Dagur - 14.06.1969, Page 6

Dagur - 14.06.1969, Page 6
6 Ferðafólk og samkomuhald í Vaglaskógi SMATT & STORT í ÞÆTTINUM „Heyrt, spurt, séð, hlerað“ í Alþýðumanninum 23. maí sL er komizt svo að orði að í Vaglaskógi séu í síauknum mæli haldin allskonar mót og oft sé hann mörgum algert bann svæði nema fyrir 100 kr. eða meira. Sá góði borgari Akureyrar, er þetta segir við ritstjórann fylgist ekki vel með þessum málum og vil ég því leiðrétta þann misskilning, sem þarna kemur fram. Árið 1962 var svo komið að ákveðið var að leyfa enga sam- komu um verzlunarmannahelg- ina, vegna þess að ástandið í þeim efnum var orðið óþolandi. Samt safnaðist hér saman marg menni og þurfti öfluga lög- Á AÐALFUNDI bæjarstjórnar Akureyrar þriðjudaginn 10. júní fóru fram árlegar nefnda- kosningar, svo sem venja er. Samkvæmt þeim eru eftirfar- andi nefndir svo skipaðar. Forseti bæjarstjórnar: Bragi Sígurjónsson, A. Fyrsti varaforseti: Stefán Reykjalín, F. Annar varaforseti: Arnþór Þorsteinsson, F. Bæjarráð: Jakob Frímannsson, F. Sigurður ÓIi Brynjólfsson, F. Jón G. Sólnes, S. Þorvaldur Jónsson, A. Ingólfur Árnason, Ab? Varamenn: Amþór Þorsteinsson, F. Stefán Reykjalín, F. Gísli Jónsson, S. Bragí Sigurjónsson, A. Jón Helgason, Ab? Bygginganefnd: Stefán Reykjalín, F. Haukur Ámason, F. Sigurður Hannesson, S. Haukur Haraldsson, A. Gunnar Tr. Óskarsson, Ab. Varamenn: Sigurður Óli Brynjólfsson, F. Mikael Jóhannesson, F. Rafn Magnússon, S. Sveinn Tryggvason, A. Hreinn Óskarsson, Ab. Framtalsnefnd: Jónína Steinþórsdóttir, F. Laufey Stefánsdóttir, F. Ingibjörg Halldórsdóttir, S. Guðrún Sigbjömsdóttir, A. Arnfinnur Arnfinnsson, Ab. Varamenn: Guðrún Melsted, F. Helga Ingimarsdóttir, F. Laugum 7. júní. Sama dag og Laugaskóla var slitið fluttist alfarinn úr sveitinni Þóroddur Jónasson eftir tæpra 18 ára starf sem héraðslæknir á Breiðumýri. Er óhætt að full- yrða, að héraðsbúum öllum er hin mesta eftirsjá að honum. Hann vann frábært starf sem héraðslæknir við erfiða aðstöðu á margan hátt, t. d. um sam- göngur að vetrarlagi. Var hann þó boðinn og búinn hvort held- ur var á nótt eða degi að takast á hendur erfið og langsótt ferða lög vegna sjúkravitjana. Ekki gaf Þóroddur sér mikinn tíma til þátttöku í félagslífi, en reyndist, þar sem hann lagði hönd að, hinn ágætasti liðsmað- ur. Skal í því sambandi aðeins drepið á starf hans síðustu 8 ár gæzlu og varð að flytja nokkra í fangageymsluna á Akureyri og a. m. k. einn slasaðan til læknis. Síðan 1963 hafa samtök bind- indismanna, æskulýðs, íþrótta og ungmennafélaga í Eyjafjarð ar- og S.-Þingeyjarsýslu, auk skáta á Akureyri, haft mót hér í skóginum um verzlunarmanna helgina. Hafa félagar í þessum samtökum lagt á sig mikið og óeigingjarnt starf til að bæta samkomuhald um þessa helgi og eiga mikinn heiður skilið fyrir. Á sl. sex árum hafa auk þess verið hér landsmót Iðn- nemasambands íslands og sam- koma H.S.Þ. og Skógræktar- félags S.