Dagur - 25.04.1970, Blaðsíða 4
4
o
SkrifstofuT, Hafnarstræti 90, Akureyri
Simar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
HRINGBRAUT
AÐAL VEGIR landsins eru flokk-
aðir í hraðbrautir, þjóðbrautir, lands
brautir og þjóðvegi í þéttbýli. Lands
brautir eru lengstar eða 5621 km.
Næst koma þjóðbrautir, sem eru
2756 km., þá 334 km. hraðbrautir
og 96 km. þjóðvegir í þéttbýli. Sam-
tals eru þetta rúmlega 8808 km.
langir vegir um okkar stóra land,
samkvæmt skýrslum vegamálaskrif-
stofunnar í árslok 1968. En fólkið í
landinu spyr ekki um nöfn á vegum,
lífæðum þjóðarinnar, heldur um
það, hvort þeir þjóni samgöngu- og
flutningaþörf á landi. Því miður eru
vegir á íslandi flestir þannig, að í
vegamálum er landið vanþróað.
Mjóir moldar- og malarvegir full-
nægja engan veginn kröfum þeirra
samgöngutækja, sem keypt hafa ver-
ið til landsins fyrir of fjár, og þeir
eru heldur ekki við hæfi blómlegra
byggðarlaga með mikla vega og sam-
gönguþörf.
Nú fer sá tími í hönd, er ætíð sýn-
ir gleggst veikleika hinna íslenzku
vega, þegar klakinn og vorhlýindin
takast á, og þeir fulhiægja ekki þeim
kröfum, sem gera verður til þeirra
fyrir þau farartæki, sem framleidd
eru fyrir góða vegi, en er hér á landi
stefnt á vegi, sem naumast yrðu tald-
ir í tölu bílvega í nokkru nálægu
landi.
Aðeins lítill hluti af tekjum ríkis-
ins af innflutningi bifreiða og ann-
ars, sem til reksturs jreirra þarf,
rennur til bættrar vegaþjónustu hin
síðari ár, og kemur |>að fram í bág-
boinu vegaviðhaldi og litlum ný-
byggingum vega. Þetta er röng
stefna í vegamálum. Borgarar þessa
lands eyðileggja hin dýru og nauð-
synlegu faiartæki sín á skömmtun
tírna á hinum vondu vegum og 95
ár voru óbrúaðar 1969.
Gísli Guðmundsson og fleiri Fram
sóknarmenn fluttu nýlega á Alþingi
tillögu til þingsályktunar um lagn-
ingu vandaðrar hringbrautar xun
landið, sem við ]>að sé miðuð að vera
fær allt árið, og liggi svo sem unnt
er um byggðir. Til þessa verði tekin
ríkislán, bæði innlend og erlend.
f greinargerð segir m. a., að með
þessari tillögu sé að því stefnt, að
horfastt í augu við verkefni, sem
ekki sé unnt að komastt hjá. Hér
megi tímabundnir erfiðleikar í
stjómarfari og efnahagslífi ekki
hindra framkvæmdir og er það bæði
rétt og satt. □
Valtýr Þorsteinsson,
útgerðarmaður
NOKKUR KVEÐJUORÐ
VALTYR Þorsteinsson utgerð-
armaður á Akureyri andaðist í
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur
eyri 10. apríl sl., var jarðsettur
frá Akureyrarkirkju 18. sama
mánaðar að viðstöddu fjöl-
menni, og var kista hans þakin
blómum. Með honum er geng-
inn einn af mestu athafnamönn
um Norðurlands.
Valtýr fæddist á Rauðuvík á
Árskógssti'önd 23. apríl alda-
mótaárið, elztur 10 systkina.
Foreldrar hans voru, Þorsteinn
Þorsteinsson á Rauðuvík, Vig-
fússonar frá Hellu, og móðir
hans var Valgerður Sigfúsdótt-
ir, Kristjánssonar frá Bragholti.
