Dagur - 05.05.1971, Blaðsíða 5

Dagur - 05.05.1971, Blaðsíða 5
4 9 Vantar fleira fólk HÚSAVÍK er fallegur bær, annað geta þeir varla sagt, sem einhverntíma hafa lagt leið sína þar um. Á Húsavík er líka alltaf eitt og annað að gerast, unnið er að margvíslegum fram kvæmdum og lífið gengur sinn gang. Staðurinn hefur verið mjög vaxandi fram að þessu og fólkinu fjölgað ört undanfarin ár. En nú bregður hins vegar svo við, að til viðburða telst, ef barn fæðist á Húsavík. Von- andi verður það fyrirkomulag ekki til frambúðar, svo Húsa- víkurbær geti haldið áfram að vaxa og eflast, því vissulega eru lífsskilyrði þar góð og mögu- leikarnir miklir. í góða vorveðrinu um dag- inn litum við inn til bæjarstjór- ans á Húsavík, Björns Frið- finnssonar, í því skyni að fræð- ast um staðinn. — Er Húsavík ekki vaxandi staður að fólksfjölda? — Jú, fólkinu fjölgar að vísu, en barnsfæðingar eru bara alveg að hverfa úr sögunni. Hér hafa ekki fæðzt nema fjögur börn, það sem af er árinu. Fjölg unin er því aðallega fólk, sem hingað flytzt, bæði úr sveitun- um og talsvert frá Reykjavík. Árið 1960 bjuggu hér um 1500 manns, en nú eru íbúar um 2000, svo þetta hefur verið ör fjölgun síðustu árin. — Hvernig er atvinnan? — Atvinna má heita góð. Undirstaðan er sjórinn og þjón- usta við sveitirnar. Við fáum um 5000 tonn af fiski upp úr Flóanum á ári á smábátana. Rætt hefur verið um, að fá hing að togskip, en það verður varla, meðan smábátarnir skapa svona mikla atvinnu. Svo er bygging- arvinna, að vísu hefur verið byggt með minna móti undan- farin ár, vegna almennra fjár- hagsörðugleika, en nú virðist það vera að lagast. Úthlutað hefur verið núna 40 lóðum und- ir einbýlishús og raðhús. Þjón- ustan við sveitirnar er verzl- unin og trésmíði og viðgerðir á vélum. Þá hefur járnsmíðaverk- stæðið vaxið mjög. Það fékk mikil verkefni í sambandi við byggingu Kísiliðjunnar. — Hvernig gengur hjá Kisil- iðjunni? — Mjög vel. Verksmiðjan er komin í full afköst og eftir- spurnin er vaxandi og verðið hækkandi. Miklar skipakomur eru í sambandi við þessa fram- leiðslu og höfnin hérna er að verða sú, sem mest umferð er um á Norðurlandi. Nú er í ráði að bæta hana stórkostlega og verða í sumar hafnar hér fraín- kvæmdir við höfnina, sem ráð- gert er að kosti um 150 milljón- ir króna. — Er ekki heihnikið af öðr- um framkvæmdum í gangi? — Það er ýmislegt. Verið er að byggja gagnfræðaskóla, sem væntanlega kemst í gagnið haustið 1972. Þá er í byggingu félagsheimili og hótel. Við hugs um okkur, að í hótelinu verði heimavist á vetrum og hótelið noti skólann eitthvað að sumr- inu, þannig að þetta styðji hvort annað. Safnahús er í byggingu, þar á að vera bóka- safn, náttúrugripasafn, listasafn og fleira. Sláturhús er að rísa, stórt og mikið og ekki má gleyma hitaveitunni, sem nú er reyndar lokið og það er athygl- isvert við þá framkvæmd, hvað hún tók stuttan tíma. Það er mikill munur að hafa hitaveit- una og nú seljum við vatnið 35% ódýrara en hitun með olíu kostar. — Hvað um áætlaðar fram- kvæmdir? — Áhugamál er að koma hér upp meiri iðnaði. Aðeins 50 km. vegalengd er að Dettifossi og í því sambandi er