Dagur - 28.10.1970, Qupperneq 5
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
AS taka réft sinn
BLÖÐ, útvarp og sjónvarp keppast
við að fræða landsfólkið um inn-
lenda og erlenda atburði. f erlendu
fréttunum eru rán, manndráp, upp-
reisnir, styrjaldir og hverskonar of-
beldi í stórum meirihluta og frétt-
irnar oftast marg endurteknar. Það
mætti ætla, að lieimurinn væri full-
ur af ofbeldi og illum verkum, og
mannlífið vonasnautt í þeirn táradal.
En það mætti þá líka ætla, að þessi
fréttaflutningur glæddi þann neista,
jafnvel í huga friðsamra og löghlýð-
inna borgara í þessu landi, að það
kunni að vera nauðsynlegt og um
leið afsakanlegra en áður var talið,
að beita nýjum aðferðum til að „ná
rétti sínum“ þegar valdhafar hætta
að lilusta á óskir manna og rökstudd-
ar kröfur einstaklinga eða hópa.
Þegar svo er kornið, eru einhverjir
bláþræðir orðnir í lýðræðislegri
stjórn mála, er brostið geta þegar
verulega reynir á.
Allir viljum við löghlýðnir Borg-
arar teljast, virðum reglur og rétt í
okkar lýði'æðissamfélagi, en krefj-
umst um leið jafnréttis og fyrir-
greiðslu þjóðfélagsins á mörgum
sviðum, sem það hefur tekið í sínar
hendur að meira eða minna leyti.
En þegar óskir og kröfur þegnanna
eru að engu hafðar, leiðir það til
þeirra atburða, er fyrr getur og frá-
sagnir í fjölmiðlum greina frá. Þeg-
ar íslenzkir námsmenn erlendis
fengu ekki úrlausn sinna mála, her-
tóku þeir íslenzkt sendiráð ytra og
settust að í öðrum, skólafólk í
Reykjavík settist að í ráðuneyti,
ruddist inn í Alþingi og lióf ræðu-
flutning. Þegar Mývetningar töldu
vonlaust orðið, að á sig yrði lilustað,
sprengdu þeir mannvirki, svo eftir
yrði tekið. Háskólamenntaðir kenn-
arar fóru nýlega hópgöngu til að
vekja athygli á kaupkröfum sínum,
og hafa hótað að segja upp kennslu-
störfum hjá ríkinu og leita annarrar
vinnu, innanlands og utan. Þetta eru
nokkur atvik, þar sem nýjum aðferð-
um er beitt, ofbeldi kemur við sögu
og menn taka rétt sinn sjálfir í sum-
um tilfellum.
Þessar baráttuaðferðir ýmiskonar
hagsmunalrópa í samfélaginu eru ef-
laust að nokkru sprottnar af erlend-
um áhrifum, en öðrum þræði af lé-
legri stjórn, og á ríkisstjórnin þar
sinn hluta. En augljóst sýnist, að
hneigð þegnanna til að taka sinn rétt
sjálfir liefur aukizt verulega með
þjóðinni, og er rétt að gefa því gaum
af fyllstu alvöru. □
KRISTJAN FRA DJUPALÆK:
SPURNING UM SJÁLFSAGA
ÉG HEF verið beðinn vegna
bindindisdagsins 1. nóv., sem
Landssambandið gegn áfengis-
bölinu gengst fyrir, að skrifa
hugleiðingu urn ófengisvanda-
málið.
Þegar við hugleiðum áfengis-
vandamál, verðum við að líta á
tvö atriði sem staðreynd:
Áfengi verður enn um langa
tíð vara á markaði, þar sem
hver getur keypt það, sem vill
og hefur fjárráð til, og það verð
ur enn um ár, ein af helztu
tekjulindum ríkissjóðs, en það
ýtir á lúmskan liátt undir
gervi-réttlæting á sölu þess.
