Dagur - 17.05.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 17.05.1967, Blaðsíða 2
2 Skólakerlið þarfnasl endurskoðunar segir Eiríkur Þormóðsson liáskólanemi EINN af þeim, sem kiósa í fyrsta skipti til Aiþingis á bessu vori er Eiríkur Þormóðsson, Rauðumýri 12 á Akureyri. Eiríkur lauk stúdeníspróii frá M. A. 1983, og stundar uám við íslenzkudeild Iláskóia íslands. Hefur hann þegar lokið fyrri liluta prófi þar meö góðum ár- angri. — Hvernig kanntu við nám- ið í háskólanum? — Ég kann því allvel. Nám initt stunia ég samkvæmt eldri reglugerð um nám í íslenzkum fræðum, og skiptist þá námið í þrjár höfuðgreinar: íslendinga- sögu, íslenzka bókmenntasögu og íslenzka og norræna mál- fræði, og eru þessar greinar all- ar jafn réttháar. Aðalgrein mín til lokaprófs verður væntanlega íslendingasagan, og hyggst ég taka ritgerðarefni til lo-kaprófs úr henni. — Hvað ætlarðu að skrifa um? — Ég reikna með 'að skrifa um sögu byggða.rinnar á heið- unum á Norðausturlandi á síð- ustu öld, en eins og kunnugt er byggðust mörg ný býli á heið- um uppi einkum á fyrri hluta 19. aldar, ekki sízt á Norður- og Austurlandi. Reyndar fóru þessi býli flest aftur í eyði þegar Vesturheimsferðirnar hófust. Þessi sérstæða landnámssaga hlýtur að teljast mjög athyglis- verð og hefur lítt verið rann- sökuð til þessa. — Hvað viltu segja um náms aðstöðu við Háskóla íslands? — Námsaðstaðan mætti að ósekju vera miklu betri. Til dæmis er lestraraðstaðan á bóka söfnum í Reykjavík mjög ónóg, og þyrfti hið fyrsta að bæta þar úr með .byggingu ríkisbókhlöðu, þar sem sameinuð yi‘ðu í einu húsi Landsbókasafn, Háskóla- bókasafn, Handritastofnun og jafnvel Þjóðskjalasafn. — Þú hefur auðvitað unnið ýmis störf á sumrum eins og aðrir námsmenn? — Ég hef meðal annars unn- ið nokkur sumur við síldar- bræðsluna á Raufarhöfn, líka við byggingar og fleira. Ein- hvern veginn verður að ná í peninga fyrir námskostnaði. Námslánin hafa ekkert hækk- að, miðað við vísitölu síðustu árin, og þau hrökkva skammt. Sumarvinna er því óhjákvæmi- leg nauðsyn fyrir námsmenn. — Heldurðu að til greina komi að taka upp námslaun hér? — Mér finnst, að þau mætti taka upp í áföngum, þannig að þau næðu í fyrstu til þeirra námsmanna, sem lokið hefðu fyrra eða fyrsta hluta í námi sínu. Þetta má rökstyðja með því, að staðreynd er, að þeir sem komnir eru þetta langt á veg í náminu, Ijúka því nær allir. Þetta yrði því örugg fjár- Eiríkur Þormóðsson. festing, enda myndu þessir menn koma fyrr til fullra starfa í sinni grein fyrir bragðið. — Hvað myndirðu segja um íslenzka skólakerfið almennt? — Skólakerfið í heild þarfn- ast gagngerðrar endurskoðun- ar, ekki sízt menntaskólanám- ið, enda mætti örugglega láta fólk taka stúdentspróf ári fyrr með betri skipulagningu náms- ins, og annað ár má vinna í síð- ari hluta háskólanáms með námslaunum, eins og ég nefndi. — Heldurðu, að landsbyggð- in mætíi sín meira, ef fleiri menntamenn settust að úti á landi? — Tvímælalaust. Gera þarf menntamönnum auðveldara að setjast að úti á landi, ekki síð- ur en fyrirbyggja þarf flótta þeirra úr landi. Ég held, að við gagnfræðaskólann hér á Akur- eyri sé einn kennari með cand, mag.-próf, skólastjórinn, og 3— 4 eða svo með B. A.-próf af um 30 kennurum við skólann, en þeir eiga flestir að hafa a. m. k. B. A.