Dagur - 04.01.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 04.01.1967, Blaðsíða 8
SMÁTT OG STÓRT Nýtt sjúkrahás á Sigluf irði Siglufirði 2. jan. Hér setti niður geisimikinn snjó milli jóla og nýárs og eru skaflar á aðalgötu bæjarins mikið á þriðja meter á dýpt. í dag er verið að moka flugvöllinn og bíða tveir sjúkl- ingar þess að komast suður. Togarinn Ha fliði hefur legið hér síðan fyrir áramót, en mun fara á veiðar einhvern næsta dag. Siglfirðingur kom af síld- veiðum fyrir jól og fékk um 6 þús. lestir, og fer síðar í þess- um mánuði á togveiðar hér fyr- ir norðan. Á gamlárskvöld var kveikt á 150 Ijósum í Hvanneyrarskál og Virkjun Lagarfoss er mjög aðkallandi EgilsstÖðum 2. jan. Raforku- skorturinn segir meira og meira til sín hér á Austurlandi og er skemmst að minnast á stöðvun síldarverksmiðjanna vegna raf- orkuskorts á síðustu síldarver- tíð. Austfirðingar hafa sameinazt um virkjun Lagarfoss og munu nú herða sóknina fyrir lausn málsins. Sú stefna raforkumála stjórnar, að leysa rafmagnsmál Austurlands með díselrafstöðv- um er fásinna, og á sú stefna sér fáa formælendur hér um slóðir, ef nokkf ir eru. V. S. Ráðinn útibússtjóri á Egilsstöðum ÞÓRÐUR S. BENEDIKTSSON hefur verið ráðinn útibússtjóri Búnaðarbankans á Egilsstöðum frá 1. janúar. Tekur hann við starfinu af Halldóri Ásgríms- syni alþingismanni sem lætur af starfi vegna aldurs. Þórður S. Benediktsson, sem er 47 ára að aldri, hefur verið skólastjóri Barnaskólans á Egils stöðum síðan 1956 og skólastjóri Iðnskólans síðan 1960. Hann hefur verið forstjóri Sparisjóðs Fljótsdalshéraðs á síðustu árum en sparisjóðurinn verður nú sameinaður útibúi Búnaðar- bankans. Q ennfremur var ártalið 1967 tendrað í fjallshlíðinni fyrir neðan og var þetta fögur sjón. . Sjúkrahúsið nýja var vígt 15. des. sl. Það er um 8 þús. rúm- metrar að stærð. Það er tvær heilar hæðir og hálf þriðja hæð in. 40 sjúkrarúm eru í sjúkra- húsinu, þar af 14 á efstu hæð — kallað gamalmennaheimilið. Á annarri hæð eru 26 rúm auk þess fæðingardeild með þrem- ur rúmum, skurðstofa, skipti- stofa og skrifstofa yfirlæknis, biðstofa o. fl. Allt er sjúkrahús- ið búið fullkomnum tækjum. Sigui-jón Sveinsson arkitekt, gamall Siglfirðingur, teiknaði bygginguna og var tæknilegur ráðunautur. Skúli Jónasson var yfirsmiður. Ýmsar ágætar gjaf- ir bárust stofnuninni, auk þess sem segja má, að flestir eða all- ir Siglfirðingar hafi lagt fram fjármuni í hinum ýmsu félög- um, sem söfnuðu fé til styrktar byggingunni. Kvenfélag sjúkra hússins gaf á þriðju milljón kr. Meðal gjafa er mjög myndarleg gjöf frá Sigurjóni Sveinssyni arkitekt og systkinum hans og er gjöfin til minningar um for- eldra þeirra, Geirlaugu Sigfús- dóttur og Svein Jónsson. í and- dyri er lágmynd úr steini í steinvegg, sem á að vera tákn- mynd fyrir stofnunina. Lista- konan Halla Haraldsdóttir gerði myndina, og gaf hana til minn- ingar um móður sína Margréti Guðmundsdóttur. En sú kona gaf fyrstu gjöfina, sem barst til sjúkrahússins. — Yfirlæknir er Ólafur Þ. Þorsteinsson. J. Þ. Jól og áramót á Húsavík Húsavík 2. jan. Þá er leið að jólum var nokkur snjór kominn á Húsavík og í þeim byggðum S.