Dagur - 03.06.1970, Blaðsíða 5
á
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMtJELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Effir kosningar
í ÓLAFSFIRÐI hlaut Sjálfstæðisfl.
251 atkv. í nýafstöðnum kosningum,
og 4 fulltrúa. Hinir flokkarnir hlutu
samtals 317 atkv. og 3 fulltrúa í bæj-
arstjórn. í Neskaupstað hlaut Al-
þýðubandalagið 389 atkv. og 5 full-
trúa. Hinir flokkamir samtals 429
atkvæði, en ekki nerna 4 fulltrúa. I
Reykjavík hlaut Sjálfstæðisflokkur-
inn 20902 atkvæði og 8 borgarfull-
trúa. Andstæðingarnir hlutu 22877
atkv. samtals og 7 borgarfulltrúa.
Á öllum þessum stöðum fær minni
hluti kjósenda meirihluta í bæjar-
eða borgarstjórn. Svo bera menn sér
í munn, að hlutfallskosningar korni
í veg fyrir að minnihlutinn ráði og
fullnægi þar með réttlætinu.
Þrennt er það, sem einkum virðist
um rætt í sambandi við kosningaúr-
slitin: kosning 3ja fulltrúa Framsókn-
arflokksins í Reykjavík; fylgistap Al-
þýðuflokksins í Reykjavík og hér á
Akureyri; og kjörfylgið, sem nýi
flokkur Hannibals og Björns hlaut í
Reykjavík, Kópavogi, Akureyri og á
Akranesi. Kom þessi flokkur að ein-
um manni á hverjum stað. Hefur
þetta verið oxðað svo, að flokkurinn
hafi „náð fótfestu“ í bæjarstjórnar-
kosningum og jafnvel í Alþingiskosn-
ingum, ef gengið er út frá því, að
konan, sem var efst á F-listanum,
í Reykjavík skipaði sæti í Alþingis-
kosningum.
Hér á Akureyri hlaut Framsóknar-
flokkurinn, eins og vorið 1966, mest
kjörfylgi, fékk 1663 atkvæði, og
Sjálfstæðisflokkurinn er með næst
mesta fylgið, eins og vorið 1966, hlaut
1558 atkvæði. En Alþýðuflokkurinn
tapaði það ntiklu fylgi, að Sjálfstæð-
isflokkurinn náði af honum öðrum
fulltrúanum.
Fylgi Alþýðubandalagsins gamla
skiptist nú milli tveggja lista, en af
því m. a. að hin sérstaka keppni milli
þessara lista vakti áltuga margra,
hlutu þeir báðir „afgangsatkvæði“,
sem samanlagt hefðu nægt til að
tryggja Framsóknarflokknum 5. sæt-
ið á kostnað Sjálfstæðismanna, ef þau
hefðu verið greidd B-listanum, svo
að dæmi sé tekið. Skilst vel, m. a. af
þessu, hvað átt er við með góðri eða
lélegri „nýtingu“ atkvæða.
Efsti maður A-listans í Reykjavík
sagði í útvarjti á mánudaginn, að
aðalástæðan fyrir fylgistapi Alþýðu-
flokksins væri „alrnenn óánægja með
ríkisstjórnina“, og að Alþýðuflokkur-
inn yrði að endurskoða afstöðu sína
til stjórnarsamstarfsins. □
iosniniaúrslif í höfuðborginni og
landsins
(Árið 1966 komu ekki fram
sérstök framboð hjá Framsókn
eða Alþýðubandalagi).
í HOFUÐB ORGINNI og kaup-
stöðunum voru kosnir samtals
130 borgar- og bæjarfulltrúar.
Samtals geiddu 72.700 atkvæði
í kaupstöðum með 88.5% þátt-
töku, sem er heldur minni kosn
ingaþátttaka en 1966.
Ef teknir eru saman allir
kaupstaðir landsins, að höfuð-
borg meðtalinni, skiptist at-
kvæðamagn og fulltrúar sem
hér segir á milli listanna (tölur
innan sviga eru frá 1966):
A-listar 9.598 atkv. eða 13.4%
(16.2%), 21 fulltrúi (22).
