Dagur - 02.04.1969, Blaðsíða 5
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERJLINGUR DAVlÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
HÖFNIN
BJARNI EINARSSON bæjarstjóri
á Akureyri kallaði fréttamenn á sinn
fund á föstudaginn og flutti þá grein
argerð um hafnarframkvæmdir þær
á Akureyri, sem búið er að sam-
þykkja og skipulagsmál bæjarins.
En skipulag liafnarsvæðisins er fyrsti
þáttur lieildarskipulags þess í bæn-
um, er gera verður.
í greinargerð um hafnarfram-
kvæmdimar, sem fréttamenn fengu
í hendur segir m. a.:
Slæm hafnaraðstaða hefur á und-
anförnum ámm valdið nokkmm
erfiðleikum í afgreiðslu vöruflutn-
ingaskipa á Akureyri. Er sennilegt,
að þröng hafnaraðstaða hafi átt sinn
þátt í, að þróun verzlunar- og þjón-
ustugreina hefur verið mun hægari
á Akureyri en nemur meðaltals þró-
un slíkra atvinnugreina í landinu.
Má að líkindum rekja einhvern
hluta óhagstæðrar byggðaþróunar
landsins til þessara atriða. Fleiru er
um að kenna hvað snertir þróun
verzlunar- og þjónustu á Akureyri,
svo sem skipulagi samgangna innan-
lands. En samgöngur em ævinlega
skipulagðar út frá miðstöð þjónustu-
greinanna, og vegna yfirburða
Reykjavíkur í allri aðstöðu, þ. m. t.
liafnaraðstöðu, hafa samgöngur á
landi, sjó og í lofti, verið skipulagðar
út frá Reykjavík einni.
Það er samróma álit allra þeirra,
sem á kerfisbundinn hátt hafa fjall-
að um íslenzk samgöngumál, að hag-
kvæmni samgöngukerfisins mundi
aukast ef Akureyri yrði meiri dreif-
ingarmiðstöð en nú er. Fyrir þessu er
lika mikill áhugi, sérstaklega á Norð
urlandi. Alþingi hefur ályktað um
rekstur strandferðaskips út frá Akur-
eyri og atliuganir hafa verið gerðar
og standa yfir á auknum rekstri
annarra samgöngutækja úr frá Akur-
eyri sem miðstöð.
En grundvöllur slíkrar þróunar
hlýtur að vera beint samband Akur-
eyrar við útlönd, og skilyrði þess eru
möguleikar til afgreiðslu vöruflutn-
ingaskipa í samræmi við kröfur tím-
ans.
Þá segir í greinargerðinni, að bráð
lega verði ekki, að óbreyttu um
neina aðstöðu til afgreiðslu vöru-
skipa að ræða aðra en Togarabryggj-
una og viðlegukant við dráttarbraut-
ina, þar sem stöðugt sé þrengt að
Torfunefsbryggju. Þetta hafi rekið á
eftir nýjum ákvörðunum, ennfrem-
ur ósk Eimskipafélagsins um að
byggja vöruskemmu hér í bæ og
væntanleg fjögurra ára áætlun um
hafnargerðir í landinu, sem taka
gildi um næstu áramót. f gteinar-
gerðinni segir ennfremur svo:
(Framhald á blaðsáðu 7)
NORÐUR I HOFUM
Viðtal við Jóhann Baldvinsson á Skagaströnd
UM ÞESSAR MUNDIR liggur
hafísinn nálægt landi okkar.
Með þessum nágranna í norðri
koma stundum hvítabirnir og
ganga á land, svo sem sögur
herma frá fyrri tímum, og nú í
vetur var fullorið bjarndýr skot
ið í Grímsey, enda hafði þá litlu
fyrr komið nokkurt íshrafl að
eynni og meginísinn skammt
undan.
