Dagur - 11.02.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 11.02.1967, Blaðsíða 8
SMÁTT OG STÓRT Á óskudaginn ber bærinn svip af hinum skrautklæddu börnum og þá fer fram fjársöfnun fyrir Rauðakrossinn. (Ljósm.: E. D.) Um Jarðakaupasjóð og hagnýtingu fiskimiða ÞESS ber að geta, sem gert er. sl. hausti lofaði ríkisstjórnin að sjóð og frumvarp þetta er nú í samningunum við Stéttarsam- leggja fyrir Alþingi frumvarp fram komið. Samkvæmt því á band bænda um afurðaverðið á til laga um nýjan jarðakaupa- ríkið að leggja sjóðnum til 36 ----------!-----------------------------------------------¦---------------———-—- millj. kr. starfsfé á 6 árum. í frv. segir, að hlutverk sjóðsins sé að kaupa jarðir „í þeim til- gangi að fella þær úr ábúð". VETRARKLIPPING SAUDFJÁR VÍDA um land hefur vetrar- klipping sauðfjár verið tekin upp. Virðist þetta gefast allvel og fara þessar vetrarklippingar mjög í vöxt á allra síðustu ár- um. Karamellukvörnin á þriðjudaginn HINN sænski barna-söngleikur, Karamellukvömin, verður frum sýndur á þriðjudaginn kemur í Samkomuhúsinu á Akureyri, undir leikstjórn Guðmundar Gunnarssonar. Æfingar Leik- félags Akureyrar á þessum barnasjónleik hafa staðið yfir um nokkurt skeið. Þýðingu ann aðist Árni Jónsson bókavörður nema á bundnu máli Kristján frá Djúpalæk, og frumsamdi hann ljóð til viðbótar. Sum sönglaganna við textana eru eftir Birgi Helgason kennara. Akureyrartogarar HARÐBAKUR seldi 159.7 tonn í Grimsby á þriðjudag fyrir 12.656 pund. Hann kemur vænt anlega til heimahafnar í dag. Hinir togararnir eru allir á veiðum. Veður hefur verið óstillt og afli f remur tregur. ? Fjáreigendafélag Akureyrar hófst handa með þessa nýjung í fyrravetur og létu 50 fjáreig- endur klippa sauðfé sitt. Þetta þótti vel takast og voru sauð- fjárafurðir í betra lagi á Akur- eyri nú í haust. Fjáreigenda- félagið hefur nú tvo menn í þjónustu sinni með tæki til vél- klippinga. Fjáreigendur þurfa að snúa sér til stjórnar félagsins um fyrirgreiðslu í þessu efni. Formaður er Guðmundur Snorrason bifreiðastjóri. Q Sjóðnum er heimilað að selja jarðir sínar sveitarfélögum og öðrum tilgreindum aðilum með því skilyrði, að „jarðirnar megi ekki byggja til búrekstrar". Þetta munu ýmsum þykja nokk uð hláleg ákvæði, enda líklegt, að þeim verði breytt, því að varla getur það verið aðaltil- gangur þessa máls, að koma koma jörðunum í eyði og fækka bændum. Er hér sennilega um fljótaskrift að ræða á frumvarp Engum tókst að sigra Friðrik Hann tefldi 47 skákir, en aðeins 7 urðu jafntefli SL. SUNNUDAG tefldi Friðrik Ólafsson stórmeistari fjöltefli á 37 borðum hér á Akureyri. — Urslit urðu þau, að hann vann 32 skákir og gerði 5 jafntefli. Þeir sem gerðu jafntefli við Friðrik voru: Örn Ragnarsson, Jón Björgvinsson, Gunnlaugur Guðmundsson, Anton Magnús- son og Gunnar Skarphéðinsson. Kvöldið eftir tefldi Friðrik klukkufjöltefli við 10 meistara- flokksmenn. Urslit urðu þau, að hann vann 8 skákir og gerði tvö jafntefli, og fór hann því ósigr- aður héðan. Þeir sem gerðu jafn tefli við hann voru: Jón Björg- vinsson og Þorgeir Steingríms- son. Skákþing Norðlendinga hefst í Landsbankasalnum í dag (laugardag) kl. 2 e. h. Hrað- skákmót Norðlendinga verður haldið sunnudaginn 19. febrúar 1967. SJONVARP ÞARFARA EN VEGIR? Eru þjóðvegir ekkí eins mikils virði fyrir þjóðina og sjónvarp? Það er von, að svona sé spurt. Þeir sem þjóðmálum ráða, hafa ákveðið, að innflutningsgjöld af sjónvarpstækjum skuli ekki renna í ríkissjóðinn heldur í sérstakán sjónvarpssjóð, sem varið sé til að koma upp sjón- varpsstöðvum. Sagt er, að hér sé um að ræða „þjóðráð" og „fundið fé". En þegar lagt er til að leyfisgjöld og önnur innflutn ingsgjöld af bifreiðum renni í vegasjóð til að byggja upp vegi og brýr, kemur annað hljóð í strokkinn. Svo var að heyra í útvarpinu á dögunum, að sam- göngumálaráðherranum fyndist þetta fjarstæða. Sú var þó tíð- in, að ríkissjóður hafði engar umframtekjur af umferðinni. En málið liggur ljóst fyrir. Inn- flutningsgjöld bíla og sjónvarps tækja eru hliðstæður, vegir og sjónvarpsstöðvar sömuleiðis. „MANNLEGUR