Dagur - 14.06.1969, Síða 7

Dagur - 14.06.1969, Síða 7
7 Umsögn m stofnun Norðvesturlandsvirkjunar LAGT hefir verið fram fyrir •Alþingi það, sem nú situr, frum varp til laga um Norðvestur- landsvirkjun (190. mál, 1969). Er hugmyndin með því sú, að Vestur- og Austur-Húnavatns- sýslur ásamt Skagafjarðarsýslu og kaupstaðnum Sauðárkróki, stofni í sameiningu rafvæðingar stjórn innanhéraðs, að hálfu á móti ríkisstjórninni. Má segja, að fyrirmynd sé fyrir þessari tilhögun hér á landi, þar sem er Andakílsárvirkjunin, enda þótt ríkissjóður sé þar eigi þátttak- andi. Fyrir Alþingi 1966 var lagt fram frumvarp til laga um Austurlandsvirkjun (93. mál, 1966), þar sem ætlunin var á sama hátt, að sýslur og kaup- staðir á Austurlandi ásamt ríkis stjórninni tækju að sér að koma upp raforkuverum og veitum um svæðið og annast rekstur þeirra. Það frumvarp dagaði uppi, enda höfðu aðiljar í hér- aði ekkj tekið afstöðu til þessa samstarfs þegar frumvarpið var borið fram. Þá hefir einnig verið lagt fram á Alþingi áður frumvarp til laga um virkjun Reykjafoss í Svartá í Skagafirði, þar sem Skagafjarðarsýsla og Sauðár- krókur tækju að sér, með ábyrgð ríkissjóðs, að annast byggingu og rekstur Reykjafoss virkjunar fyrir héraðið. Það frumvarp dagaði einnig uppi. Má segja, að núverandi frum- varp sé framhald þessa virkj- unarfrumvargs, en með þeirri framför, að Húnavatnssýslurnar eru með í fyrirtækinu, enda er þegar komin á samveita þar á milli undir stjórn líiafmagns- veitna ríkisinS. Þetta frumvarp er og framför frá hinu fyrra um AusturlándsVirkjun, að því ■ leyti, að aðiljar innan héraðsins eru sammála um þetta samstarf. Frumvarp þetta ber vott um mikinn áhuga héraðsstjórna um að efla rafvæðingu innan hér- aðs og að þeim þykir seint ganga framkvæmdir í því efni í höndum Rafmagnsveitna ríkis- ins. Eru héraðsstjórnir þessar reiðubúnar til að taka þátt í framkvæmdum á þessu sviði að sínu leyti. Ber að fagna þeim áhuga og, ef svo mætti segja, virkja hann til þess að allir aðiljar sameinist um fram- kvæmdirnar, en ekki verði áfram haldið, eins og nú, að Raf magnsveitur rikisins standi ein- ar að þessu. Því þótt stjórnend- ur þeirra séu allir af vilja gerð- ir um að efla þróunina sem bezt, þá verður þeim ekki unnt að fullnægja öllum þörfum í þessu efni nema 'fleiri aðiljar komi til, og allir tiltækir kraftar verða að sameinast um fram- gang rafvæðingarinnar. Samþand íslenzkra rafveitna (SÍR) hefir í meira en áratug rætt þessi mál á fundum sínum og hafa skoðanir verið skiptai' um stjóm og tilhögun fram- kvæmda í þessu mikla fyrir- tæki, sem er rafvæðing fslands- byggða. Hefir einkum borið á milli tilhögun á stjórn héraðs- veitnanna og hefir meirihluti stjórnar SÍR og fulltrúa raf- veitnanna verið á þeirri skoðun, að stjórn héraðsveitnanna ætti að vera í höndum héraðsstjórn- anna sjálfra, einkum að því er varðar sölu og umsjón með dreifingu orkunnar innanhér- aðs, en hlutverk Rafmagns- veitna ríkisins yrði fremur á sviði orkuöflunar frá hagstæð- um virkjunum og orkuflutning frá þeim til héraðsveitnanna, að svo miklu leyti sem héruðin gætu