Dagur


Dagur - 29.06.1968, Qupperneq 4

Dagur - 29.06.1968, Qupperneq 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðamiaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. KALDIR SUMARDAGAR SNJÓR er í fjöllum og ís á suraum stöðum enn við land þessa svölu sum- ardaga og klaki mun tæpast farinn úr jörð eftir kaldan vetur. Fréttir berast af stórkostlegri skemmdum á gróðurlendi en áður hefur þekkzt — einkum í Strandasýslu, Húnavatns- sýslum og Norður-Þingeyjarsýslu. — En þar er víða svo mikið kal, að enn eru tún hvítgrá yfir að líta að meg- inhluta, þar sem verst er. Enn er síldveiðiflotinn bundinn í liöfn vegna verkfalls. Og ekki hefur síldarerðið enn verið ákveðið. Skólafólk, sem hefur lagt kapp á að afla sér fjár til skólagöngu með sumarvinnu og getað það — vegna góðrar atvinnu undanfarið — situr nú margt atvinnulaust og kvíðafullt um sinn liag. Iðnaðarfyrirtæki losa sig sem óðast við gamla fólkið og eru það ljós samdráttarmerki. Atvinnufyrirtækin stynja undan dýrtíð, lánakreppu og hinum óhag- stæðu vaxtakjörum. Dag hvern bæt- ist hlekkur í vanskilakeðjuna hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Það er orðið erfitt að lifa á íslandi af völdum utanaðkomandi áhrifa, sem ekki verður við ráðið, og af rangri stjórnarstefnu og stjórnleysi, er kem- ur hart niður, þegar versnar í ári. En ef við viljum lifa í samræmi við efnahaginn, þá mun aftur létta ! lofti. Óhófseyðsla undangenginna ára, skipulagslitlar framkvæmdir og handahófslegar fjárfestingar í aðal- atvinnuvegunum spáðu ekki góðu. Segja má, að öllu hafi verið skipt upp í góðu árunum og lífskjörin voru þá mjög góð og mikil bjartsýni ríkjandi. Leiðtogar þjóðarinnar létu framhaldið ráðast. Þeir töluðu oft um digra gjaldeyrisvarasjóði og sína ágætu „viðreisn“. Nú virðast bæði þessi orð vera bannorð hjá stjómar- sinnum. Það er eflaust krafa alls þorra manna, að yfirvöldin gangi á undan í hófsemi og beinum spam- aði á þeim sviðum, sem unnt er og við verður komið. Þjóðin sjálf verð- ur að takmarka kröfur sínar nú um skeið, og er það mun skynsamlegra en taka djarflega út á framtíðina. — Stjórnmálin hafa um sinn fallið í skuggann af undirbúningi forseta- kosninganna. En þeirri baráttu lýk- úr á morgun og nýr þjóðhöfðingi verður væntanlega það sameiningar- Itákn allra stétta og flokka í þessu landi, sem vænzt er, hvor frambjóð- andinn til forsetakjörs, sem kjörinn verður. Þjóðin er svo gæfusöm, að ganga að því vísu, að sæti forseta verður vel skipað, hvernig sem val- ið fellur, þótt kjósendur skiptist í Kristjáns-menn og Gunnars-menn. Með það í huga geta allir gengið fagnandi að kjörborðinu á morgun, 30. júní, og óskar blaðið lesendum sínum gæfuríkra kosninga. □ Hafís á Eyjafirði fyrr á þessu vori. (Ljósm.: E. D.) Eftirmæli vetrar og vors 1968 ÞEGAR athafnamenn eiga í hlut, þykir hlýða að gera þeim dauðum nokkurt eftiiTnæli, þar sem gjarnan eru rifjuð upp verk þeirra. Á sama veg finnst mér ástæða til að minnast