Dagur - 25.02.1970, Blaðsíða 4

Dagur - 25.02.1970, Blaðsíða 4
4 5 wXw^Xv.-lv.-XvXvivXvisvI-.vXvivX:-! viviv.vMÍ-Mv/XvXvXvivX'ivHvíXvX'XvíX'íxý Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. HÚSNÆÐISMÁL MIKLAR umræður hafa orðið um húsnæðismálin að undanfömu í sam bandi við þingsályktunartillögu nokkurra Framsóknarmanna, sem flutt var á Alþingi í vetur. M. a. kom fram, að landsbyggðin utan höfuð- borgarsvæðisins hefur orðið afskipt með fjármagn frá Húsnæðismála- stofnun ríkisins. Á árinu 1969 ráðstafaði hún til húsbyggjenda í landinu 414.7 millj. kr., þar af til höfuðborgarsvæðisins 296.3 millj. I lilut landsbyggðarinn- ar að Suðurnesjum meðtöldum komu því aðeins um 118.4 millj. Þó býr fast að helmingi þjóðarinnar utan höfuðborgarsvæðisins. í Norðurlandskjördæmi eystra komu 35.5 millj., sem skiptist þann- ig: Akureyri 29.3 millj., Húsavík 3.4 millj., Ólafsfjörður 1.5 millj., Dal- vík 510 þús., Hauganes 150 þús., Grenivík 380 þús. og Þórshöfn 150 þús. Alls vom afgreiddar á árinu 1149 nýjar lánsumsóknir, á höfuð- borgarsvæðinu 826, en utan þess 323. Þar af komu í Norðurlandskjör dæmi eystra 114 ný lán, sem skiptast þannig: Akureyri 96, Húsavík 9, Ólafsfjörður 4, Dalvík 1, Hauganes 1, Grenivík 1 og Þórshöfn 1. Bygg- ing umræddra íbúða var hafin á ár- inu 1968 eða fyrr. Á síðasta ári varð mikill samdráttur íbúðabygginga hér í kjördæminu, m. a. mun ekki hafa verið byrjað á nema rúmum 30 íbiiðum á Akureyri. Síðastliðinn sunnudag hafði Morg unblaðið það eftir Gísla Halldórs- syni, borgarfulltrúa í Reykjavík, að á síðustu ámm hafi verið byggt meira af íbúðum í Reykjavík en þörf sé fyrir. íbúðum í borginni hafi fjölgað um 17.5%, en fjölgun íbúa aðeins 6% á sama tíma. 3700 íbúðir voru byggðar, en borgarbúum fjölg- aði um 4700. Á Akureyri og Húsa- vík hefur veríð hlutfallslega meiri fólksfjölgun, en þó miklu minna byggt þar, enda mikil húsnæðis- vandræði á báðum stöðum. Vonir standa til, að skipasmíða- stöðin hér fái næg verkefni, og þarf þá að tvöfalda þann mannafla, sem þar er nú til að nýta þá afkastamögu- leika, sem fyrir hendi eru. Til þess þarf að fá iðnaðarmenn til bæjarins, en íbúðarhúsnæði skortir. SÍS er að reisa stóra sútunarverksmiðju, sem krefst mikils vinnuafls, sem ekki er líklegt að verði fáanlegt nema til komi aðfluttir menn. En þá strand- ar enn á húsnæðinu. Þrátt fyrir ofangreindar staðreynd ir, hafa stjómvöld byrjað á öðmm áfanga byggingaráætlunar í Breið- (Framliald á blaðsíðu 6) Mættum erfiðleikunum með stækkun túna og grænfóðurrækt segir Eggert Ólafsson bóndi í Laxárdal EGGERT Ólafsson bóndi í Lax ái"dal í Þistilfirði og farmaður Kjördæmissambands Framsókn ar í þessu kjördæmi, var hér á ferð fyrir Skömmu. Hann svar- ar nú nokkrum spurningum um búskap eystra. Hvemig hcfur viðrað? Við tókum allt fé á gjöf fyrstu dagana í nóvembermánuði og veturinn hefur verið gjafafrek- ur. En I haust var ásetningur ekki verri en gengur og gerist, svo er eindæma góðu sumiú fyrir að þakka. Hey var ekki flutt til Þistilfjarðar í 'haust, en örlítið milh bænda eystia. Eggert Ólafsson, bóndi. En tún ykkar em enn í sár- um eftir kalárin? Já, megnið af þeim túnum, sem dauðkól 1968, voru lítt til nytja í sumar, nema helzt þar sem rækilega var borið á, þar fékkst