íslenzkur sjómaður, ættaður
úr Ólafsfirði nú skipverji á
Ólafi Magnússyni frá Akureyri,
Jóhann Baldvinsson að nafni,
vélstjóri, búsettur á Skaga-
strönd, mun íslendinga fróðast-
ur um hvítabirni, rostunga og
seli í norðurhöfum, af eigin
reynslu. Dagur beindi til hans
nokkrum spurningum um þessi
efni, og svaraði hann þeim góð-
fúsléga. Þess er rétt að geta, að
Jóhann hefur verið 10 ár með
Norðmönnum við selveiðar og
farið 16 ferðir norður í höf.
Hann var um skeið búsettur í
Noregi og á norska konu,
Coru að nafni og eiga þau
mörg börn.
Eru bjarndýr grimmar skepn
ur?
Eiginlega ekki. Maður þarf
yfirleitt ekki að óttast bjarndýr.
Þau eru aðeins hættuleg ef þau
eru soltin eða særð. Annars forð
ast þau manninn og halda sig í
fjarlægð við hann. Hins vegar
er ísbjörninn mjög forvitinn og
kemur stundum alveg að skips-
hliðinni þar sem ís er, og er
mjög athugull. En fyrir getur
komið, ef skytta er að læðast
um á ísnum, e. t. v. á fjórum
fótum, að bjarndýrið áliti, að
hér sé um sel að ræða, hagi sér
samkvæmt því og þá er maður-
inn í bráðri lífshættu.
Hvernig fara menn að því að
taka lifandi bjarndýr?
Til þess þarf nokkra kunn-
áttu og er ekki hægt að gera
það nema á sjó, eða a. m. k. þarf
að vera langt á milli jaka. Ef
um húna er að ræða, er byrjað
á því að skjóta móðurina. Oft
fylgja tveh’ húnar, annar
tveggja ára og hinn ársgamall.
Ég hef horft á særða birnu með
tvo húna, taka utanum þá með
sterkum hrömmunum og hverfa
með þá inn undir ísinn. Full-
orðið bjarndýr er ekki hægt að
taka á annan hátt en þann, að
róa það uppi. Bjarndýr eru vel
synt en þau kafa ekki nema
nokkra metra í einu og vel
mannaður bátur rær þau uppi.
Þegar bangsi fer að þreytast, er
snöru kastað um hálsinn á hon
um, en það er líkt og þegar hest
ur er snaraður og allir hafa séð
í amerískum kvikmyndum. Þeg
ar tekizt hefur að koma snör-
urmi á sinn stað, er hægt að
leggja inn árar. Bjöminn synd-
ir þá og dregur bátinn þar til
hann uppgefst. Hann syndir
kröftuglega, en það smádregur
af honum með bátinn á eftir
sér og snöruna um hálsinn.
Er hann svo teymdur að
skipsinu?
Skipið kemur til bátsins þeg-
ar bjöminn er orðinn uppgef-
inn. Ég var einu sinni með í því
að snara fullorðinn bjöm og var
farið að því, sem fyrr segir. En
í það skiptið komst bjöminn
upp á jaka og dró bátinn með
sér með okkur fimm, svo að-
eins hælinn á bátnum var í sjó.
En þá steypti bangsi sér í sjó-
inn hinu meginn við jakann en
við komum bátnum á flot á ný
og bangsi synti með bátinn góða
stund enn. En að síðustu var
svo af honum dregið, að hann
gat ekki öllu meira. Skipið kom
nú til okkar og lögðumst við að
hiið þess. Þá var band sett um
vinstri fót bjarnarins.
Hvaða viðbúnaður er á
dekki?
Fyrst og fremst þarf að hafa
Jóhann Baldvinsson.
timbur til að smíða búr og það
má hvorki vera of stórt eða lít-
ið. Búrið er slegið saman úr
tveggja tommu plönkum og
styrkt með járni í hornum.
Ofurlítið gat er á öðrum gafl-
inum, eða túða, þar sem fóðrið
er síðar látið inn. Þegar búrið,
eða kassinn er tilbúinn er hann
látinn síga í stroffu, annar gafl-
inn ekki í, niður í sjóinn og
bangsi þar settur í hann. Svo er
hífað upp og gaflinum skellt í
og rammlega neglt aftur en vír
bundið á meðan verið er að
festa hann. Þetta gekk vel, enda
má segja, að björninn hafi bæði
verið uppgefinn og hálf hengd-
ur í snörunni.