Hins vegar ber að líta á hina
staðreyndina, sem ég nefndi:
Áfengi rennur ekki af sjálfs-
dáðum í munn manna. Hér er
því spurningin um sjálfsaga
hvers einstaklings höfuðatriði.
Hvernig er skapgerð þinni hátt-
að? Hvað hefur þú gert til að
ná stjórn á tilfinningalífi þínu?
Hver hefur árangurinn orðið,
hafir þú reynt það? Við getum
slegið því föstu, að engir tveir
einstaklingar eru eins. T. d. við-
víkjandi áfengi. Annar getur
drukkið í „hófi“, langa ævi,
stundað störf sín, séð um heim-
ili sitt og haldið virðingu sinni.
Hinn er fyrr en varir orðinn
algjör þræll vínsins, sjálfum sér
og öðrum til ómælanlegs böls.
Það er því hæpið að fordæma
hinn síðarnefnda, en hrósa hin-
um. Skapgerð beggja gat verið
lík, tilraunir beggja gátu hafa
átt svipaða þróun, aðeins sál-
ræn, jafnvel líkamleg mótstaða,
svo miklu minni hjá þeim, er
féll. Þetta er eins og tveir herir
berjist við jafnsterkan andstæð-
ing. Það fer eftir herstjórnarlist,
hvorum reiðir betur af. Þetta er
grundvallaratriði, sem ungir
menn verða að kanna: Er ég
auðveldari bráð vínfólkans en
vinur minn? Sé svo, verð ég að
beita mig harðari aga til varnar
en hann. Sé svo, vei'ð ég að
neita mér um þá hugsuðu gleði,
sem vín veitir manninum, því
ég er ekki bógur til að vera
herra víns. Hin umrædda gleði
er í mínu tilfelli, fyrr en varir
orðin hin stærsta sorg. Hver ein
staklingur verður að gjörþekkjá
mótstöðuafl sitt gegn nautnum
og herða stál vilja síns, því
meir, sem meðfædd veila hans
er meiri en annarra.
Þessar hugleiðingar snúa
beint að manninum sem ein-
staklingi,- er alhugun á skap-
gerð og efling hennar, því meiri
alefling, sem skapgerð er veik-
ari. Því við vitum að sá, sem
missir stjórn á víndrykkju, er
glataður um jafn langt tíma-
skeið og yfirráð vínsins ríkja.
En hann á lengi von um sigur,
ef hann vill ekki vera sá sigraði
um allan aldur.
Við skulum næst líta til ein-
staklingsins sem meðlims í fjöl-
skyldu, jafnvel sem fjölskyldu-
föðurs. Hjá slíkum má setja upp
einfalt reikningsdæmi. Ég, fjöl-
skyldufaðirinn, er þræll víns.
Ég eyði sameiginlegu fé, lifi'—
brauði fjölskyldunnar, í vín
handa sjálfum mér. Ég nýt
„hamingju“, efnalega á kostnað
konu og barna. Ég veld fjöl-
skyldunni miklum sársauka og
blygðun með framferði mínu.
Kannski ræni ég konuna heilsu
og legg þann veg fyrir börn
mín, sem verður þeim ævilöng
þyrnibraut. Ég nýt „hamingju“
á kostnað tilfinningalífs þeirra,
sem ég ann. Er þetta rétt?
Reikningsdæmið segir: Þú ert
margfaldur ræningi á heimili
þínu, þú rænir marga til að
seðja þig einan. Þú verður að
snúa við.
Það er erfitt, óskapleg erfitt.
En er ekki einnig erfitt að sjá
fjölskyldu sína í sárum og' vita
sig valdan að böli þeirra? Jú,
óbærilega erfitt, og án efa ann-
að en þú vildir. Er þá samt
nokkuð annað að gera en leggja
til orustu við bölvaldinn, vínið,
og reyna að sigra það. Vín flæð
ir ekki sjálft ofan í fólk. Þú
verður að taka tappan úr og
halla að þér stútnum. En því
ekki að reyna að gera það ekki?