Móðurmóðir Valtýs var Svan-
hildur Jóhannsdóttir frá Selá
og' dvaldi hún til æviloka hjá
foreldrum Valtýs, en þau
bjuggu lengst á Litlu-Hámund-
arstöðum á Árskógsströnd með
sinn stóra barnahóp. Hann var
bóndi þar en stundaði einnig
sjósókn og mun það hafa verið
honum meira að skapi. Og með
honum fór Valtýr fyrstu róðr-
ana, ungur að árum.
Við Valtýr ólumst upp í sama
túni og er skammt milli bæja.
Vegna aldursmunar vorum við
þó ekki leikbræður, en vel man
ég hann sem ungan mann, prúð
an, hláturmildan og Hfsglaðan.
Hann var verkhagur svo af
bar, bæði á sjó og landi, stund-
aði öll algeng störf er atvikin
lögðu honum í hendur og var
snemma talinn mikið manns-
efni og gott. Einu sinni var
hann kaupamaður hjá Einari
bónda á Osi. Á þeim árum og
lengi siðan var hann organisti
í Stærra-Árskógskirkju og veg
ir ógreiðir. Þá lagði Valtýr á
vekringinn Dreyi-a, er jafnan
skilaði honum á kirkjustað í
tæka tið.
Valtýr nam ekipasmíðar, fyrst
hjá Þorsteini afa sínum á Rauðu
vík en síðan hjá Gunnari Jóns-
syni á Akureyri og einnig lærði
hann vélstjórn. Hann kvænt-
ist eftirlifandi konu sinni, Dýr-
leifu Olafsdóttur frá Steinkoti,
1922 og ári síðar fluttu þau ti-1
Akureyrar en hófu búskap á
Rauðuvík 1929 og áttu þai-
heima til ársins 1943, er þau
fluttu á ný til Akureyrar og
dvöldu þar síðan.
Á Rauðuvík stundaði Valtýr
sjóinn, ásamt ofurlitlum búskap
en vann löngum að bátasmíð-
um. Mátti segja, að ætíð stæði
bátur á stokkum á Rauðuvík
og 26 ái'abáta og ti'illubáta mun
hann hafa smíðað, og þótti hann
hagur bátasmiður, eins og
frændur hans fleiri á þeim slóð
um. Og jafnan hafði hann sjálf-
ur eftirlit og umsjón með smiði
báta sinna og skipa síðar á
ævinni, bæði innanlands og
utan, er hann hóf útgerð í
stærri stíl. En áaið 1936 smíðaði
hann, ásamt Kristjáni Nóa
skipasmið á Akureyri, bátinn
Gylfa. Þegar hann var sjósettur
kvað Kom-áð Vilhjálmsson vísu
þessa:
Sigldu hlaðinn heill frá bæ
hljóttu dýra fengi.
Gylfa fylgi gæfa á sæ
gangi vel og lengi.
Og gæfan fylgdi Gylfa og
öðrum bátum Valtýs, sem urðu
bseði fleiri og stærri er tímar
liðu. En til marks um útgerðina
má nefna, að eitt sinn voru bát-
ar Valtýs fimm við veiðar sam-
tímis. En þrjú fiskiskip átti
hann um það er lauk: Akra-
borg, Olafs Magnússon og Þórð
Jónasson. En hann átti líka
síldarsöltunarstöð á Raufarhöfn
og aðra á Seyðisfirði, en einnig
hraðfrystihús þar. Sem að lík-
um lætua' hafði hann löngum
fjölda fólka í vinnu og var með
stærstu atvinnui-ekendum í út-
gerð og' útflytjendum saltsíldar
um árabil.
Þegar sildin tók að fjarlæg-
ast fyrri veiðistöðvar, undir lok
þessa áratugar-, brá Valtýr á
það 3'áð, að taka stórt flutninga-
skip á leigu, sendi það á fjarlæg
mið, norður undir Svalbarða
ásamt síldveiðiskipunum sín-
um. Flutningaskipið tók á móti
aflanum og síldin var söltuð þar
um boi'ð en síðan flutt á sölt-
unarstöðina á Raufaihöfn til
flokkunar. Þetta var nýjung,
sem vakti verðskuldaða athygli
og gafst vel. í þessari tilraun
voru „sjósaItaSar“ 7.500 tunnur
af ágætri síld, en sýnt og sannað
um leið, að það er hvorki nauð-
synlegt eða skynsamlegt að
ýlda hina ágætu sjávarvöru um
borð í veiðiskipum þótt aflann
þuxfi að sækja á fjarlæg mið.
