Dagur - 17.03.1971, Blaðsíða 1

Dagur - 17.03.1971, Blaðsíða 1
I : Globus h.f. í Iíeykjavík hefur sent frá sér upplýsingarit eða bækling, ásamt verðlista yfir vör- ur þær, vélar og tæki, er fyrirtækið verzlar með, og sent flestum bændum landsins. — Með- fylgjandi mynd er á kápusíðu ritsins. Askorun tvö hundruð sjómanna um að landhelgin verði færð í fimmtiu mílur FRAM er komin áskorun 200 sjómanna á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal, þar sem skorað er á ríkisstjórnina að „ákveða nú þegar stækkun fiskveiðilögsögunnar út í 50— 60 mílur á Alþingi, sem nú er við störf.“ í áskoruninni segir ennfrem- ur: 4> i „Allir íslendingar vita, að þetta er alvarlegt mál, sem þol- ir eltki bið og treystum við því, að ríkisstjórnin daufheyrist ekki við áskorunum í svo alvar legu máli.“ Q LTV. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 17. marz 1971 — 13. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarsíræti 104 Akureyri Sfmi 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJÖSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING LÁGFREYÐANDI I!l i.•* Ibúðarhúsið í Dölum eldi að bráð \ Skemmtifundur eyfirzka bændaklúhbsins Egilsstöðum 15. marz. í síðustu viku var farið á jeppa héðan til Akureyrar og var mjög lítill snjór til tafa. Eftir það var veg- urinn opnaður betur með veg- hefli, en er nú orðinn ófær á ný vegna snjóa. Aðfararnótt sunnudags brann íbúðarhúsið í Dölum í Hjalta- staðaþinghá, gamalt timgurhús, asbertklætt, og ónýttist það með öllu og hluti af innbúi. Þar bjó Ingvar Guðjónsson og kona hans, öldruð hjón, og sakaði þau ekki. Á þessari jörð er þrí- býli. Hús og innbú var vá- tryggt. Talið er, að kviknað hafi út frá olíukvntri eldavél. Slökkvilið fór frá Egilsstöðum og gat það varið önnur hús. í Neskaupstað er niðurlagn- ingarverksmiðja tekin til starfa. Þar er lagður niður ,,sjólax“, eða saltaður stórufsi og gaffal- bitar. Framleiðslan er seld til Svíþjóðar og Austur-Evrópu- DAGUR kemur næst út á laugardaginn, 20. marz. FYRIR nokkru gaf forsætisráð herra út þann boðskap, að Al- þingi yrði slitið fyrir páskana, sem er 11. apríl. Talið er að í hönd fari mikill annríkistími, því að verkstjórn virðist, sem oftar, hafa verið heldur slök og ekki er búið að afgreiða nema lítinn hluta þeirra mála, sem fyrir þingið hafa verið lögð. Að venju mun stjórnin láta sér í léttu rúmi'liggja þó að ýmis mál stjórnarandstöðunnar, sem meirihlutanum þykir óþægilegt vegna almenningsálits að greiða atkvæði á móti, dagi uppi. En ýmis stórmál, sem hún sjálf flytur eða stendur að, eru svo síðbúin, að naumast er tíipi til þess að þau fái þá athugun í þinginu, sem eðlilegt og sóma- samlegt verður að telja. Meðal Bam lenti YFIRLÖGREGLUÞJÓNN sagði blaðinu eftirfarandi í gær: Tveggja ára barn lenti á bifréið í gærmorgun, og höfuð- kúpubrotnaði. Það liggur nú í sjúkrahúsi. í nótt valt jeppabíll í Dals- mynni. Voru þrír menn í hon- um, á leið til Akureyrar. Segir ökumaður að bíllinn hafi bilað landa. Verið er að þjálfa starfs- fólk, sem jöfnum höndum vinn- ur í frystihúsi. Hér var um síðustu helgi haldin stofnfundur Stjórnunar- félags Austurlands í Valaskjálf. Nær það yfir Austurlandskjör- dæmi, allt frá Helkunduheiði að Skeiðará. Rúmlega 40 manns sóttu stofnfundinn og tóku þátt í stjórnunarnámskeiði, er hald- ið var samhliða. í stjórn voru kosnir: Matthías Guðmundsson bankastjóri formaður, Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Seyðisfirði ritari og gjaldkeri Magnús Einarsson fulltrúi Egils stöðum. En fyrirhugað er, að félagssvæðinu verði skipt í deildir og stjórnin færist úr einni deild í aðra, ,þ. e. skipt um stjórn með hliðsjón af bú- setu. Á stjórnunarnámskeiðinu leiðbeindi Benedikt Antonsson, Reykjavík og Sveinn Björnsson framkvæmdastjóri Iðnaðarmála stofnunar og Jakob Gíslason orkumálastjóri fluttu erindi. Snjór er ofurlítill, en Fjarðar- heiði er þó ófær og þungfært til Neskaupstaðar, en sú leið var þó farin í nótt. V. S. þessara mála eru skólamála- frumvörpin þrjú, um skóla- kerfi, grunnskóla og kennara- háskóla. En tvö þeirra eru lang ir og flóknir bálkar og margt í þeim, sem tvímælis orkar og seinlegt að brjóta til mergjar, eins og þeir koma frá embættis- mannanefndum menntamála- ráðuneytisins. Væri eflaust skynsamlegt að gefa þjóðinni kost á að kynnast þessum skóla málum milli þinga áður en þau eru afgreidd. Þá hefur fjármálaráðherra lagt fram miklar breytingar á sumum köflum skattalaga, sem talið var að ætti að hjálpa