Dagur - 27.09.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 27.09.1967, Blaðsíða 4
 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVlÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. NÝIR SKATTAR - ÖRARI FRAMKVÆMDIR ALLAR hinar nauðsynlegu fram- kvæmdir, sem sveitarfélög vilja fram hrinda, takmarkast við fjármagnið. Undanfarin ár hafa tekjustofnar sveitarfélaga verið mjög einhæfir, t. d. hafa útsvör og aðstöðugjöld verið 75—80% af heildartekjum bæjar- sjóðs hér á Akureyri síðustu árin. Það er því augljóst, að tekjustofns- lögin þurfa endurskoðunar við, ef unnt á að vera að framkvæma þær umbætur, sem úrlausnar bíða, svo sem á sviði heilbrigðismála, skóla- mála, vega- eða gatnagerða o. fl. Þetta er mjög flókið mál og gríp- ur inn á mörg viðkvæm atriði, eins og allar breytingar á sköttum, ekki sízt, ef um nýja skatta er að ræða. Og mikilvægt er fyrir sveitarfélög, að ríkissjóður losi þau við ýmsa út- gjaldaliði — sem jafngildi auknum tekjum. Þær breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga, sem margir staðnæm- ast við um þessar mundir, í leit sinni að auknu fé til nauðsynlegra framkvæmda nú, er aukinn tekju- skattur fasteigna, vegna þess að þeim sýnist sú skattheimta í meira sam- ræmi við þá þjónustu, sem sveitar- félögin láta í té, heldur en einhliða tekjuskattur. Þessi sjónarmið hafa komið mjög greinilega fram hjá ýmsum bæjar- fulltrúum í sambandi við áætlunar- gerð Akureyrarbæjar, sem nær m. a. yfir gatnagerð, bæði nýbyggingu gatna og malbikun. Allir bæjarfulltrúar virðast — ef dæma má af tillögum, sem fram hafa komið í bæjarstjórn undanfarið — vera á einu máli um nauðsyn nýrra tekjustofna, þótt ekki séu allir á einu máli um leiðir. Meirihluti bæjanáðs — en í hon- um eru m. a. Sigurður Óli Brynjólfs- son og Jakob Frímannsson — leggur tíl, að innheimt verði gatnagerðar- gjald af nýbyggingum, frá 0,8% til 4% af byggingarkostnaði, eins og hann er nú reiknaður í vísitöluhús- inu. Þessar tekjur eiga að standa undir undirbyggingu nýrra gatna og holræsagerð. Gjöld þessi yrðu u. þ. b. 6 þús. kr. á íbúð í fjölbýlishúsi, en 50 þús. kr. í einbýlishúsi, gróft reiknað. Mismunurinn byggist á því, að einbýlishúsin kref jast miklu meiri gatnagerðar á hverja íbúð. f tillögu Stefáns Reykjalíns bæjar- fulltrúa er lagt til, að aflað verði leyfis eða lagaheimildar til þess að innheimta aukinn fasteignaskatt, er þá skuli standa undir kostnaði við malbikun og frágang á öllum götum bæjarins. Myndi sá skattur dreifast (Framhald á blaðsíðu 2) í * 1 SPREKASKOGI Ameríkubréf 3. september. — ÍBÚATALA Bandaríkjanna var 179.3 milljónir árið 1960 og 193.9 milljónir árið 1965. Sam- kvæmt þessu má ætla, að Bandaríkjamenn verði 200 millj ónir eða þar um bil á þessu ári og að fólksfjölgunin sé í kring- um l.5% á ári eða heldur minni en á íslandi. Samanlögð stærð hinna 50 sambandsríkja er ná- lega 3.550.000 fermílur eða rúm lega 9 millj. km2, með öðrum orðum sem svarar 9/10 af Evrópu, að meðtöldum Sovét- ríkjunum austur til Úrálfjalla. Þegar ríkjasambandið var stofn að seint á 18. öld, voru sam- bandsríkin 13 að tölu, en mið- og vesturhluti Norður- Ameríku var þá enn að mestu ónuminn. Nú eru ríkin 50, að meðtöldu Alaska og Hawaii- eyjum á Kyrrahafi, en þau tvö ríki hlutu sjálfstæði innan ríkja sambandsins árið 1959. Lang- stærsta ríkið