Dagur - 14.01.1970, Blaðsíða 2
2
■■ii
,-;í5?s*ur,
KA sfóðu sig vel í Rvík.
Verður seif Irégclf í Skemmuna?
UM sl. helgi fór 2. deildar’ió ICA
í handknattleik í keppnisför til
Reykjavíkur, en liðið hefur stað
ið sig mjög vel í vetur í, knppni
hér í íþrctfaskiamvnimni og
sigrað 3 1. deildarlið úr Reykja-
vík, sem hér hafa leikið. Vegna
góðrar frammistöðu liðsins bauð
stjórn HSÍ liðinu til keppni í
Laugardalshöillinni sl. laugar-
dag og voru móthei-jar KA
Unglingalandsliðið í handknatt
leik, en leikurinn fór fram á
undan landsleik íslendinga og
Luxemborgmanna, en þeim leik
lauk með mesta sigri ísionzka
landsliðsins, 35 mörkum gegn
12, 23 marka munur.
Ekki leit vel út með að KA-
liðið kæmist suð'ur, því ekki var
flogið til Akureyrar á laugar-
dag, en Tryggvi Helgason hljóp
undir bagga og flaug með KA-
liðið suður, en því miður tekur
stærsta vól hans ekki nema 10
farþega, og var því eikki nema
1 maður til að skiptá inn á, sem
er of lítið í harðl'i keppni. Far-
arstjóri var Hörður Tuliníus
formaður KA. Slæmt flugveður
var og urðu leikmenn flugveik-
ir á leið suður, og voru fegnir
ei' lent var á Reykjavíkurflug-
velli.
Leikur KA og Unglingalands
liðsins hófst á tilskilduim tíma
og er skemmst frá því að segja,
að KA-liðið sigraði Unglinga-
MEÐAL ályktana frá fjói"ðungs
þingi Norðlendinga á Sauðár-
‘króki, sem birtar eru í Degi 17.
des. sl. er ein urn stóriðju.
Miðað við afgreiðslu fjórð-
ungsþingsins hinn 23. okt. sl. er
þessi ályktun rangt með farin í
blaðinu og sömuleiðis í fundar-
gerð þeirri, er send var eftir
bingið til fu'lltrúa og gesta, er
þingið höfðu setið.
Það er rangt í ályktuninni, að
inn í h'ana er smeygt setninglar-
lið — fjórum orðum —, sem þar
eiga tíkki að vera, orðum sem
fjórðungsþingið hafnaði með
atkvæðagreiðslu. Fer ályktunin
hér á eftir og innskotsorðin sett
með breyttu letri:
„Fjórðungsþing Norðlendinga
haldið á Sauðái'króki 22. og 23.
okt. 1969 telur, að verði áfram-
hald á stóriðjuframkvæmdum á
íslandi, sé nauðsynlegt að hlutla
þeirra framkvæmda verði beint
til Norðurlands. Telur þingið
nauðsynlegt frá sjónarmiði
byggðaþróunar, að staðsetning
væntanlegrar stóriðju á Norður
landi verði byggð á hlutlausri
fræðilegri athugun, og felur
þingið Fjórðungsráði og Fjói'ð-
ungsstjóm að vinna að fi-am-
gangi þess máls.“
Nálega allar ályktanir fjórð-
ungsþingsins vom upphaflega
fram bornar af nefndum þings-
ins, en þær breyttust sumar
hverjar í meðferð þingsins og
var ályktunartillagan um sfór-
iðju ein af þeim, kom hún frá
allshei-jarnefnd þingsins. Fyrri
hluti ályktunarinnar er orðrétt
samhljóða frumtillögu nefndar-
innar, en síðari málsgrein álykt
unarinnar er breytingartillaga,
sem ég flutti við tillögu nefndar
innar undir umræðum og sam-
þyklkt var á þinginu. Inn í þenn
landsliðið með 9 marka mun,
23:14, en i leikhléi var staðan
11:7 fyrir KA. Gísli Blöndal var
lang markahæstur leikmanna
KA að venju.
Á sunnudag léku svcr KA-
félagar við bezta handknattleiks
lið á íslandi í dag, Fram, sem er
með 3 stiga forskot eftir fyrri
umfeið 1. deildarkeppninnai' í
ár og sigraði öll 1. deildarliðin
í fyrri umferð. Framarar höfðu
eindregið óskað eftir að fá að
leika við KA, enda áttu þeir
ekki að leika í 1. deiildarkeppn-
inni sl. sunnudagskvöld. Þeir
mættu með sitt sterkasta lið,
þar á meðal Þorstein Björnsson
landsliðsmarkvörð. Ekki mátti
á milli sjá fram um miðjan síð-
ari hál'fleik hvort liðið færi með
sigur af hólmi 2. deildarliðið fi'á
Akureyri eða tilvonandi Is-
landsmeistarar í handknattleik.