Á meðan þau Valtýr og Dýr-
leif bjuggu á Rauðuvík, var
hann kosinn oddviti sveitar
sinnar. Þá var byggður þar
myndarlegur bamaskóli, sem
jafnframt var félagsheimili.
Kom þá vel í ljós, hve Valtýr
var öðrum fremri um úrræði og
áræði. Síðar á ævinni var hann
kjörinn til margskonar starfa í ,
sjávarútvegsmálum. Hann átti
sæti í verðlagsráði sjávarútvegs
ins, í stjórn Landssambands ís-
lenzkra útvegsmanna, var í
Síldarútvegsnefnd, foi'maður
Utvegsmannafélags Eyjafjarð-
ar o. s. frv.
Börn Valtýs og Dýrleifaa*
voru: Hreiðar, sem um langt
árabil var önnur hönd föður
síns og heldur útgerðinni áfram,
kvæntur Elsu Jónsdóttur Níels-
sonar, og Valgerður Þóra, gift
Haraldi Valsteinssyni banka-
manni á Akureyri, en hún and-
aðist 1960.
Valtýr Þorsteinsson var þrek
legur maður og gerðarlegur,
bar ekki tilfinningar sínar eða
fyrirætlanir á torg, stefnufast-
ur, hygginn og heppinn, glaður
jafnan í viðræðum, skrumlaus
maður og fumlaus og gekk heill
að hvei-ju starfi. Um hann sagði
einn af skipstjórum hans: Hann
tók alltaf jafn vel á móti okkur
þegar við komum í land, hvort
sem við vorum með mikinn eða
lítinn afla, og hann hafði jafnan
gamanyrði á vör.
Hinn vökuli og atorkusami
útgerðarmaður lagði fram alla
krafta sína, reynslu og þekk-
ingu í starf sitt, óx með verkum
sínum, var umhverfi sínu afl-
gjafi og atvinnuveitandi og fjöl
mennum vinahópi fyrirmynd
um dugnað, bjartsýni og æðru-
leysi.
Um leið og ég þakka bæði
eldri og yngri kynni, nú við
leiðarlok, og kveð hann hinztu
kveðju, votta ég ástvinum hans
innilega samúð.
E. D.
EF Valtý Þorsteinssyni hefði
enzt líf og 'heilsa, hefðu fjöl-
skylda hans, vinir og kunningj-
ar samfagnað honum á sjötugs-
afmæli hans á sumardaginn
fyrsta, 23. apríl síðastliðinn.
Hann var fæddur að Rauðuvík,
Árskógshreppi, árið 1900, og
fylgdi því 20. öldinni — og það
í meira en einum skilningi. Þess
ir áratugir hafa verið einhverj-
ir mestu byltinga- og framfara-
tímar íslenzkrar atvinnusögu —
ekki, sízt í sjávarútvegi — og
Þorstesnn Valtýr Þorsteinsson
KVEÐJA FRÁ
ÚTVEGSMANNAFÉLAGI EYJAFJARÐAR
VIÐ fél&gar þínir í Útvegsmannafélagi Eyjafjarðar viljum
votta þér þakklæti og virðingu, er leiðir skiljast um sinn.
Við munum ávallt minnast dugnaðar þíns að hvei'ju sem
þú gekkst, lipUrðar þinnar og lægni við lausn á erfiðum
málum. En hugþekkust verður okkur minningin um þína
góðu og prúðu skapgei-ð. Alltaf varst þú léttur í lund og
með gamanyrði á vörum, þótt á móti blési. Við þökkum
fyrir það að hafa átt þess kost að kynnast og starfa með
þér. Lífsreglu þinni var vel lýst í eftirfarandi vísu:
Gott er að hafa létta lund
leika sér og hlæja.