-próf til að hafa full rétt- indi að lögum. Yfirleitt álít ég, að það hafi ótvírætt menningar- legt gildi að byggð verði haldið við sem víðast á landinu, og þá eru menntamennirnir nauðsyn- legur þáttur. Ég fyrir mitt leyti mundi ekki síður vilja setjast að hér á Akureyri en fyrir sunn an, ef um svipuð kjör og að- stöðu væri að ræða. — Hvemig sýnast þér kosn- ingahorfurnar? — Ég vona, að unga fólkið stuðli sem mest að því að breytt verði um stjórnarstefnu, og það sér það nú æ betur, að slíkt gerist aðeins með því að Fram- sóknarflokkurinn verði efldur, enda er hann aðalstjórnarand- stöðuflokkurinn. Fólk finnur það nú glöggar en áður, að ekki er skynsamlegt að veita Al- þýðubandalaginu stuðning, því að þar á bæ virðast menn nú vera sammála um það eitt að vera innbyrðis ósammála um alla hluti, segir Eiríkur Þor- móðsson að lokum, og þökkum við svör hans. Bj. T. Hvítasunmimót KA í handknattleik: SKÁKÞINGX Akureyrar er ný- lokið. Teflt var í þrem flokkum: Meistaraflokki, 1. flokki og 2. flokki. Skákmeistari Akureyrar varð Jón Björgvinsson með 6% vinn- ing. 2. varð Margeir Steingríms- son með 6 vinninga. 3.—4. Gunn- ». laugur Guðmundsson og Jóhann Snorrason með 5 vinninga hvor. Efstur í fyrsta flokki var Haki Jóhannesson með 4Vá vinning. Efstur í 2. flokki varð Ragnar Ragnarsson msð 4V2 vinning. Hraðskákmót Akureyrar fór fram s.l. fimmtudag. Efstur var Halldór Jónsson með 11% vinn- ing, 2.—3. Júlíus Bogason og Jón Torfason með 11 vinninga hvor. Fyrri helgi fóru til Húsavíkur 6 ungiingar innan við 17 ára ald- ur og tefldu við jafnaldra sína á Húsavík og báru sigur úr bítum með 4 vinninga gegn 2. — Þeir fóru þetta í boði Taflfélags Húsa víkur. (Frá Skákfélagi Akureyrar). r Þetta er í ló. siim, sem ÍMA sigrar SL. FÖSTUDAG, kl. 9 e. h., fór •fram svokallað Maíboðhlaup á íþróttavellinum á Akureyri. Veður var gott til keppni og brautin vel undirbúin og merkt. íþróttafélag M. A. sá um hlaup- ið og fór það vel fram. Áhorf- endur voru all-margir og fylgi ust með hlaupinu úr stúku íþróttavallarins. Aðeins 2 sveit- ir kepptu að þessu sinni, sveit ÍMA og sveit KA. Sveit frá UMSE ætlaði að taka þátt í hlaupinu, en gat ekki mætt til leilrs vegna aurbleytu á vegum í Eyjafirði. Það óhapp varð í upphafi hlaupsins að KA-maður missti keflið, og gerði það út um sig- urmöguleika. KA. Urslit í hlaupinu urðu þessi: 1. Sveit ÍMA 3.2Ó.0 mín. 2. Sveit KA 3.34.6 mín. KA-FÉLAGAK! Æfingar í knattspyrnu fyrir 3., 4. og 5. flokk, hefjasí á íþrótta- vellinum föstudaginn 19. maí, og verða síðan æfingar sem hér segir: Þriðjudagar: kl. 6—7 5. fl. kl. 8—9 4. fl. kl. 9—10 3. fl. Föstudagar: kl 6—7 5. fl. kl. 8—9 4. Fi. kl. 9—10 3. fl. Félagar! FjölmenniS á æfing- arnar og mætið stundvíslega. Knattspyrnudeild. Þetta er í 16. sinn, sem ÍMA sigrar í þessu hlaupi, en KA hefur sigrað 4 sinnum og Þór 1 sinni. — í sveit ÍMA voru eftir- taldir menn: Skúli Sigurðssoh 4. b., Gúðiaugur Eilertsson 3. b., Jón Sigmundsson 4. b., Jóakim Ottósson, 6. b., Þráinn Rós- mundsson; 6. b., Lárus Guð- mundsson 6. b., Gunnar Krist- insson 5. b., Ólafur Ingimarsson 3. b., Hinrik Greipsson 5. b. og Haukur. Ingibergsson 6. b. Að hlaupinu loknu var sig- urvegurunum afhentir verð- launapeningar. Q Akureyringar sigruðu KR með ellefu marka mun S.L. laugardag og sunnudag fór fram í íþróttaskemmimni á Oddeyri Hvítasunnumót KA. Það var handknattleiksdeild KA, sem sá um þetta mót, en formaður hcnnar er Hafsteinn Geirsson. Gestir KA að þessu sinni voru nýbakaðir