Dagur - 20.05.1967, Blaðsíða 6

Dagur - 20.05.1967, Blaðsíða 6
-Búfj ársjúkdómurinn 6 t i i I Skrifstofur t I I FRAMSOKNARFLOKKSINS A AKUREYRI f & ! | SKRIFSTOFAN HAFNARSTRÆTI 95 er opin alla 1 'f daga frá kl. 9 f. h. til kl. 22 síðdegis. f 1 Sími 2-11-80 I $ | I SKRIFSTOFAN LÖNGUHLÍÐ 2 (Verzl. Fagrahlíð) | f Glerárhverfi er opin kl. 8—10 síðdegis öll kvöld nema % ■ - ....... í ■v f w -V I 1 s STUÐNINGSFÓLK! Komið á skrifstofumar og gefið | upplýsingar eða hringið. | I f | Samtaka fram til sigurs. xB f 4 v 4S <2 laugardagskvöld. Sími 1-23-31 (Framhald af blaðsíðu 1) að gera það strax, sem gera þurfti, þ. e. beita niðurskurði þá þegar undir ströngu eftirliti. Veikin barst svo um landið, og til hinna róttæku aðgerða var ekki gripið fyrr en margir höfðu orðið að þola búsifjar búfjársjúk- dómsins, en þá hafði veikin náð fótfestu og fór svo eins og eldur í sinu um landið. Islenzka sauðféð var, eins og fénaður ætið er gagnvart nýjum sjúkdómum, mjög mótstöðulítið. Sýki sauðfjárins kostaði samfé- lagið gífurlegar fjárfúlgur, marg- ir bændur fengu vart risið undir fjárhagslegu tjóni, og ofan á bættist sú raun bænda, að búa með sjúkan fjárstofn eða eiga þann ógnvald yfir höfði sér. Nú standa íslendingar í sömu sporum og í upphafi mæðiveikis faraldursins og frammi fyr- ir þeirri staðreynd, að nýr bú- fjársjúkdómur hefur flutzt inn í landið. Ennþá hafa fáir bændur beðið skaða af völdum hans. Of fáir, eins og þá, gera sér grein fyrir því, hvaða voði er á ferð- um. Ef ekki tekst, að útrýma veikinni nú í upphafi, verður henni aldrei útrýmt og hún verð- ur landlæg með öllum þeim hörmungum, sem af henni leiðir. Dýralæknir hefur unnið við lækningar á hinum sýktu naut- gripum við Eyjafjörð í allan vetur. Brátt er innistöðutími kúnna á enda og sauðfé fagnar frelsi, girðingar verða settar upp og haldið áfram að bera lyf á „graftarkýli" kúa og kinda. — Menn virðast ennþá veigra sér við því, að nefna niðurskurð, — vilja í lengstu lög horfa fram hjá róttækri aðgerð. Vitað er þó, að niðurskurður er öruggasta að- ferðin, þótt ekki sé trygging fyrir því, að hann heppnist. Hann myndi kosta fjórar til sex millj. króna. Það er mikið fé, en ef menn hugsa um milljónahundr- aða tjón af landlægum búfjár- sjúkdómi, eiga 4—6 millj. kr. engum að vaxa í augum. Og því er við hæfi að segja: nú eða aldrei, og ef nú verður hikað er líklegast, að íslenzk bænda- stétt verði að búa við þennan búfjársjúkdóm um alla framtíð. Erlend reynsla sýnir, að smit- efni lifa í gripahúsum og í jarð- vegi að minnsta kosti í eitt ár eftir að gripirnir eru fjarlægðir. Sjúkdómurinn herjar mest á vetrum þegar nautgripir eru í húsi. Hér á landi er innistöðu- tíminn miklu lengri, en í ná- grannalöndunum og stofninn við- kvæmur. Sjúkdómurinn leggst því þyngra á hér en annars staðar. Dagur hefur nokkrum sinnum áður minnzt á þessi mál til þess að reyna að vekja áhuga á þeim, enda ósæmandi að þegja þegar slíkur vágestur er annars vegar. En það þarf meira til. Bænda- stéttin má ekki halda að sér höndum og verður að krefjast „róttækustu aðgerða" án tafar, annars verður það of seint. Og ráðherrar mega ekki sitja svo fast á „kassanum“, að þeir verði pestinni há'rfgerðir liðsmenn. Páll A. Pálsson yfirdýralæknir ritaði í vor grein um nýja búfjár- sjúkdóminn í Frey. Niðurlagsorð hans eru ’þessi: ''„ViséuIega 'er þessi sjúkdómur það hvimlejður, að mínum dómi, þótt ekki sé hann banvænn, að ég tel réttast, að freista þess að útrýma honum með róttækum ráðum“. Hér er ekki um að villast, að yfirdýralæknirinn á við niður- skurð, og eflaust hefur hann látið það álit sitt x ljós í greinargerð þeirri, sem hann hefur gefið við- komandi ráðuneyti, sem endan- lega kveður síðan á um, hvað gera skuli. En yfirdýralæknirinn segir ravmar það, sem segja þarf og þurfa bændur að standa fast að baki honum. Hringormur er ekki eins hræðilegur búfjársjúk- dómur og mæðiveikin, og mjólk kúnna heilnæm, en fyrr getur nú vont verið og ekki veldur sá er varir. Látum