Dagur - 21.01.1970, Page 4

Dagur - 21.01.1970, Page 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. EINMENNINGS- KJðRDÆMI f ÁRAMÓTAGREIN sinni minnti Ólafnr Jóhannesson, formaður Fram sóknarflokksins, á þingsályktunartil- lögu Gísla Guðmundssonar, sem nú liggur fyrir Alþingi, um endurskoð- un stjómarskrárinnar. f tillögunni er m. a. lagt til að athugað verði, hvort ekki sé rétt að taka upp ein- menningskjördæmi við kjör til Al- þingis. Sagðist Ólafur minna á þetta af því að það væri sannfæring hans, að þetta mál muni verða mjög á dag- skrá á þessu ári. Um tillögu Gísla Guðmundssonar sagði Ólafur m. a. í grein sinni: „í tillögunni eru nefnd ein tutt- ugu efnisatriði, sem nefndinni ber sérstaklega að taka til athugunar. Er hér eigi kostur að nefna þau öll. En þeirra á meðal em t. d. þessi: Hvort fyrirkomulag æðstu stjóm- ar ríkisins sé svo heppilegt, sem það gæti verið og hvaða skipun hennar myndi vera bezt við hæfi þjóðar- innar. Hvort skipting Alþingis í deildir sé úrelt orðin og ein málstofa heppi- legri. Hvort nauðsyn sé nýrra ákvæða til að marka rétt rikisstjómar og Al- þingis um samninga við aðrar þjóðir. Hvort rétt sé að breyta kjördæma- skipuninni á þá leið, að landinu öllu verði skipt í einmenningskjördæmi þar sem aðalmenn og varamenn séu kosnir saman óhlutbundnum kosn- ingum en uppbótanncnn engir. Hvort þörf sé lagasetningar um skyldur og réttindi þingfloltka. Ég tel, að hér sé hreyft hinu merk- asta máli og að tillaga þessi sé tíma- bær. Þess vegna vek ég liér athygli á henni. Og ég vil benda mönnum á hina ágætu framsöguræðu Gísla Guð mundssonar, sem birtist í Tímanum 14. desember síðastliðinn. Endurskoðun stjómarskrárinnar er mál, sem taka verður til umræðu og athugunar á komandi ári. Þar verður breytt kjördæmaskipun efst á blaði. Kjördæmaskipun sú, sem lög- leidd var með stjórnarskrárbreyting- unni 1959, hefur nú staðið í 10 ár. Af henni og hlutfallskosningakerf- inu er því fengin nokkur reynsla. Það virðist býsna almenn skoðun, að sú reynsla sé ekki góð. Þess vegna þarf að taka það til rækilegrar rann- sóknar, hvort ekki sé rétt að hverfa að einmenningskjördæmum og óhlutbundnum kosningum. Að sjálf- sögðu yrði þá að ntiöa við það að mínum dónii, að íbúatala í hverju kjördæmi væri svipuð.“ (Framhald á blaðsíðu 7) EINAR PETERSEN A KLEIF: Um, hvernig auveldast sé að setja niður ófiurrkadrauginn á Islandi í MEIRA en þúsund ár hafa íslenzkar konur haldið lífi í körl um sínum með að hagnýta sér þá eiginleika mjólkui'sýragerla- stofna að geta breytt sykursam- böndum í mjólkursýru; en hvergi er þess getið í rituðu máli, að nokkur íslenzkur bóndi hafi fram til 1883 notað sér kunnáttu íslenzkra kvenna til varveizlu vetrarfóðui’s handa bústofni sínum með súrsun á grasi, með þeim afleiðingum, að lífskjör íslendinga á hðnum öld um hafa verið, eins og sagan segir frá. Og vegna þess að þekkt kunnátta um súrsun grass var ekki notuð árið 1969, nema í óverulegum mæh, gat óhemju eyðing fjármuna bænda og þjóðai-auð íslendinga átt sér stað það ár. Það væri ærið rannsóknar- efni að kanna hvers vegna svo var og hvers vegna er því mið- ur vissa fyrir að eins muni verða á óþurrkasvæðum sum- arsins 1970, ef ekki tekst að auka vilja fræðslumanna til að dreifa þekkingu og efla kjai'k bænda til að beita viti við bú- skap sinn. Fljótt