En ekki lífsins stuttu stund
að stynja og vera að æja.
Eftir að heilsan bilaði var lundin þín létt svo lengi, sem
kostur var. Þó var ekki auðvelt fyrir mann með þína miklu
starfslöngun að geta ekki starfað eins og hugurinn þi'áði.
Um leið og við þökkuim fagrar minningai- um samskipti og
samverustundir, biðjum við Guð að blessa framtíð þína.
Eftirlifandi konu þinni, syni og öðrum ástvinum vottum
við innilega samúð.
þegar sú saga verður skráð af
þeim sem bezt til þekkja, er
varla áhorfsmál að þar verður
nafn Valtýs Þorsteinssonar ofar
lega á blaði. Mikið vatn hefur
runnið til sjávar síðan Valtýr
lét úr vör í Rauðuvík á litlum
eyfirzkum farkosti, nokkru upp
úr aldamótunum — en þar
kunna aðrir betur frá að segja.
En það er Ijóst öllum þeim fjöl-
mörgu, sem til þekkja, að fáir
fslendingar eiga þar merkilegri
sögu en útgerðarmaðui'inn Val-
týr Þorsteinsson. Með einstöku
þolgæði, ósérplægni og dugn-
aði, byggði Valtýr upp atvinnu-
rekstur á sjó og landi, sem veitt
hefur ótöldum fjölda manna um
allt land atvinnu og arð, og skap
að þjóðarbúinu verðmæti, sem
vart verða metin í krónum.
Jafnan var hann sjálfur fremst-
ur í flokki og hlífði sér 'hvergi
— allt fram undir hinn síðasta
dag, er heilsan brast. Þrátt fyrir
langvanandi og erfið veikindi
hin síðari ár, stjórnaði hann
atvinnurekstri sínum með þeirri
seiglu og dugnaði, er fáum er
lagin, og lét sig ekki muna um
að ferðast fram og aftur um
landið, meira af vilja en mætti.
Verður það mörgum minnis-
stætt er til þekktu.
Frá því ég kynntist Valtý,
hefur mér oft fundizt, að í skap
höfn hans væri að finna marga
af hinum beztu eiginleikum
hins íslenzka athafnamanns. Þó
að hann væri stundum hrjúfur
á ytra borði, sló undir hlýtt
hjarta. Allra vanda vildi hann
leysa, og það var jafnt undir-
mönnum sem samstarfsmönn-
um vel Ijóst. Dugnaðurinn og
kjarkurinn átti sér fá dæmi og
sýndarmennska var alls fjarri.
Valtýr var einn þeirra manna,
sem treysta sér sjálfum framar
öllu öðru og vildi hvorki binda
sig stjórnmálaflokkum, stofnana
valdi né pólitískum stefnum,
Hann var einn þeirra manna,
sem vilja standa og falla með
eigin verkum, og því andlega
sjálfstæði hélt hann alla tíð. Að
því leyti skar hann sig úr fjöld-
anum. Um leið og hann var
manna ósérhlífnastur, var hann
j'firlætislaus í alh-i framkomu
og skapaði sér hvarvetna traust,
Það segir e. t. V. meira en flest
annað um Valtý, að hann átti
sér enga óvini, en vinir lians
voru margir af öllum stéttum
og á öllum aldri. Og með störf-
um sínum fyrir íslenzkan sjáv-
arútveg á stærsta byltingar-
skeiði hans, hefur hann unnið
sér veglegri sess sem' 20. aldar.
maðuir en flestir samferðamenn
hans — þó að síðar væi'u
fæddir.
Það er mikil huggun við lát
Valtýs, að við störfum hans tek
ur einkasonur hans, Hreiðar.
Engum treysti hann betur — og
enginn er líklegri til að halda
á lofti merki Valtýs frá Rauðu-
vík. Um leið og hann er syt'gð-
ur, gleðjast vinir hans yfir því,
að merki hins eyfirzka athafna-
manns fellur ekki. ......
Heimir Hannesson.