ekki ógnarsögu mæðiveikinnar endurtaka sig með nýjum búfjársjúkdómi. E. D. ORGEL Óska að kaupa orgel er hæfði í litla sveitakirkju. Semja ber við Sigurð Sigurðsson, Spítalaveg 9, Akureyri •: Ci' ■ DAN SLEIKUR verður haldinn í Laugar- borg í ikvöld. GEISLAR leika og syngja S. F. A. ~ RAKARASTOFAN STRANDGÖTU6 Akureyringar sigursælir í sjóstangaveiði SJÓSTANGAVEEÐIMÓT fór fram í Vestmannaeyjum um hvítastmnuna. Kvennasveit frá Akureyri varð hlutskörp ust í kvennakeppni. Hæsti aflamaðurinn var frá Akur- eyri, og sömuleiðis sá, sem flesta fiska veiddi, og karla- sveit frá Akureyri bar einnig sigur úr býtum. Mótið fór fram í mesta ágætisveðri og voru þátttak- endur 74, þegar þeir voru flestir og 10 bátar í notkun. I kvennakeppni varð 11. sveitin hlutskörpust, en hún er frá Akureyri. í þeirri sveit veiddust 562.4 kg á hvert færi. Hlutskarpasta konan á mótinu var Erla Eiríksdóttir frá Keflavík. Aflahæsti bátur- inn varð Sigurbjörn, en for- maður á honum er Hilmar Sigurbjörnsson. Meðalafli á þá fjóra keppendur, sem leyfðir eru á bát, varð 556.8 kg á Sigurbirni. I karlasveit- um varð 10. sveit hæst með 1608.7 kg og urðu Akureyr- ingar þar sigursælir sem fyrr. Hæsti aflamaður báða dagana var Kristján Jóhannesson frá Akureyri, sem dró 639.5 kg, en flesta fiska veiddi faðir hans Jóhannes Kristjánsson, 750 fiska. Stefán Þorvaldsson frá Reykjavík veiddi stærsta fiskinn, 13.2 kg lúðu. er opin alla laugardaga í sumar. KARLMANNS REIÐHJÓL til sölu. Sími 1-23-90. TIL SÖLU: Góður PEDEGREE bamavagn Uppl. í Hrafnagilsstr. 33 að vestan eftir kl. 8 e. h. Af sérstökum ástæðum er til sölu góður REIÐHESTUR. Uppl. í síma 1-24-91. GRÓÐURHÚS TIL SÖLU Tilboð óskast í ca. 240 ferm. gróðurhús til niðurrifs og brottflutnings. Húsið er byggt úr stálgrindum (T-járn). Uppl. gefur Eiríkur G. Brynjólfsson, Kristneshæli, sími 1-12-92. nr * • lomir TRÉKASSAR úr góðum viði til sölu strax. Crána U. % /Ihureijrí Óska eftir 12—13 ára STÚLKU í sveit. Uppl. í síma 1-28-74. STÚLKA Á 13. ÁRI óskar eftir vist. Uppl. í síma 1-29-46. TIL SÖLU: VAUXHALL, árg. 1954 Selst ódýrt. Uppl. í síma 2-11-89 eftir kl. 7 á kvöldin. TIL SÖLU: VOLKSWAGEN, árg. 1956. Uppl. í síma 1-13-25 eftir kl. 7 e. h. á virkum dögum. TIL SÖLU: WILLY’S JEPPI, árg. 1954. Ámi Sigurjónsson, Leifshúsum, S va 1 barðss tr önd. RAMBLER Amerikan 440, model 1966, er til sölu. Skipti koma til greina. Sími 1-27-56, 1-28-40, 1-25-51 og 2-12-24. TIL SÖLU ER BIFREIÐIN A-1600, sem er Opel Rekord, árg. 1963. Bíllinn er lítið ekinn og í ágætu lagi. Upplýsingar gefur Birgir Snæbjörnsson, sími 1-22-10. TIL SÖLU: MERCURY COMET bifreið, árgerð 1964. Upplýsingar gefur Magniis Snæbjörnsson, B. S. O. VOLKSWAGEN, árg. 1962, til sölu. Vilhelm Ágústsson, Álfabyggð 20, sími 1-19-00 j*ö®ÍNÍ*Í*Ö TILBOÐ ÓSKAST f 3ja herbergja íbúð á einum bezta stað í bæn- um. Verður til sýnis föstu- dag, laugardag og sunnu- dag, frá kl. 10 á morgnana Símar 1-17-87 eða 1-18-52. TIL SÖLU. 3ja herbergja einbýlishús á ytri brekkunni, með ræktuðu landi. Upplýsingar géfur Ragnar Steinbergsson í síma 1-17-82. IBUÐ TIL LEIGU Til leigu er 5 herbergja íbúð í nýju raðhúsi. Fyrirframgreiðsla áskilin. Tilboð óskast send skrif- stofu Dags fyrir 24. maí ^ 1967. Tveggja eða þriggja herbergja Ibúð óskast. Þrennt í heimili. Uppl. í síma 1-16-90 eftir kl. 19.00. Reglusaman eldri mann VANTAR HERBERGI Helzt á Eyrinni. Uppl. í síma 1-28-49. LÍTIL ÍBÚÐ til leigu fyrir eldri konu • - ■'fl'ú’ 1-5jún'i' íi’.k. - Uppl. í síma 2-11-82. Tveggja til þriggja herbergja ÍBÚÐ ÓSKAST nú þegar. Uppl. í síma 1-13-07. HERBERGI ÓSKAST strax, helzt á norður- brekkunni. Uppl. í síma 1-20-15. Mjög gcrð tveggja her- bergja ÍBÚÐ í nýlegu húsi, til sölu. Uppl. í síma 2-10-35 eftir kl. 7 e. h. Ungan mann VANTAR HERBERGI nú þegar. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 2-11-49. LÍTIL ÍBÚÐ til leigu Bamafólk kemur ekki til greina. Umsóknum sé skil- að í pósthólf 147, Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.