Dagur - 12.02.1969, Qupperneq 5
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
SITURENN
NÆR DAGLEGA berast okkur
hingað norður fregnir af því, að
ríkisstjórn íslands sé í þann veginn
að leggja upp laugana og segja af
sér. Hér mun bæði um sterka ósk-
hyggju að ræða hjá almenningi úr
öllum stjórnmálaflokkum og hina
augljósu efnahags- og atvinnuörðug-
leika, er gefa þessum lausafiegnum
byr undir báða vængi. En stjórnin
streitist enn við að sitja, hefur í engu
breytt stefnu sinni, sem er á góðri
leið með að kollvarpa efnahagslegu
sjálfstæði landsins og hefur þegar
komið á meiri ringulreið innanlands
en áður hefur þekkzt.
Ráðherrarnir standa úrræðalausir
og rúnir því trausti, sem fólk áður
sýndi þeim og endurtaka í sífellu, að
allt stafi þetta af aflabresti og veríý
hruni, en segja þar aðeins liluta af
sannleikanum. Arið 1968 er í röð
beztu afla- og markaðsára, sem þjóð-
in liefur nokkru sinni búið við og
hefur það áður verið sýnt hér í blað-
inu með óvéfengjanlegum tölum,
þótt munurinn sé allmikill frá topp-
árinu 1966. En hvernig mættu Is-
lendingar þeim vanda, er metárum
lauk og minna aflaðist? íslendingar
brugðust óskynsamlega við, með
stjóm og þingmeirihluta íhalds og
krata í fararbroddi. Innflutningur
var örvaður og hin almenna eyðsla
með síendurteknum gengisfelling-
um, en skuldum safnað erlendis.
Samkvæmt yfirliti um verzlunar-
jöfnuðinn á síðasta ári var 5000
milljón króna halli á honum, gagn-
vart útlöndum á því eina ári. Jafn-
vel á mestu uppgripaárunum 1964—
1966 var verulegur viðskiptahalli og
gjaldeyrisvarasjóðurinn fals eitt og
herfileg blekking. Innflutningur var
örvaður, einnig eyðsla og fjárfest-
ingar gerðar af handahófi. Það var
jafnvel hrúgað inn í landið iðnvör-
um, og margar tegundir innlendra
iðngreina ýmist drepnar eða lam-
aðar.
Á flótta frá erfiðleikunum eygir
stjórnin nú helzt inngöngu í EFTA.
Af hræðslu við dóm kjósenda eru
kosnar margra tuga nefndir til at-
hugunar á atvinnumöguleikum, boð
ið erlent lánsfé til eins og annars og
nýju stóriðjumáli hreyft. Á meðan
allt þetta er sett á svið, berst stjómin
við vaxandi andstöðu alls almenn-
ings og samtaka hans. En þrátt fyrir
tortryggni er vert að styðja alla góða
viðleitni til að bæta úr því eymdar-
ástandi, sem röng og úrelt efnahags-
stefna hefur leitt yfir þjóðina á und-
anfömum ámm. □
At\ innumálanef ndirnar og verlcsvið þeirra
Erindi og umsóknir til Atv.málanefndar NorðurL þurfa að berast bið fyrsta,
Hvernig var stofnaS til at-
vinnumálanefndanna?
Með samkomulagi milli vinnu
veitenda, Alþýðusambands ís-
lands og ríkisstjórnarinnar hinn
17. janúar sl. voru stofnaðar at-
vinnumálanefndir í öllum kjör-
dæmum landsins, ein fyrir
hvert kjördæmi nema sameigin
leg nefnd f yrir Norðurlands-
kjördæmin bæði. Nefndirnar
eru þannig skipaðar, að samtök
vinnuveitenda tilnefna 3 menn,
ASÍ 3 menn og ríkisstjórnin 2
Valur Arnþórsson, fulltrúi.
og útnefnir annan þeirra for-
mann viðkomandi nefndar. Auk
þessa er svo atvinnumálanefnd
ríkisins, sem skipuð er 9 mönn-
um, skipuð á sama hátt nema
að 3 eru frá ríkisstjórninni og
er forsætisráðherrann þar for-
maður.