talsvert af mjög arfa- blandaðri uppskeru, sem hægt var að verka, sem vothey. En hvemig hafið þið mætt kalárunum? Það vildi svo til, að í hinu mikla kalári, 1968, var óvenju- mikið land í ræktun t. d. í Sval- barðshreppi. Má þar nefna mikla félagsræktun á Garðs- móum, sem er óbeint á vegum landnámsins, 40—50 ha. land, sem orðið er að ttúni. í fyrra og einkum í sumar, var hey af þessu landi mikið bjai-græði. Nokkrir aðrir bændur áttu líka mikið af landi í ræktun ig þessi tún brugðust hvorki 1968 eða 1969. Til var það nú í sumar, að ævintýraleg uppskera feng- ist af 1—2 ára sáðsléttum í tveirn sláttum. Sprettan var ör í sumar? Já, þegar hlýnaði, til merkis um það þroskaðist grænfóðu)r, bæði bygg og hafrar á 70—80 dögum. En það þarf skjót við- brögð til að undirbúa land og sá í það nægilega snemma. En við höfum lært af reynslunni og ef við getum sáð höfrum um miðjan júní, má vænta árang- urs. Við frændur í Dal og Hölti sáðum byggi í 3 ha. og 70—80 dögum eftir sáningu var það orðið mittishátt og byrjað að mynda ax. Þá varð að slá það og þurrka. Á þessu fóðri voru ærnar fóðraðar að miklu leyti hina löngu innistöðu og reynd- ist allvel þótt byggið hrektist dálítið. Hafraræktin er miklu almennari. Og hafrarnir fara í votheys- hlöður? Þeir eru slegnir með sláttu- tætara, fluttir í votheyShlöður, borin í þá maurasýra, eins og við berum í allt vothey og hef- ur þetta heppnazt með ágætum, einnig arfinn hefur verkazt vel. Þið hafið margskonar sam- vinnu? Án hennar er ekki hægt að búa í sveit. Sem lítið dæmi um hana get ég nefnt, að þegar við fengum sláttutætara 1968, tók- um við okkur saman g gerðum út vinnuflikk með 2—3 hey- vagna, álíka margar dráttarvél- ar og fórum bæ frá bæ og hirt- um grænfóðrir í hlöður og það bjargaði uppskerunni áður en snjórinn kom. Bændur verða að hafa samvinnu um svo ótal- margt í búrekstri sínum, auk þess sem oftast er nefnt því nafni, svo sem samvinnuverzl- un. Hafið þið prófað skurð- gryfjur? Það hefur verið gert með góð um árangri og notað plast til að breiða yfir, og hefur það tekizt vel. Þi-jú atriði styðja að lagi sláttutætari, í öðru lagi' íblöndun maurasýrunnar og svo plastið, þegar um frumstæðan útbúnað er að ræða. Hvernig eru svo sauðfjár- afurðirnar hjá ykkur? Þótt sumir álíti, að norðaust- urhorn landsins sé harðbýlt, er því til að svara, að fram til 1949 var ekki kal í túnum nema smá vægilegt, en veðurfarsbreyting- in er aðal ástæðan. Og það, sem styrkir okkur verulega í bú- skapnum er það, hve afurðir hafa verið góðar og batnandi horfur með verð á ull og gær- um. Bændur hafa tileinkað sér þá aðferð, að fóðra vel, fram í græn grös á vorin, og þá getum við treyst því, að dilkarnir bregðast ekki. Mim Þórshöfn hafa verið með hæsta meðalvigt dilka undanfarin haust, hátt á 17. kg. og er þó hálft annað lamb eða meira eftir ána, segir Eggert Olafsson í Laxárdal að lokum og þakka ég svörin. E. D. Fiðlulónleikar DENES ZSIGMONDY Sviðsmynd frá menntaskólaleiknmn. (Ljósmyndastofa Páls) Menntaskólaleikurinn „Axarskall" Á LAUGARDAGINN sýndi Leikfélag Menntaskólans reví- una Axarskaft í Samkomuhúsi bæjarins við góða aðsókn og undirtektir. En revía þessi er gömul, en eitthvað endurbætt eða breytt, höfundur ókunnur. Leikstjórn annast Arnar