síðastliðins vetr- ar, því óhætt má fullyrða, að hann hefur orðið flestum lands- mönnum eftirminnilegur á ein- hvern hátt, þótt i býsna mis- jöfnu sé. Á Suður- og Suðvesturlandi verða stórflóðin í Ölfusá, Elliða- ám ó.'fl. efalaust minnistæðust, enda fengu jafnvel Reykvíking- ar, sem annars virðast svo ósnortnir af íslenzku náttúru- fari, að kenna á þeim. í lágsveit um Suðurlands og í Vestmanna eyjum, var um tíma óvenjulegt fannkyhgi, og snjóflóð ollu sköð um í Mýrdal. Eldingu sló niður í skólahús í Fljótshlíð, svo að í kviknaði, og munu slíks fá dæmi hérlendis. Fyrir vestan, í Breiðafirði, voru um tíma óvenju miklir lag ísar, en á Vestfjörðum mann- skaðaveður hin mestu, sem lengi verða í minnum höfð. Á Norður- og Austurlandi voru einnig harðindi, og veðurfar óstöðugt með afbrigðuín, allan veturinn, frá miðjum október til marzloka. Snjór var ekki sér- lega mikilli í þessum landshlut- um, enda blotaði snjóinn svo að segja jafnharðan og hann kom, og hljóp því allt í svell og storku. Var af þeim sökum mikil kalhætta, um tíma, en nokkuð rættist úr, því að í marz gerði asahláku, sem eyddi svell- unum á fáum dögum, a. m. k. í Eyjafirði. Á NA-landi mun þó enn vera mikið túnkal, enda var þar snjór meiri og veti arhlákur minni. Hafísinn, sem nú er naumast réttnefni, að kalla fornan fjanda, gerði vart við sig þegar í nóvemberlok, og munu þess fá dæmi, að hann hafi komið svo snemma að landinu, og engin frá þessari öld. Um áramótin lá hafís fyrir öllu Norðurlandi og Vestfjörðum, en þó ekki á sigl- ingaleið. Á nýjársdag gekk í mikið norðanveður, sem hélzt næstu daga og rak ísinn þá að landinu. Komu þá (4. janúar) nokkrir jakar inn á Eyjafjörð, og strönduðu þar á fjörum. Næstu þrjá mánuði er ísinn að þvælast við strendur, og verð ur hans einkum vart á Vestfjörð um, svo og við útskaga norðan- lands. Um mánaðarmótin marz- apríl tekur hann svo að reka að landinu fyrir alvöru, og fyrstu daga aprílmánaðar rekur hann inn á fló.a og firði norðanlands og suður með Austurlandi og inn á firðina þar, og 4. april er hann kominn suður undir Pap- ey. Tepp>ast þá siglingar til Norð ur- og Austurlandsins. Á Eyjafirði sáust fyrstu jak- arnir að morgni 1. apríl. Var þá hvöss norðanátt með um 15 stiga frosti, og sjórinn krapað- Helgi Hallgrímsson. ur, enda sjávarhitinn mjög ná- lægt frostmarki sjávar. Þess var áður getið, að veður- far vetrarins var með afbrigðum óstöðugt. Gengu lægðir jafnan með um einnar viku bili, sína venjulegu leið frá SV til NA, oftast nálægt Austurlandinu, eða yfir landið, og ollu eilífum hringsnúningi vindáttarinnar, frá AU eða SA um S til V og N og að lokum NA. Lægðirnar voru óvenju djúpar og fóru hratt yíir, og ollu því bæði miklu hvassviðri og snöggum og tíðum veðrabrigðum. Var ekk- ert óalgengt í Eyjafirði að áttin snerist heilan hring á einum sólarhring. Vestlæg átt var óvenju tíð, og hvössustu veðrin í Eyjafirði voru af SV og V. Þegar ísinn varð landfástur varð gerbreyting