Dagur - 19.12.1970, Blaðsíða 8
8
SMÁTT & STÓRT
BHnclur ölmusumaður (Brynjólíur Jóhannesson) og dóttur-dóttur hans (Margrét Pétursdóttir).
í sj'ónvarpi
margoft verið færður á svið ís-
lenzkra leikhúsa og auk þess
sýndur á öllum Norðurlöndum,
ýmsum stórborgum Evrópu og
víðar um heim, m. a. í New
York og Pekng. Hér er þó ekki
um að ræða neina endurgerð
fyrri leiksviðsflutnings. Verkið
er unnið fyrir Sjónvarpið frá
rótum og leitazt við að nýta sem
bezt sjónvarpstæknina til að
koma kjarna þess til skila. Leik
myndir verða því með allt öðru
sniði en í leikhúsunum og at-
burðir ekki ens bundnir sviðs-
myndum, sem aðeins verða séð
ar frá einni hlið. Hefur mikil
rækt verið lögð við að húsa-
kynni og klæðaburður yrði sögu
lega rétt. Sviðsmyndir og bún-
ingateikningar gerði Björn.
Björnsson og voru Hörður
Ágústsson skólastjóri Mynd-
listarskólans og starfsfólk Þjóð-
minjasafnsins honum til ráðu-
neytis um gerð þeirra.
Leikendur eru alls um 20 og
leikur Pétur Einarsson titilhlut
verkið Galdra-Loft. Steinunni
leikur Kristbjörg Kjeld, Val-
gerður Dan leikur Dísu og Þor-
steinn Gunnarsson leikur Olaf.
Biskup leikur Baldvin Halldórs
son, biskupsfrú leikur Inga
Þórðardóttir, ráðsmanninn leik
ur Jón Sigurbjörnsson og blind
LOKIÐ er nú upptöku á jóla-
/ eikr' iti Sjónvarpsins, Galdra-
jofti eftir Jóhann Sigurjónsson.
Leikstjóri er Sveinn Einarsson,
en upptöku stjórnaði Andrés
.ndriðason. Undirbúningur að
gerð þessa verks hefur staðið
im tveggja mánaða skeið og er
viðamesta verkefni, sem Sjón-
varpið hefur ráðizt í til þessa.
Uþptakan hefur að öllu leyti
arið fram í húsakynnum Sjón-
"'arpsins.
Galdra-Loftur er, sem kunn-
ugt er, eitt þekktasta verk Jó-
hanns Sigurjónssonar og hefur
HAPPDRÆTTIFRAM-
SÖKNARFLOKKSINS
ÞEIR, sem fengið hafa heim-
senda miða eru vinsamlega
hvattir til að gera skil til skrif-
stofu Framsóknarflokksns,
Hafnarstræti 90, eða til umboðs
manns í viðkomandi sveitar-
élagi, við fyrsta tækifæri. Skrií
stofan er opin frá kl. 9—19.00
virka daga. Tekið er á móti upp
gjöri á afgreiðslu Dags, Hafnar-
stræti 90, á afgreiðslutíma blaðs
ins og þar eru líka seldir miðar
i lausasölu. — Dregið verður
23. desember. □
an ölmusumann leikur Brynjólf
ur Jóhannesson.
Galdra-Loftur verður sýndur
að kvöldi annars dags jóla. □
Anna, Dóra og Dengsi
SVO heitir 20. bók Hugrúnar
skáldkonu, sem þessa daga er
að koma í bókabúðir. Barna-
bækur Reykjavík, gefa bók
þessa mjög smekklega út, en
Borgarprent annaðist prentun.
Anna, Dóra og Dengsi er
prentuð með fremur stóru letri,
174 blaðsíður og ætlað börnum,
svo sem nafnið bendir til. □
STÆRRI EININGAR
Á undanförnum árum og ára-
tugum hafa orðið stórstígar efna
hagslegar framfarir um allan
hinn vestræna lieim. Stökk-
breytingar liafa orðið á skipu-
lagsbyggingu atvinnufyrir-
tækja. Einingamar hafa sífellt
verið að stækka, fyrirtæki runn
ið saman í stærri og sterkari
heildir, nýting fjármagns og
vinnuafls aukizt og framleiðni
að sama skapi. Árangurinn hef-
ur dreifzt út meðal alls almenn
ings í síhækkandi rauntekjum.
Sama hefur gerzt í verzluninni.
Verzlunum hefur fækkað en
þær stækkað gífurlega og af-
kastagetan við það aukizt stór-
lega, sem aftur hefur skilað sér
til neytenda í lægra vöruverði
samfara stórauknu vöruvali og
bættri þjónustu,á ýmsan annan
hátt.