— Það er svo erfitt, — mun
hinn sigraði segja. Það kostar
svo yfirmannlegt átak við þján-
ingu. En hver maður á á hættu
að verða sjúkur. Sumir sjúk-
dómar valda nær óbærilegri
þjáningu. Þessa þjáningu verð-
ur hinn sjúki að afbera, lengur
eða skemur. Er þá meira að
afbera áfengisþorstann nokkrar
vikur? Hann smá fjarar út, og
þú færð styrk frá augum ást-
vina þinna, sem gleðjast og
reyna að hjálpa þér. Viljaein-
beiting er því fyrsta og síðasta
mótspil gegn Bakkusi. Öll um-
gengni okkar við þann herra,
er stöðug brýning um sjálfsaga
okkar. Og munum eitt: Það er
hann, sem laug því að okkur að
vatn hans væri „lífsins vatn“.
Það er eitur. Þú ert veikur sem
einstaklingur. „Með öðrum ertu
meiri en þá sjálfur.11
(Framhald af blaðsíðu 8).
anna. Telur fundurinn að þessi
krafa sé aðeins í samræmi við
stefnu Framsóknarflokksins um
jafnvægi í byggð landsins. í
framhaldi af því vill fundurinn
benda á, að Akureyri er lang-
stærsti þéttbýliskjarni landsins
utan Reykjavíkursvæðisins. Á
Akureyri á flokkurinn vaxandi
fylgi að fagna og eru góðir
möguleikar á að svo verði í rík—
ara mæli með auknum vexti
bæjarins. Stór hluti kjördæmis-
ins eru sveitir, en í sveitum
landsins hefur aðalfylgi Fram-
sóknarflokksins verð til skamms
tíma. Staðreyndin er sú, að eigi
verður haldið uppi neinni starf-
semi án fjórmuna og vill fund-
urinn telja að það verði aðeins
styrkur fyrir flokkinn sem heild
að haldið sé uppi öflugri starf-
semi í Norðurlandskjördæmi
eystra.
Aðalfundur Félags ungra
Framsóknarmanna á Akureyri
leggur áherzlu á að málgagn
Framsóknarflokksins á Akur-
eyri „Dagur“ verði gert að
Helgi Snæbjörnsson,
Grund, Grýtubakkahr.
sextugur
Framhjá líða æviárin
enginn stöðvar tímans rás.
Þó að gráni höfuðhárin
hamingjunni ei markar bás.
Ójöfn skipti eins og gengur
úlfgrá él og sólarskin,
en hvar sem gengur góður
drengur
gott er að eiga slikan vin.
Hér á þessum heiðursdegi
Helgi minn, þá ósk fram ber;
óförnum á ævivegi
ætíð lánið fylgi þér.
S. B.
Samtök þeirra, sem vita hvað
áfengisböl er, munu jafnan vera
hið bezta úrræði. Tveir eða
fleiri velta stærra steini en einn.
Samtök drykkjumanna til sjálfs
bjargar, eru eina von þess, sem
ekki er nógu skapstyrkur til að
sigra einn. Drykkjumaður er
sjúklingui*. En vilji hann af al-
hug læknast, þá beiti hann öllu
viljaþreki sínu og sjálfsstjórn.
Þá hjálpi fjölskylda hans hon-
um, þá hjálpi samfélagið hon-
um, læknar og heilbrigðisstjórn.
Þá hjálpi samsjúklingarnir hon
um og um leið sjálfum sér. Og
sigur vinnst. Enginn skyldi hika
við að standa á fætur, þó hann
falli. Menn hlæja oft að falli,
því miður, en hláturinn minnk-
ar standi maðurinn upp. Það er
engin skömm að því að hrasa,
en það er skömm að reyna ekki
að rétta sig við. Maðurinn er til
þess fæddur að ná herradómi
yfir sjálfum sér á öllum sviðum.