B-listar 13.933 atkv. eða
19.4% (19.3%), 29 fulltrúar (27).
D-listar 29.986 atkv. eða
41.8%(42.5%), 47 fulltrúar (47).
F-listar 4.448 atkv. eða 6.2%
(0.0%), 3 fulltrúar (0).
G-listar 10.281 atkv. eða
14.3% (16.7%), fulltrúar 18 (19)
K-listi 456 atkv. eða 0.6%
(0.0%), enginn fulltrúi.
H og I-listar fengu 3.088 atkv.
eða 4.3% og fulltrúar 12.
ÚRSLIT í EINSTÖKUM
KAUPSTÖÐUM.
Reykjavík: Þar voru 50.554 á
kjörskrá. 44.318 kusu eða 87.6%.
Alþýðuflokkur hlaut 4.601
atkv. (5.679) og 1 fulltrúa (2).
Framsóknarflokkur hlaut
7.547 atkv. (6.714) og 3 full-
trúa (2).
Sjálfstæðisflokkur hlaut
20.902 atkv. (18.929) og 8 fuh-
trúa (8).
Samtök frjálslyndra ogvinstri
manna 3.106 atkv. og 1 fulltrúa.
Alþýðubandalagið hlaut 7.167
atkv. (7.668) og 2 fulltrúa (3).
Sósíalistafélag Reykjavíkur
hlaut 456 atkv. og engan full—
trúa.
Kópavogur: Þar voru 5.487 á
kjörskrá, atkvæði greiddu 4.828
eða 88%.
Alþýðuflokkur hlaut 493 atkv.
(306) og 1 fulltrúa (1).
Framsóknarflokkur hlaut 881
atkv. (967) og 2 fulltrúa (2).
Sjálfstæðisflokkur hlaut 1.521
atkv. (1.203) og 3 fulltrúa (3).
Samtök frjálslyndra og vinstri
manna hlaut 650 atkv. og 1 full-
trúa.
Alþýðubandalag og óháðir
hlutu 1.252 (1.196) og' 2 full-
trúa (3).
Hafnarfjörður: Á kjörskrá
voru 5.285 en 4.776 kusu eða
90.4%.
Alþýðuflokkur hlaut 1.051
atkv. (901) og 2 fulltrúa (2).
Framsóknarflokkur hlaut 558
atkv. (326) og 1 fulltrúa (0).
Sjálfstæðisflokkur hlaut 1.697
atkv. (1.286) og 4 fulltrúa (3).
Alþýðubandalagið hlaut 391
atkv. (336) og engan fulltrúa
(1).
Óháðir borgarar hlutu 1.019
atkv. (988) og 2 fulltrúa (3).
Keflavík: Á kjörskrá voru
2.872 en 2.646 kusu eða 92.2%.
Alþýðuflokkur hlaut 637 atkv.
(585) og 2 fuiltrúa (2).
Framsóknarflokkur hlaut
1.860 atkv. (1.008) og 3 fulltrúa
(4).
Sjálfstæðiaflokkur hlaut 828
atkv. (620) og 3 fulltrúa (3).
Alþýðubandalagið hlaut 183
atkv. og 1 fulltrúa. Bauð ekki
fram síðast.
Akranes: Á kjörskrá voru
2.276, 2.078 kusu eða 91%.
Alþýðuflokkur hlaut 388
(391) atkv. og 2 fulltrúa (?).
Framsóknarflokkur hlaut 481
atkv. og 2 fulltrúa.
Sjálfstæðisflokkur hlaut 618
atkv. (762) og 3 fulltrúa (4).
Alþýðubandalag hlaut 307.
atkv. og 1 fulltrúa.
Frjálslyndir hlutu 264 atkv.
og 1 fulltrúa.
(1966 kom ekki sér framboð
frá Framsóknarfl., Alþýðubanda
lagi eða Frjálslyndum.
fsafjörður: 1.518 voru á kjör-
skrá en 1.329 kusu eða 87.5%.
Alþýðuflokkur hlaut 337 atkv.
