Dagur - 21.12.1968, Blaðsíða 1

Dagur - 21.12.1968, Blaðsíða 1
BLAÐ I EFNAVERKSMIÐJAN SJOFN LI. árg. — Akureyri, laugardaginn 21. desember 1968 — 57. tbl. FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SERVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KÐPIERING Hugsum vonglaðir til jólaháfíðar Egilsstöðum 20. des. Skipt hefur um veður og nú síðustu daga allt upp í 13 stiga frost og eru það mikil viðbrigði frá hinni ein dæma veðurblíðu undanfarið með allt að 11 stiga hita. En það er þó engin harðneskja ennþá og allir vegir færir í byggðum og um Fagradal. Snjóföl nokk- urt er á Héraði utanverðu en til dala er snjólaust. Flugferðir hafa verið tvær á dag vegna mikilla ferðalaga skólafólks heiman og heim, svo sem venja er. Svo eru vörur nokkuð fluttar hingað austur frá Sultarflóanum. Mannlífið er svipað og undan farin ár, er að jólum líður. Hús- freyjur keppast við að baka og búa heimilin að öðru leyti undir komu jólanna. Værð er farin að færast yfir karlmennina. Við bruggum jólamaltið sjálfir í stað þess að kaupa það frá Sana á Akureyri. En það má þó Thule- ölið frá Sana eiga, að það er gott. Atvinna hefur verið sæmileg en óttast er, að verkamenn vanti vinnu eftir áramótin en iðnaðar menn síður. Stærri verkefni eru ekki sjáanleg í næstu framtíð. Fjárlögin gefa ekki tilefni til bjartsýni í þeim efnum. Norð- lendingar verða víst hólpnir með féð úr hjálpasjóði flótta- manna. Við vonum bara, að við verðum ekki afskiptir þegar far ið verður að deila Nato-styrkn- um. í þeirri trú hugsum við von glaðir til hinnar miklu hátíðar, sem framundan er. V. S. Blómskrúð í Grímsey Grímsey 17. des. í hinni ágætu tíð og miklu hlýindum er stóðu í sex vikur og er nýlokið, sprungu blóm út hér í Grímsey. Nú er aðeins föl. Heita mátti að daglega væri róið í nóvembermánuði og fram í desepiber. Lengra var sótt en venjulega á þessum árstíma og veiddist mjög vænn fiskur og oftast var mikill afli. Mikið af saltfiski liggur nú hér og það er einmitt bezti fiskurinn. Við er- um ekki róleg yfir því, að koma ekki fiskinum frá okkur. Það er nú búið að gefa fénu 2 daga í stað tveggja mánaða í fyrra. Fé var fækkað í haust vegna lítils heyfóðurs og sjá sumir eftir því nú, að hafa fækk að. Féð er mjög vænt og hefur farið vel með sig úti í vetur. Tvær kýr aðeins eru nú í Grímsey, en 5 hross. Maður einn, sem hingað flutti, kom með tvær hryssur og hest. í vor áttu báðar hryssurnar folöld og er þetta hinn fallegasti hópur. Jólin eru nú að koma til okk- ar, sómenn hættir að fiska í bráð og unga fólkið kemur í jólafrí. Þótt seint væri byrjað að sækja sjóinn í vor, vegna ísa, er heildar fiskaflinn orðinn góður á þessu ári og við höfum ekki ástæðu til að kvarta. S. S. Veiðiskipin flest komin til hafnar. (Ljósm.: E. D.) Ný f járliagsáætlun fyrir Akur- eyri rædd í bæjarstjórn i gær í GÆR, föstudaginn 20. desem- ber, fór fyrsta umræða fram í bæjarstjórn Akureyrar um fjár- hagsáætlun bæjarsjóðs fyrir ár- ið 1969. Samkvæmt henni hækka niðurstöðutölur úr 113.4 millj. kr. í 118.6 millj. kr. Áætl- FÓLK AÐ FLYTJA BROTT AF LANDINU AÐALRÆÐISMAÐUR Breta á íslandi, Brian Holt, hefur sagt frá því, að rúmlega 250 íslend- ingar hefðu spurzt fyrir um það á ræðismannsskrifstofunni síð- ustu vikur og fengið upplýsing- ar um möguleika á innflutningi og atvinnu í Ástralíu, Kanada og fleiri samveldislöndum. Þá sagði ræðismaðurinn, að HAUSTMOT SKÁKFÉ- LAGS AKUREYRAR HAUSTMÓTI Skákfélags Akur eyrar er nýlokið. Úrslit urðu sem hér segir: Meistaraflokkur. vinn. 1. Halldór Jónsson 8V2 2.—4. Kristinn Jónsson 7% 2.—4. Jón Björgvinsson 7V2 2. —4. Hjörleifur Halldórss. 7 Va 5. Þorgeir Steingrímss. 6 1. flokkur. vinn. 1. Rúnar Búason 6 2. Þóroddur Hjaltalín 5xf> 3. —4. Sveinbjörn Sigurðss. 4V2 3.