Sá fer ekki erindisleysu um
lífsins „táradal“, sem sigrar í
þeim leik. Og um alla eilífð
verður sigurinn honum stig til
meiri sigra. Að lokum einn sann
leikur:
Verður glæst
vínmóða,
grátský
á geigsfjalli.
meira baráttublaði fyrir mál-
stað flokksins en verið hefur.
Telur fundurinn nauðsynlegt að
félagarnir sjálfir leggi stóraukna
hönd á plóginn varðandi sköp-
un blaðsins og verði blaðið
þannig meiri umræðuvettvang-
ur en verið hefur. Telur fund-
urinn eðlilegt og nauðsynlegt að
Félag ungra Framsóknarmanna
fái fulltrúa í stjórn blaðsins og
að stjórnin starfi meira að mál-
efnum þess en raun ber vitni.
Aðalfundur Félags ungra
Framsóknarmanna á Akureyri
fagnar þeim árangri er náðzt
hefur með prófkjörum. Þótt
framkvæmd þeirra sé ennþá á
þroskastigi, gefa þau þó ótví-
rætt til kynna vilja hins al-
menna kjósenda um val fram-
bjóðenda sinna og ræður nú sá
vilji valinu, en eigi fámennur
liópur manna.
Aðalfundur Félags ungra
Framsóknarmanna á Akureyri
ályktar að það samrýmist eigi
meginstefnu Framsóknarflokks
ins að vinna með íhaldsöflunum
í landinu. Fundurinn telur það
meginhlutverk Framsóknar-
flokksins að hafa forystu fyrir
vinstri öflum þjóðfélagsins og
beri honum að vinna samkvæmt
því eftir næstu alþingiskosning-
ar.
Aðalfundur Félags ungra
Framsóknarmanna á Akureyri
lýsir yfir stuðningi við þá
stefnu ungra Framsóknarmanna
að vandamál þjóðfélagsins verði
að leysa með félagslegri sam-
stöðu. Fundurinn leggur
áherzlu á að ef þessi fámenna
þjóð á að geta lifað efnahags og
menningarlega sjálfstæðu lífi í
landinu, verður sterk samstaða
til að koma. Jafnframt því að
verða að nýta möguleika og
vera ávallt á verði til sköpunar
verðmæta, þá verða íslendingar
ætíð að standa traustan vörð
um sjálfa sig eigi þeir að geta
verið þeir sjálfir um framtíð. □
KVEDJA
í VORHRETUNUM deyr oft
nýgræðingurinn og blómið, sem
hafði opnað blöð sín, fölnar og
deyr.
Þannig er því einnig varið í
mannlífinu. Það er alltaf ráð-
gáta hvers vegna unglingi er
kippt burt af leiksviði lífsins,
þegar ævin er rétt að hefjast.
Sunnudaginn 18. okt. lézt af
slysförum Lára Harðardóttir, 15
ára að aldri.
Lára var í Oddeyrarskólanum
í sex ár. Þar kynntist ég henni.
Það sem einkenndi hana var
samvizkusemi í námi, fúsleiki
til starfa og sérstök ræktarsemi.
Þetta eru góðir eiginleikar, sem
skilja eftir Ijúfar minningar.
Þegai' ég kom inn í kennslu-
stofu nr. 1 og bað börnin að
selja merki fyrir eitthvert góð-
gerðafélag', þá varð Lára ávallt
STEFÁN Valgeirsson hefur nú
ásamt fleiri Framsóknarmönn-
um á Alþingi lagt fram frum-
varp þess efnis, að ríkisframlag
til Framleiðnisjóðsins skuli vera
a. m. k. 25 millj. kr. á ári og
skuli tilraunir um innlenda
fóðuröflun og heyverkun sitja
fyrir öðrum verkefnum sjóðs-
ins. Að öðru leyti skuli fengnar
umsagnir Stéttarsambands
bænda og Búnaðarfélags ís-
lands um það, hverju nauðsyn-
legast sé að sinna hverju sinni.