á veðráttunni. Hófust þá hægviðri og góðviðri með háum loftþrýstingi cg sól- fari. Mildaðist veðrið er leið fram á aprílmánuð, og dagana 8,—-15. apríl var einmuna veðurblíða, og eitthvað bezta páskaveður, sem menn muna. Tók þá upp allan snjó af láglendi í Eyja- firði, nema í dýpstu dældum, og gróður fór að bæra á sér. Um miðjan mánuðinn kóln- aði aftur nokkuð, en veður var meinhægt til aprílloka. Allan mánuðinn var hafís upp við landsteina, á Norður- og Aust- urlandi, en gisnaði þó víða og lónaði frá svo skipgengt var með köflum, næst landinu. Á Eyjafirði var jafnan nokkurt ís- hrafl í aprílmánuði, en mest landfastir jakar, og fjörðurinn sjálfur að mestu auður, og sigl- ingar yfirleitt greiðar. Sjávar- kuldi var mikill, að meðaltali -f- 1 gráða í aprílmánuði. Svipað ástand hélzt fram um 10. maí, en þá gerði norðanátt með snjókomu og dálitlu frosti, og rak þá enn hafís inn á firð- ina, norðanlands og austan, og sömuleiðis lengra suður með Austfjörðum, fyrir Hornafjörð og allt að Skaptárósi, en svo langt suður mun ísinn ekki hafa komið fyrr á þessari öld. Um miðjan maímánuð endur- tekur sig sagan frá april, því þá gerir enn mikinn góðviðriskafla, með hlýindum á Norður- og Austurlandi, og helzt það veður út mánuðinn. Gróður er þó held ur seinn til, því að jörðin er mikið frosin eftir vorkuldana, sem komu á sem næst auða jörð. Er áberandi hvað tún eru nú grænni, þar sem snjór lá í vor. Þó hafa jurtir blómgazt og tré laufgazt um það bil á venju- legum tíma. Þrátt fyrir tíða blota, sem að vísu voru sannnefndir spilli- blotar, fyrri part vetrar og mikl ar hlákur seinni part vetrarins, verður veturinn sem heild að teljast óvenju kaldur. Þetta sést bezt ef litið er á hitastigsmeðal- töl hinna einstöku mánaða, en þau eru að jafnaði um þremur gráðum lægri en meðaltöl und- angengins aldarþriðjungs (1930 —60). Sé hins vegar miðað við tímabilið 1874—1922 reynist meðalhiti hvers mánaðar í vet- ur, aðeins lítið lægri en meðal- hitastig sömu mánaða á þessu tímabili. Hvað snertir hitastig verður þetta því að teljast ósköp ÚT ER KOMIÐ maíhefti Ferða, blaðs Ferðafélags Akureyrar. Þar ritar Bjöi'n Stefánsson í Ólafsfirði um Ólafsfjörð og fjallaleiðir þaðan og Hólmgeir Þorsteinsson grein um sel og sel farir í Eyjafirði. Báðar eru grein ar þessar hinar fróðlegustu og myndu-m prýddar. í stjóm Ferðafélags Akureyr- ar eru: Valgarður Baldvinsson, Björn Þórðarson, Karl Hjalta- son, Aðalgeir Pálsson, Tryggvi Þorsteinsson. Gert er ráð fyrir, að Ferða- félagið reisi lítinn skála við Drkeagil, í nágrenni Öskju, nú í sumar. En sl. sumar byggði félagið skála í nágrenni Jökul- dals, á Sprengisandsleið. Ferðaáætlun Ferðafélags Ak- ureyrar sumarið 1968. 4. ferð: 29.—30. júní Náttfara- ví-kur. Ekið sem fært er. Gengið á fjöru í Náttfaravíkur. 