(323) og 2 fulltrúa (2).
Framsóknarflokkur hlaut 276
atkv. (235) og 2 fulltrúa (2).
Sjálfstæðisflokkur hlaut 526
atkv. (474) og 4 fulltrúa (4).
Alþýðubandalagið hlaut 154
atkv. (160) og 1 fulltrúa (?).
Sauðárkrókur: Á kjörskrá
voru 910 en 855 kusu eða 93%.
Alþýðuflokkur hlaut 126 atkv.
(96) og 1 fulltrúa (1).
Framsóknarflokkur hlaut 352
atkv. (274) og 3 fulltrúa (3).
Sjáifstæðisflokkur hlaut 291
atkv. (261) og 3 fulltrúa (2).
Alþýðubandalagið hlaut 79
atkv. (96) og engan fulltrúa (1).
Siglufjörður: Þar voru 1.324 á
kjörskrá en 1.168 kusu eða
89.6%.
Alþýðuflokkur hlaut 244 atkv.
(260) og 2 fulltrúa (2).
Framsóknarflokkur hlaut 263
atkv. (279) og 2 fulltrúa (2).
Sjálfstæðisflokkur hlaut 317
atkv. (327) og 2 fulltrúa (3).
Alþýðubandalagið hlaut 321
atkv. (312) atkv. og 3 fulltrúa
(2).
Ólafsfjörður: Þar voru á kjör
skrá 613 en 570 kusu eða 93%.
Alþýðuflokkur hlaut 108 atkv.
(111) og 1 fulltrúa (1).
Framsóknarflokkur hlaut 123
atkv. og 1 fulltrúa.
Sjálfstæðisflokkur hlaut 251
atkv. (237) og 4 fulltrúa (4).
Alþýðubandalagið hlaut 86
atkv. og 1 fulltrúa.
Þar voru á kjör-
5.317 kusu eða
Akureyri:
skrá 6.059
87.8%,.
Alþýðuflokkur hlaut 753 atkv.
(846) og 1 fulltrúa (2).
Framsóknarflokkur hlaut
1.663 atkv. (1.466) og 4 fulltrúa
(4).
Sjálfstæðisflokkur hlaut 1.588
atkv. (1.356) og 4 fulltrúa (3).
Samtök frjálslyndra og vinstri
manna 727 atkv. og 1 fulltrúa.
Alþýðubandalagið hlaut 514
atkv. (934) og 1 fulltrúa (2).
Ilúsavík: Þar voru 1.079 á
kjörskrá en 970 kusu eða 90.7%.
Alþýðuflokkur hlaut 177 atkv.
(173) og 2 fulltrúa (2).
Framsóknarflokkur hlaut 230
atkv. (243) og 2 fulltrúa (3).
Sjálfstæðisflokkur hlaut 144
atkv. (144) og 1 fulltrúa (1).
Óháðir kjósendur 125 atkv.
(151) og 1 fulltrúa (2).
Sameinaðii' hlutu 286 atkv. og
3 fulltrúa. (Buðu ekki fram
1966).
Seyðisfjörður: Á kjörskrá
voru 476 en 443 kusu eða 93.1%.
Alþýðuflokkur hlaut 80 atkv.
(59) og 2 fulltrúa (1).
Framsóknarflokkur hlaut 76
atkv. (84) og 1 fulltrúa (2).
Sjálfstæðisflokkur hlaut 87
atkv. (112) atkv. og 2 fulltrúa
(3).
Alþýðubandalagið hlaut 46
atkv. (40) og 1 fulltrúa (1).
H-listi hlaut 142 atkv. (107)
og 3 fulltrúa (2).
Neskaupstaður: Þar voi'u 869
á kjörskrá og af þeim kusu 836
eða 96%.
Alþýðuflokkur hlaut 77 atkv.
(77) og engan kjörinn (1).
Framsóknarflokkur hlaut 155
atkv. (123) og 2 fulltrúa (1).
Sjálfstæðisflokkur hlaut 199
atkv. (148) og 2 fulltrúa (2).