Skuli álitsgerðir þeirra lagðar
fyrir fjárveitingarnefnd áður en
hún gerir tillögur um, hvort
framlagið skuli vera 25 millj. kr.
eða hærra.
Framleiðnisjóðurinn var stofn
aður með lögum 1966. í þeim
lögum var ríkisframlag til sjóðs
ins ákveðið 50 millj. kr. á fjór-
um árum, eða 12.5 millj. kr. á
TAPAÐ
Nýlega tapaðist frá
Kristnesi þrílit LÆÐA
(svört, brún og in\ ít).
Þeir, sem gætu gefið
upplýsingar, eru beðnir
að hringja í síma 1-25-09.
Tapazt hafa 5 VATNS-
ROR, hálf toinmu, á
leiðinni úr bænum og
vestur í Hörgárdal.
Finnandi er vinsamleg-
ast beðinn að gefa sig
fram á afgr. blaðsins.
fyrst til að bjóðast til þess ásamt
Maríu vinstúlku sinni. Og mér
var sagt, að hún hafi verið frá-
bærlega dugleg við að gæta
yngj-i systkina sinna heima.
Þegar Lára var 11 ára birtist
eftir hana stíll í blaðinu „Eyrar
rósin“, um dagleg störf. Þar
kom fram sú heilbrigða skoðun,
að störfin værl undirstaða alls
velfarnaðar og þar á meðal að
rækja vel skólastörfin.
Um hver jól sendi hún
kennslukonunni sinni frú Hólm
fríði Olafsdóttur einhverja smá
gjöf, enda var innileg vinátta
milli þeirra.
Lára ólst að nokkru leyti upp
hjá ömmu sinni og var til skipt-
is hjá móður sinni og ömmu.
Við skiljum ekki rök tilver-
unnar. En við eigum þá dýr-
mætu trú, að mannssálin lifi
líkamsdauðann. Það er dýpsta
huggunin við svona atburð.
Ég flyt ástvinum Láru inni-
legai' samúðarkveðjur frá vin-
um hennar í Oddeyrarskólan-
um.
En blómið sem dó í vorhret-
inu sprakk aftur út vorið eftir
og breiddi litfögur blóm mót
sólu.
Mun því ekki eins varið með
mannssálina? Er ekki lífið eilíf
hringrás? Það er trú okkar krist
inna manna, að dauðinn séu að
eins vistaskipti. í þeirri trú lýk
ég þessum fátæklegu lírium, að
þessi unga stúlka eigi fyrir
höndum áframhaldandi líf í
bjartai'i veröldum.
Eiríkur Sigurðsson.
ári. Af þessum 50 millj. kr. var
20 millj. kr. varið til að greiða
halla útflutningssjóðs á árinu
1966 og var stofnfé hans í
reyndinni aðeins 30 milljónir á
þessum fjórum árum, og er nú
að fullu greitt. En Stefán leggur
til, að haldið verði áfram fram-
lagsgreiðslum til sjóðsins.
Stefán og meðflutningsmenn
hans segja í greinargerð frum-
varpsins, að nauðsyn beri til að
gera innlenda fóðuröflun ár-
vissa, en þá vei'ði menn að vera
við því búnir, að veðurfar eyði
gróðri úr túnum, eins og víða
hafi orðið undanfarið. Og' ekki
sé síður áríðandi að finna leiðir
til þess að það sé ekki háð veð-
■urfari . hvort fóðurgildi heys
verði hverju sinrii. Hraðþurrk-
un á heyi, þar á meðal græn-
fóðri sé á byrjunarstigi. Jjdargir
bændur tengi við hana mikar
vonir, einkum þar sem jarðhiti
er fyrir hendi og nærtækur.
