Dagur


Dagur - 06.01.1971, Qupperneq 5

Dagur - 06.01.1971, Qupperneq 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMtJELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. NÝTT ÁR ENN hefur nýtt ár göngu sína með vonum þeim öllum, sem við það eru bundnar hjá einstakingum og þjóð- inni í heild. Liðið ár var á margan hátt gjöfult og viðburðaríkt á ýms- um sviðum. Sjávarafli var mikill og verðlag hagstætt. Árið var ]>ví hag- stætt viðskiptaár. Landbúnaðurinn var erfiður og tekjur bænda tugum þúsunda lægri en þeirra viðmið- unarstétta, þrátt fyrir lög uin sam- bærileg kjör. Óðaverðbólga hélt áfram í landinu. Kjarabætur ]>ær, sem um var samið í vor, voru að brenna upp í verðbólgueldinum, ]>egar stjórnvöld loks gripu í taum- ana á Alþingi í vetur og fluttu verð- stöðvunarfrumvarpið fræga, sem að vísu er góðra gjalda verrt, en vekur þó tortryggni vegna skyldleika við verðstöðvunina 1967, er aðeins reyndist „kosningaverðstöðvun.“ Sveitarstjórnarkosningar fóru fram á árinu og Hekla gaus og eitr- aði landsvæði umhverfis, og stóran landshluta norður til hafs, svo að víða urðu vanhöld á búpeningi. Árið varð mikið slysaár og liafa margir átt um sárt að binda. Iðnaður fór vaxandi í landinu og EFTA-aðild íslands varð staðreynd. En verðbólgan leikur iðnaðinn grátt og torveldar samkeppni íslenzkra iðnvara erlendis og vöntun á eðli- legum undirbúningi EFTA-aðildar, er enn mjög tilfinnanlegur. Framundan eru alþingiskosningar og fær þá landsfólkið að segja álit sitt um stjómarfarið og gera á því breytingar með því að breyta styrk- leikahlutfalli hinna pólitísku flokka. Framsóknarflokkurinn er aðalstjóm- arandstöðuflokkurinn, og hefur hann hægt en örugglega aukið fylgi sitt á síðustu árum. Stefnumál hans hafa nýlega verið birt í Degi, þau er flutt hafa verið á síðustu þingum. Efling atvinnu og framleiðslu- greina er jafnan efst á baugi, en byggðajafnvægismálin eru meðal liinna merkustu einstöku mála og fást á þeim engar breytingar hjá nú- verandi stjórnarflokkum. Landhelg- ismálinu var að nokkru gloprað úr höndum íslendinga af núverandi stjóm, sem síðan hefur setið með hendur í skauti. Og af norðenzkum málum ber Laxárdeilan hæst. Óheppileg vinnubrögð og hins vegar hörð andstaða virkjunar Iiafa hert þann óheillahnút, sem enn er óleyst- ur. í von um, að drengskapur og dugnaður fólksins í landinu megi enn um sinn einkenna þjóðlíf okk- ar, atvinnuvegi og mannleg sam- skipti, óskar Dagur lesendum sínum og landsmönnum öllum árs og friðar. □ Við verðum að stórbreyta bústofnnmm segir Jón Bjarnason í Garðsvík, nýkominn heim af Smithfield-sýningunni í Lundúnaborg JÓN Bjarnason, bóndi í Garðs- vík á Svalbarðsströnd frá 1944, er sextugur að aldri, gleðigjafi á mannamótum, leikur að rími og stuðlum, vakandi maður og gildur bóndi með ær og kýr. Hann skrapp til Englands nú í skammdeginu, sér til búmann- legrar sálubótar og fróðleiks í boði Búnaðarfélags íslands í 45 manna hópi bænda og skoðaði landbúnaðarvélar, mjólkurkýr, holdanaut, kindur, svín og fugla, kom á kjötmarkað mik- inn og heimsótti tvö bændabýli. Lagt var upp 8. desember sl. undir fararstjórn Agnars Guðna sonar og Sveins Runólfssonar, en aðalákvörðunarstaðurinn