-Þingeyinga. Umgengni öll og samkomu- Björg Benediktsdóttir, S. Stefán Snæbjörnsson, A. Jón Ingimarsson, Ab. Hafnarstjórn: Stefán Reykjalín, F. Zophonías Árnason, F. Vilhelm Þorsteinsson, S. Stefán Þórarinsson, A. Tryggvi Helgason, Ab? Varamenn: Arnþór Þorsteinsson, F. Bjarni Jóhannesson, F. Jónas Þorsteinsson, S. Stefán Snæbjörnsson, A. Jón B. Rögnvaldsson, Ab? Rafveitustjórn: Sigurður Óli Brynjólfsson, F. Magnús J. Kristinsson, F. Sigtryggur Þorbjarnarson, S. Sigursveinn Jóhannesson, A. Ingólfur Árnason, Ab? Varamenn: Stefán Reykjalín, F. Ingvi R. Jóhannsson, F. Gunnlaugur Fr. Jóhannss., S. Ásgrímur Tryggvason, A. Jón Helgason, Ab? 17. júní-nefnd: Þóroddur Jóhannsson, F. Siguróli Sigurðsson, S. Óðinn Ámason, A. Jón Ingimarsson, Ab. Varamenn: Páll Magnússon, F. Sigurður Sigurðsson, S. Sævar Frímannsson, A. Rósberg Snædal, Ab. Kjörstjórn: Hallur Sigurbjörnsson, F. Sigurður Ringsteð, S. Freyr Ófeigsson, A. Varamenn: Ármann Helgason, F. Haraldur Sigurðsson, S. Hallgrímur Vilhjálmsson, A. sem söngstjóri Karlakórs Reyk- dæla. Þar náði hann ótvírætt undraverðum.árangri, sem m. a. kom fram á söngmótum Heklu — sambands norðlenzkra karla kóra. Ekki hefur annar læknir feng izt í Breiðumýri og ekki miklar horfur á, að af því verði. Lækn- ishéraðinu er gegnt frá Húsa- vík og er ekki hægt að segja, að neyðarástand skapist meðan þar er kostur nógra lækna og samgöngur greiðar. Nokkuð verður annað viðhorf þegar vetrar og um 200 ungmenni koma til náms í skólum að Laugum. Ymiskonar smáslys og óhöpp geta þá verið nær dag- legir viðburðir og ómetanlegt öryggi að hafa lækni svo sem eina bæjarleið frá skólasetrinu. hald hefur gjörbreytzt og yfir- leitt verið mjög til fyrhmyndar, að undanskyldu landsmóti iðn- nema, en þá varð að gripa til róttækra ráðstafana, vegna framkomu sumra þátttakenda að sunnan. Ágóði sá sem fengizt hefur af þessum samkomum gengur til viðkomandi félagasamtaka og leigan sem Skógrækt ríkisins tekur, fer til þess að hreinsa og laga til eftir ferðafólk og ég held að mér sé óhætt að full- yrða að verði sé óvíða eins stillt í hóf. Ég vil því mótmæla því, að um síauknar samkomur sé að ræða og að Vaglaskógur sé nokkuð bannsvæði, eða finnst nokkrum sem um það hugsar í alvöru, athugavert þó greiða þurfi aðgangseyri á eina eða tvær samkomur í skóginum yfir sumarið, þegar um svo hollar og góðar skemmtanir er að ræða? Auðvitað eru svo alltaf ein- hverjir óánægðir sem vilja njóta bæði útiskemmtana og íþróttakappleikja án þess að greiða tilskilið gjald. Vaglaskógur er opinn öllum þeim sem vilja njóta friðar og dásemda íslenzku skóganna, en jafnframt eru það vinsamleg til mæli til ferðafólks að það noti afmörkuð tjaldstæði, gangi þrifalega um og valdi ekki skemmdum á gróðri. Ég vil vekja athygli á því að Akureyringar eru að eignast sína Heiðmörk, sem er í landi Kjarna og svo Vaðlaskóg austan við Pollinn, og hefur Skógi-ækt arfélag Eyfirðinga unnið þar mikið og gott starf og sjálfsagt verða þessir staðir opnaðir al- menningi áður en langur tími líður. Að lokum þetta: Takmarkið er hreint land, fagurt land. ísleifur Sumarliðason. - RAFORKUMÁL (Framhald af blaðsíðu 7). orkuspánni á þetta aðeins við um fyrstu virkjun, en nær