Hvernig er Norðurlandsnefnd
in skipuð?
Tilnefndur af ríkisstjórninni
er Lárus Jónsson, Akureyri, for
maður og Þorsteinn Hjálmars-
son, Hofsósi, frá ASÍ eru
Tryggvi Helgason, Akureyri,
Oskar Garibaldason, Siglufirði
og Freyr Bjarnason, Húsavík,
frá samtökum atvinnuveitenda
eru Árni Árnason, Akureyri,
Stefán Friðbjarnarson, Siglu-
firði og Valur Arnþórsson, Ak-
ureyri.
Hlutverk nefndanna?
Samkvæmt áðumefndu sam-
komulagi er hlutverk nefnd-
anna í kjördæmunum það, að
fylgjast sem bezt með atvinnu-
ástandi og þróun atvinnumála
og gera tillögur til atvinnumála
nefndar ríkisins um eflingu at-
vinnulífsins á hverjum stað og
áherzla lögð á, að ná sem skjót-
ustum árangri til að útrýma nú
verandi atvinnuleysi, sem nú er
svo alvarlegt. Atvinnumála-
nefnd ríkisins hefur svo með
höndum athugun á öllum skýrsl
um og tillögum frá öllum kjör-
dæmanefndunum og hún tekur
ákvarðanir á grundvelli þeirra
eða að eigin frumkvæði um úr-
bætur. Þess vegna fellur það í
hennar hlut að ákveða skipt-
ingu á þeim 300 millj. kr., sem
verja á til að útrýma atvinnu-
leysinu. En það var hluti sam-
komulagsins 17. janúar, að ríkis
stjórnin útvegaði nefnda upp-
hæð til að auka atvinnuna. Enn
fremur er xað hlutverk atvinnu
málanefndar ríkisins, að gera
tillögur til lánastofnana og fjár-
festingarsjóða, sem að gagni
megi koma í þessu máli.
Og nefndimar komu á sam-
eiginlegan fund í Reykjavík?
Já, rétt fyrir síðustu mánaða-
mót. Sá fundur var haldinn til
þess að menn gætu skipst á
skoðunum og til að gera bráða-
birgðakönnun á ástandinu og til
að samræma störf nefndanna.
Við gerðum grein fyrir því,
norðanmenn, hvernig ástandið
væri hér. Samkvæmt því yfir-
liti, sem við lögðum fram, voru
um 1600 manns atvinnulausir í
Norðurlandskjördæmunum. Við
höfðum reynt að gera okkur
grein fyrir því, hversu mikill
hluti atvinnuleysins stafaði
beint af sjómannaverkfallinu og
virtist okkur, að ef eðlileg sjó-
sókn hæfist að nýju, myndu um
400 manns fá vinnu á ný. En
ýmsar hugmyndir um aukningu
sjósóknar myndu veita 200
manns atvinnu, ef framkvæmd-
ar yrðu. Ég held að allar nefnd-
irnar hafj lagt ríka áherzlu á
það, að fjármagn til íbúðalána-
kerfisins yrði aukið verulega til
að draga úr atvinnuleysi í bygg
ingariðnaðinum. Jafnframt lögð
um við í Norðurlandsnefndinni
mikla áherzlu á, að fjármagn
yrði útvegað til að koma tunnu
verksmiðjunum á Siglufirði og
Akureyri í gang. Hefur það nú
verið gert, en nú beðið eftir efni
til verksmiðjunnar á Akureyri.
Ennfremur hafa 100 millj. kr.
verið útvegaðar til veðlánakerf
isins. Auk þessa lögðum við svo
fram athyglisverðar greinar-
gerðir frá atvinnumáianefnd-
argerð kom einnig frá Siglu-
firði.
Hvernig starfar svo atvinnu-
málanefnd Norðurlands nii?
