Dagur - 20.05.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 20.05.1967, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Versnandi horfur ÞAÐ TVENNT hefur farið lkfflali á valdatíma núverandi stjórnarflokka, að fiskaflinn hefur aukizt um helm- ing og verð fyrir sjávarafurðir hefur hækkað ár frá ári, allt fram á síðasta ár. Þessi ár hafa því með réttu verið nefnd bæði aflagóðæri og markaðs- góðæri. Þjóðatekjumar hafa því auk- izt mjög mikið, og hefur það ekki legið í láginni. Þó að þetta séu engar nýjar upplýsingar, verður að leggja þessar staðreyndir til grandvallar: þegar þriðji meginþáttur árferðisins er veginn og metinn, en það er stjórnarfarslegt árferði. En það er einmitt sá þátturinn, sem urn þessar mundir er undir smásjá kjósandans vegna kosninga þeirra, sem í hönd fara. Engin hérlend ríkisstjórn hefur nokkru sinni fengið annað eins tæki- færi til þess að byggja upp framfara- þjóðfélag, fjárhagslega traust og skila atvinnuvegunum með blóma í hend- ur þeirar ríkisstjóraar, sem við tekur eftir kosningarnar í vor. Sjálf segir ríkisstjórnin að hún hafi lagt þann grunn sem traustur sé og á megi byggja^og óhætt sé að halda áfram á sömu braut viðreisnarinnar. Forsvarsmenn svo að segja hverrar einustu megin-atvinnugreinar í land inu hafa einnig hvatt sér hljóðs. Þeir segja meðal annars þetta: Bátaútgerð- in er lömuð, hraðfrystiiðnaðurinn í meiri vandræðum en nokkru sinni áður, iðnaðurinn á við vaxandi sam- keppniserfiðleika að búa. Ekkert síldarverð hefur verið unnt að ákveða og Síldarverksmiðjur ríkisins hafa neitað að taka á móti síld til vinnslu í þessum mánuði. Meir en helming- ur togaraflotans hefur verið seldur úr landi eða liggur bundinn við hafnargarðana. Og bændur fá aðeins um helming þess kaups fyrir sína vinnu, sem þeim er þó áætlað sam- kvæmt lögum. Þannig hljóða vitnis- burðir þeirra manna sem að mæla fyrir hönd hinna ýmsu atvinnu- gieina. Ríkisstjómin viðurkennir ekki heimatilbúna erfiðleika eða mis- heppnaða stjómarstefnu. Allir erfið- leikar séu verðfalli á erlendum mörk- uðum að kenna. Verðfallið er þó ekki meira en það, að íslenzkar sjáv- arafurðir voru seldar hærra verði ár- ið 1966 en áður, þrátt fyrir verðlækk- anir á síðari hluta ársins. Það er því alrangt að kenna verðfallinu um það hversu nú er komið í atvinnu- og efnahagsmálum. Það var aldrei hægt að búast við hækkandi verði endalaust og ekki heldur hægt að treysta því að hvert ár yrði metár (Framhald á blaðsíðu 7.) HVERS VEGNA ÖLL ÞESSIVERÐBÓLGA! UNDANFARIN „viðreisnarár11 hefur verðbólgan hér á Fróni ver- ið mun meiri en á sama tímabili annars staðar í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Það er samdóma álit alls hugs- andi fólks, í hvaða stjórnmála- flokki sem er, að ein meginfor- hefur frá Skagaströnd, Skálum á Langanesi eða Jökulfjörðum,hef- ur getað tekið flest sitt með sér suður — nema húsin. Þess vegna hefur verið meira en nóg að gera í byggingariðnaðinum í Stór- Reykjavik og eftirspurn eftir húsnæði gífurleg. BJÖRN TEITSSON FRÁ BRÚN SKRIFAR senda þess, að koma megi at- vinnuvegum