Alþýðubandalagið hlaut 390
atkv. (361) og 5 fulltrúa (5).
Vestmannaeyjar: Þar voru
2.837 á kjörskrá en 2.601 kusu
eða 91.7%.
Alþýðuflokkur hlaut 526 atkv,
(391) og 2 fulltrúa (1).
Framsóknarflokkur hlaut 468
atkv. (508) og 1 fulltrúa (2).
Sjálfstæðisflokkur hlaut 1.017
atkv. (1.037) og 4 fulltrúa (4).
Alþýðubandalagið hlaut 543
atkv. (478) og 2 fulltrúa (2).
Sambandsfundur S.N.K. 1979
Læknar sjúkrahússins á fundi. Frá vinstri: Oddur Bjarnason, Gísli G. Auðunsson, Örn Arnar.
(Framhald af blaðsíðu 1)
i'áð, er hafa skyldi á hendi fjár-
söfnun og annan undirbúning
að sjúkrahússbyggingu í Húsa-j
Frélfatilkynning !rá
ÞANN 25. maí 1970 voru undir-
ritaðir samningar við Norðui'-
verk h.f., Akureyri um bygg-
ingaframkvæmdii' við viðbótar-
virkjun Laxár. Tvö tilboð bár-
ust í verkið, frá Efrafalli s.e.f.,
Reykjavík að upphæð um 224.3
millj. kr. og frá Norðurverki h.f.
að upphæð um 202.5 millj. kr.
Viðræður fóru fram við báða
þessa aðila og leiddu þær til
þess samnings', sem nú hefir
verið undirritaður og er samn-
ingsupphæðin um 180 millj. kr.
Framkvæmdir á staðnum geta
því hafizt fljótlega og stefnt er
að því að stöðin geti tekið til
starfa 1. nóv. 1972, enda munu
núverandi stöðvar ekki geta
annað aflþörfinni lengur.
- BARNASIÍOLA AKUREYRAR SLITIÐ...
(Framhald af blaðsíðu 8).
gerð samræmd átök í skólanum
til að vekja athygli á ýmsu, sem
snertir meira uppeldi en bók-
legt nám. T. d. var eitt þessara
tímabila kallað Hreint land, fag
urt land, og undir það flokkað-
ist hreinn skóli og skólalóð, góð
umgengni um gróður og götur,
góður frágangur í bó'kum, prúð-
mennslta í leikjum o. s. frv.
Á öðru tímabili var lögð
áherzla á almennar kurteisis-
venjur og blað sent til heimil-
anna til að minna á þessi efni,
og fleira mætti nefna. En þessa
er aðeins getið hér til að sýna
að skólinn vill hafa samband við
heimilin um allt, sem stuðlar að
góðu uppeldi, og telur það í sín-
um verkahring, ekki síður en
fræðslu í þeim námsgreinum er
nefndar eru í námsskrá.
Danska var kennd í öllum 12
ára bekkjum, og mun sú
kennsla aukin á næsta ári.
Foreldradagur var í skólanum
eins og venjulega, en auk þess
stóðu bekkjardeildir fyrir for-
eldraboðtun, þar sem allir nem-
endur bekkjanna tóku þátt í
flutningi dagskrárefnis. Voru
þessi foreldraboð mjög vel sótt.
Á skólaskemmtuninni, sem
fram fór í marz fluttu á annað
hundrað börn skemmtiefni.
Aðal þáttur skemmtunarinnar
var óperan Betlarabrúðkaupið
er flutt var af kór skólans, en í
honum eru um 70 börn. Auk
kórsins komu fram í óperunni
hljóðfæraleikarar og dansarar.
Kórinn söng í kirkjunni um jól-
in og einnig kom hann fram við
útvarpsmessu og í sjónvarps-
dagskrá.
Skólinn leggur þroskapróf
fyrir 7 ára börn og nýtur nokk-
urrar sálfræðiþjónustu.