Hvað var þessi bjöm ganiall?
Líklega fjögurra eða fimm
ára, gizkuðum við á. Hann var
eiginlega of stór til að taka
hann lifandi. Jæja, þegar búið
var að negla gaflinn rammlega,
átti nú allt að vera í lagi með
hinn nýja farþega. En búrið var
víst aðeins of'þröngt, því bangsi
setti upp kryppuna og spennti
lokið upp. Leizt okkur ekki á
blikuna og stukkum við fjórir
strákar upp á lokið. í annarri
tilraun sinni til að fá aukið
rými sitt, sló hann hramminum
fram fyrir sig og lét þá gaflinn
undan, þótt allt væri járnslegið.
Við höfðum ekki reiknað með,
að nota þyrfti byssuna, og ég
vissi ekki hvar skyttan var á
þessu augnabliki. Hitt veit ég,
að hún var nærstödd, því um
leið og bangsi ruddist út féll
hann dauðskotinn niður á dekk
ið. Ég held, að björninn hefði
ekki ráðist á okkur, þótt skytt-
an hefði ekki gert endi á ævi
hans. Hann hefði eflaust stung-
ið sér í sjóinn. Stundum eru
bjamdýr bara bundin með járn
keðju á dekkinu og það getur
vel gengið, en erfiðleikarnir að
flytja slík dýr, eru auðvitað
meiri ef þau eru fullorðin, og
þessi bjöm var heldur fyrir-
ferðamikill til að flytja hann
með sér.
Norskur selfangari kom einu
sinni heim með 30 lifandi bjarn
dýr. Dýragarðar sækjast eftir
þessum skepnum. Húnarnir eru
auðveldari viðfangs og þótt
ibezt sé að taka þá í auðum sjó,
eru þeir stundum teknir á
ísnum.
Hefur þú séð ísbimina við
veiðar?
Já, það eru allir á veiðum í
norðurhöfum, líka ísbirnirnir.
Ég hef hoi-ft á þá liggja við
öndunarop selanna á ísnum og
bíða þess, að selurinn komi þar
upp til að anda. Um leið og sel-
urinn skýtur upp kollinum,
slær bangsi hramminum í hann
og kastar honum upp á ísinn.
Ef björninn er ekki svangur,
leikur hann sér stundum að
bráðinni og minnir sá leikur á
leik kattarins að músinni. En
sá leikur endar með því, að
björninn dauðrotar selinn með
hramminum og þá hefst mál-
tíðin. Einkum hefi ég séð þetta
við Spítsbergen, inni í fjörðum.
Selurinn þar er smávaxinn,
kallaður snati, ég held það sé
landselstegund.
Algengt er, að birnir komi
með ísnum suður undir ísland.
Þeir fylgja ísnum, selnum og
fiskinum, en eins og ég sagði
áðan, er hann sjaldan hættu-
legur.
Ef menn komast í návígi við
ísbjörninn?
Já, slíkt hefur nokkuð oft
komið fyrir, þegar sérstakar
aðstæður skapast, svo sem þeg-
ar skytta missir marks eða að-
eins særir björninn. í návígi rís
björninn upp og hrammar hans
eru hættulegir. Þá er eina ráðið
að hlaupa undir hann, taka
annarri hendi undir hverk hans
en stinga hann með hnífnum
undir vinstri bóg. Hníflaus mað
ur er dauðans matur, en þeir,
sem eru við veiðar norður í
höfum, bera jafnan stinghníf
við beltið, því enginn veit fyrir
fram, hvað fyrir getur komið.
Hvar hafið þið einkum stund
að selveiðarnar?
