Dagur - 01.07.1970, Blaðsíða 5

Dagur - 01.07.1970, Blaðsíða 5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarma'ður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. SKÚGRÆKT í SKÓGLAUSU landi þrá menn trjágróður. í tæru lofti er hin nakta fegurð stundum köld og svo er hér í okkar fjöllótta jöklalandi. Þess vegna þrá menn skóginn, bæði til skjóls og augnayndis, og oft er hann bundinn því fegursta í draumum manna um umhverfi og óskalönd, og það er betra en ekki, að gróðursetja nokkrar trjáplöntur í húsagarði, sjá þær vaxa upp, verða að stórum trjám, þrungnum af lífsmagni og fegurð. Hið ísenzka birki og víðir- inn, sem náttúran þyrmdi um aldir á stöku stað, lögðu mönnum ekki einungis til bjartsýnina, heldur líka sannanir þess, að hinir fegurstu draumar um skógrækt á íslandi gætu rætzt. Upp af þessari bjartsýni, óskhyggj- unni um íslenzka skóga og vitnis- burðum trjánna, sem engin tortím- ingaröfl fengu að velli lagt, spruttu skógræktarfélögin, fyrst Skógræklar- félag íslands, stofnað á Akureyri 11. maí 1930 og lifir enn undir nafninu Skógræktarfélag Eyfirðinga og síðar á sama vori annað Skógræktarfélag íslands á Þingvöllum. Á aðalfundum tveggja elztu félag- anna, sem liér voru sérstaklega nefnd og haldnir voru á Akureyri um síð- ustu helgi, var 40 ára afmælis þeirra minnzt sérstaklega og þá bæði litið um öxl og horft fram á veginn. Akureyri hefur löngum verið talin vagga skógræktar á Islandi, enda hófst skógrækt fyrst hér í nágrenn- inu, bæði fyrir atbeina góðra bænda og erlendra góðborgara á Akureyri, sem öllum er kunnugt. Elztu trjá- garðar bæjarins sýna sjö áratuga sögu þessarar ræktunar í innbænum, en í miklu yngri bæjarhlutum teygja trén sig upp yfir íbúðarhúsin, svo að þar er sem skógur yfir að líta. Aldamótaskáldin sáu í anda landið skrýðast skógi, og ljóð þeirra lifa. En forystumenn skógræktar liggja heldur ekki á liði sínu og hafa auk þess nokkra fjármuni af al- mannafé til umráða og yrkja ný skóg- ræktarljóð í krónum og aurum, sam- kvæmt nýrri viðmiðun á gæðum lífs- ins og fegurðinni, og önnur í gróður- reitum og girðingum og öðrum skóg ræktarstörfum víða um land. Skóg- ræktarmenn eru flestum öðrum fjær því, að allieimta daglaun að kveldi. En nokkur huggun er það þeim, sem lítið eiga af langlundaigeði, að vita að skógurinn vex á meðan þeir sjálf- ir sofa, og að með skógræktinni er verið • að spinna einn þráð í ham- ingjuvef framtíðarinnar. Megi það vel takast og öll störf hinna fertugu skógræktarfélaga, sem í þeim anda eru unnin. □ Báðir aðilar eiga að stíga skref Iil sáttar VERA MÁ, að frá sjónarmiði fagurfræði og náttúruverndar hafi virkjunarframkvæmdir við Laxá í Suður-'Þingevjarsýslu verið slys. Staðreynd er það engu síður, að þær virkjanir framleiða 12.500 kw., sem tvær sýslur og tveir kaupstaðir njóta. En orku- framleiðslan nægir nú ekki leng ur, fullnægir ekki hinni vax- andi, almennu orkuþörf íbúanna á þessu svæði. Vaxandi raforku notkun var auðvitað löngu Ijós og stjórn Laxárvirkjunar var falið að fullnægja þörfinni með nýrri eða nýjum virkjunum. Hún leitaði möguleikanna í sömu ánni, fann þá og gerði áætlanir. Það var