5. -6. ferð: 12,—20. júlí og 20. —29. júlí. Öræfasveit. Fyrri ferð: Ekið um Mývatnssveit austur á Fljótsdalshérað í Hall- venjulegur vetur á íslenzkan mælikvarða, ef miðað er við hin kaldari tímabil, og er því aug- Ijóst að við megum vænta mun kaldari vetra á slíkum tímabil- um. Meðalhitastig mánaðanna segja hins vegar ekki mjög mik ið, um hið raunverulega veður- far, þar sem veðrið var svo breytingagjarnt, sem raun var á. Mesta frost sem mældist á Vikurbakka var 18.5° þann 15. febrúar, og aðfaranótt 1. apríl var 17° frost, 4. apríl 18° frost, 15°—16° mældust nokkrum sinn um í febrúar og marz. Hæstu hitastig vetrarins á Víkurbakka voru um 12° 27., og 28. febrúar og 7. marz. Dag- ana 10.—15. apríl var meðalmið degishitinn um 9° og frostlaust á nóttum. Meðalhitastig fyrra maíhelmings var undir 0° en síðara maíhelmings um 8.2° og er það gott skóladæmi um það hve valt er að treysta meðal- hitastigi mánaðarins, er dæma skal veðurfar. Hvassviðri og rok voru tíð fyrri part vetrarins, og verður því veturinn að teljast illviðra- samur. Margir munu minnast hins algenga formála veður- spánna í útvarpinu þennan vet- ur: Búist er við stormi eða roki .... o. s. frv. Þó mun Norður- landið og einkum Eyjafjörður, hafa sloppið við verstu rokin, eins og t. d. mannskaða-veðrið á Vestfjörðum í byrjun ársins. Á Árskógsströnd voru mestu rokin af suðvestri. Eitt slíkt gekk yfir um nóttina milli 18. og 19. nóvember og olli tals- verðum sköðum. Gluggar brotn uðu, plötur fuku af þökum og jafnvel bílar fóru út af veginum. 27. febrúar var einnig mikið hvassviðri af SV og giskaði ég á að það hefði orðið 10 vindstig um hádegið. Þá var 8—10 stiga hiti og einhver sú mesta asa- hláka sem ég man eftir. Snjór var nokkur fyrir hlákuna en hjaðnaði þennan dag eins og dögg fyrir sólu. Vatnið fossaði hvarvetna fram, og allir far- vegir urðu fullir á svipstundu. Þennan dag og þann næsta tók upp mestallan vetrarsnjóinn, og mikið af svellum, sem þar voru undir. Grófust þá vegir víða í Eyjafirði, þvert í gegnum, af leysingarvatninu. (Framhald í næsta blaði) ormsstað, um Fljótsdal til Borg arfjarðar. Síðan um Skriðdal og Breiðdalsheiði, sem leið liggur í Homafjörð, Suðursveit og Ör- æfin. í Öræfasveit verður dval- ið í 3 daga og markverðir staðir skoðaðir. Flogið frá Fagurhóls- mýri til Akureyrar. — Síðari ferð: Flogið verður með þátttak endur til Fagurhólsmýrar, Ör- æfasveitin skoðuð, en síðan ekið til Akureyrar sama leið og farin var í fyrri ferð. 7. ferð: 3.—5. ágúst. Jökul- dalur—V onarskarð. 8. ferð: 3.—5. ágúst. Herðu- breiðarlindir—Ask j a. 9. ferð: 9.—11. ágúst. Vatns- dalur—Skagi. 10. ferð: 15.—18. ágúst. Strand ir. Ekið um Hólmavík til Tré- kyllisvíkur og í Ingólfsfjörð, gengið þaðan í Ófeigsfjörð. 11. ferð: 23.—25. ágúst. Hljóða klettar—Hólmatungur. 12. ferð: 1. september. Glerár dalur (gönguferð). 