Hún starfar að því nú, og
einkum formaðurinn, Lárus
Jónsson, að safna skýrslum, til-
Vestur
VÉR íslendingar vestan hafs
erum komnir í ómælda þakkar-
skuld við séra Benjamín Kristj-
ánsson fyrir alla elju hans við
að safna efninu í hið mikla og
merka ritsafn Vestur-íslenzkar
æviskrár, og búa það undir
prentun. Fer sú skuld vor við
hann, og aðra þá, sem hafa stutt
hann að því þarfa og mikilvæga
starfi, vaxandi með hverju nýju
bindi ritsafnsins, en 3. bindi
þess kom út síðastliðið haust.
Er það mikið rit að vöxtum,
450 bls. í stóru broti, prýtt 955
mannamyndum, gefur það eitt
sér nokkra hugmynd um það,
hve yfirgripsmikið þetta bindi
er um feni, og hve margir koma
þar við sögu. Þeim ummælum
til áréttingar má ennfremur á
það benda, að nafnaskráin aftan
við bindið tekur yfir nærri 70
blaðsíður. Hafa hliðstæðar
nafnaskrár fylgt fyrri bindum
ritsins (1961 og 1964), en sam-
anlegt ná mannanafnaskrár
bmdanna þriggja, sem út eru
komin, yfir um það bil 16 þús-
und nöfn manna, sem getið er í
ritstfninu.
Framanskráð lýsing á því,
þótt beinaber sé, ber því nokk-
urt vitni, hvílíkt feikna starf
séra Benjamín hefir lagt í undir
búning ritsins. Augljóst er, að
það er unnið af djúpstæðri ást
á viðfangsefninu og af sambæri
legri vandvirkni.
„í þessu nýja bindi ævi-
skránna“, svo fylgt sé orðalagi
tilkynningar útgefandans, „er
sami háttur hafður á og í hin-
um fyrri, að teknir eru heilir
ættbálkar, þar sem kostur hef-
ur verið nægra upplýsinga, sagt
frá landnámsmönnunum vestan
hafs og síðan gerð grein fyrir
ölium þeirra afkomendum, lífs
Akureyrar og hugmyndir henn
ar um úrræði. Samskonar grein
lögum og umsóknum af Norður
landssvæðinu og hefur í því
sambandi sent gögn til allra
bæjarstjóra, sveitarstjóra og
oddvita í kaupstöðum og kaup-
túnum á Norðurlandi og óskað
eftir upplýsingum þeirra og að-
stoð við þetta aðkallandi verk-
efni. Þessar tillögur og umsókn
ir tekur nefndin svo til athug-
unar og gerir svo sína skýrslu
til atvinnumálanefndar ríkisins
og er stefnt að því, að nefndin
haldi fund hér á Akureyri í lok
þessarar viku og er því nauð-
synlegt, að erindi berist nefnd-
inni án tafar. Tillögur, sem síð-
ar berast verða þó að sjálfsögðu
einnig teknar til athugunar og
afgreiðslu.
Hvaða tillögur eru helztar til
úrbóta hér á Akureyri?
í þeirri skýrslu, sem atvinnu-
málanefnd Akureyrar lagði
fram, er sérstök áherzla lögð á
skjóta endurbyggingu sam-
vinnuverksmiðjanna. En það
teljum við eitt þýðingarmesta
átakið, sem unnt er að gera,
einnig með langa framtíð í
huga. í sambandi við Skinna-
verksmiðjuna er nú sú aukning
og liðnum.“
Þessi aðferð hefir mikla kosti
frá ættfræðilegu og mannfræði-
legu sjónarmiði, því að með
þeim hætti er unnt að fylgjast
með ferli og þróun ættbálksins
ættlið eftir ættlið.
í þessu nýja bindi ritstfnsins
er vitanlega einnig að finna
marga þætti um einstaklinga,
sem fróðlegt er að kynnast,
enda eru í þeim hópi, eigi síður
en innan hinna ýmsu ættbálka,
margir, bæði karlar og konur,
sem getið hafa sér frægðarorð á
starfssviði sínu. Sannleikurinn
er sá, að Vestur-íslenzkar ævi-
skrár eru, að eigi litlu leyti,
athafnasaga vor íslendinga vest
an hafs, og um leið, góðu heilli,
ósjaldan saga frásagnarverðra
afreka í sannasta skilningi þess
orðs, drýgðra dáða fram yfir
það, sem almennt gerist.