er Alaska, en jafn framt hið fámennasta eða litlu fjölmennara en ísland. Næst stærst er Texas, 6—7 sinnum stærra en ísland, nú með 10—12 millj. íbúa, en fjölmennustu rík in eru Califomía og New York ríki, en fólksfjöldinn í hvoru þeirra ríkja nálgast nú 20 millj ónir. í manntali sem ég hefi séð á prenti frá árinu 1965, eru bandarískir hermenn erlendis (,,overseas“) taldir sérstaklega, og var tala þeirra þá 650 þús. Leið okkar hefur aðeins legið um 5 af þessum 50 ríkjum: New York, Connecticut, Massa- chussets, Vermont og New Hampshire, öll meðfram Conne cticut-fljóti, en það á upptök sín í Kanada, skiptir löndum miUi New HampShire og Ver- mont, fellur síðan suður um Massachussets og Connecticut og þar til sjávar í Atlantshaf. Við förum næstum daglega og stundum oft á dag yfir fljótið o gþar með yfir í Vermont, m.a. til að kaupa í matinn. Það virð- ist ekki vera skipgengt hér en mun vera það, þegar sunnar dregur. Nöfnin Connecticut og Massachussets eru bæði úr Indíánamáli. New Hampshire á sér aukanefni eða viðumefni: Granítland. En Vermont er kallað, land hina grænu fjaUa eða Grænfjallaland. í báðum þessum ríkjum eru raunar mikl ar granítnámur, og í báðum setja hin grænu fjöll svip á landið, skógi vaxin uppúr. í Vermont eru fjöllin yfirleitt brattari og dalimir þrengri. Sumarfegurð er hér mikil í þessu vötnótta, skógi vaxna fjallgarði. Víða liggja vegir á bökkum stöðuvatna, fljóta, og streymandi lækja. Hingað kem ur margt ferðafólk á sumrin og á vetrum eru skíðaíþróttir mik- ið stundaðar í fjöllunum. Gisti- hús eru hér víða, sérstaklega svonefnd mótel, smáhýsi |eða íbúðir, sem ferðafólk tekur • á leigu um lengri eða skemmri tíma og sér þar um sig sjálft. En víða eru líka skipulögð svæði fyrir tjöld og hjólhýsi. Frægasta ferðamannasvæði' hér í New Hampshire er í Hvítufjöll um, sem stundum eru kölluð Ameríska Sviss. Við höfum komið þangað tvisvar sinnum. Hæst er þar Washingtonfjall, álíka hátt og Öræfajökull. Eng- in fjöll eru þar jafn há nær- lendis og er sagt, að þaðan sé níu ríkja sýn í USA norður í Kanada að auki. Á vegarenda við fjallsrætur komum við að stóru bjálkahúsi Þar inni var veitingasalur og minjagripaverzlun, hátt til lofts og vítt til veggja. Þama fengust íslenzkar lopapeysur og kost- uðu 1600 kr. Veggir eru þarna úr láréttum trjábolum, sem eru álíka gildir og símastaurar, og bitar sömuleiðis, en sperrur úr grennri trjábolum, allt óunninn viður, en líklega höggnir á flet- ir og berki troðið í samskeytin. Á geysistórum ami, upphlöðn- um, logaði vðareldur, þó að sól skin væri og hlýtt í veðri. Þessi staður við fjallsræturnar er í 900 metra hæð yfir sjó. Þaðan eru 1200 m. upp á fjallstindinn. Tannhjólajárnbraut var lögð upp fjallið og opnuð til um- ferðar árið 1869, hin fyrsta í veröldinni. Gufuvagn sem geng ur fyrir kolum, ýtir farþega- vagni á undan sér upp fjallið en fe'r á undan niður fjallið. Eyðir í einni ferð tonni af kolum og 4000 lítrum af vatni. í vagnin- um sem við fórum með voru nálega 50 sæti, og sætið eitt- Magnús Gunnlaugsson Fæddur 10. júlí 1899 - Dáinn 3. júní 1967 DÁNARKVEÐJA Nú er vaknandi vor inn í svarfdælskri sveit það er sumar og vorsólin skín. Saman göngum við hljóð um hinn heilaga reit þar sem heiðruð skal minningin þin. Hér við bændur og byggð, var þín gjaímildi góð þar sem gleðinnar áttir þú