Barnaskóli Akureyrar verður
10 ára á næsta árí. Skólastjóri
er Tryggvi Þorsteinsson. □
- Rithöfimdasamband
(Framhald af blaðsíðu 8).
höfundaþingið, sem haldið var
síðastliðið haust, en ýmis mál,
sem þar voru rædd hafa vakið
mikla athygli og eru enn á dag-
skrá. Þá má nefna, að í nóvem-
ber síðastliðinn var Höfunda-
miðstöð Rithöfundasambandsins
stofnuð og binda rithöfundar
miklar vonir við hana.
1 fráfarandi stjórn voru, auk
Einars Braga, þeir Stefán Júlíus
son, Jón Oskar, Ingólfur Krist-
jánsson og Jón úr Vör og var
þeim öllum þakkað mikið og
gott starf í þágu sambandsins.
í næsta mánuði verður árs-
fundur Norræna rithöfundaráðs
ins haldinn í Reykjavík og
munu um 20 norrænir rithöf-
undar sækja fundinn, en hann
stendur yfir dagana 18. og 19.
júní.
Úr fréttatilkynningu)
Ríkkisstjórn og Seðlabankí
hafa gefið ákveðin fyrirheit um
fjármagn til framkvæmdanna.
Áætlaður heildarkostnaður er
um 346 millj. kr. án vaxta á
byggingartíma og mun Laxár-
virkjun sjálf geta lagt fram um
60—65 millj. kr, á >byggingarr
tímanum. Auk þess mun sænska
fyrirtækið A.S.E.A., sem selu-r
rafal og annan rafbúnað til
stöðvarinnar, veita 40 millj. kr.
lán til 8 ára með 8% vöxtum.
Gert er ráð fyrir því að nú-
verandi eignaraðilar, Akureyr-
arkaupstaður og ríkið, íeggi
virkjuninni til óafturkræft fé,
en þetta atriði hefir enn ekki
verið rætt til fullnustu, enda
munu nú senn hefjast viðræður
við fulltrúa Húsavíkur, um
hugsanlega aðild Húsavíkur-
kaupstaðar að virkjuninni.
Mikið hefir verið rætt og rit-
að um þessa fyrirhuguðu fram-
kvæmd og ýmsum þáttum henn
ar mótmælt. Stjórn Laxárvirkj-
unar hefir fyrir sitt leyti fallizt
á að hverfa frá áformum um
Suðurárveitu, en það var flutn-
ingur vatns úr Suðurá í Kráká.
Ennfremur hefir stjórn Laxár
virkjunar fallizt á að láta fram
fara sérfræðilegar athuganir á
vatnasvæði Laxár, sem frekari
ákvarðanir yrðu grundvallaðar
á.
Með þessu hefir’stjórn Laxár-
virkjunar fallizt á þær megin
kröfur sem settar hafa verið
fi'am í sambandi við þessar fram
kvæmdir.
Iðnaðarráðuneytið gaf út yfir
lýsingu um málið dags. 13. maí
1970, þar sem gerð er grein fyr-
ir þessu máli og viði'æðum ráðu
neytisins við stjórn Laxárvirkj-
unar, sveitarstjórnarmeðlimi,
fulltrúa Héraðsnefndar Þing-
eyinga ásamt sýslumanninum á
Húsavik.
Stjórn Laxórvirkjunar var
fyrir sitt leyti samþykk yfirlýs-
ingunni og sýslumaður ásamt
Héraðsnefndinni var henni einn
ig samþykkur, enda í samraemi
við kröfur og ýfirlýsingar úr
héraði, t. d. segir svo m. a. í
ályktun sýslunefndar Suður-
Þingeyjarsýslu dags. 8. maí
1969: „Hins vgear vill sýslu-
nefndin vekja athygli á, að hún
telur héraðinu hagkvæmt að raf
orkuframleiðsla verði aukiiy
og
með, viðbótarvirkjun þar, þótt
hún hafi 'í för með sér hækkun
vatns í Laxá ofan virkjunar allt
. að 18 nietrum.“
í ólyktún aðalfundai' Búnaðar
sambaríds Suður-Þingeyinga
, 1969 seg'ii' m. a.: „Þess vegna
: skorar fundurinn á stjórn Laxár
virk j úh.ar, raf orkumálastof nun
.j.:'ílti£ins-ogfaforkumálaráðherra
að miða fyrirhugaðar fram-
kvæmdir í Laxá í mesta lagi við
•18—20 m. Vatnshækkun við efri
stíflu í Laxárgljúfri, frá því sem1
nú er, og óbreytt vatnsrennsli,
enda verði gengið frá nauðsyn-
legum samningum við héraðs-
búa, áður én framkvæmdir
hefjast."