þá, sem hin umdeilda Gljúfurversvirkjun kom á dagskrá, vatnaflutningar á hálendinu, 57 metra há stífla í mynni Laxárdals og allt það austur þar, er meira hefur verið um deilt en flest önnur mann- anna verk á síðari árum. Á sáma tíma og undirbúning- ur nýrra virkjana í Laxá stóð sem hæst, barst hingað til lands sterk náttúruverndarhreyfing. Mengun lofts og vatns ógnar ýmsum þéttbýlissvaeðum heims ins og sjálf jörðin og gróðurinn, jafnvel höfin eru menguð af mannavöldum og einnig það, sem þar lifir. Maðurinn hefur spillt umhverfi sínu í svo stór- um stíl, að það kostar óhemju fjármuni og enn eina tækni- byltingu að endurheimta eitt- hvað af því, sem horfið er og áður var ekki metið til fjár, svo sem hreint loft og heilnæmt drykkjarvatn. Þetta allt og vax- andi skilningur á því, að mað- urinn er hluti umhverfis síns og því ber að umgangast það með gát og fullri vir'ðingu, varð Þing eyingum m. a. hvöt til að vernda Laxá og mótmæla áfoim um verkfræðinga og Laxár- virkjunarstjórnar um Gljúfur- versvirkkjun og fleiri virkjanir á því vatnasvæði. Og þessi náttúruverndaralda varð fjöl- mörgum öðrum hvöt til að styðja málstað þeirra. Hinir ýmsu fulltrúar tækninnar, sem hönnuðu fullvirkjun Laxár, svo og stjórnarmenn Laxár- virkjunar eru ósnortnir af sjón- armiðum náttúruverndarmanna og héldu ótrauðir áfram því verkefni sínu, að finna góðan virkjunarstað, til þess að geta fullnægt raforkuþörf fólks á Laxárveitusvæði og e. t. v. fleiri héraða, til almennra nota. Og ríkisstjórnin lét undir höfuð leggjast þá samþykkt Alþingis, að láta rannsaka virkjunarað- stöðu á öðrum stað í þessum landshluta. Þegar Þingeyingar risu upp og mótmæltu framhaldsvirkjun um í Laxá, var ekki hægt að benda á virkjanir við önnur vatnsföll og hafa til samanburð- ar hvað snerti virkjunarkostnað og framleiðsluverð raforkunn-l ar, svo báglega var að öllum þessum málum unnið. Laxá var xannsökuð, mannvirki hönnuð og áætlanir sýndu fjárhagslega hagstæða úrlausn raforkumála, á meðan ekki kæmi til orku- frekur iðnaður. Það var erfitt fyrir hina tæknimenntuðu menn, sem fundu hagkvæma lausn þess mák, sem þeim var falið að finna, að standa allt í einu frammi fyrir nýju vanda- máli, sem þeir aldi-ei höfðu lært neitt um og voru óviðbúnir að mæta og lítt fallnir til að meta, umfram aðra menn. Þetta nýja viðfangsefni var náttúruvernd, sem hvorki lýtur lögmálum xnælistokks eða talna. Deilurnar miklu út af nýjum virkjunum á Laxá í S.-Þing. munu verða til-þess, að hér á landi verður ekki, við hönnun meiriháttar mannvirkja, gengið framhjá hinum nýju sjónarmið- um eftirleiðis. Út af fyrir sig verða það væntanlega talin merk tímamót, þegar frá líður. Þá verður mönnum eflaust hug- leikið að rifja það upp, þegar fyrsti stóráreksturinn varð milli verkvísinda og framkvæmda annars vegar og hins vegar fag- urfræði og sjónarmiða náttúru- verndar. En þetta stórmál situr enn fast og engin breyting sýnileg, nema hvað deiluaðilar harðna í sókn og vörn. Opinberar deil- ur, samningafundir, ráðherra- bréf, hótanir um lögbann við öllum virkjunarframkvæmdum við Laxá, einkenna deilurnar milli aðila. Akureyrarkaupstað- ur á 65% af