Austur af Svalbarða, bæði við
Hvíteyju og Victoria, allt til
Frans Jósefs lands, norður und
ir 80. gráðu og jafnvel enn norð
ar. Selveiðarnar hefjast í febrú-
ar í Hvítahafinu. Þegar við kom
umst í góða veiði, fylltum við
skipið á fáum dögum og gátum
þá farið tvær ferðir, en sel-
veiði, eins og önnur veiði, er
misjöfn og stundum fengum við
ekkert. Við fylgdum ísnum og
selnum, til Nova Semlia, vestur
til Spítsbergen. Fyrstu árin,
sem ég var á selfangara, var
auðvelt að finna selinn, en síð-
ar færði hann sig, eins og öll
veiðidýr gera, þegar þau eru
veidd. Mig minnir að það væri
1924, sem Rússar tóku í taum-
ana og skattlögðu selfangarana.
Þurfti þá að greiða fyrirfram og
leggja í banka áður en haldið
var á hafið, visst á hverja
brúttólest skipsins, þegar veiða
átti í Hvítahafinu.
Við drápum mörg hundruð
seli á dag þegar við lentum í
slag. .Á 80—90 tonna skipi, sem
ég var lengi á, þurfti 3000—3500
seli í farm, eftir stærð dýranna.
Ég man eftir, að við fylltum
skip á þremur sólarhringum.
Það var Nansö, sama skipið og
ég fór fyrst með út, árið 1919.
En ekki eru allar ferðir til fjár.
Stundum fengum við ekkert,
sem heitið gat. Árin 1929 og
1930 var ekkert að hafa. Mig
minnir ég fengi 150 krónur fyr-
ir túrinn. Selurinn fer víða,
fylgir fiskigöngum, t. d. upp að
Norður-Noregi og eitt árið
kom mikið af sel alla leið suður
undir Langanes.
Þú liefur kynnzt rostung-
unum?
Já, inni í firði einum á Sval-
barða var áður mikil rostunga-
byggð. Þar lágu oft hundruð
rostunga á fjörunum og voru
þeir drepnir þar með tvíblaða
eggjárni, er fest var á löngu
tréskafti. En ekki hefi ég verið
við þesskonar veiðar. En ég hef
þó verið við rostungsveiðar, en
við sjáum lítið af þessum dýr-
um fyrr en kemur norður fyrir
Hvítueyju, helzt upp við Frans
Jósefs land. Þar er stundum
mikið af rostungum, þegar kem
ur fram á sumar. Ég var einu
sinní með félögum mínum við
að drepa 27 rostunga. Við. vor-
um þá í ísnum og voru dýrin
þar skotin með kúlum.
Sagt er, að rostungar séu
skotharðir?
Já, bæði er skinnið þykkt og
það þarf að hitta á vissan blett.
Skytturnar hafa sagt mér, að
það þurfi að hitta í þriðju húð-
fellingu fyrir aftan hausinn.
Þegar rostungar eru drepnir í
sjó, en þeir eru oftast 5—6 sam-
an, eru þeir skotnir með skutli,
en síðan með kúlu. Oft nást
tveir úr hópnum en sjaldan
meira. Særður rostungur fer
4—5 ára ísbjörn, unninn í Grímsey fyrr í vetur. (Ljósmyndastofa
Péturs, Húsavík).
5
stundum undir ísjaka og er þá
glataður veiðimönnum, því und
an jakanum næst hann ekki og
drepst hann þar. Húðin er upp
í 300 pund á þyngd og er verð-
mæt, líka hinar stóru tennur,
sem margt er hægt að smíða úr.
Rostungstennur geta orðið a. m.
k. 14 pund. Rostungurinn rótar
upp botninum með þessum
stóru tönnum. Ennfremur eru
þær vopn hans í bardaga um
kvendýrin á fengitímanum. Við
sjáum það á húð sumra rost-
unganna, að hún hefur komizt
í töluverð kynni við rostungs-
tennur. Rostungarnir vega sig
á tönnunum upp á ísinn. Ég hef
smíðað marga hluti úr rostungs
tönnum, mér til gamans og til
að gleðja aðra.
Hvað segir þú um siglingar
í ís?
