Dagur - 18.11.1970, Blaðsíða 7
7
i
- Ungt fólk fjölmennti
(Framhald af blaðsíðu 1)
í styrk frá bæjaryfirvöldum til
að breyta húsnæðinu, svo að
þeir gætu haft not af. Þar
fannst bæjarstjórn ekki of mik
ið að leggja fram 500 þúsund
krónur í stofnkostnað fyrir æsk
una.
Er nokkuð eðlilegra en að
bæjiarstjórn Akureyrar geri
annað eins fyrir æskufólk bæj-
ar síns? Við viljum taka það
fram, að við leggjum á það
mikla áherzlu, að einnig verði
hægt að nota húsnæðið undir
félagsaðstöðu fyrir aldráða.
Okkar ósk er, að kostnaður
við uppbyggingu hússins verði
sem allra minnstur og munu
unglingarnir hafa fullan hug og
vilja á að vinna í sjálfboðavinnu
til þess að lækka kostnaðinn
sem allra mest. Vinsamlegast
athugið, að við erum ekki að
fara fram á neina marmara- eða
palesandershöll.
í haust var bæjarstjórn sent
bréf um þetta efni og var þá
- NÝJU
VERÐBÓLGULÖGIN
(Framhald af blaðsíðu 4)
eigandi stéttarfélaga yfir-
leitt, ella hefði hún ekki
verið gerð, því að það var
yfirlýst stefna þeirrar stjórn-
ar að: „Leysa efnahagsmálin
í nánu samráði við fulltrúa
hinna vinnandi stétta.“ Það
var þáverandi forsætisráð-
herra, Hermann Jónasson,
sem beitti sér fyrir þeirri
stefnu, og í nóv. 1958 þegar
Alþýðusambandsþing neit-
aði um viðræðufrest vegna
þá yfirvofandi víxlhækkun-
ar, tók hann eins og vera bar
afleiðingum af því og baðst
lausnar fyrir sig og ráðu-
neytið. En framhaldið á synj
un Alþýðusambandsþings
1958 var tilkoma viðreisnar-
stjórnarinnar, gengisfelling-
arnar fjórar, og hraklegt
stjómarfar. □
lijá bæjarstjóra . . .
málinu vísað til Æskulýðsi'áðs
og teljum við það ekki næga
afgreiðslu málsins, þar sem
þetta tefur á margan hátt fram-
vindu þessa mikilvæga máls.
Þegar að því kemur að opna
eigi slíkt hús, vonumst við til
að leitað verði til unglinganna
um tilhögun og vinnu.
Við vonum og treystum bæj-
arstjórn fyrir því að mál þetta
verði ekki svæft, og að það fái
farsælan og góðan endi fyrir
alla er hlut eiga að máli.
Guðni Bragi Snædal
fundarstjóri.
Magnús Vestmann
fundarstjóri.
LEIKIÉLAG
AKUEEYRAR
Gamanleikurinn
LÝSISTRATA
eftir Aristófanes,
Sýning fimmtiudags-
kvöld kl. 20.30.
Fáar sýningar eftir.
Sýningar um næstu lielgi
auglýstar í útvarpi og
götuauglýsingum.
Aðgöngumiðasalan í
Leikhúsinu opin 15—17
daginn fyrir sýningu og
15-17 og 19.30-20.30
sýningardaginn.
VÉLRITUN!
Tek að mér hvers konar
vélritun.
Sigríður Jónsdóttir,
sími 2-10-82.
Auglýsingasími Dags
er 1 -11 - 6 7
FYRIR DÖMUR:
TRÉKLOSSAR — rauðir, bláir, drapplitir.
-K -K ★
Svört VAÐSTÍGVÉL - 3 gerðir.
-K -K ★
BARNAVAÐSTÍGVÉL - samandregin
— rauð, blá og græn.
-K -K ★
DRENGJAVAÐSTÍGVÉL — svört og græn.
-K -K ★
TELPNASTÍGVÉL - rauð.
SKÓVERZLUN M. H. LYNGDAL
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
SIGRÍÐAR STEFÁNSDÓTTUR
frá Glæsibæ.
Ragnheiður Guðmundsdóttir, Björn Elíasson,
Davíð Guðmundsson, Sigríður Manasesdóttir.