Laxárvirkjun, ríkið’ 35%. Stjórn Laxárvirkjunar er því ein af nefndum bæjarins að meirihluta og sá hluti hennar af bæjarstjórn kjörinn. Hvort sem menn fagna því eða syrgja það, hafa þingeyskir bændur nú þegar unnið hálfan sigur í varnarbaráttu sinni fyrir verndun Laxár. Þeir hafa feng-í ið því framgengt, að fallið hefur verið frá hinum stórkostlegu vatnaflutningum framan við alla byggð og Suðurá fær að renna áfram í sínum gamla far- vegi fyrst um sinn og Kráká lát in í friði. Þar með er þá líka úr sögunni að auka vatnsmagn Laxár með vatnaveitum á öræf- um. En það er enn á dagskrá hjá Laxárvirkjunarstjórn að gera litla virkjun, með tilheyr- andi jarðgöngum og neðanjarð- ar stöðvarhúsi, síðan að gera 18—20 metra vatnsborðshækk- un ofan við gljúfur þau í mynni Laxárdals, sem kunn eru af því tvennu, að vera g'ljúfra fegurst, a. m. k. áður en virkjað’ var, og fyrir þá virkjun, er þar var gerð' og heitir Laxárvirkjun. Þar næst á að hækka stífluna upp í 57 metra og myndast við það 15 km. stöðuvatn í norðanverð- um Laxárdal. Með þessu móti á að fást raforka til almennra nota á núverandi orkuveitu- svæði Laxár næstu áratugina. Nú hetfur stjórn Laxárvirkj- unar „ráðherrabréf upp á“ fyrsta áfanga þessarar virkjun- arframkvæmda, frá 23. sept. 1969 og bljóðar það upp á 8 þús. kw. Þar segir ennfremur: „Lík-I ast til myndi samkvæmt fram- angreindu, virkjað afl í Laxá allt að 15 kw. (eða 15 þús. kw.) með stítflu á síðara stigi af þeirri' stærð, sem bæði sýslunefnd S.- Þing. og Búnaðarsamband sýsl- unnar hafa tjáð sig um og talið, að gæti verið við hæfi ... . “ En sú stífla er 18—20 metrar. En með sömu yfirlýsingu ráð herra hafa bændur fengið ýmis- legt það í hendur, sem þeir ekki höfðu áður. Þar segir m. a. um ákvörðun um 20 metra vatns- borðshækkun, sem kynni að fel- ast í öðrum áfanga og innan marka þess, sem unnt yrði að leyfa síðar, verði þó ekki tekin eða önnur vatnsborðshækkun nema að höfðu samráði við íbúa Laxárdals, hlutaðeigandi sveitar stjórnir og Félag landeigenda. Fyrir akömmu var undirritað ur verksamningur milli stjórnar Laxárvirkjunar og Norðurverks h.f. um fyrsta stig Gljúfurvers- virkjunar, þ. e. um gerð jarð- gangna, stöðvarhúss og fleira við Laxá og er undirbúningur þess verks hafinn. Þingeyingar mótmæla og banna framkvæmd ir. Þannig standa málin á vor- dögum 1970. Þessi óleysta deila milli grann héraða er vanvirða. Oll viljum við fá raforkuna. En ekki held ég almenningur telji það sóma- samleg vinnubrögð, að sækja þessa raforku til ágætra ná-i granna okkar i algerri óþökk þeirra og banni. Deiluna verður að leysa, því allt annað er ósæmilegt í samskiptum manna um slík mál. Frá leikmanns sjónarmiði er deilan að vísu vandleyst en þó væntanlega möguleg. Laxár- virkjunarstjórn hefur tapað mál inu að hálfu leyti, með því að fallið hefur verið frá Suðurár- veitu og virkjunaráformum í efri hluta Laxá og Kráká. Mér sýnist viðunandi lausn geta fal- ist í því, að' Laxárvirkjunar- stjórn fái óskorað leyfi til að byggja 18—20 metra háa stíflu í eða ofan við Laxárgljúfur og virkja 15—20 þús. kw„ eða svo mikið sem unnt er við þá að- stöðu. En þá verði að fullu