Dagur - 14.06.1969, Qupperneq 8
, 8
Þúsundir koma í Nonnaliúsið
SMATT & STORT
STUNDUM er dugnaður
kvenna með ólíkindum. Konur
í Zontaklúbbi Akureyrar, 24 að
tölu, tóku sér fyrir hendur að
varðveita hús það í bænum, sem
var æskuheimili Jóns Sveins-
sonar — Nonna —. En forsjónin
hafði þyrmt því, þótt önnur hús,
jafngömul og yngri, þar á meðal
gamla kirkjan, þættu bezt til
niðurrifs. Nonnahús var 125 ára
gamalt, er konurnar fengu það
BARNASKÓLA Akureyrar var
slitið föstudaginn 23. maí sl. I
skólanum voru í vetur 750 börn,
sem skiptust í 29 bekkjardeildir.
Kennarar skólans voru 29 þar
af 3 stundakennarar.
Hinn árlegi foreldradagur
skólans var 23. nóvember og
var mjög vel sóttur.
Nokkrar bekkjardeildir buðu
foreldrum sínum í skólann til
að hlýða á samfellda dagskrá,
sem þau höfðu tekið saínan und
ir leiðsögn kennara sinna.
’Skólinn fékk margar aðrar
góðar heimsóknir á vetrinum.
Dagana 14.—19. apríl dvöld-
ust nemendur 6. bekkjar 3 daga
við skíðaæfingar í Hlíðarfjalli
og nutu tilsagnar ágætra kenn-
ara.
Haldið var áfram kennslu í
mengjareikningi í nokkrum
deildum 1. og 2. bekkjar.
Hjálparkennsla var endur-
skipulögð og aukin að mun. Um
hana sáu kennararnir Jón Júl.
Siglufirði 12. júní. Enn er ágæt-
ur afli og kemur Hafliði með
stærstu farmana í land. Seinast
landaði hann í fyrradag, 260
tonnum. Fyrstihúsin eru nú .orð
in tvo. ísafold, gamalt frystihús
Þráins Sigurðssonar, tók til
Starfa á laugardaginn í hönd-
um nýs hlutafélags. Þar vinna
60 manns,. þar af 45 konúr. Er
þetta mikil bót því héðan hefur
VALDIMAR PÁLSSON
ÁTTRÆÐUR
VALDIMAR PÁLSSON fyrr-
um bóndi og hreppstjóri á
Möðruvöllum í Eyjafirði, varð
áttræður 11. júní. Hann býr nú
hjá dóttur og tengdasyni í
Byggðavegi 89 og á þar frið-
sæla elli.
Dagur sendir honum árnaðar
óskir. □
í sínar hendur, sem gjöf frá
Zophoníasi Árnasyni og frú og
gerðu það að safnhúsi, sem var
opnað 16. nóvember 1957 til
minningar um Nonna, á aldar-
afmæli hans.
Síðan hafa Zontakonur nær
árlega unnið að endurbótum á
húsinu og komið fyrir þeim
munum, er minna á þennan
fræga og ástsæla rithöfund, er
bar hróður íslands víðar um
Þorsteinsson og Hörður Ólafs-
son.
Gerð var tilraun með dönsku
kennslu í þremur deildum 6.
bekkjar. Kennari var Kristjana
Halldórsdóttir.
Barnapróf tóku 145 börn. Þar
af fengu 20 börn ágætiseinkunn.
Hæstu einkunn hlutu: Jóhanna
A. Gunnarsdóttir og Kristín I.
Gunnarsdóttir 9.52.
Bókaverðlaun frá P.O.B. fyrir
beztu ritgérð við barnapróf
hlutu: Svanhvít Aðalsteinsdótt^
ir, Hallgrímur Ingólfsson og
Ása Sigurrós Jakobsdóttir.
Verðlaun frá Bókval fyrir
beztu teikningar í skólanum
hlutu: Már Vilhjálmsson og
Tryggvi Hansen.
Að venju var nokkrum börn-
um í 6. bekk úthlutað verðlaun-
um úr Unusjóði.