ekki annazt orkuöflunina sjálf. Ennfremur yrði hlutverk Raf magnsveitna ríkisins að sjá um samrekstur milli veitukerfa hér aðanna um aðalorkuflutnings- línur, þegar þær kæmu til, eftir því sem þróunin innan ein- stakra héraða krefst. Þá hefir einnig, einkum hin síðari árin, borið á öðrum ágreiningi, um virkjunarstaði og málum blandað saman við stórvirkjanir, á okkar mæli- kvarða, til orkufreks iðnaðai'. Að vísu geta nálægir landshlut- ar stórvirkjanna, sem fjær liggja, má ekki byggja á lang- línum einum, án virkjana í hér- uðum víða í landinu, þar sem hagstæð virkjunarskilyrði eru. Eitt slíkt hérað er Norðvestur land. Þótt Laxá úrýVtývatni yrði virkjuð til fulls og línur lagðar þaðan til Norðvesturlands, myndi virkjun innanhéraðs, helzt á fleirum stöðum, verða því meiri nauðsyn, sem lengur líður og notendur verða háðari raforkunni í daglegum störfum. Þótt sumstaðar hagi svo til, að áhöld verði um, hvort lína skuli koma annars staðar að eða virkj un í héraðinu þá verður víst, að hvort tveggja þarf að koma, þegar til lengdar lætur. Það er ekki ágreiningur um það, að dísilstöðvar eru hentug- ai' til vara og nauðsynlegar í því skyni í víðáttumiklu veitu- kerfi ,en þær eru ekki æskileg- ar til orkuöflunai' að öðru leyti en því að aðstoða í vatnsþurrð- arárum og til að vinna upp orku markaðinn tiltölulega stutt tíma bil. Eru allir á einu máli um það, að rafvæðinguna beri að byggja fyrst og fremst á inn- lendri orku og þá einkum frá vatnsafli, sem nóg er fyrir um allt land, og þegar að því kem- ur, á jarðvarma, þar sem hann er tiltækur. Hann hefir þann kost, sem dísilvélarnar hafa, að aukningarnar má gera í tiltölu- lega smáum skrefum og þá að sama skapi viðráðanlegri, eftir því sem orkunotkunin vex. í fylgiskjali með þessari um- sögn er gerð áætlun um vöxt orkuþarfarinnar innanhéraðs á Norðvesturlandi. Má af henni sjá, að mikið starf er fyrir hönd um til að vinna fyrir eflingu rafvæðingarinnar innanhéraðs, sem telja má að stjórn Norð- vesturlandsvii'kjunar geti unnið að ötullegar í þágu héraðsins, en Rafmagnsveitur ríkisins eru færar um að gera í þágu þessa héraðs sérstaklega, þegar þær þurfa jafnframt að líta til ann- arra landshluta. Má einnig orða þetta svo, að með þessari skip- an, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, má ná auknum fram- kvæmdum í rafvæðingu lands- ins, en Rafmagnsveitur ríkisins eru færar um með einni mið- stjórn. Það má þó búast við góðum árangri með þessari skipan, nema Orkumálastjórn ríkisins og ríkisstjórnin sjálf veiti henni stuðning og verði fúsar til að auka þau framlög, sem þurfa til hraðari framkvæmda fyrir hér- aðið. Um frumvarpið sjálft er óþarfi að fara möi'gum orðum. í 5. grein er heimilt að leggja aðalorkuveitur til tengingar við önnur orkuveitusvæði ......... og gera gagnkvæma samninga ...... við önnur virkjunar- fyrirtæki. Þetta atriði er þegar fram í sækir mikilvægara en svo, að það sé aðeins heimild, þegar samveitukerfi er á komið milli héraða. Mætti jafnvel setja þetta samstarfsákvæði inn sem 5. lið í tilgangi fyrirtækisins, en hann er talinn í 2. gr. Mætti