var Smithfield-sýningin í I.undúna borg, og var þetta 8 daga ferð. Hvað uni fiðurfénaðinn? Ég hafði ekki mikinn áhuga á þeirri búskapargrein, en áhugamenn um það efni grand- skoðuðu þær skepnur og ekki síður allan útbúnað t. d. í hæsnaræktinni og töldu sig fróðari eftir. En svínin þá? Þau voru falleg og hafa mér ekki áður fundizt þau sérlega sjálegar skepnur. Svínaræktar- menn hældu sér af þvi að hafa nú lengt í svínunum hrygginn með kynbótum og gefa nú skrokkarnir 2 kótelettur fram- yfir það, sem áður var. Þetta eru allt aðrar skepnur en við sjáum hér á landi. Okkar svínarækt er sjáanlega orðin langt á eftir og stofninn kannski orðinn úr- kynjaður, eða hefur ekki kom- izt í snertingu við verulega ræktun. Þú hefur eflaust gefið kind- unum auga? Já, það gerði ég. Við sáum all mörg sauðfjárkyn, sem ég kann naumast að nefna. Allt var féð kollótt og leit mjög vel út. Þetta var bakbreitt fé og holdgróið, svo að við sjáum aldrei neitt slíkt hér á landi í okkar stofni. Og bágt á ég með að trúa því hér eftir, að íslenzkt dilkakjöt sé nokkur merkisvara. Og það sá ég enn betur á kjötmarkað- inum, þar sem skrokkarnir voru hengdir upp og ég hafði í huga okkar fé. Þó má vera, að ís- lenzka kindakjötið hafi annað bragð vegna gróðursins hér á landi og okkur kært, en það ætti að geta yfirfærst á holdafé, ef það væri flutt inn. Og svo holdanautin? Þau voru það merkilegasta, sem ég sá á þessari sýningu og þau hafa vakið mig til meiri um hugsunar en nokkur önnur bú- fjárgrein og þóttist ég þó hafa séð bæði eitt og annað mark- vert. Holdanautin voru af ýms- um litum og af mörgum hrein- ræktuðum kynjum. Ekki eru þau stórvaxin, en alveg ótrú- lega þung. Og þykktin á þess- um skepnum var ótrúleg. Mér var sagt á sýningunni, að rúm- lega ársgömul holdanaut væru 400 kg. á þyngd og með 220— 240 kílóa skrokkþunga. Þetta fannst mér lýgilegt, en svona er það samt. Ekki veit ég með vissu hvernig nautin eru alin upp, en þó skildist mér, að það væri ekki sérstökum vand- kvæðum bundig nema fyrir slátrunina, en þá er fóðrað vel og nákvæmlega. Þessi kyn hafa ákaflega mikla eiginleika til kjötsöfnunar og segja má, að þessir sömu eiginleikar ein- kenni einnig sauðféð. Svo fóruð þið á kjötmarkað- inn? Já, og ég sannfærðist um, að íslenzkt dilkakjöt er lítið fyrir augað, miðað við það, sem ég sá þar. Á þessum erlendu holda kynjum, bæði nautgripum og sauðfé, var fitan í mjög þunn- um lögum og nánast sem sam- breiskingur í stað. þess að safn- ast í hellur, eins og við eigum að venjast um feitar skepnur. Þetta fæst við ræktun að mestu leyti en að litlu leyti með fóðr- un. Ég sá ekki íslenzkt kjöt á þessum markaði, en ég komst ekki hjá því, að hafa það í huga og bera saman í huganum. En það hefði þó vissulega verið fróðlegt að sjó okkar fram- leiðslu við hliðina á þessari. Þag var áberandi, hvað lærin, Jón Bjarnason. bæði kinda og nauta, voru miklu styttri hlutfallslega en á okkar búfé, en holdfyllingin þessi ósköp. En Bretana vantar bragð heiðagróðursins í kjötið sitt? Já, vera má að svo sé, ef það er þá ekki þjóðsaga. Þetta var fyrir fáum árum reynt, prófáð á sælkerum á Hótel Sögu. Fram var borið kjöt af íslenzku og erlendu