Það furðulega hefir hins veg-
ar skeð að hluti Héraðsnefndar-
innar féll frá þessu samkomú-
lagi og hafa nú verið stofnuð
tvenn ný samtök, Verndarsam-
tök Laxár og Mývatnssvæðisins
og Félag landeigenda á Laxár-
svæðinu og hafa bæði þessi sam
tök lýst sig mótfallin annarri
virkjunartilhögun í Laxá en
hreinni rennslisvirkjun.
Reynsla sú sem fengizt hefir
af núverandi virkjun, sýnir ótví
rætt að útilokað er að virkja
Laxá, nema með vissri miðlun.
Um 20 m. vatnsborðshækkun
mun ekki hafa nein áhrif á bú-
skaparaðstöðu. í Laxárdal, en
eins og áður segir er forsenda
frekari framkvæmda sérfræði-
legar rannsóknir og niðurstaða
"þéirra.
Stjórn Laxárvirkjunar hefir
lýst sig reiðúbúna að vinna að
framkvæmdum í samræmi við
yfirlýsingu ráðuneytisins og
gera þær ráðstafanir, sem telj-
að fyrirbyggja hugsanleg hei-
ast kynnu nauðsynlegar til þess
kvæð áhrif framkvæmdanna á
líf og veiði í ánni. □
- Framkværadastefna
(Framhald af blaðsíðu 1).
stefnu sinni, sfem þegar hefur
verið mörkuð og nefnd fram-
kvæmdastefnan.
Á næstu dögum verður vænt-
anlega unnið að samkomulagi
unt ýmis mál milli flokkanna og
reynir þá mikið á ábyrga af-
stöðu hvers og eins í bæjar-t
4Í.Ónti. ■ □
vík. Þessir voru kjörnii' í fyrsta
framkvæmdaráðið: Sr. Friðrik
A. Friðriksson, Einar J. Reynis,
Þorgrímur Maríusson, Þórunn
Hafsteen, Þórarinn Stefánsson
og Friðþjófur Pálsson.
Hið fyrsta var hafizt handa
um að útvega teikningu, nauð-
synleg leyfi og lán. Samtímis
var komið af stað margvíslegri
fjársöfnun heima og í aðildar-
hreppum. En þetta var á kreppu
árunum, og það dróst, að til-
skilin leyfi og loforð fengjust.
Árið 1935 var svo stofnað sam-
eignarfélagið Sjúkrahúsið í
Húsavík, en fyrstu stjórn þess
skipuðu: Einar J. Reynis, for-
maður, Karl Kristjánsson, rit-
ari, og Þórarinn Stefánsson,
gjaldkeri. Stofnendur voru
hreppar Húsavíkur og Reyk-
dælalæknishéraða, Kelduness-
hreppur í Oxarfjarðarlæknis-
héraði og Suður-Þingeyjarsýsla.
Sama ár ákvað félagið að
hefja smíði sjúkrahússins, þótt
samþykki ríkisstjórnarinnar
kæmi ekki fyrr en síðar. Það
hafði þá handbærar kr. 23.855.66
sem safnazt höfðu með gjöfum,
framlögum félaga og stofnana,
hlutaveltum, skemmtunum og
lánum einkaaðila og stofnana.
Jón Stefánsson á Ondólfsstöð
um var ráðinn byggingameistari
að húsinu, en iðnmeistarar á
Húsavík sáu um sérverk, hver
á sínu sviði. Byggingin gekk
vel, og er húsið var formlega
tekið í notkun, voru tilbúin 14
sjúkrarúm, en síðar var fjölgað
í 18. Björn Jósefsson, héraðs-
læknir, fyrsti læknir sjúkrahúss
ins, og með honum réðist til
starfa Sigrún Sigtryggsdóttir,
yfirhjúkrunarkona. Hjalti Uluga
son var ráðinn fyrsti ráðsmaður
sjúkrahússins.