t. d. bæta við: 5. að hafa sam- starf við Rafmagnsveitur ríkis- ins og nágrannahéruð um sam- rekstur rafveitnanna um orku- flutning til eða frá Noi'ðvestur- landsvirkjun. Þá má segja, að í 6. gr. sé fullþröngt tiltekið um aðeins eitt: „6 MW orkuver í Svartá eðá öðru fallvatni." Samkvæmt (Framhald á blaðsíðu 6). FIMMTUGUR. — Angantýr Hjálmarsson skólastjóri í Sól garði varð fimmtugur 11. júní og hélt upp á silfurbrúðkaups afmæli sitt um leið, en kona hans er Torfhildur Jósefs- dóttir. MATTHÍ ASARHÚS verður opið frá 14. júní kl. 2 til 4 e. h. Sími safnvarðar er 1-17-47. LO.G.T. stúkan Akurliljan nr. 275. Fundur n. k. fimmtudag kl. 21.00 í Ráðhúsinu. Félagar fjölmennið. — Æ.t. AÐALFUNDUR Dráttarvéla h.f. 1969, var haldinn 23. apríl sl. Á fundinum var Hjalti Páls- son, framkvæmdastjóri, kjörinn formaður stjórnar Dráttarvéla h.f. í stað Helga Bergs, sem tek_ ið hefur við stöðu bankastjóra við Landsbanka íslands. Er þá stjórn fyrirtækisins þannig skip uð: Formaður Hjalti Pálsson, framkv.stj., varaformaður Hjört ur Hjartar, framkv.stj., og með- stjórnandi Agnar Tryggvason, framkv.stj. Jafnframt hefur v.erið ráðinn nýr framkvæmdastjóri að fyri-r- tækinu í stað Baldurs Tryggva- sonar, sem lézt hinn 31. marz sl. Hinn nýráðni framkvæmda- stjóri er Arnór Valgeirsson, sem starfað hefur hjá Dráttarvélum h.f. síðan 1961, sem fulltrúi fram kvæmdastjóra og deildarstjóri Vélasöludeildar. Arnór Valgeirsson ei' fæddur að Gemlafalli í Dýrafirði .9. ágúst 1932. Að loknu prófi frá Samvinnuskólanum árið 1951, réðst hann í þjónustu S.Í.S. og hóf störf hjá Bókaútgáfunni Norðra og tímaritinu Samvinn- unni. Þegar Fræðsludeild S.Í.S. var stofnuð árið 1954, var Arnór ráðinn auglýsingastjóri S.Í.S., en auglýsingastarfsemi heyrði undir Fræðsludeild. Gegndi hann því starfi ásamt öðrum störfum fyrir Samvinn- una til ársins 1956, að hann hóf stöi'f hjá Innflutningsdeild S.Í.S., sem sölumaður í Vefn- aðarvörudeild, þar sem hann 17. JÚNÍ 17. JÚNÍ-NEFNDIN minnir bæjarbúa á að fjölmenna í skrúðgöngurnar eftir hádegi, en þær sameinast á Ráðhústorgi kl. 13.45. Sú breyting verður nú, að hátíðahöld verða ekki á Ráðhústorgi 17. júní fyrr en um kvöldið, en fara fram á íþrótta- svæði bæjarins. í götuauglýsingum hafa há- tíðahöldin verið auglýst í smærri atriðum, en 17. júní- nefnd brýnir það fyrir bæjar- búum, að taka höndum saman um að gera daginn, sem hátíð- legastan. í því sambandi beinir hún þeirri áskorun til allra há- tíðagesta, að þeir óvirði ekki hátíðahöldin með áfengisneyzlu. Ef veður leyfir ekki útihátíða höld, fara þau fram í íþrótta- skemmunni, eftir því sem að- stæður leyfa. Ef veður verðui' hagstætt, þarf naumast að efa, að bæjarbúar fjölmenni á íþróttasvæðin og á Ráðhústorg um kvöldið. □ NONNAHÚS verður opnað sunnudaginn 15. þ. m. Fram- vegis verður húsið opið dag- lega kl. 2—4 e. h. Sími safn- varðar er 1-27-77. MINJASAFNIÐ á Akureyri verður opið daglega frá og með miðvikudeginum 18. júní kl. 1.30—4 e. h. Tekið á móti ferðafólki á öðrum tímum eftir samkomulagi. Sími safns ins er 1-11-62 og safnvarðar starfaði til ársins 1961, er