fé, og þeir fundu ekki mun á því, og atkvæði voru jöfn. En sennilega er það þó rétt, að kjötið beri keim af því fóðri, sem skepnan lifir á. Þið heimsóttuð bændur í ferð inni? Já, við komum á tvö bú. Við fórum í stutta heimsókn á bú- garð einn, einkum til að sjá stál-votheysturn, nýja gerð. En þar var nú reyndar fleira að sjá. í nýlega byggt fjós komum við á þessum bæ, og þar var þessháttar útbúnaður þar sem kýrnar voru mjólkaðar, að þeg- ar kýrin hafði gefið sex kg. af mjólk, fékk hún vissan skammt af kjarnfóðri, og þegar enn hækkaði í mjólkurfötunni, fékk hún meiri mat og voru þessi fóðurtæki sjálfvirk. Þarna var umgengni góð og snyrtileg. En á hinum búgarðinum? Þar fengum við hinar ágæt- ustu móttökur og sá bóndi bjó stórt og hafði margt mjólkur- kúa og þar að auki holdablend- inga til frálags, hveitirækt og feiknamikla ikartöflurækt, svo að þar hlutu kartöflubændur af Svalbarðsströnd að taka ofan og gera þeir það þó ekki þó þeir sjái smávegis af kartöflum! Á þessum bóndabæ var ekki nema eitt hús nýtt, en það var korn- hlaða, stórmyndarlegt hús. Öll hin húsin voru tvö hundruð ára gamlar byggingar og sannast að segja ekkert fyrir augað. Öll útihús, nema kornhlaðan, voru gapandi og opin og illa við hald ið, hefðu getað fyllst á einni ís- lenzkri stórhríðarnóttu. Kýrnar lágu á hálmbyng og voru nokk- urn veginn hreinar, en það var illt að ganga þarna um, bæði úti og jafnvel inni, á venjuleg- um skóm, það var svo mikil for og bleyta. Kýrnar gengu lausar, en voru svo reknar, svona 10— 12 í einu á mjaltabásana. En mjaltir stóðu yfir þegar við komum, og kýrnar fóru svo á sinn hálmbyng um leið og búið var að mjólka þær, og auk þess höfðu þær rúman húsagarð til að hlaupa um. En veðráttan er svo mild á Suður-Englandi, að það á ekki að saka þótt húsa- kynni séu ekki mei'kileg og meira og minna opin. Sjálfar voru kýrnar stór-glæsilegir gripir, svartskjöldóttar, kollótt- ar, miklu stærri en okkar kýr og holdgóðar. En þessi bóndi lét kvígurnar fá við holdanaut- um og ól svo blendingana til slátrunar. Við sáum á einum stað töluverðan flota af þessum blendingum. Það voru fallegar skepnur. Bóndinn sagðist ekki græða á þeim. Ef ég missi tvö naut, sagði hann, er hagnaður- inn farinn. Ég dró það nú í efa, en bóndi rökstuddi sitt mál og sagði m. a. að svo mikið væri flutt inn á brezka kjötmarkað- inn, erlendis frá, og frá löndum, þar sem væri mun ódýrara að framleiða kjöt en í Englandi, samkeppnin væri svo hörð, að ekkert mætti út af bera. Kjöt- verðið væri lágt. Kvígukálfa sáum við, verðandi mjólkurkýr, og þeir voru fallegir. Hjá þeim stóðu fóðurblöndudallarnir og átu kvígurnar þar að vild sinni. Þú nefndir áðan kartöflurnar, Jón? Já, við sáum firnastóran kart öflubyng í húsagarðinum og kartöflurnar voru bæði stórar og álitlegar. Yfir þær hafði ver- ið dreift litarefnum, lit fjólunn- ar, og við spurðum hverju þetta sætti. Jú, þannig var, að í ár var offramleiðsla á kartöflum. Bændur lögðu inn kartöflur sínar og fengu ákveðið verð fyr ir, en fluttu þær síðan heim aftur. Litarefnin voru þá sett á þær til að útiloka, að bændur kæmu með sömu uppskeru öðru sinni! En þarna var líka búvéla- sýning? Ég sannfærðist