Dagur - 12.05.1971, Blaðsíða 2

Dagur - 12.05.1971, Blaðsíða 2
2 Lengri og styttri ferðii* FFA ÞriSji sillurbíllinn vaitfur FERÐIR á áætlun eru heldur færri nú en stundum áður. Er það einkum vegna þess, að vinna við undirbúning þeirra var orðin meiri en fámennur hópur sjálfboðaliða gat með góðu móti annað. Fjölbreytni ferðanna er þó vart minni en fyrr, en fækkað hefur fcrðum á þá staði, sem oftast er farið til. Félagið reynir enn sem fyrr, að gefa félagsmönnum og öðrum áhugamönnum kost á ferðum utan helztu ferðamannaleiða með leiðsögn kunnugra manna á hverjum stað. Álagning á far- miða er engin, þannig að þátt- tökugjald er aðeins áætlað kostnaðarverð. í lengri ferðunum er moi’gun- og kvöldmatur innifalinn, og einnig er séð fyrir kaffi eða te á hitabrúsa eftir þörfum. Þátt- takendur þurfa að leggja sér til brauð og annan mat til mið- degisverðar. Gist er ýmist í skálum félags- ins, sem þá er innifalið í far- gjaldi, eða í tjöldum, sem þátt- takendur leggja sjálfir til. Þó getur félagið stundum haft milli göngu um miðlun á tjaldplássi innan ferða. Utan ferða FFA er gistigjald í skálunum kr. 60 fyrir félags- menn, en kr. 100 fyrir utan- félagsmenn. VEGURINN í HLÍÐARFJALLI LAGT var fram yfirlit yfir kostnað við vegaframkvæmdir í Hlíðarfjalli og eru niðurstöðu- tölur þessar: Magnús Oddsson o. fl. kr. 2.7-50.038.00. Norðurverk h.f. kr. 3.384.798.30. Kr. 6.134.836.30. Vextir af lánum kr. 109.774.00. Kr. 6.244.610.30. Þessar upplýsingar eru úr fundargerð íþróttaráðs. Hins er ekki getið, hver borgar. □ Auk ferða á áætlun verða væntanléga farnar fáeinar auka ferðir, einkum gönguferðir, sem þá verða auglýstar með stuttum fyrirvara í götuauglýsingum eða í útvarpi. Hefur nú einnig verið ráðgerð sú nýbreytni, að félagar og aðrir áhugamenn geti komið saman á skrifstofu félags ins í Skipagötu 12 á fimmtu- dagskvöldum • kl. 6—7.30 og ákveðiðr :hvert. næsta aukaferð skuli farin. Er þetta kjörið tæki færi fyrir alla þá, sem annað hvort hafa ekki möguleika til að ferðast á .eigin spýtur eða óska eftir ferðafélögum, leið- sögn kunnugra manna um þá staði, sem farið er um. Búazt má við, að gönguferðir verði vinsælli nú on endranær, vegna almenns „trimm“-áhuga. Hvað er líka betra „trimm“ en görigúferð í byggðum eða óbyggðum í góðu veðri? í flest- um lengri ferðunum gefst einn- ig kostur á lengri eða skemmri gönguferðum, eftir því sem áhugi er fyrir hverju sinni. Það er algengur misskilningur, að gönguferðir FFA séu allar svo langar og strangar, að ekki sé öðrum fært en vönum göngu- mönnum. Staðreyndin er sú, að oftar en hitt er rólega farið. Upplýsingar um lengd og strengd ferða eru að sjálfsögðu fúslega veittar. Og þeir, sem hafa sérstakar óskir, eru vel- komnir til ráðagerða á opnunar tíma skrifstofunnar. Formaður FFA er Valgarður Baldvinsson bæjarritari, en aðrir í stjórn eru Tryggvi Þor- steinsson, Aðalgeir Pálsson, Anna S. Jónsdóttir og Jón Dal- mann Ármannsson. Formaður ferðanefndar er Magnús Kristinsson og aðrir meðlimir Svandís Hannesdóttir, Jóhann Sigurjónsson, Sigríður Karlsdóttir, Sigurpáll Vilhjálms son, Guðríður Eiríksdóttir og Þröstur Sigurðsson. - LÆÆKNISLEYSIÐ í DREIFBÝLINU-- (Framhald af blaðsíðu 5). inni. Læknar, sem sinna ein- menningshéruðum verða að fá að njóta