Dagur - 17.03.1971, Blaðsíða 5

Dagur - 17.03.1971, Blaðsíða 5
4 3 Skrifstofur, Hafnarstræti 96, Akureyri Síinar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. FÉLAGSHYGGJA f athyglisverðri grein Agústs Þor- valdssonar alþingismanns í blaðinu Þjóðólfi, segir m. a. svo: „Þjóðinni hefur við aukna fram- leiðslugetu mjög fjölgað og fjár- magnið sem skapazt hefur með auk- inni þekkingu og tækni hefur dreg- izt meira og meira saman á fáa staði, einkuin í höfuðborginni og næsta nágrenni hennar. Þangað hefur svo fólkið streymt hvaðanæfa að af lands byggðinni í eltingarleik við gullkálf- inn. Þessi búsetuþróun hefur verið og er mörgum áhyggjuefni. Ýmislegt hefur verið gert til að draga vir þess- ari þróun og sums staðar allmikið áunnizt, einkum fyrir starf sam- vinnumanna, sem hafa bæði beitt úrræðum samvinnuhreyfingarinnar við atvinnusköpun út um landið í verzlun, iitgerð og iðnaði og einnig stutt það pólitíska afl, sem mest hef- ur barizt fyrir jafnvægi í byggð lands ins og úrræðum til að vega á móti straumnum til höfuðborgarsvæðis- ins, en þetta pólitíska afl er Frarn- sóknarflokkurinn, sem stofnaður var 1916. Þrjár eru þær höfuðlínur setn bar- izt hefur verið um viðvíkjandi at- vinnurekstrinum. í fyrsta lagi stefna Sjálfstæðisflokksins, sem vill að at- vinnureksturinn sé sem mest í eigu einstaklinga og hlutafélaga sem ráði yfir atvinnutækjum og verzlun og þar með yfir fjármagni þjóðarinnar, en allur fjöldi fólksins í landinu hafi á því sviði sem minnst ráð, en leigi vinnuafl sitt við sem vægustu verði til þeirra sem atvinnutækin eiga. í öðru lagi er sameignarskipulag- ið, sem jafnaðarmenn og síðan kommúnistar berjast fyrir, en þeir vilja að öll atvinnutæki séu í eigu og rekin af liinu opinbera: ríki og sveitarfélögum. í þriðja lagi eru Framsóknar- menn, sem styðja einstaklingsfram- takið og hvetja það til samvinnu í öllum hinurn stærri atvinnurekstri. í hinu íslenzka þjóðfélagi hafa öll þessi form þróazt hlið við hlið. Reynslan hefur orðið sú, að félags- hyggjan og samvinnuhreyfingin hafa reynzt drýgstar til að viðhalda sæmi- legum lífskjörum úti í hinum dreifðu byggðum. Þar hefur pen- ingavaldinu ekki þótt nógu feitt á stykkinu til þess að byggja upp at- vinnutæki. Gróðavonin hefur ekki freistað hinna svokölluðu máttar- stólpa til að leggja fé sitt í liættu. Þeirra gósenland er í höfuðborginni, Almenningur í hinum dreifðu byggð um hefur orðið að treysta á sitt eigið framtak. Þar hefur félagshyggjan orðið drýgst til að leysa vanda- málin.“ □ Þegar menn DAGIJR gagnrýndi Laxárvirkj unarstjórn í fyrravetur fyrir ófullkominn undirbúning Lax- órvirkjunar og lét þá skoðun í Ijósi, að verið væri að sigla virkjunarmálunum í strand. Var því illa tekið og gagnrýnin talin Akureyringum og hags- munum þeirra bæði óréttmæt og skaðleg. Bæjarstjórn gat ekki á sér setið, af því að hún hafði ekki kynnt sér nema hluta málsins, og samþykkti yfirlýsingu er fól í sér íullt traust á störf og stefnu Laxár- virkjunarstjórnar, og hefur ekki í annan tíma orðið sér meira til minnkunnar sökum vanþekkingar á stórmáli. Hennar skylda var auðvitað sú, að beita sér fyrir betri vinnubrögðum Laxárvirkjunar- stjórnar, er