á litið gæti saga sum- arsins 1969 bent til, að bændum og íslendingum væri mjög óljúft að nota þekkingu og vilja í lífsbaráttu sinni en hún sann- ar aðeins þann illa grun margra vitsmanna nútímans, að vits- munir ráða yfirleitt mjög óveru legum hluta af gerðum manna og þjóða. Að sömu niðurstöðu var komizt fyrir skömmu á ráð- stefnu fremstu sérfræðinga Breta í heyverkun, því þar kjósa margir bændur líka að ganga með opnum augum á há- björtum dögum út í sama dý nokkum vegin ár hvert. Það var ekki útfært í frásögninni hvers vegna menn gera slíkt og hvemig hægt væri að koma í veg fyrir það, enda er það verk- efni sálfræðinga og þjóðfélags- fræðinga að rannsaka feig'ðar- vilja og leggja á ráðin um hvernig eigi að sigra hann, það er mest aðkallandi verkefni vits muna í hinum vestræna heimi í dag. Það er nokkuð erfitt að kanna og skýra eðli og lögmál undirvitundar manna og þjóða og eftir hvaða leið nútíma seið- menn ná tökum á stýrisvöl hennar, og gefa ráð um hvaða varnaraðgerðir muni duga bezt til að koma í veg fyrir að þeir geri úr okkur aumingja bæði sem einstaklinga og þjóðfélags- þegna, því það verður reyndin ef áfram verður almennt þráast við að nota vit og reynslu við öflun vetraifóðui's búfjár'ins. Sem árin líða verður mér æ ljósara, að það mun vera fólgin afar mikih þjóðfélagssálfræðileg þekking í draugasögunum ís- lenzku, um eðli og baráttuað- ferðir drauga, og um hvemig mennirnir áttu að heyja sti'íð gegn þeirn með von um sigur. í þeim kemur berlega fram, að frumskilyrði þess að geta varist ásókn þeirra, svo mögulegt yrði að halda viti og í flestum til- fehum líka lífi, var að hafa svo mikið til af kjarki, að liægt sé að geta snúið andliti gegn þeim og gengið móti þeirn í árásar- hug, því það er ekki að ástæðu- lausu, að hetjur þjóðarinnar áður fyrr voru kjarkmenn, sem þorðu að ganga í skrokk á draugunum og sem eftir oft mjög iUan bardaga gátu brotið hrygg þeirra á stórgrýti, eða vitmenn, sem vegna vitsmuna og kunnáttu gátu sett þá niður í jörðu og bundið þá þar svo, að þeir urðu aldrei framar manni að meini. Það er hægt að sigra óþurrka drauginn með því að beita hann aðkeyptu afli í olíu, sem er breytt í hita í hraðþurrkunar- stöðvum og þurrkhúsum, en til þess þarf mikla peninga, sem bændur hafa ekki og háar upp- hæðir í erlendum gjaldeyri, sem samfélagið á ekki, þar að auki þarf um aUa framtíð árlegan mikinn erlendan gjaldeyri fyrir oHu til hitunar á þurrkloftinu. Erlendar rannsóknir hafa sýnt berlega, að það er bændum og þjóðfélaginu í heild mjög óhag- kvæm bardagaaðferð gegn óþurrkum að eima vatn úr grasi með aðkeyptum hita, og það gildir ennþá meira hérlendis. Eftir mínu áliti komu hey- verlkunaraðferðh' íslenzikra bænda inn á viUigötu með súg- þurrkun, því hún er ein af þess- konar „vinum“ sem vill aUt fyrir mann gera, þegar allt lefk- ur í lyndi; en sem heldur að sér höndum, þegar verst gengur og þykir það óþolandi frekja, ef þá er sótt eftir liðveizlu. AUar vísingalegar rannsókn- ir erlendis og reynsla bænda hérlendis segja ótvírætt að fóðurgUdi grassins varðveitist bezt og ódýrast með að láta gerlastofna, sem breyta sykur- samböndum í mjólkursýnj fá aðstöðu tU að framleiða svo mikinn súr að rotnunargerlar geti ekki þrifist. Þessi sykux- sambönd eru í reynd ekki ann- að en sólarorka, sem blaðgræna plantnanna