Mér finnst það merkilegt, að
skip, sem fara gegn um ís hér
við land, skuli ekki hafa betri
útbúnað en raun ber vitni. Þar
er ekki aðeins um að ræða mál
skipaeiganda, heldur einnig
tryggingafélaganna. Þar sem
straumar eru harðir, myndast
háar ísrastir. Skip, sem í slíku
lenda, eru úr sögunni. Straum-
ar við Norðurland eru senni-
lega litlir, en þessu er ég ekki
nógu kunnugur. En margt er
hægt að gera um borð, bæði til
að verja skipið og til að komast
leiðar sinnar þegar ísinn er
ekki samfrosinn. Þar vil ég
fyrst nefna dinamitið.
Hvernig er það notað?
ísinn er mjög misjafn. Jakar,
sem lengi eru búnir að velkjast
hafa oft stóran fót niðri í sjón-
um, sem sést misjafnlega vel
eða .alls ekki. Oft kemur það
fyrir, að skip renna upp á fót-
inn og festast þar, stranda. Þá
kemur dinamit að góðum not-
um. Við notum eina eða tvær
túbur í einu, bindum þær á
langa babusstöng, tengjum
kveikjuþráðinn, 20—30 metra
langan, ásamt hvellhettu. Stöng
ina, með sprengiefninu færir
maður undir fótinn á jakanum
og oftast heppnast í fyrstu til-
raun að sprengja hann. Þannig
höfum við oft bjargað okkur,
því það er eins og að sigla upp
á sker að sigla upp á fót á veru
lega stórum ísjaka. Þeg-
ar maður lendir í þeirri að-
stöðu, að ísinn leggst hart að
skipinu, er alltaf hætta á ferð-
um. Ef skipið er létt í sjó, lyftir
ísinn því og ekkert annað skeð-
ur. Hið hættulega er, ef ísinn
leggst ekki jafnt að, jaki klemm
ir t. d. að við vélarrúm skipsins.
Slíka jaka þarf að sprengja frá
á sama hátt. í öðru lagi er mik-
ill vandj að sjá skipinu leiðir
gegn um ís. Við notum upphit-
aðar tunnur, með talsíma í, til
að líta eftir sel og einnig til að
komast um ísinn. Þessar tunn-
ur eru uppi í mastri, miklu
hærra en brúin.
Hafa skip, sem þú hefur verið
á, farizt?
Já, fyrst 1927. Skipið, sem ég
var þá á, hét Selsö. Við verum
á selveiðum í Hvítahafinu
seinni partinn í febrúar og fyllt
um skipið á vikutíma. Við vor-
um að komast út úr ísnum og
sáum í auðan sjó, þegar ógæfan
heimsótti okkur. Allt hafði
gengið svo ágætlega hjá okkur
og við vorum ánægðir yfir því,
að vera nú á heimleið. Slysið
varð með þeim hætti, að sá sem
var við stýrið, misskildi mann-
inn í tunnunni, sem sagði fyrir
um stefnuna. Skipið Ienti á
jaka, sem braut gat á kinnung-
inn svo að sjórinn fossaði inn.
Gatið var svo stórt, að við réð-
um ekki við neitt og urðum að
yfirgefa skipið og fórum út á
ísinn. Skipið sökk eftir skamma
stund. Ég var niðri í vélarrúmi
(Framhald á blaðsíðu 6).
PILTUR OG STÚLKA”
eftir Emil Thoroddsen eftir samnefndri skáld-
sögu eftir Jón Thoroddsen
Tónllst: Emil Thoroddsen. — Leikstjóri: Jónas Jónasson
Á MIÐVIKU- og fimmtudags-
kvöld í sl. viku sýndi Leik-
félag Ólafsfjarðar sjónleikinn
Pilt og stúlku eftir þá Jón og
Emil Thoroddsyni. Það er óþarfi
að skrifa um söguna, það munu
flestir hafa lesið hana. Leik-
félag Ólafsfjarðar er stofnað
1961, og er þetta 10. verkefni
þess. Eiga þeir þakkir skilið, að
láta ekki hugfallast þó sjón-
varp, verkfall og hafís hafi
ógnað og hrellt svo marga til
uppgjafar.