skjól. Og í guðs vígðum reit stendur gröfin þín hljóð lauguð geislum frá vori og sól. Nú vill sveitin þín kær, með sin fannbörðu fjöll taka í faðminn sinn heimkomna son. Og hver bali og bær, jafnvel byggðin hér öll I hún var bundin við trú þína og von. Þessi fjallprúða sveit breiðir faðminn til þin fuglar syngja sitt vorglaða lag. Nú er sveitin þín fögur og sólin þér skín það er síðasta kveðjan í dag. Ástarþökk fyrir allt, góða og farsæla ferð inn í framtíðar bústaðinn þinn. Þar er Ijósengla land eins og sjálfur þú sérð sofðu rótt undir frelsarans kinn. Halldór Jónsson. hvað dýrara en beztu sæti í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík, en þarna er líka um óvenjulega sýningu að ræða. Leiðin lá fyrst yfir smágrýttan fjallalæk, sem niðri í dölum er orðinn að ólg- andi fljóti, upp lága brekku vaxna laufskógi, og svartur reykjarmökkurinn sýnir, að átök gufuvagnsins voru mikil, þó að hraðinn væri ekki nema rúmlega lestargangur. Hér var nægur tími til að litast um og virða fyrir sér í næði vaxandi útsýn og breytingarnar á fjall- inu, er ofar dróg og hitinn lækk aði. Hann mun hafa verið um 25 stig á láglendi, en 6 stig á tindinum. Fyrst mættum við tveim gömlum kunningjum, reynitré í skóginum og punti í rjóðri. í svipaðri hæð tók barr- trjám að fjölga og varð barr- skógurinn því meir sem ofar dró. Um miðbik fjallsins bar einkennilega sýn fyrir augu: Sprekaskóg. í þessu sógarbelti hér og í nálægum fjöllum, sem við sáum, er á að gizka fjórða hvert tré blaðlaust og hvítt eins og rekaviður. Trjámaðkur hef- ur deytt öll þessi tré, en þama standa þau sem fyrr í fullri hæð. Svo fer skógurinn að lækka og innviðir fjallsins, forn grýtið að segja til sín. Stein- grátt hellugrjót sindrar í sól- skininu, sumsstaðar vænir hnullungar hvítir, grænir, grá- ir, rauðleitir, en ekki beinlínis stór björg. Svo er allt í einu enginn skógur, aðeins lágir barrviðarrunnar á stangli. Svo hverfa þeir líka. Hér er gras og grjót, smágerð skóf á steinum. Ofan við trjágróðurinn tekur við brattasti hluti leiðarinnar upp fjallið, svonetfndur Jakobs- stigi. Hér hækkar brautin um 14 þumlunga á þrem fetum. Svo er allt í einu leiðinni lokið og við stöndum á fjallskollinum. Ferðin upp eftir hafði tekið nokkuð á aðra klukkustund, en auðvitað höfum við ekki farið beint upp fjallið, og tvisvar sinn um numið staðar á aukaspori til að mæta vögnum á niðurleið. Kollur fjallsins er næstum gróðurlaus, en þar eru nokkur timburhús, veitingahús, veður- rannsóknarstofa o. fl., ennfrem ur allstór skemma með fallega byggðum veggjum úr hellu- grjóti, allháum. Þar var svalt og heiður himinn yfir fjallinu og allt hið næsta. Hér höfðum við augum litið „vítt land og fagurt“ með óteljandi fjöllum á alla vegu. Þama hefði þurft að vera útsýnisskífa eins og á Al- mannagjárbarmi, en ekki fund- um við neina slíka. Þar sem ég nú stóð þarna á tindinum, átta- villtur enda þótt ég vissi, að sólin var í VSV, og leit yfir öll þessi ókunnugu fjöll nær og fjær, sem sennilega voru óra- leið í burtu, minnti það mig á nafnlausan manngrúann á stræt um stórborganna. Um mikinn hluta þessara fjalla vissi ég- raunar, að þau myndu vera eins og mér sýndust þau á þessari stundu, hvert öðru nokkuð lík, iðgræn laufskógafjöU með barri hið efra og granítskalla, þar sem hæðin var slík. Fjallsýn af slíkum stað