STJÓRNVÖLD AUÐVELDA
ÞRÓUNINA
Fátt er um stórfyrirtæki á fs-
landi, ef miðað er við heims-
mælikvarða, en vaxandi skiln-
ingur á því, að fyrirtæki okkar
þurfi að stækka, heildirnar að
verða sterkari til þess að mæta
sívaxandi samkeppni erlendis
frá á flestum sviðum. Stjórn-
völd reyna að auðvelda stækk-i
un fyrirtækja með því að greiða
fyrir samruna þeirra m. a. með
breytingum á skattalöggjöf. Á
verzlunarsviðinu liafa nokkrar
breytingar orðið í þessa átt að
undanförnu, sérstaklega á höf-
uðborgarsvæðinu, þar sem
nokkrar stórverzlanir hafa ver-
ið opnaðar.
Nokkrir undirmálsmenn í
verzlunarstétt hafa að undan-
Um öryggisgrindur dráftarvéla
Rannsóknir við La^ samþykktar
FYRR í vikunni var í Reykjaj
vík haldinn fundur í nefnd, b '
iðnaðarráðuneytið skipaði í sum
ar, til að fjalla um rannsóknir
í Laxá og vatnasvæði hennar.
1 nefndinni eiga sæti fulltrúar
Félags landeigenda, Laxárvirkj
unarstjórnar, Náttúruverndar-
stofnunar og veiðimálastjóra.
Með nefndinni sátu fundinn
þrír sérfræðingar, sem ráðu-
Verzlanir opnar
í dag til kl. 22
VERZLANIR í bænum verða
opnar til kl. 22.00 í dag, laugar-
daginn 19. desember. Hjá KEA
verða þó útibú Nýlenduvöru-
deildar í Ránargötu, Grænu-
mýri og Strandgötu lokuð kl.
20.00 og í Eiðsvallagötu, Hlíðar-
götu, Brekkugötu 47 og Hafnar
stræti 20 lokuð kl. 18.00. Þessi
lokun er rækilega auglýst á við
komandi stöðum. □
tið hafði til kvatt að sinna
þessum rannsóknum og lögðu
þeir fram yfirlit um, hversu
haga skuli rannsóknum. Sér-
fræðingarnir eru: Pétur M.
JónMMQ magister, Kaupmanna-
hHt^ fTíá-Arvið Nilsson, Stokk
hóbni og Jón Ólafsson haffi-æð-
ingur Liverpool.
Nefnin samþykkti tilhögun
rannsókna og var sammála um
tillögur sérfræðinganna nema
eina, sem fulltrúi Laxárvirkj-
unarstjórnar, St. Std., greiddi
atkvæði gegn. Ein grein sú hljóð
aði svo:
„Fyrirhuguð rennslisvirkj un
skal háð sömu forsendum og
hugsanleg stíflugerð, að því er
varðar niðurstöður heildarrann
sókna.“
Fréttatilkynning um fundinn
er svohljóðandi:
„Nauðsynlegt er að rannsaka
allt vatnasvæðið, þar sem það
myndar eina heild. Þetta á bæði
við um Laxá fyrir neðan nú-
verandi orkuver hjó Brúum,
Laxó fyrir ofan orkuverið og
Mývatn. Er þetta í samræmi við
(Framhald á blaðsíðu 7)
SAMKVÆMT athugun, sem
Slysavarnafélag fslands, Stéttar
samband bænda og fleiri aðilar
hafa framkvæmt, hafa orðið 29
banaslys hér á landi í sambandi
við notkun dráttarvéla síðasta
áratug.
Árið 1966 var lögboðið, að
ekki mætti selja nýjar dráttar-
vélar án öryggisgrinda. Ekki er
kunnugt um, að banaslys hafi
orðið á dráttarvél með öryggis-
grind.
Á aðalfundi Stéttarsambands
bænda 1969 voru öryggismál í
sambandi við dráttarvélanotkun
til umræðu. Fól fundurinn
stjórn sambandsins að vinna að
því, að öryggisgrindur yrðu sett
ar á allar dráttarvélar, sem eru
í daglegri notkun. Þá fól fund-
urinn stjórninni að reyna að fá
verð öryggisgrindanna lækkað
með því að bjóða út smíði
þeirra innanlands og athuga um
hagkvæm kaup á grindum er-
lendis frá.
Nú hefur Stéttarsamband
bænda samið um kaup á örygg-
isgrindum frá tveim innlendum
smiðjum og einum innflytjanda.
Er verðið til muna hagkvæm-
ara en verið hefur á innfluttum
grindum. Hefur öllum bændum
á landinu verið skrifað, þeim
veittar upplýsingar um gerð og
verð grindanna og þeir hvattir
til að notfæra sér þau hag-
kvæmu kjör, sem nú bjóðast.
Pantanir þurfa að hafa borizt
til Stéttarsambands bænda,
Bændahöllinni, Reykjavik fyrir
31. desember 1970.
