Dagur - 25.04.1970, Blaðsíða 1

Dagur - 25.04.1970, Blaðsíða 1
FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 13/71 • P.O. Box 397 SÉRVER2LUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING STOFNFUNDUR SAMTAKA UM NÁTTÚRUVERND Á NORÐURL. Á síðastliðnu vori var fealdin ráðstefna um náttúruvernd á Laugum í Reykjadal. Var þar eamþykkt að hefjast handa um stofnun náttúruverndarsamtaka fyrir Norðlendingafjórðung'. Kosin var bráðabirgðastjórn til að annast undinbúning málsins, og boðaði hún til annars fundar í Bólstaðarhlíð sl. haust. Ákveðið hefur verið, að stofn fundur samtakanna verði hald- inn á Akureyri, dagana 20. og 21. júní í vor. Á fundinum verður fjölbreytt kynningardagskrá, með erind- um og myndasýningum, og í fundai'Iok verður farið í skoð- unarferð um Eyjafjörð, S'lcaga- fjörð og Fljót. Framkvæmdastjóri norsku náttúruverndarsamtakanna mætir á fundinum, og segir frá starfi þeirra Norðmanna að náttúruverndarmálum. Dagskrá fundarins verður auglýst síðar. Ollum er heimill aðgangur að fundi þessum. □ /T Tönn fyrir tönn? ÞAÐ þótti tíðindum sæta þegar stjórnarfrumvarp um verðlagsmál féll á Alþingi. Og ekki sízt vegna þess, að ráðherra Alþýðuflokksins greiddi atkvæði gegn frum- varpinu, sem hann sjálfur hafði átt þátt í að bera fram. En vitað var, að formaður Sjálfstæðisflokksins átti mik ið undir því, að málið gengi fram. Nú er fram komið annað frumvarp, sem talið er að ráðherrar Alþýðuflokksins beri mjög fyrir brjósti og ætli sér að nota sem auglýs- ingamál í kosningunum þótt minna sé í það spunnið en vonir stóðu til. Hér ei' um að ræða frum- varp til nýrra laga um íbúða lán. Nú bregður svo við, að í Morgunblaðinu hefur verið gerð hörð hríð að þessu íbúðalánafrumvarpi og geng ur þar m. a. fram fyrir skjöldu fyrrv. ritstjóri íslend ings-ísafoldar, sem margir kannast við hér. í öðru lagi hafa ýmsir kunnir Sjálf- stæðismenn, sem eru fyrir- svarsmenn lífeyrissjóða, mót mælt ákvæðum frumvarps- ins harðlega, um skyldufram lög sjóðanna, og eru Sjálf- stæðismenn raunar ekki ein ir um það. Þykir sumum þetta minna verulega á spari fjárfrystinguna, sem aldrei hefur verið vel þokkuð. Dagur hefur heyrt, að sumii’ forystumenn Sjálfstæð isfélaga hér á Akureyri telji engan veginn víst, að frum- varpið nái fram að ganga og ■má vera, að þeir hafi veður af því sem er að gerast bak við tjöldin í flokknum syðra. En að þar sé hvíslað: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Fimm beztu gæðingarnir. Sigurvegarinn, Þorsteinn Jónsson, er annar frá hægri með hestinn Sörla. Ljósmynd: Bjöm Mikaelsson. FIRMAKEPPNI LÉTTIS SUNNUDAGINN 12. apríl var haldin firmakeppni á vegum Hestamannafélagsins Léttis og fór hún fram á Glerárevrum að Á ÞRIÐJUDAGINN var lögð fram á Alþingi tillaga um bygg ingu þjóðarbókhlöðu í tilefni 11 alda byggðar í landinu og rúmi hún bæði Landsbókasafn og Háskólabókasafn. En Alþingi samþykkti sameiningu þessara stofnana 1957. Byggingu þjóðarbókhlöðu á að vera lokið, samkvæmt