áhugi á að koma upp stóriðjuveri í Héðins- vík á Tjörnesi. Það yrði tengt minningu Einars Benediktsson- ar skálds, sem bjó á Héðins- höfða. Einnig bíða ónotaðar auð lindir á Þeistareykjasvæðinu, sem hægt væri að nota til iðn- aðar. — Er ekki einhver iðnaður á Húsavík? — Hann er ekki mikill, nema þá helzt mjólkurvörufram- leiðsla. Héðan var flutt út mik- ið af mjólkurvörum á sl. ári og við vonumst til að gera þá fram leiðslu fjölbreyttari. Hér var rekin prjónastofan og fataverk- smiðjan Fífa og það var áfall, þegar Sambandið hætti rekstri hennar. Áætlað er að koma upp niðursuðuverksmiðju í gamla sláturhúsinu og sjóða þar niður fisk. — Hefur Húsavík ekki mikla möguleika, sem ferðamanna- bær? — Ferðamannastraumur fer sívaxandi og þegar hótelið okk- ar er komið upp, vonum við, að það verði miðstöð ferðamanna- þjónustu í héraðinu. Svo viljum við bæta flugvöllinn, hér eru einna bezt skilyrði á landinu fyrir stóran flugvöll og við það að greiða fyrir gestum og gang- andi í þeim efnum. Við hittum hann að máli nýlega og spjöll- uðum við hann um ferðamanna bæinn Húsavík nú og möguleik ana í framtíðinni. — Hér rikir hreinasta neyðar ástand í ferðamálum eins og er, segir Sigtryggur. —- Jafnvel þótt hótelið hefði staðið áfram, það var orðið bæði gamalt og laga veginn um Reykjaheiði, sem er illfær, til þess að fólk geti komið upp að Þeistareykj- um og séð náttúruundrin þar. Nú og sjóstangveiðiaðstöðu höf- um við frábæra á Flóanum. Tíu mínútna gangur er hérna út á Höfðann til að skoða miðnætur- sólina, án þess að nokkuð skyggi á, og þannig mæti lengi telja. Húsavíkurbær yrði þá — íþróttafélagið Völsúngur var stofnað árið 1927 og stóðu að því ungir áhugamenn. Þess má geta, að Jóhann Hafstein, núverandi ráðherra var einn af stofnendunum og Jakob 'Haf- stein, bróðir hans, var fyrsti formaðurinn. Síðan hefur félag ið starfað óslitið, að vísu hafa komið lægðir í starfsemina, en hún hefur aldréi lagzt riiður. 1940, en síðan var deyfð hjá skíðafólki, þar til fyrir einum 10 árum og nú eigum við margt af bezta skíðafólki landsins. Snemma var sett upp togbraut við Skálamel, sem er ekki nema spottakorn ofan við bæinn og þar var uppeldisstöð ungra skíðamanna. Þeir sem lengra eru komnir hafa hins vegar ekki haft aðstöðu fyrr en nú í vetur, að fengin var ný tog- braut í Skálamelinn og sú eldri sett upp í Stöllum. Framtíðin er að fá lyftu upp á Húsavíkur- fjall. Skíðaskála þarf ekki, þar sem fólk fer bara í skíðin við bæjardyrnar og nýja hótelið á að koma við enda skíðabrekk- unnar. Þegar það er risið, verð- ur hægt að bjóða skíðafólki sem heimsækir okkur, upp á mjög góða aðstöðu. — Síðast en ekki sízt er svo sundfólkið. Hvernig aðstöðu hcfur það? — Sundlaugin er snotur úti- laug, en ekki nógu stór, aðeins 16 metra löng og nær því ekki að vera keppnislaug. Heldur hefur dofnað yfir sundinu sem keppnisgrein, en margir fara þó í sund. Umráðasvæði sundlaug- arinnar er allstórt og ætlunin er að útbúa það smekklega, hafa þar kerlaugar og runna og myndi ferðafólkinu enn fjölga. Að endingu spurðum við Björn, hvort hann og Húsvík- ingar hugsuðu ekki gott til