líkleg væru til ár- angurs og skynsamlegrar lausn ar í deilumáli, en lét það undir höfuð leggjast. En von var að mörgum bæjar búum' létti við þessa yfirlýs- ingu. Það var svo miklu ánægju legra að trúa því, að allt væri í hinu stakasta lag'i með undir- búning og framgang þessa máls, enda allir sjáandi menn sam- mála um hina aðkallandi og miklu þörf aukinnar raforrku, bæði á Akureyri og á öllu orku veitusvæði Laxár. Dagur lagði áherzlu á það tvennt, að í samskiptum byggð- arlaga væri samningaleiðin ein viðunandi í máli sem þessu, og í öðru lagi benti hann í fimm tölublöðum, ef rétt er munað, á sáttagrundvöllinn. Hann var sá, að Laxárvirkj- unarstjórn fengi að virkja það afl í Laxá, sem fengist með 18— 20 metra stíflu, þ. e. allt að 20 þús. k\v., sem endanlega virkj- un í ánni og á þann hátt, að ekki eyðilegðist laxgengd vegna virkjunar eða möguleikar til meiri fiskræktar, ofan stíflu eða neðan. Þessar tillögur þóttu bera vott um of mikla lítil- þægni í framkvæmdum. Og lilutu ekki nægilegan stuðning til þess að þær næðu fram að ganga. Menn voru hræddir við að taka ákveðna afstöðu um svo afgerandi „sáttapunkt“, þeir, sem líklegastir voru til áhrifa, en aðrir skipuðu sér í tvær fylkingar með og móti Laxár- virkjun eða með eða móti Land eigandafélaginu. Síðan hefur frá þessum fylkingum mátt heyra og sjá mörg orð og stór. Menn eru jafnvel flokkaðir í góða menn og vonda menn. Það hefur aldrei verið til nein skynsamleg og sæmileg lausn önnur í deilunum miklu um Laxárvirkjun hina nýju, eða Gljúfurversvirkjun, eins og áfangar hennar allir til samans eru kallaðir, en einhverskonar málamiðlun, sem miðuð væri við það, að leysa aðkallandi þörf ó aukinni raforku með sem minnstri röskun eystra. Svo hefur það verið allt frá því að deilan um Laxá hófst vegna ófullnægjandi undirbúnings virkjunar, eða vegna þess að Þingeyingar risu upp og and- mæltu virkjunaráformunum, eftir því sem hverjum og einum geðjast að nefna það. Og enn í dag er ekki sjáanlegur annar „sáttapunktur" sanngjarnari en 18—20 metra stíflan, þótt nú sé langt að markinu. Því miður voru of margir of seinir að átta sig á þessu á með an enn var tími til þeirrar nið- urstöðu á grundvelli sátta. Það var ekki fyrr en eftir að spreng ingar hófust við jarðgangna- gerð við Brúar og síðan við Mið kvíls og veruleg harka færðist í deiluna, að Laxárvirkjunar- eru seinir að áffa sig stjórn áttaði sig' og taldi sig þá fyrst reiðubúna að ganga til sátta á fyrrnefndum grundvelli. Þá voru Þingeyingarnir komnir úr kallfæri, því miður. Og það var ekki fyrrr en lið- ið var fram yfir síðustu áramót, sem íslendingur-ísafold áttaði sig á „taflstöðunni“ og taldi nauðsyn á að semja á grund- velli 18—20 metra stíflunnar. Auðvitað ber að fagna því beg- ar einhver vitkast, en einkar ánægjulegt hefði það verið, ef þessi skoðun hefði komið fram í því ágæta blaði fyrir hálfu ári eða svo, á meðan sættir voru mögulegar. Þá er vert að geta þess, að Alþýðumaðurinn, síð- asta tölublað, leggst nú eindreg ið á þessa sömu sveif og vill „halda fast við hugmyndina um 18—20 metra stífluna". Jafnvel svona síðbúin, jákvæð afstaða er auðvitað lofsverð, þótt það sé hins vegar