I.O.O.F. 15211208V2 —
MESSAÐ verður í Akureyi-ar-
kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e.h.
Sálmar: 577 — 58 — 136 —
207 — 680. Bílaþjónustan
hefst. Þeir, sem vilja láta aka
sér til messunnar, hringi í
síma 21045 (Rafn Hjaltalín)
kl. 10.30—12 á sunnudags-
morgni. Að aflokinni messu
hefir Kvenfélag Akureyrar-
kirkju bazar og kaffisölu að
Hótel KEA. — B. S.
MÖÐRUV ALLAKL AUSTURS -
PRESTAKALL. Guðsþjón-
usta að Glæsibæ n. k. sunnu-
dag kl. 2 e. h. Aðalsafnaðar-
fundur á eftir guðsþjónustu.
— Sóknarprestur.
LAUFÁSPRESTAKALL. —
Sunnudagaskóli í Grenivíkur
kirkju n. k. sunnudag kl.
10.30 f. h. Messa í Grenivík
kl. 2 sama dag. — Sóknai'-
prestur.
I.O.G.T. stúkan Akurliljan nr.
275. Fundur fimmtudaginn 19.
nóv. n. k. kl. 21.00 í Ráðhús-
inu. — Æ.T.
SKEMMTIKLÚBBUR Templ-
ara. Annað spilakvöldið verð
ur í Alþýðuhúsinu föstudag-
inn 20. þ. m. kl. 20.30. Skemmt
ið ykkur án áfengis. — S.K.T.
SAMKOMUR votta Jehóva að
Þingvallastræti 14, II hæð:
Hinn guðveldislegi skóli föstu
daginn 20. nóv. kl. 20.30. —
Opinber fyrirlestur: Hvar eru
hinir dánu? Sunnudaginn 22.
nóv. kl. 10.00 f. h. Allir vel-
komnir.
KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION.
Sunnudaginn 22. nóv. Sunnu-
dagaskóli kl. 11 f. h. Öll börn
velkomin. Samkoma kl. 8.30
e. h. Jón Viðar Guðlaugsson
talar. Allir hjartanlega vel-
komnir.
SUNNUDAGASKÓLI Akureyr
arkirkju er á sunnudaginn kl.
10.30 árd. í kirkju og kapellu.
Öll börn velkomin. — Sóknar
prestar.
HJALPRÆÐISIIERINN
ÆBm Fimmtudaginn kl. 17.00
Kærleiksbandið, kl.
'Nöatíjís/ 20.00 Æskulýðsfundur.
Sunnudag kl. 14.00, sunnu-
dagaskóli, allir krakkar vel-
komnir. Sunnudag kl. 20.30,
almenn samkoma. Mánudag
kl. 16.00, heimilisbandið, allir
velkomnir.
LAND ROVER, benzín,
- ’62, ’64, ’65, ’66, ’67.
CORTINA
- ’65, ’66, ’67, ’70.
BENZ 190, díesel,
- ’61.
Bíla- og
vélasalan
SÍMI 1-19-09.
BÍLAR til sölu:
Bedford vörubíll, 9
tonna, árg. ’63, með ný-
legum 2V2 tonns Faco-
krana. — Opel Rekord,
4 dyra, árg. ’66. Báðir
bílarnir eru með nýupp-
gerðar vélar og í góðu
lagi.
Uppl. gefa Gunnar Bald-
vinsson síma (95) 6-32-7,
og Garðar Aðalsteinsson
síma (91) 1-22-37.
Til sölu
RÚSSAJEPPI, dísel.
Uppl. í síma 1-11-47,
kl. 12-13 og 18-19
næstu daga.
Til sölu SKODA 1202,
árg. 1964.
Uppl. í síma 2-13-91.
AUGLÝSIÐ í DEGI
FRÁ Þingeyingafélaginu, Akur
eyri. Spiluð verður félagsvist
í Alþýðuhúsinu laugardaginn
21. nóv. n. k. og hefst hún kl.
8.30 síðdegis. Fleira verður til
skemmtunai', m. a. einsöngur.
— Undirbúningsnefndin.
DALVÍKINGAR. Á laugardag-
inn selja félagar Lionsklúbbs
Dalvíkur Ijósaperur, til styrkt
ar kaupum á heyrnarprófun-
artækjum.