Sumir telji, að það muni svara
kostnaði að þurrka hey með
raf- eða olíuhitun. Allt þetta
þurfi að kanna með tilraunum
til að íinna ódýrustu lausnina.
Á sviði votheysverkunar þurfi
einnig að gera umfangsmiklar
tilraunir. Þessi mál séu lekki
mál bændanna einna, heldur
allrar þjóðarinnar. En áföllin,
sem landbúnaðurinn hafi orðið
fyrir undanfarin ár, ætti að hafa
aukið skilning manna á þessum
vanda, og að úrbætur fáist.
Framsó.knarmenn hafa áður
flutt þetta mál á Alþingi, en
það var' þá svæft í nefnd. Nú
lítur hi’ris vegar svo út, að stjórn
in ætli eitthvað að gera í mál-
inu og væri það vel. □
k. f. d.
- ÁLYKTANIR FÉLAGS UNGRA FRAMSÓKN-
ARMANNA Á AKUREYRI
Frðmleiðnisjóður landhúnáarins
verði síórlega efldur sem fyrsf
SKODA 1200 með góðri
vél til sölu. Selst ódýrt.
Tryggvi Jónsson, Fjólu-
götu 5.
Til sölu VALIANT
ZIGNET, árg. 1967,
4 dyra, vökvastýri.
Jón Loftsson h.f.,
sími 2-13-44.
Til sölu MOSKVITS,
árgerð 1961.
Þarlnast viðgerðar.
Uppl. í Stafholti 5,
niðri að sunnan á
kvöldin.
Til sölu VOLKS-
WAGEN, árg. ’66,
A-301.
Uppl. i síma 1-18-90.
Til sölu OPEL
REKORD (1700) árg.
1960, góður bíll. Hag-
stæðir greiðsluskilmálar.
Uppl. gefur Friðgeir
Hjaltason í síma 2-12-44
og 1-11-09.
TÆKIFÆRISKÁPA
til sölu.
Uppl. í síma 2-11-44.
Til sölu 3 SNJÓDEKK
negld, 700x13.
Uppl. í síma 1-20-45 og
1-16-00.
Til sölu nrjög vel farið
SÓFASETT, einnig
krakkarúm handa 2 til 8
ára. Selst ódýrt.
Uppl. í síma 2-10-66.
Til sölu tvö negld
SNJÓDEKK, 560x13,
og rafmagnsþvottajrott-
ur.
Uppl. í síma 2-15-70,
eftir kl. 19.
Til sölu SAUMAVÉL,
lítið notuð, ennfremur
frakki, kápa og skór.
Uppl. í Stafholti 5,
niðri að sunnan.
Til sölu
Necchi SAUMAVÉL
í skáp og buxnadragt
nr. 36-38.
Uppl. í síma 1-18-25,
eftir kl. 20.
• í VETRAR-
IvULDUNUM:
S W E B A
RAFGEYMAR
M A N N
OLÍU- og LOFTSÍUR
ÞÓRSHAMAR H,F.
Varahlutaverzlun.
LEIKFÉLAG
AKUREYRAR
Draugasónatan —
Skemmtiferð á vígvöll-
inn finrmtudagskivöld
(skólasýning) kl. 20.30,
laugardagskvöld
(alm. sýning) kl. 20.30.
SÍÐUSTU SÝNINGAR.
Aðgöngumiðasalan í
Leikhúsinu opin kl. 15—
17 daginn fyrir sýningu
og 15-17 og 19.30-
20.30 sýningardaginn.
ATH.: Áskriftarskírteini
L.A. gilda á allar sýning-
ar vetrarins og veita
25% afslátt.
LEIKLISTAR-
NÁMSKEIÐ
Leikfélags
Akureyrar
hefst í byrjun nóvember.
Innritun í sínrunr
1-16-69 og 1-10-73.