Jónas Jónasson var leikstjóri
hjá þeim, og verð ég að segja
eins og er, að ekki er ég fylli-
lega ánægður með hans hlut.
Stöður eru oft út í hött og rugl-
ingslegar, og allur seinni hluti
leiksins mjög daufur og silaleg-
ur, er það ólíkt Jónasi að hafa
svona seinagang á sýningum.
Af þessum sökum fer margt
úrskeiðis. Tel ég þetta algerlega
sök leikstjórans. Ég álít að með
meiri æfingu og vandvirkni
hefði mátt laga þá vankanta er
voru á sýningunni. Sömuleiðis
fannst mér flest allir karlmenn
vera helzt til vel til hafðir til
höfuðsins, eins og allir væru
nýkomnir af rakarastofú' (Þor-
steinn Jónsson undanskilinn).
Ekki get ég að því gert, að ég
saknaði forleiksins og söngs
Indriða að ógleymdu Ó fögur er
vor fósturjöi'ð. Allt e'ru þetta
gullfalleg lög, og nú þegar allir
eiga segulbönd, og söngkór er
Guonar Árnason
F. 24. október 1883 - D. 22. marz 1969
MINNINGARORÐ
„SLÁTTUMAÐURINN slyngi“
kemur stundum þungstigur og
miskunnarlaus, og án þess að
knýja dyra, og hrifsar herfang
sitt fyrirvaralaust, og er þá
harla óvelkominn gestur. Á
öðrum stað birtist hann hæg-
fax-a og hljóður og leiðir blíð-
lega á bi'aut með sér þann, er
hann þá hefir valið sér til föru-
neytis. Og sé þá um elli og
mikla hrörnun að ræða, þess,
er þá hverfur, má líta á gestinn
sem lausnargjafa, því hann einn
getur höggvið á fjöturinn, sem
á þann hefir verið felldur, sem
sjónum hverfur, og opnað hon-
um leið til nýs lífs í nýju um-
hverfi, þar sem sóldögg drýpur
af gróðri, sem á sér ekkert
haust. Þá er gott að eiga Ijúfar
minningar um langan samveru-
dag, sem sólheiður var frá ár-
degi til aftanstundar. — Og
þannig bar að brottför Gunnars
Ámasonar, sem í dag er til
moldar borinn. Vegir okkar
Gunnars frænda míns, lágu
fyrst saman er hann var 17 ára
og ég 16. Með okkur var hlý
frændsemisást, er aldrei bar
skugga á.
Gunnar Árnason giftist 1907
eftirlifandi konu sinni ísgerði
Pálsdóttur. Hún kom inn í líf
hans frá fjarlægu héraði, sem
geisli frá hádegissól, ung og
glæsileg, greind og glaðvær.
Hjónabandið var ástuðlegt og
gagnkvæmur skilningur á hög-
um og líðan hvoi's annars, og
fómfýsi til að létta byrðarnar.
Ævistarf þeirra var landbú-
skapuiy lengst 8 ár á Krónu-
á staðnum hefði verið hægt að
koma því með.
Leiktjöld Kristins G. Jóhanns
sonar eru prýðisfalleg og
skemmtileg, eru Ólafsfirðingar
ekki á flæðiskeri staddir, að
hafa Kristinn sér til aðstoðar.
Undirleikari er Magnús Magnús
son og ljósameistari Björn Guð
mxmdsson.
Leikendur eru yfir 20, og eins
og gefur að skilja eru hlutvei'k-
in misjafnlega rmnin, en hvað
er leikarans og hvað leikstjór-
ans er ekkj oft gott fyrir ókunn
uga að dæma um.
Þorfinna Stefándóttir lék Ing
veldi í Tungu. Var hún sköru-
leg, en stundum full reið.
Anna Gunnlaugsdóttir lék
Ingibjörgu á Hóli. Var leikur
hennar fágaður og góðui'.
Kunni ég betur við hann í kaup
manninum en Bái'ði.
Björn Þór Ólafsson lék Guð-
mund Hölluson. Alltaf hefur
mér fundizt að Guðmundur
ætti að vera luralegur og stirð-
ur, en ekki er hægt að segja það
um Bjöm — en Guðmundur
hans var oft skemmtilegur, svip
brigði góð og persónan öll hin
forkostulegasta.