Heilsufar nemenda var yfir-
leitt gott á skólaárinu. Jóhann
Þorkelsson, skólalæknir lætur
(Framhald á blaðsíðu 7)
orðið að flytja mikið af fiski til
annarra frystihúsa. Þannig land
aði Siglfirðingur 60 tonnum á
Vopnafirði í gær og Margrét fór
með sinn afla til Húsavíkur..
Siglfirðingur gerir nú tilraun
með nýju flotvörpuna, þýzku.
Ekki er orðin sú reynsla af
henni, að unnt sé að dæma um
ágæti hennar.
Tunnuverksmiðjan er emi í
gangi, ennfremur niðurlagning-
arverksmiðjan. AtVinná er því
sæmileg. Þó voru 60 unglingar,
14—17 ára, skráðir atvinnulaus
ir síðast, en eitthvað af þeim
hefur fengið atvinnu nú. Skóg-
ræktarfélagið hefur nú, sem
áður, tekið nokkra unglinga í
vínnu við skógræktarstörf.
Borgar bærinn kaup þeirra að
hálfu.
Mikið hefur gróið og í fyrra-
dag var mjög hlýtt í veðri. Eftir
hádegi þann dag kom skýfall.
J. Þ.
lönd í heimi skáldsagna en
nokkur annar hafði gert á síðari
öldum.
Nonnahúsið á Akureyri
sækja árlega 2—3 þús. manns,
margir útlendingar, sem koma
pílagrímsferð til Akureyrar til
þess að minnast Nonna og sjá
æskuheimili hans.
Og flestir ljúka upp einum
munni um það, að Nonnasafnið
sé hmn merkilegasti staður,
bæði af nafni sínu og verkum
þeirra kvenna, sem varðveittu
húsið, endurbyggðu það að
nokkru og komu upp Nonna-
safninu. Bæjarfélagið, byggðar-
lagið og þjóðm standa í þakkar
skuld við Zonta-konumar.
Allt var þetta rifjað upp í
Nonnahúsi á fimmtudaginn, er
fréttamönnum og bæjarstjóm
var boðið þangað. Inga Bjöms-
dóttir bauð gesti velkomna en
Jóhanna Jóhannesdóttir sagði
sögu húss og safns, en Stefán
Reykjalín ávarpaði konumar
fyrir bæjarins hönd og árnaði
þeim heilla og þakkaði framtak
þeirra.
Nonnahúsið er opið daglega
kl. 2—4. □
ÞANN 31. maí sl. fóru fram
skólaslit Akureyrardeildar Vél-
skóla íslands. Að þessu sinni
fór fram kennsla við deildina
til 1. og 2. stigs vélskólanáms.
En vélstjóranámið fer fram í
fjórum stigum og verður að
læra undir tvö síðari stigin í
Reykjavík.
Að þessu sinni útskrifuðust
hér 30 nemar frá deildinni.
Þann 1. marz sl. var 14 fyrsta
stigs nemum afhent próf-
skírteini og stóðust þeir allir
NÝ HAGFRÆÐI!
íslendingur-ísafold kemst að
þeirri furðulegu niðurstöðu 7.
júní, að „ekki hefði í nokkm
dregið úr framkvæmdum eða
þjónustu bæjarfélagsins —
nema síður væri“, þótt útsvör
bæjarbúa hefðu verið lægri.
Samkvæmt því er það herfileg-
ur misskilningur að taka lán til
aukinna framkvæmda í bænuni,
svo sem til Iðnskóla, Ellilieimil-
is, hafnarframkvæmda, Slipp-
stöðvarinnar, verksmiðja SÍS
eða lán til að halda uppi at-
vinnu fyrir skólafólk. Þessi
nýja kenning, sem borm er
fram fyrir munn Sjálfstæðis-
manna, hlýtur að vekja verðuga
athygli, því hún styðst ekki við
neitt það atriði, sem fram að
þessu hefur verið viðurkennt
grundvallaratriði hagfræðinnar.
BLINDUR LEIÐIR BLINDAN
J. Ó. P. finnst hart, að eftir-
maður hans í ritstjórasæti
þeirra Sjálfstæðismanna á Akur
eyri skuli enn einu sinni gera
sig opinberan að herfilegri van-
þekkingu og vill rétta honum
HREINDÝRIN gerðu sig heima
komin í ýmsum sveitum á Aust
urlandi í vetur, svo sem orðin
er venja þeirra hin síðari ár.