stað- ar numið í virkjunarfram- kvæmdum í Laxá og þær tekn- ar af dagskrá á þann hátt, sem bændur austur þar geta við _unað, þ. e. að trygging sé fyrir því, að ekki verði fram haldið. Ef stjórn Laxárvirkjunar tek- ur þetta skref, sem henni mun bæði þykja stórt og ekki í rétta átt stefnt, verður því naumast trúað, að þingeyskir bændur haldi fast við þá ákvörðun sina að stöðva framkvæmdir nú. Enda má gera ráð fyrir, að þeir séu ekki öðrum ófúsari til sátta í deilumálum en aðrir menn. Laxá, neðan núverandi virkj- únar, er fræg laxveiðiá, efth-- sótt af innlendum sem erlend- um stangveiðimönnum og þykir vart eiga sinn líka. Rétt mun það vera og engar ýkjur, sem vitur bóndi í Aðaldal sagði í vetur við þann er þetta ritar: Laxá er gullá og getur þó oi'ðið mörgum sinnum dýrmætari en hún er nú. Þetta er eflaust rétt því talið er, að yfirleitt megi gera flestar eða allar fiskiár miklu fiskauðugri en þær eru, með því að rétta náttúrunni hjálparhönd. En auk þess er Laxá aðeins laxgeng upp að virkjun og meiri hluti hennar því enn ónytjaður, sem slíkur, allt til Mývatns og lengra þó. En sá hluti árinnar og umhvei'f- is hennar er hreinn ævintýra- heimur, sem hvergi á sinn líka. Þann ævintýraheim hafa fæstir séð, því vegur liggur ekki um dalinn endilangan og um mið- bik hans verður því að fara fót- gangandi. Hraun, birki, víði- tegundir, sumar furðu stórvaxn ar, hvönn, einir og margskonar annar gróður veitir augum ferðamannsins yndi á bökkum árinnar og eyjum og vel grón- um hlíðum beggja vegna. Fjöldi fugla á þarna griðland og meðal þeirra sjaldgæfar tegundir. Spik feitur urriði veiðist í ánni og freistar þeirra, sem gaman hafa af stangveiðum. Og kyrrð dals- ins veitir þeim kærkomna hvíld, er þar koma._ Laxá í Laxárdal verður ef- Iau,st eftirsóttust til veiða allra straumvatna á landi hér þegar fiskvegur verður gerður um Laxárgljúfur. Er vart hægt að hugsa sér, að sú framkvæmd eða önnur aðferð til að koma laxi upþ í Laxárdal og allt til Mývatns, verði öllu lengur draumórar einir, svo mikilsvert er það mál og mikið hagsmuna- mál. Laxveiði í Laxá, ofan Lax- árgljúfra gæti gefið tugmilljóna króna árlegar tekjur, til við- ibótar þeim fjármunum, sem Laxá gefur nú á hinum tak- (Framhald á blaðsíðu 2) -Frá aðalfundi Skógræk tarfélags íslands í MA ’MRWKi (Framhald af blaðsíðu 1). nefnd, er til þess var kosin, fjall að um tillögurnar. Mun þeirra verða að nokkru getið síðar. Bæjarstjórn Akureyrar bauð fundarmönnum öllum til kvöld- verðar í Sjálfstæðishúsinu og þar fór fram kvöldvaka að kvöldverði loknum. Formaður félagsins afhenti þar bæjarstjórn Akureyrar að gjöf frá félaginu fjöl úr lerki- stofni frá Hallormsstað með áletrun. Einnig voru þeim Jóni Rögnvaldssyni aðalstofnanda Skógræktárfélágs Eyfifðinga og Ármanni Dalmannssynþ sem verið hefur framkvæmdastjóri þess rúmlega tvo áratugi, afhént gullmerki Skógræktarfélags ís- lands og skírteini um, að þeir væru kjörnir heiðursfélagar þess. Þá voru og Þórhalli Guðna syni í Lundi í Fnjóskadal afhent verðlaun fyrir störf hans að skógræktarmálum. Á kvöldvök- unni voru flutt söguleg drög að undirbúningi stofnunar Skóg- æktarfélags