Dagur - 10.05.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 10.05.1967, Blaðsíða 8
r SMÁTT OG STÓRT Sviösmynd úr Jónsmessudraunii. — Sjá bls. 5. (Ljósm.: Eðvarð Sigurgeirsson) BRÁTT verður tekið til við að ryðja Siglufjarðarskarð, en þar er geysilega mikill snjór, og er reiknað með að verkið taki varla skemmri tíma en hálfan mánuð. Stöðugt er unnið að því að fóðra Strákagöngin, sem eiga í framtíðinni að auðvelda Sigl- firðingum samgöngur á landi að vetrarlagi, en alllangt er þó þar til göngin verða tilbúin til um- ferðar fyrir almenning. Dagur liringdi í Sigfús Thord- arsen yfirverkstjóra í Strákagöng- um, og spurffi hann, hvernig verk- iff gengi. Hann sagði: — Viff cr- um um það bil hálfnaffir að fóffra göngin, en eigum eftir um þriggja og hálfs mánaffar vinnu. þar til því verki er lokiff. Lítiff er unt, aff fólk fari í gegn um göngin, og yfirleitt fer ekki annaff fólk um þau en viff, sem erum aff vinna þarna. A tímabili í haust var fólki leyft aff ganga í gegn um göngin í sambandi viff áætlunarferðir. Það kom mefi áætfunarbílnum aff göngunum, gekk síffan í gegn og annar bíll tók viff því hinum meg- in. En þetta liefur ekki veriff tek- iff upp aftur í vor, enda þýðingar- laust, þar sent vegurinn hefur ekki veriff almennilega fær hvort sem er. — Um þessar mundir vinna um 20 menn í göngunum, og híifum við unniff í þeim í allan vetur, af fullum krafti, en þaff hefur samt gengið mjög erfiðlega stundum vegna veðra. I vetur hefur affeins veriff unninn venjulegur vinnu- dagur, en ekki vaktavinna, en þó hefur allaf veriff töluverð eftir- vinna. Nú er ætlunin aff fara að fjiilga eitthvaff mannskap á næst- unni. Þiff spurðum Sigfús um hrun í (Framhald á blaðsíðu 6). ENGIN SÍLDVEIÐI f MAÍ I fyrrasumar veiddist fyrsta síldan 9. ínaí. í maímánuði veiddist þá síldarmagn, sem svaraði til 500.000 tunna síldar. Nú segir stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins, að þetta sé vond síld, sem ekki borgi sig að veiða, menn œttu heldur að nota tímann í maímánuði til að undirbúa síldarvertíðina. Sú ákvörðun, að banna síld- veiðar, er algerlegt gjaldþrot stjórnarstefnunnar. Bann við framleiðslu er hrein uppgjöf og vansæmandi. LANGDRÆGT SJÓNVARP Blaðið hefur haft fregnir af því, að hér á Akureyri, hjá Stefáni Hallgrímssyni, útvarpsvirkja, hafi sézt norskt og jafnvel sænskt sjónvarp. Sýnir þetta langdrægni sjónvarpsstöðva. — Hér á landi eru það fjöllin, sem víða hindra sjónvarpssending- ar. Við slík skilyrði verður að koma upp mörgum sjónvarps- eða endurvarpsstöðvum. TUGTHÚS FYRIR MENN OG HESTA Sagt er í fréttum, að lögreglan í Kópavogi eigi í stöðugum erf- iðleikum með hestamenn, sem trufli mjög umferð, hafi í frammi ruddaskap og valdi margvíslegu ónæði. — Einkum mun þetta stafa af ölvun, sem virðist svo oft fara saman við liestamennskuna. — Um þetta segir sunnanblað, að sá fram- bjóðandi, sem bæri fram þá tillögu, að byggja hesthús við fangageymsluna, myndi örugg- lega fá mikið fylgi. Þá væri vandræðalaust liægt að setja bæði knapa og fararskjóta inn, þegar þess væri þörf. NÝ LAXÁRVIRKJUN I miðvikudagsblaðinu síðasta var sagt frá því, að leyfi stjórn- arvalda til að byggja nýja Lax- árvirkjun væri fengið. Þessu ber að sjálfsögðu að fagna. En þetta leyfi er þó lítils vert eða einskisvert plagg, ef afl þeirra