En um hið mikla gildi þess
ritsafns og hlutverk þess fer
séra Benjamín, meðal annars,
þessum eftirtektarverðu orðum
í formála sínum, og þau orð
hans eiga jafn brýnt erindi til
íslendinga beggja megin hafs-
ins:
„Enda þótt óðum fenni yfir
íslenzka tungu og bókmenntir
í Vesturheimi, hafa samt þau
gleðilegu tíðindi gerzt á seinni
árum, að niðjar íslands hafa á
hverju ári komið í stórhópum
kynningarferðir heim til ætt-
landsins. Þessum heimsóknum
ættingja og vina fögnum við
einlæglega.
Æviskrárritun Vestur-íslend
inga er lykill að frekari og vax-
andi kynnum.
Hvra er þetta fólk, sem fór
frá íslandi endur fyrir löngu,
bræður og systur þeirra, sem
heima sátu? Hvað hefur það
á dagskrá hjá forráðamönnum,
sem þyrfti um 150 fleiri starfs-
menn en hún hafði áður. Stækk
un er einnig fyrirhuguð hjá Skó
deildinni. Ef svo verður, sem
samvinnumenn ráðgera nú,
verður fjöldi starfsfólks við
verksmiðjurnar þá 700 talsins
í stað 500—550 manns áður. Þá
er mjög þýðingarmikið atriði að
athugaðir séu möguleikar á
stækkun hraðfrystihúss U. A.
með það fyrir augum að geta
aukið vinnslu í neytendapakkn-
ingar. Við þá aukningu myndu
50 fá atvinnu, auk þess sem nú
er. Þá bindum við verulegar
vonir við störf svonefndar fiski
skipanefndar, en hennar hlut-
verk er að finna hentuga gerð
fiskiskipa til hráefnisöflunar
fyrir frystihúsin. Við byggingu
slikra skipa verður vart gengið
fram hjá Slippstöðinni h.f. á
Akureyri og telur atvinnumála
nefnd Akureyrar mjög þýðing-
armikið fyrir þróun atvinnulífs
ins, að Slippstöðinni verði séð
fyrir auknum verkefnum. Þetta
eru nokkur af stærstu atriðun-
um, en margt fleira hefur þó
verið bent á, segir Valur Arn-
þórsson að lokum og þakkar
Dagur svör hans. E. D.
verið að gera, og hverjir eru
afkomendur þess?
Þessar spurningar brenna á
vörum margra hér heima á ætt
jörðinni, alveg eins og þeir, sem
að vestan koma, spyrja eftir ætt
ingjum sínum hér. Til þess að
leysa úr þessum spurningum
þurfa upplýsingar að vera fyrir
hendi í handhægu formi og sá
er meðal annars tilgangurinn
með þessari bók.
Með þessu verki er verið að
reyna að treysta böndin milli
ættingja og vina í austri og
vestri á raunhæfan hátt. Og
þegar þess er gætt, að niðjar
fslendinga í Vesturheimi skipta
mörgum tugum þúsunda, ætti
ekki að þurfa mikið ímyndunar
afl til að sjá, hvílíkur ávinn-
ingur það er að halda sem
traustustu sambandi við þá,
auk ánægjunnar, sem að því er
að eiga svo mikinn og gervi-
legan frændgarð hinum megin
við hafið.“
Þökk sé séra Benjamín fyrir
þetta raunsæja og skynsamlega
viðhorf til þess nauðsynjamáls,
sem hér um ræðir, og fyrir
drengileg orð hans í garð vor
Vestur-íslendinga. En þá er
það vor hlutur að bregðast jafn
drengilega við, og styðja hann
og útgefanda ritsafnsins í starfi,
bæði með því að kaupa ritið og
bregðast fljótt og vel við beiðn-
um um upplýsingar fyrir það,
því að þegar er hafinn undh-
búningur á 4. bindi ritsafnsins.