Islands. Stjórnaði Þórarinn Þórarinsson fyrrv. skólastjóri þeim þætti kvöld- vökunnar, sem þótti fróðlegur og vel fram settur. Sunnudaginn 28. júní lauk fundinum um hádegi. í stað Sigurðar Bjarnasonar var kosin í stjórn félagsins frú Aúður Eiríksdóttir í Hafnarfirði. Sig- urður er, sem kunnugt er orð- inn sendiherra í Kaupmanna- höfn. Aðrlr í stjórn félagsíns eru: Hákon Guðmundsson yfir- borgardómari, Haukur Jörunds son skólastjóri, Jónas Jónsson Ármann Dalmannsson. ráðunautur og Oddur Andrés- son bóndi á Hálsi í Kjós. í vara- stjórn var endurkosinn Olafur Jónsson kaupmaður á SeKossi. Frá Húsmæðraskóla num á HÚSMÆÐRASKÓLANUM á Laugalandi var slitið laugar- daginn 14. júní að viðstaddri skólanefnd og gestum. Sóknar- presturinn, séra Bjartmar Krist jánssori, flutti guðsþjónustu en forstöðukonan, frk. Lena Hall- grímsdóttir, ávarpaði náms- meyjar og afhenti þeim próf- skírteini. Hún gat þess að 38 nemendur hefðu hafið nám í skólanum sl. haust, en 7 af þeim horfið frá námi og tveir nýir nemendur komið í þeirra stað. 33 nemendur hefðu því lokið prófi að þessu sinni. Heilsufar í skólanum var gott í vetur. Þann 9. maí heiðruðu 10, 20 og AÐALFUNDUR Ferðafélags Akureyrar, fyrir árið 1969, var haldinn að Hótel Varðborg fimmtudaginn 16. apríl 1970. Fundarstjóri var Björn Þórð- arson, en fundarritari Jón Geir Ágústsson. Áður en gengið. var til <lag- 1 skrár minntist formaðui’ félags- ins, Valgæður Baldvinsson, ný- látins félaga, Kára Sigurjóns^ sonar, en hann lézt í Lands- spítalanum i Reykjávík eftiy örstutta legu, þann 15. aprfl sl. Formaður F.F.A., Valgarðuh Baldvinsson, flutti skýrslú stjórnai'innar og fara hér á eftir nokkur atriði úi- henni, „Ferðir“, blað F.F.A. 28. árg, kom út í júní. Aðalefni ritsins var Miðhálendisférð, eftir Þoiv móð Sveinsson; Uxáskarð- og. Náttfaravíkm-, efth- Björn Bessa son; Byggingasaga Drekaskála, efir Aðalgeir Pálsson; Hitaveita í Laugafelli, eftir Angantýr Hjálmarsson; auk áætlana og frétta af starfsemi F.F.A. og F.F.S. Þorsteiú'sskáli var fjölsóttur að vandal Tekjur fyrir gistingu þar urðu kr. 24.589.10. Aðkall- andi er að mála húsið utan og bæta aðstöðu til snyrtingár og gildir það atriði fyrir öll sælu- t hris félagsins. LaUgaféll. Á árinu var lögð hiíaveíta í húsið ’og hefur hún géiið góða raun. Þá var unnið með dráttarvél að lagfæringu á umhv.eríi hússins og breytingu á aðkeyrslu. Allt miðar þetta Sð því 'áð vernda fyrir ágangi ; og uppblæstri torfuna, sem hús- ið Stendúr- á. En betur má ef 'dllgá -skál, Tekjur fyrir gistingu urðu þai" kr. 8.687.75. Dreki, Farnar voru þrjár ' vinnúférðir til að ganga frá sæhihúsir félagsins við Drekagil . í: D>mgitifj.ölJum. Þann 26. sept. sl. var síðasta ferðin farin og tók öll stjórn F.F.A. þátt í þeirri ferð og fleiri félagar. Þarna fór fram einskonár vígsla og skírn hússins og hlaut það nafnið Dreki. Keypt hafa verið borð og (Framhald á blaðsíðu-7) 30 ára nemendur skólann með heimsókn og færðu honum fagr ar og góðar gjafir. Hæstu einkunnir 'hlutu Val- gerður Sohiöth, Hólshúsum, Eyjafirði, 9.19, og Anna Guð- mundsdóttir, Akureyri, 9.16. Forstöðukona gat þess, að hún léti nú af störfum