landsmanna á rétt- an kjöl aftur og forða allsherjar- • kreppu í atvinnu- og efnahagslífi íslehzku þjóðarinnar, sé að verð- bólgan verði stöðvuð. En til þess að stöðva megi verðbólguna verðum við að vita um orsakir hennar, svo að unnt verði að grafa fyrir rætur meins- ins og eyða því á skipulegan og árangursríkan hátt. Undanfarna áratugi hefur ver- ið mikil og ör fólksfjölgun hér- lendis. Þessi fólksfjölgun hefur ekki dreifzt jafnt á hina ýmsu landshluta, heldur hefur hún að langmestu leyti komið á Reykja- vík og nágrenni, nú síðast mest á Kópavog og Garðahrepp. Afleiðing allrar þessarar fólks- fjölgúnar á Suðvesturlandi hefur orðið skortur á íbúðarhúsnæði þar um slóðir. Fólk, sem ílutt Þetta hefur gengið svo langt, að fólk hefur ekki sett fyrir sig, þótt það þyrfti að borga geypi- hátt verð fyrir íbúðirnar og lengt vinnudag sinn. Oprúttnir byggingameistarar og braskarar Björn Teitsson frá Brún. Þrjéfíu og fvær ár eru á Kýpur FYRIR ÞÁ sem ekki eru hnút- unum kunnugir virðist verk- efni þriggja sænskra verkfræð- inga nánast fjarstætt: að fara til eyjar, sem er minni en Skán, og reyna að bæta þar úr vatns- skorti, þó að þar séu 32 fljót. Sérfræðingarnir, sem eru í þjónustu Sameinuðu þjóðanna, heita Sture Ei-esund, Kenneth Marelius og Sven Törnquist. Verkefni þeirra er að leysa eitt alvarlegasta vandamál Kýpur- búa — og lausnin er fólgin í því að safna regnvatninu á eynni. Regnvatnið er að meðaltali 490 mm á ári, en regnið fellur á óheppilegustu stöðum, nefni- lega í fjöllunum, og á óheppi- legasta árstíma — á veturna, og megnið af vatninu rennur til sjávar með fljótunum. Kýpurbúar eiga tilveru sína og afkomu að verulegu leyti imdir landbúnaði. Loftslagið veldur því, að þeir geta ræktað ávexti og grænmeti fyrr en íbúar nokkurs annars Evrópu- lands, og hafa þeir miklar gjald eyristekjur af þessum afurðum. í náinni samvinnu við Sam- einuðu þjóðirnar og sérstofn- anir þeirra hefur stjómin á Kýpur unnið að langdrægri áætlun síðan 1961, sem miðar að því að hagnýta vatnsmagnið á eynni. Áætluninni má skipta í þrjá þætti. Gera á meira en 100 stíflur í fljótin 32. Verkfræðingarnir Eresund og Marelius eru sér- fræðingar í stíflugerð og starfa undir stjórn kínvei-sks sérfræð- ings. Um það bil 50 stíflur eru fullgerðar eða í byggingu. Rannsókn á málmsteini og neðanjarðarvatni var hafin árið 1963 og mun standa yfir í fimm ár. Neðanjarðarvatnið er kann- að fyrir reikning Sameinuðu þjóðanna af verktökum í Tel Aviv undir stjóm Törnqvists. Þriðji þátturinn nefnist „Yfirlit, leiðsögn og áætlanir um notkun vatnsins.“ Hér er ætlunin að hjálpa ríkisstjórn- inni við að móta „vatnsveitu- stefnu“ (m. a. með löggjöf um eftirlit með vatninu). Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna (FAO) hefur á hendi framkvæmd þessa verkefnis. Stjómin á Kýpur og Þróun- aráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDÞ) standa straum af kostnaðinum við þetta. Hugboð (Framhald á blaðsíðu 7) í þessum landshluta lærðu fljótt að mata krókinn. Þeir hafa séð um að íbúðaverð á Suðurnesjum hefur stigið með ævintýralegum hraða, jafnvel 15—20% á ári nú síðast. Athuganir varðandi hagkvæm- ari og ódýrari byggingaraðferðir hafa átt að fara fram á vegum ríkisvaldsins, en átakanlega lítið hefur gerzt í þeim efnum. Til er að vísu Rannsóknarstofnun bygg- ingaiðnaðarins, sem á víst ein- mitt að finna upp hagkvæmari byggingaraðferðir, og fær hún rúmlega eina milljón króna á fjárlögum þessa árs. Væri fróð- legt að vita eitthvað um afrek þessarar stofnunar. Það fólk, sem á framangreind- an hátt hefur orðið að borga morð, fjár fyrir íbúðir sínar. hef- ur auðvitað þurft, að fá aukið fjármagn einhvers staðar, og því heimtað hærra kaup. Húsnæðis- eklan suðvestanlands, vegna fólksflutninganna til Faxaflóa- svæðisins, hefur því verið ein af höfuðorsökum verðbólgunnar. Verðlagseftirlit og skattalög- regla hefur lítt haft sig í frammi gagnvart húsnæðismiðlurunum og okurbyggingameisturunum, sem hafa verið samtaka um að hækka sífellt húsnæðisverðið til ágóða fyrir sjálfa sig. Marglofað viðskiptafrelsi hafa þessir menn notfært sér á hinn verri veg — enginn spyr, hvert þeir láti gróð- ann renna, enda mun hann víða standa fótum. Verð á íbúðarhúsnæði er nú nálægt helmingi hærra á Reykja- vikursvæðinu en á Akureyri, eins og dagblaðið Vísir hefur upplýst af heiðarleika nú að undanförnu. Ef eitthvert vit væri í hlutunum, ætti þetta verð líklega að vera lítið eitt hærra hér fyrir norðan, m. a. vegna flutningskostnaðar ýmissa efnistegunda. Mundi nú margur segja, að mál væri að stöðva braskaravaldið. En forsætisráðherrann og kappar hans í forystu Sjálfstæð- isflokksins tilheyra sjálfir sömu kynslóð og stéttum og margir braskaranna og koma ekki auga á meinsemdina. Þeir tala bara um aukið viðskiptafrelsi og bætta aðstöðu einstaklingsins. Þeir viðurkenna ekki, að í verð- bólguþjóðfélaginu kemst sá óprúttnasti oft lengst. Eitt af höfuðviðfangsefnum Framsóknarflokksins, ef hann kemst i aðstöðu til sterkra áhrifa, hlýtur að vera það að af- létta því vandræðaástandi, sem ríkir á þessu sviði og stöðva framgang braskaranna og þá um lei.ð „uppræta eina helztu mein- semdina í þjóðarbúskapnum, og komast þannig fyrir eina af meg- inorsökum verðbólgunnar. •Taka þarf upp margfalt strang- ara eftirlit með verðlagningu á íbúðarhúsnæði og efla heilbrigð samtök svo sem byggingarsam- vinnufélög og byggingarfélög verkamanna. Unga fólkið í land- inu, sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið eða á það eftir, hlýt- ur að sjá sér hag í að styðja þann flokk, sem vill stuðla að skyn- samlegri úrlausn þessa megin- vandamáls. Sjái það sér hag í að efla flokkinn getur flokkurinn heldur ekki skotizt undan því, ef aðstaða hans leyfir, að ráðast gegn vandanum. Mikið hefur verið um að vera í Húsavíkurliöfn að undanförnu, og þar oft verið margir bátar inni í einu. ÞAÐ’ er góðviðrisdagur á Húsa- vík og bátarnir eru áð koma að landi með aflann. Niðri á bryggj- unni hittum við Karl Aðalsteins- son, sem gerir út einn af bátun- um, og hann tekur því vel að svara fáeinum spurnirigum blaða- manns Dags. — Hvað róa margir báíar frá Húsavík núrtal — Það eru