MINNINGARORÐ:
Úlafur Magnússon,
KVEÐJA FRA FRAMSÓKNARMÖNNUM
í ÁR munu 15 íslenzk ungmenni
fara utan, sem skiptinemar 'is?
lenzku þjóðkirkjunnar. En hing
að til lands koma 8 frá Banda-
ríkjunum, Hollandi, Brasilíu,
Frakklandi og Þýzkalandi. Þeir,
sem áhuga hafa á því að gréiða
götu hinna erlendu skiptinema,
ættu að hafa samband við sókn
arpi'esta sína, sem veita nánai'i
upplýsingaj.-. • . - - □
MEÐ Ólafi Magnússyni sund-
kennara er fallinn í valinn einn
hinn mætasti borgari Aku-r-
eyrarbæjar, maður vel virttir
og að öllu góðu kunnur fyxir
störf sín, prúðmenni í fram-
göngu svo að eftir var tekið.
Snyrtimennska og reglusemi
voru hönum í blóð borin. Hann
var einn þeirra manna, sem
alltaf var eins og sparibúinn,
hverju sem hann klæddikt.
Gerði hann þó enga tilraun til
þess að berast á. — Þannig
þekktu samborgarar Ólaf Magn
ússon. Þannig var hann í ytra
fari.
En Ólafur Magnússon var
meira en á ytra borði. Hann
var mjög-, j,-sinnugur“ maður, í
beztu merkingu þess orðs.
Hann sá vel fyrir sér og sínum,
var ekki og vildi ekki vera upp
á aðra kominn, en fáa hef ég
þekkt, sem gæddir voru heil-
brigðarí samfélagskennd én
hann. Ég held, að ég hafi velið
Ólafi nægilega kunnugur sfð-
asta hálfan-annan áratug til
þess að geta borið um það, að
stjórnmál voru hans aðaláhuga-
efni utan þeirra daglegu staffa,
sem hann hafði lífsframfæri sitt
af. Hann hafði gaman af pólitík.
Ég Held, að minningu Ólafs vin-
ar míns sé ekki gert rangt til,
þótt sagt sé, að hann hafi verið
harð-pólitískur maður, en það
merkir í þessu sambandi ekkert
annað en það, að hann háfði
áliuga á stjórnmálum líðandi
stundar og manndóm tií að táka
ákveðna afstöðu.til stjórnmála.
I því var engin hálfvelgja. Hann
var eindreginn Fi-amsóknar-
maðui-, lagði mikið upp úr hug-
sjónum og skýrum meginregl-
um í stefnu fiokksins, en gerði
sér einnig raunhæfa grein fyrir
' þeirri staðreynd, að pólitík er
pkki eintómt guðsbarnahjal,
heldur átök milli lífsskoðana og
hagsmuna, sem óhjákvæmilega
leiða til deilna um menn og mál
efni.
Stjórnmál tiíheyra dagsins
önn.
Svo hógvær og óáleitinn sem
Ólafur Magnússon var í djag-
legu fari, þá’ var honum þvert
úm geð að vera hlutlaus áhöif-
andi að því, sem gerðist í þjóð-
málunum í kxingum hann, án
þess.að hann sæktist eftir völd-
i um og vegtyllum. Það gerði
hann ekki. Hins vegar fann
hann stjómmálaáhuga sínum
y.ettvang við sitt hæfi innan
þess stjórnmálaflokks, sem
hann fylgdi að málum. Hann
var um áratugaskeið einn virk-
asti og áhugasamasti félagsmað
-ur 'f "Framsóknarfélagi Akur-
eyrar, sótti félagsfundi flestum
’betur og tók yfirleitt mikinn
þátt í umræðum á fundum, enda
viðbúinn að ræða innanfélags-
mál og almenn stjórnmál næst-
um að segja hvenær sem var.
Það auðveldaði honum skoðana
myndun og afstöðumótun, að
hann fylgdist daglega :með
stjórnmálafréttum blaðanná og
kynnti sér þingmál jafnóðum og
þau komu fram. Fékk hann
þingskjöl send heim til sín og
las í þeim allt, sem honum þótti
markvert.