um það á þess ari sýningu, að íslenzkir bænd- ur eru vel á vegi staddir um vél væðingu landbúnaðarins, og þarna var held ég ekki margt nýtt að sjá á því sviði, sem við bændurnir höfum ekki annað hvort notað eða haft af nokkuð nánar fréttir. Samdóma mér í þessu var sveitungi minn, Stef- án á Breiðabóli, mikill véla- maðui'. Ég vil segja, að vélvæð- ing landbúnaðarins hér á landi sé alveg undramikil. Að sjálf- sögðu voru þarna sérlega álit- leg tæki og heilar vélasamstæð- ur vegna kornræktar, sem virð- ast ekki eiga erindi til okkai', a. m. k. ekki enn sem komið er. En í sambandi við okkar vél- væðingu í landbúnaði, kemur það oft og glöggt fram, að inn- flutningsfyrirtækin hefðu mátt vera færri, færri vélategundir fluttar inn og um leið betri vara hlutaþjónusta, en það er nú önnur saga. Og hvaða ályktanir dregur þú svo af öllu þessu? Kvikfjárræktin hjá okkur er í öfugu hlutfalli við vélvæðing- una. Við erum enn með sama búpeninginn, sem forfeður okk- ar fluttu með sér til landsins, Helgi magri og allir þeir. En erlendis hefur í áratugi og aldir verið unnið að kvikfjárkynbót- um og flutningi kvikfjár milli landa. Geysilega vinnu og fjár- muni er búið að leggja í þetta starf og það hefur borið árang- ur, því að bættir búfjárstofnar og nýir stofnar gefa meira í aðra hönd og mæta um leið ströngustu kröfum neytend- anna. Við erum orðnir svo langt á eftir í þessu efni, að það er alveg grátlegt, og ég trúði þessu tæplega fyrr en ég sá það með eigin augum. Hefur þú tillögur til úrbóta? Við þurfum að vinna að því á næstunni, hefðum átt að vera byrjaðir á því miklu fyrr, að flytja inn sæði úr hreinkynja holdanautum og ennfremur holdahrútum. Þar mætti svo sem tala um það, að skipta að verulegu leyti um bústofn, en eflaust eru meinbugir á því. En öllum má vera það ljóst, að ef við ætlum að flytja út kjöt, hvort sem er af nautpeningi eða sauðfé, verðum við að breyta til og bæta okkar samkeppnis- aðstöðu með verulegum kyn- bótum. Búnaðarfélag íslands hefur um árabil óskað eftir leyfi til að flytja inn 'sæði holda- nauta, en yfirdýralæknir hefur neitað. Hins vegar getur hver sem er heimsótt bændabýli er- lendis, vaðið þar alla for og flutt með sér hvert á land sem er, án eftirlits. Sjúkdómshætta við sæðisflutninga með nútíma tækni og hreinlæti, er hverf- andi, ef hún er nokkur. Því skora ég nú á yfirdýralækni, að endurskoða afstöðu sína til inn- flutnings á sæði valdra búfjár- kynja. í þessu sambandi er mér ofarlega í huga skozkur hálands stofn holdanauta, ákaflega mik- ið hærður, næstum eins og moskusnaut og ætti hann að þola, kuldann vel. En val stofna er auðvitað vandaverk og þar myndu fróðari menn um fjalla. þótt ég slái þessu fram. Ég borð aði flest kvöld kjöt af holdanaut um og þótti gott. Og svo eitt að (Framhald á blaðsíðu 7) Ein stærsta brennan á Akureyri var hér, nálægt gamla Grísabóli. (Ljósm.: E. D.) SMÁTT & STÓRT LÍTUM í KRING UM OKKUR Viö spurningunni um það, hvort neyzlu fíknilyfja gæti hér á Akureyri, gefa yfirvöldin loðin svör, en þó nær neikvæð. Rétt er þáð, að þessarar neyzlu gætir lítt. En hún er til og liefur verið það undanfarin misseri, án bess að vera opinberlega staðfest ógnun. En eru