iðn- aðinum í samkeppni innan EFTA. En eftir því, sem heyrzt hefur, telja þeir sem breyting- anna áttu að njóta, sumar fyrir bíl og við það stungist út af veg- inum og oltið, skammt frá Fnjóskárbrú. Ökumaður slapp lítt meiddur, farþegi, sem sat í framsæti meiddist og liggur í sjúkrahúsi og hinn farþeginn rifbrotnaði. Nokkrir árekstrar hafa orðið í bænum. □ BÆNDAKLÚBBSFUNDUR var á Hótel KEA á mánudag- inn, og nú með öðru sniði en venja er. Bændur minntust sér- staklega bændafarar um Vest- firði, Snæfellsnes, Dali og Mýra- og Borgarfjarðarsýslu í sumar, á þessum fundi. Sýndar voru litskuggamynd- ir iir ferðinni, er Ævarr Hjart- arson skýrði, einnig fór fram myndagetraun og voru 10 myndir hafðar í þeirri keppni, sem menn spreyttu sig á að þekkja. stærstu brevtingamar alls ekki til bóta, og virðist hér einhverj um hafa orðið mislagðar hend- ur. Margir eru þeirrar skoðunar, að öll löggjöfin um tekju- og eignaskatt og um tekjustofna sveitarfélaga, eigi að koma til álita samtímis, til þess að nauð- synleg samræming geti átt sér stað, en til þess er stjórnin ekki reiðubúin. Enn er líka á hLildu hver áhrif hækkun fasteigna- matsins, sem boðað er 1. maí, verður látin hafa. Vegaáætlun fyrir árin 1971— 1972 er nýkomin fram, og mun afgreiðsla hennar ekki verða auðvelt verk. Þá er frumvarp til nýrra laga um stofnlána- deild landbúnaðarins, landnám ríkisins og fleira, alveg nýkom- ið til þingsins úr endurskoðun á vegum ríkisstjórnarinnar. Og er þá talið fátt eitt. Eitt af fyrstu málum þingsins í haust var stjórnarfrumvarp um heimild fyrir Landsvirkjun til tveggja nýrra stórvirkjana á Suðurlandi, auk Búrfellsvirkj- unar, sem serin verður lokið. Þetta mál hefur enn ekki hlotið verandi stjórnar búið að fram- kvæma eða gera ráðstafanir til afgreiðslu. En verði þessi heim- ild samþykkt, verður í tíð nú- (Framhald á blaðsíðu 2) Ýmsir stuttir þættir, bundnir endurminningunum, voru þarna fluttir, Jón bóndi í Garðs vík sagði frá bændaför B. í. til Englands í vetur og á milli sungu viðstaddir bæði karlar og konur, Undir stjórn Sigríðar Schiöth. KJÖRDÆMISSAMBAND Framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi eystra gengst fyrir ferðamálaráðstefriu á Ak- ureyri Iaugardaginn 27. marz n. k. að Hótel Varðborg. Ráð- stefnan hefst kl. 10 f. h. og lýk- ur með sameiginlegu borðhaldi að Hótel KEA kl. 19 sama dag. Sigurður Jóhannesson fram- kvæmdastjóri setur ráðstefn- una. Erindi flytja eftirtaldir menn: Bjarni Einarsson bæjar- stjóri Akureyri, Birgir Þórlialls son framkvæmdastjóri Reykja- vík, Sigurður Magnússon full- trúi Reykjavík, Sveinn Sæ- mundsson blaðafulltrúi Reykja vík, Guðni Þórðarson forstjóri Reykjavík, Heimir Hannesson lögfræðingur Reykjavík. Ofan- greindir menn halda stuttar framsöguræður og tala um framtíðarþróun íslcnzkra ferða- mála. Sérstök áherzla verður lögð á uppbyggingu og stöðu ferðamála á Norðurlandi. Dalvík 16. marz. Lionsklúbbur Dalvíkur og leikfélag staðarins höfðu hér kabarettsýningar á laugardaginn í samkomuliúsinu kl. 5 og kl. 9. Þessi sýning, sem skemmti viðstöddum ágætlega, verður endurtekin í dag, miðvikudag, kl. 9. Ágætur afli hefur verið á tog bátunum Björgúlfi og Björgvin. Að sjálfsögðu var kaffi drukk ið, eins og venjulega á bænda- klúbbsfundum. Ármann Dal- mannsson stjórnaði þessum fundi, sem var fyrst og fremst minninga- og skemmtifundur, sóttur af 180 manns. Q Ráðstefna þessi er öllum áhugamönnum um ferðamál opin. Ákveðið er að hópur áhugamanna um ferðamál frá Framsóknarfélagi Reykjavíkur sitji ráðstefnuna og eiga aðild að henni. Nánar verður sagt frá tilhögun og framkvæmd í næsta blaði. Fyrirhuguð er svipuð eða sambærileg ráðstefna í Mý- vatnssveit n. k. vor á vegum Kjördæmisráðs. Þeir sem áhuga liafa og ætla að sitja ráð- stefnuna vinsamlega hafið sam- band við skrifstofu Kjördæmis- sambandsins, sími 21180. Q LOÐNUAFLIÍVN var sl. sunnudag orðinn 168 þús. smálestir, en var í fyrra 190 þús. smálestir á vertíðinni allri. Talið er, að aflaverðmæti loðnunnar upp úr sjó sé orðið 214 milljónir króna. □ Björgúlfur kom með 80 tonn á föstudaginn. Stöðug vinna er því í frystihúsinu nú um tíma og verður vonandi framhald a því. Netabátar hafa lítið aflað og ennþá er hrognkelsaveiðin treg. Dálítill snjór er kominn á Dalvík og næsta nágrenni, en minna þegar fjær dregur, svo sem frammi í dölunum. J. H. Um þingmálin og margt fleira Ferðamálaráðstefna á Akureyri Kabarettsýningar á Dalvík

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.