Ekki verða hér upptalin trún
úðarstörf, sem Óláfi voru falin
innan Framsóknarfélags Akur-
eyrar, en þess má geta, að hann
s;it flestum mönnum lengur í
fulltrúaráði, var ár eftif ár val-
inn -fulItrúi-Akureyiánga-á kjör
dæmisþing Framsóknarmanna í
Norðurlandskjördæmi eysti'a og
margoft fulltrúi á flokksþingi.
Þá var hann nokkrum sinnum
í framboði fyrir Framsóknar-
flokkinn í bæjarstjórnarkosn-
ingum og varabæjarfulltrúi um
skeið.
I.
Ólafur Magnússon var einnig
ákveðinn kaupfélagsmaður og'
sýndi málefnum Kaupfélags Ey
firðinga mikinn áhuga. Verða
t. a. m. þeir aðalfundir KEA
vart taldir í seinni tíð, að Ólaf-
ur hafi ekki verið þar fulltrúi.
Hann hafði persónuleg og all-
náin kynni af fjórum kaup-
félagsstjórum á Akureyri og
mat þá alla mjög mikils, en þó
Hallgrím Kristinsson mest,
enda sagði Ólafur svo frá sjálf-
ur, að Hallgrímur hefði haft
öðrum mönnum fremur áhrif á
lífsskoðun sína, auk þess sem
hann var honum hollvættur,
þegar mest á reyndi.
II.
Ólafur Magnússon var fædd-
ur í Biti-u í Glæsibæjarhreppi
4. apríl 1892, elztur margra
barna búandi hjóna þar, Magn-
úsar Tryggvasonar frá Vöglum
í Hi-afnagilshreppi og Sigríðar
Kristjánsdóttur, ættaðri úr
Saurbæjarhreppi. — Magnús í
Bitru andaðist innan við fer-
tugt, þegaa- Ólafur var á 17. ári,
en Sigríður lifði til hárrar elli,
dó á Akureyri 1954. — Það kom
í hlut Ólafs, þótt ungur væri,
að standa fyrir búi í Bitru með
móður sinni, eftir að faðir hans
dó. Kom það sér þá vel, að þessi
ungi ráðsmaður var þrekmikill
og bjartsýnn og lét sér ekki allt
í augum vaxa. Árið 1913 gekk
hann að eiga Ingibjörgu Bald-
vinsdóttui- frá Sólborgarhóli, og
tóku þau að fullu við búsfor-
ráðum í Bitru sama ár. Þar
bjuggu þau næstu 13 ár, er þau
brugðu búi og fluttust til Akur
eyrar 1926. Lengst af áttu þau
heima í eigin húsi við Laxa-
götu 6, sem þau létu reisa árið
1933. Var heimili þeirra rómað
fyrir þrifnað og snyrtimennsku.
Börn þeirra urðu tvö, bæði
fædd í Bitru: Magnús, sund-
kennari á Akureyri, f. 23. ágúst
1915, ókvæntur, og Sigriður, f.
4. ágúst 1919, gift Hrólfi Stur-
laugssyni rafvirkjameistara á
Akureyri. — Ingibjörg, kona
Ólafs, andaðist 22. maí 1966 á
78. aldursári. Var hún 4 árum
eldri en maður hennar, f. 14.
okt. 1888.
Ævi Ólafs Magnússonar má
ákipta í þrjá meginþættL
Hann var bóndi framan af
ævi og bjó búi sínu sem þús-
undir annarra stéttarbræðra
hans við þau kjör sem þá tíðk-
uðust í íslenzkum sveitum.