þeirra kosta, sem sam- starfið á stöðvunum býður upp á. Þeir verða að losna við þann stöðuga ábyrgðarþunga, sem því fylgir að vera stöðugt eini læknirinn. Þeir verða að fá ein- hver reglubundin frí. Það verð- ur að losa þá úr faglegri ein- angrun, sem fylgir því að starfa aleinn. Og það verður að tengja þá öðrum læknisstörfum, störf- um á sjúkrahúsum, og öðrum þáttum heilbrigðisþjónustunn- ar, þannig að þeim finnist þeir vera verðugir hlekkir í þeirri mikilvægu keðju, sem heil- brigðisþjónustan er. SAMABYRGÐ VERÐUR AÐ KOMA TIL. Þessu verður að minni - Hinir ungu erfa ... (Framhald af blaðsíðu 4) náttúruauðuga land og helg að okkur þannig áfram rétt- inn til þess. Á sama tíma og umheimurinn stynur undan stórborgaravandanum, erum við að streitast við að efla stórborg í fámenninu með blóðtöku frá öðrum lands- hlutum. Þarna er m. a. hið ranga gildismat að verki. Það verður hlutverk þeirra, sem nú eru ungir, að breyta þessu gildismati, ef gifta ís- lands varir. □ hyggju bezt náð með því að tengja einmenningshéruðin þannig læknamiðstöðvunum að þau séu hluti af þeim. Og þann- ig að allir læknar, sem starfa á læknamiðstöðinni beri sömu ábyrgð á því að einmennings- héruðunum sé þjónað. Þeir hafi beinlínis skyldu til að þjóna því að jöfnum hluta. Enginn yrði þá ráðinn til stöðvarinnar nema að undir- gangast sinri hluta af þessari þjónustuskyldu. Það væri síðan innanríkismál lækna stöðvarinnar hvernig þessi þjónusta yrði leyst af hendi. Ef til vill dveldu yngri læknarnir meira á útstöðvun- um, 6 mányði — ár í einu, eða lengur allt eftir því, sem henta þaétti og urrt semdist. Ef ekki fengist nægt læknalið á læknami5»stöðvar landsins með þessu rrióti — og læknar vildu hrúgast upp á stærstu þéttbýlisstöðvunum einum engu að síður, verður að taka upp víðtækara saniábyrgðar- kerfi — og binda lækningaleyfi við vissa þjónustuskyldu. Ef ekki er hægt að leysa það þannig innan tiltölulega frjáls- legs ramma, verður það krafa að öll læknisstörf fari fram á vegum ríkisins. Læknar verði allir ríkisstarfsmenn og svo- nefndir „praktiserandi“ læknar verði engir. Læknastéttin ætti að hugleiða þessi mál frá því sjónarhorni. Þjóðfélagið getur ekki liðið slíka mismunun þcgnanna, sem nú viðgengst. Q Skrifstofa félagsins er að Skipagötu 12, annarri hæð (sími 1-27-20), opin á fimmtu- dögum kl. 18—19.30 og einnig klukkustund fyrir hverja ferð. Þátttaka tilkynnist á skrifstof- una eða til einhvers meðlims ferðanefndar. (Ferðanefnd) SILFURBÍLL Samvinnutrygg- inga, sem er árleg viðurkenning fyrir framlag til aukins um- ferðaröryggis, var afhentur í hófi, sem haldið var að Hótel Sögu föstudaginn 23. apríl, að afloknum 3. fulltrúafundi Lands samtaka klúbbanna ÖRUGGUR AKSTUR. - Aðalfundur skagfirzkra samvinnumanna (Framhald af blaðsíðu 1) það nálega 10% hækkun frá 1969. Á aðalfundinum komu fram allmargar tillögur, svo sem venja er til, og fjölluðu nefndir um flestar. Voru umræður mikl ar og oft fjörugar. Aðalfundurinn samþykkti, „að Kaupfélag Skagfirðinga ger ist styrktaraðili að samtökum um náttúruvernd á Norður- landi með því að veita samtök- unum tíu þúsund króna árlegt framlag.