íslands- meistarar í 2. deild karla, KR, og fóru leikar svo, að Akureyr- ingar sigruðu þá í aðalleiknum á laugradag með 11 marka mun, 35:24. Með Akureyringum lék np afíur Ólafur Ólafsson, og hafði það góð áhrif á liðið. LEIKURINN Á LAUGAR- DAG. Á laugardag hófst keppnin kl. 4. e. h. og í fyrstu leit út fyrir, að um jafna og spennandi keppni yrði að ræða. Á fyrstu mínútunum skipust liðin á að’ skora, en von bráðar tóku Ak- ureyringar foi-ysbu og héldu henni út allan leikinn, þrátt fyrir að þjálfari KR-inga, hinn kunni landsliðsmaður, Ingdlfur Óskarsson, Fram, léki með KR, er síga tók á ógæfuhliðina fyrir þá. Flest mörkin skoruðu Ak- ureyringar af línu. í leikhléi var 7 marka munur Akureyringum í vil, 19:12. — Bazti kafli ÍBA-Iiðsins var í byrjun síðari hálfleiks, þá skor- uðu þeir 7 mörk gegn einu á fyrstu 7 mínútunum. Eftir það var varla um nokkra keppni að ræða. Þetta er einn bezti leikur Ak- ureyringa, og sýnir það bezt, hve mikils vh'ði það er fyrir hvert lið að hafa leikmann eins og Ólaf Ólafsson til að byggja upp. Leikur Ólafs var prýðis- góður og virtist nýtt líf færast í leik liðsins við tilkomu hans og áttu allir Leikmenn ÍBA- liðsins góðan leik. Flest mörk skoruðu þeir Stefán Tryggva- son, 10 og Þorleifur, 9. í lið KR vantaði Karl Jó- hannsson, en eins og áður segir, lék Ingólfur Óskarsson með þeim mikinn hluta leiksins, én fékk ekki rönd við reist. Þessi leikur var mjög ólíkur leik KR hér í ísiandsmótinu s.l. vetur, engin harka sást, aðeins góður handknattleikur. Dómari var Árni Sverrisson. Á undan aðalleiknum á laug- ardag léku Þór og KA í 4. fl. karla og sigraði Þór með 7:4. HRAÐKEPPNI A SUNNU- DAG. Á hvítasunnudag kl. 4 fór svo fram hraðkeppni fjögurra liða. KRa og KRb og KA og svo sameinað lið Þórs og ÍMA. — Með b-liði KR léku Ingólfur Óskarsson og Reynir Ólafsson, en hann er gamall landsliðs- maður í handknattleik. Fyrst léku KRa og KA og eftir skemmtilegan leik framan af sigraði KRa 15:10. í leikhléi var staðan 8:6 fyrir KRa. Dóm- ari var Frímann Gunnlaugsson og dæmdi vel. KA-liðið var af- ar óheppið í þessum leik og frekar slappt. Þá léku KRb og Þór+ÍMA. Þar var einnig um tvísýna við- ureign að ræða, en sameinað lið Þórs og ÍMA sigraði 20:15. f leikhléi var staðan 11:7 fyrir Þór+ÍMA. Næst léku KRb og KA og sigraði KA naumlega 18:15. Næst síðasti leikurinn var svo KRa og Þór+ÍMA, og eft- ir tvísýna keppni lauk leknurn með sigri Þórs+ÍMA, 16:14. Að lokum léku svo KA og Þór+ÍMA og átti KA þar góð- an leik og sigraði 14:11. í leik- hléi var staðan 9:4 fyrir KA. Áhoríendur voru all-margir báða dagana, og eru þessar heimsóknir til KA um hvíta- sunnuna mjög ánægjulegar og orðinn fastur liður í íþróttalífi bæjarins. KR-ingum ber að þakka fyr- ir komuna og skemmtilega keppni og vonandi fara þeir ánægðir heim, þótt ekki tækist þeim að sækja gull í greipar Akureyringa að þesu sinni. Q SAGA-JEI # FLUGFÉLAG ÍSLANDS hefur ákveðið að vörumerki félagsins á þotuflugi þess milli landa skuli vera „SAGA-JET“. SAGA-JET verður að sjálf- sögðu mest notað í auglýsingum félagsins erlendis, til þess að minna á ísland og hina fomu menningararfleifð þjóðarinnar. Hið nýja vörumerki á þotu- flugi FlugféLagsins, SAGA-JET hefir nú þegar verið kynnt í sumaráætlun félagsins fyrir sumarið 1967 og í öðrum aug- lýsingaritum og spjöldum, sem dreift er erlendis. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.