Eins og vænta mátti, var
sjúkrhúsið ekki fullbúið tækj-
um, er það tók til starfa. Bún-
aður þess var þó aukinn jafnt
og þétt, eftir því sem ástæður
leyfðu, og lögðu menningar- og
mannúðarfélög staðarins þar
fram di-júgan skerf.
Þegar upp úr miðjum sjötta
tug aldarinnar var sýnt, að
sjúkrahúsið var orðið of lítið.
Fyrsta áþreifanlega spor að
smíði við- eða nýbyggingar
steig Kvenfélagasamband Suð-
ur-Þingeyinga, er það hóf, fyrir
forgöngu Hólmfríðar Péturs-
dóttur á Arnarvatni, söfnun til
slíkrar byggingar, árið 1958.
1960 var farið fram á leyfi eign-
araðila til stækkunarinnar, og
ári síðar ákveðið að hefjast
handa, þegar leyfi hellbrigðis-
yfirvalda fengist.
DAGSKRÁ Sambands norð-
lenzkra kvenna á sambands-
fundi 10. júní.
Miðvikudagur 10. júní.
Kl. 20.30. Farið frá Ferðaskrif
stofu Akureyrar til Dalvíkur.
Finuutudagur 11. júní.
Kl. 10.00. Helgistund í kirkj-
unni, sr. Stefán Snævarr. Fund
ur settur. Skýrsla stjórnar. Les-
in fundargerð síðasta fundar.
Skipað í nefndir. Matarhlé.
KI. 13.30. Fulltrúar gefa
skýrslur. Kaffihlé.
Kl. 16.30. Garðyrkjuskólamál-
ið.
Kl. 17.00. Erindi: Guðlaug
Narfadóttii'. Sýningin skoðuð.
Matarhlé.
Kl. 20.00. Opinn fundur um
skólamál. Valgarður Haralds-
son námsstjóri, Helgi Þorsteins-
son skólastjóri, Jónas Pálsson
sálfræðingur. Frjálsar umræður
á eftir.
Föstudagur 12. júní.
Kl. 10.00. Nefndir starfa. —«
Nefndir skila áliti.
Kl. 14.00. Lesnir upp reikn*
ingar. Onnur mál. kosninga '.
Kaffihlé. Frjálst ef tími leylir.
Kl. 20.00. Sýnikennsla fr, .
Osta- og smjörsölunni: Margré i
Kristinsdóttir. Erindi: Frú Aðc i
björg Sigui'ðardóttir. Litskugg \
myndir úr Eyjafjarðarsýslu.
Laugardagur 13. júní.
Kl. 8.00. Farið til Akureyra
(Fréttatilkynning)
Heilbrigðismiðstöðin, Húsa-
vík, starfar í nánum tengslum
við sjúkrahúsið, og nota báðar
stofnanirnar sama upplýsinga-
kerfið að mestu leyti. Allar upp
lýsingar um sjúklinga eru vél-
ritaðar. í miðstöðinni verður
tafarlaust tekið á móti sjúkling-
um vegna slysa og bráðra sjúk-
dóma, en annars er tekið á móti
eftir biðskrá. Tengslin við ferli-
vistarþjónustu sjúkrahússins
gera mögulegt að taka menn í
skoðun og veita þeim fullnaðar-
þjónustu samdægurs, sem er
mjög mikilvægt, þar sem menn
verða oft að koma urn langa
vegu. Við móttöku verður hjúkr
unarkona, sem finnur sjúkála
viðkomandi og vísar þeim inn
til lækna, en vinnur auk þess á
skiptistofu og aðstoðar læknana
á margvíslegan hátt. Heilbrigðis
miðstöðin og sjúkrahúsið hafa í
sameiningu hug á að ráða til sín
sjúkraþjálfara sem mikil þörf er
fyrir.
