Dagur - 17.03.1971, Blaðsíða 2

Dagur - 17.03.1971, Blaðsíða 2
2 Jafnréffi tii handa föfi'J Bjarg, félagsheimilið við Hvannavelli á Akureyri. (Ljósm.: E. D.) Aðalfun AÐALFUNDUR Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri og nágrenni, var haldinn í húsi félagsins, Bjargi við Hvanna- velli, sunnudaginn 14. febrúar síðastliðinn. í skýrslu stjórnar, sem for- maður flutti, kom fram, að fé- lagsstarfið hefur verið mjög fjölþætt á síðasta ári. Má m. a. geta eftirtalinna atriða: Auk al- mennra funda og stjómarstarfa voru mörg skemmtikvöld yfir vetrarmánuðina, þar sem spil- uð var-félagsvist og fleira haft til skemmtunar, auk þess árs- hátíð, mjög fjölsótt, og skemmti fundir um jól og við sumar- komu. Þá var mjög vel heppn- aður almennur fundur á al- þjóðadegi fatlaðra í marzmán- uði. Nokkrir félagar sóttu sum- armót Sjálfsbjargarfélaganna í Húnaveri og sunnudagsferð var farin í Leyningshóla, með góðri þátttöku. Þá voru yfir vetrarmánuðina föndurkvöld flest fimmtudags- kvöld, og þar unnið margt muna, er selt var á bözurum í fjáröflunarskyni, einnig unnu ýmsir félagar, einkum konur, margt muna í heimahúsum og gáfu félaginu. Góður hagnaður varð af þessu starfi og einnig af blómasölu, sem höfð var einn sunnudag í sumar á Akureyri og Dalvík og ennfremur í Olafs firði. Skrifstofa félagsins var mest af árinu opin eftir hádegi og þar innt af höndum margs- konar þjónusta fyrir félags- menn og fleiri. Nýmæli í starfinu er það, að nokkrir yngri félagar héldu síð- ari hluta ársins uppi sérstöku félagsstarfi, auk þess sem þeir tóku þátt í félagsstarfinu al- mennt. Endurhæfingarþing Norður- landasambands fatlaðra var á liðnu hausti haldið í Reykjavík- og sótti formaður félagsins það, einnig Magnús Ólafsson sjúkra- þjálfari. En ótalin eru enn þau tvö atriði, er mest starf var í kring- um og mestan svip setja nú á starfsemi félagsins, plastiðjan og endurhæfingarstöðin. Plastiðjan Bjarg. Plastiðjan Bjarg hóf að nafn- Eldri hjón óska eftir 2—3 herbergja ÍBÚÐ til leigu. Uppl. í síma 1-24-14. Sveinafélag járniðnaðar- manna óskar eftir SKRIFSTOFU- HÚSNÆÐI Uppl. í síma 1-14-92. inu til starf á árinu 1968, en árið 1969 var fyrsta heila árið, sem fyrirtækið var rekið. Frá upphafi og til þessa hefur mest áherzla verið lögð á -framleiðslu raflagnaefnis. Sala þeirrar fram leiðslu nam á árinu 1969 þó að- eins 350 þúsundum króna, en fjórfaldaðist á árinu 1970, nam 1.5 milljónum króna. Þá hefur nokkuð verið framleitt af aug- lýsingaskiltum, og nam sú velta um 350 þúsundum kr. hvort framangreindra ára. Enn sem komið er hefur þessi starfsemi þó alltof fáum veitt atvinnu, og því hyggur félagið á að færa mjög út kvíar með verksmiðjureksturinn. Um síð- ustu áramót bættist ný vél, sem til þess er gerð að móta marg- víslega hluti úr plasti. Eru miklar vonir við hana bundnar. Fyrst í stað mun einkum lögð áherzla á framleiðslu fiskkassa og fiskbakka fyrir fyrstihús, en einnig verður fljótlega tekið að móta lampaskerma og fleiri hluti. Fiskkassarnir eru þegar komnir á markað og hafa vakið verðskuldaða athygli. Hugmyndin er að halda enn áfram vélakaupum og auka við fjölbreytni í framleiðslu, en stækkunarmöguleikum er þó mjög þröngur stakkur skorinn sem stendur vegna húsnæðis- skorts. Á árinu tók félagíð sam- komusal sinn í Bjargi til notk- unar fyrir verksmiðjuna, en ljóst er, að mjög fljótlega þarf á miklu stærra húsnæði að halda. Formaður verksmiðju- stjórnar er Guðmundur Hjalta- son rennismiður, en fram- kvæmdastjóri Gunnar Helga- son rafvélavirki. Endurhæfingarstöð. í septembermánuði tók til starfa í Bjargi vísir að endur- hæfingarstöð fyrir fatlaða og aðra, er á meðferð sjúkraþjálf- ara þurfa að halda. Hafði all- lengi verið unnið að undirbún- ingi þessa máls, m. a. fyrir hvatningu Kiwanisklúbbsins