heima á íslandi er fjölbreyttari, fjöllin ekki svona lík — fjallabláminn tærari. Við dvöldum stundarkorn á fjallinu, en of stutt eins og ævin lega á slíkum stöðum. Samt var gaman að fara niður aftur, og ýmislegt nýtt að sjá eða skoða betur. T. d. vatnsgeyma úr timbri og opnar leiðslur til þeirra, sem sjálfsagt eiga að (Framhald á blaðsíðu 2). Ályklanir verkalýSsfélaganna á Akureyri Hin nýju hús verkalýðsfélaganna á Illugastöðum í Fnjóskadal. (Ljósmynd: S. O.) Helgi Jónasson á Gvendarsföðum átfafíu ára NAFNI minn góður. Mig lang- ar til að senda þér línu á þess- um merkisdegi þínum. Samt ætla ég ekkert að fara að hrósa þér, það er nógur tíminn til að gera, þegar þú ert dauður, því að þá verður þú efalaust settur á stall með mestu andans stór- mennum, sem Noi-ðurland hef- ur alið, og einar tólf fyrstu síð- urnar í Flóru verða þá útblásn. ar af hóli um þig. Vonandi hafa þeir í himnaríki þá gerzt áskrif endur, svo að þú getir lesið þetta allt saman og fylgzt með í grasafræðinni hér niðri. Ég hef stundum hugsað mér að þeir hefðu einhvers konar akademíu þarna fyrir handan, Stefán og Olafur og einhverjir fleiri. Kannske eru þeir líka á jarðstjörnu X með nafna okk- ar Péturssyni og Sókratesi eða Brúnó. Hvað sem því líður, held ég að það verði ósköp snautlegt að búa þarna fyrir handan, ef engin grös er þar að finna, og enga grasafræði, og þar býst ég við að þú sért mér sammála. En nú er ég farinn að tala við þig eins og þú sért á graf- arbakkanum, en það ertu nú ekki aldeilis, það sannaðist bezt í sumar í Oxarfirðinum, og nær er mér að halda að þú eig- ir eftir að fara nokkrar ferðir til Vestfjarða enn. Eiginlega þyrftu grasafræð- ingar að verða 100 ára, til að geta komið einhverju verulegu í verk, og svo eru þetta svo merkilegir menn, að þeir mega ekki af þeim sökum missast, þeir eru ómissandi, eins og stundum er sagt. Breytir þar engu um, þótt ósnotrir menn telji starf okkar lítils vex-t dútl við fánýta hluti. Við erum nú báðir komnir á þann aldur, að við látum okkur slíkar skoðan- ir í léttu rúmi liggja, og gerum í mesta lagi að vorkenna þeim, sem eru svo fávísir, að þeir hafa aldrei leitt hugann að því, á hverju þeir ganga, og það jafnvel þó þeir hafi þrammað á því langa ævi. Hvað veldur því annars, að bóndasonur fær annan skilning en þann sem vanalegur er í hans umhvei-fi? Eru það töfr- ar huldumanna, eða hefur hann heimt anda sinn frá einhverjum göfugum forvera í öðrum heims hluta kannske? Ég veit að þú ert ekki gefinn fyrir heim- spekilegar vangaveltur og þess vegna læt ég þetta útrætt að sinni. Það er svo margt, sem við getum ekki vitað, að svo komnu máli, og um það ar fá- nýtt að ræða. Nær að tala um það sem vitanlegt er, eins og t. d. hvort Luzula sudetica vaxi á Norðurlandi. Það ætti að vera mögulegt að vita, ef málið er nægilega rannsakað. — Fyrir meira en þremur öldum skrif- aði Jón lærði: „Hér vantar ekkei-t til utan meistai-a þekk- ingai-innar eður rannsak lands- frægð, og svo er Sigfúsi og fleirum fyrir að þakka, að þar er úr nógu að moða, og ekki veit ég hollaiú lesningu á síð- kvöldum skammdegisins en draugasögur Sigfúsar. Ég óska þess svo að lokum, að þú eigir enn eftir að fai'a margar Vestfjarðaferðir — og finna margar nýjar tegundir í íslenzku flóruna, og síðast en ekki sízt, að fara nokkrar ferð- ir með mér í Öxarfjöi'ðinn. 