-Þing., sem nærri sjó liggja. Stillt og bjart yar einn daginn en hríðarveður og hvasst ann- an daginn, en sæmilega fært um sveitir allt til jóla. Laufabrauð var búið til, og menn skreyttu hús sín og trjá- garða með marglitum ljósum. Búðir voru mjög upplýstar og mikið verzlað. Húsavíkurkirkja var flóðlýst og bjarmaði af henni langar leiðir. Guðsþjón- ustur voru nvjög vel sóttar. Um jólin yar skýrðhr fjöldi barna, bæði í kirkju og heimahúsum og gefin saman tvenn brúðhjón. íþróttafélagið Völsungur efndi til jólaskemmtunar fyrir börn annan jóladag og til dansleiks fyrir fullorðna um kvoldið. Á þriðja jóladag hélt félagið skemmtun fyrir unglinga, enn- fremur efndi félagið til keppni í ýmsum íþróttagreinum innan- húss og til skíðamóts. Völsung- ar eru nú að reyna að koma upp skíðalyftu á Skálamel við Húsavíkurfjall. "Á gamlárskvöld var hríðar- veður og ekki kveikt í þeim tveimur bálköstum, sem búið var að hlaða upp en flugeldarn- ir hurfu í sortann. Lögrelan gerði kínverja upptæka. Færð er nú orðin mjög þung í Þingeyjarsýslu og ekki hægt að fara um sumar sveitir nema á snjóbíl. Þ. J. RANNSÓKN A SJÖTTA SKILNINGARVITINU Austur í Rússlandi hafa lækna- vísindin og fjarskiptafræðingar unnið að því í sameiningu und- anfarin misseri að rannsaka hugsanaflutning og skyggni- gáfu fólks. Þessar rannsóknir byggjast á þeirri skoðun, að mannskepnan hafi einskonar sjötta skilningarvit, sem er lítt þroskað hjá flestum inönnum - en allvel þroskuð hjá ýinsum dýrum. Þetta skilningarvit sé f jarskiptalíffæri, er þroska megi. Með fyllri rannsóknum megi að líkindum skýra ýmsar dulargáfur manna og fyrir- brigði á „eðlilegan hátt" og opnist þá nýr andlegur heimur, þar sem hugarorkan og hinir blundandi hæfileikar hasla mannkyninu nýjan völl í öllum samskiptum og auðvelda þroskaleiðina. LÉTUST AF SKOTSARUM Þau tíðindi bárust að sunnan í þann mund er jólin voru - aS ganga í garð, að tveir menn á bezta aldri hefðu í Reykjavík ' fundizt látnir af skotsárum í sama herberginu. Var þar um morð og sjálfsmorð að ræða. Menn þessir virðast hafa verið á skákborði ásta og áfengis, samkvæmt opinberum fregnum, og baðir höfðu þeir meðferðis vínföng. Sama dag féll maður niður af húsþaki í höfuðborg- inni og beið bana. LANGUR VINNUDAGUR A ISLANDI íslenzkt verkafólk er talið vinna nálega þriðjungi lengur dag hvern til jafnaðar en enn þekkist í öðrum Evrópulöndum eða fast að 3 þús. vinnustundir á ári móti 2 þús. vinnustundum, sem tíðkast annarsstaðar. Það gefur auga leið hvert stefnir ef atvínnulífið dofnar eitthvað. Þótt samdráttur yrði ekki meiri en svo, að yfirborganir og eftir- vinna féllu niður, stæði verka- fólkið uppi með 60% minnt launatekjur en það hefur nú. Söngur og leiklist í Ólafsfirði Ólafsfirði 30. des. 1966. Segja má, að hér hafi verið hnnulaust hríðarveður allan þennan mán- uð og suma dagana harðneskju stórhríð og mikill sjór. Allir vegir hafa verið ófærir um lengri tíma þó hafa beltisdrátta vélar komizt með mjólk úr sveitinni, en harðsótt hefur það verið stundum. Fleytur hafa ekki komizt á sjó nú undanfarið vegna ógæfta. Á aðfangadagsmorgun stytti upp og höfðum við stjömubjört jól og bjart og gott veður á jóla daginn. Síðan hefur verið hríð- arveður. Á aðfangadagskvöld flutti sóknarpresturinn okkar, séra Ingþór Indriðason, tvær guðs- þjónustur og var kirkjan þétt setin í bæði skiptin. Sömu- leiðis var