nú lögregluyfir- völd undir það búin hér, að berjast við vandamálið þegar það tekur að berja að dyrum og baráttan verður ekki umflúin? Ekki verður því svarað hér, en nú er kominn tími til þess, að hefja fræðslustarfsemina í skól- um og heimahúsum, og eflaust búa lögregluyfirvöld sig undir baráttuna á sínum vettvangi. MARGIR BIÐU Á sunnudagskvöldið biðu á fimmta hundrað farþegar á Ak- ureyri, flugfars til Reykjavíkur. En þá hafði ekki verið flogið síðan á gamlársdag vegna óhag- stæðra skilyrða. Seint á sunnu- dagskvöldið birti vel upp og Valdimar Pálsson KVEÐJUORÐ VALDIMAR Kristinn Pálsson fyrrum bóndi á Möðruvöllum í Eyjafirði og hreppstjóri í Saur- bæjarhreppi, andaðist í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 21. desember sl. Hann var fæddur á Vatns- enda 11. júní 1889, Eyfirðingur að ætt og uppruna. Hann varð kunnur bóndi á höfuðbólinu Möðruvöllum í Saurbæjar- hreppi, en þar lióf hann ásamt konu sinni Guðrúnu Jónasdótt- ur búskap 1911 og bjuggu þau þar til 1935, er Jóhann sonur þeirra tók þar við búi að fullu. En þá fluttu þau Valdimar og Guðrún til Akureyrar og áttu þar síðan heima til æviloka. Guðrún andaðist 1955. Valdimar Pálsson var hrepp- stjóri Saurbæjarhrepps í 30 ár, frá 1928, sýslunefndarmaður í 45 ár, frá 1919 og deildarstjóri KEA í sinrií sveit í meira en fjóra áratugi og endurskoðandi KEA i 16 ár eftir að hann flutt- ist til Akureyrar. Synir Valdimars og Guðrún- ar eru: Jóhann, fyrrum bóndi á Möðruvöllum og nú verzlunar- stjóri í Reýkjavík, Ásgeir, verk fræðingúr í Reykjavík. En dótt ir þeirra er Ragnheiður hús- freyja' á Akureyri. Hjá henni og tengdasyni, Ragnari Olasyni vei'ksmiðjustjóra, átti Valdimar heima hín síðari ár þar til yfir lauk. Aðra dóttur, Ásgerði, misstu þau unga. Valdimar hvílir í Möðruvalla kirkjugarði og fylgdu honum margir til grafar. Það vildi svo til, að ég kynnt- ist Valdimar Pálssyni fyrst suður í Borgarfirði er við vor- um þar báðir staddir sem ferða menn, en betur síðar hér á Ak- ureyri. Hann var rólyndur, karl mannlegur og gamansamur, far sælum- gáfum gæddur, trygg- lyndur og tillögugóður, viðfeld- inn og traustur samferðamaður, og hinn bezti da'engur, Slíkra er Ijúft að minnast og skylt að þakka, er vegir skilja um sinn. E. D. flugvélar komu hver af annarri til að sækja farþegana, alla nema 70, er fóru á mánudags- morgun. Meðal farþeganna var niargt skólafólk svo og vertíðar menn á leið suður. EKKI SAMRÆMI Fyrir áramót samdist um fisk- verðið og er hækkun til jafnað- ar um 25% og hækkar ýsan þó um 35%. Þykir mönnum þetta eliki, fremur en benzínhækk- unin og Iiækkun skatta af bifreiðum, í samræmi við marg- lofaða verðstöðvun í landinu. - FJÁRLÖGIN MIIÍLU (Framhald af blaðsíðu 1) Sumir viðreisnarspekingar eru óánægðir með þessar stað- reyndir og hafa búið sér til svar. Þeir vilja láta bæta út- flutningsbótunum 1958 við fjár- lagaupphæðina, það ár, en þær voru þá greiddar úr útflutnings sjóði, sem hafði tekjur af gjald- eyrisverzluninni. Ef þetta væri rétt, ætti líka að bæta „skatti“ þeim, sem þjóðin greiðir vegna fjögurra gengisbreytinga við fjárlagaupphæðina 1971 og yrðu það nokkrir milljarðar í viðbót. En formaður