eftir 33 ára starf við skólann. Hún þakkaði það traust, sem sér hefði verið sýnt með því að fela sér forstöðu skólans, þar sem hún hefði fengið tækifæri til að kynnast mörgu góðu fólki, því að þar hefðu starfað góðir kennarar og margir ágætir nem endur. Hún þakkaði skólanefnd og kennurum gott samstarf og gaf frú Aðalsteinu Magnúsdótt- ur skólanefndaitfarmanni orðið. Frú Aðalsteina þakkaði frk. Lenu fyrir vel unnin störf í þágu skólans og sagði að nú þegar hefði komið í ljós góður árangur af starfi hans. Næstur tók til máls skóla- nefndarmaður Ófeigur Eiríks- son sýslumaður. Skýrði hann frá því að skólanefndin hefði LISTAHÁTÍDIN1REYKJAVÍK LISTAHÁTÍÐIN var sett sl. laugardag 20. júní við hátíðlega athöfn í Háskólabíói að við- stöddu ýmsu stórmenni, inn- lendu og erlendu. Fluttur var hátíðarforleikur eftir Þorkel Sigurbjörnsson, saminn í tiléfni lista'hátíðar. Afhenti mennta- málaráðherra Gylfi Þ. Gíslason höfundi fjárupphæð að verð- launum. Verk sitt nefnir Þor- kell „Ys og þys“. Einnig var flutt hljómsveitar verkið „Tengsl“ eftir Atla Heimi Sveinsson. Halldór Laxness flutti ræðu, og í lokin söng Karlakórinn Fóstbræður íslenzk lög undir stjórn Garðars Cortes. Nóbelsskáldið áminnti rnenn að láta ekki kjarna málsins, list ina sjálfa, drukkna í ytri fyrir- gangi og orðaflaumi lítt gagn- legum til skilnings á listinni, sem sagt menn sjái, og hver eyru hefur hann heyri. Þessa dagana hefur hver ágætur listaviðburðurinn rekið annan. Á sunnudag fluttu íslenzkir tónlistarmenn, strengjasveit og blásarar, kammertónlist eftir Jón Leifs, Jón Ásgeirsson og Pál P. Pálsson. Tónleikarnir fóru fram í Norræna húsinu kl. tvö. Var aðsókn heldur dræm því miður, og geta fleiri verið þungir í taumi en Akureyring- ai'. Þarna var bæði um skemmti leg verk að ræða og sérlega vandaðan flutning og vel unn- inn. Þá um kvöldið söng norska söngkonan Edith Thallaug lög eftir norræna höfunda, Kjerulf, Rangström, Sibelius og Grieg. Hún er starfandi við Stokk- hólmsóperuna, og er einnig frá- bæi' ljóðasöngkona. Þá voru á þriðjudagskvöld tónleikar í Norræna húsinu, sem nefndust „Andstæður". Var þar nánar tiltekið teflt fram klassik og jass og hvorttveggja tekið með miklum fögnuðu Laugalandi ákveðið að stofna sjóð er bæri nafn frk. Lenu Hallgrímsdóttur, og yrði honum varið til að prýða umhverfi skólans. Foi'stöðukonan þakkaði hlý Oi'ð í sinn garð, árnaði náms- meyjum heilla og óskaði þeirn til hamingju með þann áfanga, sem þær hetfðu náð og að þær bæru gæfu til að verða dugandi húsmæður, landi og þjóð til sóma. Að síðustu bað hún skól- anum Guðs blessunar og sagði 33. skólaári slitið. (Fréttatilkynning) FERÐAÁÆTLUN Ferðafélags Akureyrar 1970 — 7. ferð 4.-5. júlí: Víðidalui’, Vatnsnes. 8. fei'ð 11.-20. júlí: Öræfa- sveit. 9. fei-ð 22.—29. júlí: Kaldidal- ui' — Kjölur. 10. ferð 31. júlí — 3. ágúst: Jökulsárgljúfur — Askja. 11. 1.—3. ágúst: Herðubi'eiðar lindir — Askja. 12. ferð 8.—9. ágúst: Skagi. 13. ferð 14,—16. ágúst: Snæ- fell. 14. ferð 22. ágúst: Timbur- valladalui'. 15. ferð 23. ágúst: Fljót. 16. ferð 28.—30. ágúst: Langa nes. 17. ferð 5.—6. september: ís- hólsvatn — Mjóidalur. 