Dagur - 04.12.1968, Blaðsíða 8

Dagur - 04.12.1968, Blaðsíða 8
8 SMÁTT & STÖRT Fagurlega skreytt borð. Kennarinn, frú Hjördís Stefánsdóttir, fræðir nemendur sina. (Ljósm.: E. D.) Húsmæðrafræðslan á Akureyri Á AKUREYRI var stofnaður húsmæðraskóli í nýju og mynd- arlegu húsi fyrir 23 árum og ÞORSTEINN M. JONSSON fyrrum skólastjóri og forseti bæjarstjórnar á Akureyri og bókaútgefandi, er eini núlifandi íslendingurinn, sem sæti átíi í sambandslaganefndinni 1918. Af ])ví tilefni hafa viðtöl birzt við hann í blöðum og í sjónvarpinu l. desember kom liann einnig fram. Dagur sendir þessari háöldr- uðu kempu sínar beztu kveðjur og lætur í ljósi ánægju yfir því, að fjölmargir Norðlendingar m. a. gamlir nemendur hans, fengu að sjá hann og heyri^ hressan og aðsópsmikinn, fyrsta dag sjónvarps hér nyrðra. □ var hann starfræktur um tíu ára skeið. Hann er án heima- vistar. Síðan 1954 hefur skólinn verið starfræktur í formi nám- skeiða hvern vetur. Kennt hef- ur verið matreiðsla, saumar og vefnaður. í vetur hafa námskeið verið vel sótt eins og áður, og eru það eingöngu konur úr kaupstaðn- um er kennslunnar njóta. Marg- ar þeirra myndu enga aðstöðu hafa til reglulegrar skólagöngu og sýnist námskeiðaformið því mjög hentugt — það sem það nær —. Fréttamaður blaðsins leit þarna inn á laugardaginn. Þar stóð yfir sýnikennsla í mat- reiðslu. Verið var að bera hina ýmsu rétti á skreytt borð. Voru þessir réttir margskonar, bæði úr kjöti og fiski, svo og úr jurta ríkinu, og hinir álitlegustu. Sýni kennslunni stjórnaði frú Hjör- dís Stefánsdóttir og eru nem- endur um 30 talsins eða jafnvel fleiri. Fröken Ingunn Björnsdóttir kennir sauma og frú Olöf Þór- hallsdóttir vefnað á námskeið- unum í vetur. Bær og ríki byggðu og ráku Húsmæðraskóla Akureyrai', einnig þessi námskeið. Konur stofnuðu félag til að starfa fyrir skólatin. Skólanefndina skipa: Ragnhildur Jónsdóttir og Þór- unn Sigurbjörnsdóttir frá bæn- um, Ingibjörg Eiríksdóttir og Sigríður Árhadóttir frá Hús- mæðraskólafélaginu og Sveinn Tómasson skipaður af ráðherra og er hann formaður. Nú vilja konur þær, sem láta (Framhald á blaðsíðu 5) FÆST EKKI SKRÁÐ Vörur hækka óðfluga og svo mun verða um sinn. Síðast hækkaði verð á tóbaki og brenni víni og er óátalið hér. Maður einn sem ræddi um gengisfell- inguna, sagði, að þó krónan væri felld hefði álit þjóðarinnar á stjórnarforingjunum fallið enn meira. Viðmælandinn jánkaði og bætti svo við: En það fæst bara ekki skráð! HÚSIÐ MA EKKI TAPA ÞEIM Þegar rætt var um drykkjuskap unglinga í öðru vínveitingahúsi bæjarins við forráðamenn húss- ins, þar sem skólapiltar koma mjög við sögu-, var svarið þetta: Húsið má ekki við því að tapa þessum viðskiptum, og þar við situr. Forráðamenn bæjar, skól anna og fleiri ættu að vinna ail því nú, að öll áfengissala væri bönnuð á Akureyri, a. m. k. þar til batnar í ári. ALLT FYRIR SPARIFJÁR- EIGENDUR! Talsmenn stjórnarinnar láta sér annt um hag sparifjáreigenda. Þeirra vegna eru háu vextirnir, segja