Alþýðuflokks- ins, viðskiptamálaráðherrann, er harðánægður með fjárlögin miklu og gengisbreytingarnar fjórar. Búið er að tryggja til frambúðar kaupmátt launa á ís landi, segir hann í áramótaboð- skap sínum. Þannig blómstrar „hið glaða sinnuleysi“ innan ríkisstjórnarinnar á nýbyrjuðu ári. □ Fuflflarnir HIN árlega fuglatalning fór fram á Akureyri 27. desember í góðu veðri, kyrru og frost- lausu. Þá var snjólaust að kalla og fjörur klakalausar. Svæði það, sem talið var á, var allur bærinn og fjörur út fyrir Krossanes. Eftirfarandi fuglategundir sáust: Auðnutittlingar....... 26 Bjartmávar ............ 44 Gulendur .............. 13 Hávellur............... 22 Hettumávar............. 38 Hrafnar ............... 40 Skógarþrestir .........175 Stokkendur ........... 285 Skúfönd ................ 1 Svartbakar ............ 85 Silfurmávar ........... 50 Teistur ................ 2 Æðarfuglar ............207 Alls 13 tegundir. Tónleikar í Akur eyr arkirk j u UM HÁTÍÐARNAR fóru fram þrennir tónleikar í Akureýrar- kirkju. Lúðrasveit Akui'eyrar reið á vaðið og lék á þriðja í jólum síðdegis. Verkefnin voru mest- megnis jólalög og ennfremur stutt lög eftir Beethoven, Schu- bert, Verdi og fleiri. Stjórnandi Lúðrasveitar Ak- ureyrar er Sigurður Demetz Franzson, og verður naumast annað séð en það starf af hans hálfu megi flokkast undir hreina björgunarstarfsemi, sem honum ber vissulega þökk fyr- ir. Þó að hann sé vanur stjórn- andi og kunni þar vel til verka, er hann fyrst og fremst söngv- ari, en ekki blásari. Kunnátta hans er á sviði söngsins, og hlýtur það að setja starfi hans við blásarasveit nokkrar skorð- ur. Það er alkunna, að Lúðra- sveit Akureyrar hefur ekki nú um nokkurt skeið haft á að skipa stjórnanda, sem um leið geti haft með höndum kennslu á blásturshljóðfæri. Það útheimtir vitanlega sér- kunnáttu varðandi þá grein af fjölskyldu hljóðfæranna. Án slíkrar kennslu er vandséð hvernig starfsemi lúðrasveitar- innar fær staðizt til frambúðar. Mér og áreiðanlega mörgum öðrum er einungis spurn, hvern ig í ósköpunum stendur á því, að ekki hefur reynzt kleift að ráða hingað kennara á blásturs- hljóðfæri, sem jafnframt geti annazt stjórn sveitai'innar. Slík ir menn hljóta að fyrirfinnast innanlands eða utan, en það kostar að sjálfsögðu nokkurt fé að koma ráðningum í kring. Lúðrasveit Akureyrar er að vísu ekki fjársterkur aðili eins og allir vita, en starfsemi henn- ar er svo mikilvægur þáttur í uppbyggingu alhliða tónlistar- lífs, að engu tali tekur, ef vöxt- ur hennar og viðgangur á að standa á ónógri fjárhagslegri fyrirgreiðslu. Með þessu, sem hér er sagt er sízt vei'ið að vanmeta starf Sig- urðar Demetz Franzsonar, því að án hans framlags þennan tíma sem sveitin hefur verið kennaralaus væri hún að öllum líkindum aldauða. Sveitin er þegar óvenju þunn skipuð, og er því miður tekinn að bresta flótti í liðið eftir því sem bezt verður séð þessa stundina. Ég óska þess af heilum hug, að Lúðrasveit Akureyrar megi takast að ráða svo málum sín- um til lykta, að henni verði tryggðar aðstæður, sem stuðlað taldir Áður sáust tvær silkitoppur, og daginn eftir, 28. desember, sáust hundruð snjótittlinga ef ekki þúsundir, og nokkru áður sást í