til- lögunni, árið 1974 og á hún að vera tengd hinu merka afmæli, ellefu alda íslandsbyggðar. □ Samkomulag um Gljúfurversvirkjun AÐ UNDANFÖRNU hafa stað- ið yfir viðræður milli Laxár- virkjunarstjórnar, héraðsnefnd- ar Þingeyinga og stjómvalda um Gljúfurversvirkjun og virð- ast þær viðræður nú vera að leiða til samkomulags um fram- kvæmdir, sem flestir geta senni lega við unað. Er þess þá að vænta, að niður falli harðar deilur milli Þingeyinga og" stjórnar Laxárvirkjunar um liina marg umtöluðu Gljúfur- versvirkjun. Síðdegis í gær var enn fundur um málið á Akur- eyri, en heildarlínur þess virð- ast nú ljósar, ef svo heldur sem horfir um samkomulag og leyfi og fyrirgreiðslu stjórnvalda. | FRAMSÓKNARMENN | I sfjórna nú meiri fram- j jförum í bænum en| 1 menn hafa áður þekkf. I I FELUM ÞEIMSTJÓRN-I IINA NÆSTU ÁRIN. I ■ ■ t ■ 111 • 1111 ■ i ■ i ■ 11 ■ 111 ii 1111 iii ....... ii ■ 1111 Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem blaðið liefur aflað sér, liefur héraðsnefnd Þingeyinga og Laxárvirkjunarstjórn náð samkomulagi í megin atriðum, sín á milli og við ráðherra. Ráðherraleyfi var áður fyrir 12 þús. kw. virkjun, með ann- arri tilliögun en síðar var ákveð in. Virðist ráðherra líta svo á, að þetta samrýmist fyrsta áfanga Gljúfurversvirkjunar, sem er tæpl. 8 þús. kw. rennslis virkjun. Ennfremur öðriun áfanga, sem unnt verði að leyfa síðar, en sá áfangi er miðaður við stíflu og 20 metra vatns- borðshækkun er gæfi rúm 11 þús. kw. viðbótarorku — eða samtals 19 þús. kw. Laxárvirkj- un framleiðir nú 12.500 kw. Ákvörðun um vatnsborðshækk un verði ekki teknar nema í samráði við íbúa Laxárdals og hlutaðeigandi sveitarstjórnir. Framkvænvd vatnsmiðlunar verði hagað með fyllsta tilliti til lax- og silungsveiði. Þá er samkomulag um það, að liorfið sé frá áformum um Suðurárveitu. Ákveðið er, að gerðar verði sérfræðilegar, líf- fræðilegar rannsóknir á vatna- svæði Laxár. Lögð er áherzla á það, af hálfu yfirvalda, að aðild að Lax árvirkjun verði víðtækari en nú er, einkiun með þátttöku þeirra svæitarfél., er málið varðar mest Þá heitir ráðuneytið því, að hraðað verði athugun á öðrum virkjunarstöðum norðanlands. Samkvæmt því, er að framan greinir, ættu framkvæmdir að hefjast innan skamms fyrir aust an, ef nýjar hindranir verða ekki lagðar í götu framkvæmd- anna. □ FYRSTU FUGLARNIR FYRSTU farfaglami.r, langt aó 'komnir, hafa nú sóet-. Grágæsar innar varð vai*t fyrir gkömmu og hefur henni fjölgað síöan. Fimm stelkar spígöporuÖu á Leirum á sumardaginn fyrsta og tjaldurinn skammt frá, tveir fuglar. Þá eru rauðhöfðaendur og grafendur famar að sjást og þröstunum hefur fjölgað. Hrafn og svartbakur, mikill fjöldi beggja tugunda, er á ösku haugunum og á sífeldu sveimi yfir bæinn. Auðnutittlingarnir eru ákaflega margir í bænum og eru farnir að hugsa um hjú- skap og hreiðurgerð. Farfuglar eru venju fremur seint á ferð- inni í ár. □ viðstöddum fjölda áhorfenda. 