LIONSKLÚBBURINN
HUGINN. Konukvöld
laugardaginn 21 á Hótel
KEA kl. 7 e. h.
2ja til 3ja herb. ÍBÚÐ
óskast til kaups.
Uppl. í síma 1-24-55 ,
eftir kl. 19.
Lítil ÍBÚÐ (jarðhæð)
við Miðbæinn til sölu.
Tilboð sendist blaðinu.
HERBERGI til leigu
um næstu mánaðamót.
Reglusemi áskilin.
Uppl. í síma 2-13-67.
Óska eftir að taika á leigu
góða 2—3 herbergja
ÍBÚÐ. Kaup koma til
greina.
Uppl. í síma 1-13-88,
eftir kl. 19.
Stúlka óskar eftir
HERBERGI á Suður-
Brekkunni. Barnagæzla
eitir samkomulagi kem-
ur til greina.
Uppl. í síma 1-21-43.
Gott GEYMSLUPLÁSS
óskast leigt strax. Má
ivera eitt eða fleiri her-
ibergi. (Góð umgengni).
Níels Hansson, símar
1-19-18 f.h., 1-26-90 e. h.
HERliERGI til leigu.
Uppl. í síma 2-13-22.
BRÚÐHJÓN. Þann 12. þ. m.
voru gefin saman í Akureyr-
arkirkju brúðhjónin ungfrú
Jónheiður Kristjánsdóttir og
Rúnar Hafberg Jóhannsson
iðnverkamaður. — Heimili
þeirra er að Eiðsvallagötu 24.
ÁHEIT á Strandarkirkju: Frá
Guðmundi Jóhannessyni, Eyr
arlandsvegi 19, kr. 200, frá
S. S. kr. 100, frá G. M. kr. 300
og kr. 500 frá ónefndri konu.
Áheit á Akureyrarkirkju kr.
100 frá N. N. 1
HAUSTÞING Umdæmisstúku
Norðurlands verður haldið á
Akureyri sunnudaginn 22.
nóv. n. k. og hefst í Kaup-
vangsstræti 4 kl. 4 síðdegis.
Stórgæzlum. unglingast. Hilm
ar Jónsson, Keflavík flytur
erindi á þinginu. — Fram-
kvæmdanefndin.
MINJASAFNIÐ er opið á
sunnudögum kl. 14.00—16.00.
Sími safnsins er 1-11-62 og
safnvarðar 1-12-72.
VESTFIRÐIN G AFÉL AGIÐ á
Akureyri hefur kvöidvöku að
hótel Varðborg föstudaginn
20. nóv. kl. 21.00. Upplestur,
samtalsþáttur, , kvikmynd,
kaffi o. fl. — Stjórnin.
BAZAR og kaffisala að Hótel
KEA. Næstkomandi sunnu-
dag 22. nóv. heldur Kvenfélag
Akureyrarkirkju sinn árlega
bazar og kaffisölu. í tilefni af
30 ára afmæli kirkjunnar er
að þessu sinni boðið upp á
hlaðborð með rjómatertum og
margskonar heimabökuðu
brauði. Húsið opnað kl. 3.30.
SJÚKRALIÐAR! Fundur
fimmtudagskvöld kl. 8.30 í
Lækjargötu 22 (hjá Stellu).
Mætið vel.
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ. —
Sýningarsalur safnsins er
opinn á sunnudögum kl. 2—4
síðd. Nýjar uppstillingar. Lit-
geislamyndir af íslenzkum
jurtum í lok sýningartímans
kl. 4 síðd., alla sunnudaga til
mánaðarloka.
KIRKJUKÓR Lögmannshlíðar
hefur kvöldvöku sunnudag-
inn 22. nóv. í Barnaskóla
Glerárhverfis kl. 17.00. Sjá
nánar grein í blaðinu.
Íníkomið^
NÁTTKJÓLAR
(velour) — kr. 495.00.
NÁTTJAKKAR
(velour) — kr. 295.00.
SOIvKABUXUR
þykkar, — 3 gerðir.
KÁPUR og KJÓLAR
væntanl. næstu daga.
MARKAÐURINN
SÍMI 1-12-61