bænum einn músarindill. Talningu önnuðust Jón Sigur jónsson, Friðþjófur Guðlaugs- son, Árni Björn Árnason og Þorsteinn Baldvinsson. □ HLUTU STYRKI Á GAMLÁRSDAG hlutu eftir- taldir höfundar styrk úr Rit- höfundasjóði útvarpsins: Gunn ar M. Magnúss rithöfundur, Jó- hann Hjálmarsson skáld, Jón Helgason rithöfundur og Sigfús Daðason skáld. Athöfnin fór fram í Þjóð- minjasafninu og afhenti Stein- grímur Þorsteinsson formaður sjóðsstjórnar þau. Hafa nú 28 hlotið þennan styi'k, sem nú var 50 þús. geti að eflingu hennar og vax- andi kunnáttu meðlimanna á hin skemmtilegu, en vandasömu blástur shlj óðf æri. Á mánudagskvöldið 28. des- ember söng Sigríður Magnús- dóttir í Akureyrarkirkju við orgelundirleik Jakobs Tryggva sonar. Á efnisskrá voru jólalög frá ýmsum löndum, lög eftir ís- lenzka höfunda, aría úr Jóla- óratóríum eftir J. S. Bach, lag eftir soninn W. Fr. Bach og Ave verum eftir Mozart. Sigríður Magnúsdóttir hóf söngnám við Tónlistarakademí- una í Vínarborg árið 1965 og hefur þegar lokið prófi í söng- kennslu og kórstjórn. Hún stundar nú nám við einsöngv- aradeild Tónlistarakademíunn- ar og á enn nokkurra ára nám fyrir höndum, því að enginn verður óbarinn biskup. Hún hefur til að bera blæ- fagra rödd og hefur þegar náð mikilli kunnáttu. Tónlistin er henni auðheyrilega runnin í merg og blóð. Hún syngur ævin lega af dýpt og innileika sam- fara öruggri stílkennd og lát- leysi, en enginn skyldi halda, að slíkur einfaldleiki í túlkun fáist fyrir ekki neitt. Al!t, sem Sigríður flytur, er þrauthugsað og unnið, hún fer aldrei skemmstu leið eða þá auðveld- ustu, er e. t. v. full hlédræg á stundum, en henni er sú gáfa léð að rata beint til áheyrand- ans. Hún söng hin gamalkunnu jólalög svo hátíðlega og af svo elskulegri nærfærni, að ég hygg þau hafi þarna birzt mörgum í nýju ljósi. Langmest þótti mér til koma að fá að heyra aríuna „Bereite Dich Zion“ eftir J. S. Bach, og var þar beggja hlutur vegleg- ur, undirleikara og einsöngv- ara. Þau náðu einmitt fram hinni fagnaðarríku eftirvænt- ingu, sem einkennir svo þetta verk. Ekki minnist ég þess heldur að hafa heyrt Ave verum eftir Mozart betur sungið. Jakob Tryggvason tók að sér með örstuttum fyrirvara að ann ast undirleik og á þakkir skild- ar fyrir að hafa brugðið svo skjótt og vel við. Ég er þess full viss, að þeim sem á þessa tón- leika hlýddu, er sú ósk ofarlega í huga að fá meira að heyra, þótt síðar verði, af hálfu þeirra, sem þarna glöddu viðstadda á eftirminnilegri kvöldstund. Þriðjudagskvöldið 29. desem- ber sungu svo í Akureyrar- kirkju Karlakór Akureyrar und ir stjórn Jóns Hlöðvers Áskels- sonar og söngfélagið Gígjan undii' stjórn Jakobs Tryggva- sonar. Sarnan sungu kórarnir undir stjórn Jóns Hlöðvers. Söngur Kirkjukórs Lögmanns- hlíðarsóknar féll niður vegna veikindaforfalla, en þess í stað söng Sigríður Magnúsdóttir þrjú lög við orgelundirleik Jakobs Tryggvasonar. Pianóundirleik við söng'kór- anna annaðist Þorgerður Eiríks dóttir nemandi i Tónlistarskóla Akureyrar, og Jóhann Konráðs son söng einsöng. Á efnisskrá voru einnig þarna jólalög og m. a. lög frá gömlum tímum, sum hver lítt þekkt. Ekki verður því neitað, að æfingatími hefur verið í