hann hóf störf hjá Dráttarvélum h.f. Arnór er kvæntur Elísabetu Hauksdóttur. (Fréttatilkynning) - BARNASKÓLI AK. (Framhald á blaðsíðu 7) nú af störfum, en hann hefur verið skólalæknir hér rúmlega 31 ár. Skólinn þakkar Jóhanni ágæt störf á liðnum árum. Vorskólinn fyrir byrjendur starfaði með nokkuð öðrum hætti, en verið hefur, og þá með hliðsjón af því, að ákveðið var í vetur af fræðsluráði Akureyr- ar að leggja fyrir nemendurna skólaþroskapróf. Sálfræðideild Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkur lét skólanum í té margs konar aðstoð við framkvæmd prófanna. Skólastjóri Bamaskóla Akur eyrar var í vetur Páll Gunnars- son vegna orlofs Tryggva Þor- steinssonar. - FOKDREIFAR (Framhald af blaðsíðu 2). heljarþröminni peningalega séð og ekki reikna ég með að þaðan komi nein atvinna á næstunni og mér heyrist framlag til bæj- arins svo takmarkað að ekki sé einu sinni hægt að taka þá menn, sem þó var búið að lofa vinnu. Hvað gera stjórnvöld bæjarins þegar þeir fátækustu verða að segja sig til bæjar- ins? Ég get ekki betur séð en marg ir verði að hætta við að láta börn sín ganga í skóla, og þá verður áframhaldandi götu- gangur hjá þessu unga fólki. Nú spyr ég: Er engin Ieið að skipta vinnunni á frystihúsinu til dæmis, svo fleiri njóti henn- ar? Ég hef heyrt að bæta ætti við 50 manns eða u. þ. b., en það er engan veginn nóg eins og allir sjá. Þetta hefir verið svo mikil vinna að það má telja að fólkið leggi saman nótt og dag. Þá er mér spurn: Skilar þetta fólk fullum afköstum? Og ef til vill eiga konumar, sem vinna úti, og ekki vilja missa spón úr ask- inum sínum, að ráða þessu? Annað er það að þarna vinna margar konur, sem hafa fulla fyrirvinnu frá húsbóndanum og jafnvel engir ómagar, sömu- leiðis eru hér um bil heilar fjöl- skyldur sem vinna þar. Ég skora á þá, sem stjórna atvinnumálum þessa bæjar að gera unga fólkinu mögulegt að fá eitthvað að gera og ég tel það enga neið að hafa vaktavinnu á frystihúsinu, þannig að skipt- ingin væri á milli unglinga og fullorðinna. Kona. © 1 t é J -4- S I I Innilegar pakkir fyrir keimsóknir, heillaskeyti og gjafir a silfíirbrúðkaupsdegi okkar, 6. júni, sem 1 jafnframt var jimmtugsafmœli eiginkonunnar. % Guð blessi ykkur öll. ^ f SVANHVIT JONSDOTTIR, I- HALLDÓR KRISTJÁNSSON, f Steinsstöðum, Öxnadal. ^ Ir Öllum, sem glöddu rnig með heimsóknum, blóm- f um og skeytum á áttatiu ára afmœli minu, 2. fúni I s.l., pa'kka ég innilega. — Sérstaklega pakka ég x börnum mínum, tengdabörnum, barnabörnum g og barnabarnabörnum hina stóru gjöf peirra. % Ég bið Guð að blessa ykkur öll. f 1 I % % I I & í KATRÍN BJÖRNSDÓTTIR. f H jartans þakklæti til allra fjær og nær fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför SIGFÚSAR BALDVINSSONAR, útgerðarmanns, Fjólugötu 10, Akureyri. Þökkum ennfremur innilega læknium og starfs- fólki Fjórðungssjúkraliússins á Akureyri sérstaka umönnun í veikindum lians. Guð blessi ykkur öll. Eiginkona, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. 1-12-72. Nýr framkv.stjóri Dráftarvéla hf.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.