í lei'khléi hafði KA mark yfir,
11:10, og um miðjan síðari hálf-
leik hafði KA náð 3ja marka
forskoti, en þá fór þreytu að
gæta hjá KA-liðinu, enda að-
eins 1 skiptimaður, 3 ónákvæm-
ar sendingar kostuðu KA 3
mörk og leikar voru jafnir og
leikreynsla Framara kom þeim
að góðu haldi síðustu mínút-
urnai' og fóru þeir með sigur af
hólmi, 23 möi-k gegn 19, 4ra
maika munur, og er það ek'ki
stór sigur á heimavelli Fram.
an síðari hluta ály'ktúnarinnar
hafa þó slæðzt orðin, „nauðsyn-
legt frá sjónarmiði byggðaþró-
unar“ eins og áður er getið.
Við saimþykkt breytingartill.
féll niður síðari hluti upphaf-
legrar tillögu allshei-jarnefndar,
en hann var þess efnis, að stað-
setja skyldi norðlenzka stóriðju
við Eyjaifjörð. í sambandi við
þennan síðari hluta tillögu
nefndarinnar voru á þinginu
fluttar fjórar breytingartillögur,
sem hver um sig átti að koma í
veg fyrir síðari hlutann. Voru
þrjár þær fyrstu upp bornar eft
ir sö-mu röð og þær voru fluttar,
tvær þær fyrri voru felldar en
hin þriðja samþykkt. Fjórða
breytingartill. kom ekki til at-
kvæða, þar sem hún gekk í
öfuga átt við þá, er samþykkt
var, eftir því, sem tillögumaður
túlkjaði hana, en tillaga hans va.r
einmitt um þetta byiggðaþróun-
arsjónannið og það væri sarna
og að staðsetja stóriðjuna við
Eyjafjörð.
Samkvæmt þeirri túlkun hef_
ur því riturum þingsins orðið
það á, að segja öfugt við það,
sem þingið samþykkti.
Fjórðungsþingið ályktaði, að
hlutllaus fræðileg athugun ætti
að ráða staðsetningu norðlenzkr
ar stóriðju, en vísaði frá í því
sambandi byggðaþróunarkenn-
ingunni.
Með símtali í nóvember og
bréfi dags. 3. desember til for-
manns fjórðungssambandsins
óskaði ég leiðréttingar á um-
ræddu mishermi, en tími hefur
ekki unnizt til að koma þeirri
lieiðréttingu á framfæri áður en
mishermið var birt. Verð ég því
lað biðja Dag að birta leiðrétt-
ingu þessa.
Björn Haraldsson.
Þessi ferð KA-liðsins var í
alla staði hin ánægjulegasta og
frammistaða liðsins góð, og
kom möngum syðra á óvart. —
KA-liðið mun nú æfa vel næstu
mánuði og tekur þátt í Norður-
landsriðli í handknattleik og
leikur við Þór og Dalvíkinga,
2 lei'ki við hvort lið. Það lið,
sem fer með sigur af hólmi í
þeirri viðurcign leikur til úrslita
í 2. deild, og verða úrslitaleikir 2,
annar í LaU'gardalshö'll en hinn
í íþróttaskemmunni, og fara
úrslitaleikirnir fram í apríl.
Fyrri leikur Þórs og KA fer
fram laugardaginn 14. febrúar
n. k. og verður þá einnig leikið
í yngri flokkum og verða dóm-
arar frá Reykjavík. Sv. O.
FYR STUDEILDARLIÐ ÍBA og
Bikai'meistarar 1969 stendur nú
uppi þjálfaralaust, og er ekkert
hægt um það að segja nú
hvernig úr rætist. Sú spurning
hlýtur að vakna, hver ástæðan
sé fyrir því, að ekki hefur verið
ráðinn þjálfari. Liðinu veitti
sannarlega ekki af að æfa
hverja stund, úti, sem fært er
vegna veðurs. Ákveðið er að
Bikarmeistarar (IBA) og fs-
landsmeistarar (ÍBK) leiki 4
leiki fyrstu 3 mánuði þessa árs,
2 á Akureyri og 2 í Keflavík,
og veitir Akureyringum sannar
lega ekki af að fara að búa sig
undir þá keppni. Knattspyrnu-
iráð Akureyrar mun hafa gert
nokkuð til að útvega þjálíara,
en treysti um of á einn mann,
Hreiðar Ársælsson, sem brást
svo á síðustu stundu af ein-
hvei-jum ástæðum, og kaus held
ur að þjálfa Víking í Reykja-
vík. Svo langt gekk þetta með
TUTTUGU og fimm bindindis-
kennarar og aðrir áhugamenn
um bindindisfræðslu sóttu nor-
ræna ráðstefnu um bindindis-
fræðslu er haldin var í Osló 12.