hefur breytt í fast efni, og sem mjólkursýrugerlar geta breytt í mjólkui'sýru með aðeins 5% afföllum og hún sýgst að verulegasta leyti upp í vömb jórturdýra og kemur að fullum notum í efnaskiptum þeh-ra. Engin hvítur galdur er fólg- inn í því að ná góðu samstarfi með þessum gerlum, til þess' þarf ékki annað en þekkingu á lífskröfum þeirra, og til mun vera fullnægjandi reynsla hjá nokkrum bændum hérlendis, um hvernig bezt sé að súrsa gras undir öllum kringumstæð- um, en sama sem ekkert hefir verið gert til að safna, meta og dreifa reynslu þeirra til annarra bænda. Sama gildir um reynslu erlendra bænda og vísinda- manna, hún hefir sama raun- gildi og sú sem bændur hér hafa aflað, því náttúrulögmál eru eins allsstaðar í heimi. Óþurrkadraugurinn er ein- hver auðsigraðasti smádrýsill hérlendis, en þrátt fyrir það hafa of margir bændur lagzt varnarlithr undir hann, vegna þess, að þeir treystu sér ekki til að festa á hann augun og leggja í hann sumarið 1969. Sama gildir um allan þorra búfræðimenntaðs fólks og „for- ustumanna11 bænda, og þess vegna hefir farið eins og raun ber vitni, og ef ekkert verður gert nú í vetur og vor mun eins fai-a sumarið 1970 í ein- hvei-jum landshlutum, máske í þeim sömu og 1968 og 1969, og með því föllum við á hæfnis- prófinu, sem sker úr um, hvort við höfum það í okkur, sem ger- ir okkur hæfa til að Ufa í þessu góða landi. Slíkt má ekki ger- ast aftur, og ég álít það muni' reynast okkur hagkvæmt og vænlegast til árangurs á þeim stutta tíma sem við höfum til steínu, að kapp verði lagt á að flytja inn reynslu erlendis frá, úr svæðum, þar scm fólkið hefir búið og býr við sömu aðstæður og vandamál og við og hefur sigrazt á þeim. Eftir mínu áliti mun reynast bezt, að Búnaðar- félag íslands útvegi sér sölu- umboð fyrir fræðslurit búnaðar fræðsluþjónustu sem flestra landa, og annarra bóka um súrsun fóðurs, auglýsa þau svo, að það geti ekki farið framhjá nokkrum búmanni, sem kann að stauta sig gegnum bók á ein- hverju erlendu máli, að til er gullnáma, sem hvei-jum manni er frjáls að nema úr; ennfremur þarf sem fyrst að þýða ritið, sem búnaðarfræðsla Skota álít- ur að geti komið bændum í erfiðum kringumstæðum í Há- löndunum, Suðureyjum og Hjaltlandseyjum að sem beztu gagni sem leiðarvísir við súrsun grass, eins nákvæmt og unnt er á íslenzku og sjá um, að því sé komið í hendur aUra bænda fyrir vorið 1970. Eins þarf að kaupa sýningarétt á þeim fræðslukvikmyndum um súrsun grass frá írlandi, Bretlandseyj- um eða Noregi, sem eftir áliti beztu manna þar getur orðið fátækum bændum að sem beztu liði og fá meðfylgjandi erindi þýdd á íslenzku og töluð inn á myndina. Á meðan að því er unnið, verður meirihluti atvinnubú- fræðara að losna við eða fá frest frá skrifstofudundinu svo hægt sé að senda þá í heimsókn til þeirra bænda, sem sýnt hafa í verki, að þeir eru færir um að búa við íslenzkar kringumstæð- ur. Þeir eru fleiri en almennt er áhtið, því það hagar svo undarlega til að atvinnubúfræð arar hafa hingað til reynt eftir getu að komast hjá því að koma í nálægð þeirra, svipað er ástatt með blaðamenn okkar, að undanteknum einum eða tveim, með þeim afleiðingum að bæði staða bænda og þjóðfélagsins í heild er í mörgum tilfellum verri en nokkur gkynsamleg ástæða er til. Á eftir verði þeir kallaðir á vikufundi, á þehn fundum