Gert er ráð fyrir, að afhend-
ing öryggisgrindanna hefjist um
miðjan vetur.
(Upplýsingaþjónusta landbún
aðarins)
förnu nauðað á yfirvöldum bæj
arins um leyfi til að hafá sjopp-
ur og söluop, og að fa að setja
upp verzlanir í skúfúm og með
nokkrum árangri. Sama sagan
gerist hér af því aö nokkrir
bæjarfulltrúar setja upp póli-
tísk gleraugu þegar slík mál
koma til afgreiðslu.
FIMM VIKNA JÓLAFRÍ
Alþingi mun væntanlega fresta
fundmn í dag og hefja þá að
nýju 25. janúar. Hafa allmörg
mál verið afgreidd undanfarna
daga, en að því búnu fá þing-
menn fimm vikna jóíaleyfi óg
geta þá hvílt þreytt - höfuð og
hugsað jafnframt u-m landsins
gagn og nauðsynjar hins nýjal
árs.
HUNDAR KÆFA KLÁMIÐ
Hinar fjölskrúðugú umræður
um not kynfæra fólks til gagnsl
og gamans, er staðið hafa linms
laust undanfarnar vikur í fjöl-
miðhtm, almenningi til „stór-
skemmtunar“, eru loks að
dvína. Það eru rökræður um
liunda, sem eru áð kaffæra allt
klámið og það svo hressilega,
að ekki er hægt að opna blað
frá Reykjavík, án þess að rek-
ast á fleiri eða færri greinar um
það mál. Hundahald er bannað
í Reykjavík. Þar eru sagðir
2000 hundar. Á Akureyri er
hundahald leyft, með undan-
þágu og vissum skilyrðum. Þar
eru húndarnir jafn margir og
spilin, án jókera og tveggjá
tígulkónga.
UTAN HJÓNABANDS
Upplýsingar um börn, sem
fædd eru utan hjónabands,
liggja fyrir frá 115 löndum í
síðustu manntalsskýrslum Sam
einuðu þjóðanna. Skýrslur frá
ákveðnum pörtum Rómönsku
Ameríku og Vestúr-Indímn
benda til, að þar fæðist yfir 70
prósent allra barna utan hjóna-
bands. Á sama tínia eru böra
fædd utan hjónabands í Ara-
bíska samveldi.nu og ísrael imt
an við 1 prósent. í Evrópu sveifl
ast hlutfallið milli 1.1 prósents
í Grikklandi og 30 prósenta á
fslandi. Nýjustu tölur frá
Bandaríkjunum eru 9.7 prósent,
frá Englamdi og Wales 8.5 pró-
sent, frá Kanada 8.3 prósent og
frá Ástralíu 7.7 prósent.
Girðing fil varnar snjóflóðum
SIGLFIRÐINGAR eiga snjó-
flóðin yfu- höfði sér, því að
stundum hafa þau fallið úr fjöll
um ofan við kaupstaðinn. Fyrir
tveim árum féll eitt slíkt á hús
nr. 76 við Suðurgötu og lá við
stórslysi.
Nú hefur, að norskri fyrir-
mynd, verið hafist handa til
varnar meg nýstárlegum hætti.
Það er verið að setja upp hátt
í fjallshlíðinni jámstauragirð-
ingu með stálvírum á milli og
neti úr sérstöku gerviefni. Siglu
fjarðarbær leggur efnið til en
Slysavarnadeild karla sér um
VEGIR í nágrenni Akureyrar
voru greiðfærir í gær nema
Múlavegur og aðeins var jeppa-
færi á Vaðlaheiði, □
framkvæmd verksins með að-
stoð nemenda úr gagnfræðaskól
anum, undir stjórn bæjarverk
fræðings. □
GóS bók í
ALLIR kannast við vestur-
íslenzka skáldsagnahöfundinn
Jóhann Magnús Bjarnason, sem
hlaut miklar og verðskuldaðar
vinsældir fyrir bækur sínar,
Braslíufaráha, Eirík Hansson,
í Rauðárdalnum og síðast, en
ekki sízt Vornætur á Elgsheið-
um, en sú bók kom út fyrir 60
árum, en hefir nú verið ófáan-
leg í marga áratugi. Nú er þessi
vinsæla bók komúi út í nýrri
.......... .
tíÍÍmÍíHIK iii . fíilTMfHuiiil hUtiWu liuiii dui'.s.a
Jóhann Magnús Bjarnason.
og myndai-legri útgáfu með
mörgum nýjum sögum, sem
ekki hafa áður verið prentaðar.
Árni Bjarnarson ritar æviágrip
skáldsins. Vornætur á Elgsheið
um er 380 bls. að stærð, bundin
í fallegt band og hin vandaðasta.
að öllum frágangi. Það er óhætt
að mæla með bókum Jóhanns
Magnúsar, því þær flytja aðeins
það er gott og fegurt er. □