13. ferð: 8. september. Bleiks- mýrardalui' (gönguferð). FEKÐIR, BLAÐ FERÐAFÉLAGS AKUREYRAR s HINN 25. maí síðastl. andaðist á sjúkrahúsinu á Akureyri Guð- mundur 1>. Arnason, fyrrum bæj- arpóstur, á 95. aldursári. Þessi síð- búnu kveðjuorð eiga að vera þakk- ir til þessa mæta manns og vinar niíns fyrir allar velgjörðir hans við mig og vináttu til hinnstu stund- ar. — Eg man vel, enn þann dag í dag, er lundum okkar Guðmund- ar bar fyrst saman vorið 1933. Ég hafði þá verið ygikur um skeið, og m. a. dvalið á Kristneshæli. Þá var erfitt að fá vinnu, ekki sízt fyrir þá er lasburða voru og þoldu ekki erfiði. Ég stóð lijá Höpners- verzlun, einn og leiður og fannst lífið dapurt og lítils virði. Þá kem- ur Guðmundur þar að til að tæma póstkassann. Hann brosti til mín sínu ltlýja brosi og bauð góðan dag. Tókum við svo tal saman. Innti hann niig eftir, hvað ég hefði fyrir stafni. Sagði ég honum þá allt um mína hagi. Þá spyr hann mig að því, hvort það væri of erfitt fyrir mig að bera út póst. Sagði ég að jrað myndi ég senni- lcga þola, og ég hefði gott af hreyfingu og útiv^ru. Segir hann J>á við mig að eiginlega vanti sig lijálp í 2—3 mánuði við útburð- inn. „Viltu kannske reyna J>etta?“ Ég svaraði því játandi. Rétti hann mér Jiá höndina og sagði með sinni hógværð og ljúfmennsku: „Hittu mig þá hérna í fyrramálið kl. 10.“ Þetta urðu ckki 2—3 mánuðir lieldur fjögur ár, og vafalaust ein beztu ár ævi minnar. Þau urðu mér dýrmætur skóli og Jressi dag- farsprúði maður reyn'dist mér sem annar faðir. Öll hans hollu ráð hafa komið mér vel á lífsleiðinni og eftir þeim hefi ég reynt að breyta eftir því, senr ég hefi fram- ast getað. Guðmundur varaði mig mjög við áfengis- og tóbaksneyzlu, en liann sjálfur var algjör bind- indismaður óg svo sannur dreng- skaparmáðúr að leiigra er ekki liægt við að jafnast. Guðmundur Bjiirn Arnason, eins og hann hét fullu nalni, var fæddur að Æflækjarseli í Keldu- hverfi 15. okt. 1873. Foreldrar hans voru J>au hjónin Anna Hjör- leifsdóttir óg Arni Kristjánsson, sém þar bjuggu. Arið 1897 gekk Guðmundur að eiga Svövu Daní- elsdóttur, liina ágætustu konu. Þau hófu búskap að Lóni í söntu sveit, eli bjuggu síðan á Höfða á Tjörnesi og Þórunnarseli, unz Jiau fluttu til Akuréyrar 1919. Um það bil ári síðar gerðist Guð- mundur póstmaður og gegndi því starfi af mikilli trúmennsku til sjötugsaldurs. Síðústu ár ævinnar dvaidi hann hjá Sigurveigu dótt- ur sinni að Bjarmastíg 11 Á því lieimili dvaldi einnig um langt skeið Fanney Jónsdóttir, sem var einn af hinum góðu öndum Jiessa elskulega heimilis. Ég var í þrjú ár heimilismaður Jaeirra Svövu og Guðmundar. Heimilislífið var fagurt og ]>ar ríkti sönn einlægni og trúnaðar- traust allra milli. Svava var göf- ug kona og minnist cg liennar með Jjakklæti og djúpri virðingu. Guðmundur og Svava eignuðust þrjú börn: Árna, lækni í Reykja- vík, Jón, forstjóra á Akureyri, og Sigurveigu, sem þar er einnig bú- sett. Þau bera foreldrum sínum og heimili þeirra fagurt vitni, enda liafa þau crft beztu kosti þeirra beggja. Guðmundur hafði fulla rænu fram á síðustu stund. Nokkru áð- ur en liann fór á sjúkrahúsið, sendi hann mér eintak af „I-Ieima er bezt“ með grein, sem hann liafði ritað. Það var hinnsta ÞANN 26. júní sl. átti