Björn Dúason lék Möller
kaupmann, og greði honum góð
skil, sýndi þarna manngerð er
við átti.
Jón Þorsteinsson lék Kristján
búðarmann og var ágætur.
Og þá eru það þau Sigríður í
Tungu og Indi'iði á Hóli, er þau
Hanna Brynja Arelsdóttir og
Sigurður B. Björnsson leika.
Hvorutveggja leiðinleg hlut-
verk, er gefa ákaflega lítil tæki-
færi til stórræða, séi'staklega
þegar söng Indriða er sleppt.
Mér fannst Hanna Brynja gera
stöðum í Saurbæjarhreppi og
yfir 20 ár í Þverárdal í Húna-
vatnssýslu. Þau eignuðust 8
böi’n. Eitt lézt í frumbernsku,
hin komust til fullorðinsára, og
eru öll á lífi: ein dóttir og sex
synir.
Gunnar var hið mesta prúð-
menni og virtur vel af samtíðar
mönnum sínum. Óhlutdeilinn
um annarra haga, en hjálpsam-
ur þeim, er með þui'ftu. Lítil
frásögn lýsir Gunnari allvel.
Þegar hann bjó á Krónustöðum
bar það til í sláturtíð að fátæk-
um unglingspilti í sveitinni
varð það á, að slátra með sín-
um lömbum, lambi með marki
Gunnars. Strax og piltinum
urðu Ijós mistök sín, fór hann
heimanað frá sér á fund Gunn-
ars. Pilturinn hitti Gunnar
heima og tjáði honum frá mis-
tökum sínum og baðst afsök-
unar. Hann rétti Gunnari pen-
inga, sem ríflega mundi svara
andvnði lambsins. Þá segir
Gurmar: „Ég met heiðarleik
þinn meii-a en peninga. Þú
skalt, di'engur minn, fara með
þessar krónur aftur heim til þín
og verja þeim þér til gagns.“
Piltur þessi sagðist æ síðan hafa
metið og dáð veglyndi Gunnars
á Krónustöðum. Æðsta boðorð
hans, gagnvart samferðamönn-
unum, var heiðai'leiki. Það boð
orð var honum heilagt og
breytti sjálfur eftir því út í
yztu æsar, og ætlaðist til hins
sama af öðrum. En þegar hon-
um fannst það bregðast, tók
hann sér það afar nærri. En
undirhyggjulaus vinátta var
honum einkar kær, og endur-
galt hana ríkulega úr gildum
sjóði hjaitahlýju sinnar og
trygglyndis.
Kæri frændi minn. Þessi
kveðjuorð eru fátæklegri en ég
vildi hafa þau og færri. En þeg-
ar mikið er að þakka, bresta
stundum orðin. Þó Gunnar
Árnason sé horfinn okkur, sem
eftir stöndum, stendur þó eftir
í minningu okkar björt mynd
af óvenjulega hlýjum og heiðar
legum manni. Það er góður arf-
ur til ástvinanna.
Eftirlifandi konu hans, böm-
in þeirra og afabörnin, bið ég
þann mátt að blessa, sem æðst-
ur er og beztur.
Hólmgeir Þorsteinsson.
Sviðsmynd úr Pilti og stúlku.
Ásta Axelsdóttir lék Gróu á
Leiti, þá sómakonu. Mér fannst
vanta þennan undirhyggjutón
og framkomu er einkennir
svona manneskju, lagði hún
meir upp úr að gera hana skop-
lega, annars voru svipbrigði
hennar góð og skýr framsögn.
Sigríður Sæland lék Guðrúnu
prýðilega vel, góð framsögn og
skemmtilegar hreyfingai'.
Þorsteinn Jónsson lék Þor-
stein matgogg, og var ágætur,
ég held ég hafi ekki séð mat-
gogg betur leikinn, en ekki náði
Þorsteinn eins góðum tökum á
Jóni, nema í söngnum, þar var
hann góður.
