Dagur - 19.12.1970, Qupperneq 5
4
Skrifstofur, Hafnarstrœti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Verzlun og skipuiag
ÞAÐ hefur verið gæfa Akureyrar, að
því er að verzlun lýtur, að hér hafa
um langt árabil verið tiltölulega stór
verzlunarfyrirtæki, sem hafa getað
nýtt stærð sína til þess að flytja vörur
inn beint til Akureyrar í stórum stíl
án milliliða í Reykjavík og þannig
skapað hér vöruverð jafn lágt eða
lægra en annars staðar á landinu,
auk þess sem tekjur af vörugjöldum
hafa runnið til Akureyrarhafnar og
vinnulaun til hafnarverkamanna o.
fl. í bænum.
Þrátt fyrir þessa augljósu kosti eru
til aðilar á Akureyri, sem eru and-
snúnir slíkum stórrekstri, sennilega
vegna þess að mikill hluti hans er í
höndum samvinnumanna. Rök
þeirra er gömul einokunargrýla, sem
almenningur tekur ekki mark á.
Einokunargrýlan er einnig notuð
sem rök fyrir því, að nauðsynlegt sé
að setja upp sem flestar svonefndar
sjoppur og þá jafnvel þvert ofan í
skipulag og byggingarsamþykktir.
Á bæjai'stjórnarfundi nýlega var
bent á af fulltrúum fleiri en eins
flokks, kosti stórreksturs í verzlun
fyrir neytendur. Þetta var þó ekki
aðalatriði í umræðum um frarn-
komna beiðni um leyfi fyrir nýrri
sjoppu eða „liolurekstri“, eins og
það er kallað í grein í íslendingi-
ísafold nýlega, innan gæsalappa,
heldur liitt, að skipulag bæjarins
gerir ekki ráð fyrir sjoppu eða verzl-
un á þessum stað og byggingarnefnc^
hafði þar af leiðandi synjað málinu
og skipulagsnefnd ekki fengið tæki-
færi til þess að fjalla um það. Tví-
mælalaust á að staðsetja verzlanir
m. a. í íbúðarhverfum, en samkvæmt
þeim skilningi, sem nú er almennt á
skipulagsmálum, á að ætla sérstakar
lóðir fyrir slíka starfsemi, þannig að
sem minnstri truflun valdi í nær-
liggjandi íbúðum, og sjálfsagt er að
hafa þar nægjanlegan fjölda bíla-
stæða fyrir þá, sem á bílum koma.
Um hitt er hins vegar deilt, hvort
þeir, sem valið hafa sér búsetu í ró-
legum íbúðahverfum, þurfi að eiga
það yfir höfði sér, að skyndilega sé
komin í næsta hús einliver sú at-
vinnustarfsemi, sem verulegri trufl-
un valdi, t. d. sjoppa opin til kl.
23.30, eða einhver önnur starfsemi.
Kannske það verði næst blikksmiðja
eða eittlivert annað „slagverkerí",
inni í íbúðarhverfi þvert ofan í
skipulag og byggingarskilmála við-
komandi liverfis. Frainsóknarmenn
hafna algerlega slíkum vinnubrögð-
um. Ymsir aðrir hafa ýmist sagt já
eða nei eða setið hjá, eftir því hvaða
aðilar sækja unr leyfi og liafa slík
(Framhald á blaðsíðu 7)
Ein mesta auðlegð lands okkar
o
Á ALLRA síðustu árum hafa
íslendingar skilið ' hve mikils
virði það er að búa í hreinu
landi. Loftið er hreint og tært,
vatnið heilnæmt, jog gróðurinn
ósýktur af eitruðum úrgangs-
efnum stóriðjunnar. Fámenni í
stóru og stormasömu landi hef-
ur ekki í stórurrrstíl rofið nátt-
úrulögmál umhverfisins á ann-
an veg en þann, að ganga of
hart að gróðri hinna grænu
landshluta.