ekki til síðari virkjana, sem þó þurfa að koma. Það má fara um þetta mál fleirum orðum og ræða það frá ýmsum hliðum, svo sem þeirri, að ef héraðsstjórn, Norðvestur- landsvirkjunar, yrði skipuð, myndi Austurlandsveitan koma á eftir, svo ekki sé lengra rakið. En orsökin fyrir því, að þessar óskir koma fram, er í rauninni sú, að of lengi hafa dregizt fram kvæmdir vatnsaflsvirkjana úti um landið. Hafa engar virkjanir verið framkvæmdar þar um mörg ár á vegum Rafmagns- veitna ríkisins, fyrr en nú í ár, Smyrlabjargaá í Hornafirði, eft ir mikinn drátt, en héruðin búa víða við raforku af tiltölulega skomum skammti, sem sumstað ar er aflað með dísilorku að hlutfallslega miklu leyti. Hefir þessi dráttur á virkjunarfram- kvæmdum orðið til þess, að nú er komin mikil þörf á að virkja á fleirum stöðum í senn, bæði . á Austur- og Norðurlandi, Vest fjörður og Vesturlandi. Æski- legast' hefði verið að þetta hefði getað gerzt jafnara og hver .virkjun rekið aðra í stað þess að þurfa að verða á ferðinni með margar í senn. Þótt frumvarpi því, sem hér liggur fyrir, sé ekki ætlað að leysa þetta mál, nema fyrir einn landshluta, er það þó spor í átt- ina til aukinna framkvæmda, sem nauðsyn ber til að styðja og efla. Reykjavík, 5. apríl 1969 Stemgrúnur Jónsson. (Framhald af blaðsíðu 8). Vera má, að hvorugur þeirra viti, að það er ekki bæjarstjórn Akureyrar, sem ákveður tekju- stofna skattborgaranna til út- svarsálagningar, heldur embætt ismenn ríkisins, undir stjórn fjármálaráðherra. Og þar leyn- ast eflaust þeir maðkar í mysu, sem eldri ritstjórinn ræðir um. Fer vel á því, að J. Ó. P. beini þeim skeytum til flokksbróður síns, yfirmanns skattamála. Ætti ritstjórinn að veiða nokkra maðka upp úr og sýna Magnúsi frá Mel, þegar hann næst kein- ur hingað norður. ÁLÖGUBÆR OG SKATT- PÍNING Ihaldsritstjórarnir virðast ekki vita né skilja, að Akureyri kemst ekki undan því að axla sinn hluta af því herfilega at- vinnu- og efnahagsástandi, sem flokksbræður þeirra hafa leitt yfir þjóðina og sveitarfélögin hér á Norðurlandi stynja undir. Þetta ástand gerir mörgum skattþegni erfitt að greiða út- svar sitt. J. Ó. P. telur Akur- eyri álögubæ og Herbert talar um skattpíningu á Akureyri. En þeir eiga eftir að gera grem fyr- ir því, hvers vegna nauðsyn er á svona háum útsvörum. Og þeir vildu þá kannski minnast þess í leiðinni, að þeir sam- þykktu fyrr í vetur hærri út- svarsupphæð í bæjarsjóð, en nú er búið að leggja á. FJÖLSKYLDU-PILLAN Eldri íhaldsritstjórinn minnist í grein sinni á „pilluna“. Þótt hon um sé farið að förlast í skatta- málum, veit hann til hvers pill- an er notuð. Hann telur útsvars álögur hafa sömu verkanir í bæjarfélagi og pillan í fjöl- skyldulífinu. Hér er hann enn á villigötum. Aukið framkvæmda fé til bæjarsjóðs, m. a. með út- svörum, er við það sé miðað að halda uppi framkvæmdum og atvinnu, er miklu líklegra til fólksfjölgunar en samdráttur- inn og atvinnuleysið. HVERNIG ER ÞETTA HÉR? I sumum borgum „frumstæðra“ þjóða aimast fuglategundir, svo sem gammar og aðrar dýrateg- undir sorplireinsun