framtíðarinnar. — Áhyggjuefnið er þessi minnkandi fólksfjölgun. Ef svona heldur áfram, verða skól- arnir ekki mikið notaðir og við verðum að flytja inn erlent vinnuafl, svo gott sem það er nú. Annars hlýtur fólk að breyta til og fara að eiga börn, þá er engu að kvíða. S. B. F erðamannamiðstöðin Húsavík HÚ SAVÍKURBÆR hefur upp á ýmislegt að bjóða ferðamönn- um, bæði í bænum og nágrenn- inu. Möguleikarnir eru svo miklir, að því er fróðir menn segja, að hægt væri að gera staðinn að hreinustu paradís ferðamanna. En ekki er hægt að gera allt í einu, og það sem tvímælalaust er mest aðkall- andi á þessu sviði, er að koma upp hóteli. Á Húsavík er nefni- lega ekkert hótel, síðan það gamla brann í vetur. Sigtrygg- ur Albertsson, veitingamaður og hótelstjóri staðarins, sér um Sigtryggur Alhertsson. allt of lítið. Það sem okkur vantar tilfinnanlegast, er nýtt hótel. — Er ekki eitthvað farið að gera ráð fyrir því að reisa hótel? — Jú, það er byrjað, jarð- hæðin er búin og við höfum góða von um að verkinu verði haldið áfram. Það er byggt við nýja félagsheimilið, verður álma af því. Þegar það er full- gert, eiga að vera þar 34 gisti- herbergi með 80—90 rúmum. — Eru nokkrar áætlanir uni, hvenær hægt muni að taka hótelið í notkun? — Nei, ekki áætlanir, en við vonum, að það verði komið undir þak í haust og hægt verði að taka eitthvað af því í notkun að vori. Þetta verður fjögurra hæða álma, þar sem gistiher- bergi verða á þrem hæðum. — Hvað gerið þið við ferða- fólkið þangað til? — Við útvegum því gistingu úti í bæ, en matinn fær það hér í félagsheimilinu. Eldhúsaðstað- an hér er þó ekki nógu góð, en það stendur til bóta. — Svo við víkjum að ferða- mannabænum. Er ekki Húsavík tilvalinn ferðamannastaður? — Þetta er áreiðanléga ein- hver bezti staður á landinu fyr- ir ferðafólk. Hér eru möguleik- arnir svo miklir, bæði til sjós og lands. Ef svo skyldi koma hér varaflugvöllur í Aðaldaln- um, þá eykst ferðamanna- straumurinn hingað og hér í nágrenninu er svo margt for- vitnilegt fyrir ferðafólk og náttúruskoðendur, að þótt fólk dveldi hér í hálfan mánuð, þá gæti það skoðað eitthvað nýtt á hverjum degi. — Til dæmis hvað? — Það er nú þetta alkunna; Tjörneslögin, Mývatn, Ásbyrgi, Dettifoss og Hljóðakletta. Þá er verið að rækta upp Botnsvatn, sem er í skál hér skammt aust- an við bæinn, í því skyni að ega fyrir ferðafólk, ef svó má segja. Ennfremur þyrfti að láta ferðamannamiðstöð og héðan ýrði svo farið í lengri eða styttri skoðunarferðir. — Nú er þetta allt miðað við sumarið. Hvað þá um vetrar- ferðalanga? — Þar bindum við miklar vonir við skíðaaðstöðuna. Fólk, sem býr á hótelinu, þarf ekkert að ganga til að komast á skíði, þar sem hótelið á að standa við rætur skíðabrekkunnar. Það vantar bara lyftuna upp á topp- inn. Hótelið myndi heldur ekki standa autt um vetrartímann, því ráðgert er, að ein herbergja hæðin verði þá notuð sem heimavist fyrir gagnfræðaskól- ann, svo þetta myndi allt hjálp- ast að. — Heldurðu, að allir þessir draumar geti rætzt? — Ég vona bara, að við fáum góða fyrirgreiðslu til að byggja bæinn upp sem ferðamannamið stöð. Þá þarf engu að kvíða og ég held, að