Jóns- son og Þórhildur Þorleifsdóttir. I.eikhúsið var þétt setið og því vel tekið, er fram fór. Menntaskólaleikirnir eru ætíð kærkomin tilbreyting í þröngu bæjarfélagi, svo ferskir eru þeir jafnan og gaman er að sjá margt nýtt, ungt fólk á fjöl- unum. En verkefnaval er vist Vothey sverkunin er liagkyæm SAGNIR herma, að herir Róm- verja hafi notað vothey handa stríðsfákum sínum og votheys- geymslur hafi verið gerðar við hervegi, þar sem þeir lágu milli heimalands og setuliðs eða víð- stöðva. En franskur maðup.’, Ágúst Goffert að nafni, hefur verið nefndur faðir nútíma vot- heysverkunar og var það um 1870, sem kenningar hans um hana fóru að berast út um norðurálfu og víðar. Hér á landi var byrjað á vot- heysgerð rúmlega áratug siðar. Árið 1883 hófu tveir nafnkunn- ir bændur votheysgerð sam- tímis og héldu henni lengi áfram. Það voru þeir Torfi Æskulýðsdagurinn NÆSTKOMANDI sunnudag 1. marz er hinn árlegi æskulýðs- dagur kirkjunnar. Guðsþjónust ur verða í svo mörgum kirkjum sem kostur er á. Þar verður notað sérstakt messuform, sem byggist á samlestri og virkri þátttöku safnaðanna. Víða munu ungmenni aðstoða við messurnar. Hafa slíkar guðs- þjónustur undanfai-in ár verið fjölsóttar af yngri sem eldri. Æskulýðssamband kirkjunn- ar í Hólastifti hefii’ jafnan geng izt fyrir merkjasölu og fjár- söfnun við kirkjudyr æskulýðs dagana, til styrktar kristilegu æskulýðsstarfi og uppbyggingu Sumarbúðanna við Vestmanns- vatn. í ár mun einnig leitað eftir mikilsverðum stuðningi álmennings, en í breyttu formi. Ungmenni munu ganga í hús Og taka á móti framlögum manna. Afhenda þau kvittun fyrir upphæðunum og gilda þær sem happdrættismiðar. Vinningurinn er flugfar til meiginlands Evi'ópu og heim aftur. Gjafir 300 krónur og þar yfir, eru skattfi-jálsar. Þá munu seld við kirkjudyr á vegum Æskulýðsnefndar kirkjunnar, hefti til kynningar á Biblíunni tekin saman af séra Ingþór Indriðasyni. Á undanförnum árum hefir það verið ómetanlegt, hve allur þorri Norðlendinga hefir stutt starfsemi ÆSK í Hólastifti. Fyrir það er bæði ljúft og skylt að þakka. Jafnframt er þess vænst að fólk beri enn sama hug til æskulýðsstarfsins, og sýni það í verki með því að fjölsækja kirkjurnar og taka með góðvild og rausnarhug fjár öflun dagsins. Stjórn ÆSK í Hólastifti. Bjarnason í Ólafsdal og Eggert Finnsson á Meðalfelli í Kjós. Birtu þeir skýrslur um þetta í Búnaðarritinu. Torfi 1884 og Eggert 1902. Árið 1907 hóf svo Halldór Vilhjálmsson á Hvann- eyri votheysverkun. Birti hann langa og ýtarlega ritgerð um reynslu sína 1916. Búnaðarfélag íslands samdi við allmarga bændur hér á landi um að gera tilraunir og birti skýrslur þeirra. Á öðrum áratug aldar- innar var það von sumra, að þarna væri fundið allsherjar bjargráð, sem duga mundi gegn óþprrkunum hér á landi. Svo kom Hvanneyrarveikin og dró úr bjartsýninni, sem von var. Og staðreyndin er sú, að ennþá er tiltölulega lítill hluti heys verkaður sem vothey. Fyrir 11 árum eða á síðasta Alþingi sem kosið var í gömlu kjördæmunum, fluttu 7 Fram- sóknarþingmenn, þar á meðal þáverandi þingmenn Suður- og Norður-Þingeyinga, tillögu til þingsályktunar um ráðstafanir til að greiða fyrir votheysverk- un og öðrum heyverkunarað- ferðum, sem að gagni mættu koma í óþurrkum. Var