Heilbrigðismiðstöðin er sjálf-
stæð stofnun, rekin af Húsa-
víkurbæ og fleiri aðilum. Mun
þetta vera fyrsta slík miðstöð
hérlendis, sem rekin er í tengsl-
um við sjúkrahús svo sem þessi.
Hún er jafnframt heilsuverndar
stöð, og munu þættir hennar
taka til starfa smárn saman nú
á næstunni. Nú þegar er komin
föst mynd á mæðraskoðun og
ónæmisaðgerðh' á börnum.
Sjúkrahúsið í Húsavík er sjálf
stæð stofnun. Eigendur hennar
eru, sem fyrr segir, Húsavíkur-
bær (60%), hreppar Húsavikur
og Breiðumýrarlæknishéraðs
(áður Reykdæla-) ásamt Keldu
nesshreppi í Kópaskerslæknis-
héraði (áður Öxarfjarðar-)
20%, og Suður-Þingeyjarsýsla
20%. Þessir aðilar kjósa sjö
manna stjórn sjúkrahússins
þannig: Húsavíkurbær 4, sýsl-
urnar 3.
Stjórn hússins skipa nú: Þor-
móður Jónsson, Húsavík, for-
maður, Sigurður Hallmarsson,
Húsavík, ritari, Einar M. Jó-
hannesson, Húsavík, Jón Ár-
mann Árnason, Húsavík, sr. Sig
urður Guðmundsson, Grenjaðar
stað, Úlfur Indriðason, Héðins-
höfða, Björn Guðmundsson,
Lóni.
Framkvæmdastjóri sjúkra-
hússins er Áskell Einarsson. —
Yfirlæknir Örn Arnar, yfir-
hjúkrunarkona Þórdis Kristjáns
dóttir, matráðskona Guðrún
Gísladóttir, ljósmóðir Ásta Lóa
Eggertsdóttir, meinatæknir
Ragnheiður Benediktsdóttir, að
stoðarlæknar Gísh G. Auðuns-
son og Oddur Bjamason. □
Guðmundur
Karl
Pétursson
yfirlæknir.
Fæddur 8. sept. 1901.
Dáinn 11. maí 1970.
Allt varð svo hljótt scm á helgistund,
er heyrðist, að Guðmundur Karl væri látinn.
Hann, sent oftast fann opin sund
og æðraðist hvergi, þótt gæfi á bátinn.
Hann, sem var þjáðum til huggunar
og hjálpar á örlagaríkum stundum,
sem hvarvetna góður gestur var
og glaðastur allra á vinafundum.
Hann vakti allsstaðar traust og trú,
tök á verkefnmn sínum kumti.
Smnarfuglarnir syngja nú
saknaðarljóð í hverjum runni.
Þeim gaf 'ann hluta af sjálfum sér.
Seiddi hann Iöngmn vorsins óður.
Trú hans, vonunt og verkmn ber
vitni ihnandi skógargróður.
Æfður í meðferð orðs og linífs
eldsnöggt á kýlunt stungið gat hann
og hjálpað möi'gum til lengra lífs.
Lífið og heilsuna dýrast mat hann.
Hann sendi mörgmn simi ntaka heim
magnaðan endurfæddum vonunt.
Ég hafði kynni af ýntsum þeim,
sem áframhald lífs síns þökkuðu honun;,
Heiniilið, bærinn og héraðið er
harmi lostið við skarðið auða.
Fréttin til vor það boðorð ber,
að bilið sé skammt milli lífs og dauða,
Hann var í lífinu á hraðri för
til hinztu stundar, léttur í spori.
Hérvist er lokið og Iagt úr vör
yfir landamærin í sól og vori.
Þeir eru svo ntargir, sem minnast hans
og mannkostaauðugs vinar sakna,
ötula, fjörntikla félagans,
sent fékk hvem ónytjung til að vakna,
Hans störfum má líkja við ástaróð
ortan til landsins sagnaríka.
Ég ber fram þær óskir, að vor þjóð
eignist sent flesta honuin líka.
Ármann Daímannasefi.
S*4