einkennilegt, að það þvrfti marga mánuði til að átta sig á nokkrum helztu meg- inatriðum í deilunni um Laxá. Það dugði ekki minna til að sannfæra blaðamenn um tiltölu lega sanngjarna og auðvelda lausn deilumálsins, en spreng- ingar við Brúar og Miðkvísl, úrskurð Hæstaréttar, misheppn 'aða sáttafundi og blaðaskrif mánuðum saman. Og þegar mál gögn stórra stjórnmálahópa eru svona ótrúlega lengi að átta sig, og gerðu það ekki fyrr en seint um síðir, er engin furða þótt mikill fjöldi fólks hafi verið það líka. Menn geta svo hugleitt í framhaldi af því, sem fyrir ligg ur, hvort nefnd blöð ásamt Degi hefðu getað, ef þau hefðu lagzt á eitt í fyrrasumar, fengið fram þá lausn í Laxárdeilunni, sem nauðsynleg var og er, til að binda endi á hana á þann veg, sem fleiri myndu una en nokk- urri annarri lausn og felur í sér. verulega raforkuöflun án þeirr- ar stórbyltingar fyrir austan, sem Gljúfurversáætlunin fól í sér í heild. Það er kannski óviðeigandi að nefna ekki Verkamanninn þegar Akureyrarblöð ber á góma, en hann á enn eftir að þurrka úr augunum á sér í þessu máli. Hann segir í síðasta tölublaði sínu: Vart munu aðrir menn hafa verið bornir meiri óhróðri á mannfundum og í fjölmiðlum síðustu tvö árin en stjórnarmenn Laxárvirkjunar, þeir séu þó manna ólíklegastir til að ráðast gegn bændum, „eins og minkar gegn hænsna- hóp“, enda muni þjóðin þakka þeim látnum, ef ekki í þessu lífi fyrir baráttu þeirra „gegn þeim alræmdasta afturhalds- anda allra landa“ austur í Þing eyjarsýslu. Já, svona er enn skrifað. En stjórnarmenn Laxárvirkj- unar, sem þolað hafa píslar- vætti almenningsálitsins, eftir því sem Verkamaðurinn segir, eru: Arnþór Þorsteinsson, Stein dór Steindórsson, Björn Jóns- son, Jón Sólnes og Gísli Jóns- son, og þeir eru auðvitað allir af vilja gerðir til að bæta úr orkuþörfinni í þessum lands- hluta, eins og þeim var falið, og þeim verður ekki hér, fremur en Þingeyingum líkt við mink eða hænsn. Almenningur á orkuveitu- svæði Laxárvirkjunar stendur nú frammi fyrir þeirri köldu staðreynd, að raforkumálin eru í fullkominni óvissu. Sáttatil- raunum virðist mörgum endan- lega lokið og væri það hörmu- legt. Engin leyfi eða samningar eru fyrir hendi um virkjanir í Laxá, margbrotin og eflaust langvinn málaferli eru fram- undan, en Hæstirréttur hefur í þessu deilumáli fellt sinn fyrsta úrskurð. Ohemju fjármunir eru lagðir í mannvirki austur þar, sem engin vissa er ennþá fyrir, að komi að notum og kalla sum ir það hreina fjárglæfra, en aðr ir mikla bjartsýni og almenn- ingur borgar og nýtur. Raf- orkumálaráðherra og sú ríkis- stjórn er nú situr, ætlaði að leysa raforkumálin hér á Norð- urlandi fyrir áratug. Við höfum ekkert rafmagn fengið, en þess í stað illvíga og landsfræga deilu, sem þróazt hefur undir forsjá yfirvalda raforkumála landsins og þeim ber að leysa hana. í þessari deilu hefur mörgum þótt halla á Laxárvirkjunar- stjórn og hún hlotið ámæli fyr- ir. En hún átti örðugan leik vegna þess að hún vanrækti sum atriði undirbúnings virkj- unarmálanna. Hins vegar skapa Þingeying- ar, sem í eldinum standa, sjálf- um sér ýmiskonar vanda með einhliða „nei-stefnu“ sinni. Þeir eiga það á hættu að sam- staða