Þau voru talin vel fram gengin
í voi' og verða nú talin úr flug-
vél innan skamms.
Hreindýraeftirlitsmaðurinn,
Egill Gunnarsson, fór nýlega í
athugunarferð til að fylgjast
með líðan dýranna og sá hann
þá 200 í hóp og allar kýr með
kálfa sína í góðu gengi.
Hann telur, að leyft muni
verða í haust að skjóta 600
hreindýr og sé þegar farið að
spyrja um veiðileyfi. Jafnframt
telur hann, samkvæmt frásögn í
Tímanum 11. júní, að á sl.
próf með framhaldseinkunn.
Hæstu einkunn hlaut Brynjar
Franzson, Vestmannaeyjum,
með 9.2 úr 10 greinum. Næstur
varð Sverrir Þórisson, Akur-
eyri, með 9.1 stig.
Hinn 31. maí brautskráðust
svo annai's stigs nemendur og
stóðust allir prófið, og hæstu
einkunn hlaut Freysteinn
Bjarnason, Akureyri, fékk 9.2,
en annar varð Valur Sigurjóns-
son, Akureyri, með 8.6.
Margir annars stigs nemar
hjálparhönd. Það er auðvitað
þakkarvert þótt svo liörmulega
vilji til, að þar leiðir blindur
blindan. Er vægast sagt ein-
kennilegt, að maður, sem búinn
er að skrifa um bæjarmál um
áratugi, þar með skattamál, eins
og J. Ó. P., skuli reyna að neita
því að í útsvörum sveitarfélaga
felist sú tekjutilfærsla eða jöfn-
un, að tekjuháir og ríkir greiða
meira í bæjarsjóð með sínum út
svörum, en hinir tekjulágu og
fátæku. Ef maðurinn álítur
þetta í raun og veru, er hann
algerlega kominn út á þekju.
Hallast ekki á með þehn félög-
um, því annar þeirra heldur því
blákalt fram, að tekjuskerðing
bæjarsjóðs „dragi ekki úr fram
kvæmdum eða þjónustu, nema
síður væri“, en hinn mótmælir
því, að útsvarsgreiðslur eigi að
jafna aðstöðu manna.
ÞURFA AÐ FRÆÐAST
Líklega þyrftu þeir, ritstjórar
Sjálfstæðismanna á Akureyri,
að fræðast verulega um nokkur
grundvallaratriði skattamála.
(Framhald á blaðsíðu 6).
hausti hafi 600 dýr verið felld,
er á skrá komust, en grunur
sinn sé, að fleiri hafi verið drep
in en leyft var.
Mikil óánægja er ríkjandi á
Austurlandi og víðar með þess-
ar hreindýraveiðar. Og ekki er
því að leyna, áð þær sögur hafla
þaðan borizt um veiðarnar, sem
mjög eru til vanvirðu.
Ennþá hafa íslendingar ekki
tekið upp hreindýrarækt sem
búgrein og er það alveg furðu-
legt. Og á tímum sportmennsk-
unnar er það einnig einkenni-
legt, að enginn skuli hér á landi
hafa spennt hreindýr fyrir
sleða, og er það raunar lýginni
líkast. □
hafa sótt um skólavist til þriðja
stigs við Vélskólann í Reykja-
vík. Og borizt hafa margar um-
sóknir um skólann hér á Akur-
eyri næsta vetur.
Þeir, sem ljúka 1. stigi hafa
rétt til vélgæzlu 250—50 hest-
afla véla. En 2. stigs próf gildir
til 500—-1000 ha. vélgæzlu, mið-
að við skipsvélar.
Forstöðumaður Akureyrar-
deildar Vélskóla íslands er
Björn Kristinsson. Q
Nemendur og kenaarar vélskóladeildarinnar á Akureyri. (Ljósm.: Eðvarð Sigurgeirsson)
Frá Barnaskólð Akureyrar
Tvö frysfihús eru nú á Siglufirði
Frá Vélskóladeild Islands á Akureyri
HreindýraveiSar í hausl