að verulegu leyti. í öðrum borgum er sorp- hreinsun á svo háu stigi, að slíkar dýrategundir finna sér þar ekkert æti og íslendingur nokkur lýsti þrifnaðinum ný- lega svo, að manni kæmi ekki til Iiugar að kasta frá sér eld- spýtu í slíkri borg, er hann til- nefndi og hann dvaldi í. Hvern- ig er þessu nú farið liér hjá okk ur? Svartbakur og rottur svara þeirri spurningu að nokkru, þótt viðleitni sé til þrifnaðar. MIKIÐ FELLST TIL Störf fegrunarvikunnar og al- mennings bera góðan ávöxt þessa daga. Margir eru þeir bíl- farmarnir af margskonar rusli, sem fluttir eru á öskuhaugana þessa daga og hefur samvinna borgaranna og starfsmanna fegrunarvikunnar víðast verið með ágætum og ber að þakka áhuga bæjarbúa á fegrun bæjar ins og þrifnaði. Er þess að vænta, að fegrunarvika sú, er nú er að enda og hefur tekizt vel, verði fyrr undirbúin á næsta vori en nú var unnt. IÐN AÐ ARRÁÐSTEFN AN Gestir á iðnaðarráðstefnunni á Akureyri höfðu margir orð á því við þann, er þetta ritar, hve iðnaður væri hér miklu meiri og merkilegri en þeir liöfðu áð- ur álitið. Sannast hér, að sjón er sögu ríkari og munu gestirnir hafa farið um margt fróðari en þeir komu og er það vel. MINKUR OG CHINCHILLA Nú virðist mikill áhugi á fram- leiðslu minka og chinchilla- skinna hér á landi. Kunnátta á þessu sviði er engin til í land- inu. Hins vegar er til fóður og áhugi á að græða fé á loðskinna framleiðslu. Og ekki má gleyma því, sem dýrmætast er af öllu í sambandi við minkaræktina, að loftslagið er hið bezta, sem hægt er að hugsa sér, en það atriði, ásamt fóðrinu, skapar mikla möguleika, á meðan tízk- an gefur skinnaframleiðendum byr í seglin. LAND ER LAGT 1 TRÖÐ „Agro“ skrifar: „Síðustu 10 árin er talið að um 20 milljónir hektara af akur lendi hafi verið látið liggja í tröð, í Bandaríkjum Norður- Ameríku, með það fyrir augum að sporna við offramleiðslu mat vara og verðfalli. Er búizt við að enn muni þessir eyðiakrar stækka og þeim fjölga svo að um 1975 verði slíkt land orðið um 24 milljónir hektara. Stjórnarvöldin greiða bænd- um fyrir að hafa akra ósána. Og þegar öll kurl koma til grafar, er talið að helmingur af tekjum bænda í Bandaríkjunum séu greiðslur frá ríkinu í einu eða öðru formi, sem verðuppbætur og sitt hvað fleira. í engu landi í heimi er varið lilutfallslega eins miklu fé til styrktar landbúnaðinum eins og í Bandaríkjunum. Hvaða vit er þetta? Gætum við íslendingar ekki lánað Bandaríkjamönnum Gylfa um stund, t. d. fram að næstu kosn- ingum, til þess að koma betra lagi á þessi mál þar vestra?“ Jú, það ætti að vera hagur fyrir báða. ESJAN SELÐ STRANDFERÐASKIPIÐ Esja hefur nú verið selt til Bahama- eyju fyrir 19 milljónh’ króna. Hafnarfrarakvæmdir VERIÐ er að hefja hafnarfram- kvæmdir í Grímsey og er þar mikil atvinna. Gei't er ráð fyrir, að vinna fyrir 5 millj. kr. í sumar. Nokkrir sunnanmenn hafa verið fengnir í vinnu og þeir hafa með sér ráðskonu og búa í féiagsheimili eyjarinnar. □ Nefndarkosningar í bæjarsfjórn Vinsæll héraðslæknir fluffur

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.