En jafnframt því og vér Vest-
ur-íslendingar stöndum í vax-
andi þakkarskuld við séra
Benjamín Kristjánsson fyrir hið
geysimikla og fórnfúsa starf
hans að undirbúningi ritsafns-
ins, eigum vér Sigurði O.
(Framhald á blaðsíðu 7)
Dr. RICHARD BECK:
-íslenzkar æviskrár
5
Konur á Akureyri vinna að því að koma upp heimavistarskóla í gamla húsmæðraskólaniun.
(Ljósm.: E. D.)
Frá umræðum um ÞelamerkurskóEa
ISLANDSKYNNING I OSLO
UM ÞAÐ LEYTI, sem fjárlög
ársins 1969 voru til umræðu á
Alþingi fyrir jólin, var sam-
kvæmt tillögu ríkisstjórnarinn-
ar gerð sú breyting á nýju skóla
kostnaðarlögunum frá árinu
1967, að framlag ríkisins til
skólahúsa skyldi greiða á fjór-
um árum í stað þriggja. Við um
ræður um þessa lagabreytingu
lét menntamálaráðherra, Gylfi
Þ. Gíslason, svo um mælt, að
hann liti svo á, að eftir að þessi
breyting hefði verið gerð, væri
hægt að taka tillit til „allra
skynsamlegra og rökstuddra
óska“ um ríkisframlag til skóla
bygginga á þessu ári.
í samræmi við þessa fjögurra
ára reglu og áætlanir rnennta-
málastjórnarinnar eru nú í ár
t. d. veittar 5.7 millj. kr. til
skóla á Hafralæk í Aðaldal, 6.5
millj. kr. til skóla á Stórutjörn-
um í Ljósavatnsskarði og 4.7
millj. kr. til skóla á Hrafnagili
í Eyjafirði. Er þá litið svo á, að
hver upphæð sé sú fyrsta fjár-
veiting af fjórum.
Þegar tillögur lágu fyrir um
framlög þessi bar Stefán Val-
geirsson fram nýja tillögu þess
efnis, að til Þelamerkurskóla
yrðu einnig á þessu ári veittar
4.3 millj. kr., sem svaraði til
fjórða hluta af áætluðum fram-
kvæmdum á þeim stað. Sagði
hann tillögu sína flutta í fram-
haldi af ummælum menntamála
ráðherra um, að nú ætti að vera
hægt að taka tillit til „allra
skynsamlgera og rökstuddra
óska“ í þessu efni. Um Þela-
merkurskólann sagði Stefán
Valgeirsson meðal annars í
ræðu sinni um þetta mál:
„Að beiðni skólanefndar Þela
merkurskóla og oddvita þeirra
hreppa, sem að honum standa,
ætlaði ég að flytja breytinga-
tillögu við þriðju umræðu fjár-
laga fyrir árið 1968, þess efnis
að fá framkvæmdaleyfi, þó án
hækkunar á fjárveitingu. Á ár-
inu 1968 til skólans voru hrepp-
arnir búnir að tryggja sér að
geta gert bygginguna fokhelda
á liðnu sumri, ef þetta leyfi
hefði fengizt. Ég ræddi þetta við
háttvirtan 6. þingmann Norður-
landskjördæmis eystra, Magnús
Jónsson, og varð það að sam-
komulagi, að ég legði ekki til-
lögu mína fram, en hins vegar
ætlaði háttvirtur þingmaður að
vinna að málinu með mér til
þess að byggingarleyfi fengist.