LEIKFÉLAG
AKUREYRAR.
mm&mm
HERBERGI til leigu á
Ytri-Brekkunni.
Uppl. í sínra 1-11-13.
Lítil ÍBÚÐ óskast til
leigu. Fyrirframgreiðsla
ef óskað er.
Uppl. í sínra 1-15-66.
Lítil ÍBÚÐ óskast til
leigu. Kaup konra til
greina.
Uppl. í sítna 1-17-07.
- Nýr vegur að
(Framhald af blaðsíðu 8).
Sérfi'óðir menn í ferðamálum
frá Sameinuðu þjóðunum, einka
aðilar og nú síðast Iðnþróunar-
sjóður Norðurlanda hafa sýnt
ferðamálum á íslandi vaxandi
áhuga, og kynni þar að fást
mikilvægar leiðbeiningar og síð
ar aðstoð við að byggja upp mót
tokuaðstöðu.
Vegurinn upp í Skíðahótelið
var frá fyrstu tíð af vanefnum
gerður og hefur aldrei fullnægt
kröfum um sæmilegan vetrar-
veg. Nú í sumar hófu eigendur
jarðarinnar Glerár, þeir Jónas
og Magnús Oddssynir, vegagerð
frá Rangárvöllum upp að Skíða
hóteli á nýjum stað. Er undir-
bygging þess vegar langt kom-
in, vegurinn verður 7 metra
Til sölu FIAT BLÖND-
UNGUR, útbúinn fyrir
Moskvits.
Jón Samúelsson,
sími 1-20-58.
Til sölu vegna flutnings:
Stór ÍSSKÁPUR
(Bosdh), Rafha-þvotta-
pottur, hjónarúm, bóka-
skápur, borð o. fl.
Uppl. í síma 1-10-23.
Skíðahófelinu
'breiður og hvergi brattari en
1:10. Bæjarstjórnin hefur sam-
þykkt fullan stuðning, við
íþróttaráð bæjarins í þessu
máli, en það hefur verið stuðn-
ingsaðili framkvæmdanna frá
upphafi. Virðist framtak bræð .'
anna því þegar hafa hlotið sam.
þykki þeirra aðila, sem að síð-
ustu eiga að sjá um greiðsh:
reikninganna að sínum hlutt
móti vegasjóði, og sýnt er, að
brátt verður auðvelt að aka upp
í Hliðarfjall á venjulegum bif-
reiðum. □
Fræðslu» |
kvöld
Fyrsta fræðslukvöldið á
vetrinum verður fimmtu
dagskvöldið 29. október
í Þingvallastræti 14.
Magnús Ásmundsson,
læknir, ræðir um heilsu-
gæzlu á vinnustöðum og
svarar fyrirspurnum.
Æskilegt, að þátttaka
sé tilkynnt á miðvikudag
í sírna 1-15-03.
Verkalýðsfélagið Eining.
N Ý SENDING!
ULLARKÁPUR í öllum tízkusíddum.
KRIMPLAKKKÁPUR með og án kraga.
NYLONPELSAR, BUNNADRAGTIR,
LOÐHÚFUR í úrvali.
VERZLUN BERNHARÐS LAXDAL
Sírni 1-13-96.
SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ
NÝTT S K E MMTIATRIÐI
A1 og Pam Charles dansa og syngja
Fimmtud. — Unglingadansleikur
Föstud. — Restaurant
Laugard. — Skemmtikvöld
Sunmud. — Restaurant
SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ
★ SUNSIP
APPELSÍNUSAFINN
er nú ósætur
Rýmingarsalan
heldur áfram þessa viku.
VERZL. DRÍFA
SÍMI 1-15-21.
Þið ákveðið sjálí sætleikann, og sykrið eftir
eigin smekk.
EKTA APPELSÍNUDRYKKUR
Á GAMLA VERÐINU.
KJÖRBUÐIR
KEA