fólk hér hafi al- mennt áhuga á því, sagði Sig- tryggur að lokum. S. B. Fjörugt félagslíf LÖNGUM hefur farið það orð af Þingeyingum, að þeir væru sérlega félagslynt fólk, sem hefði gaman af að koma saman. Með þetta í huga litum við inn til Þormóðs Jónssonar á Húsa- vík fyrir skömmu til að fræðast af honum um starfsemi hinna ýmsu félaga og samtaka á Húsa vík. Þormóður hefur sl. 13 ár verið formaður íþróttafélagsins Völsungs, svo varla var við að búast að koma að tómum kof- anum um íþróttamálin, en auk þess er hann stjórnarformaður Sjúkrahúss Húsavíkur, fulltrúi Samvinnutrygginga á staðnum og fréttaritari með meiru. Á daginn kom líka, að Þormóður líunni frá ýmsu að segja um öll félögin á Húsavík. — Ef við byrjum þá, Þor- móður, á því að ræða um íþróttalífið á Ilúsavík. Veturinn 1959 var .tekinn í notk un íþróttasalur og árið éftir sundlaug., Þessi mannvirki höfðu mikil áhrif á starfsemi Völsungs, sem efldist til muna og hefur haldið sér þannig síðan. t __ — Hvaða íþróttir eru jncst stundaðar? .— Hópíþróttirnar, þnatt- spyrna, handknattleikur og skíðaíþróttin eru langyinsæl- astar, en auk þess leggur fólk stund á sund, frjálsíþróttir og f j aðraknattleik. — Hvað heldurðu, að margir Húsvíkingar stundi íþróttir að jafnaði? — Það eru sjálfsagt upþ und- ir 200 manns og fer fjölgaridi. — Hvernig er aðstaða knatt- spyrnumannanna hérna? — Knattspyrnan hefur Tengst af verið stunduð hérna -úti á Höfðanum, en nú er búið að taka hann undir mannvirki. Ákveðíð ér, að framtíðaríþrótta leikvangur fyrir Húsavík, verði á svoköHuðu Húsavíkurtúni, sem er f útjaðri bæjarins, milli Héðinsbrautar að vestan og prestsetursins áð austan. Þar er nú kominn góður malarvöllur, en ráðgert’ er, að þar verði góð- úr grasvöllúr með hlaupabraut- um og frjálsíþróttaaðstöðú. i — Hefur handknattleiksfólk g;óða aðstöðu? ' — Salurinn I iþróttahusinu er ekki riógu stór og ékki lög- legur til keppni, en þegar hann Varð til, hafði hann það ulrifram marga áðra, og hgfúr effn, að þar komast fyrir 170 áhoTfend- ur í sæti. Þrátt fyrir þetta hefur vel gengið og nefna má," að í fyrra úrðu tveir telpnaflökkar Völsungs íslandsméistarhr í handknattleik. En við þurfum að fá stærri íþróttasal sem* allra iyrst. — Þa er það skíðaíþróttin, sem stendur með blóma hjá ykkur? — Með blóma já, en hun hef- ur nú gert það áður. Hér voru góðir skíðamenn á árunurri um blóm. Þetta á að verða ixtivistar svæði fyrir þá sem vilja synda og sóla síg. Þá getur Þormóður þess, að Golfklúbbur er að hefja starf- semi sína sunnan og ofan við kaupstaðinn. Þar með látum við útrætt um íþróttamál ITúsvíkinga og biðj- um Þormóð að skýra okkur frá starfsemi annarra þeirra mörgu félaga, sem í bænum starfa. Leikfélaginu hafa verið gerð skil áður, svo ekki er rætt um það nú, en snúum okkur að tónlistinni. — Karlakórinn Þrymur er gamall í hettunni. Söngstjóri hans lengst af var Friðrik A. Friðriksson, fyrrv. prófastur, sem kom hingað árið 1933 og setti mjög sérstakan blæ á söng líf alt á Húsavík. Á þessum ár- um söng almenningur mjög mikið og ég man einnig eftir því, að á karlakóramótum Heklu, fannst fólki eðlilegt að fara