Orðið mengun, eins og við
þekkjum það nú, og mest af
afspurn, hafði óljósa merkingu
til síðustu ára. En á allra síð-
ustu misserum og einkum á því
ári, sem nú er senn á enda,
snerist mannkynið til varnar
menguninni, svo sem með yfir-
lýsingu sjálfs Bandaríkjafor-
seta, sem flutti skörulegan boð-
skap um þetta vandamál og
kallaði þjóð sína til orrustu
gegn vandanum. Hann sagði, að
hér eftir mætti enginn ætla, að
það kostaði ekki fjármuni og
baráttu að anda að sér hreinu
lofti eða drekka heilnæmt vatn.
Vörn yrði að snúa upp í sókn
því að fjölbýl lönd heims yrðu
vart lífvænleg eftir tiltölulega
fá ár, með sama áframhaldi auk
innar mengunar í lofti. vatni og
gróðri.
Á þessu ári veiktust þúsund-
ir manna af eitruðu loíti, eink-
um frá bifreiðum, í mörgum
stórborgum bæði austan hafs og
vestan. í Japan var bifreiða-
notkun bönnuð vissa daga til að
endurnýjun lofts gæti átt sér
stað í höfuðborginni. Þar geklc
fjöldi manns með síjunargrím-
ur fyrir andlili til að forðast
sýkingu.
Kunnur stjórnmálaforingi hér
á landi sagði í ræðu fyrir fáum
misserum, að hin óspillta nátt-
úra íslands væri mesta auðlegð
landsins. Síðan hefur þetta orð-
ið einskonar slagorð, og menn
hafa verið að sannfærast um
það smátt og smátt, hve mikill
sannleikur fólst í þeim orðum,
þótt þó þættu ekki spámannleg,
er þau voru sögð. Við erum loks
farin að skilja, að það eru ekki
innantóm orð útlendinga, sem
hingað koma og undrast hrein-
leika landsins og sækjast eftir
að njóta hans. Hún er ekki leng
ur hlæileg sagan af hermönn-
unum í varnarliðssveit hér norð
anlands fyrir allmörgum árum,
sem villtust og gengu lengi
lengi um fjalllendi, aðfram-
komnir af þorsta. Þeir vildu
ekki drekka vatnið úr lindum
og fjallalækjum, sem á Vegi
þeirra urðu. Þeir hlutu að trúa
því, sem þeim var kennt, eins
og kennt er í öllum þeim skól-
um í veröldinni, sem búa menn
undir hernað, að það sé hættu-
legt lífi manna, að drekka vatn
úti í náttúrunni. íslendingar
eru svo hamingjusamir, að
skilja þetta ekki, svo hreint
vatn er á leiðum þeirra, er um
íslenzk fjöll fara. Leiðsögumað-
ur, sem unnið hefur svo árum
skiptir hér á landi og fylgt er-
lendu fólki um marga fagra
staði landsins, hefur bent því á
ískaldar uppsprettulindir, sem
koma djúpt úr jörð við fjalls-
rætur. Þetta fólk hefur lagzt
niður og svolgrað í sig þetta
vatn með áfergju eyðimerkur-
farans. Erlendur maður, sem ég
fyrir skömmu snæddi kvöld-
verð með í Reykjavík, hafði
dvalið marga mánuði í suðlæg-
um löndum. Hann helti vatni í
glas sitt, bar það upp að birt-
unni, sneri því á marga vegu
áður en hann bar það að vör-
um sér og sagði síðan: Ég gat
keypt næstum allt, sem hugur-
inn girntist nema vatn í líkingu
við þetta. Það fékkst hvergi
nokkursstaðar, hvað sem í boði
var. Svo teygaði hann úr glas-
inu og renndi í það á ný. En
þrátt fyrir allan hreinleikann,
er því ekki að neita, að ár og
lækir hafa nokkuð mengazt hin
síðari ár, einnig strendur lands
ins og sjórinn, og þetta verðum
við að gera okkur ljóst, þótt
í smáum stíl sé.
Hverskonar eiturefni eru not
uð í vaxandi mæli og einnig þau
umbúðaefni, sem ekki fúna eða
eyðast, en velkjast árum saman
og hrúgast upp, svo sem sjá má
í fjörum og víðar. Þá aukast úr-
gangsefni vaxandi iðnaðar og
---------------------------------------v
GEFJ U N ARGARN
Tizkan í dag
menga ár og firði. Syðra stend-
ur yfir rannsókn á Sundunum
og Skerjafirði, en ekki er enn
hafin rannsókn á mengun sjáv-
ar í nágrenni Akureyrar.