Nokkur ár var hann daglauna-
maður, verkamaður í Akur-
eyrarbæ, og kynntist af eigin
raun ævikjörum þeirra manna,
sem áttu lífsframfæri sitt undir
stopulli erfiðisvinnu á kreppu-
tímum, þó að skylt sé að geta
þess, að Ólafur átti á ýmsan
hátt auðveldai-a bjargræði en
sumir aðrir á þeim árum, hafði
jafnari og betri vinnu en menn
urðu yfii-leitt að gera sér að
góðu í þá daga. — Síðast en
e'kki sízt stundaði Ólafur sund-
kennslu að meira eða minna
leyti yfir 50 ár. Sund lærði
hann ungur og raunar fleiri
íþróttir, hann var m. a. góður
glimumaður, og hóf sund-
kennslu í sveitum Eyjafjarðár-
sýslu þegar árið 1910. Var sund
kennsla ýmist hluti af sumar-
vinnu hans eða aðalsumar-
vinna allt til ársins 1934, er
hann gerðist fastur sundkenn-
ari á Akureyri. Lét hann af
störfum árið 1963, þá 71 árs að
aldri. — Ólafur hlaut virðingar
fyrir afskipti sín af íþróttamál-
um. Hann var m. a. sæmdur
gullmerkjum ÍSÍ og Sundsam-
bands íslands.
Alla ævi var Ólafur heilsu-
hraustur, kenndi sér vart meins
fyrr en um jólaleytið í vetur,
en eftir það hnignaði honum
óðum vegna ólæknandi mein-
semdar í höfði, sem leiddi hann
til dauða.
III.
Ólafur Magnússon mótaðist
ungur af hugsjón ungrnenna-
félaganna, og þau ui-ðu hans;
skóli. Þar tók hann þá trú á
land og þjóð, sem aldrei dvín-
aði. Til hinztu stundar ræktaði
hann með sér bjartsýni og' fram
farahug, sem hann gjarna vildi
blása öðrum í brjóst. Hann
trúði því, að félagslund og sam-
vinnuhugur væru manndyggðii',
sem öðrum fremur ætti að b.lúa
að, eigindir, sem stæðu ofar öll-
um pólitískum kreddum og út-
smognum kenningum. Án vak-
andi félagslundar og samvinnu
hugarfara var að hans dómi
ekki að vænta framíara í þágu
einstaklinga og alþjóðar. Hann
trúði á samta’kamátt fjöldans til
heilbrigðra frarnfara, umbóta,
sem miðuðu að réttlátu þjóð-
félagi, þai' sem raunverulegur
jöfnuður ríkir, en hafnaði hvers
kyns ofstæki og öfgum. Hann
treysti Framsóknarflokknum til
þess að bera uppi þær hugsjón-
ir, sem hann aðhylltist og lét
flokkinn því njóta staxfskrafta
sinna og stjórnmálaáhuga um
áratugaskeið. Fyrir það eru
Framsóknarmenn á Akureyri
þakklátir og heiðra minningu
Ólafs Magnússonar.
Persónulega er mér einkar
ljúft að minnast þessa ágæta
vinar mína og samstarfsmanns.
Með Ólafi Magnússyni er
genginn nýtur þegn, sem skilaði
ævistai-fi sínu með sóma, vann
að hugsjónamálum sínum af
heilum hug og vildi samfélagi
sínu og samborgurum allt hið
bezta.
Akureyri, 18. aprfl 1970.
Ingvar Gíslason.
Utgerðarfélag Ak. sigraði
r
Armann Helgason einmenningsmeistari B. A«
NÝLEGA lauk firmakeppni
Bridgefélags Akureyrar og varð
Útgerðarfélag. Akureyringa h.f.
sigurvegari, hlaut 132 stig. Ár-
mann Helgason spilaði fyrir fé-
lagið, og varð hann jafnframt
einmenningsmeistari B. A. —
í næstu sætum urðu eftirtalin
fyrirtæki: stig
Jón Stefánsson s.f. 126
Valgarður Stefánsson h.f. 117
Iðnaðarbankinn 117
Markaðurinn 116
Skemman 115
Saab-þjónustan 115
M./b Niels Jónsson 111
Ýmir s.f. 10!)
Tfcninn 10; 5
Amaró h.f. 10:'
Flugfélag íslands h.f. 107
Ólafur Ágústsson & Co. 104
Póstbáturinn Drangur 10 5
Filman, ljósmyndastofa 102
Olíufélagið h.f. 101
ÚKE, Hauganesi 101.