liluta, sem gera skal, þ. e. fjár- magnið, vantar. — Þetta nýja leyfisbréf er því í -sjálfu sér ekkert undrunarefni. Hitt er t. d. miklu meira undrunarefni, að bygging nýrrar Laxárvirkj- unar skuli ekki þegar vera hafin. Enn virðist margt benda til þess, að framkvæmdir séu ekki á næstu grösum, þótt ekk- ert verði um það fullyrt, og að það eigi að láta okkur hér nyrðra nægja smá sviðsetning- (Framhald á blaðsíðu 7) „Við erutn tiibúnir að faka á móii síldinni" Margir ferðamenn Reynihlíð 9. maí. 1 dag er byrj- að á að aka í grunna þeirra tíu íbúðarhúsa, sem Iðja h.f. á Ak- ureyri ætlar að reisa hér við Mývatn í sambandi við Kísil- gúrverksmiðjuna. Vegir eru hér allir ágætir, en þó er um- ferð um þá aðeins leyfð jeppa- bifreiðum. Mikið hefur verið sótt um gistingu í Reynihlíð í sumar, SKRIFSTOFA F ramsóknarf lokksins Hafnarstræti 95, er opin allan daginn á venjulegum skrifstofu tíma og flest kvöld. Sími 2-11-fM) Lönguhlíð 2 (Verzl. Fagrahlíð) er opin kl. 8—10 öll kvöld, nema Iaugardagskvöld. Sími 1-23-31 Framsóknarfólk er hvatt til að koma á skrifstofurnar og atliuga kjörskrá og gefa upp- lýsingar. KOSNINGA SKRIFSTOFA Framsóknarmanna á Húsavík er að Garðarsbraut 5 (göinlu bæjarskrifstofunúm). — Sími 4-14-35. Skrifstoían verður op in alla daga kl. 20—22, nema laugardaga og sunnudaga kl. 17—19. og mun meira en verið hefur síðustu ár. Hér er verið að vinna við endurbætur og breyt ingar á hótelinu. Bætt verður við átta gistiherbergj um, tveggja manna, svo hótelið get- ur tekið við mun fleiri gestum en áður. Einnig verða gerðar ýmsar aðrar endurbætur á hús inu að innan, til hagræðis vegna hótelrekstursins. P. J. UM HELGINA auglýsti Síldar- verksmiðjan á Þórshöfn, að hún myndi taka við síld, hvenær sem hún bærist. Hákon Kristinsson verksmiðjustjóri sagði í viðtali við Dag, að þessi auglýsing hefði verið birt, til þess að koma í veg fyrir þann misskilning, að verksmiðjur þær, sem ekki eru í eigu SR, tæliju ekki á móti síld fyrr en eftir 1. júní. En stjórn SR til- kynnti fyrir helgina, að engin verksmiðja SR tæki á móti síld fyrir þann tíma. — Ég veit ekki til þess að nokkrar aðrar verksmiðjur en SR hafi ákveðið að bíða með að taka á móti síld fram yfir 1. júní, svo fremi, að þær séu til- búnar til síldarmóttöku, og einhver síld veiðist. Það er í sjálfu sér ekki eftir neinu að bíða, en ég veit auðvitað, að ekki er komið neitt síldarverð, en við tökum á móti síldinni, og greiðum síðan fyrir hana það verð, sem um verður samið af verðlagsráði sjávai-útvegsins, sagði Hákon. — Við erum tilbúnir þegar í dag, að taka á móti síldinni. Verksmiðjan hér afkastar 300 tonnum af hráefni á dag. Enn er enginn bátur byrjaður á síldveiðum, en ég heyrði fyrir sunnan í vetur, að skipstjór- arnir ætluðu sér almennt að fara mjög snemma á síld- veiðar, þvi ekkei-t annað væri fyrir þá að gera, eftir að vetrar- vertíðin brást að mestu. — Leitarskipin Hafþór og Ægir eru byrjuð síldarleitina, og eru nú hérna fyrir norð- austan land, en ég hef ekkert jákvætt heyrt frá þeim enn sem komið er. En strax og þau finna síld, er áreiðanlegt, að bátarnir leggja úr höfn, sagði Hákon. Það leynir sér ekki þegar á fjórða lnmdrað bændur eru í bænum, því þá eru bifreiðastæði þétt skipuð. Sjá frétt á bls. 1.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.