“ Ur stjórn félagsins áttu að ganga Tobías Sigurjónsson og Jón Eiríksson. Voru báðir end- urkjörnir. Aðrir stjórnarnefnd- armenn eru: Gísli Magnússon, Eyhildarholti, varaformaður, Jóh. Salberg Guðmundsson, Sauðárkróki, ritari, Marinó Sig- urðsson, Álfgeirsvöllum, Stefán Gestsson, Arnarstöðum og Þor- steinn Hjálmarsson, Hofsósi. — Endurkjörnir í varastjórn: Gunnar Oddsson, Flatatungu og Magnús H. Gíslason, Frosta- stöðum. — Árni Gíslason, Ey- hildarholti, endurkosinn endur- skoðandi. — Varamaður hans kosinn Sigmundur Guðmunds- son, Sauðárkróki. lagsstofnsjóð 7 aura á kg. eða 0.5 millj. kr. rúmar. Samlagsstjóri skýrði frá því, að ráðinn hefði verið, í félagi við mjólkursamlagið á Blöndu- ósi, mjólkurfræðingur, er hafi með höndum eftirlit með mjólk- urframleiðslunni. Hefur hann búið' sig sérstaklega undir það starf. □ Er þetta í þriðja sinn, sem þessi viðurkenning er veitt, og hlaut hana að þessu sinni Bald- vin Þ. Kristjánsson, félagsmála- fulltrúi. Meirihluti úthlutunarnefndar SILFURBÍLS SAMVINNU- TRYGGINGA telur einn merk- asta þátt í störfum Baldvins Þ. Kristjánssonar, frá því hann fór að láta umferðar- og öryggismál til sín taka, vera tvímælalaust framtak hans og forustu að stofnun klúbbanna ÖRUGGUR AKSTUR. í öllum byggðarlög- um landsins hefur þessi félags- málahreyfing náð fótfestu. Bald vin Þ. Kristjánsson hefur mætt á stofnfundum allra klúbbanna, en þeir eru nú 33 að tölu. Silfurbíllinn, sem er frum- smíð á hverju ári, er gerður af Vali Fannar, gullsmið. Q STÁLBRÆDSLA HF — nvtt fvrirtaeld NÝTT hlutafélag, Stálfélagið h.f., hefur verið stofnað og ætl- ar það að reisa verksmiðju til að framleiða steypustyrktar- járn úr innlendu brotajárni, er til fellur. Eru hluthafar 50 tals- ins og Sveinbjörn Jónsson er formaður félagsins, en fram- kvæmdastjóri Haukur Þorvalds Talið er, að til falli 13—14 þús. tonn af brotajárni á ári, sem unnt er að nýta. Verksmiðj an verður byggð á Hvaleyrar- holti, 30 þús. rúmmetrar að stærð. Stofnkostnaður er áætl- aður 410 milljónir króna. Inn- lendur markaður fyrir steypu- styrktarjárn er talinn verða 10 þús. tonn árið 1973, og er auð- vitað þjóðhagslega hagkvæmt að framleiða það í landinu í stað þess að flytja það inn. Q Ársfundur Mjólkursamlags Skagfirðinga var haldinn á Sauðárkróki þann 16. apríl sl. Var hann fjölsóttur að vanda. Formaður félagsstjórnar, Tobías Sigurjónsson, setti fundinn og kvaddi til fundarstjóra Gísla Magnússon. Fundarritarar voru Haukur Hafstað og Jón Guð- mundsson. Samlagsstjóri, Sólberg Þor- steinsson, flutti skýrslu um rekstur samlagsins á liðnu ári. Innvegin mjólk á árinu var 7.215.979 kg. og hafði aukizt frá árinu 1969 um 600.665 kg. eða 9.79%, enda þótt innleggjend- um fækkaði um 9 (voru 322 á árinu). Meðalfeiti var 3.77% og hafði hækkað um 0.18 % frá ár- inu áður. Enn hefur mjólkur- aukning orðið það sem af er þessu ári, og nemur hún 15% á þrem fyrstu mánuðum ársins, miðað við sömu mánuði 1970. Meðalútborgun til framleiðenda var um 74.3% af grundvallar- verði. Meðalflutningsgjald að samlagsvegg var 64 aurar tæpir á kg. Neyzlumjólkursala nam að- eins 11.4% af innvegnu mjólkur magni. Fór því meginhluti mjólkurinnar í vinnslu. Var smjörframleiðslan 138.581 kg., ostar 45% 259.158 kg., ostar 30% 116.719 kg., bræddir ostar 3.313 kg. og kasein 37.575 kg. ískyggilega miklar smjör- birgðir voru um áramótin síð- ustu, eða um 116 