tillagan samþykkt. í greinargerð fyrh- tillögunni ræddu þingmennirnir einkum um votheysgerð og töldu hana vera þá heyverkunaraðferð, sem öruggust væri þegar illa viðraði. En sá galli væri þó á, að stundum veiktist sauðfé af votheyi og þyrfti það mál rann- sóknar og leita úrbóta. Notkun maurasýru var þá að byrja hér á landi og vildu þingmennirnir láta athuga, hvort hægt væri að framleiða hana hér á landi. Síðan þingmennimir sjö fengu tillögu sína samþykkta á Alþingi fyrir rúmum áratug, erfitt hverju sinni og mun vönt un á góðum leikhúsverkum einn mesti Þrándur í Götu víða um land. Revía Leikfélags Menntaskólans ber því raunar vitni að þessu sinni. En enn munu margir geta skemmt sér kvöldstund með nemendum M. A. í Samkomuhúsinu, en þar koma yfir 20 nemendur fram. SÍÐASTLIÐIÐ fimmtudags- kvöld fóru fram í Borgarbíói þriðju tónleikar Tónlistarfélags Akureyrar á yfirstandandi starfsári. Denes Zsigmondy lék á fiðlu við píanóundirleik eiginkonu sinnar Annelise Nissen Zsig- mondy. Á efnisskrá voru fiðlusónötur eftir L. V. Beethoven, W. A. Mozart og Joh. Brahms ásamt Tzigane, konsertrapsódíu eftir M. Ravel og ungverskum döns- um eftir Béla Bartok. Að lok- um voru flutt tvö aukalög, Melody eftir Prokofiev og Scherzo eftir Stravinsky. Denes Zsigmondy er ung- verskur að þjóðerni og hlaut menntun sína í Búdapest m. a. við Franz Lizst Akademíuna. Hann kom fram á tónleikum þegar á barnsaldri og sín fyrstu verðlaun fyrir fiðluleik hlput hann aðeins fjórtán ára að aldri. Síðan hefur för hans um tón- leikasali víðsvegar um heim verið ein óslitin sigurganga. Hann hefur um alllangt skeið verið búsettur í Þýzkalandi. Ekki leyndi það sér, er fyrstu hendingar hinnar ástifðufullu Aðalfundur IÐJU - félags verksmiðufólks á Ák. hefur nokkuð verið byggt af votheysturnum og margir vot- heysgerðarmenn nota rnaura- sýru. Einstöku menn reyna nýja aðferð samkvæmt erlendri fyrirmynd, sem þar hefur um langt skeið vel "gefizt. Og þar þarf hvorki dýra turna eða gryfjur. Allmargir norðlenzkir bændur notuðu í sumar þessa aðferð, einkum fyrir saxaða hafra. Þessi aðferð hefur verið nefnd skurðgryfjuaðferðin. En oftast er ekki um annan um- búnað að ræða en lauslegan uppslátt, stundum við hús- eða hlöðuvegg, en plastdúkur notað ur sem yfirbreiðsla. Engin heyverkunaraðferð er eins ódýr, nema þegar „heyið þom- ar á ljánum,“ eins og kallað er í þurrkatíð, og efnatap í hey- inu er lítið. En vinna við að gefa þetta hey er auðvitað nokkur. Virðist landbúnaðarráðuneyt ið og fræðimenn í landbúnaðar málum naumast hafa 'haldið uppi eins ötulli forystu í þessu efni og æskilegt hefði verið, og er reynslan frá síðasta sumri vottur þess. Ætla má, að Búnaðarþing, sem nú er að hefjast, gefi því gaum, hvað unnt er að gera og reynsla þeirra bænda, sem tek- izt hefur að gera heyverkun á búmn sínum óháðari veðráttu en almennt gerist, bendir ótví- rætt til. En þessa reynslu þarf að kynna rækilega, því enn geta rigningar eyðilagt mikinn hluta af heyfóðri bænda í heilum landshlutum, ef ekkert er að gert. í því sambandi er ástæða til að vekja athygli á þarfri hug- vekju Einars Petersens á Kleif í Árskógshreppi, er nýlega birt (Framhald á blaðsíðu 7). AÐALFUNDUR Iðju, félags verksmiðjufólks, Akureyri, var haldiim