þeir. En hver er hlutur sparifjáreigenda? Sá sem í upp- hafi „viðreisnar“ Iagði inn 16.320 krónur — þ. e. 1.000 dollara — inn á bók með hæstu vöxtum á nú 33.500 krónur — sem jafn- gilda 380 dollurum! UMFERÐ ARÖRY GGI Nýlega fór bíll fram af Spítala- vegi — og ekki sá fyrsti —. Þar er hinn mesti hættustaður og þarf að setja öryggisgrindur á vegarbrún, þar sem vantar, áður en verr fer. Þá er nauðsyn á svipuðum öryggisbúnaði við höfnina, á kanti nýs vegar við sjóinn, norðan við aðalhöfn bæjarins. Er þessum ábending- um hér með komið á framfæri til athugunar og til úrbóta við fyrsta tækifæri. Eikarbáturinn Dagur ÞH 66 við sjósetningu. (Ljósm.: E. D.) FYRIR helgina var sjósettur á Akureyri nýr 26 tonna eikar- bátur, smíðaður hjá Skipasmíða stöð KEA, teiknaður af Tryggva Gunnarssyni, sem einnig stjórn- aði verkinu. Vél bátsins er 220 hestafla Caterpiller. Eigendur eru Vilhjálmur Sig- tryggsson og Kristján Ásgeirs- son, Þórshöfn. Sjómenn ljúka upp einum munni um vandaðan frágang í smíði bátsins. Blaðið óskar þess- um nafna sínum og eigendum hans allra heilla. □ Jólabóka-sýning' skáta SÍÐASTA miðvikudagsmorgun sáu starfsmenn jarðborana í Bjarnarflagi í Mývatnssveit, að mikið gufugos hafði orðið þá um nóttina og gjósandi leirhver. Þetta er í nágrenni Kísiliðjunn- ar og þó nær húsi því, sem er stöðvarhús raforkuframleiðslu, hinnar fyrstu hér á landi, þar sem jarðhitinn er orkugjafi. Hverinn gýs enn og í kring eru gufuaugu, svo oftast er þarna allt hulið í gufu þegar veður er kyrrt. Ljósmynd: Kurt Sonnenfeld. NÆSTA sunnudag, 8. des., kl. 2—6 e. h. verður opnuð sérstök jólabókasýning á vegum Skáta- félags Akureyrar. Verður sýn- ingin í Hvammi, hinu nýja fé- lagsheimili skátanna, Hafnar- stræti 49. Verða þar sýndar allar nýjar bækur, sem komnar verða á markaðinn, nú fyrir jólin. Nokkrar af þessum bókum verða auk þess kynntar sérstak- lega með upplestri smákafla úr þeim. Mun hver kynning taka 5—10 mín. og verður ein bók kynnt á hálftíma frestl. Að lok- inni hverri kynningu vbrður eitt eintak af þeirri bók sem kynnt var afhent einhverjum gestanna á sýningunni til eignar, og hreppir sá bókina hverju sinni, sem svarað getur rétt spurningu varðandi bókina. Dregið verður úr réttum svörum. Samhliða bókasýningunni verður kaffisala fyrir sýningar- gesti. Um leið og gestir skoða sýninguna, gefst þeim kostur á að skoða hið nýja húsnæði skát- anna, þar sem sýningin fer fram. Meðal þeirra bóka sem kynnt ar verða eru flestar þær bækur sem eru nú að koma á markað- inn eftir akureyrska höfunda, og munu þeir sjálfir sjá um kynningu bóka sinna. Við hvetjum eindregið alla Akureyringa og nærsveitunga til að koma í heimsókn í Hvamm á sunnudaginn og notfæra sér þetta einstæða tækifæri til að velja bækurnar, sem á að gefa um jólin, um leið og þeir fá sér sunnudagskaffi með fjölskyld- unni Aðgangur að bókasýning- unni er ókeypis. (Fréttatilkynning frá Skáta- félagi Akureyrar).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.