Norræna samvinnusambandið (N.A.F., Nor- disk Andclsforbund) 50 ára af- mæli, en Jia'ö var stofnað að Frog- nersetri skammt fyrir utan Oslo árið 1918. Sambönd samvinnufé- laganna í Svíjrjóð (K.F.), Dan- mörk (F.D.B) og Noregi (N.K.L.) stofnuðu J>etta öfluga norræna samband til að annast innkaup á ýmsum lífsnauðsynlegum varningi fyrir kaupfélögin, gera sem ódýr- ust og bezt innkaup, forðast milli- liði og láta eigin sérfræðinga velja það bezta á markaðinum. Arið 1928 bættust bæði finnsku sam- vinnusambondin (S. O. K.) og (O.T.K.) í hópinn og J>að íslenzka (S.Í.S.) árið 1949. Fyrstu skrifstofu sína utan Norðurlanda opnaði NAF árið 1919 í London, sem þá var mið- stöð verzlunar með flestar mikil- vægustu nýlenduvörur. Um Jiá skrifstofu er nú mest keypt af kakóbaunum, te, margs konar olíuhráefni, hrágúmmí, kryddvör- um, sísal o.m.fl. Árið 1955 var opnuð skrifstofa í Santos til að annast innkaup á liinni mikil- vægu vörutegund, sem kaffi nefn- ist. Hún kaupir og kaffi fyrir kaupfélögin í Þýzkalandi, Ilol- landi, Frakklandi, Sviss og Ítalíu. NAF er nú stærsti kafíikaupandi Evrópu og er árlegt magn um 45 milljónir kg. Aðrar skrifstofur eru í Valencia (appelsínur, sítrónur, niðursoðnir ávextir o.fl.), Bologne (ítalskar vörur), San Francisco (niðursoðnir og Jmrrkaðir ávextir) og í Buenos Aires yfir ávaxtatím- ann til að annast innkaup og af- greiðslu alls Jress geysimikla magns af eplum, perum og vínberjum frá Argentínu, se mselt er í kaupfé- lagsbúðum á Norðurlöndum. — LEIÐRÉTTING á fréttitilkynn- ingu Málningar h.f. í blaðinu 20. júní sl. var sagt frá kynn- ingu Málningar h.f. á fram- leiðsluvörum sínum. Þar hef- ur fallið úr ein setning og ruglaðist þar með heil máls- grein. Hún átti að vera svona: „Bar þar margt á góma, en hæst þó hin nýju viðarlökk verksmiðjunnar þ. e. ÞEL- MATT lakk og LEIFTUR lakk, sem nú eru að mestu leyti tekin við hlutverki sam- bærilegra innfluttra lakkteg- unda. Einnig var mjög spurt um aðrar hinar þekktustu framleiðsluvörur verksmiðj- unnar, sem eru, svo sem kunn ugt er, SPRED SATIN innan- húss og ÚTI SPRED utan- liúss, EPOXY lökk, o. fl. o. fl.“ kveðja hans til mín. Já, vinur minn. Heima er bezt. Jóni, Sigurveigu og Arna sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Þau hafa, sem faðir Jteirra, reynzt mér sannir vinir. I hjörtum þeirra geymist minning- in um góðan föður og frábæran mannkostamann. Oöðrum ástvin- um Guðmundar heitins sendi ég einnig kveðju. Svo kveð ég þig, vinur minn, með lijartans ]>ökk fyrir allt og allt, og veit að þú lifir nú í heimi ljóss og dýrðar. Ef til vill stend ég síðar einn og yfirgefinn á landi lifenda, handan við hina miklu móðu. Þá væri mér ckkert dýrmætara en að ]>ú kæmir til ntín, cins og á Akur- eyri forðum, réttir mér hina hlýju og traustu vinarhendi J>ína og leiddir á liinum ókunnu vegum annars lífs. Vertu sæll, Guðmundur. Guð geymi þína góðu og göfugu sál. Reykjavík í júní 1968. Jón Pctursson. Þannig hafa