sl. sunnudag að Bjargi. Stjórnin var öll endurkjörin, en hana skipa: Jón Ingimars- son formaður (nú í 25. sinn), Helgi H. Haraldsson varaform., Páll Ólafsson ritari, Þorbjörg Brynjólfsdóttir gjaldkeri og Hallgrímur Jónsson meðstjórn- andi. Á fundinum var m. a. gerð sú breyting á reglugerð sjúkra- sjóðs félagsins, að dagpeninga- greiðslur í sjúkdóms- og slysa- tilfellum voru hækkaðar úr kr. 100.00 á dag í 150.00 á dag, og er lengst greitt í 6 mánuði. I skýrslu formanns kom í ljós, að árið sem leið var nokk- uð gott atvinnuár fyrir iðn- verkafólk, þótt ekki liti glæsi- lega út, eftir hinn hrikalega bruna á Iðunn og Gefjun í byrj un ársins 1969. Rættist furðu vel úr þeim erfiðleikum, og gekk uppbyggingarstarfið bæði fljótt og vel. Þá var hafin bygg- ing á stórri og mikilli sútunar- verksmiðju, sem bætti verulega atvinnuhorfur og atvinnuvonir. Aftur á móti færði liðið ár öllum launþegum vaxandi dýr- tíð, og hafa umsamin launakjör stöðugt farið minnkandi, og rýrna með hverjum deginum sem h'ður, og sér vist enginn fyrh’ endan á þeirri óheilla- þróun. Atvinnuleysisbætur voru greiddar til iðnverkafólks á ár- inu um 2.5 millj. króna. Hagnaður félagsins á árinu (allir sjóðir var kr. 1.291.865.56. Félagsmannatal var í árslok 679. Félagsstarfið var gott á árinu, m. a. farnar 3 skemmtiferðir sl. sumar. Orlofshúsin vel sótt. Fé- lagsfundir 4, stjónarfundir 10, og stjórnar- og trúnaðarráðs- fundir 2. „Aðalfundur Iðju, félags verk smiðjufólks á Akureyri, hald- inn 15. febrúar 1970, skorar á Alþingi og ríkísstjórn, að koma því til leiðar, að bætur Almanna trygginga, fjölskyldubætur, elli og örorkulífeyrir, svo og aðrar bætur, verði hið fyrsta hækk- aðar stórlega, og þá einnig dag- peningagreiðslm- í sjúkdóms- og slysatilfellum.“ „Aðalfundur Iðju, félags verk smiðjufólks á Akureyri, hald- inn 15. febrúar 1970, mótmælir harðlega þeirri ákvörðun ríkis- stjórnar og Alþingis, að hækka söluskattinn um 3.5% vegna tollalækkana af völdum EFTA- aðildar. « Bendir fundurinn á það hróp andi óréttlæti, að mæta tolla- lækkun á hráefnum, vélum, byggingarefni og annarra skyldra vöruflokka, auk ýmis- konar lúxusvara, með því að leggja jafnan söluskatt á brýn- ustu lífsnauðsynjar almennings, sem hlýtur að stórhækka dýr- tíðina í landinu og kemur þyngst niðhr á þeim, sem minnsta hafa kaupgetuna og fyrir flestum að sjá. Skorar fundurinn á Alþingi og ríkisstjórn, að grea tafar- laust ráðstafanir, sem duga til að létta af almenningi þessum óréttmætu álögum og firra með því fjölda alþýðuheimila vand- ræðum.“ □ - VETRARIÞROTTAHATIÐIN A AKUREYRI (Framhald af blaðsíðu 1). menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason. Bæjarbúum óg bæjargestum til ánægju, skemmtunar og há- tiðabrigða verður auk skíða- og skautamótsins margþætt kvöld- skrá. Sýning á munum og mynd- um o. fl. frá gömlum og nýjum tíma verður opin alla vikuna i Landbankasalnum. Dagblað verður gefið út há- híðadagana. Meðal efnis verður. ágrip af sögu skíða- og skauta- íþróttarinnar, úrslit móta, við- töl við ýmsa af forystumönnum íþróttamála o. fl. Pósthús verður sérstakt vegna hátíðarinnar og opið sem hér segir: Laugardag 28. febr. kl. 1—4 á póststofunni, sunnu- dag 1. marz kl. 2—6 í Skíða- hótelinu, alla virka daga