26. september 1967 Helgi Hallgrinisson. FUNDUR stjóma verkalýðs- félaganna á Akux'eyri hald- inn 14. sept. 1967 mótmælir harðlega framkomnum ráða- gerðum í bæjarstjórn Akur- eyrar um álagningu nýs bygg- ingaskatts, svokallaðs gatna- gerðargjalds, sem lagt yrði á nýbyggingar íbúðai'húsa. Fundurinn telur þá stefnu, sem hér er á fei'ðum háskalega fyrir ástand húsnæðismála og uppbyggingu bæjarins, þar sem hún hlyti að leiða af sér veru- lega aukinn byggingakostnað og hækkaða húsaleigu. Auk þess er slíkur skattur ranglátur þar sem stói'byggingar og opin- berar byggingar yrðu að mestu skattfrjálsar og sökum þess að þeir sem mestar fjárhagsbyrðar bera hvað húsnæðismál áhrær- ir yrðu nær einir látnir greiða hann. Fundurinn telur, að nú, þeg- ar nýbyggingar íbúða eru í al- geru lágmarki, sé það höfuð- skylda bæjarstjómar að leitast við að örva sem mest íbúða- byggingar, m. a. með undii'bún ingi hentugi-a byggingalóða og öðrum skynsamlegum í-áðstöf- unum en ekki að leggja hindr- anir í veg fyrir byggingaiðnað- inn í kaupstaðnum. Þá vill funduiinn víta skipu- lagsyfirvöld og bæjarstjórn fyr ir sérstaklega óheppilegt val ný byggingasvæða, þar sem ekkert tillit virðist tekið til þess hvar fjárhagslega er hagkvæmast að byggja, en stór og hentug bygg ingasvæði látin ónotuð. Ályktun um atvinnumál. Stjómir verkalýðsfélaganna á Akureyri telja, að horfur í atvinnumálum kaupstaðai'ins séu nú hinar uggvænlegustu. Kemur þar til mikill samdrátt- ur vei'ksmiðjuiðnaðar og bygg- ingaiðnaðar, bein og óbein áhrif veiðibrests á síldveiðum og vax andi fjárhagsöi'ðugleikar margra atvinnufyrirtækja: Telja stjómirnar, að brýna nauðsyn beri til að stjórnai'völd landsins, bæjarstjóm, almanna- samtök og atvinnurekendur snúist nú þegar af röggsemi gegn þeim vanda, sem hér er á ferðum þar sem •> ella muni bresta á, þegar á komandi vetri, stói-fellt atvinnuleysi vei'ka- fólks, iðnvei'kafólks og iðnaðar. manna með ófyrii-sjáanlegum afleiðingum fyrir afkomu þess og framtíð bæjarfélagsins. Stjórnir verkalýðsfélágánha samþykkja að kjósa 5 manna atvinnumálanefnd, sem falið er að beita sér fyrir eftirföldum. bráðabirgðaaðgerðum til þess að spoma við atvinnuleysi á komandi vetri: 1. Að hraðfrystihús Útgerðar- félags Akureyringa h.f. verði . starfrækt óslitið í haust og vetur og að togarar þess vei'ði látnir landa þar öllum afla sínum. 2. Að þegar verði kannaður hagur mikilvægustu greina verksmiðjuiðnaðarins og gerðar af opinberri hálfu nauðsynlegar og tiltækar ráð stafanir, til þess að hann geti starfað truflanalaust. 3. Að gerðar verði tafai'lausar í'áðstafanir til þess að Slipp- stöðin h.f. fái vei'kefni við nýsmíðar fiskveiði- eða flutningaskipa. 4. Að stai'fsemi Niðui’suðuvei'k smiðju K. Jónssonar & Co. verði efld með því að létta verksmiðjunni hi'áefnisöflun og tryggja henni aukinn markað fyrir fi'amleiðslu- vörur sínar. 5. Að Tunnuvei’ksmiðja í’íkis- ins verði stax-fi-ækt ásamt vei'ksmiðjunni á Siglufii'ði að því marki, að tunnubirgð- ir í landinu vei'ði a. m. k. jafnmiklar á næsta sumri og þær voru nú í vertíðar- byrjun. 6. Að fyi'ii'hugaðri niðursuðu- verksmiðju Valtýs Þorsteins sonar verði veitt nægileg stofnlán til að unnt sé að hefjast handa um byggingu hennar nú í haust. 