fulltrúar neytend- anna flutt sig út í heintinn og myndað beinar leiðir til }>eirra frá framleiðenduunm. Aðalskrifstofa NAF er í Kaup- mannahöfn. Þaðan er fylgst með mörkuðum víðs vegar um heim og Jraðan stjórnar Svíinn Lars Lun- din allri starfseminni, sem veltir um 500 milljónum danskra króna á ári. Mcð starfsemi sinni hefur Nor- ræna Samvinnusambandið (NAF) þannig haft geysimikla þýðingu fyrir félagsfólk kaupfélaganna á Norðurlöndum, sem telja unr 3.6 milljónir manna innan sinna vé- banda, og einnig fyrir þá, sem ut- an þeirra standa. Þannig hafa málin Jrróazt í 50 ár, en takmarkið er enn hærra, því að 1 samþykktir NAF settu stofnendurnir ]>essa grein: „Þegar samstarfið hefur náð J>ví marki, sem sett hefur verið, má auka starfsemina og hefja rekstur rækt- unarstöðva, skipaútgerð og iðn- rekstur eftir }>ví sem aðalfundur kveður nánar á um.“ Afmælisins var minnst með sér- stakri viðhöfn á aðallundi NAF í Kaupmannahöfn dagana 25—27. júní sl., ]>ar sem Einar Gerhard- sen, fyrrv. forsætisráðherra Nor- egs, flutti aðalræðuna. Á tímabilinu 24. júní til 6. júlí fer svo fram sérstök sölu- og kynn- ingarherferð í liinum 18.000 verzl- unum samvinnumanna á öllum Norðurlöndunum fimm. Verður lögð megináherzla á að kynna þær kaffitegundir, sem samvinnu- verzlanir í ]>essum löndum selja, en einnig verða ýmsar aðrar vör- ur kynntar. Á íslandi verður lögð megin- áherzla á að kynna neytendum Braga-kaffið, en }>að er allt keypt hingað til lands fyrir milligöngu Norræna Samvinnusambandsins. NAF - Norræna sam- vinnusambandiS 50 ára Sagan endurtekur sig FORSETARNIR Abraham Lincoln og John F. Kennedy háðu báðir harða barátfu fyrir réttindum borgaranna. • Linsoln var kosinn forseti 1860 og Kennedy 100 árum síðar. • Báðir voru myrtir á föstudegi með eiginkonur sinar sitjandi við hlið sér. • Eftirmenn beggja hétu Johnson, báðir demokratar og frá Suð- urríkjunum. Andrew Johnson var fæddur 1808 og Lyndon B. Johnson fæddist 1908, 100 árum síðar. • Booth, morðingi Linsolns, var fæddur 1839. Oswald, morðingi Kennedys, fæddist 1939, 100 árum síðar. • Bæði Booth og Oswald voru skotnir áður en þeir komust fyrir rétt. Hvorugt ódæðisverkanna hafa að fullu verið upplýst. • Ritari Lincolns, sem hét Kennedy, réð forsetanum frá því að fara í leikhúsið kvöldið, sem ódæðisverkið var framið. Ritari Kennedys réð honum frá því að fara til Dallas. Nafn hans var — Lincoln. (Vár Tidning). - Frá aðalfuncíi Sambands ísl. samviimufélasfa (Framhald af blaðsíðu 8). A vegum Sambandsins og kaiip. félaganna er nú unniÖ að ijm- fangsmiklum skipulagsbreytingum og aukinni reksturshagkvæmni í ]>vi skyni a ðlækka kostnað við vörudreifingu, en bilið milli tekna af vörusölunni og kostnaðar við hana cr J>ó orðið breiðara en svo að þess sé að væntá að J>að verði brúað fljótlega með endurbótum á rekstrinum einum samán. En þá þjónustu sem kaupfélögin veita samvinnufólki víðs vegar um land við hin erfiðustu skilyrði verður fólkið að