Þar sem ég var búinn að sjá, að
allar tillögur stjórnarandstöð-
unnar voru stráfelldar, hvaða
nafni sem þær nefndust, taldi
ég það vænlegra til árangurs að
fara þessa leið í málinu. Síðan
þetta gerðist, hefur nú liðið
lieilt ár og málinu hefur sannar
lega verið haldið vakandi. Fyrir
utan allar mínar tilraunir til
þess að fá byggingarleyfið hafa
tveir af skólanefndarmönnum
Þelamerkurskólans komið hing
að til Reykjavíkur, gengið á
milli Heradesar og Pílatusar, en
árangurinn hefur lítill orðið
þrátt fyrir mikið erfiði. í vor
var því borið við af hinum vísu
mönnum, að sú teikning, sem
búið var að ganga frá, væri
ekki í réttum mælikvarða, þó
að það væri teiknað á sama hátt
og undanfarið hefði tíðkazt um
slíkar byggingar. En nú er ekki
hægt að bera því við, teikning-
unum, þær eru frágengnar og
samþykktar og fyrir liggur stað
fest skeyti frá öllum oddvitum
viðkomandi hreppa, að þeir séu
reiðubúnir til þess að leggja
fram sitt framlag til byggingar-
innar. Eftir því sem hæstvirtur
menntamálaráðherra upplýsti
hér á Alþingi í fyrradag, þegar
skólakostnaðarlögin voru til um
ræðu, hefur hæstvirtur ráð-
herra mælt svo fyrir, að skóla-
skyldunni skyldi fullnægt í öll-
um skólahverfum landsins og
að viðkomandi aðilar hefðu
fengið bréf upp á það. Hæstvirt
ur menntamálaráðherra sagði
ennfremur, að það hefði ekki
staðið á því opinbera með þær
skuldbindingar, sem því bæri í
sambandi við að framkvæma
skyldunámið. Með þetta í huga
vil ég upplýsa eftirfarandi stað-
reyndir: Skólaskyldunni hefur
aldrei verið framfylgt í skóla-
hverfi Þelamerkurskólans,
vegna þess að það er ekkert hús
næði til, sem fullnægir þörfum
að slíkum skóla. En ef hæstvirt
ur menntamálaráðherra veit
betur en ég um þetta, óska ég
eftir ábendingu til úrlausnar
þessum vanda. Um langt árabil
höfðu unglingar af þessu svæði
aðgang að Menntaskólanum á
Akureyri, gamla Möðruvalla-
skólanum, þar til fyrstu bekkir
hans voru lagðir niður sam-
EINS og flestum bændum mun
vera kunnugt um, hefur Verk-
færanefnd ríkisins á undanförn
um árum unnið að prófun bú-
véla og gefið árlega út eitt hefti
um niðurstöðurnar. í því er að
finna skýrslur um allar tilrauna
niðurstöður viðkomandi ár.
Með lögunum um rannsóknir
í þágu atvinnuveganna var
nefndin lögð niður, en starfs-
svið hennar lagt undir Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins,
Bútæknideild. Þó að starfsemin
sé rekin áfram með sama sniði
og áður, hefur Rannsóknastofn-
unin ákveðið að taka upp aim-
að form á útgáfu og dreifingu
kvæmt ákvörðun löggjafans
núna fyrir fáum árum. Það má
því segja, að það opinbera hafi
tekið skólann af Eyfirðingum
án þess að láta nokkuð í stað-
inn enn sem komið er þrátt
fyrir yfirlýsingar hæstvirts
menntamálaráðherra, að ekki
hafi staðið á ríkinu að sínu leyti
til að framfylgja lögum um
skyldunámið. Skólinn var af
okkur tekinn til annarra þarfa
fræðslunnar í landinu, án þess
að um það væri séð, að tiltæk
úrræði væru fyrir hendi til
unglingafræðslu í hans stað í
þessum héruðum. Um nokkurra
ára skeið var hægt að koma
nokkrum unglingum úr byggð-
um Eyjafjarðar á Gagnfræða-
skólann á Akureyri, en það er
liðin tíð, því að sá skóli er þeg-
ar ofsetinn af mörnurn frá Akur
eyri. Foreldrar í þessu skóla-
hverfi koma því ekki auga á
neinn skóla fyrir börn sín og
telja því, áð fyrir því sé vægast
sagt fullur rökstuðningur að
byggja nú þegar við Þelamerk-
urskólann og þó að fyrr hefði
verið. í þessu sambandi má geta
þess, að heimavistin á Lauga-
landi er aðeins fyrir 24 börn, en
á þessu skólasvæði eru 95 börn
fædd á árunum 1955—62. Og í
Arnarnesskólahverfi eru 60
börn af sömu árgöngum, en
unglingafræðslan fyrir Arnar-
neshrepp er einnig fyrirhuguð
í Þelamerkurskóla. Sést því á
þessu, hvemig ástandið er í
þessum hreppum.“
í lok ræðu sinnar gat Stefán
þess, að hann teldi sig sam-
kvæmt viðræðum í fyrra, eiga
vísan stuðning Magnúsar Jóns-
sonar fjármálaráðherra í máli
þessu. En þegar til atkvæða-
greiðslunnar kom, reyndist sá
stuðnipgur ekki fyrir hendi, og
var tillaga Stefáns um fjárveit-
ingu til Þelamerkurskóla felld
á Alþingi. □
tilraunaskýrslnanna en áður
var.