nú gerðir út hér sjö þilfarsbátar og að auki nokkr- ar trillur. Ég geri út þilfarsbátinn Sæborgu, sem er 17 lonn, og ég reri sjálfur þar til í haust, að ég kom í land og hef verið við lag- færingar á netum og þess háttar síðan. — Hvernig hefur aflazt í vet- ur? — Við vorum á netum og afl- inn var með lélegasta móti, nær „Ferð til íslands” lilaut gullverðlaun A KVIKMYNDAHATIÐ, sem nýlega var haldin á Italíu, hlaut landkynningarkvikmynd Flugfélags íslands, „Ferð til ís- lands“ gullverðlaun. Þessi verðlaun hafa nú verið afhent félaginu ásamt heiðurs- skjali. í greinargerð segir að kvik- myndin sé mjög vel gerð lýsi fögru og sérkennilegu landslagi og að litir myndarinnar séu mjög góðir. Á kvikmyndahátíðinni var myndin sýnd með frönsku tali, en er auk þess til á ensku og þýzku. Þessa umræddu lándkynning- arkvikmynd lét Flugfélag Islands gera árin 1962—1963 og annað- ist þýzkur maður, dr. Erhard, töku og gerð myndarinnar. ÍBÚATALA HEIMSINS 6.1 MILLJARÐUR ÁRIÐ 2000 EN V VR 3.1 MILLJARÐUR ÁRIÐ 1965 Á LIÐNU hausti gerði Alls- herjarþingið samþykkt um aukna lilutdeild Sameinuðu þjóðanna í viðleitninni við að leysa fólksfjölgunarvandamál ið. í ályktuninni er gengið út frá „óskoruðum rétti þjóð- anna til að móta og fram- kvæma sína eigin stefnu í fólksfjölgunarmálum með nauðsynlegu tilliti til þess grundvallaratriðis, að hver fjölskylda hafi alfrjálsar hend ur til að ákveða hve stór fjöl- skyldan skuli vera.“ Fólks- fjölgunarvandamálið mun vissulega vera mjög alvarlegt mál, því samkvæmt skýrslum S. þ. er reiknað með að árið 2000 verði íbúar jarðar orðnir 6.1 milljarður, en voru aðeins 3.2 milljarðar árið 1965. Hinar ýmsu greinar og sér- stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa verið hvattar til að bregð ast vel og skjótt við beiðnum ríkisstjórna um uppfræðslu, rannsóknir, upplýsingar og ráð gjafarstörf á sviði fólksfjölg- unarvandans. Jafnframt var lögð áherzla á að þessi vanda- mál væru ólíks eðlis í hinum ýmsu löndum, þannig að þarf irnar væru mismunandi. Þetta hefur leitt til þess, að á þessu og næsta ári verður 21 verkefni hrundið af stokkun- um. Aðstoðin tekur til sér- fræðinga í manntali, þjóðfræð um og takmörkun barneigna, námsstyrkja og fjárframlaga frá Þróunaráætlun Samein- uðu þjóðanna og öðrum sjóð- um samtakanna til rannsókna, vinnuhópa og námskeiða um vandamál fólksfjölgunar. Hvert gengur hjálpin? Norður-afríska manntals- miðstöðin í Kaíró fær fjárveit ingu sem nemur 136.000 doll- urum (5.848.000.00 ísl. kr.). í Marokkó og Súdan starfa þeg ar tveir sérfræðingar Samein uðu þjóðanna í manntali, og Kongó (Brazzaville) má til- nefna einn styrkþega. Pakistan og Indland fá hjálp við að skipuleggja tak- mörkun barneigna, og Ind- land fær auk þess einn mann- talssérfræðing eins og íran og Kambodja. Ennfremur eiga tveir manntalssérfræðingar að starfa í Asíu allri, sitt árið hvor. Sex námsstyrkir verða veittir til náms við manntals- miðstöðina í Bombay, og hún fær að auki einn manntals- sérfræðing. Miðausturlönd fá einn manntalssérfræðing, og Kuwaít verður veittur einn námsstyrkur við stofnunina í Kaíró. 