og hlusta á einhvern kór- anna — og svo auðvitað Þrym. Hann þótti nokkuð sérstæður. Eftir Friðrik stjórnaði Sigurður Sigurjónsson kórnum í nokkur ár, en núverandi stjórnandi hans er Jaroslav Lauda frá Prag, sem hér hefur verið í hálft annað ár. Eiginkona hans er Vera Lauda, píanóleikari og kenna þau bæði við Tónlistar- skólann. Skólastjóri hans er Reynir Jónasson frá Helgastöð- um í Reykjadal og hann er einnig kirkjuorganisti og stjórn andi kirkjukórsins. Svo er hér lúðrasveit, sem Jaroslav Lauda stjórnar. — Tefla menn ekki skák og spila bridge hérna líka? — Jú, jú. Skákfélagið er gamalt og starfaði áður fyrr af miklum krafti. Þá þótti það við- burðir, að tefldar voru símskák ir við aðrar byggðir og þá að næturlagi, meðan lítið álag var á símann. Nú er þetta aflagt fyrir nokkru. Hér var nýlega haldið Norðurlandsmót í skák. Það eru aðallega ungu menn- irnir, sem tefla hérna nú orðið. Hins vegar er talsvert líf í bridge, það er spilað reglulega að vetrinum einu sinni eða tvisvar í viku og Húsvíkingar hafa tekið þátt í Norðurlands- og íslandsmótum í bridge. — Hvað með kvenfólkið. Á það ekki líka félög? — Hér er Kvenfélag Húsa- víkur, mjög gamalt félag. Það starfar að ýmsum mannúðar- og líknarmálum, hefur m. a. safnað fé til sjúkrahússins. Fé- lagið er svo aðili að Kvenfélaga sambandi Þingeyinga, sem mjög hefur látið til sín taka. Formaður kvenfélagsins nú er Þuríður Hermannsdóttir, en áður var lengi formaður Arn- fríður Karlsdóttir. Slysavarna- deild kvenna er einnig starf- andi af miklum krafti. — En þjónustuklúbbar karl- mannanna? — Lionsklúbbur Húsavíkur hefur gefið fé til sjúkrahússins í stórum stíl. Lionsmenn hafa það fyrir sið, að bjóða árlega aldraða fólkinu í bænum upp á veitingar og skemmtanir og er sú ráðstöfun afar vinsæl. Þá selja klúbbfélagar blóm á hverj um konudegi. Rotaryklúbbur er hér einnig, sem lætur sam- félagsmál ýmis konar til sín taka. Ekki má gleyma börnunum og fáum við að vita, að sunnu- dagaskóli starfar fyrir þau, svo og barnastúka. Starfsaðstaða hinna mörgu félaga er að miklu leyti í nýja félagsheimilinu, þar sem þau hafa herbergi. Að félagsheimil- inu standa eftix-talin 7 félög, auk bæjai-ins: Verkalýðsfélagið, Völsungur, Kvenfélag Húsavík- ur, Karlakórinn Þrymur, Leik- félag Húsavíkur, Samvinnu- félag sjómanna og Slysavarna- deild kvenna. Við þökkum Þormóði fyrir þetta fróðlega spjall og látum okkur detta í hug um leið og við kveðjum, að ekki sé fjarri lagi að ætla, að hver einasti Húsvíkingur sé í einhverju fé- lagi, og sumir í mörgum. S. B. - Aðalfundur (Framhald af blaðsíðu 1) manna höfðu lækkað lítilshátt- ar, en innstæður í viðskipta- reikningum hækkað verulega. K. Þ. greiddi í vinnulaun rúm- lega 41 milljón króna á árinu. Miklar umræður urðu um skýrslur fonnanns og kaup- félagsstjóra, sem sýndu mikinn áhuga fundarmanna á starfi fé- lagsins. Komu fram í þeim um- ræðum, ýmsar hugmyndir um, á hvern hátt væri líklegast að efla verzlun og iðnaðarstai-f- semi félagsins. Kaupfélagsstjóri upplýsti, að sala á mjólkurvör- um hefði numið um 96 milljón krónum, og sala á sauðfjár- afurðum um 72 millj. Fullt