Verður nú horfið að því að
birta sérprentaða skýrslu um
prófun hvers einstaks verkfæris
að lokinni prófun. Með þessu
fyrirkomulagi þarf útgáfa einn-
ar skýrslu ekki að tefjast vegna
prófunar á öðrum verkfærum,
og má því ætla, að hægt verði
að koma niðurstöðunum á fram
færi fyrr en ella.
í samráði við ritstjórn bún-
aðarblaðsins Freys hefur verið
ákveðið að senda prófunar-
skýrslur Bútæknideildar sem
fylg'irit Freys. Fastir áskrifend-
ur að blaðinu munu því fá
HINN 3. febrúar var opnuð í
Oslo sérstök íslandskynning
sem standa mun út febrúar-
mánuð. Þessi Islandskynning,
sem á norsku hefur hlotið nafn-
ið SAGA-SAS, er til húsa í
hinu glæsilega veitingahóisi
Caravella við Fornebu flugvöll
í Oslo. Að íslandskynnmgunni
standa Flugfélag íslands, Hótel
Saga, SAS, Norræna húsið og
íslenzka sendiráðið í Oslo.
Þar sem hún fer fram hefur
m. a. verið komið fyrir íslenzk-
um listaverkum. Ennfremur
eru veitingasalir skreyttir
stækkuðum ljósmyndum, vegg-
teppum og íslenzkum munum.
Allan tímann sem íslandskynn-
ingin stendur, verður íslenzkur
matur á boðstólum á Caravelle
veitingahúsinu og hefur Hótel
Saga séð um það í samráði við
SAS Catering.
Mikilvæga aðstoð veittu, Sölu
miðstöð hraðfrystihúsanna,
Samband íslenzkra samvinnu-
félaga, Osta- og smjölsalan og
Mjólkursamsalan. Flugfreyjur
frá Flugfélagi íslands klæddar
íslenzkum þjóðbúningi munu
verða í Oslo meðan á íslands-
kynningunni stendur. Þær
NÚ HAFA safnazt í Biafra-
hjálp Rauða krossins krónur
540.387.42 til viðbótar við aðal-
söfnunina sl. haust, en hún nam
7.7 millj. króna, sem þegar hef-
ur borizt hjálparþurfandi fólki
í Biafra.
Allir bankar og sparisjóðir í
landinu, ásamt útibúum, hafa
góðfúslega fallist á að veita við-
FRÁ LAXÁ í
I VIÐTALI „Dags“ við rafveitu
stjórann á Akureyri 14. jan. sl.
segir meðal annars: „Smáhlaup
varð í ánni í gærmorgun en það
varð ekki að tjóni.“
- GÆÐINGAR SELDIR
(Framhald af blaðsíðu 1).
um undirbúið þessa hrossasölu.
Vinsældir íslenzka hestsins í
ýmsum Evrópulöndum eru vax
andi og gert ráð fyrir auknum
viðskiptum þar. í haust send-
um við nokkuð af norðlenzkum
hryssum til Danmerkur, en
hross þau, sem nú bíða flutn-
ings vestur um haf, eru víða af
landinu, m. a. úr Skagafirði,
sagði Agnar Tryggvason að lok
um. □
skýrslurnar sjálfkrafa jafnóðum
og þær koma út.