vik- unnar kl. 3—5 í Skíðahóteli, sunnudag 8. marz kl. 2—5 í Skíðahóteli. Seld verða m. a. áprentuð umslög og kort, og sérstakur dagstimpill notaður. Skrautsýning (blys og flug- eldar) verður í Hlíðarfjalli seinnipart sunnudags 1. marz og einnig verður mikil flugelda sýning á Íþróttaleikvanginuíh \4ð lokfsthöfn hátíðarinnar, sunnudaginn 8. marz. Skákmót hefst laugardaginn 28. febr. kl. 20 að Varðborg og stendur alla vikuna. Meðal þátt takenda er Guðmundur Sigur- jónsson skákmeistari. Sjónleikurinn „Gullna liliöið“ verður sýndur á þriðjudags- kvöld. Píanókonsert verður fluttur á miðvikudagskvöld. Philip Jenk ins leikur. Fimmtudagskvöld hefst bridgemót, sem er opið mót. Þriðjudagskvöld verður verð launaafhending fyrir unglinga- greinar og dansleikur í Sjálf- stæðishúsinu, einnig verður unglingadansleikur í Sjálfsttæð ishúsinu á miðvikudagskvöld. Almennar skemmtanir verða í Sjálfstæðishúsinu sunnudag- inn 1. marz og fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld með mjög fjöl- breyttri skennntiskrá. Verðlaunaafliending í skíða- og skautagreinum fullorðinna fer fram í kaffiboði í Sjálfstæð- ishúsinu sunnudaginn 8. marz kl. 20. Dagmiðar á kr. 50.00 fyrir fullorðna og kr. 25.00 fyrir böm verða seldir að skiða- og skauta! mótunum, þá einn miði sem gildir alla daga að íþróttamót- um hátíðarinnar og kostar kr. 250.00. Minjagripir af ýmsu tagi verða til sölu yfir hátíðina m. a. á mótsstöðum. Frá 23. febrúar til 8. marz verður upplýsingaskrifstofa Vetraríþróttahátíðarinnar í Kaupvangsstræti 4, 2. hæð, sími 1-27-27. Skrifstofa skíðamótsins verð- ur í Skíðahótelinu, sími 1-29-30. Tveir forystumenn skíðamála frá Norðurlöndum, þeir Sigge Bergmann frá Svíþjóð og Andreas Nærstad frá Noregi verða gestir á hátíðhmi. (Fréttatilkynning) c-moll sónötu Beethovens upp- lukust áheyrendum, að þar hélt sá á hljóðfæri, er valdið hefur. Undirleikarinn átti þar einnig stóran hlut að máli, en hún er að sínu leyti ágæt listakona á sitt hljóðfæri. Er skemmst frá að segja, að leikur þeirra er með þeim ein- dæmum samstilltur, að það er líkast því sem þar fari einn mað ur þrátt fyrir sérlega sterkt svipmót hvors um sig. Denes Zsigmondy ræður fyr- ir fágætum fiðlutóni, sem hann gæðir óvenjulegri fyllingu og ríkum blæbrigðum. Þarna geisl aði allt af lífi, aridríki og fun- andi skapi, en jafnframt ríkti hin fegursta listræn hófstilling, og mætti ég þar nefna flutning þeirra á sónötu Brahms. Efnisskráin var svo listilega samansett, að um það eitt mætti skrifa þó nokkuð mál, en það er annað, sem mér er ofar í huga af þessu tilefni. Aðsóknin var sumsé í meira lagi dræm rétt einu sinni. Hverju sætir það, að Akur- eyringar eru svo daufir í dálk- inn sem raun ber vitni? Er það að verða öldungis vonlaust fyr- irtæki að efna til tónleika hér í bæ? Nær það ekki að vekja minnsta áhuga, er slíkt afburða listafólk ber að garði? Ég held, að þeir sem um tón- listai’mál fjalla verði nú að fara að velta því fyrir sér í fullri alvöru, hverjar orsakir liggi að baki þessari deyfð og sömu- leiðis hvernig bezt mætti þoka framkvæmdum í þessum efn- um í eitthvert vænlegra horf. Að þessu sinni var valið fimmtudagskvöld til tónleika m. a. með tilliti til þess, að ekkí ríður „plágan“ húsum manna þau kvöld svo sem