skemmsta lagi einkum þegar það er haft í huga, að efnisskrá in var að langmestu leyti ný fyrir báðum kórunum og mörg laganna erfið viðureignar. Jón Hlöðver Áskelsson hefur’ tekið við stjórn Karlakórs Ak- ureyrar, og má góðs af honurr. vænta. Hann stundar kennsiu við nýstofnaða barnadeild Tón- listarskóla Akureyrar. Hann stundaði tónlistarnánr við Mozarteum Akademie í Salz burg og lauk þaðan prófi og framhaldsnámi í Hannover í söng, tónlistarkennslu og kór- stjórn. Eftir svo skamman tíma sem Karlakór Akureyrar hefur ver- ið undir hans handleiðslu, er þess naumast að vænta, að stór ar breytingar hafi orðið á. ÞaC myndi jafngilda kraftaverki. Kórinn virðist vera ögn ráð- villtur og ekki alténd vita hvac an á sig stendur veðrið, en söng stjórinn hefur tvímælaiausr fært margt til betra horfs frá því sem verið hefur. Söngurinr. er t. d. ólíkt hófstilltari og áreynsluminni og með kyrrlát- ari blæ. Það er ekki svo lítill ávinningur að vinna bug á þein. fyrirgangi og hávaða, sem karþ kórar hafa löngum verið illt’. haldnir af. Nú þyríti Karlakó..’ Akureyrar endilega að berasi; liðsauki og hef ég þar einkun:. tenóra í huga. Ég veit mæta vel, að á þein:. er einatt hörgull af mörgum og skiljanlegum ástæðum, kannske ekki sízt þeirri, að innan karia- kóra hafa þeir oft verið hrein- lega sprengdir á sprettinum og slitið upp til agna. Samt held ég, að hér í bæ fyrirfinnist þao margar góðar raddir, að kórinr. ætti að geta verið fjölmennari. Þá er einkar ánægjulegt, ao þessir tveir kórar skuli nú vera teknir að syngja saman og von- andi halda þeir því áfram meo vel skipaðan blandaðan kór í huga, er stundir líða fram. Enn sem komið er virðasc þeir ekki alveg búnir að finm. hvorn annan, en það stendur til bóta og má skrifast á reikn- ing hins nauma æfingatíma. Jón Hlöðver, sem kemur nú til liðs við Karlakór Akureyrar með staðgóða kunnáttu og starfsaðferðir vænlegar til ar- angurs, á verk fyrir hönduni bæði hvað raddþjálfun og al- menna ögun kórsins áhrærir. Er honum hér með svo og kór- félögunum óskað heilla og gengis. Að lokum get ég ekki stilis mig um að spyrja þeirrar spurn ingar, hvort ekki megi fara aö taka til endurskoðunar þær sið- venjur, sem gilt hafa við tón- leikahald í kirkjunni og' ieggja bann við undh'tektum af hálfu áheyrenda. Það er tómlegt bæði fyrir flytjendur og áheyrendur, ao hinum síðarnefndu skuli ekk:. leyfast að tjá þakkir sínar meö klappi, því að ekki er alltaf hægt að treysta því, að eirúiver úr hópi þeirra sé tilbúinn og til þess fær að segja nokkur veí valin orð að skilnaði eins og t. d. Jón Sólnes gerði að þessu sinni, er kórarnir sungu. A þaö hefur margoft verið bent, hve Akureyrarkirkja er vel fallin til tónleikahalds. Verði nú farið að nota hana í vaxandi mæli til tóniistar- flutnings og þá væntaniega jöfnum höndum til flutnings á tónlist, sem ekki fellur undir ramma kirkjulegrar eða trúar- legrar tónlistar, þá sé ég ekk: betur en að þessa hlið málsins þurfi að minnsta kosti a'ö ræða. Ég held fyrir mitt leyti, að Ak- ureyringum væri vel treystanoi til þess að stilla undirtektum sínum svo í hóf, að ekki yrSu af nein ólæti. S. G. |

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.