verðru- þeim kennt að útskýra í smáatriðum kennslu- kvikmyndina og látnir segja hver öðrum frá reynslu bænda, er sigrað hafa rosann. Að því búnu verður þeim úthlutað um- dæmum, þar sem þeir eiga að leggja sig fram með að dreifa fróðleik um reynslu dugmestu bænda, bæði hér og erlendis, um hvernig eigi að súrsa gras bezt og hagkvæmast fyrir alla bændur. Ef þessi kynning og fræðsla verður framkvæmd með starfshæfni nú í vetur og vor mun engin bóndi geta sagt með réttu haustið 1970, að það væri veðri eða fáfræði að kenna, að úr grasinu á túninu hans varð lélegt eða ekkert fóð-ur vegna rosa, honu-m og þjóðfélaginu í heild til ómentanlegs tjóns, og það mundi verða honum Ijóst, að til þess að koma því til leið- ar þarf hjá flestum bændum litla aukafjárfestingu, hjá öllum þorra mundi tæknin, sem þeir nota við þurrheysöflun duga, sérstaklega ef sveitabragurinn er það menningarlegur og víð- sýnn, að bændur geta unnið saman. En bændur eru aðeins lítill hluti af þjóðinni og þjóð- félagsvöld þeirra eru harla lítil, þrátt fyrir að örlög þeirra valda örlögum þjóðarinnar, og þess vegna er það nauðsynlegt, að þeir bændur, er vilja nota þekk ingu og kunnáttu, sem vopn gegn því að þeir og þjóðin flosni upp, finni, að þeir eiga bakhjarl og' að barátta þeirra er að ein- hverju metin þeim til virðingar, því ekkert er þyngra hu-grökk- um bardagahæfum stríðsmanni í fremstu víglínu þjóðar sinnar, en að finna, að samhei'jar hans eru orðnir eins og fjandmenn þeirra vilja, að þeir séu, hug- lausir til orustu og deigir í hana, því þá ráða þeir að lok- u-m örlögum hans og þeirra er hann treystu. Þess vegna er það ekki nóg, að bændum verði veitt fræð-sla um hvernig þeir geti unnið sig-ur í baráttu sinni fyrir íslenzku þjóðerni, sem mun lifa jafn lengi og bóndinn getur haldið landinu í byggð, þjóðin öll þarf að vita, að óþurrkadrýsillinn er auðsigrað- ur, ef gengið er að honum með djörfung og kunnáttu, og til þess er sjónvarpið mjög vel fall- ið, því nær allir í þéttbýli geta haft tækifæri, ef vilji er fyrir hendi, til að fylgjast með fræðslu þess, og flestir í sveit- unum. Víða erlendis mun vera hægt að fá til leigu sjónvarpskvik- myndir, sem eiga að sýna bænd um, hvernig þeir geta hag- kvæmast og auðveldast súrsað gras, við getum Hka lært af þeim, því það er hin mesta firra að trúa að óreyndu, að íslend- ingar séu svo illa gefnir, að þeir geti ekkert lært, og að önnur náttúrulögmál gildi hér en er- lendis. Slíkar myndir munu vera til í mörgum löndum, og ég býst við, að ef efíir því verð- ur -leitað muni FAO, landbún- -aðardeild Sameinuð-u þjóðanna, útvega kvikmyndir, se-m eiga við okkar kringumstæður og til hljóta að vera menn, svo les- andi á erlendum málum og þekkjandi á erlendan og ís- lenzkan landbúnað, að þeir séu færir um að flytja svo skýring- ar með þeim, að ekki verður úr allsherjar misskilningur; en Hk legast til árangurs mundi vera, að sjónvarpið gerði út leiðangur til þeirra bænda, sem sýnt hafa í verki, að þeir eru færir um að búa við erfiðastar kringum- stæður, þeirra er að engu getið á prenti og í ræðum mektar- manna, því þrautseig barátta þeirra hefir aflað þeim óvildar og fjandskapar þeirra, er lengst hafa komið á flóttanum, en nöfn og búseta þeirra mundi auð- veldlega finnast við rannsókn á ásetningarskýrslum. Slíkir bændur munu vera