7. Akui-eyrai'bær leitist við að halda uppi svo mikilli vetrar vinnu fyrir verkamenn, sem frekast verður við komið vegna veðráttu. r- Fundurinn telur, að brýn nauðsyn sé á, að stai'fsemi At- vinnumálanefndar Norðui'lands verði haldið áfram í haust og 'vetur og hermi fengið til ráð- stöfunar nokkru ríflegra fjár- magn en áður m. a. með tilliti til stuðnings við heimalandanir (Framhald á blaðsíðu 2). Útlilutun byggingalóða þarf að stórauka Helgi Jónasson grasafræðingur. ins.“ — Síðan hafa margir þekkingai'meistarar komið fram og starfað með þjóðinni að í'annsókn landsins, og víst hef- ur okkur miðað fram á leið í þessu" efni siðan Jón Guð- mundsson reit þessi orð, en þó hvergi næri'i nógu mikið. Okk- ur vantar enn meistara þekk- ingarinnar. Þar eru hins vegar margir kaUaðir en fáir útvaldir. Þrátt fyrir allan skólalærdóm- inn, lærist það fáum að afla sér raunverulegrar þekkingar, svo að enn ræður varíþekkingin ríkjum á flestum sviðum þjóð- lífsins. Rannsakaranum lærist það fljótt, að þekkingin er í eðli sínu óendanleg, og er að- eins stig í þekkingarleitinni. Sé látið staðar numið á einhvex-ju þekkingarstigi verður þekking- in innantóm og einskis virði. Þess vegna er það, að sumir óskólagengnir menn hafa meiri þekkingu en þeir skólagengnu, og eru í-aunverulega lærðari en þeir. Það hefur verið aðall Þingeyinga, að eiga bændur, sem að lærdómi jöfnuðust á við háskólamenn annarra þjóða. Sú hefð upphófst fyrir átta eða níu öldum, með Stjörnu-Odda, og vonandi endar hún ekki með þér. Eiginlega hefði ég átt að enda þetta spjall með því að segja þér eitthvað af kunningja okk- ar, Parthúsa-Jóni, eða öðrum hans líkum, en þeir eru allir oi'ðnir svo daufir á þessum þekkingartímum, að slíkar sög- ur ei’u eiginlega bragðlausar, og því betur ósagðar. Þar verð- um við sem sé að lifa af fornri NÚ hefur viðskiptamálaráðu- neytið leyft Akui-eyrarbæ að leggja á nýtt gatnagerðai'gjald sem mjög er nú til umi’æðu að leggja á byggjendur húsa í bænum. Bæjarstjórinn á Akui'eyri, Bjami Einai'sson, hefur- gert bæjarstjóm grein fyrir mál- inu. — f þeirri greinargerð segir m. a.: „Höfuðtilgangur gjalds þessa er að gera bænum kleift, að auka verulega úthlutun bygg- ingarlóða, bæði til byggingar íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Eins og fjái-hag bæjarins er nú háttað, og vegna mikillar framkvæmdaþarfar á fjöl- möx-gum sviðum, er ekki fyr- irsjáanlegt að unnt sé að auka framkvæmdir við nýlagningu gatna og holræsa á allra næstu árum frá því, sem ver- ið hefur í ár. Er ekki fyrir- sjáanlegt annað en, að lóða- skortur geti mjög hamlað gegn vexti bæjai'ins, ef ekki verður að gert. Qg hvað byggjendur sjálfa snex-tir virð ist betra að fá lóð gegn hóf- legu gjaldi frekar en enga. Mjög þröngt er um öflun tekna á annan hátt til ný- lagningar gatna, bæði vegna mjög takmarkaðra lagaheim- ilda til hækkunar skatta og gjalda — nema útsvars — og vegna mikillar fi'amkvæmda- þai-far á öðrum vsiðum, svo sem á sviði varanlegrar gatna gerðar. Eðlilegi’a er að hús- byggjendur greiði sjálfir kostn að við undii'búning lóða, frek- ar en að þeim kostnaði yrði velt yfir á launþega í bænum og aðra skattgi’eiðendur í hækkuðum útsvörum. Annar tilgangur gjalds þessa er að losa það fé, sem annars yrði veitt til þeiiTar lagningar gatna og holiæsa, sem hér um ræðir, svo unnt sé að nota það til annarra framkvæmda. í fjárhagsáætlun fyrir árið 1967 er gert ráð fyrir