Kaldbaks og fjárhagsstuðnings frá honum. Sjálfsbjargarfélög- um var og flestum ljósara, hver nauðsyn var að koma hér upp slíkri stöð. Stöðin var formlega tekin í notkun þann 11. október að við- stöddum heilbrigðismálaráð- herra, Eggert G. Þorsteinssyni, Páli Sigurðssyni ráðuneytis- stjóra og fjölda gesta utan bæj- ar og innan. Til að veita stöðinni forstöðu réðist ungur sjúkraþjálfari, Magnús Ólafsson, er nýlokið hafði námi í Noregi, og telur félagið sig hafa verið mjög heppið með að fá hann hingað til starfs. Auk gjafar Kiwanisklúbbs- ins, en hann gaf mikið af tækj- um til stöðvarinnar, hafa bor- izt ynargar ágætar peningagjaf- ir til þessarrar starfsemi. En þótt Sjálfsbjargarfélagar vissu, að þörfin fyrir þjálfunar- stöð væri mikil, grunaði þá ekki, að hún væri svo mikil, sem reynslan hefur sýnt. Nú þegar er svo komið, að eftir- spurn eftir meðferð er mun meiri en hægt er að anna með því starfsliði, sem stöðin hefur. En reynt mun verða að bæta þar úr, svo áð fólk þurfi ekki að bíða marga mánuði eftir að komast að. í undirbúningsnefnd endur- hæfingarstöðvarinnar áttu sæti þeir Sigvaldi Sigurðsson, Skarp héðinn Karlsson og Valdimar Pétursson, og ásamt ísak Guð- mann skipa þeir nú stjórn stöðvarinnar. Stjórnarkjör. Ur stjórn félagsins áttu að ganga á aðalfundi þau Hugrún Steingrímsdóttir formaður, Haf liði Guðmundsson varaformað- ur og Valdimar Pétursson rit- ari. Þau voru öll endurkjörin. Fyrir voru í stjórninni Jón G. Pálsson gjaldkeri og Sigvaldi Sigurðsson vararitari. í vára- stjórn eru: Ragnheiður Stefáns- dóttir, Sveinn Þorsteinsson, Helga Jónsdóttir, Lilja Sigurð- ardóttir og Birgir Sigurðsson. — Ennfremur var kosið í ýmsar starfsnefndir. Aðalfélagar í Sjálfsbjörg á Akureyri eru nú milli 220 og 230 talsins og styrktarfélagar nálægt 200. Fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki, bæjarfélagið og lána stofnanir hafa á undanförnum árum veitt félaginu góðan stuðning við starfsemi þess, og fyrir allan þann stuðning og vel vilja sendir félagið beztu þakk- ir og vonar, að reynslan sanni, að félagið hafi verðskuldað það traust, sem því hefur verið sýnt. Alþjóðadagur fatlaðra í ár er 21. marz, og verður dagsins að vanda minnzt á vegum Sjálfs- bjargar hér með sérstakri sam- komu fyrir almenning og á ýms an hátt vakin athygli á málefn- um fatlaðra. □ ÞETTA eru kjörorð alþjóða- dags fatlaðra, sem er næstkom- andi sunnudagur 21. marz og verður minnzt víða um heim. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á Akureyri, vill hér með vekja athygli á deginum og því starfi sem unnið er af félaginu með jákvæðum skilningi og aðstoð bæjarbúa og íbúa byggðarlag- anna í sýslunni. Eins og lesendum er kunn- ugt, er verið að leitast við að byggja upp alhliða endurhæf- ingarstöð, atvinnulega, líkam- lega og félagslega í Bjargi, húsi félagsins á Akureyri, og með því móti er verið að reyna að skapa fötluðum möguleika til jafnréttis við heilbrigða. Fatlaðir biðja ekki um með- aumkun, heldur skilning á að- stöðu þeirra í lífinu til að vera metnir sem nýtir þjóðfélags- þegnar. Eru í því sambandi tilfærð hér orð mikilsmetins baráttu- manns fyrir málefnum fatlaðra, sem lýsa viðhorfi öryrkja til þjóðfélagsins og væri hvar sem er í heiminum hægt að gera að einkunnarorðum: „Ég, N. N., ríkisborgari í sam félaginu ísland, á sem maður og þjóðfélagsþegn rétt til vinnu. Starfsgeta mín er að vísu langt fyrir neðan meðallag, en ég óska eftir að fá að nýta þessa starfsgetu. Ég krefst þess að þjóðfélagið sé skipulagt þannig, að ég fái þennan rétt minn.“ Sízt er það meining okkar fatlaðra í Sjálfsbjörg á Akur- eyri að vanþakka eitt eða ann- að, heldur þvert á móti er okk- ur Ijóst, að hér hefir miðað vel fram á við, og er það mjög til !'