Dagur - 25.02.1970, Blaðsíða 1

Dagur - 25.02.1970, Blaðsíða 1
FILJVIU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LjOSMYNDAVÖRUR FRAMKÓLLUN - KOPIERING Óknyttðfaraldur á Skagaströnd Skagaströnd, 23. febrúar. Helga Björg er að fara á vertíð' suSur. Arnar hefur veriS hér á aSra viku í viðgerS, en er að fara út í dag á togveiðar. Lítið hefm' þv-í verið um vinnu undanfarn- ar tvær vikur. Þegar gefur veiðist vel af rækju og stundar báturinn Guðjón Árnason þann veiðiskap. Stígandi ætlaði á rækjuveiðar, en nú er í ráði að hann verði seldur burtu. Marg- ir hyggjast veiða grásleppu í vor og notfæra sér hátt verð á hrognum, sem nú er í boði. GRAFÍK UM þessar mundir stendur yfir sýning á grafík eða svartlist í kjallara Möðruvalla, M. A. Eru’ það 10 ungir listamenn, sem sýna þar á vegum Myndlistar- deildar Hugins, skólafélags M. A. Er þetta sama sýningin og haldin hefir verið undan- farið í Unuhúsi í Reykjavík við mjög góða aðsókn. Á sýning- unni eru um 30 myndir og allar til sölu. Verð er frá ca. 2—8 þúsund kr. — Sýningin er opin frá kl. 8—10.30 þessa viku og lýkur henni laugardaginn 28. febrúar. Myndlistardeild Hugins. Veður hafa verið sæmileg og gott að komast um héraðið nema hvað er ófært út á Skaga og er búið að vera lengi. Reynt var fyrir helgi að moka Tjarnar brekkuna, en reyndist ekki unnt en olíu vantaði í Höfnum. í vetur hafa verið framin inn brot, þjófnaðir og óknyttir af ýmsu tagi hér á Skagaströnd. Er nú mikil þörf á aukinni lög- gæzlu og þörf á að hafa hér starfandi lögregluþjón, en hér hefur hann enginn verið. Þolir það mál enga bið, eins og ástatt er. íbúar eru á sjötta hundrað í Skagastrandarkauptúni. Kvenfélagið hélt hér nýlega þorrablót í nýja félagsheimilinu og voru þar ýmis heimatilbúin skemmtiatriði. Þótti samkoman takast vel. X. Skíðalyftan í Hlíðarfjalli. (Ljósm.: E. D.) VETRARÍÞRÓTTAHÁTÍÐ I.S.I. 1970 AKUREYRI28. FEBR.-8. MAR2 SETNINGARATHÖFN hátíðar innar hefst með skrúðgöngu við Hafnarstræti 69, (Lón) laugar- daginn 28. febrúar kl. 16.30. Gengið verður til íþróttaleik- vangsins, þar sem setning hátíð arinnar fer fram kl. 17.00. Gengið verður í kirkju kl. 10.30 f. h. á sunnudaginn. Forseti ÍSÍ, Gísli Halldórs- son, setur íþróttahátíðina. — Skráðir keppendur á Vetrar- hátíðinni eru samtals 179. f skíðagreinum 131, þar af 6 er- Rekslur Slippstöðvarinnar h.l. tryggður SLIPPSTOÐIN H.F. á Akur- eyri, sem er hin fullkomnasta hér á landi og hefur skilað verk efnum, sem hafa hlotið almenna viðurkenningu, var byggð upp á skömmum tíma og hefur ver- ið í fjárþröng. Hér á Akureyri hafa verið nefndir tveir aðal- vaxtarbroddar atvinnulífsins, Állramleiðsla í Straumsvík • SNEMMA árs 1967 hófust fyrstu framkvæmdir í Straums- vík, jöfnun lands. Þar var síðan byggð fullkomnasta ’ álverk- smiðja, hvað tæknibúnað snert ir, sem til er nú. Hann leikur 4. marz Fyrsta áfanga verksmiðjunn- ar lauk á síðasta ári og starf- ræ'ksla með fullum afköstufn hófst 25. sept. sl. í haust vqru gerðir samningar um stækkun verksmiðjunnar. Annar áfangi verksmiðjunnar verður tekinn í notkun á þessu ári en sá þriðji og síðasti 1972. (Framhald á blaðsíðu 7) og er annar þeirra Slippstöðin og stálskipasmíðarnar og hins vegar verksmiðjur samvinnu- manna. Mun þetta rétt vera og orkar hvorugt tvímælis. Á árunum 1967 og 1968 var mikill samdráttur bæði í ný- byggingum og viðgerðum fiski- skipa, vegna þrenginga útgerð- arinnar og kom það að sjálf- sögðu hart niður á fjárhag Slipp stöðvarinnai', sem annast alliar algengar skipaviðgerðir. Á síðasta vori voru fjárhags- örðugleikar stöðvarinnar orðn- ir svo miklir, að dómi lána- stofnana (Atvinnumálanefnd ríkisins), að þær töldu sér ekki fært að veita meiri lán, nema til kæmi endurskipulagning fyr irtækisins. Síðan hafa staðið yfir viðræðui' um möguleika á nýskipan þessara mála og niður stöður þeirra eru þær, að hluta féð verður aukið allt upp í 40 milljónir króna en var áður mjög lítið. Samkomulag hefur orðið um, að Akureyrarkaupstaður leggji fram hlutafé, 15 millj. kr., ríkis sjóður 10 millj. kr., Kaupfélag Eyfirðinga 5 millj. kr. (var áður stór hluthafi). Hlutafé fyrri eigenda telst vera 6 millj. kr. (Framhald á blaðsíðu 6). lendir þátttakendur frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, en