í öllum sýslum landsins og ráða yfir allra stærstu búum, en væn -legast til árangurs fyrir heild- ina mundi vera að heimsóttir verði þeir bændur er búa við erfiðust náttúruskilyrði og þess vegna verið haldið útundan í þjóðfélagsþjónustu, en einmitt af þessu tvennu leiðir, að ef þeir kunna að vinna sigur við svo erfiðar aðstæður, ætti það að vera auðvelt fyrir alla aðra bændur með sömu kunnáttu og þei-r, og hana getur sjónvarpið veitt með því að senda Stef-án Jónsson fréttamann og Stefán Aðalsteinsson erfðafræðing á fund þeii'-ra til að ræða við þá um búskap þeirra, og ég býst ekki við, áð þeh' muni setja upp á sig snúð, ef óskað væri eftir liðveizlu, því það er nú einu sinni megin einkenni góðra drengja, að þeir reyna að láta gott af sér leiða, og hvar geta efni, en reyna að gera þjóð sína þeir fundið verðugra viðfangs- færa um að lifa í landi sínu í framtíðinni? □ 5 75 ára afmæli þjóðskáldsins frá Fagraskógi er í dag, 21. janúar í DAG, 21. januar, eru 75 ár liðin frá fæðingu Davíðs Stef- ánssonar, þjóðskáldsins ástsæla frá Fagraskógi við Eyjafjörð. En hann andaðist 1. marz 1964 eftir stutta legu á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri og var jarðsunginn í heimasveit sinni, að Möðruvöllum í Ilörgárdal, 7. marz. Davíð Stefánsson fiá Fagra- skógi kvaddi sér hljóðs meðal skálda árið 1919, með fyrstu ljóðabókinni Svörtum fjöðrum. Hann sló á nýja strengi með þeim hætti, að nálega hverjum manni fannst hann vera sitt skákl upp frá því, enda óum- deilt þjóðskáld íslendinga til dauðadags. KARLAKÓR AKUREYRAR er fertugur um þessar mundir, eða 26. janúar. Fyrsti söngstjóri hans var Áskell Snorrason tón- skáld og hafði hann stjórn kó-rs- ins á hendi til 1942. Þá var Sv-einn Bjannan söngstjóri einn vetur, en þá Áskell Jónsson, sem var söngstjóri til ársins 1965, að undanskil-dum tveim vetrum, er Jón Þórarinsson og Jakob Tryggvason höfðu söng- stjórnina á h-endi. Þá tók Guð- mundur Jóhannsson við og he-f- ur stjórnað kórnum síðan, eða frá 1965 til þessa dags. Odd-ur Kristjánsson var með- al stofnendanna og syngur enn með. Fyrsti einsöngvari ’kórs- ins var Jóhannes Jóhannesson frá Vindheimum, og starfar hann nú m-eð -kórnum. Framan af árum hélt kórinn venjulega einn samsöng á ári hverju en hin síðustu ár eru Hvar sem skáldið frá Fagra- skógi steig í ræðu-stól, varð hátíðastund, fólk Iærði kvæði hans, söng þau og ræðumenn sútna í ljóð hans, þegar vel á til að vanda. Svo er þetta enn og því er skáldið okkur ekki horfið þótt maðu-rinn gengi til feðra sinna tæplega sjötugur að aldri. Davíð var um langt skeið hókavörður Amtsbókasafnsins á Akureyri og heiðursborgari kaupstaðarins. Hann byggði sér hús við Bjarkarstíg og átti þar síðan heima. Það hús er varð- veitt, ásamt öllu, er í þvi var. Þar bjó hann einn, samdi ljóð, sögur og leikrit, yfirgaf glaum heimsins og kau-s einveru, svo árlegir samsöngva-r þrír eða fjórir. Kórinn hefur farið margar söngferðir innanlands og árið 1967 fór hann söngför til Norð- urlandanna. Formaður Karlakórs Akureyr ar, sem telur um 50 söngféla-ga, er Jónas Bjarnason, en Jónas Jónsson kennari var formað-ur lengur en nokkur annar. Ragnheiður Árnadóttir er undirleikaa'i kór-sins nú og ein- söngvarar eru margir. Kórinn hefur á þessum undangengnum fjórum ái'atugum notið margra þjálfara, auk söngstjóranna, en