Stefán B. Ólafsson lék Bárð
á Búi'felli og Levin kaupmann.
Sigríði að því sem hægt er —
sem sagt, hún var ágæt. Því
miður get ég ekki sagt það
sama um leik Sigurðar í hlut-
verki Indriðaá Hóli. Indi'iði er
ósköp tilþrifalaus persóna, þess
vegna verður að reyna að gei’a
hann svolítið hressilegan í öllu
hans raunastússi en einhvei'n
veginn tókst Sigurði það ekki.
Aðrir leikendur voru Hugi'ún
Jónsdóttir, Guðrún E. Víglunds
dóttir, Anna Fi'eyja Eðvai-s-
dóttir, Olga Albertsdóttir, Gígja
Kristinsdóttir, Svanberg Þórðar
son, Jóhann Freyr Pálsson,
Bjarki Sigurðsson og Sigmund-
ur Jónsson. Þökk fyrir komuna,
Ólafsfirðingar.
J. Ö.
Tónieikar Lúðrasveifar Ákureyrar
LUÐRASVEIT AKUREYRAR
efndi til hinna árlegu tónleika
sinna í Sjálfstæðishúsinu síðast-
liðið [immtudagskvöld. Stjórn-
andi var Jan Kisa frá Tékkó-
slóvakíu, og er þetta þriðja árið,
sem hann dvelst hér. Aðsókn
mátti hcita góð og undirtektir
áheyrenda prýðilegar.
Efnisskráin var heldur af
þynnra taginu og hefðu t. d. þeir
kumpánar Offenbach og Léhar
að skaðlausu mátt missa sig. Mous-
sorgsky gnæfði svo eins og tind-
ur upp úr þessu öllu saman, enda
fer þar enginn aukvisi. Skylt er
þó að geta þess, að naumur æf-
ingatími og aðrir örðugleikar
skera sveitinni þrengri stakk í vali
viðfangsefna en ella bæri að gera
kröfu til.
Það fer ekki milli mála, að
Lúðrasveitin hefur fágazt veru-
lega undir stjórn Jan Kisa og
hljóðfæraleikararnir aukið við
kunnáttu og öryggi. Leikur Jreirra
Guðlaugs lfaldurssonar og Lárus-
ar Zophaniassonar var hinn
ánægjulegasti og eru þeir auð-
heyrilega í góðri framför.
Stjórnandinn leggur greinilega
áherzlu á, að ná frarn vissum
heildarsvip Qg draga upp aðallín-
ur verksins hverju únni- Er það
eflaust hárrétt og vænlegra til
árangurs er frarn í sækir en að
dvelja um of við það, sem kalia
má smærri atriði.
Því miður varð ekki betur séð
en sveitin væri öilu þunnskipaðri
en verið hefur og því að fíkind-
um með dauflegra yfirbragði.
Einkum er tilfinnanlegur skortur
á tréblásturshljóðfærum, t. d.
klarinettum, svo ekki sé nú minnst
á óbó.
Það er gamla sagan, að slík
starfsemi áhugamanna á í vök að
verjast. Sivaxandi skemmtanaiðn-
aður sækir á með auknunt Jtunga,
og rnargir fieltast úr lestinni af
ýmsum ástæðum. Einnig verður
aðstaða áhugamanna gagnvart at-
vinnufólki sífellt óhagstæðari, en
hyggilegast er að vanmeta ekki
það gildi, sem listiðkun áhuga-
fólks felur í sér. Einhver allra
mikilvægasta undirstaða tónmenn-
ingar og tónlistarlífs yfirleitt er
einmitt sú, að sem flestir séu virk-
ir þátttakendur á einhverju sviði
þessarar listgreinar. Allt slíkt starf
ber að efla eftir föngum og með-
al annarra orða fer ekki að verða
tímabært að bera sig að setja sam-
an einhvern vlsi að hljómsveit
eða segjurn kammersveit? Er ekki
hér í bænum fyrir hendi mann-
skapur, sem væri reiðubúinn og
fær til að ryðja brautina? S. G.