Mál málanna nú, í þessu sam
bandi er álverksmiðjan í
Straumsvík og mengun frá
henni á gróður í nágrenni henn
ar. Reynsla af álverum erlendis
er sú, að þeim fylgir hvarvetna
meiri eða minni fluormengun,
og langmest, þar sem slíkar
verksmiðjur eru í dölum eða
þröngum fjörðum. Skógrækt
ríkisins og margir aðrir vöruðu
við hættu af álverksmiðju hér
á landi strax árið 1967 og báru
fyrir sig reynslu Norðmanna.
En hún er sú, að í Árdal og
Sunndal, þar sem álver hafa
staðið í meira en áratug, gætir
mikillar mengunar, sem skemm
ir eða drepur jafnvel tré, eink-
um barrtré, í allt að 12—17 km.
fjarlægð. Og þar sem hreinsi-
tækjum hefur verið komið upp,
gætir mengunar í allt að 4 km.
fjarlægð. Þrátt fyrir hina
norsku reynslu, var álver byggt
við Straumsvík, án hreinsi-
tækja, en þó þannig frá gengið,
að hægt er að setja þau upp
síðar. Verksmiðjan er að því
leyti vel í sveit sett, að hún er
á opnu og vindblásnu landi. En
hún er of nærri þéttbýli, eða
4.6 km. frá miðbæ Hafnarfjarð-
arkaupstaðar og milli Reykja-
víkur og Straumsvíkur eru 12.5
km. Það hefði því nálgazt krafta
verki, er álver var byggt hér,
án hreinsitækja, ef mengun
hefði engin orðið. Enda fór svo,
að verulegrar mengunar gætti
á gróðri sl. sumar og mest á
grenitrjám í grennd við verk-
smiðjuna. Byrjandi mengunar-
einkenni voru einnig í Hafnar-
firði. Og þetta gerðist strax á
fyrsta sumri. Má því búast við
vaxandi skemmdum síðar og
auðvitað stórkostlegum, ef ekk-
ert verður að gert og álverið
verður stækkað.
Hér starfar nefnd að rann-
sóknum á hugsanlegri mengun
frá Straumsvík, og hefur hún
nýlega birt skýrslu efnafræði-
legrar rannsóknar á allstóru
svæði umhverfis Straumsvík.
Telur nefndin fluormagn hafa
aukizt, en hana ei svo mikla,
að skemmdum valdi á trjá-
gróði'i eða heilsa búfénaðar sé
í hættu. Sannleikur málsins er
þó sá, að hér á landi eru engar
reglui' til um það, hvað mikil
fluormengun má vera, án þess
hún teljist hættuleg eða skað-
leg. Talið er, að 1200 tonn af
fluor dreifist út í andrúmsloftið
frá verksmiðjunni yfir árið.
Ingólfur Davíðsson hefur
fylgzt með gróðurfarinu nálægt
álverinu, sem áhugamaður og
sérfræðingur um gróður og
jurtasjúkdóma. Þegar hann
birti athuganir sínar í haust og
taldi verulega fluormengun þeg
ar í ljós komna nálægt álver-
inu, var því fyrst kuldalega
tekið af yfirvöldum, næstum af
hroka. Hins Vegar hafa nú opin
berar skýrslur, sem birtar hafa
verið og áður getur, staðfest
rannsóknir Ingólfs svo ræki-
lega, sem verða má. Er af þessu
þegar orðin mikil saga, og víst
er, að almenningur gerir sér nú
Ijósa þá hættu af mengun frá
álverinu í Straumsvík, sem for-
ráðamenn verksmiðjunnar
sögðu í upphafi útilokaða.
Nú hefur komið til orða, að
reisa olíuhreinsunarstöð, helzt í
Geldinganesi við Reykjavík.