ÓFULL- KOMLEIKI" Innan um ruslið í „Kjallara" síðasta blaðs íslendings glitrar sannleiksperla þó að ótrúlegt sé. Þetta perlubrot er játning þess, að verðbólgan, sem er að eyðileggja efnahagslifið í land- inu, stafi m. a. af „mannlegum ófullkomleika" þeirra sem för- inni ráða. Mikið var að þessi játning skuli sjást þarna. Ráða má af því að samvizkan í þessu húsi sé þó stundum ekki sem rólegust, — og skal það hvorki láð né lastað. Það er einmitt þessi „ófullkomleiki", er íslend ingur talar nú um, sem deilt hel' ir verið á ríkisstjórnina fyrir hér í Degi. Enginn hefir sagt að sá „ófullkomleiki" væri ekki mannlegur. Enginn hefur held- ur sagt að „ófullkomleikinn" stafi af mannvonzku, þótt hann hafi orðið þjóðinni til ógæfu. A ENN LÆGRA STIGI Hitt er, deilt á og verður varla um of vítt, að þegar sannprófazt hefir ár eftir ár, að ríkisstjórn- in er í svo stórum stíl haldin þessum „mannlega ófullkom- leika" að stjórnarfar hennar magnar verðbólguna i stað þess Brotizt inn á Svalharðseyri Á SVALBARÐSEYRI var brot Litlu var stolið utan e. t. v. izt inn í verzlun kaupfélagsins þar aðfaranótt síðasta laugar- dags, og var hurð brotin mllli verzlunar og vörugeymslu. — Frá Bridgeklúbbi FUF TVÍMENNINGSKEPPNIN, er fram átti að fara á morgun, sunnudag, kl. 2 e. h. er frestað um viku. Nánar auglýst síðar. hverju af sælgæti. Svalbarðs- ströndungar eru ekki þjóf- hræddir menn og þykir þetta atvik sjálfum mjög fréttnæmt. Ekki er upplýst, hver eða hverjir voru að verki. Símstöðin á Svalbarðseyri hefur verið lögð niður og er sjálfvirkur sími kominn á noklcra bæi. Líkar breytingin yfirleitt vel, er blaðinu tjáð. Q Þessar 10 ára telpur seldu merki Rauðakrossins á Akureyri á ösku daginn fyrir 1735 kr., og heita þær Sigríður Pálmadóttir og Asa Jakobsdóttir. (Ljósm.: E. D.) að stöðva hana, -—þá situr hún samt áfram og blöð, sem hafa stutt hana, mæla því bót. Það þrálæti getur ekki flokkazt und ir „mannlegan ófullkomleika" heldur pólitískan skepnuskap. „UNNIÐ FYRIR GÝG" Þegar Ólafur Thors kynnti stjórn sína 1959 lýsti hann yfir að markmið hennar væri að koma í veg fyrir verðbólgu. Seinna, þegar illa hafði gengið í þessu efni, sagði hann, að ef ekki tækist að stöðva verðbólg- una, væri allt annað unnið fyrir gýg. Stjórnin situr enn og vinn ur fyrir gýg." MAÐURINN, SEM DATT Maður sá, sem skrifaði langlok- urnar í íslendirigi um bæjar- stjórakjör á Akureyri, og kaus að setja ekki nafn sitt undir, virðist hafa dottið eða misst penna sinn því hann mætir hvorki eða skemmtir í íslend- ingi í f yrradag. Sjálfstæðis- menn gefa þessá skýringu: Höf undinmn hefur verið bent á að því oftar sem hann skrifi því meiri sé skömm bæjarfulltrúa ihaldsins af því að greinar hans minni fyrst og fremst á þá fram komu þeirra, sem þyrfti nauð- synlega að gleýmast. SAMTÖK SÍLDAR- SJÓMANNA Svo heitir riystofháð félag síld- arsjómanna,' fcn stofntrn þéss va'r undirbúin á sl. hausti 'á Austur landi. Verkefni félagsins er áð gæta hagsmuna síldarsjómanna. Formaður félágsins er Páll Guð mundsson Reykjavík. AÐ MINNKA VELTING SKD?A Til landsins kom um daginn bandarískur verkfræðingur og kynnti nýja aðferð til að draga úr veltingi skipa. Aðferðin byggist á vökvafylltum tanka með allflóknum útbúnaði, seni dregur úr veltingnum til miina. Með þessum hætti á að vera unnt að lengja veiðitíma fiski- skipa. Norðmenn hafa sett bún- að þennan í þrjá togara til reynslu. LOÐNAN KEMUR SNEMMA Línubátar frá Hornafirði urðu fyrstir varir Við loðnu, sem kom in er að landinu austan og sunn an. Er loðnan hálfum mánuði til (Framhald á blaðsíðu 7) Góður afli á Þórshöfn Gunnarsstöðum, Þórshöfn 10. febrúar. Héðari fóa fimm dekk- bátar þegar á sjó gefur og er afli sæmilega góður, eða upp í fimm tonn í róðri. Kristján Ásgeirsson, kunn tófuskytta, hefur nú kéypt sér nýjan vélsleða og eru nú tvö slík farartæki í þessu byggðar- lagi. Kristján ætlar að nota vélsleðann við tófuveiðar nú í vetur. Má segja að tækni nú- tímans sé tekin í þágu þessa veiðiskapar, hver sem árangur- inn verður. Ó. H.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.