greiða. Það verða félags- menn jafnan að hafa í húga og stilla kröfum sínum til félaganna í eðlilegt hóf, sagði fórstjórinn. Sér í lagi yrði að forðast skulda- söfnun við félögin, J>ví }>au gætu ekki verið lánastofnanir. Erlendur Einarsson benti einnig á, að þrátt fvrir skakkaföllin, sem íslenzkt atvinnulíf liefði orðið fyr- ir, væri Sambandið og samvinnu- hreyfingin fárhagslega og félags- lega öflug, cn vegna ástandsins yrði að breyta um stefnu. Sýna yrði meiri aðgæzlu í fjármálum en áður, lánsverzlun væri nú orðin svo áhættusöm og lausafjárstaðan hefði versnað til þeirra muna, að samvinnufélögin yrðu nú að stór- minnka og í sumum tilvikum stöðva með öllu lánsverzlun. Taka yrði upp sparnað í rekstri á öll- um sviðum og yrði samvinnufólk- ið í landinu að standa saman um félögin og sýna íullan skilning á J>eim brýna vanda, sem nú væri við að etja í atvinnurekstrinum. Með samstöðu samvinnufólksins mundu samvinnufélögin geta mætt erfiðleikunum. Þá taldi forstjórinn, að árið 1967 hefði almennt verið mjög erfitt fyrir allan rekstur og mikill halli hefði orðið í flestum grein- um atvinnulífsins. Stærsta verk- eínið framundan væri að skapa atvinnulífi }>jóðarinnar raunhæf- an rekstursgrundvöll, um }>að J>yrfti þjóðin að sameinast, ef girða ætti fyrir samdrátt og at- vinnulevsi. Samvinnufélögin væru fús til að taka liöndum saman við ]>á aðilja sem að ]>essu vildu vinna af raunsæi og réttsýni. Að lokinni skýrslu forstjórans, voru frjálsar umræður um hana, en sfðan hófust umræður um landbúnaðarmál og voru fram- sögumenn þeir Gunnar Guðbjarts- son, íormaður Stéttarsambands bænda og Agnar Tryggvason, framkvæmdastjóri Búvörudeildar S. í. S. Sfðari fundarclag var m. a. kos- ið í stjórn. Úr stjórninni gengu að ]>essu sinni Eysteinn Jónsson og Guð- mundur Guðmundsson, bóndi á Efri-Brú, og baðst hinn síðar- nefndi undan endurkosningu. — Eysteinn Jónsson var endurkjör- inn ,en í stað Guðmundar var kjörinn Þórarinn Sigurjónsson á Laugardælum. I sæti hinna tveggja nýju manna í stjórninni voru kosnir Ragnar Olafsson, Reykja- vík, og Olafur Þ. Kristjánsson, Hafnarfirði. 1 varastjórn Sam- bandsins voru kjörnir Olafur Syerrisson, Borgarnesi, Olafur E. Ólafsson, Króksljarðarnesi, og Ingólfur Ólafsson, Reykjavfk. — Fyrir í stjórninni eru: Jakob Frí- mannsson, Akureyri, Finnur Kristjánsson, Húsavík, Þórður Pálmason, Borgarnesi, Skúli Guð- mundsson, Hvammstanga, og Guð röður Jónsson, Neskaupstað. End- urskoðendur voru kosnir Björn Stefánsson og Tómas Árnason. - TVÖ BÆJARBLÖÐ (Framhald af blaðsíðu 1). um viðkomandi manna. Enn segir íslendingur, að á 16. hundrað manns hafi sótt stuðningsmannafund Kristjáns Eldjárns í íþróttaskemmunni 22. júní. Þetta eru hin grófustu ósannindi, samanber fréttatil- kynningu frá fundinum, þar sem fundargestir voru taldir um 2500, og samkvæmt umsögn fréttaritara Mbl., sem var meðal fundargesta og komst að sömu niðui'stöðu. □

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.