í skautagreinum 48 talsins. Þátt- tökuaðilar eru þessir. Skíða- greinar: Skíðaráð Akureyrar 36, Skíðaráð Reykjavíkur 22, Skíðaráð fsafjarðar 15, Skíða- ráð Siglufjarðar, Skíðaborg 14, Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands 12, íþróttabanda- lag Ólafsfjarðar 9, Skíflrfélagl Fljótamanna 9, Héraðssamband Þingeyinga 7, Ungmennasam- band Eyjafjarðar 1, frá Noregi 3, frá Svíþjóð 2, frá Finnlandi 1. Skautagreinar: Skautaráð Ak- ureyrar 32, Skautafélag Reykja víkur 16. Skíðamótið fer fram í Hlíðar- fjalli en skautamótið á Krók- e.vri. Iþróttaleikvangurinn, Hlíð arfjall og íshokkysvæðið á Krókeyri verða fánum prýdd og með hátíðasvip þessa viku. Meðal gesta við setningu V etrarhátíðarinnar verður (Framhald á blaðsíðu 5). Ósekkjaðar, ódýrar fóðurvörur LÍTILL snjór er í Reykjadal og Aðaldal, miðað við árstíma, og vegur snjólaus frá Húsavík að Laugum. En klaki er mikill á jörð og mikið af túnum undir svellum, eins og undanfarna vetur. Nú eru naumast vetrar- hlákur, heldur aðeins blotar og við það rennur allt í svell og undir svellunum er gróðrinum hætt. evinga, að flytja ósekkjaðar. fóðurvörur til landsins, gefst vel, því verðið er mun hag- stæðara. Hins vegai- eru bænd- ur yfirleitt ekki undir það bún- ir, að taka þetta fóður til geymslu nema sekkjað. Á þetta o. fl. drap Jón Frið- riksson bóndi á Hömrum í Reykjadal, spurður tíðinda. Q VALKYRJU-kaffi á sunnudaginn Á SUNNUDAGINN, 1. mai'z, er fjáröflunardagur kvenskáta á AkiYreyi'i, sem nefna sig Val- kyrjur og telja nálega tvö hundruð. Valkyrjur bjóða bæjarbúum þann dag upp á kaffi á Hótel KEA kl. 3 e. h. og með því eru heimabakaðar kökur. Þar verð- ur tízkusýning og sportklæðn- aður sýndur og nokkur skemmtiatriði að auki. Aðgangs eyrir er 100 krónur fyrir full- orðna og 50 krónur fyrir börn. Ágóðanum verður varið til að stækka útileguskálann Valhöll í Vaðlaheiði og standa straum af kostnaði við viðgerðir á fé- lagsheimili kvenskáta við Helga magrastræti, sem farið hefur fram. Skátar á Akureyri hafa til þess unnið, að almenningur styðji þá, og á sunnudaginn er tækifæri til þess. Q Verða rækjubátar smíðaðir hér? PHILIP JENKINS heldur píanó hljómleika í Borgarbíói 4. marz kl. 9 e. h. á vegum Tónlistar- félags Akureyrar. Q ÞAÐ hefðu þótt mikil tíðindi fyrir fáeinum árum, að íslend- ingar myndu í framtíðinni taka þátt í samkeppni um smíði fiski skipa fyrir erlendar þjóðir. Sú ei' þó raun á orðin, því að inn- lendar skipasmíðastöðvar hafa nú í athugun útboðslýsingu á hafrannsóknarskipi yrir Chile, meðal þeirra Slippstöðin h.f. á Ak., með smíði fyrir augum. Þá hefur hérlendis vez-ið ‘boð- in út smíði 5 rækjubáta fyrir Brasilíu og var tOboð frá Slipp- stöðinni h.f. á Akureyri lægst. Bátar þessir eiga að vera 50—60 tonn að stærð og byggðir úr stáli. Væntanlegir eigendur þessara 'báta munu síðar hafa breytt útboðslýsingunni, m. a. vilja þeir nú á meiri tækja- búnað en fyrr. Hefim- Slippstöð in á ný sent tilboð í samræmi við breytingarnar. Verður sannarlega fróðlegt að fylgjast með framvindu þess ara máia, svo og öðrum þeim verkefnum, sem kunna að bjóð- ast og iðnjaðarmenn á Akureyri geta unnið með sóma, Q Inflúensan er búin í Reykja- dal, en sumt eldra fólk er þó enn ekki búið að ná sér. í Vestmannsvatni hafa 2—3 menn lagt net undir ís á vetr- um og veitt bleikju, og er sú veiði ekki hafin enn. Eitthvað hefur líka fengizt á dorg síð- ustu árin. Þorrablót var á Breiðumýri á laugardaginn, fjölsótt og fjör- ugt. Nefnd sú, er um það sér kýs á því sarna þorrablóti nefnd til að annast það næstta. Ungmennafélagið Efling er að æfa sjónleikinn „Betur má ef duga skal“ og hefUr fengið leikstjóra að sunnan. Sú nýlunda Kaupfélags Þing Búnaðarþing BÚNAÐARÞING, hið 52. í röð- inni, hófst í Bændahöllinni á mánudaginn. Setti Þorsteinn Sigurðsson forseti B. í. það með ræðu kl. 10 árdegis. Og við það tækifæri flutti Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra ræðu. — Varaforsetar þingsins voru kjörnir þeir Einar Olafsson og Ásgeir Bjarnason. Forseti B. 1. og ráðherr.a ræddu hag og horf ur bændastéttarinnar, en síðan var kosið í fastanendir að venju. Tólf mál lágu fyrir þessu þingi í upphafi. Á Búnaðarþingi sitja 25 fulltrúar. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.