu næstu daga. Lýsið er í fötum, er orðið hafa fyrir hnjaski um borð í skipi. Selst ódýrt. Talið við verkstjóra K.E.A., Sigfús Jónsson. SAMVINNUTRYGGINGAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.