Malar og steypustöðin 103
Meðalárangur er 90 stig'.
Bridgefélagið þakkar öllui \
er þátt tóku í firmakeppninr. .
velvild og stuðning. 'J
Úlafur sundkennari
Kveðja frá gömlum sundmöniium
KÆRI ÓLAFUR. Við leiðarlok
sendi ég þéi- beztu kveðjur og
óskir frá okkur, gömlum sund-
mönnum, þakka margar ánægju
stundir við laugina, hjá þér, þar
sem við vorum daglegir gestir
um árabil, hittum þig ætíð glað
an og reifan, vorum símasandi
við þig um sund og aftur sund.
Mig hefir oft furðað á því
seinna, eftir að ég varð full-
orðinn, hvað þú gafst þér ætið
tíma til að sinna okkur og
unglingsáhugamálum okkar.
Það sýndi hverskonar mann-
kostamaður þú varst. Þú varst
ætíð ungur í anda, settir þig
inn í hugsanagang okkar, hvatt
ir okkur og örvaðir af þínum
víðkunna áhuga, á málum sund
menntar.
Aldrei stóð á þér að mæta
með okkur í aukatímum að
kvöldi eða sunnudegi, til að
segja okkur til við æfingar, ef
með þurfti, og aldrei var þér
boðin greiðsla fyrir slíkt, hvað
þá að þú færir fram á hana.
Ég minnist þess eitt sinn, er
ég kom upp að laug með kunn-
ingja mínum, sem var utan-
bæjarmaður. Við hittum þig,
fengum leyfi til að fara í laug-
ina. Þessi kunningi minn hafði
orð á því við mig, hve allt væri
hreint og brifalegt hér, í þess •
um gömlu timburskúrum, ser i
þá voru notaðir, sem búnings •
klefar og böð, og hver sæi ui. ;
þetta. Ég sagði honum, sem va ■.
að hér réði ríkjum aðeins eim.
maður, Ólafur Magnússon, e. .
ekki nóg með það, heldar geri ,
hann alla hluti sjálfar, nélc ,
hreinum þessum klefum við hi: ,
frumstæðustu skilju'ði, og kúsr--
aði og þvæi laugarþrona. Hanu
bað mig að sýna sér mannini.
aftur.
Ólafur minn. Þú varst eld. ,
en við og kvaddir þennan hein i
á undan okkur, flestum. Það t
gangur lífsins. En þegar vii i
hittumst aftur, verður þú vor. •
andi á sundlaugarbarminur..
hinummegin og kallar tíi okka. ,
að taka stærri fótasveiflu oy
nota ai-mana betur.
- Framboðslisti Húsav,
(Fi-amhald af blaðsíðu 8).
Aðalgeir Sigurgeirseon
bifreiðastjóri.
ÁskeU Einarsson sjúkiiJiús : •
ráðsmaður.
Jóhann Skaptason 'ifsejar-
fógeti.
Hrafnagilshreppur
Kjörskrá til sveitarstjómarkosninga, sem rram
eiga að fara 28. júní n. k. liggur frammi tii sýnis
í Laugarborg frá 28. apríl. Kærur um ád ein-
hvem vanti á kjörskrá eða sé þar ofaukið skulu
vera komnar til oddvita fyrir 7. júni n. k.
Oddvitinn.
Sfarfsmannafélag
Ákureyrarbæjar
Aðalfundur félagsins verður haldinn mánudag-
inn 4. maí n. k. kl. 8.30 e. h. í kaífistofu kæjar-
ins að Geislagötu 9.
Listar með nöfnum 5 manna í stjórn og' 6 manna ||
í trúnaðarráð, ásamt 5 mönnum í varastjóm,
skulu hafa borizt til stjórnarinnar eigi síðar en
kl. 12 á hádegi laugardaginn 2. mai n. k. Hvcrj-
um lista skulu fylgja nöfn nrinnst 10 meðmæi- |
enda.
Stjórnin.