Slík stöð er talin valda veru-
legri mengun, auk hættunnar
af sjálfri olíunni. Það eru hin
ýmsu úrgangsefni frá olíuhreins
unarstöð, sem eru hættulegust,
þótt slys í sambandi við olíu-
flutninga að og frá lireinsunar-
stöð geti orðið. □
ÁRBÓK landbúnaðarins 1970
er nýlega komin út, vandað rit
að efni og frágangi, rúmlega 300
blaðsíður í Skírnisbroti. Útgef-
andi er Framleiðsluráð landbún
aðarins.
Árbókin hóf göngu sína árið
1950 undir ritstjórn Arnórs Sig
urjónssonar. Árið 1964 tók
Sveinn Tryggvason við ritstjórn
inni, en Arnór Sigurjónsson
gegnir aftur ritstjórn þessa síð-
asta árgangs.
Árbókin hefur frá upphafi
flutt mikin fróðleik um land-
búnaðarmál, einkum þó verð-
lags og markaðsmál. Er hún orð
in hið merkasta safnrit um þró
un landbúnaðarins eftir siðari
heimsstyrjöld.
í þessu síðasta hefti Árbókar
landbúnaðarins kennir ýmissa
grasa. Sveinn Tryggvason ritar
greinina „Hvað er sannleikur“,
hugleiðingar um neyzlu mjólk-
ur og mjólkurvara.
Arnór Sigurjónsson skrifar
þætti úr íslenzkri landbúnaðar-
sögu. Er þar mikinn fróðleik að
fá, m. a. et mjög athyglisverður
kaflinn um jarðirnar og bænd-
urna, en þar er rakin saga eign
arhalds á íslenzkum jarðeignum
frá upphafi. Þá skrifar Arnór
grein um jarðamat á íslandi. Er
þar í stuttu máli rakin saga fast
eignamats allt frá því er tíund-
arlög Gissurar biskups ísleifs-
sonar voru sett árið 1096. Kemst
Arnór m. a. að þeirri niður-
stöðu, að fasteignamat Gissurar
biskups hafi staðið nær óbreytt
allt til ársins 1920.
Sæmundur Friðriksson skrif
ar greinina „Baráttan við sauð-
fjársjúkdóma". Er ritgerð þessi
hin merkasta söguleg heimild,
skrifuð af þeim manni, sem frá
uppháfi hefur staðið fyrir að-
gerðum gegn mæðiveikinni og
öðrum búfjársjúkdómum, sem
upp hafa komið á síðarj ára-
tugum. Er hinn mesti fengui' að
ritgerð þessari.
Agnar Trýggvason skrifar
um útflutnings og sölumál land
GREIÐSLU SLOPP AR
— midisídd
Velour NÁTTKJÓLAR
— midisídd
ELDHÚSSLOPPAR
Herra- óg barna-
NÁTTFÖT
POKABUXUR
ZEBRABUXUR
RÚLLUKRAGA-
PEYSUR
— odilon, barna- og
fullorðinsstærðir
FROTTÉ-PEYSUR
— ný gerð á drengi og
og herra
LEIKFÖNG
KERTI og SPIL
SÆLGÆTI
Nýir og niðursoðnir
ÁVEXTIR
• Verzlunin opin til kl.
22 í dag (19. des.) og
til kl. 24 á Þorláksdag
Glerárg. 34 . Sími 21575
ííiiaðarliis
búnaðarins 1945—1970. Björn
Stefánsson skrifar yfirgrips-
mikla- i'itgerð um samvinnu ná-
granna við búskap. Birtar eru
tillögur sláturhúsanefndarinnar
svokölluðu um uppbyggingu
sláturhúsanna og Sveinn
Tryggvason skrifar grein um
Mansholtsáætlunina.
Ýmsai' skýrslur og tölulegar
upplýsingar er að finna í þessu
árbókarhefti. Má þar nefna alla
verðlagsgrundvelli landbúnaðar
vara frá 1. sept. 1943 til 1. sept.
1970, skýrslu um meðalútborg-
Fundur S.-Þing.
HÉRAÐSFUNDUR Suður-Þing
ej’jarprófastsdæmis var haldinn
sunnudaginn 30. ágúst 1970 í
Húsavík.
Fundurinn hófst með guðs-
þjónustu í Húsavíkurkirkju kl.