verðlagsgrundvallar- verð til bænda náðist á allar þessar vörur fyrir árið 1969. Á fundinum urðu umræður um heykögglaverksmiðju í Reykja- hverfi og kom fram mjög mikill áhugi á því máli. Var samþykkt tillaga þar sem skorað er á Landnám rikisins, að þyggja þar slíka verksmiðju. Stjóm fé- lagsins var veitt heimild til að styrkja það fyrirtæki fjárhags- lega, sérstaklega á meðan á byggingu stendur til að flýta fyrir framkvæmdum. Á dagskrá fundarins voru iðn aðarmál, en félagið hafði á ár- inu haldið fjölmenná ráðstefnu um iðnaðaruppbyggingu héraðs ins. Urðu um þetta einnig mikl- - SAMSÖNGUR KARLAKÓRSINS GEYSIS (Framhald af blaðsíðu 8). ast þyí, að þeir hafi ekki allir haft fulla heyrn, þ. e. a. s. þeim láðist mörgum hverjum að ljá eyra þeim tóni, sem löngum hefur leynzt með fólkinu í þessu landi og fengið útrás í óbrotnum, hispurslausum stefj- um, stundum hrjúfum, en sterk um og sönnum. Orfáum tón- listarmönnum íslenzkum hefur í tímanna rás skilizt það, að ein- mitt þarna kynni að felast það lífsmagn, sem orðið gæti list- rænni íslenzkri tónlist upp- spretta og aflgjafi. Um mikinn meirihluta ís- lenzkra laga frá síðari tímum má segja, að þau eru í rauninni ríkisfangslaus, eiga hvergi heima. Langflest eru þau samin í anda þýzkrar tónlistar og vit- anlega danskrar frá rómantíska tímabilinu. Þar er aftur urri að ræða list, sem á sér þær for- sendur, sem engan veginn er hægt að heimfæra upp á ís- land. Ég held svo dæmi sé nefnt, að það þurfi ekkert yfir- máta næmi til þess að skynja það, hve tvísöngslagið ísland farsælda frón fellur betur að mynd okkar harðbýla Íands en t. d. Vorljóð Björgvins Guð- mundssonar, sem á eftir kom. Með því fyrrnefnda erum við einfaldlega að segja langtum sannari sögu af okkar heima- högum en með ljúflegu og mjúku lagi um vorið, serri gefur fráleitt sannferðuga hugmynd um þessa árstíð á voru landi í blíðu og stríðu. Hvað söng Geysis áhrærir, er þar skemmst frá að segja, að hann hefur tekið stórum stakka skiptum og ótrúlegum fram- förum. Söngstjórinn Philip Jenkins hefur náð ágætum árangri, sem birtist í öguðum heildai’svip, vönduðum flutningi og ævin- lega smekkvísum. Hraðaval er létt og óþvingað, hann leyfir engar yfirdrifnar hraða eða styrkbreytingar auk heldur til- finningasemi af neinu tagi/ Ég efa stórlega, að Geysir bafi nokkru sinni fyrr verid svo vel samstilltur eða sýnt ar sér jafn áferðarfallegan söng sem að þessu sinni. Hljómurinn var jafnbeztur í veikum söng og allt upp í mezzoforte. Allt hvað sterkara var lét ekki eins vel í eyrum, en það stendur til bóta. Þao hefur aldrei verið neitt áhlaupa verk að ná góðri söngtækni. Lag Jóns Þórarinssonar, Er þú vilt koma, sem ekki er sér- lega merkilegt, var einstaklega vel sungið og með skýrum textaframburði. Sama er að segja um önnu:.’ lög af léttvægara taginu á þess- ari efnisskrá. Þau voru mör;; vel þolanleg í látlausum og við- felldnum flutningi. Spurningin er bara sú, hvor i þýzk þjóðlög séu í þessu tix • viki staðgóð útflutningsvara u borð við t. d. íslenzk tvisöngs • lög. Myndu þau ekki vekja meiri athygli í útlöndum? Ét; veit mæta vel, að það kostaj tíma og þol að tileinka sér slík > svo frambærilegt verði og eir. ■ ungis tvö eða þrjú lög þeirra.: gerðar hefðu útheimt mikla vinnu. Söngstjórinn Philip Jenkina hefur e. t. v. ekki ráðið öllu un . efnisval á þessum samsöng, eu hann lék í miðjum klíðum em ■ leik á píanó, og var það hiö mesta þrekvirki, þegar ásig- komulag hljóðfærisins er hafi í huga. Sumar nóturnar þegja, en aðrar gefa frá sér ókennileg; hljóð, sem sízt er að vænta u ’ píanói. Var ekki öllum ljóst, ao hljóðfæri þetta er ekki boðlegii til undirleiks og þaðan af síðu..1 einleiks. Meðal annarra orða, hvers vegna var ekki sungið í Borgarbíói, sem er heldur g'otá hús með ágætu hljóðfæri? Að öllu samanlögðu ber söng - ur Geysis því vitni, að það het' ur verið unnið af kostgæfni og alúð. Ég mæli áreiðanlega fyri: munn fjölmargra, er ég óskíi kórnum fararheilla og góða gengis. S. r , Kaypfélags Þingeyinga ar umræður og ákveðið að vinna ötullega að þessum mál- efnum framvegis. Gestur fundarins var Agnar Tryggvason, framkvæmdastjóri Búvörudeildar SÍS. Flutti hann erindi um sölu afurðanna, um byggingu sláturhúsa og hags- munamál bænda. Margir tóku til máls og vísuðu fjölda fyrir- spurna til Agnars, sérstaklega kom fram mikill áhugi á því, á hvern hátt væri líklegast að nýta hið nýja sláturhús til iðn- aðar í sambandi við sauðfjár- rækt. Agnar svaraði binum mikla fjölda fyrirspurna og þökkuðu menn fyrir ræðu hans og allan fróðleik. Þegar leið að kosningum, kom í ljós, að Karl Kristjáns- son baðst undan endurkosningu vegna fjarveru frá Húsavík. Jón Gauti Pétursson baðst einn ig undan endurkosningu sem endurskoðandi vegna lasleika. Áskell Einarsson baðst undan endurkosningu, sem varaendur- skoðandi, vegna burtflutnings frá Húsavík. Finnur Kristjáns- son þakkaði með ræðu Karli Kristjánssyni fyrir mikil og heillarík störf sem formaður kaupfélagsins, en Karl hefur verið í stjórn þess í 46 ár, þar af formaður í 24 ár. Einnig var hann kaupfélagsstjóri í nær 2 ár. Hermóður Guðmundsson 1 Árnesi þakkaði einnig Kaili mikil störf hans fyrir hönd Búu aðarsambands Suður-Þingey- inga. Varaformaður, Úlfu Indriðason, færði Jóni Gauta Péturssyni þakkir K. Þ. fyri.’ 49 ára starf sem éndurskoðandi. Úr stjórn áttu að ganga Karl Kristjánsson, Jóhann Hei- mannsson og Teitur Bjöi-nsson. Kosnir voru Jóhann Hermann: ■ son, Húsavík, Teitur Björnssoi:, Brún og Sigurjón Jóhannesson, skólastjóri, Húsavík. Úr vara» stjórn áttu að ganga Oskar Sig- tryggsson og Þráinn Þórisson. Kosnir voru Þráinn Þórisson og Óskar Sigtryggsson. Endurskod andi var kosinn Hjörtui' Tryggvason, Húsavík og’ var;-,- endurskoðandi Jón Jónasson, Þverá. . Undir kaffiborðum skemmtu menn sér við visur og gamaiv mál að venju, en að kvöldi fyrra fundardags bauð K. Þ„ fundarmönnum að sja sjónleik- inn „Er á meðan er“, sem Leik» félag Húsavíkur er að syna um þessar mundir. j Á félagsstjórnarfundi K. Þ., sem haldinn var eftir lok kaup ■ félagsfundar, var Úlfur índrið.t son, Héðinshöfða kosinn fo. ■ maður félagsins, varaformaðu ■: Teitur Björnsson, Brún og ri:i ■ ari Jóhann Hermannsson, Húsri vík. . J *•

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.