Áskrifendur að prófunar-
skýrslunum, sem ekki eru kaup
endur að Frey munu fá þær
sendar í póskröfu tvisvar á ári.
Með hinu breytta fyrirkomu-
lagi á útgáfu og dreifingu, vill
Rannsóknastofnun landbúnaðar
ins stuðla að því, að niðurstöður
búvélaprófana nái sem fyrst til
bænda og vonar, að þessum ný-
mælum verði vel tekið.
(Rannsóknarstofnun landbún
aðarins. Bútæknideild — Hvann
eyri).
munu bjóða gesti velkomna.
íslandskynningin var opnuð
af ambassador íslands í Noregi
og Guðmundur Jónsson óperu-
söngvari söng íslenzk lög. □
geð- j
verndarmálin
GEÐVERNDARFÉLAG ÍS-
LANDS hefur undanfarin ár
unnið að frímerkjasöfnun, en
fyrrverandi sjúklingar og vel-
imnarar félagsins, vinna síðan
úr frímerkjunum og setja þau
á spjöld, sem seld eru, og renn-
ur ágóðinn óskiptur til starf-
seminnar. Frímerkjanefndin,
sem sér um þennan lið starf-
seminnar, hefur þegar afhent
félaginu þrjú sjónvarpstæki í
hús þau, sem félagið er að
byggja að Reykjalundi í Mos-
fellssveit. Félagið vill vekja
athygli almennings á þessu
starfi, og vonast til, að sem flest
ir leggi þessu lið og sendi frí-
merki, innlend og erlend, til
skrifstofu félagsins, Veltusundi
3, pósthólf 1308, Reykjavík.
(Geðverndarfélag íslands)
töku framlögum til Rauða kross
ins. Er því fólki um allt land
gert auðveldara en áður að
koma framlögum sínum til skila
með því að leggja gjafafé sitt
inn á reikning Rauða krossins í
næsta banka eða sparisjóð.
Framlög til Rauða krossins eru
frádráttarhæf til skatts, skv.
lögum þar um. □
LAXARDAL
Við hér í Laxárdal teljum að
hér sé villandi frásögn, og köll-
um svona hreyfingu á krapinu
ekki hlaup. Það sem í fréttinni
er kallað hlaup var ekki annað
en yfirborðskrap þjappaðist
saman á dálitlum kafla — nokk
ur 'hundruð metra — milli Hóla
og Auðna, sunnan við ísinn sem
kominn var. „Hlaupið“ var ekki
meira en að það fór ekki upp
á ísinn eða bakkana. En orða-
lagið á fréttinni getur gefið til
efni til að álíta, að það hefði
getað orðið að tjóni. Frá „Sog-
inu“ og suður að ísbrúninni,
eru um 7 km. á þeirri leið var
samfelldur og sterkur ís á ánni,
og með ekki meira vatnsmagni
en var í ánni nefndan dag, gat
hlaup ekki brotið upp þann ís
sem kominn var, sem sýndi sig
í stórhríðinni 15. jan. þegar
margfaldur vatnsþungi hvíldi á
ísbruninni, þá rótaðist hún
ekki, og ekki þó hlaðist í ána
sunnna við það mikið að hún
hækkaði verulega. Það er lögð
mikil áherzla á að kynna fyrir
alþjóð hverja hi'eyfingu á Laxá
hér í Laxái'dal, og það er sjálf-
sagt nauðsynlegt, en sú kynning
verður að vera rétt. Þessi orð
eru skrifuð til skýringar og leið
réttingar á frétt um ána.
Gunnl. Tr. Gunnarsson.
- SMÁTT OG STÓRT
dagskrá, en vinnsla þess er
orkufrek og því athugandi að
nýta jarðliitann til framleiðsl-
unnar. En öll þessi atriði eru á
dagskrá Iijá Rannsóknarráði
ríkisins í ár.
SKÝRSLA AÐ LOKINNIPRÓFUN BÚVELA
ALLAR PENINGASTOFNANIR Á
LANDINU TAKA VIÐ FRAMLÖG-
UM TIL RAUÐA KROSSINS