—14. des. sl. Tveir þátttakendur
voru frá íslandi, Sigurður Gunn
arsson, kennari við Kennara-
skóla íslands, og Þoi*varður
Örnólfsson, framkvæmdastj óri.
Ráðsteifna þessi — hin fyrsta
í sinni i-öð á Norðurlöndum —
á sér þá forsögu, að fram-
kvæmdarstjói'i 24. norræna
bindindisþingsins er haldið var
í Reykjavík í sumar, boðaði til
óformlegna funda með no'kkrum
kennurum er þátt tóku í þing-
inu, og var þar einkurn rætt um
nauðsyn á aukinni bindindis-
fræðslu í skólum og meira sam-
starfi norrænna bindindiskenn-
ara á þessu mikilvæga fræðslu-
sviði.
Fundir þessir urðu til þess, að
Erling Sörli, yfirmanni fræðslu-
deildar í norska áfengisvarna-
ráðinu (Statens Edruskaps-
direktorat) kom til hugar að fá
ráðið til að standa fyrir nor-
rænni ráðstefnu í Osló um mál-
efni þessi. Þótti fundarmönnum
að sjál'fsögðu mikið varið í þá
'hugmynd.
Þegai' heim fcom, flutti Erling
Sörli fljótlega tillögu sína í
áfengisvarnaráðinu norska með
TALSVERT hefur verið rætt
um það undanfarið að setja tré-
gólf í íþi'óttaskemmuna næsta
surnar, og verður þá hægt að
nota húsið til fimleikakennslu
fyrir Oddeyrar- og Glreár-
hvei'fisskóla. Með því að skipta
húsinu með tjaldi, sem ekki
mun kosta ýkj.a mikið fé, má fá
2 sali 18x16 m. og geta bæði
stúlkur og piltar notið fimleika-
kennslu í húsinu samtímis.
Ekki mun ákveðið hvort af
því verður að setja trégólf í hús
ið, en það mál er nú í höndum
bæjarráðs og bæjarstjórnar. —
Vissulega mundi sú ráðstöfun,
ef framkvæmd verður, verða til
góðs og bæta úr því slæma
ástandi sem ríkir í fimleika-
kennslu í skólum bæjarins, og
húsið myndi nýtast að fullu all-
an daginn. Bygging nýs íþrótta-
húss er í undiibúningi, og verð-
ur því máli trúlega hraðað svo
sem framast er unnt. En þrátt
fyrir allt er það staðreynd, að
Hreiðar, að búið var að útvega
honum herbergi hér í bæ og
búizt við honum næstu daga, og
fjölskylda hans ætlaði að flytja
í vor. Sú spurning hlýtur að
vakna hvort einhver hafi ekki
boðið betur en Akureyringar,
en Hreiðar fékk vinnu hjá
Reykjavíkurborg. Mér persónu-
lega finnst að KRA hafi tekið
heldur linlega á þessu máli, það
hefði til dæmis mátt senda
mann til Reykjavíkur og ganga
frá skriflegum samningi við
Hreiðar eða þá afskrifa hann
fyrir löngu. Nú standa málin
þannig, að enginn þjálfari er
ráðinn, en KRA mun hafa leitað
fyrir sér hjá nokkrum mönnum
héi' í bæ og víðar, en ekkert
er ákveðið. Vonandi tekst að
leysa þessi mál og það fyrr en
síðar, því knattspyrnumönnum
okkar veitir ekki af að fara að
æfa af fullu kappi.
þeim árangri, að samþykkt var
að boða á þessu ári til þriggja
daga ráðstefnu í Osló og skyl'di
hún einkum fja'lla um það,
'hvei-niig fræðsla um áfengi og
eiturlyf (narkotika) sem nú
valda æ meiri áhyggjum og
vanda, yrði bezt skipulögð og
samræmd í skólum á Norður-
löndum.