þeirra roíni, og að „nei- stefnan" veiki það almennings- álit í landinu, sem þeir hafa notið. Þeir hætta bókstaflega samningaaðstöðu sinni í mál- inu og hefur þó verið gengið lengra til móts við þá en nokk- ur bjóst við. í trausti þess að þeir taki ábendingum betur en Laxár- virrkjunarstjórn, sýnast mála- vextir benda til þess, að endan- leg neitun þeirra á síðasta sátta fundi, þurfi endurskoðunar við. E. D. HJÖRTUR E. ÞÓRARINSSON: FRÁ BÚNAÐARÞINGI Framsóknarvist, cin af mörgum á Hótel KEA. (Ljósm.: II. Sig.) Úrslif í Framsóknarvisfinns í kjördæminu FÉLAGSVIST hefur nú verið spiluð á 20 stöðum í kjördæm- inu. Þátttaka í spilakvöldunum hefur verið góð. Því alls hafa spilað um 2000 manns. Efstu menn framboðshsta Framsóknarflokksins í kjör- dæminu mættu á þessum vist- um og fluttu ávörp. Urslit í vistinni fara hér á eftir. Þar sem slagafjöldi var jafn var dregið um röðina. En aftur á móti varð samkomulag með vinningshöfum karla að skipta með sér efstu verðlaun- um, þ. e. hvor um sig fær einn miða til Mallorca og hálf önnur verðlaunin. Verðlaun kvenna lilutu: Angella Ragnarsdóttir með 188 slagi fær 1. verðlaunin, Mallorcaferð fyrir tvo. Sigrún Þorsteinsdóttir, Hlíð- arlandi, Árskógsströnd með 186 slagi fær 2. verðlaunin, sem er svefnpoki. Elín Árnadóttfr fær 3. verð- laun, sem er gæra, en hún hafði 185 siági. Sigrún Guðbrandsdóttir, Grenivik var með 183 slagi og hlaut 4. verðlaunin, værðarvoð. Erla Magnúsdóttir, Ólafsfirði hlaut 5. verðlaun með 183 slagi, sem er peysa. Verðlaun karla hlutu: Ólafur Aðalsteinsson, Eyrar- vegi 12, Akureyri og Gunnar Steinsson, Ólafsfirði urðu efstir og jafnir með 189 slagi hvor og skiptu með sér efstu verðlaun- unum, sem er Mallorcaferð fyr- ir tvo og 2. verðlaunin, sem er svefnpoki. Sigurður Pétursson, Húsavík hlaut 3. verðlaun með 184 slagi, en þau eru gæra. Sverrir Sigurðsson, Raufar- höfn hlaut 4. verðlaun með 183 slagi, sem er værðarvoð. Eiríkur Helgason, Dalvík hlaut 5. verðlaunin með 183 slagi, sem er peysa. ■ (Frá skrifstofu flokksins) BUNAÐARÞING stendur nú yfir í Bændahöllinni og fréttir af því berast af og til út um byggðir landsins. Máske hafa þó lesendur Dags gaman af að fræðast meira um þessa samkundu og störf henn- ar. Sem stofnun er Búnaðarþing nokkuð gamalt eða jafngamalt öldinni og einu ári betur. Fram til 1949 hafði það komið saman annaðhvort ár en árlega síðan þá. Það þing, sem nú situr er hið 53. í röðinni af reglulegum þingum. Það er skipað 25 full- trúum sem kosnir eru af bún- aðarsamböndum landsins, en þar eð þau eru mjög misstór og misfjölmenn, þá er fulltrúatala þeirra ekki jöfn. Búnaðarsam- band Suðurlands, sem nær yfir þrjár sýslur, er langfjölmenn- ast, enda á það fimm fulltrúa á þinginu. Þá eru nokkur sem senda tvo fulltrúa, þ. e. Bún- aðarsamband Kjalnesinga, Borg firðinga, Vestfirðinga, Skagfirð inga, Eyfirðinga og Austfirð- inga. Loks eru átta sambönd, sem senda einn fulltrúa hvert. Þessi samkunda kýs svo Bún- aðarfélagi íslands þriggja manna stjórn fjórða hvert ár. Stjórnin ræður félaginu fram- kvæmdastjóra, þ. e. a. s. bún- aðarmálastjóra, og í samein- Irumsýning á Akureyri í boði Húsmæðrask. á Lauplandi DAGANA 10. og 