—4. Jóhann Sigurðsson 4% í hraðskák sem háð var sl. mánudagskvöld varð Júlíus Bogason efstur, annað varð Jón Björgvinsson og þriðji Ólafur Kristjánsson. Næsta verkefni félagsins er Jólahraðskákmót kl. 2 e. h. þann 29. des. □ allt að 60 íslendingar hefðu flutt til Ástralíu á yfirstandandi ári, og væri ætlun þeirra að setjast þar að til langframa, eða a. m. k. um árabil og sjá svo til. Brian Holt sagði, að á framfæri hinna 250 manna, sem fengið hefðu eyðublöð og upplýsingar um inn flutning til samveldislandanna, mætti búast við að væru um 400 manns. Það er ískyggileg þróun mála, ef svo margir hyggja á flutning úr landi og framanskráðar upp- lýsingar benda til. Ekki þarf að draga í efa, að áhugi á brott- flutningi er að einhverju leyti sprottinn af þeirri óstjóm, sem hér á landi ríkir, í efnahags- og atvinnumálum og hinni miklu óvissu í framvindu mála hér á landi. Karlmannlegra er, að tak ast á við vandann í íslenzku efnahagslífi, en að flýja land. Og fyrir þjóðina er meiri nauð- syn en flestar eða allar aðrar, að fólki fjölgi í landinu og flytj- ist ekki brott. □ uð hækkun útsvara er 3.9% og miðað við, að þau verði álögð samkvæmt sama skala og árið áður. Útsvarsupphæðin er 71.6 millj. kr. og aðstöðugjöld 17.6 millj. kr. En hæstu útgjaldaliðir eru félagsmál, 31.8 millj. kr. og gatnagerð 26.2 millj. kr. Vitnar um erfiðleikana. Þessi áætlun ber ekki þau merki framfara, sem nauðsyn- leg eru vaxandi bæ. En sú nauð syn er augljós. Áætlunin ber hins vegar vott um það hrörn- unar- og ófremndarástand, sem núverandi ríkisstjórn hefur leitt SÍLDARAFLINN SÍLDARSKIPIN, sem stund- uðu síldveiðar austan við land fram eftir vetri, eru öll hætt veiðum. Árni Friðriks- son var þó enn á miðunum fyrir fáum dögum og leitaði síldar. Mörg skipanna voru á Norðursjó og eru þau einnig hætt þar veiðum, sum komirt heim en önnur á leiðinni. Síldaraflinn í ár er aðeins 124 þúsund tonn en var í fyrra 443 þúsund tonn. Þess- ar tölur segja sína sögu. Um 200 skip stunduðu veiðarnar um lengri eða skemmri tíma. Ekki var unnt að salta upp í gerða samninga og vantaði mikið á. Talið er, að flest síldarskip hafi verið rekin með tapi þetta ár. □ Dalvík 19.? des. Leitað er að heitu vatni á Hamri í Svarfaðar dal, ekki langt frá Dalvík. Þar er búið að bora 181 m. djúpa holu. Renna nú 5 lítrar á sek. af 50 gráðu heitu vatni upp á yfirborðið. Vatnsmagn jókst og hiti líka, eftir að neðar dró, og líklega lofar það góðu ef dýpra verður borað eftir áramótin. En nú verður borholan rannsökuð um jólin og síðan tekin ákvörð- un um framhaldið. En leit þessi er gerð með varmaveitu á Dal- vík fyrir augum. Margir vona, að heita vatnið á Hamri sé jólagjöf Dalvíkinga í ár, eða a. m. k. að það feli í sér mikil fyrirheit. Allir Dalvíkurbátar eru nú yfir þjóðina. Erfiðleikar norð- lenzkra bæja hafa verið gífur- legir á undanförnum árum, en í ár munu þeir þó vera meiri en nokkru sinni áður. Fjárhagsáætlun sú, sem var til fyrstu umræðu í bæjarstjóm Heitt vatn jólagjöf til Dalvikinga? komnir heim og liggja nú hér allir í fyrsta sinn og er það nýju hafnargerðinni að þakka. En hafnarframkvæmdum er nú lok ið svo ekki þarf að flýja með bátana til Akureyrar eða annað, eins og tíðkazt hefur. Nýr snjóblásari er væntanleg ur hingað bráðlega, til að halda opnum vegum. J. H. Akureyrar í gær, lítur þannig út: REKSTRARÁÆTLUN 1969 TEKJUR: Útsvör 71.600 Aðstöðugjöld 17.600 Útsvör samkv. sérstök- um lögum 400 Framlag úr Jöfunarsjóði 13.600 Skattar af fasteignum . 6.880 Tekjur af fasteignum .. 2.900 Hagnaður af rekstri bif- reiða og vinnuvéla .... 2.000 Hluti bæjarsj. af vegafé 3.000 Vaxtatekjur 350 Ymsar tekjur 250 Samtals þús. kr. 118.580 GJÖLD: Stjórn bæjarins og skrifstofur .. . 4.470 Löggæzla 3.440 Eldvarnir 3.290 Félagsmál 31.820 Menntamál 11.293 íþróttamál 2.390 Fegrun og skrúðgarðar 1.940 Heilbrigðismál 3.040 Hreinlætismál 8.400 Gatnagerð, skipulag og byggingaeftirlit 26.150 Fasteignir 2.290 Styrkir til félaga 1.655 Framlag til Fram- kvæmdasjóðs 4.000 Vextir af lánum 2.310 Ýmis útgjöld 2.350 Afborganir af lánum . . 3.192 Nýbyggingar 5.300 Vélakaup 1.250 Samtals þús. kr. 118.580

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.