39 fyrirtæki tóku þátt í keppn- inni og var nú í fyrsta sinn keppt um fallegan bikar, sem Kaupfélag Eyfirðinga gaf til keppninnar. Bikar þennan, sem er farandbikar og vinnst aldrei til eignar, hlýtur það fyrirtæki er verður nr. 1 og geymir það bikarinn í 1 ár eða til næstu firmakeppni. Urslit í keppninni urðu þessi: Nr. 1 Sörli. Eigandi Sveinn Guðmundsson, Sauðárkróki. Knapi Þorsteinn Jónsson, og keppti hann fyrir Heildverzlun Valdemars Baldvinssonar. Nr. 2 Bleikur. Eig. Karl Ágústsson, Litla-Garði, og var hann einnig knapi, keppti fyrir Skógerð Iðunnar. Nr. 3 Sindri. Eig. Jóhann Kon i'áðsson, Akureyri, og \rar hann einnig knapi, keppti fyrir Ein- ir h.f. Nr. 4 Nös. Eij. Jenny Karls- dóttir, Akureyri. Knapi Ingólf- ur Magnússon, og keppti hann fyrir Þórshamar h.f. Ni'. 5 Svala. Eig. Björn Þor- steinsson, Akureyri. Knapi Árni Magnússon, og keppti hann fyr ii' Slippstöðina h.f. Heildverzlun Valdemars Bald vinssonar hlaut sem fyrr segir farandbikarinn til varðveizlu en eigendur fimm fyrstu hest- anna hlutu áletraða verðlauna- peninga til eignar. Þarna fóru einnig fram boð- reiðar milli eldri og yngri hesta manna, og unnu þeir eldri eftir harða keppni og tvísýna og hlutu að iaunum boðhlaups- bikar Léttis er Kurt Sonnen- feld tannlæknir gaf fyrir nokkr um árum. Stjórn Léttis þakkar öllum þeim er þátt tóku í keppninni, bæði fyrii'tækjum og hesta- mönnum, góðan og drengilegan stuðning. (Fi'éttatilkynning) 111111111 in i iii iimiiiiiiiiiiim ii i iiiiiimi, i. F Z I Hver Islendingur er-| jlendis er eins konarj I sendiherra þjóðar sinn-1 j ar og verður að haga I | sér samkvæmt því. | Ofsfæki dæmir sigi [ sjálft. I N efndatalninganefnd MIKIÐ fát kom á i'áðherra ný- leg-a þegar lögð var fram á Al- þingi fyi'irspurn frá Tómasi Árnasyni um fjölda starfandi nesfnda á vejfuma ríkisins og kostaað við |>em'. Þingsköp meela svo fyrir, að bem skuli undir atíkvæði þing- mamia án umrseðu, hvort leyfa skidi fram komnar fyrirspuimir og hafa slíkar fyrirspurnir víst alltaf vei-ið leyfðar. Að þessu sinni brá svo við, að forsætisráðherra kvaddi sér hljóðs, ut>an dagskrár, og tók að ræða fyi'irspurn Tómasar. Kvað hann það svo miíkið verk, að leita uppi nefndirnar, að ekki væri slíkt leggjandi á ráð- herra að láta hann ljúka því á einni viku! Myndi því réttast að kjósa nýja nefnd til að telja nef ndimar!! F j ármálaráðherra tók undii' með forsætisi'áðherra, að ekki væri unnt að svara fy i'h' spui-ninni fyi’h' þingok. Þegar til atkvæðagreiðslu kom um þette mál, greiddu þó flesta' þingmenn með því að levfa fyrh'spurnina, og urðu ráðherr- ar að láta sér það' lynda. Margir minnt-ust þess þá, sem heitið vai’ í upphafi „viðreisn- ar,“ að fækka skyldi nefndum svo um munaði. Það hefði þótt illa spáð í þann tíð, að nefnda- fjölgunin yrði svo mikil, áður en „viðreisn" lyki, að sjálfur „viðreisnar“-formaðurinn, Bjarni Benediktsson, treysti sér ekki til að telja nefndirnar. Síð- ar voru tíundaðar 708 nefndir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.