2 e. h. Séra Björn H. Jónsson,
prestur í Húsavík, þjónaði fyrir
altari og séra Örn Friðriksson,
prestur á Skútustöðum, flutti
predikun. Eftir predikun gengu
menn til Guðsborðs og þjónuðu
þá báðir fyrrgreindir prestar
fyrir altari. Þess má geta, að
altarisganga hefur unnið sér
fastan sess í guðsþjónustum
þeim, sem haldnar eru í sam-
bandi við héraðsfundi pi'ófasts-
dæmisins og er gott til þess að
vita að leikmenn áttu frum-
kvæði að því, að sá háttur var
upp tekinn.
í messulok flutti prófastur,
séra Sigurður Guðmundsson á
Grenjaðarstað, yfirlitserindi um
kirkjulegt starf og kristnilíf í
prófastsdæminu á liðnu starfs-
ári. 174 messur höfðu verið
sungnar í kirkjum Suður-Þing
eyinga, en þær höfðu verið 149
árið áður. 114 börn voru borin
til skírnar, 98 börn staðfestu
skírnarsáttmálann við ferming-
arathafnir, hjónavígslur voru 41
og 55 voru til moldar bornir.
Altarisgestir voru alls 479 og
um 180 fleiri en árið áður. Fer
altarisgestum fjölgandi og er
það kirkjunnarmönnum mikið
fagnaðarefni.
Æskulýðsstarf var á vegum
kirkjunnar í prófastsdæminu og
virðist það hvarvetna eflast.
Þá greindi prófastur frá veg-
legum gjöfum til einstakra
kirkna og þakkaði þær. Tveir
menn, sem mjög komu við sögu
kirkjunnar í héraðinu, létust á
liðnu starfsári. Sr. Þorvarður G.
Þormar fyrrum prestur í Lauf-
árprestakalli, er átti þrjátíu ára
farsæla þjónustu að baki í því
kalli. Og Þórhallur Gunnlaugs-
son frá Finnastöðum á Látra-
sti'önd, en hann var. um árabil
sóknarnefndarmaður í Greni-
víkui'sókn og mjög vh'kur í
starfi kirkjukórsins þar um
langan aldur. Þakkaði prófastur
gifturik störf þeirra og trú-
mennsku við kirkjuna og bað
kirkjugesti að heiðra minningu
þeirra með því að rísa úr sæt-
um.
Við guðsþjónustuna söng
Kirkjukór Húsavíkurkirkju
undir stjórn organistans Reynis
Jónassonar.
Að lokinni guðsþjónustu voru
allir héraðsfundarmnn í boði
presthjónanna í Húsavík að
heimili þeirra og þágu þar
rausnarlegar veitingar.
Héraðsfundur var settur í
Húsavíkurkirkju kl. 5. Lagði
prófastur fram reikninga allra
kirkna og kirkjugarða prófasts
dæmisins endurskoðaða og
ræddi þá nokkuð. Hafði það
komið fram í yfirlitserindi hans
að aðeins 4 af 17 kirkjum hafa
þau kirkjugjöld, sem hæst mega
unarverð mjólkursamlaganna
fyrir hvern lítra mjólkur frá
1934, skýrslu um heildsölu og
smásöluverð á 1. fl. dilkakjöti
frá 1934—1969 og skýrslu um
útsöluverð á helztu mjólkur-
vörum 1934—1969. Ýmislegt
fleira mætti nefna, þótt því sé
sleppt hér.
Af þessari upptalningu ætti
að vera ljóst, að Árbók land-
búnaðarins 1970 hefur að
geyma geysimikinn fróðleik um
ýmis þau efni, ler lan’dbúnað
varða. Búningur þessa efnis er
tiltölulega aðgengilegur öllum
almenningi og útgáfa ritsins
Framleiðsluráði landbúnaðarins
til sóma. □
prófasfsdæmis
vera eða kr. 250.00. Færði hann
nú rök fyrir því, að i fámennum
sóknum gæti reksturskostnaður
kirknanna orðið svo mikill, að
fjarri væri að lægri sóknar-
gjöldin stæðu undir þeim kostn
aði. Um þetta urðu nokkrar um
ræður og m. a. kom þar fram að
allmargir söfnuðir njóta sjálf-
boðastarfs í sambandi við organ
slátt og söngstjórn, þar sem
engrar þóknunar er krafist. Ei’
Séra Björn H. Jónsson flutti
framsöguerlndi, er hann nefndi
„sálusorgarinn og söfnuður-
inn“. Kom þar margt athyglis-
vert fram og leiddi erindið til
mikilla og frjórra umræðna.