fjárveitingu til undirbyggingar gatna vest an Mýrarvegar og norðan Álfabyggðar að upphæð 900 þús. kr. Það hefur enga sérstaka þýðingu að áætla tekjur af gjaldi þessu, þar sem því er ætlað að standa undir ákveðn um framkvæmdum, og er al- gjörlega háð úthlutun lóða hverju sinni. Gert er ráð fyr- ir, að við upphaf framkvæmda í nýju íbúðahverfi sé gerð áætlun um kostnað við gerð gatna og holræsa, og þeim kostnaði bókstaflega jafnað niður á allar lóðir í hverfinu, og gjaldið þá ákveðið með tilliti til þessa fyrir allt hverf- ið, en tengt vísitölu bygging- arkostnaðai'. Ef einstökum lóðum yrði úthlutið á öðrum stöðum í bænum á meðan á byggingu viðkomandi hvei'fis stendur, yrði sama gjald látið gilda um þær lóðir. Hvað lóðir fyrir atvinnu- rekstur snertir, er gert ráð fyrir að gatnagerðai'gjöld verði háð ákvæðum bæjar- stjói'nar hverju sinni innan ákveðinna marka. Miðað við aðra bæi, þar sem gatnagerðargjöld eru inn heimt, eru gjöld þessi mjög hófleg, enda er land það sem nota skal til íbúðabygginga næstu ár í hverfinu vestan Mýrarvegar og norðan Álfa- byggðar mjög auðunnið. Þar sem ekki eru horfur á aukningu framkvæmda við opinberar, byggingar hér í bæ á næstunni er nauðsynlegt, vegna hins ótrygga atvinnu- ástands, að koma í veg fyrir samdrátt í íbúðabyggingum vegna lóðaskorts, og stuðla aðgerðir þessar að því að svo. megi vei-ða, því eins og sagt var hér að fi'aman er fyrir- sjáanlegt að lóðaúthlutun verður lítil næstu ár verði »* . ekki gerðar sérstakar stafanir. Eins og kunnugt er hiefúr ‘ 1 • verið sótzt eftir að fá úthlut- að all miklum fjölda •einbýl- islóða fyrir fjöldaframleidd að standa við sinn hluta af slíkum framkvæmdum án þess að til komi gatnagei'ðai’gjöld, hærri útsvör eða að draga úr öðrum framkvæmdum. Ef gjald þetta vei'ður lagt á er unnt að auka úthlunun lóða nú þegar, og úthluta á þessu hausti a. m. k. 20 einbýlis- lóðum til viðbótar þeim, sem nú eru til ráðstöfunar. Yi'ði þeim lóðum úthlutað eftir upp drætti, jai'ðvegi ýtt úr götum fyrir vetui'inn og ekið í þær í vetur, og miðað við að fram- kvæmdir geti hafizt næsta vor þegar frost er úr jörðu. 1 þessu sambandi er rétt að taka til athugunar hvort rétt sé að gefa fyrirheit um var- anlegt slitlag á nýjar götur innan ákveðins árabils, en þó ekki fyrr en lokið er frágangi húsa að utan og frágangi lóða ÍI) í höfuð dráttum. Eins og lögum er nú háttað er bæjarfélaginu sniðirm mjög þröngur stakkur hvað snertir tekjuöflun. Óheimilt vii'ðist að leggja hæri'i skatta á fast- hús. Er hér að ýmsu leytl um eignir en tekið er fram í lög- athyglisvert mál að ræða, þó um, eða 50% hærra fasteigna- sitt sýnist hvei-jum um bygg- 4 V. ingu timburhúsahvei'fis. En ef reyndin er sú, að unnt sé að framleiða einbýlishús á þenn- an hátt á svipuðu verði og íbúðir í fjölbýlishúsum, mætti búast við talsverðri eftii'spurn eftir slíku húsnæði. En bæn- um væri algjöi'lega um megn skatt en nú er innheimtur hér, er þar um 1700 þús. kr. tekjuöflun að ræða. Þó munu lög heimila hækkun holræsa- gjalds og vatnsskatts, sem er reiknaður af sama stofni og fasteignaskattur, og því að nokkru leyti hægt að líta á sem sama skatt. . . . “ □ K$$ÍÍSSSSÍ«5S555SSÍ55SS5SSÍ55$5$ÍÍ5Í555Í5555Í5S55$ÍS5$SÍÍÍ5$ÍÍÍÍÍÍ$5ÍÍ$ÍÍ$Í$ÍÍÍ$$5$$5ÍÍI55555Í$$Í55$5Í55ÍÍÍÍÍ5Í5ÍÍÍÍ$$5Í$Í^^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.