11. marz sl. var konum úr kvenfélögum Héraðssambands eyfirzkra kvenna boðið í Laugalands- skóla, tveim konum frá hverju félagi innan sambandsins. Því miður gátu konur frá Ólafsfirði ekki komið. Það eru mörg ár síðan Hér- aðssamband eyfirzkra kvenna gekkst fyrir því að konur á sam bandssvæðinu heimsæktu skól- ann, kynntust skólastarfinu og nytu þeirrar ánægju að dvelja meðal kennara og nemenda tvo daga. Eyfirzkar konur beittu sér af alefli fyrir stofnun Lauga landsskóla. Er óhætt að segja að með endurreisn hans rættist langþráður draunmr þeirra. Frá upphafi hefur mikið lán fylgt skólanum, þar hefur verið og er stjórnað og starfað af víð- sýni, áhuga og góðvild. ! Á síðastliðnu vori lét frú Lena Hallgrímsdóttir af störf- um við skólann eftir áratuga farsælt kennara- og skólastjóra starf. Við skólastjórn tók Guð- ríður Eiríksdóttir, mun hún vissulega valda þessu vanda- sania hlutverki og stjórna af festu og niyndarskap, með henni starfa fjórir kennarar. Skólastjóri tók á móti okkar af mikilli alúð, þá var skólinn skoðaður hátt og lágt, vinnu- aðstaða, síðar sáum við vinnu- brögð nemenda. Eftir kvöldverð var safnast saman í hinum rúmgóðu stof- um, hlýtt á góðan sögulestur, unnið var af kappi og að lokum var lagið tekið, minnti þetta á löngu liðna daga. Eftir morgunverrð á fimmtu- dag gátum við fylgst með kennslu, horfðum á ungu stúlk- urnar vefa og sáum margt fallegt sem búið er að vinna, undir leiðsögn hinnar reyndu vefnaðarkonu Sigrúnar Gunn- laugsdóttur. í síðastliðnu hausti réðist Anna Bára Hjaltadóttir að skólanum og kennir hún sauma og hannyrðir. Skólastjóri stjórnaði í eldhúsi þar sem lagaður var veizlumat- ur, búið til brauð o.; fl. o. fl. Það var gaman að fylgjast með þessu öllu. Frú Gerður Páls- dóttir kennari gat því miður ekki verið með okkur. Á fimmtudagskvöldið höfðu nemendur kvöldvöku, var þar margt til gamans gert, sýndu nemendur að ekki er nauðsyn- legt að sækja skemmtiefni út fyrir skólann. Á eftir voru veit- ingar fram bornar af mikilH smekkvísi. Skólastjóri kvaddi sér hljóðs og talaði til gestanna, þakkaði komuna í skólann og þann til- gang er slíkar heimsóknir hefðu (Framhald á blaðsíðú 2) (Framhald af blaðsíðu 8). óskum blaðsins, að leyfa að eitt hvað væri eftir sér haft, ságðist hafa geispað. En önnur svör fara hér á eftir, við spurning- unni: Hvernig likaði þér Tópas ? Bjarni Einarsson bæjarstjóri: Mér fánnst’ Tópas ágætur. Eng- inn leikarinn brást, stemningin í leikhúsinu’ var ágæt óg ég mæli með því, áð fólk sjái leik- inn. Valur Árnþórsson kaupfélags stjóri: Ég skemmti mér mjög vel í leikhúsinu. Eftir sýning- una hugléiddi ég það, hversu mikið fótæklégra yfirbragðið á menningar- og félagslífi bæjar- ins væri, éf við ekki hefðum þct-ta duglega leikfólk, sem legg ur á sig þetta mikla starf, fyrir lágmarfeskaúp, áð ég hygg. Ég held, að það hafi verið erfitt áð gera mér til hæfis í þetta sinn, því að ég sá Tópas á sinum -tíma í Þjóðleikhúsinu og leikur- Roberts Arnfinnsson- ar 'er ógleymanlegur, og mun leikur hán's þá, hafa verið einn fyrsti stórsigur hans á leiksviði. Áðálleikararnir hér gerðu hlutvefkum sínum jög góð skil. Má þar néfna Sigmund' Örn, Marinó