Var ráðstefnan haldin dagana
12.—14. desember í hinu glæsi-
lega gisti- og félagsheimili Svía
á Voksenásen í Osló, skammt
frá Holmenkollen, en heimili
þetta er þjóðangjöf Norðmanna
til sænsku þjóðarinnar fyrir
veitta aðstoð á styrjaldarárun-
um meðan Noregur var her-
tekið land. Þarna er ákjósanleg
aðstaða fyrir fámennar ráð-
stefnur og aðbúnaður framúr-
skarandi.
Norska áfengisvarnarráðið
hafði allan veg og vanda af ráð-
stefnunnr sem var prýðilega
skipulögð og framkvæmd. Sýndi
það og þá miklu rausn að kosta
þátttakendur að öllu leyti ráð-
stefnudagana, eftir að þeir
höfðu stigið fæti á nol'ska
grund.
Egil Aarvi'k félE'gsmálaráð-
herra í norsku ríkisstjóminni
setti ráðstefnuna með ávai-pi og
bauð þátttakendui' velkomna,
en helztu viðfangsefni ráðstefn-
unnar voru þessi:
bygging íþróttaskemmunnar
he.fur orðið mikil lyftistöng fyrir
íþróttalifið í bænum og veitt
fjölmörgum íþróttaunnendum
maiigar ánægjustundii', og það
æSkulýðsstarf sem þar fer fram
á vegum íþróttafélaganna, er
bæjarfélaginu í heild ómentan-
legt. Hundruð unglinga og full-
orðinna sækja þar æfingar viku
lega, og möi'g hundruð íþrótta-
unnendur mæta þar á laugar-
dögum og sunnudöigum, þegar
eitthvað er um að vera.
Sv. O.
SIÍAUTAFERÐ TIL
SVÍÞJÓÐAR
FJÓRIR skautamenn frá Akur-
eyri munu um helgina fara til
Vesturáss í Svíþjóð og æfa þar
í tíu daga eða svo og kynna sér
skautaíþrótt Svíanna. Þeir, sem
fara, eru Skúli, Birgir og Vil-
helm Ágústssynir og Þórarinn
B. Jónsson.
Ráðgert er, að Akureyringar
og Reykvíkingar keppi í ís-
hokki á laugardaginn, en bæja-
keppni í þessari grein hefur
nokkrum sinnum áður farið
fram milli þessara aðila og norð
anmenn þá borið sigur úr bít-
um. Nú hafa Reykvíkingar kom
ið sér upp Skautahöll og standa
því betur að vígi en áður. Q
Frá Golfklúbb Ak.
AÐSTAÐA hefir fengizt til golf
æfinga í íþróttaskemmunni alla
virka daga, nema laugardaga, á
tímanum frá kl. 5—10 e. h. Enn-
fremur býður Golfklúbburinn
upp á kennslu þriðjudaga kl.
5.30 til 7.30 og fimmtudaga frá
kl. 8—10 áíðd. Þeir, sem hug
'hafa á tilsögn snúi sér til
Sævars Gunnarssonar, sem
verður til viðtals á fyrrgreind-
um tímaj Þeir, sem ekki eru
meðlimir Golfklúbbsins er bent
á að fyri'greind kennsla er ek'ki
einvörðungu bundin við félaga
klúbbsins. Q
1. Bindindisfræðsla í skólum
okkar eins og hún er nú.
2. Eiturlyfjavandamálið í sam
félagi nútímans og í næstu fram
tíð.
3. Á hvaða forsendum ó að
byggja bindindisfræðslu.
4. Skipulagning og markmið
bindindisfræðslu og kennsluað-
ferðir á ýmsum aldursstigum.
5. Vandamál sem skólinn á
við að stríða vegna eiturnautna
nemendanna.
6. Á hvem hótt getum við
Norðurlandabúar liaft nána sam
vinnu um bindindisfræðslu.
Einn fulltrúi frá hverju landi
flutti greinargerð um ástand
bindindisfræðslu í heimalandi
sínu. Af íslands hál’fu flutti Sig-
urður Gunnarsson greinargerð
þessa.
Annars voru flutt eitt eða tvö
framsöguerindi um hvert mál-
efni, og urðu um öll langar og
lærdómsríkar umræður.
Ráðstefnunni var slitið síð-
degis á sunnudaginn 14. desem-
ber, og var það samdóma álit
allra þátttakenda, að þessi frum
raun um skipulagða norræna
samvinnu á sviði bindindis-
fræðslu gæfi bjartar vonir um
árangui'sríkt samstarf í fram-
tíðinni. □
LEIÐRÉTTING
KNATTSPYRNULIÐ IBA VANTAR ÞJALFARA
Sv. O.
SIGURÐUR GUNNARSSON:
Norræn ráðstefna m bindindisfræðslu