21 Suður-Ameríkani fær námsstyrki við manntalsmið- stöðina í Santiagó, sem auk þess fær beina fjárhagsaðstoð. Brasilía og Jamaíca hafa þeg- ar fengið tvo manntalssérfræð inga, og Mexíkó á von á tveimur. Haldnir verða fjöldafundir og námskeið um víða veröld. í júní verður haldið námskeið í Helsingjaeyri um upp- fræðslu á sviði manntals og takmörkunar bameigna. í ágúst tekur vinnuhópur í Bangkok fyrir samgöngu- vandamál í sambandi við fram kvæmd áætlana um takmörk- un barneigna. Ennfremur er ráðgert að halda ráðsýefnu í Moskvu um manntal og aðra í Bangkok um skipulagningu borga. Tveir hópar sérfræðinga, sem tilnefndir voru af efna- hags- og félagsmáladeild Sam einuðu þjóðanna — annar sér fróður um manntal í borgum, hinn um sjúkdóma og mann- dauða — munu einnig halda ráðstefnu á næstu tveimur árum. Ekki nýr vettvangur. Fólksfjölgunarvandamálið er ekki nýr vettvangur fyrir Sameinuðu þjóðimar. Sam- tökin hafa þegar lagt fram mikinn og merkilegan skerf til skýrslugerðar, skipta á upp lýsingum um niðurstöður rannsókna, greinargerða um frjósemi, fæðingartölur, mann dauða, fólksflutninga og vöxt þéttbýlis. Af fundum og ráð- stefnum er sérstök ástæða til að nefna hina miklu ráðstefnu um fólksfjölgun sem haldin var í Belgrad 1965. Við þessa (Framhald á blaðsíðu 7) róa austur að Rauðunúpum? — Já, við róum núna austur að Sléttu, fiskurinn hefir verið út af Rauðunúpum, og aflabrögðin hafa verið góð síðustu vikurnar, þó að þau virðist vera heldur að minnka núna. Þetta kemur sér Karl Aðalsteinsson. helmingi minni en í fyrra. Þessi veiði virðist vera að minnka ár frá ári, þó að veiðarfæri hafi batnað, því að netafiskur gengur minna nú. Við veiddum hann núna t. d. við Tjörnesið. — En svo eruð þið farnir að — Leggja flestir bátarpir,,upp hjá Fiskiðjusamlaginu? ; - *'*, — Já, flestir, en þó «r verkað sjálfstætt af tveimur þilfarsbát- um. Annars er aðstaðgn þót. á Húsavík að ’mörgu leyti ekki nógu góð. Okkur vantar dráttar- víS>- C-yh vfr-y' í;C'£- CS^ i’o'z' &T í Viðtal við KARL AÐALSTEINSSON á Húsavík v.'.'-.'-'O'.' -vv,W' náttúrlega mjög vel. Þetta er 4— 6 tima stím og Sæborgin er nú að fara í 10. róðurinn. Fyrst í þessari hrotu fengum við upp í 18 tonn í róðri en nú hefur þetta sem sagt minnkað. — Róið þið þá einu sinni á sótarhring? — Já, og sólarhringurinn rétt hrekkur. Bátarnir fara allir í einu á kvöldin kl. 10. Hluturinn hef- ur verið mjög góður þennan síð- asta mánuð, en það var heldur ekki vanþörf á. Svona hlaup eru heldur ekki vön að standa lengi. — Hvernig hafa gæftir yfir- leitt verið í vetur? — Þær voru mjög slæmar lengst af, varla nokkur dagur góð- ur, en nú hefur gefið vel, svo að vertíðin hefur lagazt stórkost- lega. Annars væri okkur mjög mikil bót að því, ef við mættum veiða kolann, sem er inni í Oxar- firði, en það er erfitt að ná hon- um og mér finnst fráleitt að banna mönnum að reyna það. Yfirleitt væri okkur mjög mikill fengur að því að fá dragnótaleyfi á svæðum, sem eitthvað fengist á, og þá er ástæðulaust að friða kolann. braut og bátadckk. Það er slæmt að