Þorsteinsson, Þóreyju Frá leikvallanefnd bæjðrins Á HVERJUM VETRI hefur bor ið allmikið á því, að brotinn hefur verið og skemmdur ýmis búnaður á barnaleikvöllum Ak- ureyrar. Steinum hefur verið kastað í rúður og ljósakúpla gæzluhúsa, birðingar brotnar og leiktæki skemmd. Mjög er þetta misjafnt um hina einstöku velli og má til dæmis geta þess, að á yfirstand andi vetri er ástandið gott á mörgum þeirra, börnum og for- eldrum til sóma. Það er hins vegar leitt til þess að vita, að á nokkrum stöð um er ástandið mjög slæmt. Þar virðast börn og unglingar ekki hafa athugað, hverra hags munir eru í húfi. Það cru byi eindregin tilmæli ökkar, að brýnt sé fyrir börnum að líta. á leikvellina .serrí sína eign. Jafnframt verði efldur með þeim sá metnaður, að þau þerj þar nokkra ábyrgð á um- gengni sinni sem einstaklinga og hóps. Með því einu móti, að börnin hjálpi til við eftirlit vallanna og líði ekki hvort öðru að fremja þar spellvirki, geta þeir orðið eftirsóknarverðir dvalarstaðir með jákvæðum uppeldisáhrif- um. (Fréttatilkynning) Aðalsteinsdóttur, Jón Kristins- son og Sögu Jónsdóttur, Ég verð þó að segja, að Marinó kom mér skemmtilegast að óvart. Soffía Guðmundsdóttir bæjar fulltrúi: Mér fannst gaman. Svipur sýningarinnar var jafn og samfelldur á þessari sýningu og mér fannst frammistaða leik ara jöfn og góð í heild. Það ber vott um góða leikstjórn og vandvirkni. Mér finnst ástæða til að hvetja fólk til að sækja leikhúsið að þessu sinni. Stefán Reykjalín bæjarfull- trúi: Mér fannst sjónleikurinn alveg ágætur, yfirleitt mjög vel með hlutverk farið og skemmti lega. Það var sannarlega gaman að skyggnast inn í viðhorf höf- undar og ’þau eru ekki tíma- bundin ádeila. Frumsýningunni var með réttu mjög vel tekið af leikhúsgestum, og lætur fólk hér þó ekki ákafa hrifningu í Ijósi að jafnaði. Öll aðalhlut- verkin voru sérstaklega vel af hendi leyst og ekkert hlutverk lélegt. Það er sannarlega ómaks ins vert að fara í leikhúsið og sjá Tópas. Jóliamia Jóhannesdóttir verzl unarstjóri: Ágætlega. Að vísu er mér Róbert Arnfinnsson ógleymanlegur, en mér fannst sjónleikurinn hér takast mjög vel og skemmti ég mér ágæt- lega, og til þess fór ég nú í leik húsið. Mér fannst leikararnir standa sig með afbrigðum vel, að mínum dómi. Leikritið sjálft er mjög skemmtilegt. Björn Þórðarson skrifstofu- maður: Mér þótti Tópas góður. Ég sá hann fyrir 19 árum þegar Þjóðleikhúsið kom og sýndi hann hér á Akureyri. Ég var farinn að gleyma leiknum, en hann rifjaðist skemmtilega upp. Leikurinn er mjög vel sviðsett- ur og einnig mjög vel leikinn. Lýsi ég ánægju minni yfir því að hafa farið í leikhúsið þetta kvöld, jafnvel þótt ég missti af Feneyjum í sjónvarpinu, sem ég ætlaði endilega að sjá. Ég þakka leikfélaginu fyrir þessa góðu sýningu. Ingibjörg R. Magnúsdóttir forstöðukona: Mér líkaði frum- sýningin mjög vel og skemmti mér ágætlega í leikhúsinu þetta kvöld. Og mér hafa líkað vel sjónleikir L. A. undanfarið og mér finnst alltaf gaman að fara í leikhús. Það var enginn dauð- ur punktur í þessari sýningu og alltaf jöfn spenna og hraði, sem ber leikstjóranum gott vitni. Ég gleymdi því um tíma, að leik- ararnir voru fólk, sem ég þekkti. Signý