18. ferð 13. september: Þor- valdsdalur. áheyrenda. Mér virtist ósvikin músikgleði ríkja í húsinu þetta kvöld, bæði með áheyrendum og flytjendum, sem tókst að skapa tengsl milli sín og áheyr- enda meiri en maður á yfirleitt að venjast. Þá hefur norska leikkonan Rut Tellefsen, sem er íslenzk- um sjónvai'psáhorfendum að góðu kun, tvívegis komið fram í Norræna húsinu. Hún hefur flutt óbundið mál og ljóð og norski píanóleikarinn Kjell Bækkelund lék með tónlist eftir Chopin og Gi'ieg. Það er vafalaust, að ekki hef- ur Reykvíkingum fyrr gefizt kostur á að njóta svo mikillar og góðrar listar á hinum fjöl- breytilegustu sviðum. T. d. eru myndlistarsýningar ekki færri en tíu talsins hver annarri álit- legri. Sömuleiðis er sýning í Árnagarð’i á vegum Landsbóka- safnsins á íslenzkum bókum og handritum. . Þá er sitt af hvei'ju á ferðinni í leikhúsum borgarinnar og skal þar fyrst frægan telja Cullberg ballettinn sænska, íslenzkir dansarar hafa einnig sitthvað til málanna að leggja, en þeir hafa fengið heldur dræma aðsókn. Þá stóð hér yíir norrænt kirkjutónlistarmót, og í kvöld og á moi'gun efnir sænski leik- flokkurinn Marionetteatern í Stokkhólmi til sýninga í Þjóð- leikhúsinu, en þær eru sam - bland af brúðuleiklist, grímu og látbragðsleik. Svo vikið sé að tónlistaiþæt: (Framhald á blaðsíðu 7) Hilmar Símonarson 1 Fæddur 15 ág. 1931. - Dáinn 9. apríl 1970 Kveðja frá Símoni Ellertssyni en við engan þýðir um að sakast neitt, ekkert fær þeim orðum örlaganna breytt. Kær ég þakka kynní, Kostaríkan rnann ég í orði og verki oft og lengi fann, Við á fiskifleygi fram um ránarhyl báðir sóttum saman sjó um árabil. Mildar mæðu sára, mýkir íregans streng ástblíð endurminning' eftir góðan dreng, sem á sefans himni sumarfögur skín. Er góðs manns heyrisí gei j er gott að niinnast j»in. Áttir trúr og traustur tryggð sem aldrei brásh Vef í vinarkveðju virðing, þökk og ási. Finnumst síðar fræna við Friðarstranda-mai' og glaðir sarnan sjoinrs við sækjum aftur þar. H. L. | Guðrún Bjarnadóttir Hjaltalín Fædd 2. janúar 1952. - Dáin 18. júní 1970. MINNING VIÐ urðum harmi slegnar þeg- ar við heyrðum að Gunna væri dáin. Við kynntumst Gunnu íyrir nokkrum árum og áttum með henni margar og minnis- stæðar stundir í leik og að störf um. Hún var alltaf glöð og kát, reiðubúin að hjálpa öðrum í raun og eignaðist því marga sanna vini. En nú er komið skarð í hópinn sem aldrei mun fyllast. í sorginni kemur okkur í hug oi’ð skáldsins, að hryggj- ast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Elsku Gunna, nú kveðjum við þig í hinzta sinn, við vitum að þín bíður stærra og meira h'lut- verk fyr-st þú varst kölluð burt svo fljótt. Við þökkum þér allt. Minning þín mun lifa hjá okk- ur. Megi guðs hönd leiða þig og styi'kja foi-eldra þína, systkiny ættingja og vini í sorg úeirr- , Blessuð sé minning þín. Inga eg' Dérao Hljótt er hyggjusetur, hugardapur geng. Skarð er fyrir skildi. Skorið lífs á s(rend. — Ennþá úrill Helja ekki af höggi dró: mann á manndónisaldri nxætan niður sló. Víst er von að öllum verði þungt um róm þeim er þola verða þennan skapadóm,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.