«1 íúhi sóma fyrir alla þá, sevn stutt hafa drengilega að þeim fram- kvæmdum sem orðnar eru, en framtíðarverkefni eru nægjan- leg. Málefni fatlaðra verða ætíð umhugsunarverð i vaxandi þjóðfélagi og eiga æ meiri skilning að mæta. Það er tilgangur orða þessara að þakka samstarf liðinna ára, og hvetja til áframhaldandi sam vinnu til að hjálpa fötluðum til sjálfsbjargar. SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra á Akureyri. SKRÁ UM VINNINGA í Ilappdrætti Háskóla íslands í 3. flokki 1971 (Akureyrarumboðið) Þessi númer hlutu 10.000.00 kr. vinning hvert: 4016, 5384, 7257, 13392, 20711, 22422, 52514. Þessi númer hlutu 5.000.00 kr. vinning hvert: 6004, 7275, 8030, 10645, 13274, 15004, 17057, 23873, 24769, 30565, 31556, 31572, 49172, 54750. Þessi númer hlutu 2.000.00 kr. vinning hvert: 533, 538, 543, 3836, 3841, 4007, 5947, 7135, 7144, 8840, 8979, 8990, 9248, 9758, 10643,11321, 12180, 12195, 13165, 13794, 14187, 14787, 15015, 15992, 16054, 16055, 17060, 19067, 19434, 19922, 20714, 22087, 23239, 26303, 28871, 29310, 31155, 33414, 33416, 33420, 33436, 36495, 37037, 43913, 46988, 48251, 52580, 53220, 53246, 53820, 53838, 54747, 59573, 59581, 59584, 59768. (Birt án ábyrgðar) Um þingmál o. fl. (Framhald af blaðsíðu 1). að framkvæma nýjar sunn- lenzkar stórvirkjanir, samtals 5—6 sinnum stærri en Sogs- virkjun, sem er 90—10 þús. kw. Áður en þessi stjóm kom til valda, stóðu vonir til að næsta stórvirkjun á eftir Soginu yrði á Norðurlandi. En eftir 12 ár geta Norðlendingar tekið undir það, sem segir í þjóðsögunni: „Ég þarf ekki að þakka. / Ég fékk ekki að smakka.“ Sá hlutur, sem okkur Norð- lendingum var úrskurðaður í virkjunarframkvæmdum, hefur hingað til flutt í þennan lands- hluta illdeilur og sundrung í stað raforku og gert vandamál okkar Norðlendinga að alls- herjar skotspæni. En vonir manna um að núverandi raf- orkumálaráðherra geti leyst þessi mál á skaplegan hátt, hafa enn ekki rætzt. En í lengstu lög verður að gera ráð fyrir því, að þeim stjórnarvöldum, sem ráðið hafa þróun virkjunar mála á síðasta áratug, takist að leysa þá hnúta, er hnýttir hafa verið með þeirra forsjá. En eng- inn ætti, eins og nú er komið, að ofmeta aðstöðu sína í þessu máli. p BLAÐASKÁKIN Tíminn - Dagur Hvítt: Gunnar Gunnarsson og Trausti Bjömsson. Svart: Jóhann Snorrason og - I boði Húsmæðraskólans. (Framhald af blaðsíðu 5). fyrir stofnunina. Fyrrverandi skólastjóri, Lena Hallgrímsdótt ir, er var með okkur þennan dag, talaði um skólann og hvatti nemendur til starfs og dáða, hver stund væri dýrmæt og kæmi ekki aftur. Eftir lang- an starfsdag cr skólinn henni kær og allt er varðar veg hans og viðgang. Við konur er gistum Hús- mæðraskólann, þökkum skóla- stjóra, kennurum, presthjónun- um á Laugalandi og nemendum ánægjulegar samverustundir. Það er álit okkar að hvaða menntun sem konur annars hljóta, er nám í húsmæðraskól- um gott veganesti hverri ungri konu. Guð blessi Laugalandsskól- ann í nútíð og framtíð. Við sendum kveðju okkar suður yfir fjöljin til frú Jónínu Björnsdóttur og séra Benja- míns Kristjánssonar, þau áttu ríkan þátt í mótun og menningu Húsmæðraskólans á Lauga- landi. Kvenfélagskonur. Margeir Steingrímsson. 1. d2—d4 Rg8—f6 2. c2—c4 e7—e6 3. Rbl—c3 d7—d5 4. c4xd5 e6xd5 5. Bcl—g5 Rb8—d7 6. e2—e3 c7—c6 7. Bfl—d3 ÍBf8—e7 8. Ddl—c2 Rf6—h5 9. Bg5x(J7 lSd8xe7 10. O—O—O Rd7—f6 11. h2—h3 r Rgl-úfá «7—g6 12. Rh5—g7 13. g2—g4 Bc8—e6 14. Rf3—e5 O I o 1 o 15. f2—á ' Kc8—b8 16. f4—£5 g6xf5 17. g4xf5 • /Bdi6—c8 18. Dc2—f2 Hd8—g8 19. Df2—h4 Rg7—e8 20. Hhl—gl Hg8xgl 21. Hdlxgl De7—f8 22. Rc3—e2 Hh8—g8 23. Re5—g4 Df8—d6 24. Rg4—h6 HgSxglt 25. Re2xgl c7—c5 26. Rh6xf7 Dd6—c7 27. Dh4—f4 Dc7xf4 28. e3xf4 O c-n 1 o 29. Bd3—c2 b7—b5 30. Kcl—d2 Kb8—c7 31. Rgl—f3 a7—a5 32. Rf3—e5 Re8—d6

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.