Guðmundsdóttir hús- freyja: Mér fannst tilvinnandi að eyða þessu kvöldi í leikhús- inu, því að ég hafði verulega gaman af Tópasi. Þegar ég fer í leikhús, vil ég skemmta mér og varð ekki fyrir vonbrigðum. Jónas H. Traustason forstjóri: Mér þótti leikurinn góður, veru lega góður. Leikritið er skemmtilegt og um leið ádeila, og mér fannst efni þess komast vel til skila í meðferð Leik- félags Akureyrar. ingu ræður hann og stjórnin svo ráðunauta félagsins og annað starfsfólk. Þannig er í sem allra styttstu móli uppbygging búnaðarsam- taka okkar og er öll grundvöll- uð á búnaðarfélögum hrepp- anna. Annar stofn af sömu rót er svo Stéttarsamband bænda, ekki síður mikilvægur á sínu sviði okkar stéttlegu baráttu. Verkaskiptingin milli þessara tveggja greina er ekki alltaf mjög glögg en í stórum dráttum er hún öllum bændum ljós og fer ég ekki frekar út í þá sálma. Þegar þetta er ritað er Bún- aðarþingi hvergi nærri lokið og því of snemmt að gefa yfirlit yfir störf þess. Þó er nú hægt að segja að fjöldi mála sem þetta þing hefur til meðferðar er orðinn óvenjulega mikill, 55 talsins og kann enn að bætast eitthvað í safnið. Hér er í fyrsta lagi um að ræða erindi sem hin ýmsu búnaðarsambönd hafa sent þinginu. í öðru lagi eru mál, sem einstaklingar, þingfulltrúar og aðrir, hafa lagt inn, svo og nokkur mál frá stjórn Búnaðarfélagsins sjálfs. Að lokum ber svo að nefna mörg lagafrumvörp og þings- ályktunartillögur sem þing- nefndir Alþingis hafa sent Bún aðarþingi til umsagnar. Það eru að sjálfsögðu fyrst og fremst mál, sem snerta bændur lands- ins og landbúnaðinn á einn eða annan hátt. Ein milliþinganefnd kosin á síðasta Búnaðarþingi hafði starfað og skilað áliti til þessa þings. Það var nefnd kosin til að endurskoða lög Búnaðarfé- lags íslands, og var formaður Egill Bjarnason annar fulltrúi Skagfirðinga. Þingið samþykkti tillögur nefndarinnar að mestu leyti og verður ekki sagt að um stórvægilegar breytingar sé að ræða. Helzt má nefna þau ný- mæli sem nauðsynleg eru vegna beinnar þátttöku Búnað- arfélagsins í kynbótastarfinu með stofnun djúpfrysti sæðinga stöðvarinnar á Hvanneyri. Onn ur milliþinganefnd um skipu- lagningu afkvæmarannsókna á nautgripum skilaði einnig áliti og munu tillögur hennar, ef til framkvæmda koma, hafa veru- leg áhrif á rekstur nautastöðv- arinnar á Lundi. Ef ég ætti svo að lokum að nefna merkustu mál sem þetta þing hefur fjallað um þá mundi ég fyrst geta afgreiðslu á mörg- um erindum, sem öll fjölluðu um það að treysta betur en nú er gert möguleika sveitarfélaga til að hindra sölu lands og land- Verður Bændahöllin sfækkuð? EFTIR að ágætur þáttur Hjart- ar á Tjörn, birtur á öðrum stað í blaðinu, var ritaður, urðu mikil tíðindi á Búnaðarþingi. Þorsteinn Sigurðsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs formanns B. í. Stjórn samtak- anna skipa nú: Ásgeir Bjarna,- son, Einar Olafsson og Hjörtur E. Þórarinsson. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Þá samþykkti Búnaðarþing, að fela stjórn B. í. í samráði við stjórnir Stéttarsambandsins og Bændahallarinnar að tryggja lóð fyrir stækkun Bændahallar innar. Ennfremur verði kann- aðir möguleikar á að fá innlent fjármagn til framkvæmda, ef til þeirra yrði stofnað. Þingið leggur áherzlu á, að ekki komi nytja til aðila utan sveitarfélags ins. Þá má nefna ályktun um innflutning holdanautasæðis, sem á að koma nýrri hreyfingu á það mál. Um ráðstafanic til að vinna gegn dráttarvelaslys- um ályktaði þingið að komið skyldi á árlegu, opinberu ettir- liti, með öllum dráttarvelum. Um skólamálafrumvörp rikis- stjórnarinnar voru gerðar alykí ánir m. a. um heimild skóla- nefndar í strjálbýli til að raða lengd skólaársins innan akveð- inna marka o. s. frv. Að lokum skal þess svo getic , að þingið kýs væntanlega þrjái: milliþinganefndir, eina til ao endurskoða jarðræktarlögir, aðra til að endurskoða búfjár- ræktarlögin og þá þriðju til ao gera áætlun um eflingu ’bú • fræðimenntunar í landinu á nj • byrjuðum áttunda tug alda’ ■ innar. Bændahöllinni 12. marz 1971. Hjörtur E. Þórarinsson, til annað framlag til viðbygging arinnar af hálfu bænda og sam- taka þeirra. En nókkrar tekjur urðu á rekstri Bændahallarinn- ar síðasta ár. □ GOÐUR AFLI TOGBÁTANNA Ólafsfirði 16. marz. Tíð er un: • hleypingasöm og ógæftirna/ hamla mjög veiðum. Olafur bekkur kom hér inn ö laugardaginn með 24 smálesti ' og það var strax farið að vinn; . þann afla og svo aftur í gær, ytra húsinu, en í syðra húsinu er ekkert að gera í dag. Sæþór, Stígandi og Sigurbjörg eru út , að veiða og er von á þeim im. síðar í vikunni. Netabátar hafa verið að reita sæmilega, þá sjaldan þeir geta verið að. Margir bíða betra veðui , með að leggja grásleppunetin. Múlavegurinn er ofær, en snjórinn er laus og hentar ve. að hreinsa með blásaranum þegar birtir upp. B. S. - DRÁTTARVÉLAR (Framhald af blaðsíðu 8). virkum hemlabúnaði við drát ,- arvél eða með stefnuijosuir, Aftan á tengivögnum eiga aci vera rauð glitmerki og var svo ó 40 vögnum, en á 190 — eða um 80% — voru þau ekki. Hvr ; glitmerki, sem eiga að vera framan á tengivögnum iundus : á aðeins 16, en 214 — eða um 90% — vagnar voru án þeirra. Samkvæmt könnuninni reyna- ist tengibúnaður í lagi a rösk- um helmingi vagnanna, eða 130. Þá kom í ljós, að um 57% bænda, sem spurðir voru, aka dráttarvélum úti á alfaravegurr. og tengivagnar eru þar ekk l síður á ferðinni en elarnc einar. í skýrslu Slysavarnaft - lagsins um könnunina segi m. a., að af henni verði aii álykta „að um 50% vela seu ein göngu notuð á heimavelli, en fari þó út á alfaraveg á leio milli túna.“ [j Aðalfundur Búnaðarsambandsíns AÐALFUNDUR Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar hófst í gær og lýkur í dag. í skýrslum stjórnar og ráðu- nauta sambandsins er margur fróðleikur. Búnaðarsambandið er að láta rita byggðasögu héraðsins, sem væntanlega kemur út 1972. En aðalfundur KEA sambykkti í fyrra, að véita 100 þus. krónur máli þessu til stuðnings. Ævarr Hjartarson og’ fcitefán Þórðarson ráðunautar gáfu aðal fundinum greinargóðar skýrsl- ur um búnaðarframkvæmdir á sambandssvæðinu og sín eigiu störf. Þriðji ráðunauturinn, Ólafur Vagnsson, dvelur e.: • lendis við framhaldsnóm, ec við hans starfi tók á meðan Gu :i mundur Steindórsson búfræði' kandidat frá Þríhyrningi. Nánari fréttir síðar. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.