smálestir. Birgðir annarra mjólkurvara höfðu ekki aukizt að ráði. Á árinu 1970 var bændum greitt fyrir innlagða mjólk svo og uppbætur á mjólkurinnlegg 1969 samtals 99.3 millj. kr. Eftir stöðvar mjólkurverðs til ráð- stöfunar á aðalfundi 26 millj. kr. tæpar. Endanlegt verð kr. 13.57 á lítra, eða 26 aurum hærra en grundvallarverð (stað argrundv.), sem er kr. 13.31 á lítra. Samþykkt að leggja í sam Fjölmennt Úfsýnarkvöld FERÐASKRIFSTOFAN Utsýn hélt kynningarkvöld í Sjálf- stæðishúsinu á sunnudagskvöld ið. Voru þar kynntar sumar- ferðir Útsýnar. Mjög mikil að- sókn var að kynningunni og virtust Akureyringar hafa áhuga á að kynnast sólarlönd- unum. Ingólfur Guðbrandsson kynnti ferðirnar og sýndi kvik- myndir frá Miðjarðarhafsströnd inni. Þá var spilað bingó og vinningur var ferð til Torre- molinos á Costa del Sol, sem er einn allra vinsælasti sumar- dvalarstaðurinn. Síðan lék Hljómsveit Ingimars Eydals fyr ir dansi. Umboðsmaður Útsýnar á Ak- ureyri er Aðalsteinn Jósepsson í Bókvali og sagði hann í við- tali við blaðið, að Akureyring- ar hyggðust ferðast mikið í sumar, því hann væri þegar búinn að selja á þessu ári eins mikið af Útsýnarferðum og allt árið í fyrra og pantanirnar hefðu streymt inn síðan um helgi. Sagði hann að fólk hefði aldrei notað sér 25% fjölskyldu afsláttinn eins mikið og núna, enda munaði mikið um hann. Þegar flett er ferðaáætlunum Útsýnar, kemur í ljós, að það er töluverð list að ferðast. Hér og hvar er hægt að lengja ferðir og breyta þeim, án þess að auka kostnaður komi til. Þá má geta þess, að flugfar til Kaupmanna- hafnar með flugfélagi kostar um 19 þús., en með IT-ferð Út- sýnar má fara þangað og dvelja í 10 sólarhringa fyrir sama verð. Kynningarkvöld Útsýnar eru aðeins haldin í Reykjavík og á Akureyri. Q - Skógræktarstarfsemi (Framhald af blaðsíðu 8). verður í Skógaskóla. Reikningar Skógræktarfélags Eyfirðinga, er Gunnar Finn- bogason skógarvörður las og skýrði, sýndu nokkurn halla, en þrátt fyrir það verður skóg- ræktarstarfinu fram haldið af fullum þrótti þetta ár. í stjórn Skógræktarfélags Ey- firðinga eru: Brynjar Skarphéð insson, Oddur Gunnarsson, Har aldur Þórarinsson, Ingólfur Ár- mannsson, Tryggvi Þorsteins- son, Sigurður 0. Björnsson og Hallgrímur Indriðason. Q - NÝJA ESJAN VERÐUR AFHENT í DAG (Framhald af blaðsíðu 1). skipsins og 20 tonna kraftbómu í frammastri. Allar vindur eru af gerðinni „Hydraulik Bratt- vaag“ og eru vökvadrifnar. Lestarlúgur eru af „Mae- Gregor“ gerð og lestarop það stór að auðvelt er að nota gáma (containers). Lestar eru súlu- lausar með sléttu milli]rilfari, en það auðveldar notkun kaffal lyftara. Skipið er búið mjög fullkomn um siglingatækjum, svo sem tveim „Kelvin Hughes“ rat- sjám, 24 og 64 mílna, giro átta- vita af gerðinni „Anschutz“, sem tengdur er við sjálfstýr- ingu, ratsjá og miðunarstöð. Allar íbúðir og salir eru klæddir með plasthúðuðum plöt um, sem eru óeldfimar. Hurðir og innanstokksmunir eru úr eik og mahogny. íbúðir eru hit- aðar upp með rafmagni, loft- ræsting er af „Hi Pres“ gerð. Fyrirkomulagsteikning og línuteikning er gerð í Hollandi, en allar aðrar teikningar eru unnar af Slippstöðinni h.f., sem einnig hefur hannað verkið að öðru leyti. ,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.