síðustu ár hefur Sigurður D. Franzson verið raddþjálfai'i hans. Um þessar mundir æfir kór- inn af kappi og mun hann halda samsöngva í vor. En afmælis- hátíð 31. janúar fyrir félaga, (Framhald á blaðsíðu 7) sem margir spakvitrir menn og hugsuðir hafa gert bæði fyrr og síðar. Allir fslendingar eiga þjóð- skáldinu frá Fagraskógi skuld að gjalda og Norðlendingar alveg sérstaklega. Þeir uxu af honum um leið og þeir kynnt- ust djarfmælfum drengskapar- manni, sem bæði var aðsóps- mikill og virðulegur, málsvari lítilmagnans, náttúruunnandi og í senn sveitamaður og henns- borgari, töframaðu-r orðsins í Ijóði og lausu máli, svo skáld- perlur hans sindruðu. Því þurfti liann ekki að berjast til ríkis, en virtist borinn til þess, af því þjóðin gaf honum hjarta sitt um leið og hann kvaddi sér hljóðs. Ritverk Davíðs eru allmikil að vöxtum og enn meiri að gæðum. Meðal þeirra er Gullná hliðið, sem fór sigurför á inn- lendri og erlendri grund, eins og sprottið upp úr þjóðtrú og sagnaheimi fólksins. Leikfélag Alaireyrar frum- sýnir annað kvöld, fimmtudag, þetta kunna leikrit skáldsins í tilefni þess, að liðin eru 75 ár frá fæðingu hans. Þökk sé L. A. fyrir að lieiðra minningu þjóð- skáldsins. Leikstjóri er Sig- mundur Örn Amgrímsson, en leikmynd er að mestu gerð eftir tillögum Jóns Þórissonar, leik- myndateiknara Leikfélags Reykjavíkur. Tónlistin er eftir Pál ísólfsson og er hún flutt af Mariu Juttner og Ingimar Ey- dal. — Stærstu hlutverkin eru í höndum Þórhöllu Þorsteins- dóttur (Kerling), Jóns Kristins sonar (Jón kctbóndi), Arnars Jónssonar (Ovinurinnj, Marinós Þorsteinssonar (Lykla-Pétur) og Kristjönu Jónsdóttur (Vil- borg grasakona). □ tilakór Akureyrar 40 ára ión Kjartansson frá Viðarholti. Fæddur 8. maí 1952. Dáinn 14. des. 1969. Kveðja frá foreldrum og ástvinum. Döpur nótt berst að landi fréttin fljótt oft í köldum úthafsbárum okkur veldu-r harmi sáriun oft er dinmit og dauðaliljótt dag og nótt. Geisli skær gegnum myrkrið mikla nær lítið brot af ljóssins geim leifíur skær frá æðri heim gleði okkur gefið fær Guði nær. Leiðin heim liggur opin fyrir þeim sem á æskueldin bjarta auðinn mikla, vor í hjarta viljinn sterki vísar þeim veginn heim. Frjáls þín önd siglir beint að sólarströnd foreldrar þig kveðja kærir kveðjustund þeim huggun færir vita að bíður við þá strönd vinarhönd. Kveðja frá f jölskyldu Halls Sveinssonar. Þitt lif var eins og ljós á grenigrein með gylta stjörnu er skærust Ijómar yfir. En minnu-mst þess um blíðan bcmskusvein er björt og fögur minningin sem lifir. Hafið bláa seiðir margan son, er sækir fram til dáða hverju sinni, en foreldranna er það vissa og von, að vaki Drottinn yfir hvílu þinni. Þó okkur finnist fokið í öll skjól, á feigðarstundu björtust vonin grafin. Þá minnmnst þess að alltaf cru jól einhvers staðar sorg og kvíða vefin. Nú ert þú kominn vinur heill í liöfn á helgum jólurn ljómar gcislinn skæri. Við sendum kveðju en nefnum engin nöfn, náð og friðu-r guðs sé með þér kæri. Svo blessi Drottinn þig um þessi jól og þrýsti upp að náðarfaðmi sínum. Þar færð þú vinur eilíft unaðsskjól og engla birta skín á vegi þínum. Grátum ei þó lífið virðist valt um veröld alla jólaljósin skína. Hjartans þakkir fyrir allt og aHt við eftirlátum guði framtíð þína. H. J.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.