kunnugt er, en ég held mér sé óhætt að full yrða, að sjaldan hafi Borgarbíó verið öllu þunnskipaðra á tón- leikum. Hve lengi verður hægt að halda þeirri starfsemi áfram að ráða hingað fólk til að leika listir sínar yfir örfáum tugum áheyrenda í tíu þús. manna bæ? Hve lengi mun Tónlistarfélag Akureyrar endast til að klóra í bakkann við þessar undir- tektir? , Því er ekki að neita, að hér á Akureyri örlar annað slagið á dálítilli foi-pokun, sem kemur m. a. fram í fálæti og allt að því neikvæðri afstöðu gagnvart að- fengnum kröftum hversu góðir sem þeir kunna að vera. Telja menn þá væntanlega, að menningarlífi á staðnum sé svo vel borgið, að enginn sér- stakur fengur sé að slíkujn heimsóknum. Það er einnig líkast því, að fólk hafi slíkan beyg af tónlist, að það sjái þann kost vænstan að koma þar hvergi nærri, einkum ef minnsti grunur leik- ur á því, að um góða tónlist og vandaðan flutning sé að ræða. Það hefur ekki tekizt að vekja almennan, stöðugan áhuga með al fólks á því að hlýða á tón- list. Mætti ýmislegt ræða í því sambandi, sem ekki er unnt að fara út í að þessu sinni. Mér er það vel ljóst, að hér stoðar enginn samanburður við aðra t. d. þjóðir, sem eiga langa og rótgróna tónlistarhefð að baki, en mér er samt nær að halda, að tónlistarmálin hér standi öllu lakar en sanngjarnt og eðlilegt væri að gera ráð fyrir. (Framhald á blaðsíðu 2) - Barnaverndarfélagið (Framhald af blaðsíðu 8). Guðmundur Karl Pétursson ræddi einnig um byltinguna í vestrænum þjóðfélögum, hvað snerti stöðu konurinai’. En hingað til hefði enginn getað komið í stað móður og tekið að sér hlutverk hennar. Hann vítti mjög þá tízku, að byggja slík heimili, er ekki væru fyrst og fremst ætluð fjölskyldu og heimilislífi, svo sem nú væri of algengt meðal borgaranna. Nokkrir félagar Karlakórs Akuz-eyrar sungu ættjai'ðarljóð o. fl. undir stjórn Sigurðar Sig- ui'ðssonar frá Landamóti. — Félaginu, bárust heillaskeyti. Barnaverndarfélag Akui'eyr- ar hefur til þess unnið hér á Akureyri, að þess sé minnzt og störf þess bökkuð. Til hamingju með 20 ára afmælið. □ Guðrún Sofíía Anfonsdótfir Fædd 24. október 1942. — Dáin 6. febrúar 1970. ELSKU DIDÐA MlN. Þessar fátæklegu línur eiga að bei'a þér mína hinztu kveðju. Ég átti svo bágt með að trúa því að þú værir hoi'fin. Þú komst til mín í sumar og vai'st þá svo hress og kát og þá varst þú á leið til að afla þér meiri menntunar. Ég sagði við þið þá að mér fynd ist þú dugleg að ætla að fara að drífa þig í Kennaz'askólann. Þá sagðh' þú þessi oi'ð sem ég- gleymi ekki. Loksins eygi ég möguleika til að sjá fyrir mér sjálf. Ég þarf ekki lengur að hlakka til að fá bréfin þín semi glöddu mig svo mikið. Þau voi'U alltaf full af góðum óskum mér og minni fjölskyldu til handa. Aldz-ei talaðir þú um þín veik- indi þótt þú værir búin að ganga í gegnum svo mikið á ekki lengri ævi. Þó ég syi'gi þig sárt elsku vinkona og finnist tómlegt að geta ekki hitt þig lengur þegar ég kem á okkar gömlu bei'nskuslóðir, þá hugga ég mig við að nú ert þú búin að fá bót meina þinna. Og eins veit ég að þú fæi'ð góða heimkomu, þú vai'st alltaf svo góð. Ég vottai foreldrum þínizm og systkinum mína innilegustu samúð í sorg þeirra. Vinkona.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.