Tvær tillögur samþykkti
fundurinn. Jón H. Þorbergsson
á Laxamýri bar þá fyrri fram.
Var hún á þessa leið:
„Héraðsfundurinn leggur ein
dregið til, að prestar og leik-
menn komi á, að minnsta kosti,
einu kirkjukvöldi á ári í hverri
kirkjusókn, þar sem flutt verði
erindi og hafðar almennar um-
ræður.“
Fram kom tillaga frá Jóni Kr.
Kristjánssyni á Víðivöllum:
„Héraðsfundur Suður-Þing-
eyjarprófastsdæmis haidinn á
Húsavík 30. ágúst 1970, beinir
þeirri áskorun til allra safnaða
(Fracnhald á blaðsíðu 7)
FIRMAKEPPNI í
KNATTSPYRNU
FIR M AKEPPNI í innanhúss-
knattspyrnu verður haldin í
íþróttaskemmunni helgina 2. og
3. janúar 1971. Þátttökutilkynn
ingar óskast sendiar til Þor-
móðs Einarssonar, sími 11144,
sem gefur nánari upplýsingar.
Keppt verður um veglega verð-
launastyttu gefna af Brunabóta
félagi íslands.
Knattspyrnudeild KA.
- Dómsorð Hæstaréttar
(Framhald af blaðsíðu 1).
fyrsta áfanga hefur í för með
sér. Af þessum ástæðum ber að
taka til greina kröfu aðaláfrýj-
anda að því leyti, sem krafizt
er lögbanns við þvi, að breytt
sé rennsli Laxár, vatnsbotni
hennar, straumstefnu eða vatns
magni. Ber fógetadómi því að
leggja á lögbann að þessu leyti
gegn tryggingu af hálfu aðal-
áfrýjanda, sem fágetadómur
metur gilda. Hins vegar verðui'
ekki fallizt á, eins og á stendur,
að rök séu til að leggja að öðru
leyti lögbann við framkvæmd-
um þeim, sem nú eru hafnar við
Laxá á umráðasvæði gagnáfrýj
anda Laxárvirkjunar.
Rétt þykir, að gagnáfrýj-
andi Laxárvirkjun greiði aðal-
áfrýjanda málskostnað í héraði
og fyrir Hæstarétti, samtals kr.
120.000.00, en að öðru leyti falli
málskostnaður niður.“ □
B!NG & GRÖNDAL
jóla-veggskildlr
1969 og 1970
STYTTUR, BOLLAR, DISKAR o. fl.
Skreytingar:
JÓLARÓS
MÁFURINN
FALLANDI LAUF
SAXN. BLÓM
JÁRN- OG GLERVÖRUDEILD
VORNÆTUR A ELGSHEIÐUM
eftir JÓHANN MAGNÚS BJARNASON
(höfund Brazilíu-
faranna, Eiríks
Hanssonar og fleiri |
úrvalsbóka) — er g
komin út. Þetta er |
endurprentun á j|
gömlu útgáfunni 1
frá 1910, sem ófa- i
anleg hefur verið í j
áratugi og mjög p
eftirspurð. En nú p
bætast við margarS
bráðsnjallar og
fallegar sögur, sem]
ekki hafa verið
prentaðar áður. — ]
Þessi bók mælir
Hún er sannkölluð jólabók.
með sér sjálf.
MANNLÍF VIÐ MÚLANN
Þættir úr byggðasögu Ólafsfjarðar frá landnáms-
tíð til síðustu aldamóta. Prýdd mörgum myndum,
en auk þess með teiknimyndum eftir Þórdísi
Tryggvadóttur.
BÓKAVERZLUNIN EDDA
AKUREYRI.