kirkjusókn báða jóla- dagana svo góð, sem kirkjan frekast leyfði. Á jóladag kl. 5 héldu félög börnum og ungling- um jólatrésfagnað í Tjarnar- borg og var fjölmenni þar. Annan jóladag hélt Karlakór Olafsfjarðar jólasamsöng í Tjarnarborg. Var húsið þétt setið og kór og söngstjóra, Magnúsi Magnússyni, mjög vel tekið. Einsöngvari var Björn Þór Ólafsson og hljóðfæraleik- arar Einar Jakobsson, Sigur- sveinn Magnússon og Jón Árna son, Var kórnum klappað óspart lof í lófa og varð hann að endurtaka mörg lög. Um kvöldið var fjörugur dansleik- ur. Á þriðja jóladag var sýnd hér úrvals kvikmynd, Syndir feðranna, við ágæta aðsókn. í fyrrakvöld og í gærkveldi sýndi Leikfélag Ólafsfjarðar sjónleikinn Öldur eftir séra Jakob Jónsson. Leikstjóri er Kristján Jónsson. Var Tjarnar- borg þétt setin bæði kvöldin og leikstjóra og leikurum mjög vel tekið. Kristlnn Jóhannsson skólastjóri málaði leiktjöldin. (Framhald á blaðsíðu 5) Því miður sjást þess merki á síðustu tímum, að atvinnulífið stendur ekki jafn traustum fót- um og það áður gerði. AFENGISMÁL A AKRANESI A Akranesi suður hefur verið að því unnið að fram fari al- menn atkvæðagreiðsla um það, hvort opna eigi þar áfengisút- sölu. Ekki ætlar Dagur að taka þátt í umræðum um bæjarmál á Akranesi. Þó má benda á þá reynslu, sem hér varð á Akur- eyri við opnun áfengisútsölu fyrir nokkrum árum. í nokkr- um atriðum var opnunin til bóta, en í heild jókst áfengis- neyzlan til stórra muna, með öllu því óláni sem vaxandi áfengisneyzla hvarvetna veld- ur. Megi leitin að lífshamingju suður þar góðan ávöxt bera og greiðast vegir framfaranna. En til þess þarf fremur vizku og manndóm en aukna sölu brenni víns. GLEÐJA GAMLA OG SJÚKA Fimmtán félagar úr karlakórn- um Geysi hafa æft sérstaklega allmörg jólalög undir stjórn Arna Ingimundarsonar. Jóla- sálmana sungu þeir svo fyrir aldrað fólk í elliheimilunum og fyrir unga og gamla í Fjórðungs sjúkrahúsinu og á Kristnes- hæli. Þessum heimsóknum var mjög vel fagnað, sem' að líkum lætur. ÞRfR SÓTTU UM BÆJAR- STJÓRASTARFIÐ v A morgun munu umsóknir um bæjarstjórastarfið á Akureyri verða lagðar fyrir bæjarráð og mun ekki til þess ætlast, að fyrr verði frá sagt, hverjir sóttu. Þó hefur blaðið það fyrir satt, að þrjár umsóknir hafi borizt. Vonandi ber bæjarstjórn gæfu til þess að ráða hæfan mann til þessa þýðingarmikla starfs. Hér er um að ræða opinbert emb- ætti en ekki pólitískt starf, og munu bæjarfulltrúar eflaust gera sér þess fulla grein. Æski- legt er, að kosning hins nýja bæjarstjóra geti farið fram með stuðningi sem flestra og að kosningin sé sem óháðust öðr- um bæjarmálum. MARGT ER SÉR TIL GAMANS GERT A meðan flestir Akureyringar nutu heimilisánægjunnar við yl, ljós og gnægð matar og drykkj- ar nú um jólin, lögðu tveir skát ar og vanir ferðamenn leið sína austur í Þingeyjarsýslu. Það var á þriðja jóladegi og veður og færi af verra taginu. Þeir fóru austur í Kinn á jeppa en gengu þaðan á skíðum í Foss- selsskóg og gistu þar í húsi skógarvarðar, brugðu sér aust- ur yfir Fljótsheiði daginn eftir, heimsóttu Reykdæli en gengu að kveldi í sama skóg, byggðu sér snjóhús og ' gistu þar og undu vel hag' sínum. Heim héldu þeir á fimmtudag og þótti ferðin hin bezta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.