þurfa árlega til Ákureyrar í dráttarbrautina þar, með svoiiá litla báta. — Þú ert búinn að fási all- lengi við útgerðina? — Ég er búinn að vera við þetta hér frá 1939. Oft hefur ver- ið svo lítið að gera, að erfitt hef- ur verið að manna bátana, en þó hefur þetta verið mjög breyti- legt allan þennan tíma. Nú finnst mér, að of lítið komi á bátana af yngri mönnum, og það stafar auðvitað af því að fiskverðið er ekki nógu hátt. — Þér finnst, að betur mætti búa að útgerðinni yfirleiti? — Tvímælalaust. Auk þess' áð við þurfum hærra fiskverð, verð- um við að fá meira lánsfé en nú fæst, svo að við getum fengið okkur stærri báta. Fiskveiði- sjóðslánin þyrftu líka að vera til lengri tíma. Ég vil að lokum taka það fram, segir Karl Aðalsteins- son, að til þess að þessu verði komið fram, held ég, að skipta ætti um ríkisstjóm. Dagur þakkar Karli fýrir' greið og góð svör. B j. T. r t Islenzki hesturinn ] í máli og myndum I Fallegt og vandað hefti ICELANÐ REVIEW TÍMAEITIÐ Iceland Review er nýkomið út og flytur það marg víslegan fróðleik uni land og þjóð að vanda. Væntanlegum þingkosningum eru sérstaklega gerð skil í þessu hefti, m. a. með grein, sem Benedikt Gröndal, alþingismaður, skrifar um Al- þingi fyrr og nú. Er grein lians skreytt fjölmörgum ljósmynd- um og teikningum. Dr. Gunnar G. Schram skríf- ar um þingkosningarnar og ger ir grein fyrir ástandi og horfum í stjómmálum. Má ætla, að þetta efni sé kærkomið þeim út. lendingum, sem áhuga hafa á að fylgjast með framvindunni á stjóinmálasviðinu hér á landi. Hraðfrystiiðnaðinum eru einn ig gerð skil í þessu hefti Icelantl Review með grein um þróun hans síðustu áratugina. Er þar skýrð vaxandi þýðing frysti- iðnaðarins fyrir þjóðina, gerð grein fyrir hlutdeild frysta fiska ins í útflutningi okkar með töfl um og línuritum. Guðmundur H. Garðarsson, fulltrúi hjá S. H„ ritar þessa grein. Þá skrifar Jónas Kristjáns- son, ritstjóri Vísis, ítarlega grein um þróunina i íslenzkum, landbúnaði undanfarin ár, vél- væðinguna, sem bylt hefur búnt aðarháttum á íslandi. í þessu hefti Iceland Review er einnig grein um íslenzke. hestinn eftir Gunnar Bjarna- son. Er hún skreytt fjölda fallegra hestamynda eftir inn- lenda og erlenda ljósmyndara. í greininni segir Gunnar frá uppruna íslenzka hestsins og lífi hans í landinu fx-am til vorra daga. Þetta hefti er og að hluta helg að Austfjörðum, og segir Pétur Karlsson frá ferðalagi um Aust firði, en Gísli J. Ástþórsson skrifar um lifið í síldai-bænum. i Af öðrum greinum má nefna frásögn af Industi-ikonsulent, Hótel Bifröst, innflutningsverzl uninni Glóbus, Ferðaskrifstof- uninni Sögu, Mjólkui-búi Flóa- manna, Dráttarvélum — og í heftinu eru fréttir í samþjöpp- uðu formi, bæði almennar og um sjávarútveg. Frímerkjaþátt ur er í ritinu og margt 'fleira, sem of langt yrði upp að telja. Þetta er fimmta ár útkomu Iceland Review. Ritstjórar eru Haraldur J. Hamar og Heimir Hannesson, Gísli B. Björnsson gerði káputeikningu og sá um útlitið, en Setberg prentaði. Konur við fiskvinnslu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.